Leita í fréttum mbl.is

Bara ef Þýskaland hefði haft evru. Þá væri iðnaðarframleiðsla þeirra ekki að falla um 50%

Horfur á að iðnaðarframleiðsla Þýskalands muni falla um 51% á þessu ári

Iðnaðarframleiðsla Þýskalands er hrunin - beðið eftir Bandaríkjunum - með evrum 

Ótti hinna allra svartsýnustu manna um galla efnahagslíkans þýska hagkerfisins er því miður að rætast. Samdrátturinn í þýska hagkerfinu er nú orðinn svo mikill að iðnaðarframleiðsla í þýska hagkerfinu mun dragast saman um 51% á þessu ári (á ársgrundvelli)

Keyrt í gegnum Google Translation:

 

<><><> SÍMASKEYTI <><><> 

 

We have been among the biggest pessimists about the German economy, but it appears that our own forecast for a 4-6% fall in German economic growth this year is looking a tad optimistic after yesterday’s horrendous data for industrial orders in January. The orders were down 8% with respect to the previous month, and 37.9% lower than a year before (foreign orders were down 42%), reports the FT. Apart from Japan, Germany’s economy is among the worst-affected by the slump in global demand.

 

Dieter Wermuth, in his blog Herdentrieb, has calculated that the annualized rate of decline over the last six months is -51.4%. So if this continues until the summer – and there are no indications why it should not – this means that Germany will have lost half of manufacturing output. Industrial production – data due out Thursday – will show a similar decline. (So this means we are heading into Great Depression territory just in time for the election. Germany is well on course for a double-digit decline of peak-to-trough economic growth, unless the economy stabilise mid-year. We don’t see that happening.)
Eurointelligence
 
<><><> FULLT STOPP <><><> 
 
De_idnaður09 
Kemur mér ekki á óvart 
 
Þetta eru hrikalegar tölur, en koma mér alls ekki á óvart. Það eru þingkosningar í Þýskalandi í sumar. Það dapurlega við þessar kosningar er sú staðreynd að um 50% (fimmtíu prósent) af öllum kjósendum munu þá verða orðinn sextugir og eldri. Hagkerfi Þýskalands byggir fyrst og fremst á útflutningi. Í hagkerfi sem byggir nær einvörðungu á útflutningi - og sem er að breytast í elliheimili sökum ömurlega lágs hlutfalls barnseigna - er mjög erfitt að ætla sér að örva innanlands eftirspurn. Hvernig á að örva hagkerfi sem samanstendur af gamlingjum sem eru að miklu leyti búnir að neyta og fjárfesta í þeim hlutum sem knýja hjól efnahagslífsins? Hvernig á maður að örva svona hagkerfi án þess að verðbólga fari af stað því vinnuaflið mun ekki þola álagið og verðlag þess mun því rjúka upp úr öllu valdi. Í áratugi hafa þýskir launþegar átt að lifa og starfa eftir uppskrift stjórvalda sem hvetur til minni neyslu og aukins útflutnings. Smásöluverslun í Þýskalandi hefur ekki aukist um meira en 0,00% á síðustu 10 árum og kaupmáttur hefur ekki aukist um meira en 0,00% á þessum síðustu 10 árum
 
Ekki pláss fyrir auknar skuldbindingar - með evrum
 
Kanslari Þýskalands Angela Merkel hefur gert Þjóðverjum það alveg ljóst að Þýskaland mun ekki þola auknar lántökur eða fjárhagslegar skuldbindingar sem yrði varpað yfir á komandi kynslóðir því þær kynslóðir verða svo litlar að þær munu ekki geta staðið undir byrðinni. Það verður enginn til að borga skuldirnar. Þessar kynslóðabreytingar munu slá inn af fullum krafti eftir aðeins 5 ár. Ungu fólki mun fækka mikið og vinnuafl Þýskalands mun minnka varanlega
 
Er 8-12% samdráttur í þjóðarframleiðslu Þýskalands mögulegur? - með evrum
 
Sjálfur spái ég að þjóðarframleiðsla Þýskalands munu dragast saman um allt að 8-12% á þessu ári. Opinberar hagspár eru sífellt að versna og samdrátturinn kemur mönnum sífellt meira og meira á óvart. Fyrir aðeins þrem mánuðum hljóðuðu opinberar hagspár uppá jákvæðan hagvöxt fyrir 2009. Núna er að myndast consensus á opinberum vettvangi um 6% samdrátt. En það er einungis byrjunin
 
En bara ef Þjóðverjar heðu haft evrur - og hefðu verið í Evrópusambandinu.  Þá væri land þeirra ekki svona illa statt núna. Eftir 16 mánuði mun atvinnuleysi þeirra þjóta upp á sama hraða og það hefur gert í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. FIFO og LILO. En það er bara eitt vandamál kæru vinir. Evrópusambandið er svo miklu fátækara en Bandaríkin. Það hefur því alls ekki efni á því að standa utan við Evrópusambandið eins og það gerir. En bankarnir eru ennþá opnir
 
Öldrun Þýskalands - kjarni evru  

Samfélags- og efnahagslegt sólarlag Evrópusambandsins - með evrum

Of fáir til að geta staðið í skilum á framtíðinni? Já, það lítur út fyrir það, því ekki fæðast hér börnin. ESB virðist ekki trúa á framtíð sína eða barna sinna. Einhvernveginn virðast samfélög Evrópusambandsins sjálfkrafa fara inn ferli útrýmingar við það að ganga í Evrópusambandið. Fæðingatíðni Frakklands er ágæt á pappír vegna þess að 2/3 af öllum fæddum börnum þar eru börn innfluttra Afríkubúa. Frakkar sjálfir eignast helst ekki börn lengur. Hví skyldi það vera? Sama saga er um Bretland. Þetta gengur bara ansi vel finnst mér. Bráðum verða svo kallaðir Evrópubúar útdauðir. Einnig hefur flótti Svía úr heimalandi sinu Svíþjóð ekki verið meiri síðan Karl Oskar & Liv Ullman fluttu til Ameríku þegar landnám var þar í fullum gangi. Núna eru afkomendur þeirra efnaðir Ameríkanar - alla vega á sænskan og evrópskan mælikvarða, því ESB er alltaf að dragast meira og meira aftur úr Bandaríkjamönnum í hagsæld, ríkidæmi og atvinnusköpun. Til huggunar er hægt að bæta því við hér að ef mönnum er illa við Bandaríkin þá ættu þeir að mæla með því að Bandaríkin gangi í Evrópusambandið strax. Þannig er auðveldlega hægt að losna við Bandaríkjamenn, það tekur einungis smá tíma. En þetta kemur. Þolin mæði  
 

Fæðingatíðni

 

 

Ár

1995

2005

Poland

1,62

1,24

Slovakia

1,52

1,25

Slovenia

1,29

1,26

Lithuania

1,55

1,27

Czech Republic

1,28

1,28

Bulgaria

1,23

1,31

Latvia

1,27

1,31

Hungary

1,57

1,31

Italy

1,19

1,32

Romania

1,41

1,32

Greece

1,31

1,33

Germany

1,25

1,34

Spain

1,17

1,35

Malta

:

1,38

Portugal

1,41

1,4

Austria

1,42

1,41

Croatia

:

1,41

Cyprus

2,03

1,42

Switzerland

1,48

1,42

Macedonia, the former Yugoslav Republic of

2,12

1,46

Liechtenstein

:

1,49

Estonia

1,38

1,5

Luxembourg

1,7

1,66

Netherlands

1,53

1,71

Sweden

1,73

1,77

United Kingdom

1,71

1,78

Denmark

1,8

1,8

Finland

1,81

1,8

Norway

1,87

1,84

Ireland

1,84

1,86

France

:

1,94

Iceland

2,08

2,05

 
Heimild: Eurostat
 
Til þess að þjóðfélag geti viðhaldið sér, eða jafnvel vaxið, þarf hver kona að fæða minnt tvö börn á æfi sinni 


Fæðingatíðni og atvinnuþáttaka kvenna

 
Fyrri færsla:
 
Forsíða þessa bloggs 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ansi fróðlegt og ég ætla ekkert að mótmæla þessu hjá þér. Kannski eru þessir mælikvarðar ekki það sem skiptir máli þegar upp er staðið. Til dæmis er lítið samband milli hagvaxtar og hamingju. Jöfnuður hefur miklu betri áhrif á hamingju þjóðar.

Varðandi mannfjöldann, þá er Evrópa þéttbýlasta svæði jarðarinnar svo það er ekki endilega slæmt að það hægi á fjölgun. Nær væri að fá Afríkubúa til að halda sig í Afríku og byggja upp þar, enda er landrými mun meira víðast í Afríku.

Það er kvenfólkið sem stjórnar þessu með barneignirnar, við karlarnir höfum ósköp lítið um þetta að segja. Það virðist vera í eðli kvenna, að um leið og þær verða frjálsar og geta stjórnað sínum barneignum, þá vilja þær frekar ná frama í atvinnulífinu og þjóðlífinu, en vera heima og ala börn og sjá um fjölskyldu.

Það að geta tekið pillu og komið í veg fyrir þungun er svo mikið inngrip inn í gang mála, að þróunarkenning Darwins fer að virka öfugt, þeir hæfustu deyja í stað þess að lifa.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þetta eru merkilegar og glöggar upplýsingar sem þú setur þarna fram.  Þegar horft er á þessa þróun, bara eina út af fyrir sig, er hún í raun grafalvarleg. Hún hefur í raun fleiri birtingarmyndir en bara fólksfækkun og hækkandi aldursstuðul, því hún hefur ekki síður áhrif á framleiðslu og tekjusköðun (gjaldeyissköpun).

Í umræðum um heimskreppuna finnst mér oft gleymast að horfa til þess, um  hversu margfalda heimsframleiðsu er búið að auka veltu heimsbyggðarinnar, með stöðugri útgáfu skuldabréfa, sem greiðast eiga af framleiðslu komandi ára.

Þó mikið af þessari skuldabréfaútgáfu hafi þurkast út í bankahruninnu, og að enn eigi mikið af skuldabréfum eftir að reynast verðmætalaus,  verður líka gífurlegur samdráttur í heimsframleiðslunni. Þannig að þakka má fyrir ef framleiðslan næstu áratuga dugar fyrir nauðsynlegum rekstri þeirra þjóðfélaga sem nú eru til staðar.

Af þessu leiðir að innan skamms mun líða undir lok frjálst flæði fjármagns á milli landa. Flest lönd verða í miklum erfiðleikum með að framleiða nóg til eigin þarfa, bæði hvað varðar eigin neyslu sem og til að geta aflað tekna að utan fyrir þeim vörum sem þarf að kaupa frá öðrum löndum. Afgangur til greiðslu skuldabréfa, eða annarra lána, verður því afar takmarkaður.

Erfiðast mun vestrænum neyslusamfélögum ganga, að læra aftur eðlilega virðingu fyrir verðmætum. Það verður okkur mikil þolraun að þurfa að læra að gjörnýta þau verðmæti sem við kaupum, og henda ekki hlutum sem eru vel nýilegir, þó þeir sé ekki í tísku.

Það er barnaleg hugsun, að segja að ef við hefðum evru, myndu allar okkar raunir hverfa. Þó við tækum upp evru, værum við heppin ef við fengjum það magn evra sem þyrfti til að allur núverandi rekstur þjóðfélagsins gæti greitt allt sem þarf að greiða, meðan myntin er að fara sinn hring um þjóðfélagið. Ef við vildum fá meiri evrur, yrðum við að búa til einhver verðmæti sem við gætum selt öðrum þjóðum, og fengið greitt í gjaldeyri (evrum eða öðru). Eða að við yrðum að taka lán hjá öðrum þjóðum, sem við yrðum þá að greiða með framleiðslu okkar á komandi árum.

Evran sem slík leysir því engin vandamál hjá okkur. Eins og staðan er nú í heimsfjármálunum, tel ég að við séum afskaplega heppin að hafa okkar eigin mynt og eiga þann möguleika að prenta meira magn af henni, í stað þess að hér skapaðist alvarlegur samdráttur sem rústa myndi grunstoðum samfélagsins.

Heppni okkar Íslendinga felst fyrst og fremst í því að sú framleiðsla sem við seljum helst öðrum þjóðum, er matvara, hugvit og raforka.  Fyrir þessa þætti mun áfram verða þörf í heiminum og með ráðdeild og þjóðhagslegri hagsýni, munum við geta byggt upp samfélag sem horft verður til; ekki vegna hroka og endemis rugls, heldur vegna hagsýni og góðs skipulags. 

Guðbjörn Jónsson, 15.3.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær pistill hjá þér, Gunnar.

Þótt fréttnæmastur sé í þessu um hrikalegan efnahagssamdrátt Þjóðverja á árinu, þá vekurðu líka athygli á því, sem skiptir jafnvel enn meira máli : fólksfækkunarspíralnum, sem draga mun þjóðina niður með sívaxandi þunga frá og með um 2014 &#150; lokakaflinn þar um hjá þér ætti að vera skyldulesning í öllum menntaskólum. Og fæðingartíðni-taflan er afar gagnleg.

En hitt er ekki alveg nákvæmt, að "til þess að þjóðfélag geti viðhaldið sér, eða jafnvel vaxið, þ[urfi] hver kona að fæða minnt tvö börn á æfi sinni," því að börn meðalkonunnar þurfa að vera 2,1 að mati mannfjöldafræðinga, af því að sum þeirra deyja ung, og önnur verða ófrjó o.s.frv.

Þegar meðalfjöldi barna á hverja konu í Evrópubandalaginu er 1,5, eins og nú er, þá vantar 0,6 upp á, að þjóðirnar þar geti viðhaldið sér jafnstórum, og það gerist ekki eins og hendi sé veifað að fjölga barneignum um 40%!

Segjum að barneignakynslóðin nú sé 150 milljónir í Evrópubandalaginu, þá yrði sú næsta ekki nema 105 milljónir (70% af kynslóð foreldranna) og sú þarnæsta 73,5 milljónir (49% af núverandi barneignakynslóð). Þannig helmingast þetta bara á tveimur næstu kynslóðum &#150; og heldur svo áfram enn neðar með næstu kynslóðum! Og kratakjánarnir hér heima halda, að þeir séu að stefna á einhverja paradís! En seint eiga samt þeir og þeirra líkar í EBé eftir að leggja það til að draga úr slátrun á ófæddum börnum til að lagfæra þennan undirbalanz, þennan dragbít Bjartsýna hrörnunarbandalagsins.

Með kærri kveðju og þakklæti,

Jón Valur Jensson, 15.3.2009 kl. 02:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innleggin og kveðjurnar

 
Já, Sveinn hinn ungi, þetta með hamingjuna er vandmeðfarið. Flestir taka eftir því þegar þeir eru óhamingjusamir, en sjaldan þegar þeir eru hamingjusamir. Þess vegna er yfirleitt aldrei talað um haminguna nema þegar hún breytist í óhamingju; þá taka menn nefnilega eftir henni. Það er að minnsta kosti 100% samhengi við hagvöxt og óhamingju - 
  • Þegar menn missa vinnuna eins og núna
  • fara niður með fyrirtæki sín og sitja oft eftir með miklar persónulegar skuldir
  • missa húsnæði sitt
  • tapa uppsparnaði sínum í gjaldþrotum fjárfestinga
  • skuldabyrði eykst og lífið verður súrt
 
- allt saman vegna samdráttar í þjóðarframleiðslu (fallandi hagvexti). Sem aukaverkun hækka oft skattar, heilbrigðiskerfið verður verra (þarf að skera það niður því skattatekjur minka) og félagsleg aðstoð versnar því svo margir leita eftir henni og það kostar mikið meira og tekjurnar eru jú fallandi. Þá óska menn sér yfirleitt að hagvöxturinn (auknar tekjur) fari í gang aftur. Þá sjá menn að það er erfiðara að komast af sem atvinnulaus á miklu lægri tekjum. Svo bítur þetta í hvort annað og verður að neikvæðum spíral hruns og mannleg eymd samfélagsins eykst. Þá munu allir allt í einu vita að aukinn hagvöxtur er það eina sem gagnar; aukin verðmætasköpun; sem gefur af sér þá peninga;  sem þarf til til þess að fjármagna;  gott heilbrigðiskerfi, félagslega aðstoð og hvatningu og umönnun hinna sem minna meiga sín.
 
Guðbjörn gerir sér grein fyrir hættunum vegna skuldbindinga og skilur vel hættuna, þetta er hárrétt. Jón Valur skilur mjög vel samfélagslegu hættuna sem stafar af því að eyða mannauði um efni fram og að stunda rányrkju á mann-stofninum. Fáum sem engum nýjum blómum er bætt í garðinn, í stað þeirra sem eru tekin; hann visnar og verður ljótur og arfinn veður það sem blómstrar. 
 
En fæstir hafa þó veitt því mikla athygli að ef hin stór-auknu útgjöld ríkisstjórna hins iðnvædda heims undanfarið hefðu ekki komið til núna (bankaábyrgðir, stóraukin ríkisumsvif og þjóðnýting fyrirtækja þ.á.m banka) þá væri samdráttur þjóðarframleiðslu hins iðnvædda heims fallin um meira en 10% stig. Þetta er ALRARMING því þetta þarf að fjármagna með útgáfu ríkisskuldabréfa; það þarf að selja þessar skuldir. Því mun framboð þessara pappíra flæða um hagkerfin eins og fossar sem geta auðveldlega valdið stórkostlegum verðbólguþrýstingi um allan heim eftir fá ár. Þetta er svona það sem bíður í rörinu því það eiga eftir að koma nýjir og risavaxnir banka-hjálpar-pakkar á þessu ári og á því næsta og einnig á því þarnæsta.  En áður en þetta gerist mun verðhjöðnunarþrýstingur verða mikill víða og pumpa ríkisdælunnar verður látin keyra enn hraðar. 
 
Þegar fasteignmarkaðir sumra landa mun hrynja um 50% í viðbót við þá 10-20% lækkun sem nú þegar er orðin. Þá mun örvæntingin verða mikil. Bólumyndun er erfið viðureignar og getur á tímum hjaðnað með hrunfalli
 
 
Bóluferli
 
 
Mynd: ferill verðbólu eigna 
 
Verðbólur á húsnæðismarkaði Bretlands
 
 
Mynd: Verðbólur á húsnæðismarkaði Bretlands; 1952 til 2008
 
 
En aftur að kjarna pistilsins:  staðreyndin er samt sú, eftir sem áður, að evran drepur hagvöxt og því væri það samfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð að taka hana upp fyrir Ísland. Öll lönd sem tekið hafa upp evru hafa lent í spennitreyju með litlum sem engum hagvexti. Aðeins kjánar og populistar eru svo heimskir að ætla Íslandi þetta, því Ísland er einmitt eitt að þeim löndum í Evrópu sem passar sem allra verst við lýsinguna á og forsendunum fyrir  "optimal currency area".  Evran myndi drepa hagvöxt um alla framtíð á Íslandi - og það er ekki hægt að komast út úr henni aftur - aldrei - nema með algeru hruni 
 
Kveðjur
 
 
  

Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2009 kl. 07:26

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Og það hrun er væntanlega að eiga sér stað núna

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 10:33

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fín grein Gunnar

Mig langar að benda á ljós í myrkrinu hjá þjóverjum. Þó þeir séu orðnir gamlir þá eru þeir vel menntaðir, duglegir og sparsamir. Þeir búa í húsum og þeir eiga tólin og þekkinguna til að framleiða allt milli himins og jarðar, bæði matvörur og hátæknivörur. Þó fæðingatíðni sé lág þá er innflutningur á vinnuafli ekki vandamál gerist þess þörf. þannig að þeir geta auðveldlega leyst sín mál. 

þeirra vandi í dag er efnahagsvandi og felst eingöngu í yfirverðlagðri evru, tollsmúrum EU og þeim skildum sem þeir telja sig bera gagnvart nágrannaþjóðunum og Evrópu allri. Fljótt á litið þyrftu þeir  í raun bara að taka upp markið aftur og fella tollamúra EU til ræsa hagkerfið sitt aftur.  Ástæðan fyrir því að þetta er ekki gert núna er fyrst og fremst hræðsla við stríð, og ef EU er hluti af því sem hefur haldið friðinn þarna undanfarin 65 ár þá er það af hinu góða. Hinsvegar finnst mér ýmislegt benda til að þetta sé að snúast í höndunum á mönnum og ef menn gæta sín ekki þá gæti þetta valdið stríði á næstu misserum í Evrópu. Er ekki hornsteinn hamingju friður miklu frekar en efnahagur ekki satt.

Guðmundur Jónsson, 15.3.2009 kl. 11:47

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur aftur, Gunnar og Guðmundur

Þjóðverjar eru alls ekki duglegri en aðrir gömlu velferðarfíklarnir í ESB-15 ríkjunum. Velferðarfíklar sem bíða endalaust eftir því að grasið vaxi grænt út úr heilum opinberra starfsmanna ESB báknsins, því ekki hugsa þegnarnir lengur sjálfir lengur. Þjóðverjar vinna einna minnst, halda einna mest frí og þar fram eftir götum. Það Þýskaland sem margir minnast frá gömlum dögum er ekki til lengur. Og þeir eru alls ekki vel menntaðir, síst af öllum.

Það er mér hulin ráðgáta hvað ætti að lokka 200 milljónir af ungu fólki til hinna gömlu ESB-15 landa fyrir árið 2035. En það er sá fjöldi innflytjenda sem vantar til einungis að viðhalda viðhalda hinu núverandi lélega vinnuafli ESB-15. Kanski er hægt að lokka þá til með háum og hækkandi sköttum, lélegri kaupgetu, 0,% kaupmáttaraukningu, engum lífeyrissjóðum eða háu verðlagi og lélegum atvinnutækifærum í hinum risa stóra láglauna umönnunargeira ESB-elliheimilisins. Þungar og arðsamar fjárfestingar munu ekki hafa áhuga á svona efnahagssvæði, til þess er það búið að verðleggja sig út af landakortinu með þessu myntskrífli sínu.

Sameinuðu Þjóðirnar segja að það vanti 701 milljón innflytjendur til ESB-15 landanna fyrir árið 2050. Þetta er nú svo há tala að það tekur enginn mark á henni því hún er fyrir utan föttunarhæfni venjulegs fólks.

En sem sagt, gamla Þýskland eins og margir minnast þess er dáið fyrir allnokkru síðan. Það kálaði sér sjálft.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2009 kl. 12:36

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Smá innlegg í vangavelturnar um mannfjöldaþróun og fæðingartíðni. Ég fletti af gamni upp fjölda barna eftir árgöngum (fæðingarár og fjöldi) eins og hann var um sl. áramót. Þetta eru 5 síðustu árgangarnir:

    2004    4.687
    2005    4.769
    2006    4.950
    2007    5.281
    2008    6.002

Ef þetta gefur mynd af þróuninni er lækkandi fæðingartíðni nokkuð sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af hér á landi. 
  

Haraldur Hansson, 16.3.2009 kl. 18:02

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Af hverju í ósköpunum sækir Þýskaland ekki um aðgang að ESB og taka upp Evru.  Bara aðildarumsókn myndi bjarga mikla.  Það segja allavega sérfræðingarnir hér á landi.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.3.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband