Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Er komin Mugabe ríkisstjórn á Íslandi ?
11. september Íslands 2008
Þegar hinn 11. september í efnahagslífi Íslands átti sér stað í byrjun október 2008, þá vildi svo til að einn af forsvarsmönnum Moody's var staddur í sjónvarpssal beinnar útsendingar hjá fjármálasjónvarpsstöðinni CNBC Europe. Ég sat og horfði á hann í tölvunni hjá mér. Talið barst að íslensku krónunni og Seðlabanka Íslands. En í þessum hamförum náði íslenska krónan sennilega að falla mest allra gjaldmiðla án þess að viðkomandi seðlabanki gerði neitt til að stöðva fallið
Þetta er dálítið merkilegt. En hvað er svona merkilegt við þetta? Jú, talsmaður Moody's sagði það vera Seðlabanka Íslands til mikils hróss að hann freistaðist ekki til þess að grípa inn með stuðningsuppkaupum á krónu. Þessi maður frá Moody's vissi nefnilega vel að þetta er freisting sem hefur orðið mörgum gjaldeyrisforðanum að falli, því í hita augnabliksins er svo auðvelt að missa skynsemina og fara að ímynda sér að hægt sé að verja myntina gegn ofurkröftum. Endalaus röð af seðlabönkum heimsins hafa reynt þetta í erfiðum aðstæðum og er hausinn oftast blásinn af þeim og forðinn gufar upp
Ekki á þeirra vakt
En þetta gerðist bara ekki hjá Seðlabanka Íslands. Hausinn var ekki blásinn af Seðlabanka Íslands og gjaldeyrisforða þjóðarinnar var ekki eytt í halda uppi vonlausu gengi einungis hinum vonlausu til hjálpar
Þjóðin getur því þakkað hæfum mönnum Seðlabanka Íslands fyrir að hún á ennþá gjaldeyrisforða. Honum var ekki eytt til hjálpar hinum vonlausu. Hann var geymdur handa þjóðinni. Geymdur ef til harðinda kæmi og ef Ísland hefði þurft að halda út og þrauka eitt og yfirgefið í óvinveittri baráttu - og ef þurft hefði að semja illvíga samninga við umheiminn, algerlega án utanaðkomandi hjálpar. Það hefði því verið hægt. Styrkleiki í samningum er nauðsynlegur en hann hverfur þó oftast ef þjóðin sveltur. Þetta var tryggt vegna þess að það sátu hæfir hagfræðingar og vanir stjórnendur í Seðlabanka Íslands. Banka þjóðarinnar. En núna á samt að reka þá
Næsta atriði í krísustjórn undir áföllum - og ennþá hér samkvæmt Moody's - er að tryggja að það sé ekki gert áhlaup á gjaldeyrisforðann. Að hann endi ekki á Cayman eða í hólfi í Singapore í eigu fárra aðila. Þetta tryggði Seðlabanki Íslands einnig. Gjaldeyrisforðinn er þarna ennþá, fyrir þjóðina. Seðlabanki Íslands sýndi hér í verki að hann er stofnun sem brást ekki. En mikið var lagt á hann. Öllu var hrúgað á þessa stofnun. Óhæfum fjármálageira á ólöglegum vaxtahormónum, óhæfum rembum útrásar og einnig eyðslusamri ríkisstjórn. Svo biðja menn um kraftaverk á meðan allt var gert sem yfirhöfuð var hægt að gera til að þröngva Seðlabankanum til að grípa til örþrifaráða. Gjaldmiðillinn níddur niður, sífellt grafið er undan öllu með innilegri heimsku fjölmiðla, forvígismenn lýðskrumast í akkorði og Samfylkingin grefur undan starfshæfni ríkisstjórnarinnar þegar mest ríður á að hún sé sterk og þróttmikil
Hin nýja ríkisstjórn Íslands heldur eins og öll vinstri öfl alltaf halda að það sé hægt að laga allt ef bara settar eru fleiri reglur. Hún heldur að allir hætti að aka óvarlega vegna þess að þeir hafi bílpróf. En vandamálið er bara það að ríkisstjórn Íslands situr núna ölvuð undir stýri og er að keyra yfir á rauðu ljósi út um allt. Hún mun brjóta allt og bramla í ölæðinu. Hún er nefnilega ofurölvi og víman er hefndarþorsti, skítt með þjóðina og skítt með landið. Ölvunaræði þar sem bakarar bæjarins verða hengdir opinberlega sem smiðir. Brátt mun brauðið því þverra
En hver gerði þetta?
En hver gerði árásina á Ísland, á myntina, á Seðlabankann, á ríkissjóð og á öryggi þjóðarinnar? Það veit ríkisstjórnin ekki, hún hefur ekki tíma, því hún er úti að aka
Ekki einu sinni seðlabankastjóri Evrópusambandsins mun geta fengið vinnu hjá nýju ríkisstjórn Íslands því hann hefur ekki prófið. Þess utan þá hefur hann aldrei prófað neitt nema að búa í ríkisreknu hagkerfi svo prófið skiptir heldur ekki máli hér. En núna getur nýja ríkisstjórn Íslands valið úr fullt af hæfum mönnum úr hinu fyrrverandi af öllu fyrrverandi, þ.e. frá leifunum af fjármálageira Íslands og klappstýrum gulláranna
Þvílíkir kjánar og einfeldningar. Næst verður forsætisráðherrann krafinn um skilríki þegar hann/hún þarf að fara á . . . já þú veist
Fyrri færsla:
Rússneska rúblan kyssir íslensku krónuna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 117
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar: IMF mun vonandi koma í veg fyrir að við þurfum að skera tólf núll aftan af krónunni, en hugsanlega tekst stjórninni að koma atvinnuleysinu í 94% eins og hann þarna Mugabe. Dulbúni dýralæknirinn og leikkonan munu sjá um það.
Maður hélt nú að það tæki nokkra daga fyrir þetta lið að smella saman lagatexta, en æðið er óstöðvandi og aftökurnar þola greinilega enga bið. Hvort eitthvað Ísland verði eftir þegar að kosningum kemur er aldeilis óvíst.
Ragnhildur Kolka, 4.2.2009 kl. 23:38
Blessaður Gunnar.
Þar sem ég er í harðri samkeppni við Davíð Oddson að vera IFM andstæðingur númer eitt á Íslandi, þá þætti mér vænt um að þú útskýrðir fyrir mér í hverju munurinn á stefnu núverandi stjórnar og þeirri fyrri ,er fólginn. Hryggjarstykkið í efnahagsstefnu Jóhönnu er aðgerðaráætlun IFM, og ef ég man rétt þá sagði Geir Harde það sama. Og hún Þorgerður ítrekaði þetta í dag að hún væri sama sinnis. Mér skilst að skattahækkanir séu ekki inní myndinni fyrir kosningar og ekki á að breyta um vaxtastefnu. Enginn tekur undir með Davíð Oddsyni að núna eigi að lækka vexti og það hratt. Svo í hverju er þessi drastíski munur fólginn sem fær þig til að halda að félagi Mugabe fái samkeppni hér á landi?
Brottreksturinn á Davíð er það eina nýja sem þessi stjórn ætlar að gera miðað við þá gömlu. Eina sem það breytir í raun er að nú á ræðuskrifari Davíðs að fá stöðu hans. Engin stefnubreyting því Seðlabankinn ræður engu um vextina. Þeir eru alfarið á valdi IFM, eins og Davíð benti réttilega á þegar hann afhjúpaði ráðherra Samfylkingarinnar sem lygamerði. Eins verður erfiðara fyrir vanhæf stjórnvöld að skýla sig bak við einhvern blóraböggul þegar Davíð er farinn. Og kallinn fær aftur leyfi til að skammast. Hann var beittasta stjórnarandstaðn í haust fram að þagnarbindinu sem Geir setti hann í eftir blaðaviðtalið fræga í Danska sveitablaðinu.
Svo ég spyr aftur. Hvað meikar diffinn? Ekki trúir þú því þarna í Danaveldi, að stjórnin okkar sáluga hafi verið að gera eitthvað að viti. Hún kúgaði t.d. Davíð til hlýðni í IFM glapræðinu. En góðir og gegnir Sjáfstæðismenn í atvinnulífinu eins og Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Víglundsson og Andrés Magnússon sögðu hreint út um miðjan janúar að ekkert hefði verið gert og ekkert væri að gerast sem kæmi atvinnulífinu að gagni. Kröfðust tafarlausra úrbóta og varla var það gert til að koma Mugabe til valda. Held ekki. Voru einfaldlega búnir að nóg af efnahagsstefnu IFM, en voru ekki nógu miklir kjarkmenn til að viðurkenna það svo þeir réðust á Davíð undri rós. Hvað gera þessir heiðurskallar í dag þegar Davíð er farinn? Veit ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2009 kl. 00:10
Ég óttast að IMF munu fara illa með okkur. Ráðgjöf þeirra er kjánaleg. Vöxtum haldið háum. Niðurskurður í kreppu meikar hedur engan sens. Ég sé heldur ekki í hverju líkingin við Mugabe felst.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 06:59
Heill og sæll, kæri bloggvinur. Long time, no seeing! – Hvet ég þig til að lesa nýjar greinar á Vísisbloggi mínu:
Árni Páll kallar 75% óbreyttra sjálfstæðismanna “þjóðrembumenn” og Upp komast svik um síðir: ég hafði rétt fyrir mér um landsöluáformin – og margar fleiri um EBé-innlimunarhyggjuna.
Endilega fylgstu með þeim vef mínum, meðan tölvubilun veldur því, að ég kemst ekki til að skrifa greinar á Moggabloggið.
Með kærri kveðju og þakklæti fyrir allt þitt framlag í þjóðfrelsisbaráttuna,
Jón Valur Jensson, 5.2.2009 kl. 09:16
Þakka ykkur fyrir innleggin.
Bráðabrigða ríkisstjórn til 80 daga sem fer í það að pilla við seðlabanka í lýðræðisríki er náttúrlega Mugabe óð ríkisstjórn. Seðlabankinn er einn af hornsteinunum lýðveldisins og peningastefna hans kom ekki inn með Davíð Oddssyni. Tveir af þremur bankastjórum Seðlabankans eru virtir og lang- og þaulreyndir hagfræðingar og aðalbankastjórinn er þaulreyndur maður og þekkir þjóðarhaginn inn og út.
1) Ef klappstýrunum í þessari vanhæfu og brauðfóta bráðabirgða & tækifæris Mugabe ríkisstjórn Íslands ásamt klappstýrunum í þeim hagsmunasamtökum sem ákölluðu IMF til landsins líkar illa við erlent vaxtaákvörðunarvald á Íslandi af hverju voru þeir þá að kalla á IMF til landsins þegar Seðlabankinn var búinn að búa svo í haginn að Íslands gæti staðið sjálft? Af hverju?
2) Klappstýrurnar í þessari bráðabirgða & tækifæris Mugabe ríkisstjórn Íslands ásamt klappstýrunum í þeim hagsmunasamtökum sem núna líkar illa við erlent peningastefnu og stýrivaxtavald á Íslandi ættu að hugsa sig betur um (með þeirri einu heilafrumu sem er ennþá virk í hausnum á þeim) áður en þeir um alla eilífð ákalla þetta erlent peningastefnu og stýrivaxtavald einmitt yfir Ísland í formi ECB.
Hvað halda þessir menn að muni þurfa að vera hið berandi hvatningarafl í framtíðinni fyrir peningastefnu á evrusvæðinu. Afl sem þarf að ráða niðurlögum 550% skuldasöfnunar miðað við VLF í sumum ríkjum evrusvæðis fyrir árið 2050. Eina leiðin til að koma í veg fyrir gjaldþrot á elliheimilinu evrusvæði mun verða aukinn sparnaður því skattatekjur verða svo hrikalega dvínandi. Og þá munu háir vextir verða eina leiðin til þess að sporna við gjaldþroti ríkissjóðs evrulands.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2009 kl. 14:23
Blessaður Gunnar.
Veistu það. Þú ræður þinni samlíkingu eins og ég ræð mínum. Forsendurnar eru þær sömu. Það er mikið lýðskrum og ógæfa í gangi. Kemur ekki vinstri- hægri við því margar atlögurnar að Davíð koma frá stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins. T.d. var það sláandi að bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið birtu sama daginn úttekt á orðum Davíðs, svona í ljósi sögunnar. Frjálshyggjustrákarnir, sem vilja í ESB, gleymdu því aðeins að Davíð réði ekki neinu um hvernig haldið var á spilunum eftir að kúgun breta og ESB kom í ljós.
Klappstýrunnar voru aðallega í Samfylkingunni (ASÍ) og í Sjálfstæðisflokknum ( Iðnrekendur og vinnuveitendasambandið). Kalla á lækninn en vilja ekki meðulin. Kenna svo næsta samferðarmanni um. Og trúðu mér. Ég er ekki kjósandi Davíðs en mér ofbýður ruglið og lýðskrumið. Og svo er IFM að jarða þessa þjóð í boði atvinnurekenda og Samfylkingarinnar.
Þannig að ég skil þig miklu betra núna og lýsi mig sammála meginstemmunni þó ég áskilji mér rétt til að nota önnur orð. En til þess er ég að starta minni eigin bloggsíðu. Snertiflötur okkar er mjög stór en þegar illa liggur á mér þá skamma ég frjálshyggjuna blóðugum skömmum en þú kratana. Og hvað með það. Það eru ESB-sinnar sem eru að koma þessari þjóð í glötun og njóta til þess stuðning og atbeina IFM. Slíkir óvinir eru nægir í bili. Þegar drekinn ógurlegi hefur verið felldur, þá geta eftirlifendur spurt sig hvort þeir nenni að standa í frekari vígaferlum eða fundið sameiginlega fleti og framtíð. Auðvitað veit aðeins framtíðin um það.
Gangi þér vel í baráttunni og bestu kveðjur í Danaveldi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2009 kl. 15:41
Þakka þér fyrir þetta Ómar.
Já einmitt, stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins er í úthverfum buxunum.
Mér verður enn meira óglatt við að heyra að 80 daga bráðabirgða Mugabe ríkisstjórnin Íslands virðist einnig ætla að fara að pilla við stjórnarskrá Íslands. Þetta er aldeilis galið!
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2009 kl. 16:28
Ísland versum ESB. Skuldari gegn Lánadrottni. Sá sem hefur eignahaldið fyrir peningunum hefur valdið. Jón skuldari geng Palla Lándrottni. ESB ný-aðals kandídatarnir skynja það mismundi vel eftir þeirri hjörð sem þeir tilheyra. Eðlið segir alltaf til sín þegar um mannskepnuna er að ræða. Hvað græði ég á því.
Júlíus Björnsson, 5.2.2009 kl. 19:32
Fyrir þá sem hafa áhuga:
Það var athyglisvert viðtal við hagfræðinginn Nouriel Roubini á Bloomberg í dag. Sennilega holl lesning fyrir marga. Roubini er sagður hafa séð kreppuna vel fyrir og er því ekki neitt sérstaklega vinsæll í dag (frekar en aðrir spámenn sem spá rétt). Takið eftir áherslunum sem hann leggur á fljótandi gengi og að gengið fái tækifæri til að hjálpa sjálfum hagkerfunum. Takið einnig eftir gagnrýni hans á Evrusvæðið.
Summa:
Viðtalið við Nouriel Roubini
click for video
Gunnar Rögnvaldsson, 6.2.2009 kl. 00:30
Mér finnst þessi Mugabe tilvísun alveg furðuleg og eyðileggja umræðuna. Mugabe, er einræðisherra sem hefur rekið lögregluríki með pyntingum og misþyrmingum og lagt af réttarríki. Hann hefur orðið uppvís að því að falsa kosningar, beitir fyrir sér mútum, terror og morðum.
Að bera þetta saman við íslenska ríkisstjórn sem studd er meirihluta þingmanna gerir alla umræðu marklausa. Þetta er það sem er kallað reductio ad Hitlerum og er frægur conversation stopper.
PS. Engin ríkisstjórn getur "pillað við stjórnarskrána". Um breytingar á stjórnarskrá gilda skýrar reglur sem krefjast tvennra þingkosninga og aukins meirihluta. Skil ekkert í þér Gunnar.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:29
Björn:
Ég spyr hvort það sé komin Mugabe ríkisstjórn á Íslandi. Þetta er eðlilegt spurning. Engin bráðabirgða minnihluta ríkisstjórn með góða geðheilsu, sitjandi til 80 daga, neins staðar, ræðst í svona verk nema að hún sé rænd allri skynsemi og sé beinlínis hættulegt eða sé haldin mjög hættulegum og undirförulum ásetningi. Ég efast eins mikið og hægt er að efast um geðheilsu þessarar ríkisstjórnar. Þetta er svo innilega heimskulegt athæfi að það jaðrar við landráð.
Hvað munu ekki erlendir sem innlendir fjárfestar hugsa næst þegar ófarir dynja yfir? Munu bananar eða Mugabe fara á kreik aftur á Íslandi? Mugabe hóf ekki feril sinn sem brjálæðingur. En hann endar hann þannig.
Seðlabanki Íslands er óháð stofnun og það má því ekki sýna svona fordæmi. Það er algerlega eyðileggjandi fyrir traust, virðingu og sannfæringu á þessari mikilvægu stofnun. Þetta er ekki hlutur sem hægt er að afgreiða á þennan hátt. Þessutan þá eru engar (zero) faglegar forsendur fyrir bullinu í þessari vanhæfu bráðabirgða Mugabe ríkisstjórn Íslands til 80 daga.
Plús: Eins og ég sagði: ef mönnum líkar ekki erlent stýrivaxtavald á Íslandi í augnablikinu þá hefðu þeir heldur ekki átt að kalla það yfir sig. Þeir ættu heldur ekki að ákalla það frá Brussel.
Að lokum. Það ætti að kalla Barnaverndarnefnd til Alþingishússins því þar eru núna að störfum börn undir lögaldri, m.a. í Framsóknarflokki
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.2.2009 kl. 21:00
Sá sem ber ábyrgð og hefur valdið í sameiginlegum málum þjóðarinnar á Íslandi milli kosninga eru samkvæmt hefðinni stjórnmálamafíurnar Íslensku. Af hverju eru er þær enn við völd í ljósi þess, sem þær eru valdandi og hafa valdið.
Dómsvaldið og framkvæmdavalið þjóðarinnar eru aðal tól og tæki Löggjafarvaldsins og Forsetavaldsins.
Seðlabankinn heyrir undir Framkvæmdavaldið og er bundin að löggjafarvaldinu þar af leiðandi. Það er að hengja bakara fyrir smið að refsa embættismönnum þegar þeir sem valdið hafa og höfðu, aðal ábyrgðaraðilarnir sitja áfram og halda áfram á sömu braut [eða ætla að reisa hana við.
Gordon Brown fyrir hönd framkvæmdavalda Bresku krónunnar brást við þrýstingi síns Seðlabanka [að mati þeirra ósiðspilltu eða þeirra sem stíga í vitið] og stöðvaði glæpamenn með Íslenskar Kennitölur frá því að mergsjúga sveitarfélög, líknastofnanir og varnaðarlausan almenning í Bretlandi. Hann gerir greinlega raunsæjar kröfur um heiðarlega eða raunsæja samkeppni milli fjármálastofnanna í hans ríki Drottningar.
Stjórnmálamenn á Íslandi hljóta að hafa einhverja hagsmuni af því að hlífa glæpamönnum úr því að þeir geta ekki viðurkennt sitt eigið vanhæfi til að fara með sameiginlega efnahagsmál þjóðarinnar. Seðlabankinn uppfyllti kröfur um stöðugleika: litla verðbólgu síðustu ár og var ekki mjög hamlandi á útþenslu markmið viðskiparáðuneytis eða t.d. Reykjavíkur borgar. ESB græðir hinsvegar mest, þegar upp er staðið. Þökk sé ESB ný-aðlinum á Íslandi.
Júlíus Björnsson, 6.2.2009 kl. 21:50
Ég held ekki að landinn láti leiða sig inn í ESB. Ég hef of mikla trú á víkingablóðinu. Vansinn er að megnið af menntafólki þjóðarinnar hefur numið sín fræði í hagfræði, viðskiptafræði, lögfræði og læknisfræði. Ef við hefðum fleiri sem eru vel að sér í sögu þá væri ESB dæmið öllum kunn glapræðis þvæla.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.2.2009 kl. 00:45
Sagnfræði, þjóðfræði [landafræði], hugarreikningur [rökhyggja] er ekki vinsælt kennslu efni hjá opinberum skólakerfinu í ESB. Þeir eru nú að steypa öllum í sama mótið. Mér sýnist nú Íslenska skólakerfið hafa tekið þess pólitík upp hér síðust 35 ár. Mín landafræði í barnaskóla gekk nú ekki út á annað en að læra stjórnskipan og efnahagstölur þjóðríkja.
Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.