Föstudagur, 23. janúar 2009
Allt ykkur sjálfum að kenna
Þýskalandi hrakar hratt
Fyrir tveim mánuðum spáði Alþjóða Gjaldeyrisjóðurinn (AGS) 0,8% samdrætti í þýska hagkerfinu fyrir árið 2009. Í gær gaf AGS hinsvegar úr nýja hagspá fyrir þýska hagkerfið. Í þessari nýju hagspá hafa væntingar AGS til Þýskalands fallið svo mikið að spáin hljóðar uppá 2,5% samdrátt fyrir 2009, með verulegri hættu á að samdrátturinn geti orðið enn verri og meiri. AGS spáir einnig í raun 0,0% hagvexti í Þýskalandi árið 2010. Á aðeins tveim mánuðum hafa væntingar AGS til þýska hagkerfisins fallið þrefalt. Í raun segir AGS með þessu að hagspár þýsku ríkisstjórnarinnar séu óraunhæfar og að kreppan verði dýpri og lengri en ríkisstjórnin gerir ráð fyrir. Þetta mun veðra mesti samdráttur í þjóðarframleiðslu Þýskalands frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
AGS segir einnig að hinar miklu áherslur þýska hagkerfisins á útflutning auki enn frekar hættuna á að þýska hagkerfið festi sig í hagvaxtargildru um langan tíma. Samkæmt tölum frá efnahagsmálaráðuneyti Þýsklands féll útflutningur um heil 10,6% frá október til nóvember og aftur um 10-11% frá nóvember til desember. Þetta er geigvænlegur samdráttur og margir bíða því með kvíða eftir næstu hagvaxtartölum frá Þýskalandi.
Danmörku batnar ekki
Þessa dagana fara fram umræður í þingheimi Danmerkur um hugsanlega upptöku evru. Í því sambandi eru sjónarmið stjórnmálaflokka og atvinnulífs rædd. Í gær lét aðalbankastjóri eins stærsta banka Danmerkur í ljós álit sitt á þessu hugðarmálefni forsætisráðherrans, Anders Fogh Rassmusen. Það var bankastjóri Jyske Bank, Anders Dam. En Jyske Bank er einn stærsti banki Danmerkur og er greiningadeild hans á sviði gjaldeyrisviðskipta talin ein sú besta hér í landi. Það lá við að Anders Dam froðufelldi af bræði þegar honum var boðið að tjá sig um málið. Samkvæmt dagblaðinu Jyllands Posten sagði Anders Dam eftirfarandi um evrumál forsætisráðherrans:
"Ríkisstjórnin hefur sjálf bruggað þá súpu sem hefur ýtt dönskum bönkum út í þá krísu sem þeir eru í núna. Fjármálaráðherrann (Lene Espersen) kom svo og gerði ástandið ennþá verra en orðið var með því að lýsa því fyrirfram yfir að danskir bankar skyldu ekki eiga von á neinni aðstoð frá danska ríkinu. Þar með býr hún sjálf til blöðruna sem svo springur þegar kreppan skellur á fyrir alvöru. Svo segir ráðherrann eftir á að þetta sé allt bönkunum að kenna. Það er mjög þægilegt að geta komið með svona predikun", hvæsti Anders Dam á eftir ríkisstjórninni".
Hann heldur áfram og segir: "skattastoppið og afborgunarlaus húsnæðislán sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á leiddi til útlánabólu sem er hið eitraða hanastél ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þetta er beinlínis hægt að rekja til ríkisstjórnarinnar sjálfar. Svo komið þið með þennan fáránlega hjálparpakka til bankanna. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kallar ríkisstjórnin þetta fyrir hjálparpakka. Ég hef aldrei heyrt um hjálparpakka þar sem maður byrjar á því að innheimta 35 milljarða danskar krónur af bönkunum fyrst og segir síðan við þá, nú skulum við koma og hjálpa þér. Hvernær hefði stærsti flokkur ríkisstjórnarinnar sem alltaf hefur verið landbúnaðarflokkur komið svona fram við sjálfan landbúnaðinn?"
Allt ykkur sjálfum að kenna
Anders Dam heldur enn áfram og segir: "Ég hélt satt að segja að ég væri statisti í bíómynd þegar ég í gegnum fjölmiðla sé forsætisráðherrann koma í þessa fjölmiðla og segja við þjóðina "þarna getið þið séð hvað það kostar að vera ekki með í evru". En svona er hið pólitíska spil. Þar er tekið mið af hér og nú aðstæðum án þess að gera sér það ómak að rannsaka ástæðurnar fyrir því hvernig stendur á því að málin eru komin í þessar ógöngur. Það er eingöngu vegna stefnu ríkisstjórnarinnar sjálfrar að seðlabankinn neyddist til að hækka vexina. Þetta er ykkur að kenna frá upphafi til enda".
Söludeild verkefnastjórnarinnar
Núna á sem sagt að reyna, eina ferðina enn, að selja Dönum evrur með því að höfða til ótta augnabliksins. Já kjósa aftur og aftur. Ef það kemur ekki rétt út úr þá kýs maður auðvitað aftur. Svo koma fjölmiðlar oft og "hjálpa" til við verkefnið. Þannig fór einnig hér í Danmörku. En danska ríkisútvarpið þurfti þó að éta ofaní sig villandi útreikninga um að húsnæðislán væru ódýrari ef Danmörk væri með evru. Útreikningar sjónvarpsins náðu aðeins til eins árs. Enginn tekur húsnæðislán til eins árs. En í mörg ár hafa vextir verið lægri í Danmörku en á evrusvæði. Bara akkúrat ekki á meðan útreikningar sjónvarpsmanna fóru fram.
Kæri lesandi. Ert þú borgaralega þenkjandi?
Skyldir þú vera í vafa um hvort þú ert borgaralega sinnaður eða ekki, hugsaðu þá bara smástund um Evrópusambandið. Ef það streyma um þig heitir straumar við tilhugsunina um hið yfirríkislega bákn sem á heima í heimsins ljótasta bæ, þá ertu sennilega ekki borgaralegur, heldur ertu líklega sósíalisti eða sósíaldemókrati. Þetta er náttúrlega ekki sjúkdómur og heldur ekki ólöglegt, en gengur þó sem betur fer oftast yfir með aldrinum, nema í fáum undantekningartilfellum. Þetta er því miður ekki al slæmt fyrir þig því margir sósíalistar hafa mikil og afgerandi áhrif á samfélagið, samfélaginu sjálfu til mikils skaða. Sem dæmi má nefna suma stjórnmálamenn, blaðamenn, háskólamenntaða menn, kennara, uppeldisfræðinga, listamenn o.s.f.v. sem vilja ala Evrópu upp á ný í eitt skipti fyrir öll. En fáir þú hinsvegar höfuðverk, ógleðitilfinningu, fyllist efasemdum og haldir fyrir nefið og augun við tilhugsunina um fýluna frá endlausum nýjum lögum og reglugerðum sem eru framleiddar á sjálfvirku erlendu færibandi í aðalstöðvum Evrópusambandsins - og sem eiga eftir að verða lögin og reglurnar fyrir þig - eða við tilhugsunina um þá beturvitandi massamargmiðlun sem fossar út úr 170.000 manna her embættismanna heimsveldis ESB, já þá ertu sennilega borgaralega innstilltur eða jafnvel með snert af frjáls- og frelsishyggju innbyggða í þinn persónuleika. En bíddu aðeins með að rústa einhverju í þínu nánasta umhverfi þegar þú lest þessi orð mín kæri lesandi, þetta eru ekki allt saman mín orð. Mörg þeirra eru sótt hingað hjá sagnfræðingnum Mikael Jalving hér: EU på kvalmegrænsen. Þetta er ekkert nýtt.
Hausinn í sandinum á Íslandi
Að vera að ræða um Evrópusambandið í þeim aðstæðum sem eru ráðandi núna á Íslandi er sú ömurlegasta skemmdarverkastjórnmálastarfsemi sem hægt er að hugsa sér, enda er það einkennandi fyrir þetta fyrirbæri sem nefnist Evrópusambandið að það hagnast alltaf á óförum annarra því það er alltaf notað sem verkfæri óttans þegar eldur brennur undir þjóðum og þegar þegnarnir missa trú sína á lýðræðislega kjörinni forystu landanna og stofnana lýðræðis þeirra. Að hafa svona óttaverkfæri til umráða til að grafa undan undirstöðum þjóðfélaganna er því mikil óskastaða fyrir verkefnastjórana í Evrópusambandinu. Já verkefna-stjórana. Það er því dapurlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa látið hálfpartinn þvinga sig til yfirhöfuð að ræða þessi mál núna. Þetta er svipað og að stinga hausnum í sandinn og vona að veðrið verði bara gott þegar hann verður dreginn upp úr svaðinu aftur. Evrópusambandið mun ekkert geta gert fyrir Ísland. Það myndi einungis gera öll mál ennþá erfiðari fyrir alla þegna Íslands og krefjast þess að altlaga yrði gerð að velferð allra Íslendinga. Þetta er eins öruggt og að sólin kemur aftur upp á morgun.
Þessvegna er það einnig ákaflega dapurlegt að Morgunblaðið sé að missa sitt gamla góða jarðsamband við Ísland. Sambandið við jörðina sem er ættjörðin okkar. Morgunblaðið er nefnilega rekið eins og verkefni og því stýrt af verkefnastjóra eins og er.
En hið ótrúlega virðist samt ennþá vera að gerast á Íslandi því nú hafa landsmenn bráðum horft í heil 5 ár uppá aðfarir 32_sammála_hagfræðinga um hve mikið þeir glöddust yfir því í heil 5 ár að ofurölvaður fjármálageiri Ísland hoppaði stanslaust á og nýddi niður gjaldmiðilinn okkar, íslensku krónuna. Hefur einhver séð 32 sammála hagfræðinga áður? Nei það hefur enginn. En gróft sagt þá eru hagfræðingar aldrei sammála um neitt enda eiga þeir ekki að vera það því það er ekki hægt. Alltaf þegar maður heyrir um að svona menn séu sammála eða að það ríki svokallaður "vísindalegur consensus" innan fræðigreinar sem er samfélagsfræðigrein, og ekki eðlis- jarð- eða veðurfræði, þá veit maður að það er um verkefni að ræða.
Verkefnið & verkefnastjórarnir
En ESB verkefnið stoppar aldrei og því er aldrei hægt að njóta neinna ávaxta þess því um leið og verkefnið stoppar þá þarf að fara út í það að vinda ofan af skuldabréfavafningum verkefnastjóra Evrópusambandsins, því öll þau skref sem Evrópusambandið hefur tekið byggja alltaf á þeirri forsendu að þau séu háð því að næstu skref séu einnig tekin. Á Þann hátt er þegnunum haldið í verkefninu. Verkefnastjórarnir sjá alltaf til þess að verkefnið endi aldrei því þá þorna fjárveitingarnar upp og þeir eiga á hættu að missa vinnuna við verkefnið.
Maður skyldi þó ætla að þetta verkefni hefði skilað þeim árangri að þeir þegnar sem Evrópusambandið langar svo mikið til að stjórna og ala upp á ný - og undir nýjum formmerkjum um nýtt og einhlýtt þjóðareinkenni, sem auðvitað er ekki til ennþá - hefðu orðið varir við þann framgang sem Evrópusambandið er alltaf að skála fyrir niðri í Ljótabæ. Að þegnarnir hefðu því brugðist við öllum framförunum og farið út í það að njóta nú loksins ávaxtanna með því að leggja grunninn að eigin hamingju með því að stofna til heimilis og eignast börn og buru sjálfum sér og samfélaginu til heilla og ávinnings. En nei svo er aldeilis ekki. Í staðinn - og alveg í takt við aukna stærð verkefnisins - þá gera þegnarnir lítið annað en að vinna hörðum höndum að því að útrýma því samfélagi sem Evrópusambandið er að búa til fyrir þá. Þeir fjölga sér nefnilega ekki. Þeir megna ekki einu sinni að standa stað, samfélagslega séð. Nei. En hvað gera þeir þá? Jú þeir fara út í það að útrýma því samfélagi sem evrópusambandið bjó til fyrir þá! En hvurnig má þetta vera? Er þetta svar þegnana við verkefnastjórn Evrópusambandsins? Að útrýma þjóðfélögunum með því að neita að eignast þau afkvæmi sem ættu að bera uppi framtíð þessa sambands? Á að henda þessari grús í grjótmulningsvél sambandsins? Já kanski er þetta svar þegnana. Það vantar nefnilega um 200 milljón nýja einstaklinga í Evrópusambandinu til þess að viðhalda núverandi vinnuafli og velmegun. Vantar þá fyrir árið 2035 og þeir þurfa að koma utanfrá.
En þetta gildir bara alls ekki um okkar kæra Ísland. Þetta er ekki staðan á Íslandi meðal annars vegna þess að sjálfstæði og fullveldi er einnig hugarástand sem leiðir af sér sjálfsbjargarhvöt og sjálfsbjargarviðleitni sem mun tryggja áframhald þjóðfélags okkar.
Evrópusambandið er ekki neitt annað en verkefni og því stýra hinir svokölluðu verkefnastjórar verkefnanna.
Mikið er í steik í Evrópusambandinu núna og fer versnandi með hverjum deginum sem líður. Ef einhverntíma hefur verið dregin röng ályktun um jafn örlagaríkt mál og um stöðu Íslands á meðal þjóðanna, þá er það þessi vitsmunalega ESB villa sem mun alltaf standa efst á blaði allrar sögu Íslands um mistök þjóðarinnar, ef af verður.
Ömurleg tíðindi berast frá Íslandi
Þær fréttir hafa borist í dag að forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, sé veikur. Þetta þykir mér ákaflega miður að heyra. Ég sendi hér með Geir og fjölskyldu hans mínar bestu og hlýjustu kveðjur með óskum um að hann nái fullum bata. Það er búið að vera mikið og þungt álag á forsætisráðherranum undanfarna marga mánuði. Oft var sárt að horfa uppá það ömurlega hlutverk sem að honum var rétt við það að þrífa upp stubbana eftir svall fjármálageirans. Þetta var sérstaklega erfitt fyrir hinn fyrrverandi fjármálaráðherra Geir H. Haarde, sem hafði staðið fyrir því að Ísland var orðið skuldlaust sem sjálfstætt ríki
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 24.1.2009 kl. 16:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 45
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 377
- Frá upphafi: 1387871
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 240
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sorglega satt. Ný ristjórn MBL hefur nú aldeilis kúvent. Grein sem birtist
"Malta var áður með eigin gjaldmiðil, líruna. Gonzi sagði, að gengi hennar hefði verið nokkuð stöðugt en hagkerfi Möltu hefði hins vegar verið afar viðkvæmt fyrir sveiflum á öðrum gjaldmiðlum" sjá...
Sama mætti þá segja um krónuna...."Krónan er búin að vera mjög stöðug síðustu mánuði, eini vandinn er að aðrir gjaldmiðlar hafa hreyfst mjög mikið"
Keyptu fyrrum eigendur Þjóðviljans Morgunblaðið, án þess að nokkur tæki eftir því ?
Haraldur Baldursson, 23.1.2009 kl. 13:22
Ég hef ekki komið í Brækjusel (Broek-sella), en þú segir Gunnar að sú borg sé "heimsins ljótasti bær". Hvernig sem þar er umhorfs og hversu mikil brækja sem þar er, þá eigum við Íslendingar ekkert þangað að sækja og enn minna þangað að færa.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.1.2009 kl. 14:00
Hvað er ólíkt með Íslendingum og almenning á meginlandi Evrópu. Íslendingar hafa reynslu fyrir því að öll él styttir upp um síðir. Það er þeirra veikasti hlekkur þegar kemur að langvarandi efnahagskreppu ESB, þökk sé ESS. Íbúar meginlandsins eru vanir stöðugleika og í ljósi reynslunnar ekki vanir neinum skyndilausnum af hálfu skrifræðis og ráðstjórna. Svo núna hætta þeir allri eyðslu og þarf eitthvað í líkingu við styrjöld til að breyta því. Hinsvegar eru þeir í vondum málum. Aðalhagvaxtar formúla OCED/ESB felst í verkskiptingu innan svæðisins t.d. Portúgalar fá skógerð og Spánverjar grænmetisræktun.
Í stað sjálfþurftarbúskar [minni peningar í umferð] kemur sérhæfing í miklu framleiðslu magni. Allar þjóðirnar því mjög efnahagslega háðar hver annarri. En í kreppu eru smá fyrirtæki og sjálfþurftarbúskapur kostur. Í upphafi skyldi endinn skoða. Blandað hagkerfi er best og treysta á sinn heimamarkað um flest.
Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 14:37
Frábært að fá svona danskar fréttir, Gunnar. Ekki allt líf úr frændum okkar enn. Svona daglig dags, kemst ekki ekki mikið lengra en renna yfir fyrirsagnir þegar í fletti jp. bt og politiken á netinu.
Ég vil þó helst taka undir með þér hvað við erum heppin í allri okkar óheppni að Geir Haarde hafi séð til þess að ríkiskassinn var sem næst skuldlaus áður en ólánið dundi yfir okkur. Er hrædd um að granni okkar Brown öfundi hryðjuverkamanninn Haarde ekkert smá þessa dagana.
Ragnhildur Kolka, 23.1.2009 kl. 20:50
Var ekki eitthvað samhengi milli skatta af fjármálstrafsemi, virðisauka vegna útlánastefnu fjármálafyrirtækja og stöðu ríkissjóðs? Voru ekki allir aðilar á Alþingi bara nokkuð sáttir við stöðu ríkissjóðs?
Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 21:16
Svo sannarlega hefur þú rétt fyrir þér Júlíus, það liggur bein lína þarna á milli. En jafnvel áður en bankarnir voru einkavæddir var Geir að borga niður skuldirnar.
Það var líka þráðbein lika milli útgjaldaaukningar ríkissjóðs og skatta af fjármálastarfseminni. Sársauki þjóðarinnar felst í því að nú þarf að skera hana niður. Við misstum pínulítið dómgreindina varðandi það sem er nauðsynlegt og það sem er splæs.
Ragnhildur Kolka, 23.1.2009 kl. 22:01
Ég spyr mig hvort ESB með ESS fyrir mörgum á árum hafi ekki verið lykill að útþenslu fjármálageirans á Íslandi: Verðbréfahöll fyrir 330.000 íbúa, Seðlabanka. o.fl.
Lúxemborg var nú ekki upp á marga fiska fyrir innlimun í ESB, nú síðast með hæðstu þjóðartekjurnar innan ESB.
Nú er [s]krat[t]inn að rukka inn.
Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 22:46
Manni finnst stundum að AGS hafi eitthvað agenda með neikvæðum spám sínum. Líklega er það ekki ímyndun miðað við hvaðan sá sjóður er sprottinn og hverjir reka helstefnu hans.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 01:13
Er það fjarstæðukennt að spyrja sig hvort ekki hefði verið betra að deila bjargráðasjóðum niður á almennings í stað þess að verðlauna ábyrgðalaust bankakerfið, sem er hvort er eð er ekki við bjargandi?
Hefði ekki allt hrokkið í gang, ef fólkið hefði fengið peningana? Iðnaður, verslun og líka bankar. Mér finnst það einhvernvegin.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 01:16
Þakka ykkur fyrir innlitið
Varðandi hagtölur frá Lúxemburg svo sem þjóðartekjur á mann þá eru þær bitrar með þeim fyrirvara að stór hluti þjóðartekna Lúxemburg er aflað af fólki sem býr ekki í Lúxemburg. Allt að 60% af vinnuafli Lúxemburg býr ekki í Lúxemburg heldur býr það í nágrannalöndunum. Það er því minna að marka tölur um þjóðartekjur á hvern þegna í Lúxemburg en í öðrum löndum. Að sumu leyti virkar Lúxemburg eins og skrifstofa sem maður kemur í á daginn og yfirgefur að kvöldi
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.1.2009 kl. 10:45
Ég skil Portúgölsku og var ekki í vandræðum þegar ég koma þangað síðast.
Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.