Fimmtudagur, 5. mars 2009
Lifandi land - Ísland
Jæja kæru lesendur
Þá tók þessi Ísalandsferð mín enda. Ég var sem sagt á Íslandi í 10 daga og kom aftur heim í kotið í fyrra gær.
Lifandi land - Ísland
Þetta var ákaflega ánægjuleg ferð. Það sem sló mig mest var hið virka, öfluga, ríka og fjölbreytta mannlíf á Íslandi ásamt almennum áhuga Íslendinga á sveita- lands- og alþjóðamálum. Á Íslandi er ennþá "allt hægt" í hugum fólksins, sem betur fer segi ég. Mikil og virk umræða er meðal nánast allra Íslendinga um lýðræðið, stjórnarfar, þjóðarhag og stöðu Íslands í hinu stóra alþjóðlega samfélagi. Hér eiga Íslendingar að mínu mati "heimsmet", eins og í svo mörgu öðru. Lýðræðið er virkt á Íslandi því það er lítil sem engin fjarlægð á milli þjóðarinnar og hinna kjörnu fulltrúa hennar. Sama gildir um embættismannakerfið. Nánast allir sem ég talaði við höfðu mikinn og jafnvel brennandi áhuga á atvinnu- og samfélagsmálum og ekki skorti fjölbreytt viðhorf. Einnig er vídd umræðunnar það mikil á Íslandi að fyrir venjulegan ESB-búa - sem er vanur því að geta aðeins kosið um, eða haft áhrif á, þau fáu málefni sem ennþá eru á valdi þjóðþinga þeirra - er víddin svo mikil að hann myndi ekki skilja nema hluta af þeim málefnum sem fullvalda Íslendingar takast á um.
Menningarlíf Íslendinga virðist einnig vera afskaplega virkt og fjölbreytt. Flestir Íslendingar eru virkir í menningarstarfi á einn eða annan hátt og framboð menningar er stórt og fjölskrúðugt. Söngur og tónlist, leiklist, bókmenntir, raun- og félagsvísindi blómstra. Ísland á sennilega "heimsmet" í kaffihúsamenningu og það er sláandi hversu hugmyndaflug Íslendinga er frjálst og óheft ennþá. Allir eru "í einhverju".
Útför í kjölfar útrásar
Maður tók einnig eftir að 5 ára leiðtogi þjóðarinnar hafði látið lífið í stórkostlegu hjartastoppi. Það voru víst of margar útlenskar makkarónur fljótandi í blóðinu hjá honum. Útför hans fór ennþá fram þegar ég fór frá Íslandi. Sem afleiðing virðist ákveðið tómarúm ríkja á vettvangi leiðtogamála á Íslandi. Hérna á ég að sjálfsögðu við herra fjármálageira sem dó á haustmánuðum og sem verið er að jarðsyngja að hætti Corleone. Þið vitið, þessi geiri sem hreif svo mörg okkar á ákveðnu tímabili og sem við héldum að væri "kominn til að vera". Mennirnir og leiðtogarnir sem gátu gengið á vatninu og breytt því í vín og góðar vísitölur. Allt átti að vera komið til að vera: hlutabréfaverð, olíuverð, hráefnaverð, fasteignaverð, glóbal warming, Kína, ESB, og hvað eina. Rykið féll því óhindrað á okkar gömlu hefðbundnu leiðtoga og landsfeður. Núna hiksta því og hósta okkar rykföllnu fyrrverandi leiðtogar upp gömlu ryki og eru að reyna ná áttum á ný. Þeir gera sér alls ekki ennþá grein fyrir því að sviðið er tómt ennþá og að það er beðið eftir þeim. Kaktusar feykjast þar um í andblæstri frá almúganum - heyballs. Hvar eruð þið? Eruð þið hræddir? Eftir að eini núlifandi virki leiðtogi þjóðarinnar, Davíð Oddsson, var lögsettur út úr Seðlabankanum af sjálfu Alþinginu með aðstoð barnaverndar, þá er enginn við lengur. Það er á tali hjá næstum öllum - píbb bíbb bíbb bíbb. Þeir eru núna að hringja í leiktjaldadeildina, föðrunarmeistarana og kunna sig ekki lengur sem þeir menn sem þeir voru. Þeir eru hræddir við að hafa skoðanir því þeir hafa þær engar og eru oftast jafn allsberir og þeir sem liggja í kistunum, - eru hræddir við að vera menn með skoðanir. En þér að segja, er varla von á öðru? Ég spyr.
Ég fór á tvo fundi hjá Heimssýn og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka innilega fyrir þessa skemmtilegu fundi. Fólk kom oft langar leiðir að - einnig úr sveitinni.
Borðaði vel
Það var mikil lukka að fá saltkjöt og baunir á sprengjudag og ekki voru nú rjómabollurnar neitt slor á bolludeginum heldur. Einnig skaust ég tvisvar í mat niður á BSÍ (Umferðarmiðstöð) í Reykjavík og fékk mér svið með rófu- og kartöflustöppu (stranglega bannað í ESB) og svo í seinna skiptið fékk ég uppáhaldsmatinn minn, lambakótilettur í raspi með feiti, rabbabarasultu og Ora baunum. Konan fékk sér fisk enda miklu hollari manneskja en ég. Maðurinn við hliðina á okkur var að borða kjöt í karrí. Ég játa hér með að ég er ekki mikill makkarónumaður. Þarna ræddu menn einnig pólitík og efnahagsmál beint fyrir framan gamla Farmall traktorinn. Þarna liggja leiðir til allra átta á Íslandi
Jæja
Það verður skortur á verðbólgu í mörgum löndum á næstunni. Mikill skortur. Enginn vill fjárfesta í neinu sem stöðugt er að falla í verði. Enginn vill kaupa neitt núna sem fæst ódýrara seinna. Enginn vill eiga neitt sem sífellt tapar verðgildi => sell now! Það er því hætta á að við sjáum miklar og stórar gengissveiflur víða á næstunni.
Næsti póstur mun fjalla um e-málin, að venju
Takk fyrir kæru Íslendingar og takk fyrir kæra Ísland. Þú ert lifandi land. Sama hvað á gengur!
Fyrri færsla:
Hörðustu evrusinnar í Evrópusambandinu missa móðinn, en bara ekki á Íslandi
Forsíða þessa bloggs
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 6.3.2009 kl. 14:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 1387401
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Kröftug lesning að vanda. Takk fyrir fínan spjallfund á mánudaginn, hann var ekki síður hressandi en vænn sviðakjammi eða saltkjöt og baunir.
Haraldur Hansson, 5.3.2009 kl. 20:07
Missti af þér, en vona það gangi betur næst.
Við gengumst Noregi á hönd í lok febrúar og rauður bjarminn leikur nú um landið. Ef við eigum aftur að sjá til sólar þarf að kalla alla hendur upp á dekk. Upplýsingar þínar úr landi hinnar hnignandi evru eru ómetanlegar.
Ragnhildur Kolka, 5.3.2009 kl. 20:48
Takk fyrir skemmtilegan pistil. Ég vissi af þessum fundi en komst ekki. Já kreppan er að aukast og það harðnar á dalnum en við reynum að standa okkur. Við höfum ýmsa möguleika sem betur fer. Hitaveita kemur í stað kolaleysis. Í síðustu kreppu fór hún amma mín niður á bryggju til að fá í soðið. Ætli þeir hafi ekki einn skuttogara í hverjum fjórðungi til að veiða í soðið ef harðnar í ári. Þetta er matarkista hérna. Kveðja
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 20:50
Sæll Gunnar. Fundurinn með Heimssýn var afskaplega góður og skemmtilegur. Sérstaklega gaman að sjá hversu vel þessi frjói hópur góðs fólks hefur fylgst náið með frábærum pistlum þínum. Vonin er ekki dáinn á Íslandi og við munum sína heiminum hvernig frjáls þjóð getur af eigin krafti getur stokkið tilbaka aftur á fæturnar. Hrakspár snillingarnir finna sér þá bara eitthvað nýtt til að hallmæla...
Haraldur Baldursson, 5.3.2009 kl. 22:30
Ágæti Gunnar, það var ánægjulegt að kynnast þér og vera með á þessum frábæra fundi Heimssýnar á Kaffi Rót – menn gátu varla hætt að ræða þessi mikilvægu mál fyrr en langt var liðið á þriðja tímann. Kæra þökk fyrir þitt framlag þar sem hér á vefnum þínum. Farvel heim á leið, en haltu samt áfram að vera sami trausti Íslendingurinn.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:56
Hressandi frásögn. Takk fyrir.
Sveinn Tryggvason, 6.3.2009 kl. 10:07
Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur og innleggin.
.
Rakst á umfjöllun um þessa hér frétt í dönsku viðskiptablaði - þetta er smávegis á léttu nótunum :): 6 Reasons To Move To Iceland (danska útgáfan af fréttinni: Derfor skal du flytte til Island )
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.