Leita í fréttum mbl.is

Angela Merkel fer á dráttarvélanámskeið

Andlitið á efnahagsmálaráðherra Þýskalands er ekki eins skemmtilega harðlínulegt í dag og andlitin eru á harðlínuritstjórn verkefnatímarits Evrópusambandsins á Íslandi, Morgunblaðinu. Eins mikið og andlitin á ritstjórn Morgunblaðsins eru frosin föst á meðan esb-svipan er miskunarlaust látin keyra á bök allra óttasleginna Íslendinga - og engum til gæfu nema einum - þá er Morgunblaðið, alveg eins og ESB, alveg búið að steingleyma að það er til heimur fyrir utan einmitt þetta vesæla efnahagslega öryrkjabandalag Evrópu, EÖE. Ritstjórn Morgunblaðsins er clueless á flest í sambandi við Evrópusambandið og framtíð þess og því verulega hættuleg sjálfstæði og hinu þjóðlega fullveldi Íslands eins og er. En kanski breytist þetta aftur ef ritstjórnin skyldi fara að hugsa um þjóðarhag allra Íslendinga aftur, með vissri viðkomu í raunverulekanum.

En eins og er - verð ég að játa - þá er hávertíð fyrir Evrópusambandið því það getur einungis vaxið og nærst í óttaástandi og á vesæld annarra. Þetta ber að hafa í huga þegar skoðuð eru þau ríki sem hafa gengið í ESB undanfarin 20 ár eða svo. Þau voru nefnilega öll gjaldþrota nema þrjú - og voru öll að flýta sér burt frá rústum fyrirrennara ESB og sem nú er að stórum hluta til gengið í Evrópusambandið sjálft. Já, gamla Sovét gékk í ESB.

Beðið eftir Bandaríkjunum: Kafli I 

En andlitið á efnahagsmálaráðherra Þýskalands hrundi því miður í gær er hagvaxtarspá hans breyttist úr von í lömun og ótta. Núna er hann - og með góðri aðstoð herra fjármálaráðherra- og klodsmajor Peer Steinbrück - komin niður í MÍNUS 2.5% hagvöxt fyrir árið 2009. Þetta endar náttúrlega á MÍNUS 4% eins og Deutshe Bank segir og kanski jafnvel á mínus 5-6% eins og ég óttast sjálfur.

Bedid_eftir_BNA1

Angela Merkel má því miður ekki vera að þessu því hún er núna á dráttarvélanámskeiði að læra hvernig maður plægir eina trilljón evrur af skuldum niður í jörðina - jörðina sem hún hélt að hún ætti - og helst án þess að nokkur taki eftir því. Þýskir bankar munu nefnilega bráðum koma með 100.000 trukka og sturta þessu hlassi niður á blettinn hennar.

Það er nefnilega komið í ljós að hagkerfi Þýskalands er gallað. Það inniheldur ekki sjálft lengur neina þá hvata sem geta hugsanlega leitt til hagvaxtar í nútíð og framtíð. Það er nefnilega orðið að elliheimili því á þessu ári verður helmingur allra kjósenda í Þýskalandi orðnir sextugir þegar þeir þurfa að kjósa hana Angelu aftur. Ekki sexytugir heldur sextugir. Hún Angela veit einnig að hin 15 gömlu lönd Evrópusambandsins vantar um það bil 194 miljón nýja skattborgara fyrir árið 2035 til þess eins að viðhalda núverandi og vanmáttuga vinnuafli sambandsins. Og það sem verra er þá þurfa þessar 194 milljón manns að koma utanfrá. Semsagt, koma frá öðrum löndum en þó helst frá öðrum hnöttum. Vandamálið er nefnilega einnig það að enginn vill búa í Evrópusambandinu lengur því hnignunin er svo mikil og hröð. Innfæddir flýja því sum löndin sín og neita að eignast afkvæmi þar. Þeir vilja nefnilega eiga von um betri framtíð á bjartari stað.

Það er því ekki von að Ítalir láti sitt eftir liggja í hnignunarferli Evrópusambandsins fyrst Þjóðverjar sjálfir hafa ekki lengur trú á framtíð lands síns. Þjóðverjar eiga jú að vera eimreiðin sem allt snýst um í Evrópusambandinu. Ítalir munu fara létt með þetta og tekst því á aðeins 27 árum að hækka meðalaldur þjóðar sinnar um heil 10 ár, frá árinu 1992 til 2020. Þetta tekst svona hratt og vel vegna þess að konur á Ítalíu eignast engin börnin.

italy_median_age 

Beðið eftir Bandaríkjunum: Kafli II  

Núna er því beðið eftir Bandaríkjunum. Beðið eftir að Bandaríkin dragi hið máttlausa og aflvana elliheimili Evrópusambandsins í gang aftur. En biðin verður löng. Þetta veit Angela Merkel mjög vel og því verður ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir eitt né neitt í Þýskalandi. En af hverju ekki? Jú, Angela Merkel veit og hefur sagt að kynslóða-breytingaáföllin munu hefjast fyrir alvöru um miðjan þennan áratug. Það er einfaldlega ekki hægt að stofna til nýrra skulda því það mun ekki verða neinn til að borga þær í framtíðinni. Það verða svo fáir skattgreiðendur í Þýskalandi sem geta staðið undir stórauknum skuldum því hvaðan ættu þeir að koma? Það fæðast nefnilega svo alltof fá börn í Þýskalandi og hafa gert lengi. Ef skuldir þjóðarinnar verða auknar stórlega þá munu allir skattgreiðendur framtíðarinnar, börn Þjóðverja, neita að starfa og þéna peninga í þeirri skattpínungu sem þá yðri að vera þar.

Beðið eftir Bandaríkjunum: Kafli III  

Því verður bara beiðið. Já - beðið eftir kraftaverki að vestan. Allur sá smávegis framgangur sem var í þýska hagkerfinu á síðastliðnum 3 árum, eftir alkul í heilan áratug, varð vegna bólu á frármála og húsnæðismörkuðum Bretlands, Spánar og Austur Evrópu.

Nú er því bara að bíða og bíða. Bíða eftir Bandaríkjamönnum. Þetta veit Mogginn bara ekki ennþá. En einusinni vissi hann þetta þó. En það var bara áður en óhappið gerðist.  

Tengt efni

The second Great Depression að hefjast í Evrópusambandinu

Forsíða þessa bloggs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru sláandi tölur þykir mér, en jafnframt skiljanlegt þá,  hvernig framtíðin innan þessa bákns er að þróast. Ég skil ekki hvernig mér datt í hug að ESB gæti verið góð  framtíð fyrir okkur, en ósköp fegin að ég skildi hafa vit á því að fara að kynna mér málin sjálf.

KV SG

(IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:24

2 identicon

Það var viðtal við erlenda hagfræðinga í Silfri Egils núna áðan.  Þeir luku sínum málflutningi með því að við yrðum að taka upp evru.  Engar frekari útskýringar eða almennileg umræða.  Eitthvað þvaður um Norska krónu eða Danska og þagað þunnu hljóði um það vandræðaástand sem Evrópa býr við í dag.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:20

3 identicon

Þú heldur áfram þessum kjánalegu fabúleringum um að BNA sé eitthvað ekónómískt stórveldi, þegar raunin er sú að Bandaríkin eru að fara á hausinn...

Var ekki hinn svissneski Dr. Marc Faber einmitt í heimsókn hjá ykkur í Danmörku núna um daginn? Þú kannski lokar bara eyrunum fyrir því sem þú vilt ekki heyra Gunnar?

Dr. Marc Faber er með athyglisverðar kenningar um hrun Bandaríska hagkerfisins og þar með dollarans, sem verður brátt verðlaus. Nokkuð sem dollaraupptökukjánarnir hér á Íslandi ættu að veita eftirtekt. Sjá hér: http://epn.dk/okonomi2/global/usa/article1570349.ece

Þú ættir að sjá líka þáttinn sem er á SVT2 í kvöld kl. 22, í seríunni Dokument Utifrån. Þátturinn heitir I.O.U.S.A og það er fyrrum ríkisendurskoðandinn David Walker sem er sögumaður. Þessi þáttur er tilnefndur til óskarsverðlauna og ætti að lækna þig og fleiri af Ameríkuástinni, nema þið séum þeimum forskrúfaðri.

Á meðan þú bíður eftir þessum þætti geturðu skemmt þér við að fylgjast með skuldaklukku Bandaríkjanna hér: http://www.brillig.com/debt_clock/

BigBrother (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:25

4 identicon

Sæll, þetta eru nú nokkuð glannalegar og kæruleysislegar fullyrðingar.  Ef það vantar svona mikið vinnuafl í Þýskalandi, af hverju er þá atvinnuleysi tiltölulega hátt og viðvarandi?  Ef fjöldi manna eykst þá eykst atv.leysið að sama skapi.  Ef hins vegar í framtíðinni allt í einu framboð eftir vinnuafli er meira en eftirspurn þá jafnast það út sjálfkrafa.  Hugsunin innan ESB er að ef atv.leysi er í einu landi en vinnuafl vantar í öðru, geta menn flutt sig óhindrað á milli.  Þeir fá einnig laun í sömu mynt.

Fullyrðingin um að enginn vilji búa innan ESB er í besta falli brosleg.  Það er mikið vandamál í Evrópu að koma í veg fyrir ólöglega innflytjendur og t.d. bæði Tyrkir og Ítalir streymt til Þýskalands undanfarna áratugi.  Það er eitt stærsta vandamál þýska ríkisins í dag, þeir þurfa að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur eins og öðrum Þjóðverjum.  Atv.leysisbætur eru mikill baggi á þýska ríkinu.

Svo finnst mér líka skondið hvernig þú talar um að fórna sjálfstæðinu við inngöngu í ESB.  Ég sé bara menn í eldri kantinum tala svona.  Menn sem muna eftir sjálfstæðisbaráttunni og telja hana bót allra meina.  Hefur þú einhverja hugmynd um hvað sjálfstæði er?  Fullveldi?  Hvernig skilgreinir þú það?

Ég sé þig bara tala um að fórna sjálfstæðinu án þess að þú útskýrir nokkuð hvaða sjálfstæði er verið að fórna og hvernig.  Ef maður gerir samning við annan mann um að þeir báðir lúti ákveðnum fyrirfram gefnum reglum, til hagsbóta fyrir báða aðila, með sameiginlegt markmið, eru mennirnir þá að ,,fórna sjálfstæði sínu" eða eru þeir að tryggja hag sinn?

Út á hvað ganga allir samningar?

Eldri kynslóðin er blinduð af þessu ímyndaða sjálfstæði.  Þið vitið ekki einu sinni hvað það er og ég efast um að þú hafir kynnt þér hvernig það er breytilegt og skilgreint.  Það er líka hlægileg mýta að telja ESB eitthvað skrímsli sem vilji éta okkur öll.  Þú veist greinilega ekkert um á hvaða grunni það byggir og eftir hvaða reglum það starfar.  T.d. eru mannréttindi einstaklingsins hvergi betur varin en innan ESB.  Eitt helsta markmið reglna ESB og dómstóla ESB er að tryggja sem allra best vernd einstaklingsins gegn ríkisvaldinu, sem og að tryggja rétt einstaklingsins til lífsviðurværis og athafna.  S.s. almenn viðurkennd mannréttindi sem hafa mjög ítarlega verið færð fram síðustu ár til hagsbóta fyrir fólkið sjálft.  Það starfar meira að segja sérstakur dómstóll eingöngu við þetta.  Það er að mestu vegna hans sem mannréttindi hér á Íslandi síðastliðin 20-30ár voru færð fram í risa skrefum til samræmis við ESB.  Heill kafli mannréttindaákvæða var settur í stjórnarskrá 1995 eingöngu vegna ESB reglna.  Næstu ár á eftir féllu dómar hvað eftir annað þar sem fyrri dómvenjum var breytt til hagsbóta fyrir einstaklingana.  Það hafði líka gerst mörg ár á undan, þess vegna var st.skrá breytt.  Þau mannréttindi þykja í dag meira en sjálfsögð.

Það fer í taugarnar á mér að ESB sé útmálað sem eitthvað illt sem allt vilji gleypa.  Þó ég sé enginn sérstakur evrópusinni, það er af öðrum ástæðum, ég er þó heldur ekki á móti aðildarviðræðum til að sjá hvað er í boði.

ESB er ekkert illt afl.  Það er samningur milli nokkurra sjálfstæðra ríkja sem inniheldur markmið sem öll ríkin vilja stefna að.  Menn semja sig inn í samninginn með sína eigin hagsmuni að leiðarljósi.  ESB er bara þjóðirnar sem mynda bandalagið.  ESB getur aldrei borið meira vald en þjóðirnar sjálfar eru tilbúnar til að veita því.  ESB er ekki sjálfstæður aðili sem skipar þjóðum fyrir, ESB er þjóðirnar sjálfar.  Engir samningar geta gengið nema aðilar þeirra fylgi sömu reglum, þess vegna eru samningar gerðir.

Nú þarft þú t.d. að lúta ýmsum lögum hér á landi og ert kannski ekki sáttur við þau öll.  Myndir þú telja þig sjálfstæðan mann?  Ert þú ,,fullvalda" í þínu eigin lífi?  Eða tapaðir þú sjálfstæði þínu um leið og þú fæddist af því að þú þarft að fara eftir þeim sömu lögum og reglum sem allir hinir þurfa að fara eftir?  Af því að þú mátt ekki gera nákvæmlega það sem þú vilt?  Þótt megnið af þessum reglum séu settar til að tryggja rétt þinn í samfélaginu?  Reglur eru settar af fólki og þeim er hægt að breyta af fólki ef þær fara gegn hagsmunum heildarinnar.

Nákvæmlega það sama gildir um ESB.

S. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:27

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Varðandi bið ESB eftir USA.
Obama ætlar að skapa 3-4 milljóna nýrra starfa. Hvernig ætlar hann að gera það ? Það læðist að manni sá slæmi grunur að það verði gert með tollamúrum. Ef t.d. bílainnflutningur til USA mætti slíkum gjörningi, er hætt við að Þýskaland þyldi það afar illa. Það verður í það minnsta fróðlegt að sjá og heyra hvaða spil leynast uppi í erminni hjá Obama.

Haraldur Baldursson, 18.1.2009 kl. 18:02

6 Smámynd: Kristján Erlingsson

Sæll Gunnar

Pistill þinn minti mig á sögu sem Einar Oddur heitin sagði mér. Hann var þá formaður vinnuveitendasambands Íslands og hitti þýska formann og varaformann þeirra sambands í Reykjavík. Einar Oddur fór yfir það sem han taldi skipta mestu máli en það var styrking lífeyrissóðskerfisins. Þjóverjarnir virtust lítt uppnæmir eftir tilfinninga þrungið yfirlit Einars um hlutverk okkar að stjá til þess að komandi kynslóðir hefðu það gott einnig og tjáðu honum að þeim væri bara alveg sama. Einar hváði, og þeir sögðu honum afhverju: Þjóverjar ættu engin börn, bara hunda! Aldusrkipting hvers lands skiptir gríðarlegu um framtíðarmöguleika þess. Ég held einnig að í ungu landi þá á peningamálastefnan að snúast um stöðugleika. Nær væri að Seðlabanki væri vakandi yfir eignar bólum heldur en verðbólum neysluvara, sem leiðrétta sig altaf sjálfkrafa hvort sem er. Annað er einnig að með ungri þjóð þá er mun meira að ske, fleirri hendur og því er stöðuleiki ekki samræmalegur. Hver vill stöðuleika? Sá sem á og vill ekki sjá breytingar. Ungt fólk vill breytingar gamalt fólk vill stöðugleika.

Enn og aftur takk fyrir frábært blogg

 ke

Kristján Erlingsson, 18.1.2009 kl. 18:05

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir.


Til þess sem kallar sig S vil ég segja þetta eftirfarandi.

Það eru fáir sem hugsa út í þá stóru mótsögn (dilemma) sem oft kemur upp þegar menn fara að hafa það of gott. Þá fara menn stundum að grafa undan þeim stökkpalli sem þeir standa á. Þetta á yfirleitt ekki við um þá sem unnu við að byggja stökkpallinn, heldur fyrst og fremst um þá sem fæddust á honum eftir að hann var fullbyggður af öðrum. Þeir gleyma hvað vöðvar frelsisin þráðu að vinna við uppbyggingu þessa stökkpalls Íslands, og hve stórar vonir og væntingar smiðirnir bundu við stökkpallinn. Stökkpall afkomenda sinna. Þú stendur á honum núna.

Í kerfum eins og ESB munu vöðvar frelsisin alltaf visna, því þeir verða notaðir í æ minna mæli, því það er ekki hægt að nota þá til fulls, þegar forsjárhyggjan og risastórir opinberir geirar stjórnmálamanna og embættismanna vita alltaf betur en einstaklingarnir hvað þeim er fyrir bestu. Þegar stórir opinberir kassar veðra enn stærri og deila út til þegnana þeim auðæfum sem aðrir hafa skapað, - þá munu menn fara út í það að kjósa sig til enn frekari auðæfa annarra. Þegar 75% kjósenda fá hluta eða allt sitt viðurværi úr kössunum, þá munu auðæfin auðvitað hverfa. Því það eru einungis vöðvar frelsisins sem eru megnugir að skapa velmegun og verðmæti. Stjórnmálamenn og embættismenn sem vinna við að búa til velferð, sem er allt annar hlutur en velmegun, munu alltaf leitast við að gera notendur kassans háða sér, því þannig auka þeir völd sín. Núna eru til ríki í ESB þar sem 75% af kjósendum eru á kassanum. Í svona ríki mun virkt lýðræði aldrei þrífast því enginn kýs undan sér annann fótinn sem jú að eilífu er depóneraður í kassa embættismanna. Þegar blánkheitin sverfa að þá munu menn fara út í það að kjósa sig til enn frekari auðæfa annarra, því þeir kunna ekki lengur að nota vöðva frelsisin til að búa þau til sjálfir. ESB mun verða svona. Sovét varð svona.

ESB á enga framtíð fyrir sér. Því hafa Evrópusambandsmenn séð fyrir sjálfir. Þær ábyrgðalausu og "glannalega og kæruleysislegu fullyrðingar", eins og þú orðar það, koma allar frá þeim sem eru að reyna að telja Íslendingum trú um að það væri þeim fyrir bestu að ganga í þetta hnignandi bandalag sem heitir Evrópusambandið núna, en mun heita Poor United States of Europe áður en núlifandi kynslóðir hverfa héðan. Það er hið glannalega og gersamlega ábyrgðarlausa í þessu öllu.

Allt sem ég tel upp af staðreyndum og tölum um framtíð Evrópusambandsins eru vel skjalfestar tölur sem hafa verið ræddar á ráðstefnum um þessi mál. En þær hafa bara ekki náð eyrum og augum þeirra sem standa núna á þeim stökkpalli sem forfeður okkar byggðu og þaðan sem menn eru að reyna að selja sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar fyrir einn tómann túkall með gati.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.1.2009 kl. 18:44

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kristján. Takk fyrir

Já og trúi vel að Einar Oddur hafi verið sjokkeraður. Þetta er nefnilega allt annar heimur og allt annað tungumál á Íslandi en það sem hefur verðið talað í stærstum hluta ESB síðustu 40 árin. Því mun fara eins og fer.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.1.2009 kl. 19:10

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Haraldur

Já, en aðal trompið sem Bndaríkjamenn hafa uppi í erminni er hið himneska beina samband sem hinn alvöru seðlabanki Bandaríkjanna hefur við skattgreiðendur í einmitt Bandaríkjunum. Svona samband hefur seðlabanki Evrópusambandsins ekki. Þegar vextir eru komnir í núll í BNA þá mun The Fed samt geta halda áfram með margvíslegar aðgerðir til að koma hjólunum í gang aftur.

Þetta getur gerfi-seðlabanki Evrópusambandsins ekki því hann hefur ekki aðgang að neinum fjármunum eða fjárlögum. Því mun ECB þrásat við að lækka vextina mikið frekar af ótta við að myntbandalagið hrynji til grunna. Þetta mun svo ýta efnahag ESB enn frekar út af bjargbrúninni. Halda verður vöxtum uppi til að evran hrynji ekki.

Svona er að búa í gerfiheimi og ekki í alvöru hagkerfi með alvöru seðlabanka og alvöru mynt.

Það var þessvegna sem yfirmaður myntbandalagsins sagði eftirfarandi við Baltic Business News að hann vildi sameina skatta á evrusvæðinu. Heyrðirðu þetta Haraldur? Sameina skatta, var það heillin. Sameina skattana, hvað annað og hvað næst?

Kveðjur 

It might take several years before Estonia will be able to keep its budget deficit within 3 pct of GDP that would enable joining euro, Joaquin Almunia, the European Union Monetary Affairs Commissioner said today in Strasbourg, Postimees reports.

So Almunia expressed doubts Estonia can keep its budget deficit within 3 pct of GDP. That’ll postpone joining euro for several years.

Almunia said about the inflation that has troubled Estonia in previous years, that it’s falling and he hoped inflation hasn’t went up by the time Estonia has its budget deficit under control.
Euro's cecond decade assumes common tax and economy policies, Almunia told Äripäev.
But the problem is that according to the agreements all decisions on tax policy must be made consistently. It's difficult to make all countries agree on one tax policy although the need for common tax policy within EU is great. That'd keep countries for becoming more compeititve at the expense of other countries and also "artificial" devaluation of a currency.

"I support coordinating taxes, at least in the Eurozone," Almunia said 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.1.2009 kl. 19:36

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Svo er það verðugt verkefni fyrir okkur á Íslandi að horfa til framtíðar með að barnseignum fækki ekki hér líka. Við erum í nokkuð góðum málum og verðum enn um hríð. Vert er að hafa það í huga að umhverfið fagni barnsfæðingum og hvati sé til staðar í stað hindrana. Það yrði slæmt ef fyrirmyndin í öllu ætti að vera ESB, þá þyrftum við að leggja barnaframleiðslu tækjunum.
Án gríns væri samt vert að skoða hvað það er sem veldur því að svæði eins og ESB hættir að geta af sér börn. Getur það ekki einmitt verið að frelsið, eða skortur þar á valdi þessu. Er ekki einmitt tiltrúin okkar og fleiri þjóða utan ESB að við getum allt það sem tryggir næga bjartsýni til fjölgunar ?

Haraldur Baldursson, 18.1.2009 kl. 19:43

11 identicon

Sæll, þessi stökkpallsræða er ekki merkileg útlistun á kapitalismanum.  Þú ert á köflum skáldlegur í útlistun þinni á hvernig stökkpallurinn hafi verið byggður upp.

Þú ert örugglega veruleikafirrtasti maður sem ég hef séð tjá sig eftir undanfarið gjaldþrot íslenska ríkisins.  Með næstum nasist-íska þjóðerniskennd að vopni ertu búinn að telja þér trú um að hér sé vöðvaaflið það sem drífur glæsilegt samfélag áfram.  Sama samfélagið og hefur hlotið slíkt afhroð að vandamál annarra ríkja eru hjóm eitt til samanburðar.  Ísland er notað sem dæmi nú um öll Vesturlönd, um hvernig alls ekki á að gera hlutina.  Þorri landsmanna og fyrirtækja eru tæknilega gjaldþrota nú þegar og verðtrygging lána, hrunin króna og gífurlega háir skammtímavextir munu bara auka þann vanda næstu mánuði og ár.

Svo dásamar þú uppbyggingu þessa kerfis ölvaður af þjóðernisstolti. 

Það er eitthvað ekki í sambandi hjá þér.

Extreme-hægrisinnar og feður þessa módels sem nú er hrunið, menn eins og Alan Greenspan hafa viðurkennt opinberlega algert skipbrot þeirrar stefnu sem þú lýsir svo fjálglega sem krafti hagkerfisins.  Þú ert sennilega eini maðurinn á Vesturlöndum sem ekki er búinn að gera sér grein fyrir hvað gerðist.  Nýr forseti USA lýsir því nú yfir að gífurlegt uppbyggingarstarf sé framundan eftir algert hrun og stórkostlega þurfi að bæta það kerfi sem hefur verið við lýði.  Vöðvaaflið sem byggði stökkpallinn eins og þú lýsir.  Ef það væri árið 2000 ættir þú þér einhverja fylgjendur en núna er 2009 og algert hrun þeirrar stefnu sem þú lýsir nú staðreynd.

Ísland er nú fátækasta ríki Vesturlanda, aftur, tæknilega gjaldþrota, og að auki með ónýtan gjaldmiðil sem ekki var þó áður.  Svo bullar þú eitthvað um Poor United States of Europe og Íslendingar eigi að þakka fyrir að vera ekki í samfloti með þeim.

Ég hef aldrei séð annað eins bull og aðra eins veruleikafirringu.  Það þýðir ekkert að tala við fólk eins og þig.  Ég óska þér velfarnaðar með þessa ákaflega barnalegu dýrkun á Bandaríkjum Norður Ameríku.

S. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:28

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Til hamingju með minnisvarðann sem þú reistir þér hér á blogg mínum S. Hann mun standa þér til heiðurs lengi.


Ísland er ennþá ein ríkasta þjóð heimsins mælt skv. þjóðartekjum á hvern þegna. Þó svo að Evrópusambandið hafi þvingað miklar skuldir uppá þjóðina, aðallega með tilstuðlan Samfylkingarinnar, þá munu þessar háu þjóðartekjur á mann sjá til þess að það mun ganga mun betur að greiða niður þessar skuldir en t.d. í löndum Evrópusambandsins því þar vinna oft aðeins 50-60 af hverjum 100 þegnum á meðan 84 Íslendingar af hverjum 100 hafa haft atvinnu og skapa því verðmæti þjóðfélaginu til góðs.

Það var ömurlegt að hinir íslensku bankar skyldu koma þjóðinni í þessar skuldir með tilstuðlan ESB og svo með hinum fræga EES samningi. Evrópusambandið ber því hér mikla ábyrgð á því hvernig fór. En ábyrgð bankamanna sem hálsbrutu sig inni í Evrópusambandinu er þó mest.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.1.2009 kl. 21:15

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gunnar! er ESB ekki í harðri útflutnissamkeppni við aðra risa? Hvernig fer fyrir þeim sem verður undir í samkeppni?

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 00:43

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nýjustu fréttir RUV.  ESB spáir miklu, vaxandi atvinuleysi á ráðstjórnarsvæði sínu næstu mánuði.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 22:22

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Júlíus, þetta vissu allir nema þeir á fjölmiðlunum á Íslandi því þeir eru svo uppteknir við önnur dagleg störf - til dæmis við að spila lagið við vinnuna, Euroklang.

Eitt augnablik fannst mér að þú hefir skrifað að það væri spáð auknu atvinnuleysi í ráðstjórnarríkjunum, en það var þá bara sjónvilla hjá mér. ;

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2009 kl. 22:29

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Gunnar!

Ég skal segja þér eitt að það er engin betri matur en maður eldar sjálfur. Þá skiptir hráefnið öllu máli. Ég bý að því að geta gert allt frá grunni og neyðist því ekki að eyðileggja hjá mér efnahaginn með ESB ruslinu. Tusku kenndum kjúklingabringum með fiskibragði, og grænmeti frá Almeriu og fleira í þeim dúr.

Ég hefði þá allavega ekki átt við fyrrverandi.

En mér er það nú í blóð borið að kalla hlutina sínum réttu nöfnum eftir að hafa skoðað þá og læt gamlan merkimiða mig engu skipta.

 Nýorðaframleiðslan er orðin svo mikil hér á landi að allur almennur sagnfræðiskilningur ungu kynslóðarinnar er á miklu undanhaldi. 

Ábyrgð heitir nú áhættufælni, en fjárglæfraskapur er kallað áhættusækni. Í nýjustu Háskólunum allavega.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 22:57

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það var skemmtilegt að sjá leynimanninn BigBrother birtast hér. Hann hefur séð skemmtiatriði með Marc Faber (Dr.Doom) og haldið að manninum væri alvara. Svona uppistandarar eru margir í USA og gera grín að Aumingjasambandi Evrópu.

Ég fullyrði, að þótt kreppan komi til með að leika Bandaríkjamenn illa, eins og fleirri, þá munu þeir standa uppi sem sigurvegarar og langt framar Evrópu. Þessu veldur hugsunarháttur þeirra og baráttuhugur, sem svipar mikið til Íslendinga.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 23:08

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Byggja á gamalli frelsis útrás þeirra sem sætta sig ekki við ofríki.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband