Leita í fréttum mbl.is

Bara ef Finnar hefðu evru: þá væri iðnaðarframleiðsla þeirra ekki að hrynja um 40%

Ef Finnar hefðu evru þá væri iðnaðarframleiðsla þeirra ekki hrunin um 40%. Iðnaðarframleiðsla Finnlands er hrunin - með evrum

Finnish Jan manufacturing orders down 38 pct yr/yr
13.3.2009 at 15:53
The value of new orders won by Finnish manufacturers in January fell by about 38 per cent from the year-ago period, Statistics Finland (SF) said in a statement Friday.
"The exceptionally strong decline in new orders in manufacturing that started in September 2008 continued through January 2009," the agency added.
"The value of new orders fell in all the examined main industries." Finnish Jan manufacturing orders down 38 pct yr/yr 

 

Athugið að þetta eru tölur fyrir janúar síðastliðinn. Þetta á því miður eftir að versna mjög mikið í viðbót. Það er því alveg greinilegt að vandamál efnahags Finnlands væru mun auðveldari viðfangs ef þeir myndu lýsa því yfir núna að þeir ætluðu að taka upp evru og nota hana sem vörn geng illum öndum heimsins. Þetta segja sérfræðingar á Íslandi. Samt er allt bankakerfi Finnlands ekki á hliðinni - ennþá. 

Illir andar? - samsæriskenning? Með evrum.

Hvað gæti komið í veg fyrir kínverska gengisfellingu núna? Jú, kæru lesendur; útflutningur Kína til ESB er mjög mikill. En hann er einnig stór og mikill til Bandaríkjanna. Málið er þó það að Kínverjar eru hræddir við Bandaríkin, því Bandaríkin hafa tennur. En hvað með ESB? Eru Kínverjar hræddir við ESB? Hefur ESB tennur? Nei ESB hefur engar tennur. Evrópusambandið er alveg tannlaust því á síðustu 20 árum hafa tennurnar verðir dregnar úr ESB og bræddar niður í eina evru handa öllum. Það þarf því enginn að vera hræddur við ESB. Svo já, ef ég væri einráð kommúnista ríkisstjórn Kína, þá myndi ég halda uppi gengi evrunnar, því þannig þarf ég ekki að fella mitt eigið gengi og því mun ég ekki þurfa að móðga vígtennta Bandaríkjamennina. Svona gerum við þetta. Málið er nefnilega það að evran er leiksoppur spákaupmanna gjaldeyrismarkaða. Það sagði m.a einn af þekktustu hagfræðingum Evrópu:

Since 2001, the euro has more than doubled in value against the dollar. This appreciation can be interpreted only as a bubble driven by speculation gone wild.  By Paul De Grauwe - Financial Times Published: September 4 2008

 

Hér er slóðin á grein Paul De Grauwe á mynd númer 6: Flökt íslensku krónunnar : : Evra gegn bandaríkjadal - japanska yeni - breska pundi - svissneska franka

Alþýðusamband Íslands og hagsmunir íslenskra launþega

Afstaða ASÍ til hagsmuna íslenskra launþega

Það er einnig staðreynd að evran hindrar atvinnusköpun og drepur hagvöxt. Ég leyfi mér að benda á pistil minn frá 12. ágúst á síðasta ári: Hindrar evra atvinnusköpun? Það er því undarlegt að hagsmunasamtök íslenskra launþega (ASÍ) skuli vilja innleiða Evrópusambandslegt atvinnuleysi á Íslandi um alla eilífð. Sjá: Atvinnuleysi á evrusvæði síðastliðin 28 ár Er ASÍ steinrunnið?

Fyrri pistill

| Bara ef Þýskaland hefði haft evru. Þá væri iðnaðarframleiðsla þeirra ekki að falla um 50%  |  Forsíða þessa bloggs |

Tengt efni

Ísland lærir hratt: það fór finnsku og sænsku leiðina strax. En getur Samfylkingin lært? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Gylfi er öflugur og ötull forsvarsmaður...það er bara ekki alveg ljóst hverra. Verkafólk og iðnaðarmenn kannast að vísu ekki við hann sem sinn talsmann, þó hann sitji í forsæti samtaka þeirra...en er það nokkuð stórmál á Íslandi þó að umbjóðendur og talsmenn setji sína og/eða annarra hagsmuni framar umbjóðenda sinna ? Er þetta ekki hefðin orðið í dag ?

Haraldur Baldursson, 17.3.2009 kl. 08:42

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Málið er, að það er komið að gjalddaga út um allan heim.  Tíma hinnar taumlausu neyslu er lokið.  Nú þurfa GSM símarnir að endast helmingi lengur en áður, sjónvarpið er ekki endurnýjað þó það bili, o.s.frv.  Eftirspurn er að dragast saman.  Afleiðing af því er minnkuð framleiðsla, hrun í útflutningi iðnaðarvara og gríðarlegur samdráttur í smásölu.

Marinó G. Njálsson, 17.3.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innleginn.

Til að hugga Marinó þá get ég upplýst að einkaneysla sem hlutfall af þjóðarframleiðslu evrusvæðis hefur fallið á síðustu 10 árum. Á Íslandi hefur hún aukist aðeins.

Final consumption expenditure of households and non-profit institutions serving households - At current prices

Það eru til jafn mikli peningar í heiminum núna og fyrir kreppuna. En það sem var keypt fyrir þá var hinsvegar keypt of háu verði. Því sá fjármálageirinn fyrir - bankabullurnar á lyfjum. Banka og fjármálageirinn eyddi peningunum í súra mjólk sem varð að hella niður. Hún varð næstum einskis virði. En peningarnir sem þeir notuðu eru ekki horfnir. Þeir eru bara hjá kaupmanninum ennþá - og hann vill ekki eyða þeim núna. Ekki á meðan mjólkin er að súrna (falla í verði)

En svo er öll hin opinbera neysla - neysla stjórnmálamanna. Hún er gersamlega fram úr hófi, ábyrgðarlaus og stórskaðleg hagkerfum okkar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.3.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta með peningamagn í umferð er raunar ekki alveg rétt.  Það eru meiri peningar í heiminum núna en voru fyrir kreppu.  Það felst í því að ríkisstjórnir og Seðlabankar hafa verið með peningaprentvélarnar í gangi á fullu síðustu mánuði.  En þetta er samt lykillinn að þessu öllu.  Ef hægt er að svæla þessa peninga út úr felustöðum sínum, þá komast hjól heimshagkerfisins aftur af stað.

Marinó G. Njálsson, 17.3.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll aftur Marinó

Ég var ekki að tala um peningamagn í umferð. Ég var að tala um ráðstöfun þjóðartekna. Einkaneysla vs. opinber neysla vs. sparnaður og fjárfestingar. Einkaneyslan hefur alls ekki aukist sem hlutfall af þjóðarteljum. En sem betur fer hafa þjóðartekjur aukist.

Það er alls ekki gott að svæla peningana úr felum núna með handafli. Þeir verða að koma af sálfum sér og það gera þeir einungis þegar verðin eru orðin rétt. Núna eru þau vitlaus, kolvitlaus. Eyðilögð af rangri capital allocation af bönkum og fjármálageiranum. Fasteignaverð VERÐUR til dæmis að lækka því annars kemst sá markaður aldrei í gang aftur. Verðlag hans var búið að missa jarðsambandið við kaupgetu almennings.

Þessvegna eru allar umræður um að fella niður húsnæðisskuldir eins fáránlegar og þær geta orðið, því það mun eyðileggja markaðinn fyrir öllum og halda röngu verði uppi áfram þegar það VERÐUR að lækka - einnig fyrir þá sem eru að koma nýjir inná markaðinn => unga fólkið. Besta lækningin er að verðbólan hverfi og að peningunum sé veitt í atvinnusköpun. Þessutan þá er mikill og stór "moral hazard" hlið á þessu máli. Þetta væri mjög slæmt fordæmi því þeir sem hafa farið varlega og sýnt ráðdeild eru ekki alls ekki illa staddir. Það verður að taka á þessu máli einstaklingsbundið - case by case.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.3.2009 kl. 14:48

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það liggur við að maður stofni aðdáendaklúbb Jóns Frímanns á Facebook, hann er mikil búbót fyrir okkiur sjálfstæðissinna og ötull við að sverta málstað Evrópusambandssinna :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 18:29

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Á einn eða annan veg mun húsnæðismarkaðurinn finna sitt jafnvægi. Sem stendur er stöðnuninn mögnuð upp, því markaðurinn er kominn í það fer að allt bíður eftir ríkinu. Frumkvæði markaðrins er horfið.
Hafi ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar markast af takmörkuðum upplýsingum, hefur núverandi ríkisstjórn slegið henni út með því að minna á kjaftagleði múmíu. Hvernig traustið á fyrrverandi félagsmálaráðherra bar hana inn í forsætisráðuneytið verður vafalítið skemmtileg stúdía komandi kynslóða fræðimanna.

Haraldur Baldursson, 17.3.2009 kl. 20:22

8 identicon

Sæll Gunnar,

það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér í mörgu, en ekki öllu. Og mér finnst þú velja út þær fréttir sem passa þér og þínum málstað, og sért bara að leita að sérfræðingi sem styður þá stefnu (google?).

Þeir sem þú vitnar í eru valdir, út af því að þér finnst að þeir tali þínu máli. Að vitna í einhvern "Hr. Jón" út af því að hann er eða á að vera "einn virtasti hagfræðingur" Jónalands er ekki nóg. Hér í Evrulandi eru líklega 100.000 virtustu hagfræðingar heims. Fyrir utan hina 143.000 í USA og annarsstaðar. Ertu búinn að gleyma öllum "helstu sérfræðingunum" sem töluðu máli íslensku bankanna, fram í rauðan dauðann? Þeir voru ekki góðir sérfræðingar. Og svo eru ekki allir sem þú ert að vitna í.

Mín ósk væri að þú hættir að búa til æsing úr einstaka vondum fréttum (eða ófréttum).

Valgeir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:33

9 Smámynd: Offari

Ætli þessi Evra sé göldrótt?

Offari, 17.3.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sama evra og sama Evrópusamband og er t.d. að drepa Letta efnahagslega á víst að bjarga okkur

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband