Mánudagur, 12. janúar 2009
The second Great Depression að hefjast í Evrópusambandinu
Hin Seinni Stóra Heimskreppa að hefjast í Evrópusambandinu?
Greining Glitnis greinir frá því í dag að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) vanti fjármuni í áframhaldandi aðstoð við ríki Jarðar og þá einkum til aðstoðar við hin svokölluðu nýmarkaðslönd.
En það sem er umhugsunarvert í góðum pósti Glitnis í dag er að miklir fjármunir sjóðsins hafa farið í að hjálpa löndum í Evrópusambandinu og nágranna þess Úkraínu.
Hjálp
Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvaða erfiðu ástæður liggja á bakvið þessar lánveitingar. En í sundurliðun Glitnis segir að stærsta fjárveitingin hafi farið til Úkraínu. Sundurliðun:
- Úkraína fékk 16,4 miljarða dala frá AGS
- Evrópusambandsríkið Ungverjaland fékk 15,,7 miljarða dala frá AGS
- Evrópusambandsríkið Lettland fékk 1,7 miljarða dala frá AGS
- Serbía fékk 518 miljónir dala frá AGS
En hvað er það sem meðal annars er svona erfitt í Úkraínu? Jú ein af ástæðunum fyrir stórkostlegum vandamálum Úkraínu - og allra landa Austur Evrópu, sem flest eru nú komin inn í Evrópusambandið - er sú að fólkinu fækkar og þá sérstaklega ungu fólki. Þetta er einnig sú þróun sem er vel á veg komin í eldri og stærri löndum Evrópusambandsins. Þar er þróunin bara ekki komin á sama stig og í Austur Evrópu, ekki ennþá.
Mynd: fæðingar og dauðsföll í Úkraínu
Árið 1989 fæddust 700.000 börn í Úkraínu en tíu árum seinna eða árið 1998 fæddust einungis 400.000 börn í Úkraínu. Þetta er 40% fækkun fæðinga á aðeins 10 árum! Þetta þýðir að á næsta ári munu um 650.000 18 ára ungmenni hugsanlega geta bæst við við vinnuafl Úkraínu. Menn geta svo ímyndað sér hvaða áhrif þessi fækkun barnseigna hefur á samfélag Úkraínu og á alla eftirspurn eftir vörum, þjónustu og fjárfestingum sem alltaf fylgja nýju ungu fólki sem er að stofna heimili, börn og buru.
Mynd: fólksfjöldi í Úkraínu
En það sem er öllu og miklu verra er það að árið 2016 mun Úkraína aðeins fá um 400.000 nýja einstaklinga til starfa á vinnumarkaði sínum. Þá mun atvinnuleysi að sjálfsögðu minnka á pappírnum en samfélagsvélin mun samt verða orðin svo aflvana að hún mun ekki geta dregið hlassið með öllum þeim sem sitja í lestinni fyrir aftan eimreiðina og bíða eftir því að greiðslur berist fyrir farmiðanum frá hinu opinbera. Skattatekjur munu verða af svo skornum skammti, því hver á að vinna þá vinnu sem á að skila skattatekjunum og hver vill fjárfesta í nýjum atvinnurekstri í landi sem er á leiðinni til að útrýma sjálfu sér. Einnig vilja erlendir aðflytjendur síður flytja og búsetja sig í löndum sem eru að staðna eða útrýma velmegun á þennan hátt. Þetta er einnig sú þróun sem við erum byrjuð að sjá hinum gamla - og að því er virðist - lífsþreytta kjarna hinna eldri landa Evrópusambandsins.
Mynd: fæðingartíðni í Úkraínu - til að samfélag geti viðhaldið sér sjálft þá þarf hver kona að meðaltali að eingast a.m.k. tvö börn á æfi sinni.
Það er meðal annars vegna þessa sem ég álít að Evrópusambandið sé að fara á hausinn því aðeins fáir munu vilja fjárfesta þar í framtíðinni, því hvar á að sækja vinnuafl sem vill láta féfletta sig í skattpíningar-paradís sem þar verður að vera því það þarf jú að fjármagna rekstur hinnar ofurstóru og peningaþyrstu opinberu eimreiðar samfélagsins. Atvinnuþátttaka er hneyksli í flestum löndum Evrópusambandsins einmitt nú þegar. En þetta á aðeins eftir að versna.
En hverjir eiga peninga í klemmu í Austur Evrópu? Jú að sjálfsögðu bankakerfi Evrópusambandsins! Þessir peningar munu brenna stór göt í vasa hluthafa í stærstu bökum Evrópusambandslanda. Ríkið hvar ertu?
Mynd: Líkur æfilengdar í Úkraínu, ár
Íslenska V8 aflvélin
Það er því ekki undarlegt að sendinefnd AGS til Íslands segi að Ísland muni ná sér hratt aftur því hin öfluga V8 strokka aflvél íslenska samfélagsins, sem er algerlega einstök, mun geta þénað hratt inn það sem tapast hefur því þegar 83 af hverjum 100 þéna peninga og leggja inn í bú þjóðarframleiðslunnar, þá munu þeir miklu hraðar geta náð tökum á erfiðri aðstöðu heldur en í samfélögum þar sem aðeins 56 af hverjum 100 vinna og þéna peninga. Svo einfalt er þetta.
Eurosclerosis
Ef þegnar Evrópusambandsins eru svona ákafir í að útrýma sér sjálfir þá meiga þeir það mín vegna. Allt í lagi. En það er alveg ástæðulaust að Ísland smitist af þessum samfélagssjúkdómi sem ber nafnið Eurosclerosis. Hvorki Ísland né Bandaríkin eiga við þennan sjúkdóm útrýmingarþráhyggju að stríða. Þess vegna munu bæði þessi lönd halda áfram að spretta hröðu spori fram úr efnahag Evrópusambandsins, eins og þau eru einmitt alltaf að gera, ár fyrir ár. Þess vegna er einnig hægt að halda gulrótinni ferskari á Íslandi og í Bandaríkjunum því skattar þegnana þurfa ekki að nálgast 60.000 feta lofthæðir til að standa undir fitusprengdum rekstri eimreiðar hins opinbera og sjúka áætlunarbúskapar í ESB.
Allir góðir bændur vita að hugsi þeir ekki fyrir framtíðinni með því að sá það miklu að þeir eigi útsæði afgangs til að getað sáð vel fyrir næstu uppskeru á næsta ári, að þá verður einmitt lítil sem engin næsta uppskera og hungrið mun sverfa að.
Brussel
Það er því ekki að ástæðulausu að hagvöxtur Evrópusambandsmanna er alltaf að verða lélegri og lélegri í takt við að áhrif eyðingarafla Evrópu aukast. En eyðingaröflin, Eurosclerosis, eru með aðalstöðvar sínar í borginni Brussel sem er bær í Belgíu og staðsett á meginlandi Evrópu. Það er þar sem tilraunastofan með öllum sýklunum er staðsett.
Uppfært (13. janúar 2009)
Kæru lesendur. Einn lesenda þessa bloggs skrifaði athugasemd við þennan pistil. Hana má lesa í athugasemdum sem fylgja pistlinum hér að neðan. Lesandinn setti útá að ég tengdi málefni Úkraínu við málefni Evrópusambandsins. En eins og ég skrifaði í fyrstu línum þessa pistils þá hafa fjármunir AGS farið í að hjálpa löndum í Evrópusambandinu og nágranna þess Úkraínu. En ég birti ekki sambærilegar myndir/tölur/upplýsingar um öll lönd Evrópusambandsins. Hér með bæti ég úr þessu með því að bæta inn eftirfarandi fjórum næstu myndum sem sýna vandamálið í hnotskurn. Seinna mun ég koma með sundurliðað og nákvæmt yfirlit yfir öll lönd Evrópusambandsins. Þetta er alvarlegt mál fyrir framtíð Evrópusambandsins og er kanski best lýst með eftirfarandi tveim myndum:
Mynd: Spá um þróun fólksfjölda í Evrópusambandinu fram til ársins 2060
Mynd: Atvinnuþáttaka kvenna og fæðingartíðni í löndum Evrópusambandsins og hinsvegar á Íslandi. Ísland sker sig alveg gersamlega út úr myndinni
Mynd: fæðingartíðni í Þýskalandi, stærsta landi evrusvæðis, frá 1970
Mynd: þróun einkaneyslu í Þýskalandi frá 1971
Mikilvægasta náttúruauðlind Evrópusambandsins í útrýmingarhættu. Fólkið sjálft.
Cesifo hugveitan hélt ráðstefnu um fólksfækkunarvandamál Evrópusambandsins í München í Þýskalandi árið 2007. Samkæmt fyrirlestri prófessor Hans Werner Sinn þá vantar hin 15 gömlu lönd Evrópusambandsins 194 milljón innflytjendur fram til ársins 2035, til þess eins að viðhalda núverandi vinnuafli, sem þó er orðið frekar lítilfjörlegt og vesælt fyrir.Samkvæmt útreikningum Sameinuðu Þjóðanna þá er þessi tala miklu miklu hærri. Hún er svo há að ég þori ekki að nefna hana hér. Hvernig halda menn að hagvöxtur verði í svona Evrópusambandi? Hangvöxtur á evrusvæðinu hin síðastliðin 14 ár er næstum sá allra lélegasti í OECD - og ekki verður hann betri í framtíðinni.
Mynd til umhugsunar
Hin mikilvægasta og að því er virðist hin óendurnýjanlegasta auðlind Evrópu - fólkð sjálft. Náttúruauðlind í útrýmingarhættu
Þetta vandamál er óþekkt á Íslandi og verður svo á meðan Ísland heldur sér sem sjálfstæðu og fullvalda ríki á eigin íslensku forsendum. Frelsið og sjálfstæðið er okkar dýrmætasta auðlind. Það virkar afskaplega vel, en það þarf að iðka það að staðaldri. Það þrífst ekki í spennitreyju Evrópusambandsins. Frelsið er eldsneyti hugans.
Tengt efni:
Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB
Breytt mynd af ESB - höfuðstefna
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2009 kl. 23:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Mér finnst þú leggja ansi góð rök fyrir framtíðarsýninni byggt á barnsfæðingum. Samfélag okkar er þrátt fyrir erfiða tíma alltaf meira markað af því sem við getum, frekar en því sem við getum ekki.
Ætli það megi ekki rekja stóran hluta auðs okkar til þess að við erum svo sannfærð í frelsi okkar að hlutirnir bjargist alltaf. Við eignumst börn án þess að vera búin að fjármagna fermingu og skólagöngu fyrirfram. Bjartsýni og börn eru okkar auður.
Haraldur Baldursson, 12.1.2009 kl. 16:15
"Any society that would give up a little liberty to gain a little security...will deserve neither and lose both"
-Benjamin Franklin-
Anna Grétarsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:04
Ég þakka þér kæra Anna æskuvinkona mín, fyrir að minna okkur á sannindi Benjamin Franklin og Haraldi fyrir að koma með góða og gilda íslenska áminningu. Þetta er einfaldlega hárrétt og gott.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2009 kl. 20:41
Alveg hárrétt Jón að þetta er vel þekkt og því undarlegt að það skuli ekkert gerast í þessu máli á meðan Evrópusambandið er að fara á hausinn vegna þessa.
Einnig er hárrétt hjá þér, auðvitað, að þetta hafi ekkert með ESB að gera frekar en að fækkun Sovétíta hafði með Jósef Stalín og eftirfylgendur hans í Kreml & Co að gera á sínum tíma. Þeir hættu einfaldlega að birta mannfjöldatölurnar á meðan sovésku þegnarnir fylltust ofurtrú á glaða framtíðina og drituðu niður börnunum sem þó eru hvergi sjáanleg í dag. Undarlegt í hæsta máta verð ég að segja.
En þá skiptir þetta víst engu máli Jón, þar sem þú í ca. 10.000.000 bloggsvörum ert búinn að hvítþvo Evrópusambandið af því að geta yfirhöfuð haft áhrif á nokkurn skapaðan hlut í þessum heimi. Það er því alger tímasóun að ganga í þetta samband vanmáttarins, því það getur einungis orðið til þess að íslendingar verði eins getulausir og þetta samband þitt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2009 kl. 21:20
Vel sett fram og byggt á rökum en ekki sleggjudómi. Þetta er einmitt ein aðalástæðan fyrir því að mér finnst ESB aðild ekki ákjósanleg. Við endum á að borga miklu meira til þeirra en við fáum til baka, einfaldlega vegna aldurssamsetningarinnar.
Meira af svona bloggi takk
Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:55
Mér þykir þú bjartsýnn að þýða "second" sem síðari!
Matthías
Ár & síð, 12.1.2009 kl. 22:19
Gunnar:
Þú ert hreint út sagt ótrúlegur!
Hvernig getur þú tengt efnahagsörðuleika nokkurra gamalla kommúnistaríkja, sem gengu í sambandið fyrir nokkrum árum, en voru hins vegar með uppsafnaðan vanda 45 ára kommúnisma, við ESB? Ertu ekki með öllum mjalla? Ég spyr hvar væru þessi lönd stödd án ESB? Svarið er einfalt: í sporum Úkraínu!
Síðan þetta Úkraínu dæmi! Ég hef komið til Úkraínu og fólksfækkunin þar hefur ekkert með ESB að gera, bara alls ekkert enda landið ekki í ESB! Nei, hún hefur með að gera með gífurlegt atvinnuleysi þar í landi vegna hruns atvinnuveganna í kjölfar hruns kommúnismans, mánaðarlaun upp á 20-30.000 krónur (virkilega þessi laun) og hrun félagslega kerfisins í landinu eftir hrun kommúnismans! Þessi sama þróun á sér stað allsstaðar í þeim löndum Austur-Evrópu, sem ekki eru í ESB.
Sama vandamál - fólksfækkun og fækkun fæðinga - er víðast hvar að finna í hinum vestræna heimi, t.d. í löndum Evrópu og í Japan, Suður-Kóreu og í Bandaríkjunum svo nokkur lönd séu nefnd.
Fæðingar í Þýskalandi jukust aðeins árið 2007 og höfðu þá ekki verið jafn margar 8 ár þar á undan . Nú hefur fæðingum því miður aftur fækkað. Árið 2007 voru barnabætur hækkaðar og gripið var til sértækra aðgerða í Þýskalandi og það kann að hafa hjálpað tímabundið. Þær aðgerðir ganga þó ekki hálft eins langt og sértækar aðgerðir hér á landi (barnabætur, fæðingarorlof, ódýrt pláss á barnaheimili, heilsdagsskóli). Nei, Þýskaland er ekki barnvinsamlegt þjóðfélag en það er Danmörk hins vegar og bæði löndin eru í ESB. ESB leggur ekki línurnar í þessum málum og því hefur fæðingartíðni ekkert með sambandið að gera.
Gunnar, þú verður að halda við staðreyndir málsins en ekki ljúga og hagræða staðreyndum á þann hátt, sem þú gerir hér og víða annarsstaðar. Þetta er bara ekki boðlegt í umræðum um hugsanlega ESB aðild Íslendinga, heldur er hér um hreint og klárt lýðskrum að ræða, sem margir ESB sinnar eru einnig sekir um. ESB aðild er engin allsherjarlausn á öllum okkar málum. Það fæðast hvorki fleiri eða færri börn á Íslandi eftir aðild!
Hvernig á hins vegar að leysa þetta vandamál fólksfækkunar á Vesturlöndum, sem er vandamál, sem allur hinn vestræni heimur stendur frammi fyrir og verður að leysa! Þetta horfir við mér - sem á þrjár dætur - sem einhverskonar hnignun Vesturlanda og er grafalvarlegur hlutur!
Þeir, sem hugsa einungis um fjármagna næsta sumarfrí eða að kaupa sér nýjan bíl og "tíma" þess vegna ekki að eiga börn og eftirláta öðrum kynþáttum eftir að fjölga sér, deyja að lokum út og hafa engan til að hugsa um sig í ellinni!
Das geschieht ihnen auch recht so!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.1.2009 kl. 23:25
Það stendur því miður alveg hroðalega til með þessi mál í Evrópusambandinu.
Cesifo hugveitan hélt ráðstefnu í München á síðasta ári. Samkæmt fyrirlestri prófessor Hans Werner Sinn þá vantar hin 15 gömlu lönd Evrópusambandsins 194 milljón innflytjendur fram til ársins 2035, til þess eins að viðhalda núverandi vinnuafli, sem þó er all lítilfjörlegt og vesælt fyrir.
Samkvæmt útreikningum Sameinuðu Þjóðanna þá er þessi tala miklu miklu hærri. Hún er svo há að ég þori ekki að nefna hana hér.
Svona fer þegar maður hættir að rækta garðinn sinn vegna þess að maður heldur að það komin einhver annar til að rækta hann fyrir mann, til dæimis maður frá Brussel. Þá deyr garðurinn og allir verða fátækir.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.1.2009 kl. 02:55
Og Guðbjörn, á seinni myndini getur þú séð vandamál Úkraínu í samhengi við önnur lönd Austur Evrópu. Það er einungis stigsmunur.
.
ESB er á leiðinni að verða ríki fátæktarinnar, því miður.
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.1.2009 kl. 03:07
Og því er hægt að bæta við að þetta eru vandamál sem hvorki Ísland né Bandaríkin þekkja til, sem betur fer.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.1.2009 kl. 03:12
Endurbirt vegna stafsetningarvillu á mynd
Til Guðbjörns Guðbjörnssonar
Þú veist því miður ekki hvað þú ert að tala um kæri Guðbjörn. Úkraína er alls ekki einsdæmi. Öll Austur Evrópa er svona, meira eða minna og Þýskaland er einnig á leiðinni og Ítala þar á eftir. Evrópusambandið er deyjandi samfélag, því miður. Yfir 30 ára stanslaust massift 8-15% atvinnuleysi og ömurlegur hagvöxtur leysir úr læðingi margar og miklar brostnar vonir. ESB er eitt stórt massíft atvinnuleysissvæði, með einungis fáum undantekningum.
Öll lönd sem ganga í Evrópusambandið staðna
Þetta er kallað fyrir stöðugleika af sumum. En eins og þið sjáið er Evrópusambandið neðanjaðrar hagkerfi miðað við Ísland.
Mynd 1
Mynd 2
Gunnar Rögnvaldsson, 13.1.2009 kl. 03:36
Ef viðurkennt er að mannauður...sé einmitt það mannAUÐUR, þá má ljóst vera að í samfélagi þar sem fólksfjöldi lækkar vegna minnkandi barnseigna, er "eignarýrnun". Mikið flóknara er þetta ekki.
Nái land eins og Ísland að búa svo um hnúta að halda barnseignartíðninni hárri og að mennta sitt fólk...er þá ekki það haldreipi okkar til lengri tíma litið sem tryggir velsæld ? Fleiri börn, færri frí !
Haraldur Baldursson, 13.1.2009 kl. 08:49
Athyglisverð grein. Keep up the good work. Það veitir ekki af að opna augu fólks aður en okkur verður skautað inn í þennan glóbalisma.
Ég er með heimildamynd á blogginu mínu, sem heitir the Money Masters. Hún er einir 3 tímar en þar eru athglisverðar hugmyndir um breytingar á peningakerfinu og söguleg gögn um önur og heilbrigðari kerfi. Þætti gaman ef þú skoðaðir hana ef þú nennir og leggðir út af því.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 10:24
Gunnar það er mjög gott að fá að sjá þetta svart og hvítu hvernig þessu háttar í A-ESB. Rómverska efnahagsveldið lifði í 1000 ár. Ég túlka Trójuhestinn alltaf sem þau sem bera þungan og erfiðið það er lálaunastéttirnar. Innflytjendur ESB munu vinna með einföldum meiri hluta í kosningum eftir skamman tíma og sennilega áður en ég eignast barnabörn Í upphafi skyldi endinn skoða. Svo er annar hlutur t.d. í Þýskaland fyrir mörgum þegar þeim byrjaði að fækka þá var það algegnt að ungt par ætti 3 hús [íbúðir] til að leigja og selja þetta er náttúrulega blekkjandi aukatekjur fyrir velmegun til lengdar í ESB því smátt og smátt fækkar þeim sem eiga meira en ein íbúð.
Ég tel líka að fólk sem hefur meiri menntun geri meiri kröfur um tækifæri í framtíðinni og barneignir þeirra sé besti mælikvarðinn á hvert stefnir. Áhersla á grósku mikið einstaklings frelsi, fjöldi smá fyrirtækja og margra smákónga það er lífvænasta og skemmtilegasta þjóðfélagsgerðin af mínu mati.
Júlíus Björnsson, 13.1.2009 kl. 13:12
-sumir sjá líka aðeins það sem þeir vilja sjá.......en það getur náttúrlega átt við á báða bóga. "Áfram Gunnar, þú ert bara helv... góður !!!
Anna Grétarsdóttir, 13.1.2009 kl. 19:44
Ekki hefur maður lesið annað undanfarinn 20 ár í það minnsta að helsta áhyggjuefni Evrópubúa sé fækkun fæðinga meðal íbúa Evrópu. Og er það á margan hátt vandmál þeirra í hnotskurn. Eru ekki allir að reyna á ná niður meðalaldri þjóðfélaga sinna eftir því sem velmegun verður meiri. Meira að segja Japanir eru farnir að huga að innflutningi fólks í þessum tilgangi. Sem þótt hefði saga til næsta bæjar einhvern tíman.
itg (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.