Föstudagur, 13. febrúar 2009
Sagt í trúnaði: það er að kvikna í banka- og hagkerfi Evrópusambandsins
Versta ár fyrir danskan útflutning síðan í seinni heimsstyrjöldinni
Nýjar danskar tölur hér í morgun. Versta tímabil fyrir danskan útflutning síðan í seinni heimsstyrjöldinni er framundan segir DI. "Við höfum aldrei séð svona tölur áður", segir aðalhagfræðingur hjá Dansk Industri, Klaus Rasmussen. Útflutningur mun dragast saman um 10% á þessu ári. Þetta eru 100 miljarðar danskra króna. Atvinnuleysi mun tvöfaldast til 120.000 manns áður en árið er á enda. Seðlabanki Danmerkur spáði fyrir stuttu fjórföldun atvinnuleysis á næstu 24 mánuðum. Þessi spá er væntanlega úrelt núna. (Historisk nedtur for dansk eksport)
Þetta lýsir ástandinu í ESB og evrusvæði vel. En af hverju? Jú aðal útflutningsmarkaðirnir eru einmitt í ESB, þar af 50% innan evrusvæðis. ESB er að fara ofan í djúpan djúpan og langan dal.
Þýskaland í frjálsu falli. Frakkar mótmæla
Sömu sögu er að segja um Þýskaland. Þar er útflutningur í frjálsu falli og mikill samdráttur var í þjóðarframleiðslu á síðasta ársfjórðungi 2008 eða -2,1%. Mun verra en menn áttu vona á. Sama saga er í Frakklandi þar sem starfsmenn frönsku hagstofunnar voru svo uggandi að þeir láku tölum um þjóðarframleiðslu Frakklands fyrir tímann núna í morgun - í mótmælaskyni, auðvitað. Í Finnlandi dróst þjóðarframleiðslan saman um 4,1% á síðasta ársfjórðungi 2008. Í Lettlandi er var samdrátturinn meira en 10%.
Danir ekki með í evru - ekki hægt lengur
Danmörk mun ekki komast með í evru því halli ríkisfjármála mun verða meiri en leyflegt. Þökk sé fjármálageiranum. Þetta segir Politiken í dag: (Danmark er ikke god nok til euroen). Dönum er nokkuð sama. Danska krónan hefur það fram yfir evru að hún er þaulreyndur ekta gjaldmiðill og ekki eingöngu pólitísk mynt eins og evran er.
Sagt í trúnaði: það er að kvikna í banka- og hagkerfi Evrópusambandsins. ESB mun ver sett en Bandaríkin
Samkvæmt trúnaðarpappírum ESB, sem var lekið í gær, þá stendur bankakerfi magra landa ESB frammi fyrir geigvænlegum vandamálum. Vandamálum sem eru jafnvel of stór til að hægt sé að leysa þau. Skuldastaða bankakerfa sumra landa ESB miðað við þjóðarframleiðslu þeirra er svo slæm og hættuleg að það er óvíst hvort hægt sé að leysa málið með bankahjálparpökkum og jafnvel ekki með þjóðnýtingu. Miklu meira um þetta hér: Sagt í trúnaði: það er að kvikna í banka- og hagkerfi okkar
Neista af jarðsambandi sló loks niður í ECB
Neista af jarðsambandi sló loks niður í aðalstöðvar seðlabanka Evrópusambandsins - en bara of seint. Væntingar ECB skyndilega gengisfelldar um 667%. Þangað til í gærdag hélt seðlabanki Evrópusambandsins (ECB) því fram að kreppan sem við þekkjum öll svo of vel - kreppan sem hófst með bankakreppu og sem núna er orðin að raunverulegri efnahagskreppu - myndi verða mild og blíð við okkur öll. Þessvegna hefur ECB ekki fengist til að lækka vexti nógu mikið á evrusvæðinu. Þeir eru ennþá óþarflega háir. Miklu meira um þetta mál hér: Neista af jarðsambandi sló loks niður í ECB
Viðskiptaráðherra Íslands og margir stjórnmálamenn Íslands á lyfjum?
Hvað myndir þú gera núna ef þú hefðir ekki íslensku krónuna? Hvað myndir þú gera þegar þú getur ekki prentað pengina lengur? Ef þú efast um svarið, já þá ættir þú ekki að vera hrifinn af myntbandalögum eða myntráðum því núna keyra prentvélarnar dag og nótt í löndum sem ráða peningamálum sínum sjálf.
Bandaríkjamenn munu t.d. gera "what ever it takes" til að koma hjólunum í gang og komast hjá verðhjöðnun og þurrð. Ef þú missir sjálfsákvörðunarrétt peningmála þá gætir þú náttúrlega kanski reynt að prenta ríkisskuldabréf í staðinn. Prenta ríkisskuldabréf til að fjármagna ríkissjóð og til að geta greitt laun opinberra starfsmanna og sent peninga inn í gegnum velferðarkerfið t.d. til lífeyrisþega, barnafólks, til landbúnaðar og til húsbréfasjóðs, ef þá einhver vill kaupa þau með X% ávöxtun til X ára í mynt sem þú ræður engu um hvaða stýrivexti ber.
En ég er hræddur um að kaupendur verði mjög fáir og langt á milli þeirra þegar ástand ríkisfjármála er eins og það er núna (geigvænleg skuldasöfnun m.a. vegna bankahrunsins). Spánn er að reyna núna, einnig Grikkland og Írland og Belgía og Holland. En lítið gengur.
Þess má geta hér að núna er seðlabanki Bandaríkjanna eini bankinn í Bandaríkjunum sem virkar sem banki núna og sem veitir peningum út í samfélagið. Það sama gildir á Íslandi. Enda hefur efnahagsreikningur seðlabanka Bandaríkjanna margfaldast á örskömmum tíma því viðskiptabankarnir eru einungis liðin lík. Það sama er að gerast annarsstaðar - og það sama gildir á íslandi.
Landráð í ógáti og kjánaskap
Þeir sem eru að biðja um að við losum okkur við svona lífsnauðsynlega stofnun með lífsnauðsynlegt valdsvið eins og Seðlabanki Íslands hefur og sem alvöru seðlabankar hafa, ættu að reyna að giska á hvernig ástandið væri ef það væri enginn seðlabanki í þjóðfélaginu hjá þér núna - bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þá held ég að svitinn á andlitum ykkar væri frekar súr, all Lettneskur og Írskur. Þessi myntumræða ykkar stjórnmálamanna á Íslandi er hættuleg öryggi þjóðarinnar og hún er einnig hættuleg sjálfstæði þjóðarinnar. Vaknið, í Guðs bænum!
Fyrri færsla:
Vantar einn sjúss enn. Hef land og auðæfi þess í skiptum
Forsíða þessa blogs
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Heldur er tekið að halla á heimsbúskapin. ESB virðist keyra bremsulaust á 100 km/klst hraða í áttina að eigin reistum múrvegg. Eins gríðarlega og við erum háð útflutningi, bætir þetta enn á verkefnastaflann okkar. Markaðir okkar munu kalla eftir lækkuðum verðum og við erum því gríðarlega heppin að eiga krónuna og að staða hennar sé jafn veik og raunin er, þó smá lyfting sé afar líkleg á næstu vikum, spili þjóðin rétt úr.
Ég hygg að tímabært sé að hefja áhættumat, varðandi möguleg aðföng frá löndum þar sem gjaldmiðilar eru að kyrkja atvinnuvegina. Okkar núverandi kyrkiingaról er ekki gjaldmiðillinn, heldur vaxtastigið sem ekki má haldast þetta hátt mikið lengur (talið í sekúntum).
Haraldur Baldursson, 13.2.2009 kl. 09:54
Það sem núverandi ástand segir okkur fremur en nokkuð annað, er að við megum ekki binda trúss okkar við ESB. Við verðum að dreifa viðskiptum okkar eins víða og mögulegt er, hafa allan hnöttinn undir. Kreppur munu halda áfram að ríða yfir, en áhrifin eru mismikil eftir löndum og svæðum. Við höfum enga ástæðu til að gera örlög Evrópu að okkar.
Ástæður fyrir fjármálakreppum er oftrú og ofurgræðgi stjórnmálmanna, sem halda að þeir séu snillingar, en eru bara aular. Þetta birtist í peningastefnu sem nefnd er "torgreind peningastefna" (discretionary monetary policy). Tækið til að framkvæma þessa stefnu eru seðlabankarnir.
Sjúkdómurinn "fjármálkreppan" er þó barnaleikur hjá lækningu seðlabankanna, sem er gengisfelling og verðbólga. Auðvitað er verðbólgan ekki ætluð til lækninga heldur er eignatilfærslan sem hún veldur hinn raunverulegi tilgangur. Stórfeldur þjófnaður er hinn raunverulegi og endanlegi tilgangur.
Um þennan stórþjófnað sagði Fritz Leutwyler, fyrrverandi bankastjóri seðlabankans í Svisslandi:
Fritz Leutwyler sagði einnig:
Enginn getur efast um réttmæti framangreindra orða. Verkefni okkar Íslendinga er, að leggja niður Seðlabanka Íslands og taka upp þveröfuga stefnu við peningastefnu hans. Slík stefna er útfærð undir stjórn myntráðs og ef rétt er að málum staðið, er 100% öruggt að efnahagslegur stöðugleiki næst, lýðræðinu verður borgið og stórþjófnaði afstýrt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.2.2009 kl. 10:51
Það sem er nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga er að auka útflutninginn...........
Til Marz? Eða Alfa Centuri?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.2.2009 kl. 13:03
Jón Frímann. Í hvaða veruleikafirrtum heimi ert þú? Fylgist þú EKKERT
með eiginlega? Fréttirnar frá ESB og evrusvæðinu eru skelfilegar!
Ertu að segja að það sem Gunnar er að rita hér sé eintóm lýgi og skáldskapur? Maður sem hefur búið í fjölda ára innan ESB og ætti því
manna best að vita umfram okkur hér á moggablogginu hvernig ástandið er í raun innan ESB.
Jú Gunnar. Alltaf að koma betur og betur í ljós hvað það er okkar
STYRKUR nú að hafa sjálfstæða mynt. Tek svo undir öll þín orð hér!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.2.2009 kl. 21:51
Þær þjóðir sem eru í ESB fá enga hjálp úr þeim ranni og fullvíst er að við hefðum akkúrat ekkert upp úr því að ganga þar inn.
Þjóðirnar sem ættu að standa saman eru sundurþykkar og eru að lenda í hár saman, þó svo að ráðamenn reyna að fara leynt með það. Stærri þjóðirnar þvinga þær minni. Stjórnarskráin þeirra er gott dæmi þar um. Nú eru þessar þjóðir að missa allt niður um sig.
EES hefur verið okkur dýrkeypt á ýmsum sviðum. Eitt það fáránlegasta við EES samninginn er að við þurfum að greiða stórar fjárhæðir til þess að fá að eiga viðskipti við ESB lönd. Ég hefði haldið að viðskipti gagnaðist báðum aðilum, gagnkvæmir hagsmunir.
Ég held að við ættum að leita fanga á viðskiptasviðinu enn víðar en í ESB það eru örugglega mun fleiri þjóðir sem hefðu hag af því að skipta við okkur.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2009 kl. 22:27
Er eitthvað meira að frétta af EU fundinum á bak við luktar dyr þar sem kynnt var leynilega minnisblaðið - ja, reyndar var leyndin ekki meiri en svo að það fór beint í Telegraph.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 00:29
þetta eru ískyggilegar fregni nafni.
bkv
sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:35
En með peningaprentunina nee en við ræddum það annarsstaðar.
Það sem skiptir máli er að þessi Viðskiptaráðherra verði ekki lengur en fram að kosningum.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:40
Jón Frímann,
átt þú að ganga laus?
sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:56
Ég held að þú ættir að ræða við einhvernum þetta mál Jón Frímann, út um allt internet ert þú kallandi menn lygara og áróðursmenn.
Er möguleiki að vandamálið sé kannski þú sjálfur? Kannski sért það þú sem að hagræðir staðreyndum? Kannski ert það þú sem "lýgur". Gamalt orðatiltæki segir "margur heldur mig sig".
Ég hef sjaldan vitað annan eins rugludall og þvættingsmeistara eins og þig enda ekki orð af viti sem kemur frá þér. Gunnar Rögnvalds er drengur góður og leifir þér að kalla hina ýmsu menn lygara hægri vinstri. Ég er ekki jafn nice, því henti ég þér út og svar mitt við þinni spurningu er;
Ég ritskoða þig ekki, því ég henti þér út - vandamálinu eytt.
hasta la vista
sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 19:57
Það er vandamálið með þetta ESB-trúboð sbr Jón Frímann. Það telur sig sannleikann og lífið. Öll rökræða er óþörf, en mótrök fráleit, byggð á lygum, blekkingum og skáldskap. Enda lýðræðishallinn innan ESB hrikalegur. Þar fá þjóðirnar ekki einu sinni að kjósa um stærstu mál sjálfs sambandsins, eins og stjórnkerfi ESB og grunnsáttmála þess. Og í þeim örfáu tilvikum sem þjóð fær að kjósa og segir NEI við valdboðinu frá Brussel, er hún látin kjósa aftur eins og nú Írar um Lissabonsáttmálan. En þetta vill ekki ESB-trúboðið sjá og því síður
skilja eins og Jón Frímann.....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 21:29
já já síðan ef maðurinn er ósáttur við það sem sagt er við hann í fyllstu kurteisi þá eru menn rægðir á vefsíðu hans sem er utan bloggsins, http://www.jonfr.com/
sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 21:58
Ég fæ ekki betur séð en að Gunnar Rögnvaldsson, ég sjálfur og ýmsir fleiri bloggarar fái heldur betur fyrir ferðina á jonfr.com
twitt
sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:48
Ég ætla ekki að taka frekara pláss hjá GR í að útskýra afhverju þér var hent út af minni síðu, ég held ekki að það þarfnist frekari útskýringa.
Ég er ekki lyginn og er ekki vanur að vera kallaður slíkum nöfnum, hef heldur ekki fengið þessa ásökun frá neinum öðrum en þér á minni bloggsíðu. Athyglisvert hve marga þú vænir samt um lygar.
Bestu kveðjur Nafni (R) og afsakaðu óþrifnaðinn.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:30
Nú er "heimskreppan" að halda innreið sína í ESB og þar eru lönd misvel búin undir þessi átök. Það er ekkert "kerfi" í veröldinni svo fullkomið að ekki braki í einhverjum stoðum þess, þegar þvílíkar hamfarir og nú ganga yfir "hagkerfi veraldar". Jafnvel Kína, þetta stórkostlega undur er farið að gefa eftir. Við skulum doka aðeins við og sjá hvernig staða okkar verður þegar "heimskreppan" ræðst á okkur af fullum þunga. Í dag erum við að mestu að fást við "innanbúðarvandamál", þar sem misvitrir pólitíkusar eru bæði blindir og heyrnarlausir. Ef einhver smá neisti af "raunveruleikanum" kemst inní koll þeirra þá detta þeir í "fullkomna afneitun". Að bera saman íslensku og dönsku krónurnar í styrk og stöðu, er jafn gáfulegt og að halda því fram að fjöllin séu hærri í Danmörk en á Íslandi. Það er svo oft með menn sem eru á móti ESB, þeir grípa í fyrsta veika stráið sem þeir sjá í garði ESB og dæma öll hin út frá því. Ég held að betra sé að doka aðeins við og fullyrða ekki of fljótt um eitt eða neitt í sambandi við ESB og þeirra vandamál, þau eru smávægileg miðað við okkar vandamál. Fyrst skulum við rækta upp okkar garð, sem í dag er moldarflag, áður en við "kíkjum" yfir í garðinn hjá ESB og leitum að fölnuðu laufi.
Páll A. Þogeirsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:51
Jón Frímann. Frekar en að tætast í trylltum leðjuslag...ertu ekki frekar til í að deila með okkur áætlunum ESB um aðstoð og viðsnúning í :
Írlandi, Spáni, Grikklandi, tja ég er kannski að takmarka mig full mikið við þessi lönd því fleiri lönd eiga í vanda innan ESB. En rétt til að íþyngja raunsarskap þínum ekki um of, væri ég gríðarlega forvitinn að heyra hvernig þú sérð fyrir þér að ESB hjálpi efnahag þessara landa sem ég taldi upp út úr núverandi vanda ?
Haraldur Baldursson, 15.2.2009 kl. 17:41
Haraldur B.
Að leggja fram þá spurningu hvernig staða Írlands, Spánar og Grikklands er, kemur greinilega frá andstæðingum ESB. ;-)
Þeir ættu frekar að horfa til fyrrum "austantjaldslanda" og skoða hver staða þeirra er eftir að þau gengu í ESB. ;-)
Ekkert "bandalag" í veröldinni er al-fullkomið, ekki einu sinni ESB í "heimskreppu" þá hafið þið nú borið fullmikla virðingu fyrir því. ;-)
....að öðru leyti vísa ég í grein mína hér ofar.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:04
Annars geta menn bara dæmt fyrir sig sjálfir varðandi "Jón Frímann" með því að skoða þessa mynd;
http://multitrack.powweb.com/her_esb.JPG
Ég tek fram að mér er skítsama hvað honum finnst eða neinum öðrum ef út í það er farið. Þarna er línan dregin á mínum bæ og eru viðurlög mönnum að kostnaðarlausu.
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:25
Þakka ykkur fyrir innlitið
Kæri Gunnar nafni minn Waage, ég skil þig meira en fullkomlega.
Ein persónuleg svívirðing í viðbót frá Hr. Frímann hér á þessum blogg og þá fellur hamarinn.
Kærar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2009 kl. 12:49
nei aðeins meira,
ég ætla að tala um "landráð"
Þegar að menn eru úthrópaðir sem áróðursmenn, lygarar, ESB-hatarar, Andsinnar ect. fyrir það eitt að ræða staðreyndir úr Lisbon sáttmálanum þá eru það merki um mjög alvarlegar hræringar í lýðræðisþjóðfélagi.
Þegar að menn tala eins og að ritað mál og skráð lög Sambandsins séu ekki virk eða í gildi samanber Maastricht skilyrðin (sjá ummæli Eiríks Bergmann um helgina) og halda því fram að sérsamningar séu í boði þrátt fyrir að ítrekað sé búið að segja okkur í Brussel að svo sé ekki,
þá eru það landráð af verstu tegund gegn þjóð sem er með bakið upp að vegg í efnahagsmálum.
Þegar menn afneyta niðurstöðum vísindamanna sem birtar hafa verið á álþjóðlega viðurkenndum miðlum varðandi skemmdarverk ESB á fiskimiðum 3. heims ríkja, þá eru það landráð gegn Íslensku þjóðinni.
Þegar að málaður er upp efnahagslegur ávinningur af inngöngu okkar í ESB það landráð.
Þegar að menn tala gegn og afneyta rituðu máli, skráðum heimildum, lögum og reglum og reyna að telja mönnum trú um að það sé í lagi að afsala sér fullveldi þjóðarinnar með samningum við önnur ríki,
þá eru það landráð.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:59
sæll kæri nafni!!
sandkassi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:59
Blessaður félagi úr stríðinu.
Hvert er mat fróðra manna um hvað Evran haldi lengi enn sem sameiginleg mynt?
Er svona að spá í það hvenær ESB umræðan stoppar á Íslandi og þjóðin sameinast í því að henda IFM úr landi. Trú ráðandi afla í Samfylkingunni um himnaríki ESB er höfuðmeinsemd Íslands í dag því Samfylkingin er í oddaaðstöðu um stjórnarmyndun. Þú tókst Jón Baldvin á beinið vegna ESB trúboðs hans en Jón er að presentera ennþá hættulegri sjónarmið en það. Hann (og ekki bara hann) er ljúga því að fólki að ef við göngum í ESB þá muni ESB í einu pennastriki (eða tveimur) fella niður bankaskuldir okkar. Fólk er orðið það örvæntingarfullt að það trúir öllu sem það heldur að lini þjáningar þess. Og á meðan eyðir IFM landinu í boði ríkisstjórnarinnar.
Þegar evran fellur þá er síðasta forsendan fyrir ESB aðild brostin. Þá er aftur hægt að láta umræðuna snúast um hvað við getum gert til að losna við kreppuna. Og eftir klukkutíma umræðu yrðu allir sammála að fara þá leið sem Bandaríkjamenn fara. Það tekur kannski dag að þýða fréttatilkynningar seðlabanka og fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna og einn dag í viðbót að birta samhljóða tilkynningar í Lögbirtingablaðinu.
Og eftir á mun fólk spyrja sig að um hvað deilan snerist. Svo hvenær fellur Evran.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2009 kl. 15:18
Það má ekki útiloka svona wisserbessera eins og Jón Frímann og hans líka hér á blogginu. Nauðsynleg aðhlátursefni og sannfærir mann um ýmislegt.
Skoðið líka Þór Jóhannesson. Hann er örugglega nátengdur Jóni Frímanni; þá meina ég í skyldleika!
Guðmundur Björn, 22.2.2009 kl. 12:39
Fyrirgefðu Jón, hefur komið til ESB landa!! Þá ertu sér-fræðingur í þeim málefnum hlýtur að vera.
Ehh...nú hef ég búið í nokkrum ESB ríkjum og ferðast mikið um ESB lönd og á marga erlenda vini sem eru frá ESB löndum. Hmmm.....af hverju heyrir maður bara neikvætt tal um ESB frá þeim? Hærra matvöruverð en áður, atvinnuleysi, engar úrbætur, meira regluverk. Hvað ertu að fara? Eru þau þá öfgatrúaðir vitleysingar af hæstu gráðu? Eða ert það þú sem ert þessi allsherjarvitleysingur?
Held að spillingin ein sem viðgengst í útópíuhöfuðborg þinni Jón, sé nóg til að reyna að forðast þetta bákn.
Guðmundur Björn, 23.2.2009 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.