Laugardagur, 10. janúar 2009
Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland. Bretar farnir að óttast um orkuauðlindir sínar
Einn stærsti tölvuframleiðandi í heiminum, hið bandaríska fyrirtæki Dell Computer frá Texas - og sem einnig er næst stærsti atvinnurekandi á Írlandi ef starfsmannafjöldi er notaður sem mælikvarði - hefur ákveðið að hætta framleiðslu á Írlandi. Um 2000 manns munu missa vinnuna hjá Dell á Írlandi. Framleiðslan verður flutt út fyrir evruland og til Lodz í Póllandi. Dell Computer hefur staðið fyrir um 5% af innanlandsframleiðslu Írlands og einnig fyrir um 4% af öllum peningaútlátum í Írska hagkerfinu. Eina huggunin fyrir Íra er sú að Dell mun um sinn halda áfram með 2000 manna starfsemi á Írlandi, utan framleiðslugeirans, aðallega í bæjarfélögunum Limerick og Dublin.
Dell Computer var stofnað árið 1984 af Michael Dell sem þá var nemandi við háskólann í Austin í Texas. Michael Dell er einn mesti brautryðjandi heimsins í framleiðslu, sölu og dreifingu tölva á góðu og samkeppnishæfu verði beint til fyrirtækja og neytenda um allan heim. Núna starfa um 88.000 manns hjá Dell á heimsvísu og velta fyrirtækisins er um 61 miljarðar Bandaríkjadalir.
Þetta hefði væntanlega ekki gerst ef Írska pundið hefði ennþá verið gjaldmiðill Írlands því þá hefði gjaldmiðill Íra getað aðlagað sig að efnahagsaðstæðum á Írlandi í stað þess að þjóna Írum sem pólitískur gjaldmiðill Evrópusambandsins, sem er sérhannaður fyrir Þýskaland og Frakkland. Þessi nýi gjaldmiðill Írlands hefur nú hækkað um 100% miðað við gengi stærsta gjaldmiðils heimsins, Bandaríkjadals, frá því árið 2001.
Dell hóf starfsemi sína á Írlandi árið 1987 eða um 11 árum áður en evra varð mynt Íra. Mikill framgangur Írska hagkerfisins hófst um svipað leyti er Írar hófu lækkun skatta í landi sínu og minnkun ofurstærð hins opinbera geira úr 53% af þjóðarframleiðslu Írlands og niður í 34%. Þessi lækkun skatta á Írlandi hefur alltaf mælst illa fyrir hjá stjórnendum Evrópusambandsins sem hafa aðsetur sitt í borginni Brussel í Belgíu á meginlandi Evrópu. Líklegt er að Írland hafi nú fest sig í vef hagvaxtargildru Evrópusambandsins, eins og öll önnur ríki hafa einnig gert eftir að hafa verið nokkuð lengi í Evrópusambandinu.
Arið 1973 var árið sem Írland gékk í Efnahagsbandalag Evrópu og sem - þrátt fyrir loforð margra forsætisráðherra EB landa - breyttist svo seinna meira í Evrópusambandið og það eftir einungis 20 ára sameiningarferli, árið 1993. Núna er þetta Evrópusamband að fá sína eigin stjórnarskrá, að kröfu embættis- og stjórnmálamanna sambandsins, en þó í andstöðu við marga þegna sambandsins, en þeim verður ekki gefinn kostur á að láta í ljós álit sitt á þessu máli.
Atvinnuleysi á Írlandi er núna 8,7% og hefur aukist um 70% á síðustu 12 mánuðum. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Írlandi er um 18%.
Á síðasta ári fluttu bæði Yahoo og Google Evrópuaðalstöðvar sínar frá ESB og til Sviss. Einnig hafa Aribus flugvélaverksmiðjurnar flutt hluta af starfsemi sinni frá löndum Evrópusambandsins og til Bandaríkjanna vegna hins háa og ósamkeppnishæfa gengi evru
Hér er hægt að lesa meira um þann efnahagsframgang sem aldrei fylgdi í kjölfarið á mynt evrópusambandsins eins og lofað var [Lestu mig]
Núna segja margir hagfræðingar að næstum allt Evrópusambandið sé einnig að biðla til Bandaríkjamanna - með því að bíða með nauðsynlegar efnahagsaðgerðir sér til eigin framdráttar - með því að aðhafast lítið sem ekki neitt í eigin húsi og í staðinn bíða eftir að geta selt Bandaríkjamönnum áhöld, vélar og verkfæri til þess að byggja það sem nú á að byggja og bæta innan landamæra Bandaríkjanna á næstunni. Fyrir Evrópusambandið mun því mikið ráðast af því hvernig Bandaríkjamönnum tekst til í sínu heimalandi á næstu árum.
Margir á Íslandi hafa undanfarið eflaust heyrt marga hagfróða menn tala um að seðlabankar séu lánveitendur til "þrautvarna" fyrir banka og fjármálastofnanir í flestum löndum nema á evrusvæðinu. En núna segja margir þekktir hagfræðingar að það sé hagkerfi Bandaríkjanna sem virki sem neytandi heimsins til þrautvarna (e. worlds consumer of last resort). En sjálfur efast ég þó nokkuð um að þetta verði raunin í þetta skiptið því Bandaríkjamenn eru sjálfir staðráðnir í því að stórauka áherslu á sinn eigin útflutning á næstu árum.
[slóð til heimilda & tengt efni: Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland]
Bretar farnir að óttast um orkuauðlindir sínar
Í gær birtu nokkur bresk dagblöð þá frétt að formaður Evrópusambandsins, Portúgalinn José Manuel Durão Barroso, hefði sagt að eignarhald orkuauðlinda landa Evrópusambandsins þyrfti að færa yfir á hendur Evrópusambandsins og þannig verða einskonar "sameign" alls Evrópusambandsins. Það þyrfti að sameina nýtingu orkuauðlinda innan sambandsins á svipaðan hátt og gert hefur veirið á auðlindum sjávar innan lögsögu allra landa í Evrópusambandinu.
José Manuel Barroso á að hafa sagt að það verði settar heimildir fyrir þessu í nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins og gat þess í leiðinni að þessar heimildir væru nú þegar inni í nýju stjórnarskránni sem flest ríki sambandsins hafa eða eru að viðtaka einmitt núna.
Tilefni þessara ummæla eiga að vera krísan sem nú ríkir í orkubúskap landa Evrópusambandsins og sem virðist vera töluvert háður því hvernig tekst til í samskiptum við stjórnmálamenn í Kreml í Rússlandi.
[slóð til heimilda & tengt efni: Bretar óttast um orkuauðlindir sínar]
Tengt efni
Auður er ekki sjálfgefinn þó myntin stækki
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Fyrst fiskurinn, síðan orkann og hvað verður næst á þessari öld? Nú það er nú auðsvarað. Sú auðlind sem við eigum hvað mest af og mun aukast að verðmæti út alla þessa öld. Vatnið.
Þannig að áður en langt um líður verður fiskurinn, orkann og vatnið orðið að sameign skriffinna í Brussel.
að mati ESB sinna er einmitt hagsæld og hagur Íslands best borgið með því að gefa sem mest frá sér. við getum kannski farið að vinna að uppbyggingu á alþjóðlegri banka og fjármálamiðstöð hér á landi að þeirra mati?
Fannar frá Rifi, 10.1.2009 kl. 03:56
Fannar þetta er geðveikt? ESB sinnar hafa þeir migið í saltan sjó eða mjólkað belju? Það er "ljóst" og leynt verið búið að tefja heimskreppuna síðan 1998 að mínu mati. Kreppur í Evrópu hafa átt sér stað svona að meðaltali á 30-40 ára fresti oftast hafa þær leyst með stríði [meira til skiptanna fyrir þá sem eftir lifa] ný nýlendur hjálpuðu líka til. Það er ekkert nýtt undir sólunni. Burt með Reglu verkið og vegabréfsskyldu við landamærin.
Júlíus Björnsson, 10.1.2009 kl. 07:15
Sæll Gunnar og takk fyrri þessa grein
Mig langar að spyrja þig hvort þú teljir að vegi þyngra í ákvörðun Dell. Regluverk EU eða styrking evrunar undanfarin ár. Þá er ég að spá hvort EU án evru og gjaldmiðið á floti eins og í Svíðjóð hefði verið það sem Írar hefðu átt að vera með og þá gæti það jafnvel verið kostur hér líka. Svíarnir virðast standa eina best þessara EU þjóða eins og staðan er í dag.
Guðmundur Jónsson, 10.1.2009 kl. 13:57
Það er stöðugt að verða deginum augljósara, að hinn slímugi Miðgarðsormur sem áður hélt til í Ráðstjórnarríkjum Austur-Evrópu er núna að stinga upp kollinum í Vestur-Evrópu. Þetta sáu kratarnir í Alþýðuflokknum fyrir löngu og þetta sjá kratarnir í Samfylkingunni einnig. Þess vegna hamast þeir sem brjálæðingar fyrir aðild að ESB og eru tilbúnir að fórna frelsi þjóðarinnar og auðlindum til að hneppa okkur í fjötra alræðisins.
Þau Ráðstjórnarríki sem verið er að koma á fót í Vestur-Evrópu, verða frelsi og lýðræði í heiminum erfiður andstæðingur. Það sem veldur mér þó mestum kvíða er nálægð Íslands við ógnvættinn. Eins og áður munu Bandaríkin standa gegn hinum nýju Ráðstjórnarríkjum og ef að líkum lætur mun þurfa heimsstyrjöld til að kveða niður Orminn. Ísland verður í miðjum þeim hildarleik, vegna legu landsins.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.1.2009 kl. 15:01
ESB! Hverskonar ótta bera svona margir til frelsisins?
Þeir sem óttast frelsið eiga einfaldlega að biðja einhvern góðan mann eða konu að halda í höndina á sér.
Hversu margir hafa gegn um alla sögu þráð og ákallað frelsið?
Ég er á móti því að setjast hjá einhverjum og semja við hann um hversu mikið frelsi hann vilji fallast á að gefa mér ef ég fell fram og ákalla hann.
Ég krefst algerrar þagnar um þetta andskotans apparat frá og með næstu mánaðamótum.
Árni Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 17:07
Ég held að Dell hafi ekkert með evruna að gera. Þeir eru að hugsa um sinn hag og þeim eins og svo mörgum öðrum er betur borgið þar sem launin eru lægri.
Laun í Póllandi er varla nema um 1/5 af íslenskum atvinnuleysisbótum.
Pæling Evrópu með Evrópusambandinu var að reyna að gera efnahag sinn stöðugri og öflugri. Hvort þau markmið náðust er önnur saga. Mannskepnan er allsstaðar eins. Hver hugsar um sig.
Við Íslendingar þurfum að taka okkur tak og setja járnaga á allt eftirlit og reka okkar efnahag með þekkingu og ráðum bestu efnahagssérfræðinga. Aannars náum við aldrei neinum árangri og glutrum niður öllum ávinningi jafn óðum.
þetta er engin speki og ekkert leyndarmál en þar sem fámennar klíkur í okkar landi fá að ráða ferðinni og skáka hlutunum sér í hag þá er málið í pattstöðu.
Sigurður Sigurðsson, 10.1.2009 kl. 17:28
Það er mjög undarlegt að heyra í sama fólkinu og tala fyrir frelsi og sjálfstæði landa og þjóða eins og t.d. Palestínu, skuli vinna sjálft gegn frelsi og sjálfstæði landa og þjóða heima fyrir. er það ekki frekar mikil hræsni?
Fannar frá Rifi, 10.1.2009 kl. 17:29
Júlíus Björnsson, 10.1.2009 kl. 19:50
Ég þakka ykkur fyrir innleggin kæra fólk
Engin fyrirtæki sem hafa innanborðs stjórnendur og starfsmenn með vel virkar heilafrumur - og sem eru ekki spákaupmannastofur - nenna að spá mikið í gengismál ef markaðurinn sem þau færa vörur til markaðar á er aðlaðandi, vaxandi og arðsamur. Þau kaupa sér gengistryggingu enda eru allir bankar í heiminum fullir af græjum sem hann Michael Dell er búinn að selja þeim í áratugi til þess að framkvæma allar þeir fjármálafærslur sem til þarf á sekúndubroti, sama hvað myntin heitir.
Þetta er gott mál því þá geta fyrirtækin á meðan eytt tíma stjórnenda og starfsmanna sinna í að auka við markaðshlutdeild sína og við að stækka síkið í kringum kastalann sinn sem er sjálf viðskiptauppskriftin - frekar en að horfa á gengisskráningu dagsin eins og hjartalínurit.
En lélegar viðskiptauppskriftir eru hinn stærsti veiki blettur á fyrirtækjarekstri mjög margra Íslendinga. Það var þess vegna sem mér datt aldrei í hug í svo mikið sem eina sekúndu að fjárfesta svo mikið sem einum túkalli í íslenskum fjármálastofnunum, því viðskiptahugmyndir þeirra voru og eru enn svo lélegar vegna þess að þær snéru röngunni útá við og réttunni inná við. Svo hljóp skotið af og þau drápu sig sjálf með eigin skotfærum innanfrá. Því eru þau dauð núna - alveg eins og vera ber- og dauði þeirra ber vott um endalaus mistök stjórnenda og aðaleigenda þeirra. Dauði þeirra hefur ekkert með málefni gjaldmiðla að gera.
Michael Dell á í dálitlum erfiðleikum með sitt góða Dell fyrirtæki núna því sjálf viðskiptauppskrift Dell þarfnast endurnýjunar. Þetta veit Michael Dell mjög vel og vinnur því hörðum höndum að því að snúa þróuninni við. Núna!
Að flytja úr úr evrusvæði er einn þáttur endurnýjunar viðskiptastefnu Dell. En Írar geta því miður ekki endurnýjað myntina sína og því sitja þeir fastir að eilífu í súpu Evrópusambandsmanna í Brussel.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2009 kl. 20:20
Pólskir verkamenn sem ég þekki kunna hugareikning deilingu og margföldum. En sömu sögu er ekki að segja af Íslenskum síðari tíma háskólamenntuðum mönnum, nema einum til tveimur úr hverju mennta skóla sem útskrifast sem verkfræðingar. Exel töflu reiknir er góður vísir á heimskuna. Hvað gerir undir meðvitundinn á þessu liði þegar slökkt er á tölvunni?
Írar hafa líka orðið fyrir áfalli með svínakjötssölu.
Júlíus Björnsson, 10.1.2009 kl. 21:20
Burt séð frá því hvert Dell flytur þá verð ég að segja að aldrei hef ég komist í tæri við annað eins drasl eins og Dell. Við keyptum 4 Dell tölvur í desember 2007, fyrir okkar litla fyrirtæki og þær hafa allar klikkað og tvær þeirra oftar en einu sinni. ´Búið að skipta um móðurborð í annari tölvunni tvisvar og hinni einu sinni auk fleir viðgerða.
Ég er mjög elskur að Írum og þykir vont að vita til þess að stór atvinnurekandi leggur á flótta frá þeim. En það er engin missir af Dell draslinu. Írar lokka eitthav annað og betra til sín.
Dunni, 10.1.2009 kl. 23:11
Ég hugsa Dunni að Írum finnist frekar að það sé mynt þeirra sem sé draslið í þessu samhengi því Dell Computer selur jú fyrir meira en 61 milljarð dollara af vörum sínar út um allan heim. Svo það er víst ekki vandamál Íra núna.
Nei, Dell er ekki að flýja sjálfa vini okkar Íra heldur er Dell að flýja mynt þeirra. Þetta er mynt sem Dell hefur því miður ekki lengur efni á að nota því hún er ekki mynt Íra heldur mynt Þjóðverja og Frakka. Evran er nefnilega fyrst og fremst pólitísk mynt þessara tveggja þjóða.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2009 kl. 00:10
Guðmundur Jónsson
- já ég tel að það sé Svíþjóð til happs núna að vera ekki með mynt annarra landa í notkun sem verðmiða á útflutningsvörum Svíþjóðar.
Sumir Danir hafa tekið eftir þessu og vilja leggja niður fastgengi dönsku krónunnar við evru. Þetta er m.a. ein af niðurstöðum þessarar skýrslu hér: Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU
Hagfræðingur Danske Bank var einnig að mæla með að binding dönsku krónunnar við evru yrði endurskoðuð. En það var eins og að hann hefði talað Guðlast upphátt hér í Danmörku og gæti ég best trúað að hann hafi þarna unnið óbætanlegt trúarfarslegt tjón á sínum starfsframa og sé núna kominn með stimpilinn "ótrúverðugur". Þetta virðist nefnilega vera trúarlegt atriði því orðið "trúverðugur" er víst orð um trú.
Seðlabanki Danmerkur þyrfti þá að fara í vinnufötin aftur og hætta að virka sem símsvari fyrir seðlabanka evru. Þetta yrði örugglega bara vesen - að þurfa að fara að hugsa aftur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2009 kl. 00:28
Það er einmitt málið.
Frakkar að tryggja sig frá frekari efnahags[auðlinda]stríðum við Þjóðverja.
Þjóð með hæstu vergar tekjur þjóðarframleiðslu á nýfæddan íbúa[þrátt fyrr efnahagsstefnu síðust áratuga] geta leyft sér hvaða mynt sem er [Ef réttu heilarnir eru í brúnni] og tvöfaldað tekjurnar á íbúa. En arðbærasti gjaldmiðilinn til langframa er Dollar, sveiflur er jafnaðar með sjóðum markaðsgreinarinar sem um ræðir. Þetta er allt spurning um réttu manngerðirnar í hverja stöðu.
Júlíus Björnsson, 11.1.2009 kl. 01:33
Ísland gangi aldrei í þetta ESB.
Það má ALDREI VERÐA, - samkvæmt mínu mati.
Íslenska krónan er jafngóður gjaldmiðill og hver annar gjaldmiðill, en það sem ræður gildi gjaldmiðils í hverju landi er fjármálastjórnin í því landi, -(líka samkvæmt mínu mati). Sé stjórnunin góð, þá er gjaldmiðillinn sterkur.
Festing krónunnar við dalinn, (100 kr. móti einum dal), yrði mikið gæfuspor. (Þá kemur þar næst vel til greina að taka upp nýja mynt "ÍSDALINN" - jafngildi bandaríska dalsins)
En eitt hið allra auðsynlegasta er þó það að auka framleiðslu, - og það án tafar, - og þar með gjaldeyristekjur. Gjaldeyristekjurnar þurfa ávalt að vera meiri en notkunin, ef vel á að vera, (að mínu mati).
Besta og skjótvirkasta leiðin, - (í stöðunni eins og hún er í dag), - er að gefa færa- og línuveiðar frjálsar. Það er að mínu mati, eitt hið allra stærsta og mesta gæfuspor sem þjóðin getur stígið.
Enda er það vafalaust flestum vel ljóst, að frelsi á öllum sviðum, - frelsi til þess að framleiða vöru, - er undirstaða allrar velmegunar.
Ísland verður að halda sjálfstæði sínu, og frelsi til þess að ráða yfir sínu landi og hafsvæðum, - og því eins kemur aldrei til greina að ganga í ESB.
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 03:54
Örugglega ekki beauroK-rötunum sem hafa þing meirihluta.
Og eru búnir að reyna að innleiða hér ESB regluverkið næstum allt síðustu 20 ár skjön við vilja meirihluta kjósenda, segjast vera á móti innlimunin ÉSB en framkvæma og festa í reglur ný-frjálshyggju [samheiti tækisfærisinni: áróðursbragð þeirra sömu] ESB ásamt skrifræði og forsjárhyggju hinna útvöldu yfir hinum sem er ekki treystandi til að hugsa sjálfstætt að útvaldra mati. Færa og línuveiðar gefa þær ekki besta fiskinn?
Júlíus Björnsson, 11.1.2009 kl. 04:34
Andstaða við ESB er greinilega vaxandi innan Sambandsins. Þetta sýnir til dæmis skoðanakönnun sem YouGov gerði í Bretlandi fyrir nokkrum dögum. Um þetta er hægt að lesa hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/01/11/bretar_vilja_snua_baki_vid_esb/
Í Bretlandi eru andstæðingar ESB með sérstakan flokk, eins og vænta má að verði stofnaður hérlendis, ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins losar sig ekki við kratana í forustu flokksins. Þessi Bretski flokkur nefnist UK Independence Party og þeir eru með heimasíðu hér: http://www.ukip.org/
Á síðu UKIP er líka fjallað um skoðanakönnunina.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2009 kl. 11:46
Kæri Gunnar, ég óska þér og þínum gleðilegs árs og friðar!
Alltaf ertu á vaktinni, blessaður, og hér sé ég efni svo gott, að ég bið þig að forláta mér og réttlæta með leyfi þínu eftir á þann verknað minn að taka (eins og ég nú geri) seinni greinarhlutann í þessu traustataki og endurbirta hann á Vísisbloggi mínu! (Yfirstjórn EB byrjuð að ásælast orkuauðlindir meðlimaþjóðanna = http://blogg.visir.is/jvj/2009/01/12/yfirstjorn-eb-byrju%c3%b0-a%c3%b0-as%c3%a6last-orkuau%c3%b0lindir-me%c3%b0limalandanna/ ).
Barroso er orðinn eins og hugur manns í verkunum, þ.e.a.s.: maður var löngu farinn að anticipera einmitt þetta hjá þeim Brysselpótintátum, að þeir færu út á þessa braut, enda með öll æðstu völd til að framkvæma þettra, ef voldugu þjóðirnar í EB og kerfisbatteríið stendur með þessu, þ.e. að "bandalagsnýta" orkuauðlindirnar rétt eins og fiskveiðilögsögu ríkjanna milli 12 og 200 mílna.
Kær kveðja með þakklæti fyrir allt gott frá þér á liðnu ári,
Jón Valur Jensson, 12.1.2009 kl. 00:40
Flutningur Dell til Póllands hefur ekkert með ESB að gera, enda er Pólland einnig ESB land sem stefnir á upptöku evru með tímanum.
Alveg öruggleg séð frá Bruselles.
Séð frá Íslandi borgar sig ekki að gera út á sömu forsendur fyrir tilveru sinni eins og ESB. Það er að neyðast til að treysta einum um of á fórnfýsi auðhringa.
Treysta á okkar eigin auðlindir og okkar eigin fyrirtæki og framleiðslu þeirra með frelsi til viðskipta við hvern sem er, hvenær sem er.
Júlíus Björnsson, 12.1.2009 kl. 15:19
Það var fullt af litlum iðnfyrirtækjum hér á Íslendi fyrir daga ESS og regluverksins þau hurfu flest alveg en sum fóru til ESB. Fólkið sem sem vann þar áður fóru í skóla og fékk vinnu viða að kenna og fara í millifærslur við nýju brask fyrir tækin sem komu í staðin. Ísland átti nefnilega að verða skattaparadís fyrir erlend fjárfesta eða glæpamenn: Leyndin. USA sagði nei takk og ESB líka svo brátt verða margir í sporum Íra aftur komnir í verksmiðjur ef þeir kosta minna en Pólverjar og þá talsvert til að vega upp fjarlægðina.
Júlíus Björnsson, 13.1.2009 kl. 03:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.