Mánudagur, 26. janúar 2009
Fjármagnsþurrð á evrusvæði. Ekki hjálpar evran Slóveníu
Slóvenía tók upp evru þann 1. janúar 2007.
Núna á þetta land í miklum erfiðleikum sökum fjármagnsþurrðar því enginn vill kaupa skuldir af ríkisstjórn Slóveníu. Þetta segja m.a. FT Deutschland og Forbes í dag. Ríkisstjórn Slóveníu hefur verið að reyna að afla fármagns til þess að geta fjármagnað björgunarpakka til handa efnahags landsins. Ætlunin var að afla eins miljarða evra sem átti að nota til þess að búa til efnahagslegan björgunarpakka. En engir kaupendur af skuldabréfum ríkisins hafa sýnt áhuga. Fjármálaráðherra Slóveníu varar nú við fjámagnsþurrð.
Svipað ástand er að myndast í mörgum smærri og stærri löndum myntbandalagsins.
Samkvæmt evruáhugamönnum er þetta það sem átti ekki að geta gerst ef maður væri í þessu myntbandalagi Evrópusambandsins.
Ef þú værir fjárfestir, myndir þú vilja fjárfesta í landi þar sem:
- ríkið ræður engu um gjaldmiðil landsins
- ríkið ræður engu um peningastjórn landsins
- ríkið getur ekki fellt gengið og ræður engu um gengið
- útflutningur bíður afhroð vegna þess að gengið er alltof hátt fyrir þig
- lækka þarf laun almennings með handafli yfir mörg ár
- ríkið er algerlega háð því hvernig gengur í Þýskalandi & Frakklandi og þar gengur næstum alltaf allt illa
- ríkið er meðlimur í hnignandi efnahagskerfi sem vantar 194 milljón nýja utanaðkomandi þegna fyrir árið 2035 til þess eins að viðhalda núverandi velferð og vinnuafli hinna 15 eldri landa Evrópusambandsins
Við erum með mjög samhenta ríkisstjórn sem er algjörlega einhuga í því að það þurfi að takast á við þessa stóru erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir, sem eru náttúrlega gengi krónunnar og efnahagsmálin í heild. Það eru raunverulegu vandamálin, ekki það hvað seðlabankastjóri segir eða einhverjir forstjórar fyrirtækja. Við þurfum að tala saman, en ekki svara fyrir einhverjar svona hugmyndir sem koma innan úr embættismannakerfinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (ISG) er veik. Það ber að harma. Öll þjóðin sýnir því skilning og óskar henni bata.
Á sama tíma eru fyrirliggjandi verkefni að líða fyrir það að traust ISG til þess varaformanns, sem síðasti landsfundur Samfylkingar valdi sér, er það lítið að hún stígur ekki til hliðar.
Valdataka ISG á kostnað svila síns Össurar skildi "óska-varaformann" hennar eftir með það sárt enni, að honum kom ekki til hugar að sækjast eftir varaformennsku.
Þó sárt sé að segja það þá líða tímasetningar ákvarðana ríkistjórnarinnar fyrir fjarveru ISG, því hún réttir ekki kyndilinn af sér til réttkjörins varaformanns.
Uppstokkun í ríkistjórn og sameining Fjármálaeftirlits við Seðlabanka hefur dregist von úr vitit af því að enginn þorir, eða má taka ákvörðun í Samfylkingunni.
Það sorglega er að þessi hiksti í framkvæmd breytinga er svo allur færður á reikning Geirs Haarde. Ég held að nær væri að fólk skoðaði hversu mikill sandur er kominn í starf Samfylkingarinnar, sandur sem ekki þyrfti að vera ef traust væri þar til staðar fólks á milli.
Og nú er stjórnin fallinn vegna sjálfhverfra krafa Samfylkingarinnar. Ég vill hvetja fólk til að skoða verk/verkleysur Samfylkingarinnar í því ljósi að þau treysta ekki einu sinni hvort öðru. Samstarf við þau hlýtur því alltaf að vera ótraust. Hárprúðir læknar geta engu við bætt á þeim bænum til upphafningar slökum grunni.
Haraldur Baldursson, 26.1.2009 kl. 13:33
Þú vilt kannski bara halda áfram á sömu braut? Það hefur jú gefist svo askoti vel að hafa þessa krónu og það hefur ekkert að gera náttúrulega með ástandið í dag.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.1.2009 kl. 14:57
Samkvæmt nýjustu fréttum alþjóða gjaldeyrissjóðsins [IMF] mun efnahagslegt hrun ESB draga með sér niður margar þjóðir utan einokunarbandalagsins vegna þess hve samþætting er mikil í viðskiptum aðila. Áður var þörf nú er nauðsyn að losa okkur undan samþættingar krafti ESS. ESB "var" gamalt vín á gömlum belgjum, sem nú er ódrekkandi sem hrein edikssýra.
Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 17:18
Jón Frímann: hvað kemur Slóvakía þessu máli við? Eru þeir kanski einnig í sömu vandræðum með nýju evruna sína?
Kveðjur
PS.: lesa fyrst, skjóta svo
Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2009 kl. 17:31
Það er athyglisvert að sjá Gunnar, að þú ert aðdáandi Seðlabankans, þessa gamaaldags ríkisfyrirtækis sem búið er að sökkva þjóðarskútunni. Upphafsmenn kommúnismans myndu klappa fyrir þér vel og lengi.
Ég hefði haldið að þú skildir, að peningastefna seðlabankanna er í andstöðu við hugsjón Sjálfstæðisflokksins um hinn "frjálsa markað". Staðreyndin er sú, að seðlabankar og peningastefna þeirra er holdgerfingur ríkisrekstrar. Þeir sem eru fylgjandi seðlabönkum og afskiptum þeirra af efnahagslífinu, hljóta jafnframt að vera fylgjandi uppvakningum eins og Skipaútgerð ríkisins, Ferðaskrifstofu ríkisins og Raftækjaverzlun ríkisins.
Að þínu mati er óskalisti fjárfestisins eftirfarandi:
Þetta er EKKI ástand sem hugnast þeim sem skilja gildi "frjáls markaðar". Þetta er EKKI ástand sem Sjálfstæðisflokkurinn getur unað lengur við.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 18:27
Hversvegna er háir dráttarvextir betri en þrepaskattur í heimskreppu?
Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 18:31
Svo framarlega sem ég veit Loftur, þá eru allir peningar sem eru í notkun í heiminum gefnir út af einmitt seðlabönkum. Ef þú vilt ekki nota peninga þá er það allt í lagi.
En ef þú vilt nota peninga þá er alveg ágætis hugmynd að gefa þá út sjálfur og í samræmi við eigin efnahag og einnig ráða yfir þeim sjálfur.
Ég veit að sumum finnst betra að fara á hausinn með mynt annarra, þeim þykir það kanski fínna. En endurreisnin mun þá ekki fara fram með með þínu samþykki og samkvæmt þínum skilyrðum því þú átt ekki myntina. Hún mun fara fram án þinnar íhlutunar. Þú munt bara horfa á og samþykkja það sem verður hent í hausinn á þér.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2009 kl. 19:04
Ég get frætt þig um Gunnar, að seðlabankar gefa ekki út alla peninga í heiminum. Þar koma til dæmis við sögu myntráð og ef horft er aftur í tímann, hafa einstakir viðskiptabankar gefið út peninga. Margir fleirri hafa einnig gefið út peninga. Það sem skiptir máli varðandi útgáfu peninga, er að útgefandinn eigi verðmæti til að baktryggja sína útgáfu.
Þeir sem nota peninga í einhverju landi eiga heimtingu á, að baki þeim standi stoðmynt eða önnur verðmæti. Í raun eru peningar vaxtalaust lán til þess sem gefur þá út og lágmarks krafa hlýtur að vera að verðmæti þeirra sé viðhaldið. Seðlabankar eru vanir að svindla á þeim peningum sem þeim er trúað fyrir og það er ein megin ástæða kröfunnar um að þeir verði lagðir niður.
Það sem þú segir um "eigin mynt og annara" er tómur hugarburður og án allra tengsla við raunveruleikann. Ég fullyrði, að þeir sem hafa orðið gjaldþrota vegna gengishruns eru ekki að velta fyrir sér hvort myntin sem hrundi var þeirra "eigin mynt eða annara". Annars skil ég ekki hvernig hægt er, að halda því fram að veik innlend Króna sé þjóðlegri en sterkur innlendur Dalur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 20:48
Af einhverjum ástæðum eru Írar meðal þeirra, sem anda léttar vegna þess að þeim tókst að losna við eigin mynt! Það væri ósköp gott að þú útskýrðir það fyrir oss fáfróðum. Ég nefnileg skil ekki hversvegna ekki er búið að afleggja evruna og leggja niður Evrópusambandið, ef það er allt svona afleitt. Skynsamar þjóðir hljóta þá að sjá hag sínum borgið án þess. En Göran er ánægður.
Auðun Gíslason, 26.1.2009 kl. 21:09
Myntráð eru alltaf tengd öðrum gjaldmiðlum gefnum út af seðlabönkum, Loftur.
Það síðasta sem Ísland þarf núna er sterk mynt. Það versta sem gæi komið fyrir Ísland núna er að fá sterka mynt því núna og á næstu árum verður eina vonin fyrir hagkerfin að vinna sig út úr vandanum í gengum útflutning. Þau sem hafa ekkert til að flytja út verða mjög illa úti. Ekki verða hissa á því að Bandaríkjamenn stígi það skerf á næstu árum að snarfella dollar til að boosta útflutningi. Ég er ekki að segja að það gerist. En EF ástandið veður nógu slæmt þá verða prentvélarnar látnar keyra miskunarlaust.
Þeir sem sitja á næstu árum með mynt sem þeir ráða engu um veða stærstu fórnarlömbin í þeim stóru breytingum sem verða á efnahagsmálum alls heimsins á næstu árum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2009 kl. 21:13
Ég held ekki að þú hafir fylgst vel með Auðun. Írar eiga á hættu núna að verða reglulega, algerlega, gersamlega og ófrávíkjanlega gjaldþrota (bankrupt) með evru á næstunni. Þökk sé mynt annarra.
Hætta í ESB eða verða gjaldþrota segir írskur hagfræðingur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2009 kl. 21:18
Þú hefur þetta allt saman rangt Gunnar. Myntráð notar þau verðmæti til stuðnings, sem henta aðstæðum hverju sinni. Oftast á okkar tímum er það alþjóðlegur sterkur gjaldmiðill, en gull og silfur hefur einnig verið notað.
Ef þú vilt setja allt atvinnulíf í landinu í gjaldþrot, fellir þú auðvitað gengið sem mest. Við hin sem viljum viðreisn atvinnulífs og heimila, viljum sterkan gjaldmiðil sem hjálpar þjóðinni og dælir ekki verðbólgu inn í hagkerfið.
Ég hélt að allir væru búnir að skilja hvílík firra sú hagfræðikenning er, að smá og vanþróðuð hagkerfi geti notað gengisfall til að vinna sig út úr ofneytslu og skuldasöfnun. Það eru bara stór hagkerfi sem þetta geta. Þau finna ekki einu sinni fyrir gengisbreytingum, því að framleiðsla þeirra er svo fjölbreytt að innflutt verðbólga er þeim óþekkt hugtak.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 21:41
Þótt Íslendingar styðjist við arðbærasta gjaldmiðillinn þá geta Ríkistjórn, bankar, og fyrirtæki haldið áfram að gefa út skuldabréf á eigin ábyrgð.
Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 21:58
Loftur: Eistland og Litháen eru með myntráð og Lettland er með mintáðslegt fyrirkomulag.
.
Centre for Strategic Research í Moskvu segir í viðtali í dag að þeir gefi löndunum tvö ár þangað til þau verði gjaldþrota þ.e. ríkisgjaldþrot (state bankruptcy)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2009 kl. 22:16
Fjármálageirinn í þessum löndum: eignahlutfall útlendinga í fjármálakerfum þessara landa:
Lettland: 54% í eigu útlendinga - myntráð
Litháen: 92% í eigu útlendinga - myntráð
Eistland: 99% í eigu útlendinga - myntráð
Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2009 kl. 22:29
Centre for Strategic Research, er það nú traust heimild ? Annars er hægt að eyðileggja hvaða fyrirkomulag sem er og myntráð eru ekki undantekning, þótt þau standist margt.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 22:31
Sæll Gunnar! Takk fyrir þennan pistil. Eftir lesturinn á því sem Loftur ritar hér, og í ljósi þess að þar sé um skilning Sjálfstæðisflokksins (frjálhyggjuklúbbsins) að ræða á fjármálum þjóðfélags, er ég ekki undrandi á stöðu okkar í dag, miðað við hve langan tíma þessi öfl hafa farið með fjármál þjóðarinnar. ESB og Evruhrunið var ég búinn að sjá fyrir (hef mín leynilegu sambönd) svo þær fréttir sem þú talar um koma mér ekki á óvart.
Guðbjörn Jónsson, 26.1.2009 kl. 23:16
Loftur, bara sakir forvitni, hvaða myntráð eru starfandi í dag sem ekki tengja sína mynt annarri stærri mynt ? Ég spyr þig bara af því ég veit þú hefur kynnt þér myntráðin svo vel.
Haraldur Baldursson, 26.1.2009 kl. 23:44
Ég er hlynntur Dollar því þá mun Evran aldrei vera tekin upp hér. Kauphöllin er upphaf mestu græðginnar hér á landi [hugmyndafræði ESB líka]. Kallar á samþjöppun fyrirtækja og breytt eignarhaldsforms allra fyrirtækja. Hverjir eru tekjustofnar Kauphallar Íslands og Seðlabanka Íslands?
Útflutningur Kínverja til ESB hefur minnkað um 1/3 ætli það sé komið inn í næstu væntingaspár kauphallanna.
Krónan bíður upp á stjórnmálalega misnotkun. Krónan er ástæða þess Íslenskt íbúðarhúsnæði heimilanna þarf að bera auka verðtryggingu með tilliti til meðalgengis stærri gjaldmiðla. Krónan veldur óþarfa kostnaði á innflutningi.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 01:27
Ábyrgum gangvart erlendum fjárfestum mun rétta vera. Um skynsemi það er annað mál.
Ef ESB sinnar trúa ekki á sina eigin skynsemi til að reka sitt eigið ríki á ábyrgan hátt þá er ekki von að hér náist meirihluti fyrir innlimun á næstunni. Við hin erum ekki enn búinn að gefast upp.
Útflutningtekjur Þjóðverja hafa dregist saman um 8% síðasta mánuð.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 03:01
Haraldur, að því er ég bezt veit er ekkert myntráð núna með bakstuðning í gulli. Síðasti gullfóturinn var undir Bretton Woods samkomulaginu, sem var í gildi 1944 - 1971. Í grófum dráttum var fyrirkomulagið þannig, að US Dollar var tryggður með gulli (1 únsa gulls = 35 USD). Aðrar myntir víða um heim höfðu síðan USD sem stoðmynt. Hér hef ég fjallað eitthvað um þetta:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/750298/
Hér á ég töflu um myntráð starfandi í desember 2007:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 09:16
Loftur óttast þú ekkert þær sveiflur sem gætu orðið á þeim gjaldmiðli sem fótur ISD stendur á ? Eða stökkvi upp á við ? Ég væri reyndar enn hræddari við það þegar fóturinn (sem þú vilt nota sem USD) stekkur upp á við. Ef það gerist þá hefði það gríðaleg áhrif á þau útflutningsfyrirtæki sem sína vöru flytja til annarra markaða en þeirra sem versla í USD, t.d. á Evrusvæðinu.
Auk þess sem stökk eða fall USD (best að hætta að taka um fætur fyrst þín tillaga gengur út á 1 ISD = 1 USD) gæti átt sér stað þvert á þá átt sem efnahagur Íslands er að færast til. Þannig gæti það dempað hagvöxt á röngu augnabliki, eða magnað niðursveiflur.
Við njótum þess að sækja á marga markaði og með því að notast við eigin mynt náum við einskonar meðaltalsvigtun (nokkur einföldun hér) á árangur útflutnings okkar og efnahagsstýringu. Stærri mynt býður okkur ekki upp á þetta mæligildi árangurs. Heillandi hugmyndir þínar Loftur, sem í fullkomnum óendanlega frjálsum mörkuðum, sem ekki eru til, ná ekki að þekja þá galla og frávik sem við er að glíma. Fullkomið flæði og allra vöruskipta, sem þá líka verða að ná til vinnumarkaða, þar sem staðsetningar eru bara prjónar á landakorti og geta verið færðir til eftir geðþótta, er ekki raunveruleikinn. Í USA er komist næst þessum raunveruleika, en þar eru forsendur líka allt aðrar. Hjólhýsi, eins og kom reyndar fram í fyrri pistli Gunnars minnir mig, eru þar valkostur hreyfanlegs vinnuafls og jafnvel fleiri, ekki alltaf sökum fjárþurftar, heldur sökum lífsstíls. Þetta er nokkuð sem við erum ekki á leiðinni að fara að upplifa á Íslandi og þetta er ekki á leiðinni að fara að gerast í ESB.
ESB virðist stundum hafa verið sett á laggirnar með "við getum líka" prinsípinu og talið átt að verða þessi Bandaríki Evrópu, sem menningarlega er ekki hægt. Evran er því óhjákvæmilega dæmd til að mistakast, þó ekki væri nema vegna þess að vinnuaflið hefur ekki nándar nærri sama sveigjanleika og USA býðu upp á.
Ég er þó á því stærsta meinið í ESB sé barna-fælni þeirra....elli kerling mun knýja Evrópu á kné sér....hún er reyndar byrjuð að sveigja þeim nú þegar.
Haraldur Baldursson, 27.1.2009 kl. 10:12
Ég skil vel áhyggjur þínar Haraldur, að stoðmyntin kunni að sveiflast í öðrum takti en hentar Íslendska hagkerfinu. Ekki get ég gefið neinar tryggingar hvað þetta varðar, en tel einungis að USD sé bezti kosturinn. Menn hafa tekið eftir því á síðustu árum, að hagsveiflur hér og í Bandaríkjunum líkjast stöðugt meira. Ástæðan er væntanlega aukin álframleiðsla hérlendis.
Eitt atriði þessu tengt, er vaxandi óformleg Dollaravæðing hérlendis. Benda má á, að Dollaravæðing merkir ekki bara notkun US Dollars heldur líka annarra erlendra gjaldmiðla. Að auki er vísitölutrygging lána einnig Dollaravæðing. Að þessu skoðuðu tel ég ekki ólíklegt að óformleg Dollaravæðing Íslendska hagkerfisins liggi á bilinu 70% til 90%. Spurningin er hvenær við viðurkennum þessa staðreynd og göngum skrefið til fulls.
Síðan ég hóf að boða endurskoðun peningastefnunnar, hef ég bent á mikilvægi þess að þjóðin taki upp nýja umgengishætti við peninga. Við verðum að temja okkur sparnað í stað eyðslu. Stofnun Myntráðs er mikilvægt tæki til að knýja stjórnvöld til sparnaðar og ég hef víða bent á hvernig það skeður. Seðalbankar um heim allan stunda "seðlaprentun" og slík útþynning gjaldmiðilsins er ásamt vaxtastýringa-æfingum seðlabankanna, þau atriði peningastefnunnar sem frábært væri að losna við.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 12:30
Sæll Loftur (svo haldið sé áfram með þráðinn okkar sem ekkert hefur lengur með færslu Gunnars að gera ).
Svo ég taki hliðarspor með þér, þá vill ég einmitt frekar klippa á gengistengingu (þá beinu með gengistryggingu og þá óbeinu með verðtrggingarviðmiði lánskjaravísitölu) lána. Ég vill sjá verðtrygginguna halda sér, en tengjast launavísitölu. Þessu markmiði, eða öllu heldur þessum valkosti vill ég ná fram með því að setja Lífeyrissjóðina enn framar í búðargluggann. Þeir eru nefninlega með allt annað hjá sér í launvísitölu, innkomu sem útgjöld. Ég fjalla að vísu nánar um það hér, þó enn verði að fylla betur í rammann en ég geri.
Haraldur Baldursson, 27.1.2009 kl. 13:02
Ég tel þessa breytingu á lánavísitölunni ekki vera nægilega stórt skref. Þetta er gott fyrir þá sem hafa atvinnu, en hjálpar ekki þeim fjölda manns sem er að vissa vinnuna.
Miklu betra í bráð og lengd, er að minnka verðbólguna þannig að hvorug vísitalan telji til hækkunar. Þetta gerum við með upptöku trausts innlends gjaldmiðils, sem hefur stuðning af verðbólgu-litlum erlendum gjaldmiðli.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 13:42
Neysluverðvísitala OCED [ESB] mælir heildarrekstrar kostnað starfskrafta efnahagseiningarinnar Íslandi gefur vísbendingar um vergar tekjur Landsframleiðslu. Sem væntingar erlendra fjárfesta í Kauphöll Íslands byggja á. Neysluverðsvísitala, Kauphöll, Seðlabanki, Gjaldmiðill er allt einn kostnaðarpakki sem fylgir ESB [eða einokunarbandalagi]. Einnig krafa um stærri rekstrareiningar og breytt eignarhaldsform til að örvar verðbréfa viðskipti.
Málið er allt eða bara gjaldmiðilinn: Dollar selur betur hvað verðbréf varðar.
Auðvitað er verðbréfa höll ekki það form sem hefur hag almennings að leiðarljósi. Hún byggir tilvist sína á sveiflum og hruni við og við. Hún byggir fyrst og fremst á væntingu eins og önnur spilavíti eða happdrætti.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 14:56
Kæri Loftur.
Ég held að með því að nálgast hlutina út frá því að allt leysist með einni stórri sveiflu sé ekki endilega rétt. Staða fólks með lán í mismunandi stöðu eru í raun merkileg amörg vandamál og það þarf að sækja að þessu frá fleiri en einni hlið. Það munu ekki allir bjargast því miður. En sem betur fer er umræðan að dragst út úr "Lísu í Evrulandi" aftur. Það er með ólíkindum hversu niðurdragandi sú blindgata var orðinn.
En sökum þess hversu slæmt við höfðum það, var eina lausnin sú að gera það enn verra með því að skell á okkur vistri stjórn
Haraldur Baldursson, 27.1.2009 kl. 20:19
Við venjulegar aðstæður myndi ég Haraldur taka undir vonbrigði þín með vinstri-stjórn. Hins vegar við núverandi aðstæður gæti það verið gott, að fá fleirri til að koma að björgun mála. Sjálfstæðisflokkurinn raunar bauð upp á þjóðstjórn á síðustu dögum stjórnar Geirs. Það var bara of seint eins og margt sem sú stjórn gerði. Ég var þeirrar skoðunar í haust, að þjóðstjórn hefði átt að mynda strax.
Margt sem stjórn Geirs gerði var einnig rangt og ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni. Ég styð ekki á neinn hátt þessa nýju stjórn, en er samt að vona að "skjaldborg þagnarinnar" verði rofin. Fara þarf aftur yfir samninginn við IMF og peningastefnunni þarf að bylta. Icesave samninginn má ekki staðfesta og ESB umræðan verður að þagna, þar til jafnvægi er kominn á efnahagslíf landsins og Evrópu. Eins og Gunnar hefur verið að upplýsa, er ákaflega óvíst með framtíð ESB.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 20:40
Úff - Lísa í Evrulandi, það hljómar hræðilega.....
Steingrímur J. sem fjármálaráðherra hljómar jafnvel en ver
Jón Frímann hljómar alltaf illa (ertu frændi ISG?)
Eigum við ekki að bjóða Slóveníu íslenskar krónur? Þær virkuðu vel þegar ég var þar fyrir 3 árum. Þá kostaði varan í Slóveníu 1/3 og sama vara hér á landi. One third price land. Þá voru þeir í IMRII ferli og væntu mikils af evrunni. Nú búum við á halfprIceland (eða minna) án nokkurrar IMRII baráttu. Held ég vilji þá frekar halda okkar handónýti krónu en að fá handónýtan evrugjaldmiðil.
Ekki góðir kostir í stöðunni í dag. Hvar eru Norðmenn vinir okkar?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.1.2009 kl. 22:53
Og ef ég er að skrifa þetta eitthvað vitlaust er það vegna þess að ég er að sofna ofan í tölvuna mína þar sem einhverjir bjálfar í samkrulli við heimskreppu settu landið mitt á hausinn og ég varð að stökkva á plan B - námslán......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.1.2009 kl. 22:55
Þökk sé ESS og ESB Kauphöllinni á Íslandi.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 23:12
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innleggin.
Hér á árum áður var ERM oft kallað:
The Extended Recession Mechanism
og núna er svo komið ERM II eða
The Extended Recession Mechanism II
og hefur því tvíeflst !
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 27.1.2009 kl. 23:44
Jón Frímann. Think outside the box. You might see wonders.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.