Leita í fréttum mbl.is

Ísland lærir hratt: það fór finnsku og sænsku leiðina strax. En getur Samfylkingin lært?

Ísland lærir hratt: það fór finnsku og sænsku leiðina strax

Samkvæmt skrifum írska hagfræðingsins og fyrrverandi seðlabankamanns David McWilliams þá er hin svokallaða "finnska & sænska leið" - sem Morgunblaðið hefur meðal annarra verið duglegt við að auglýsa upp á Íslandi - nú þegar ekin á fullum hraða af Íslandi. Ísland brunar nú á þessari hraðbraut sem einungis er fær þjóðum sem eiga sína eigin mynt og sem Samfylkingin vill útiloka að Ísland geti keyrt á í framtíðinni. Það er þessi leið sem til dæmis um það bil 19 til 32 Sammála Hagfræðingar (1932SH) vilja loka á fyrir Ísland. Bakhjarl þessara aðila til varanlegrar efnahagslegrar þrautargöngu Íslands og til varnar því að velmegun geti haldið áfram að myndast á Íslandi, er sjálfur stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin og einnig ASÍ. En fyrir þá sem vita það ekki þá er Samfylkingin stjórnmálaflokkur á Íslandi sem í stuttu máli er hægt að kalla Alþýðubandalagsfylkingarflokkinn með konu eina í fararbroddi sem blaktir nú sem gulblá dula með blóðrauðum borðum og kögri við fölnaðan hún gömlu flaggstangar Alþýðuflokksins.

1932SH er alls ekki óalgengt fyrirbæri

En það merkilega við þessa leið sem 1932SH hafa þó ekki komið kláru auga á ennþá - hvorki á Íslandi né á Írlandi, nema kanski einn - er að það var einmitt þessi leið sem var farin strax á fyrsta degi kreppunnar á Íslandi. En hvernig má vera að allir þessir hagfræðingar hafa ekki tekið eftir þessu? Hvorki á Íslandi né á Írlandi? Jú, það er vegna þess að þessir 1932SH voru svo uppteknir í stanslaust 5 ár við að vera alveg sammála um að það sem fram fór á einmitt þessum síðastliðnum 5 árum væri al gott fyrir Ísland. Ein megin orsök þess að Ísland á í miklum erfiðleikum núna er einmitt sú að þessir 1932SH voru bundnir einskonar þagnarskyldu við hvorn annan. Þagnarskyldu á oft mjög háum launum hjá til dæmis launaveitu Sigga Samfó. Þeir nenntu einfaldlega ekki að rjúfa þagnarskylduna af ótta við að tapa andlitinu og að falla þar með í ónáð hjá hinu "almenna áliti" hjá upplýsingaveitu Sigga Samfó. Þessvegna er heldur ekkert að marka 1932SH núna því þeir eru aftur uppteknir við að verja sinn slæma málstað fram í rauðann dauðann. Andlitunum skal bjargað, sama hvað það mun kosta Ísland.

Þetta hefur einnig gerst á Írlandi segir David McWilliams. "Það er til of mikils ætlast að hægt sé að biðja um "no bullshit" álit þessara manna þó svo að Írland standi frammi fyrir 10% samdrætti í þjóðarframleiðslu á þessu ári og jafnvel þjóðargjaldþroti". Þetta eru þær aðstæður sem hinir 1932SH á Íslandi vilja einnig koma Íslandi í.

Down_from_the_heavens_up_from_the ashes_Finnland1

Rangt 1 og 2

En hvað var rangt við ályktanir Moggans, 1932SH og Sigga Samfó um sænsku og finnsku leiðina út úr eigin banka- og efnahagskreppu á tíunda áratug síðustu aldar? Jú ályktunin sem þeir draga er nefnilega sú efnahagsbati þessara tveggja þjóða hafi haft eitthvað að gera með inngöngu landanna í Evrópusambandið nokkrum árum seinna. En þetta er eins al rangt og það getur orðið. Alveg kol rangt. 

Down_from_the_heavens2

Það sem læknaði og kom þessum tveim löndum út úr kreppunni var hinsvegar massíf gengisfelling sænsku krónunnar og finnska marksins. Massíf gengisfelling! Þetta bjargaði þessum löndum frá því að falla um koll. Sjálfspynting Svía og Finna hætti skyndilega því það var ýtt á "sleppa" takkann. Bindingin var rofin við bryggjupollann og skipin sigldu aftur. Með gengisfellingu gátu þessi lönd unnið sig út úr vandamálunum á sama hátt og Ísland er að vinna sig út úr vandamálunum núna. Pappírsframleiðsla Finna var seld í dollurum og Volvóar, Scaníur og vélar Svía fóru mikið til útlanda.

Samverslun Finna og Svía var einnig sterk. Einnig hefði Nokia varla átt séns án gengisfellingar. Þetta tryggði það að þegar mestu örþrifakreppunni linnti þá voru útflutningsfyrirtækin ennþá til staðar í þessum löndum til að leiða samfélagið aftur á braut velmegunar. En þó hefur Finnland aldrei alveg komist úr úr kreppunni því það fór út í það að taka upp evru. Þetta má lesa út úr atvinnuleysistölum Finnlands og út úr hagvaxtartölum þeirra. Finnar fengu því sjúkdóminn eurosclerosis. Núna eru því neyðarpakkar aftur á dagskrá í Finnlandi.

Finnska markið 1990-1999 

Mynd: rof fastgengisstefnu við EMS og gengisfelling finnska marksins 

 Sænska krónan 1990-1999

Mynd: rof fastgengisstefnu við EMS og gengisfelling sænsku krónunnar 

Lesefni: Down from the heavens, Up from the ashes

Hvað geta Írar með evrur gert núna, drepist?

Ef hvað með Íra? Hvað geta þeir gert sjalfum sér til hjálpar? Ekkert, minn kæri lesandi, ekkert nema að drepast evrudauðanum. Nei, þetta er víst ekki alveg satt og rétt hjá mér. Írar geta nefnilega reynt að gera eitt. Takið vinsamlegast eftir orðinu "reynt". Þeir geta nefnilega reynt að fara þá leið sem Alþýðusamband Íslands er svo hrifið af. En hvað heitir þá þessi leið Gunnar? Jú hún heitir launaleiðin. Lækka launin væni minn, lækka laun og lækka laun. Þetta er ekki finnska leiðin og ekki sænska leiðin. Þetta er evruleiðin. Lækka laun og skera niður velferðarkerfið næstu 10 árin samfleytt. Eymd í boði Samfó og ASÍ í 10 ár.

Þrautargangan 

Opinberir starfsmenn í Lettlandi hafa til dæmis nú þegar samið um 25% launalækkun og enn meira er í vændum. Einkageirinn mun fylgja á eftir og allt verður skorið massíft niður.

Mannfjöldi Lettland 1992-2008 

Vandamál Letta er bara það að hagstofa Lettlands mun ekki ná að uppgötvað nógu fljótt að þjóðin er farin burt úr þessu landi sem gékk í Evrópusambandið eftir að kommúnistar níddu það niður. Þetta er Lettlandið sem vill fá evru sama hvað það kostar því þá er hægt að andast inni í evrulandi í lokin og láta evrulandið borga. Lettneska þjóðin mun nefnilega fara mikið til Norðurlandanna og þeir sem komast ekki með, gamlingjarnir, verða einir eftir. Því mun IMF og ríkisstjórn Lettlands sitja í sameiningu yfir hálf tómum efnahagsreikningum um alla næstu eilífð eftir aðeins örfá ár.

Fæðingartíðni Lettland 1970-2006 

Þetta veit ríkisstjórn Lettlands, nema náttúrlega að hún sé jafn vitlaus og Samfylkingin og ASÍ. Getur það hugsast? Nei, varla. Þess vegna hugsa ég að ríkisstjórn Lettlands viti að Lettland er búið að vera sem samfélag. Að það sé ekki hægt að snúa þróuninni við því hvar ættu þeir að sækja vinnuafl í framtíðinni? Engin börnin fæðast þar og þjóðinni fækkar svona mikið. Hver ætti að borga fyrir velferðina? Ég held því að ríkisstjórn Lettlands sé ekki eins vitlaus og Samfylkingin og ASÍ og að hún hugsi sem svo að "það er óhjákvæmilegt að Lettland muni hverfa af vettvangi heimsins sem þjóð og það er einnig óhjákvæmilegt að Evrópusambandið muni verða eitt ríki í framtíðinni". Tveir óhjákvæmilegir atburðir. Því sé best fyrir þjóðina að koma sér sem fyrst á miklu stærra elliheimili. Þessvegna er ríkisstjórnin viljug til að fórna öllu því litla sem hún hefur í höndunum núna til þess eins að taka upp myntina sem á að leiða þá algerlega og óafturkvæmt inn í Evrulandið. Svona munu Lettar komast í sameiginlegt efnahagslegt sjálfsmorð Evrópusambandsins og því sitja við sama borð þegar þrotabúið kemur til skiptana.

Launafrysting er annað er launalækkun 

Launalækkun er allt annað og þúsund sinnum erfiðari en t.d. sú launafrysting sem Þýskaland setti sér sjálft í Þýskalandi í samfleytt 10 ár (halló ASÍ), eða frá 1995-2005. Þjóðverjar fengu nefnilega ekki launahækkun í heil 10 ár og þetta bitnaði einnig á okkur hér í Danmörku ásamt fleiri nágrannaríkjum. Að frysta laun er allt annað en að lækka laun. En af hverju Gunnar? Jú vegna þess að þá fer fólkið bara. Það fer jafnhratt og það kom til dæmis til Írlands þegar Írar voru að byggja sér hurðarása um báðar axlir. Það er orðið jafn auðvelt að fara eins og að koma svo sjálft útstreymið og flóttinn mun einnig eiga sér stað það hratt að hagstofurnar munu ekki ná að festa tölur á minnkun vinnufals fyrir næsta fund í fjárlaganefnd þingsins.

Meira lesefni: Why Latvia Needs To Devalue Soon - A Reply To Christoph Rosenberg 

Rauðgula hættan á Íslandi 

Það hættulega sem er að gerast á Íslandi núna er það að til stóraukinna valda er kominn flokkur sem er svo innilega heimskur að það nálgast landráð í óvitaskap. Þarna á ég við Alþýðubandalagsflokkinn Samfylkinguna, sem núna er laus við það litla jarðsamband sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að veita henni.

Ein af ástæðunum fyrir því að fólk á Íslandi eignast jafn mikið af börnum eins og Ameríkanar gera, samanborið við restina ef Evrópu, er sú staðreynd að Íslendingum finnst þeir vera öruggir á Íslandi. Öruggir í eigin fullvalda ríki. Þeir trúa á framtíð landsins. Ef þessi trú hverfur þá hverfur einnig þjóðin. Maður gæti því freistast til þess að álykta að Alþýðubandalagsflokksfylkingunni sé mjög annt um að koma Íslandi á hausinn því þá væri hægt að koma skríðandi til ESB og biðja þá um ímyndaða hjálp og innlimun og telja svo kjósendum á Íslandi trú um að Ísland þarfnist þessa. Allar gjörðir og ályktanir Samfylkingarinnar benda einmitt í þessa átt.

  • Skýr skilaboð frá ESB segir formaður og hleður því gagnrýnislaust tvöfaldri Versalaánauð upp á þjóðina til þess eins að tjónkast ESB krötunum
  • Forsætisráðherranum hótað öllu illu ef hann samþykkir ekki
  • Alþýðubandalagsflokksfylkingin var mesti stuðningsaðili glapræðisstefnu bankanna
  • Allir sem gagnrýndu voru gerðir að athlægi í upplýsingaveitu Sigga Samfó 
  • Hundrað ára mission impossible Samfylkingarinnar við að koma Íslandsvini númer eitt fyrir kattarnef, Davíð Oddssyni. Sama hvað það kostar
  • Vildu alveg endilega fá IMF til að setja Íslandi afarkosti svo hægt sé að hefja þrautargönguna strax
  • Vilja halda vöxtum háum til að venja fólkið við þrautargönguna svo Ísland megi í náinni framtíð fremja efnahagslegt sjálfsmorð með hinum krötunum inni í Evrópusambandinu

Getur þetta orðið verra?

Fyrri færsla

SA: Heimilin þola ekki skattahækkanir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eru engin rök fyrir sjálfstæðri mynt hér frekar en að vestfirðir, Vestmanneyjar, Texas og Skotaland hefðu hver sína mynt og reyndar allar slíkar heildir í heiminum.

Það er bara fyrirsláttur að menn séu svo aumir að geta ekki gripið til annarra úrræða og siðrænni til að hafa fé ef almenningi en hringla með með myntskráninguna.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.1.2009 kl. 03:32

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei kemur Helgi og ekki skortir rökinn.

Helgi. þessi dæmi sem þú nefnir hafa öll það sameiginleg að vera ekki sjálfstæð ríki. Sjálfstæð ríki hafa sér mynt. 

Þú ert hinsvegar einn af þeim sem fyllt færa löggjafarvaldið frá Íslandi til Brussel. afhverju kemuru ekki út úr skápnum og viðurkennir að þú hafir ekki áhuga á því að Ísland sé sjálfstætt ríki? 

Fannar frá Rifi, 30.1.2009 kl. 04:25

3 identicon

Athyglisverðar hugleiðingar og skemmtilegur lestur. Samkvæmt þessu ef skipt er um mynt ætti að gera það meðan krónan er sem lægst.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 05:44

4 identicon

Ertu þá að segja Gunnar að það sé best að standa á eigin fótum??...

Maður hefur jú heyrt þetta áður fyrst fyrir 42 árum...en ég hélt að þetta væri komið úr tísku...

itg (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:18

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innleggin.

.

Já einmitt ITG, standa á og í eigin fætur. Það er málið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2009 kl. 19:14

6 identicon

Þér hlítur að líða illa Gunnar að geta ekki notað ISKR í DK. Félagi minn, danskur, fékk þau skilaboð hjá Danske Bank að ISKR væri ekki á skrá og þeir sæu ekki fram á að svo yrði næstu árin. Viðkomandi var að reyna að millifæra smáaura hingað heim á klakann. EN þetta er smámál miðað við það hvað það hefur kostað íslenskan almenning og fyrirtæki að höndla með ISKR.

Ég var á Kúbu sl. vor og eitt eigum við sameiginlegt með þeim eyjaskeggjum og það er vita ónýtur gjaldmiðill sem einungis er hægt að nota við að kaupa mjólk, lækka laun almennings og gera fyrirtækjum sem eiga í erlendum viðskiptum erfiðara fyrir.

Það verður ekki hjá því komist að taka hér upp nýjan gjaldmiðil og þá er EUR nærtækust. 

Steingrimur Einarsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:24

7 identicon

Gjaldmiðill sýnir styrk sinn með veikingu, ef efnahagur þjóðarinnar tekur dýfu.  Mönnum er hætt við að sjúkdómsgreina gjaldmiðla eins og fólk, en það er auðvitað rangt.  Gjaldmiðill er fyrst og fremst veikur ef hann endurspeglar ekki ástand atvinnulífsins.

Auðvitað er hægt að miða gjaldmiðil við eitthvað fast, gang himintungla, gull, dollar, norska krónu eða hreinlega taka upp gjaldmiðil af öðru efnahagssvæði.

 Það sem þá gerist er að ef niðursveiflur fara ekki saman við ráðandi sveiflur myntsvæðisins þá verða menn að sætta sig við atvinnuleysi og fólksflótta.  Það er þó bót í máli, eins og í tilfelli Vestmannaeyinga að þeir eiga rétt á íhlutun ríkisins, þar sem þeir eru hluti af sameiginlegu skattsvæði.  

Í tilfelli Evrunnar t.d. er þessu ekki til að dreifa.  Ríki í niðursveiflu fá litla samúð og vandamálin hrannast upp.  Ef þessi ríki hefðu sína eigin mynt, myndi hún hjálpa til með að jafna niðursveiflunni niður á þegnana, gera þá hlutfallslega samkeppnishæfarii og lyfta atvinnustiginu á nýjan leik. 

Í mínum huga er þetta spurning um það hvort fólk ætlar að deila kjörum í landinu eða ekki.  Hvort fólk ætlar að standa saman að því að auka velsæld í landinu eða ekki.

Ég er sannfærður um að kostnaður við að halda úti eigin mynt og að þola sveiflurnar sem stafa af smáu og einsleitu hagkerfi er smáræði miðað við þann kostnað að kasta henni frá okkur. 

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:56

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr Elvar !

Haraldur Baldursson, 30.1.2009 kl. 22:41

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Góður pistill og veit ég ekki hversu mikið heilaþveginn Jón Frímann er en það virðist óhugnanlega mikið þar sem hann er gegnum sýrður af ást til EBé.

Miðað við það þá get ég ekki séð að hann komi til meða að tala um EBé á málefnalegum grunni og því mjög ómarktækur í þeim umræðum.

Góða helgi

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.1.2009 kl. 23:06

10 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Gleymdi einu

Það eru skilaboð til Jóns Frímans

Það eru nefnilega þrjár hliðar á hverju máli...

Þín hlið....

Mín hlið...

og

Rétta hliðin.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.1.2009 kl. 23:08

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Steingrímur:

Skilaðu því til vinar þíns að þér þyki leitt að Danske Bank sé svona á hausnum eftir að við skattgreiðendur hér Danmörku höfum í tvígang þurft að pumpa dönskum krónum okkar inn í þennan banka vegna þess að hlutabréf í þessari vesalings peningastofnun eru falllin um 80%-90% og enginn vil setja fleiri peninga inn í þessa druslu nema undir skammbyssuvaldi hin opinbera. Hann er ekki "áhættusækinn" lengur - eins og sérfræðingar kalla hálfvitahátt undanfarinna ára - og þorir heldur ekki að óhlýðnast hjónunum í Bussel og Frankfurt með því að skipta við 320.000 hryðjuverkamenn á Íslandi.

Einnig er hægt að benda þessum banka á og sem vinnur undir gerfiseðlabanka og símsvara ECB í Danmörku, að hann hefur hækkað útlánsvexti sína mikið á meðan símsvari Danmerkur, Nationalbanken, hefur verið að lækka stýrivexti samkvæmt nýlegu símskeyti frá Brussel í Frankfurt. En Brussel og Frankfurt þora ekki að lækka stýrivexti í samræmi við verðbólgu vegna þess að þeir eru svo hræddir um að galdrapappír ECB brasi saman. Enda vita þeir varla hvernig þeir ættu að lækka vextina á galdrasvæðinu enn meira því við hvað eiga þeir að miða? Þess vegna er best að vera ekkert að lækka vextina meira og stinga því bara hausnum í sandinn.

Einnig er hægt að benda vini þínum á að gera eins og Íslendingar gera: nota netbankann með því að kveikja eld undir tölvunni eða stofna bankareikning í íslenskum banka því þar taka millifærslur 2 sekúndur á meðan þær taka allt að viku í dönskum bönkum og kosta miklu meira.

Einnig er hægt að benda vini þínum á að segja Danske Bank að þeir geti prófað að senda bréf á ábyrgðarpósti til Brussel og Frankfurt og spyrja þá um leyfi fyrir því hvort þeir megi fara á klósettið kl 11:23:35 einu sinni í mánuði annað hvort ár. Svo getur Danske Bank beiðið í 1200 ár eftir undirskriftum frá 27 viðskiptaráðherrum í 27 löndum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2009 kl. 23:16

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég er mikið sammála Elvari Eyvindarsyni. Þakka þér innlitið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2009 kl. 23:18

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einnig verð ég að vera sammála Ólafi Birni :)

.

Þakka ykkur öllum innlitið

Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2009 kl. 23:33

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

þökk sé ESS að heildarneyslusamdráttur her verður bara 34% næstu 4 ár eða 10% ári. Ber þetta vott um bjartsýni. ESS kynslóðin sér í lagi sú sem varð lögráða 18 ára, verður fljót að rétt úr kútnum við að stunda hefðbundna atvinuvegi. Erlendir fjárfestar verða að fórna til að uppskera eins og aðrir.  Einkaríkisfyrirtæki og sveitarfélög bjóða nú til sölu 30 ára skuldabréf. Í upphafi skyldi endinn skoða. Ef maður vill ekki verða tekinn aftanfrá.

Júlíus Björnsson, 31.1.2009 kl. 00:05

15 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Áhugavert hvernig mönnum tekst að blekkja sjálfa sig til að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð, stjarnfræðilega vanhæfan í broddi fylkingar, hafi ekki borið höfuðábyrgð á því að stýra Íslandi inn í miðju fjármálastormsins. 17 ár í stjórn, einkavinavæddu bankana, lögðu niður þjóðhagsstofnun, settu upp fjármálaeftirlit sem vildi bara vera memm í fjármálaútrásinni, kunnu ekki á stjórntæki seðlabankans, klúðruðu Glitni, töluðu eins og fávitar við bretana sem leiddi til trúnaðarbrests og hryðjuverkalaga, létu kúga sig til að taka á sig Icesave, og neituðu svo allri ábyrgð?!?

Í staðinn á að reyna að klína þessu á samfylkinuna, hvers eina formlega aðkoma að þessu var í gegn um viðskiptaráðherra, sem var ekki einu sinni hafður með í upplýsingagjöf bankanna um viðkvæm mál. Það máttu bara jábræðurnir í seðlabankanum og forsætisráðuneytinu, sem ekki tala hlutina niður, heyra.

Varðandi evrópusambandið, þá er ég reyndar sammála þér, að aðild er vond hugmynd núna. Íslendingar hafa varla verið í verri samningsaðstöðu heldur en akkúrat núna. En það er alger nauðsyn að vera á stöðugra myntsvæði til lengri tíma, hvort sem það er innan ESB eða annars staðar. Svona lítill gjaldmiðill gerir fátt annað en að gefa óprúttnum aðilum löglegt tækifæri til að féflétta heila þjóð, og óhæfum seðlabankastjórum tækifæri til að ráðskast með afkomu þjóðarinnar. Fyrir utan það að hann er að öllum líkindum endanlega ónýtur eftir hrunið. Og svo koma spekingar eins og þú og dásama eiginleika gjaldmiðilsins til að hjálpa hagkerfinu við að leiðrétta sig hratt? Ég held að þú lifir í einhverjum öðrum raunveruleika en við hin.

Já, sé það núna. Þú býrð í Danmörku...

Guðlaugur S. Egilsson, 31.1.2009 kl. 00:13

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

ESS: samningurinn um frjálst flæði fjármagns [sjúkdóma og siðspillingar] var upphafið að innlimun í ESB í tímans rás. Honum fylgdu alþjóðleg[ESB]kauphöll og því þörf fyrir breytt eignahaldsform á öllum sviðum. Hjarðeðlið var svo mikið hjá íslenskum stjórnmálamönnum í kjölfarið og það að Davíð Oddson er frjálshyggjumaður og þjóðernissinni, gerði honum örugglega ekki kleyft að vera áfram í hjörðinni. ESB hefur nefnilega gert út á erlenda fjárfesta síðan í seinustu heimskreppu um 1938.  Fjárfestar sem búa við frjálshyggju heima fyrir kallast af sósíalistum ný-frjálshyggjumenn þegar þeir birtast erlendis, þar sem þeir hafa engar siðferðilegar skyldur. Nóg er af slíkum starfandi ennþá í ESB.

Júlíus Björnsson, 31.1.2009 kl. 00:32

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Einu sinni var Seðlabankastjóri sem sagði: "Á Íslandi gilda önnur efnahagslögmál en í öðrum löndum." Að þessum bankastjóra var mikið hlegið og enn í dag hlæja menn að þessum "vitlausa" Seðalbankastjóra.

Staðreyndin er auðvitað sú, að "undantekningin sannar regluna". Þetta merkir að flest efnahagslögmál gilda jafnt á Íslandi sem annars staðar, en til eru "lögmál" sem ekki gilda á Íslandi vegna smæðar þjóðarinnar eða sérstakra aðstæðna. Eitt þessara "lögmála" er sú regla að "þjóðir vinni sig út úr vandanum, við gengishrun."

Stórþjóðir eins og Bandaríkin "vinna sig út úr vandanum". Þau taka varla eftir þótt gjaldmiðill þeirra flökti. Þjóðir með vanþróað hagkerfi, eins og Ísland geta ekki gert þetta. Þau hafa ekki nógu fjölbreytta framleiðslu til að bæta vöruskiptajöfnuðinn að ráði. Í staðinn fá þau yfir sig holskeflu verðhækkana og eignabruna.

Eignabruninn á Íslandi er orðið risavaxið vandamál, vegna óformlegrar Dollaravæðingar. Líklega er orðin 70% - 90% óformleg Dollaravæðing í landinu. Álverin, fiskiðnaðurinn og ferðaþjónustan er allt að því 100% Dollaravædd. Að auki eru öll húsnæðislán Dollaravædd (verðtrygging) og fleirra og fleirra. Af þessu ástandi leiðir, að við gengissig hækka öll erlend lán og vísitölutryggð lán. Eigiðfé einstaklinga og fyrirtækja verður að engu. Eignabruninn logar glatt.

Það er aðeins ein lækning við þessari meinsemd smæðarinnar. Ísland verður að komast í skjól hjá sterkum gjaldmiðli. Þar sem ástandið í Evrópu er hræðilegt og fjarstæðukennt, að sækjast eftir inngöngu í ESB og afsali fullveldis landsins, verða Íslendingar að leita annara úrræða. Önnur úrræði eru tiltæk og eru nær sársaukalaus.

Við verðum að taka upp sterkan gjaldmiðil og það er gert með Myntráði. Við gætum auðvitað notað Evru sem stoðmynt, en öll nálgun að ESB er leikur að eldi. US Dollar er mun hentugri og eini gjaldmiðillinn sem kallast getur alþjóðlegur. Ef menn af kjánaskap vilja ekki það bezta, þá er Norska Krónan hugsanlega nothæf.

Ég legg til að menn fari að nota vitsmuni sína og hætta að fjasa um ESB og Evru. Einnig legg ég til að menn hætti að hampa efnahagslögmálum sem ekki gilda við Íslendskar aðstæður. Hér er ég að meina vitleysuna um að Ísland sé í þeim hópi þjóða sem geta "unnið sig út úr vandanum, við gengishrun."

Komum á fót sterkum gjaldmiðli, undir stjórn Myntráðs. Leggjum niður ríkisbáknið Seðlabanki, sem aldreigi hefur gert annað en ógagn. Hættum að lifa um efni fram og safna skuldum. Uppskeran verður eins og til er sáð, lág verðbólga, lágir vextir, enginn eignabruni og lánavísitala verður óþörf því að við höfum öðlast alvöru gjaldmiðil sem heldur verðgildi sínu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2009 kl. 00:37

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Heldur þú Jón Frímann, að allir sé vitlausir nema þú ? Útskýrðu þá lögmálið um að "þjóðir vinni sig út úr vandanum, við gengishrun."

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2009 kl. 15:16

19 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jón Frímann.

Þú ferð víða um og tekur víða afstöðu gegn þeim sem girnast ESB ekki jafn heitt og þú.
En hvað ert þú að bjóða upp á ?
Þú hefur á öðrum stöðum talað um styrki og tolla.
Styrkir
Hvað styrkir eru það sem ESB ætti að láta okkur í hendur sem nýsambandsríki ? Hvaða dæmi er um það að ESB taki á sig það hlutverk skínandi riddara að byggja upp með sínu fé ný ríki, þegar það sjálft hefur ekki verið að sinna sínum meðlimum betur en Írland, Ítalía, Spánn og Grikkland eru að upplifa.
Hvernig væntingar ert þú með um aðstoð ? Ég vonast sérstaklega  eftir einhverju handföstu...ekki þessu bræðralags bulli sem ekkert hefur með sér annað en uppþanið loft.
Tollar
Þegar þú á öðrum stöðum ert að tala um aukna möguleika okkar á fullvinnslu sjávarafurða vegna tollmúra sem niður féllu. Hvað ertu að tal um háa tolla á fisk ? Það væri þá hægt að reikna út hvaða tölur þetta gefur okkur í aðra öndina á meðan auknar álögur færast frá okkur úr hinni.
Finnst þér ESB bara góð hugmynd eða ertu með einhver rök, þá á ég við ytri rök ekki innri með ódýrara rauðvíni ?
Mikið væri gaman að sjá þennan pakka frá þér Jón Frímann. Þú gætir jafnvel tekið saman þau yndislegu þrep sem bíða okkar í þessu ferli sem þú sérð fyrir þér við inngönguna í ESB. Er ég kannski að fara fram á of mikið ? Er ég með of mikla frekju við þig Jón Frímann, þá bið ég þig afsökunar. Sértu staðráðin í að vera bara með ESB, svona á fríspili skal ég virða það.

Haraldur Baldursson, 31.1.2009 kl. 17:25

20 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvar væri moggabloggið án wisserbessers og mannvitsbrekku eins og Jóns Frímann!?   Ég verð að forða aurunum mínum úr Danske Bank og breyta þeim í íslensk kúgildi áður en eitthvað meira gerist þar á bæ!

Guðmundur Björn, 31.1.2009 kl. 21:38

21 Smámynd: Fannar frá Rifi

eins og ég sé það eru stærstu vandamál Íslands og Íslendinga:

1. Að of margir hafa of stór lán í erlendri mynt á meðan þeir hafa tekjur í í íslenskum krónum. 

2. Verðbólgan er reiknuð út þannig að neyslu venjur haldist óbreyttar í áraraðir. verðbólgan í dag er reiknuð eins og við séum að kaupa bíla í sama mæli og fyrir 2 árum, þegar hið rétta er að engin kaupir bíla. 

3. við lögðum allt of mikla áherslu á greinar sem byggja á þennslu í efnahagslífinu. eins og t.d. byggingariðnað. 

4. við tókum upp gangrýnist og umhugsunar laust alþjóðlega (ESB/EES) löggjöf sem aldrei hefur verið reynt. þegar á reyndi var löggjöfinni sparkað út í horn og reglan um að sá sterki ræður komið á. 

einfaldar lausnir eru:

1. menn taki lán í þeirri mynt sem þeir fá borgað í. 

2. verðbólgan sé unnin útfrá neyslu vísitölu hvers mánaðar.

3. þeir sem veðja á rangan hest verða að fá að læra af reynslunni. 

4. endurskoðun á EES samningnum eða fyrirvarar í íslenskri löggjöf til að verja landið gegn vanhugsaðri löggjöf ESB. 

varðandi atriði 1 og 2. menn gleyma því að það hefur verið gríðarleg verðbólga með verðtryggingu áður hérna á Íslandi. samt er landið ennþá í byggð. menn gleyma því að verðbólga í dag þýðir að launin muni hækka, þó það gerist nokkru á eftir. þó menn geti sagt að þeir borgi t.d. 100 milljónir fyrir húsið að lokum eftir 40 ár, þá verður þetta alltaf sama greiðslan öll árin og líklega að meðaltali svipuð af verg tekjum öll árin.  

Fannar frá Rifi, 1.2.2009 kl. 02:46

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ath. Þegar verðbólga er mæld er horft til hvað kostar að reka einn einstakling á efnahagssvæðinu Ísland ehf. Kostnaður til að finna út vergar tekjur þjóðarlandsframleiðslu [af stóra bróður]. Fundin út frá heildarneyslu allra. Neysluverðsvísitala.  CIP.Félagsþjónusta og hiti og rafmagn,... Innflutningur er stórhluti þannig ef bílasala stöðvast lækkar neysluvísitalan eða Verðbólgan þá getur ríkið hækkað Rafmagn sem svarandi svo verðbólga helst óbreytt. Ef heildarverð innflutnings lækkar [sparast gjaldeyri]  þá getur innlandsvöru notkun hækkað og verðbólga helst óbreytt. Ef ein stétt eykur neyslu sína og önnur lækkar hana [í samningum, þjóðarsáttum] þá helst verðbólgan óbreytt.  Er það þess vegna sem neikvæð verðbólga þekkist ekki? Gengisfelling hækkar innflutning ef neysla innflutnings dregst saman að sama skapi  þá helst verðbólga óbreytt [innan lands  notkun óbreytt]. Gengisfelling lækkar verð á útflutningsvöru til að tryggja sama magn eða auka sem flutt er út. Verðbólgan helst óbreytt ef verð á innlands vöru og þjónustu [líka hinni opinberu] helst óbreytt.

Í stað gengisfellingar væri spurning hvort ekki væri hægt að miða rekstrarkostnað útflutningsfyrirtækja við miðað við meðalverð á löngu tímabili [og binda umframtekjur þegar verð er yfir meðalagi á mörkuðum]  Upptaka dollars neyðir þau til þess.

Neysluverðsvísitala [OECD/ESB]  er mjög ósanngjörn.

Tekur ekki mið af að launum þeirra tekjulægstu: Ein stétt hækkar ef önnur lækkar. Vístala óbreytt.

Verndar ekki lífsstandard einstaklinganna. Lélegri prótein seld á sama verði [heilda neysla sú sama] er gróði þess sem selur en vísitalan telst óbreytt. Óbreyttur kaupmáttur tryggir að allir sem heild geti [eytt] neytt jafnmiklu. Með því að skipta út 1.flokks lífsstandard fyrir 3. flokks lífsstandard mælist það sem óbreyttur kaupmáttur ef heildarverð pakkans helst óbreytt. Ef verðið lækkar þá hefur kaupmáttur Íslands ehf. aukist. Heimurinn er komin í þrot í því sem var bannað með lögum eða siðferði áður og kallað vörufölsun.

Erlendu fjárfestarnir [auðhringirnir] nota CIP: neysluverðsvísutöluna til að spá í vergar tekjur landsframleyðslu hækkun vísitölunnar  ef hún hækkar og brúttó tekjur landsframleiðslu eru óbreyttar minnka vænting þeirra og lánshæfi Ríkissjóðs og sveitafélaga. Verðbréfakauphöllin og ESS kostar sitt. [Afföll 30 ára bréfa hækka]

ESB er samfélags strúktúr forréttindastéttar: ofurfjármagnseiganda, ríkisframkvæmdavalds, og æðstumanna ríkisins eða hinna 700 á sér lögum Kjaradóms.   

Júlíus Björnsson, 1.2.2009 kl. 06:31

23 identicon

Gunnar, í framhaldi af vangaveltum mínum um nauðsyn þess að lækka vexti strax. Ég er greinilega ekki einn um þá skoðun.

„Það þarf að lækka vextina. Í fimm prósent eða meira. Það er verðbólguskot að koma vegna lækkandi gengis og nú er meiri hætta á verðhjöðnun en verðbólgu, sem er mjög alvarlegt. Ef vextir verða lækkaðir mun það laga stöðu heimila og fyrirtækja mjög mikið. Þetta eigum við að gera strax,“ sagði Jón Daníelsson.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:44

24 identicon

Jón Frímann, ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki nógu vel á rökstuðningi þínum.  Bendi bara í staðinn á mörg góð skrif á þessari síðu m.a..

Það er að mínu mati  í minnsta lagi rétt (og sem betur fer, óhjákvæmilegt) að halda sjó, hugsa vel um peningastjórnun okkar eigin Krónu og rasa ekki um ráð fram í æsingi augnabliksins.

Það eflaust rétt hjá Lofti að hans aðferð gengur, kerfislega séð, en ég er enn við sama heygarðshornið varðandi þau vandamál sem ég sé við sjóndeildarhring í slíku kerfi og óttast þau.

Vil að lokum að benda á viðtal í Silfri Egils við Gunnar Tómasson, hagfræðing.  Ég ætla amk. að hlusta á það nokkrum sinnum. 

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:58

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Björn, ég vil benda á, að með Myntráði þurfum við ekki að vera að rífast um lækkun vaxta, með eða án blessunar Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins. Vextirnir lækka samstundis þegar innlendi gjaldmiðillinn hefur verið festur við stöðuga stoðmynt.

Ef við tökum gömlu Krónuna á hærra gengi en hún er verðlögð á núna, léttir af verðbólguþrýstingi, eignabruna og lánavísitalan telur minna.

Miðað við sögulegt skiptigengi Krónunnar og viðskiptajöfnuðinn eins og hann virðist vera núna, er hægt að bremsa verðbólguna verulega. Spurningin er bara hvort ríkjandi öfl vilja það.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.2.2009 kl. 17:32

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samningurinn um allar innlimaðar þjóðir hafi Stjórnarskrá Evrópu rétthærri þeirra eigin þangað til algjörri jöfnu neyslujöfnum hefur komið á hjá pöplinum um 250 síður á Dönsku er nú ekki glæsilegur. það er búið að skilgreina frelsið svo vel á öllum sviðum að að það leyfir ekkert svigrúm.

Rögnvaldur hverjar eru meðal ESB tekjur á hvern innlimaða einstakling í dag? Ég nenni ekki að lesa alla stjórnarskránna ef þær er ekki talsvert hærri en meðalþjóðartekjur á Íslending.

Kalla Stjórnarskránna Lissabon samninginn er nú dæmigert um áróðursherferð aðalkratanna.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 00:55

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrirtæki hér eru lítil og ef margir er bókaðir í sem vinnandi við framleiðni skekkir það [Ég þekkti aðila sem var með öll börnin sín á launaskrá [persónuafsláttur spilar inní og fákeppni] . Það skekkir líka að þegar afkasta vinna fer yfir klukkutíma á dag um langan tíma. Framleiðni miðað við klukkutíma.

Svo gildir það almennt ekki í Evrópu að almenningur, Stundi flísalagnir, rafmagnsviðgerðir , málningarvinnu,... Það hækkar mælda framleiðni í Evrópu. 

Stjórnarskrá ESB gerir ráð fyrir lámarksverði á fiski og fiskafurðum inn á lágvörumarkaði ESB og er það bundið markmiðum hennar að hafa það sem lægst. Fiskveiðistjórnum og sala hér undir ESS ber þess greinlega merki að stutt er í innlimun í ESB.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 15:30

28 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í sambandi við lækkun stýrivaxta:

a) Símanúmerið hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum er: Telephone Operator: + 1 (202) 623-7000 · Fax: + 1 (202) 623-4661

b) Athugasemdir Seðlabanka Íslands vegna síðustu vaxtaákvörðunar eru þessar: og birtust í Peningmálum 29.1.2009

===========================

Af framantöldum ástæðum taldi bankastjórn Seðlabankans nú

tímabært að hefja lækkun vaxta og var sú afstaða kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri hans hvatti hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum að sinni m.a. vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum.

Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum. Mat Seðlabankans er að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu.

Hugsanlegt er að Seðlabankinn fjölgi ákvörðunardögum um vexti frá því sem áður hafði verið tilkynnt til þess að vaxtaþróunin fylgi verðbólguþróuninni eftir með eðlilegum hætti og einstakar vaxtabreytingar verði ekki óþægilega stórar.

Vegna þeirra tímabundnu hafta sem sett voru á fjármagnshreyfingar til og frá landinu og upptöku skilaskyldu gjaldeyris hafa tengsl stýrivaxta og gengis að nokkru leyti rofnað um sinn. Á hinn bóginn er óhjákvæmilegt að taka tillit til þessara tengsla þegar hugað er að vaxtaákvörðunum til lengri tíma þar sem gengið þarf að hafa nægilegan stuðning frá vöxtum þegar losað verður um gjaldeyrishömlur

===========================

c) Helstu hvatamenn að aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þessir:

1) Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

2) Stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin

3) Háskólamenn Íslands, hagfræðideildin.

4) ESB sinnaðir álitsgjafar og fjölmiðlar

Kveðjur

PS: best er að spyrja eftir Poul Thomsen þegar þið hringið í IMF

Gunnar Rögnvaldsson, 3.2.2009 kl. 17:34

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Þó seint sé þá gaf ég mér tíma til að lesa þessa síðu til enda.  Af öðrum ólöstuðum þá á Elvar besta innleggið.  Skömm að ég kunni ekki að klippa það út og seifa það sérstaklega.  En þetta var ekki erindið.  Gleymdir þú ekki ASÍ í upptalningu þinni á landráðafólkinu eða lítur þú á sambandið sem sérstaka deild í Samfylkingunni?  Skömm að halda ekki þeirra sekt til haga.  Skömm þessara aðila er mikil og má aldrei gleymast meðan landið helst í byggð.

Kveðja aftur.

Ómar Geirsson, 5.2.2009 kl. 23:20

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Ómar! Hvað varðar ASÍ.

Júlíus Björnsson, 5.2.2009 kl. 23:32

31 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Elvar, þú nefnir Gunnar Tómasson sem var á Silfri Egils. Hann var einnig í dag 05.02.2009 hjá Sigurði G. Tómassyni á Útvarpi Sögu.

Ef þú hefur lesið mín skrif rækilega, þá sérðu væntanlega að Gunnar er að mestu leyti að segja sama og ég. Gunnar hefur snemma áttað sig á að Bretton Woods samkomulagið tryggði stöðugleika sem varpaða var fyrir borð 1971 þegar Nixon afnam gullfótinn. Hins vegar hef ég ekki heyrt Gunnar segja, að Bretton Woods fyrirkomulagið var afbrigði af myntráði.

US Dollar var baktryggður með gulli, þannig að 1 USD = 1/35 únsa gulls. Aðrir gjaldmiðlar voru síðan hengdir á USD, að hætti myntráða en þó voru leyfð frávik frá föstu gengi. Nú eru menn að ræða um að taka einhvers konar Bretton Woods fyrirkomlag aftur í notkun.

Skilningur á óstöðugleikanum er forsenda skynsamlegra aðgerða til að koma á stöðugleika. Gunnar hefur þennan skilning, en ekki hef ég heyrt hann nefna þá niðurstöðu sem mér finnst augljós, að við verðum að setja á fót myntráð til að ná stöðugleika.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.2.2009 kl. 23:59

32 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur aftur.

Nei nei Ómar. Ég minnist á ASÍ á 5 stöðum í sjálfum pistlinum.

Já heyr heyr Júlíus, einmitt!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.2.2009 kl. 00:00

33 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei nei nei kæri Loftur.

Ég ar aldeilis ósammála Gunnari Tómassyni. Ég get ekki sannað það, en mig grunar að það sé um ákveðinn teorítískan misskilning að ræða og vil helst ekki hætta mér mikið út í þá sála eða teoríu því hún er mikið ryðguð föst hjá mér.

Bretton Woods var diaster og það sama gildur um gullfótinn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.2.2009 kl. 00:05

34 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnar minn, þér er heimilt að vera einn í heiminum um að telja að Bretton Woods samkomulagið hafi verið mistök. Staðreyndin er sú, að stöðugleiki ríkti með þetta fyrirkomulag og menn eru aftur að tala um svipað kerfi.

Nafni þinn Tómasson telur ranga hugmyndina um náttúrulegan stöðugleika markaða og ég er honum sammála. Það eru engin takmörk fyrir því peninga-magni sem seðlabankar geta dælt út á markaðinn. Peninga-markaðirnir hljóta því að hrynja að lokum og það eru þeir að gera.

Eini möguleikinn til að koma á eðlilegu ástandi, er að tryggja að á bak við peningana standi verðmæti, sem eru fast skilgreind og sem hægt er að ganga að fyrir handhafa peninganna. Ekki er hægt að komast undan lögmáli peninganna, með hókus-pókus aðferðum seðlabankanna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.2.2009 kl. 00:33

35 Smámynd: Haraldur Baldursson

Loftur,veistu um tilvísan í eiginlega tillögur frá Gunnari Tómassyni. Í Silfrinu var nokk umræðan hjá honum hvað ekki væri hægt og hvað væri rangt. Ég veit að hann hefur skrifað greinar all nokkrum sinnum en veit ekki um vefsíðu með safni greina eða annað frá honum. Alltaf best að mynda sér skoðun beint frá uppsprettuni.

Haraldur Baldursson, 6.2.2009 kl. 00:44

36 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll Haraldur, ég er ekki með slóðir á viðtöl við Gunnar Tómasson, hjá Silfri Egils, eða Sigurði G. Tómassyni, en væntanlega eru þau komin á Netið. Hins vegar er ég í tölvu-sambandi við Gunnar og félagsskapinn hans Gang8.

Gunnar hefur einnig skifað greinar í blöðin, í um 25 ár.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.2.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband