Þriðjudagur, 16. desember 2008
Hvaða hagvöxt?
Í frétt Morgunblaðsins segir
- IMF í andstöðu við evrópska seðlabankann "Með því að beina spjótum sínum að Evrópusambandsríkjum er Strauss-Kahn kominn í beina andstöðu við Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, sem einmitt í gær hvatti til evrópska ráðamenn til að gæta strangs aðhalds í ríkisfjármálum og lántökum, jafnvel þótt þeir verðu fjármunum til að örva efnahagslífið.Trichet hvatti Evrópulöndin til að halda sig við umdeildan sáttmála ESB um stöðugleika og hagvöxt sem setja takmarkanir á lántöku yfirvalda og heildarskuldir. Strauss-Kahn sagði hins vegar að nú ætti að ýta gildandi reglubók til hliðar og setja nýjar reglur til að takast á við þær miklu efnahagslegu ógnir sem hann taldi sig sjá framundan".
Er verið að meina þennan hérna hagvöxt? Sá næstum allra lélegasti hagvöxtur í OECD síðustu 14 ár. Alltaf að verða minni og minni í takt við aukin völd Evrópusambandsins og útbreiðslu myntar þess
Hagvöxtur herra G1
Það berast því núna eftirfarandi gleðifréttir frá efnahagsmálum Evrópusambandins
Þýskalandi er spáð mínus 3-4% hagvexti (sem er fjórum prósentustigum minna en ekki neitt) á næsta ári. Þetta mun draga allt evrusvæðið langt niður og nógu langt niðri er það nú þegar og búið að vera síðustu 30 árin
[ Frankfurter Allgemeine has cracking scoop this morning, having obtained an internal memo from the economics ministry, which expects a slump in growth of more than minus 3 per cent for next year, by far the worst economic decline in German post-war history ] eurointelligence
Athugið að Þýskaland er 27,3% af efnahag evrusvæðis. Hagspáin fyrir 2009 fyrir Þýskaland hefur þróast svona undanfarið, alltaf að versna og mun halda áfram að versna a.m.k alla næstu 12 mánuði:
| apr +1.6% | júl +1.2% | okt +0,3% | des -3% | og spá Deutsche Bank segir | des -4% |
Það er ekki undarlegt að forstöðumaður IMF hafi þungar áhyggjur
Fyrst fer fjármálamarkaður evrusvæðis og raunar alls heimsins í alvarlegustu kreppu síðan 1914. Á Íslandi var hann þegar hruninn árið 2006 svo þar þurfti aðeins að blása líkið ofaní kistuna. Í kjölfarið hrynur svo útflutningsmarkaður Evrópusambandsins, og mun halda áfram að hrynja allt næsta árið. En hvað gerir hinn góði gjaldmiðill Evrópusambandsins þá? Jú, HANN HÆKKAR ! (svitna hér). Ef ég væri Strauss-Kahn myndi ég einnig hafa þungar áhyggjur, því það er ljóst að engir peningar heimsins munu duga til að draga evrusvæðið upp úr þeirri kreppu sem er að koma yfir þetta aldurshnigna efnahagssvæði. Spánn er að sökkva í sæ, Ítalía einnig, Þýskaland er að lamast (aflvél evrusvæðis) og Grikkland er að verða gjaldþrota. Þetta er hvorki meira né minna en um 60% af evrusvæðinu! Svo mun Frakkland fylgja á eftir þegar þeir eru búnir að þurrausa ríkiskassann hjá herra herra forseta forseta G1. Þá verður 85% af evrusvæðinu í dýpstu kreppu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Stóra spurningin er því aðeins þessi. Hvernig keppu munum við sem búum hérna í ESB fá? Munum við fá U-kreppu, V-kreppu eða L-kreppu. L-kreppan er allra verst því þar hrynur allt og heldur sér hrundu í allt að 20 ár. En já, það er sennilega svona sem það er að búa í öldruðum hagkerfum, allt visnar þar mjög hratt (Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB)
- Lánafyrirgreiðsla til heimila og fyrirtækja á Spáni þornar upp, þrátt fyrir evru
- Why We All Need To Keep A Watchful Eye On What Is Happening In Greece
====================================
Fyrri færsla: Hvað mun nýi sjálfstæðisflokkurinn heita?
Forsíða þessa bloggs
Strauss-Kahn varar við þjóðfélagsróstum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 17
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 194
- Frá upphafi: 1390761
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 108
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
a) Að vinna að varðveislu hins íslenska lýðveldis, sjálfstæðis og fullveldis og hagnýtingu gæða landsins í þágu íslenskra þegna.
b) Að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslyndrar framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, atvinnufrelsis og séreignar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Þetta tel ég með bestu forsendum um hagvöxt.
Þjóðir sem hafa verið forritaðar kommúnistiskum eður sósílistiskum forsemdum svo nú kynslóðum skiptir breystast ekki á einni kynslóð.
Neí stöðugur hagvöxtur byggir á raunverulegri gróðarvon allra einstaklinga í ljósi þeirra reynslu sem þeim er í blóð borin.
Engin keðja er sterkari en veikustu hlekkirnir er ESB þar enginn undantekining.
Háar þjóðartekjur, jafnara tækifæra til hárra launa skilar arðbærustu neytendamörkuðum og þangað sækja þeir sem eru sama sinnis.
Íslendingar hafa að upplagi líkamslega hreysti og greind til að ráðstafa auðlindum þjóðar sinnar á sínum eigin forsendum.
Við eigum enga samleið með áherslum ESB-BeauroK-ratanna þar sem vandamál þeirra byggja á forsemdum sem skipta engu máli hér.
Afturhvarf um 20 ár er mjög gott að flestu leyti. Hreinsanir og uppstokunn í kjölfarið kemur okkur sem þjóð þar sem okkur líður best.
Fremstum meðal jafningja sem eru sama sinnis.
Fyrirmynd allra annarra um góð lífskjör og góð siði.
Stétt með stétt. Rétt skal Rétt.
Júlíus Björnsson, 16.12.2008 kl. 22:56
Blessaður Gunnar.
Eina svar landsöluliðsins er að loka blogginu þínu og flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. T.d. milli jóla og nýárs. Þá er sjens að jáið fái 51%, sérstaklega ef atkvæðagreiðslan er haldinn síðdegis 31. og veðurspáin er slæm svo landsbyggðarliðið er búið að drífa sig heim í gleðskapinn. Samningsmarkmiðin eru skýr, við fáum gjaldfrest á ICESAVE gegn því að bjóða fram ungt fólk í pant á elliheimili ESB. Ef þetta gengur í gegn fyrir 15. janúar og undirritaðir samningar í þjóðaratkvæði fyrir 15. feb þá er hugsanlegur möguleiki að hundstryggðin tryggi naumann meirhluta. Dragist þetta lengur þá er það tómt kjaftæði að reyna ESB leiðina og pólitískt sjáfsmorð fyrir alla þá þingmenn Sjáfstæðisflokksin sem það reyna.
Ég held að þessu liði væri nær að horfa framan í börn sín og barnabörn og fara síðan að ráði Albirs í Mogganum í dag. Henda síðan IFM úr landi og ulla framan í bretana og ná síðan þjóðarsátt um endurreisn Íslands. Hann Stauss-Kahn hefur nefnilega rétt fyrir sér og það er EKKI það sem sérfræðingar hans lögðu til á Íslandi. Þó að nafn landsins feli í sér kulda þá þýðir það ekki það sama að önnur efnahagslögmál gildi á Íslandi en í öðrum löndum.
Leitum réttlætis og aðstoðar í útlöndum og það mun finnast. Þó það kosti okkur grjónagrautsáts í nokkurn tíma þá mun birta til að lokum og í þeirri framtíð eiga börn okkar von sem Íslendingar. Skulda og gjaldþrotsleiðin mun örugglega þýða grjónagrautsát eftir nokkra mánuði en án vonar því þjóðin rís aldrei undir þeim skuldum sem björgunarliðið ætlar að leggja á þjóð sína, svo yfirskuldsett fyrirtæki auðmanna geti haldið áfram rekstri undir stjórn sömu manna og áður.
Það er ótrúlegt að skuli finnast Íslendingur með sómatilfinningu sem styður þessa vitleysu og helstefnu. Hafa þess menn ekki gert nóg af sér nú þegar?
Kveðja að austan.
PS. Hef skrifað þessa stemmu áður en það er bara svo rosalega gaman að núa salti í sár ESB-sinna þegar draumsýn þeirra er að hrynja beint fyrir framan ístru þeirra og þeir komast ekki einusinni í sambandið til að taka þátt í SamEvrópskri druknun. Gott á þá.
Ómar Geirsson, 16.12.2008 kl. 23:07
Mínus 4% hagvöxtur í Þýskalandi er ekki bara vandamál Evrópusambandsins. Þetta mun hafa veruleg áhrif hér á landi jafnvel þótt við stöndum utan sambandsins.
Það var ágætt að fá þessar upplýsingar um fjárlagahallann á Spáni. Grafið sem sýnir lán til heimilanna er ekki síður áhugavert. Það er greinilegt að fylliríið stóð ekki bara á Íslandi. Allir sem vetlingi gátu valdið tóku þátt. Og hvernig Spánn ætlar að plumma sig þegar kreppan fer að gera alvarlega vart við sig í Suður-Ameríku og lánin sem þeir hafa veitt þangað skila sér ekki til baka. Já, hvað þá?Spænskir bankar hafi lánað >300 milljarða dollara til Suður-Ameríku en það er tvisvar sinnum hærri upphæð en allir bankar Bandaríkjanna hafa lánað þangað til samans.
Með Grikkland á hnjánum og Ítalíu og Spán við það að hníga í valinn og nú aflabrest í Þýskalandi má spyrja sig hvers vegna Íslendingar hafa tengt "17.júní hátalarakerfið" á aðildarkórinn. Er ekki allt í lagi með þessa þjóð?
Ragnhildur Kolka, 16.12.2008 kl. 23:25
Obbobbobb!
Það er spurning um að hafa réttar tölur... Deutsche Bank segir 30% líkur á að það verði allt að 4% samdráttur í Þýskalandi.
OECD spáir reyndar 0,6% samdrætti á Evrusvæðinu öllu á næsta ári (0,8% í Þýskalandi, 0,9% á Spáni, 1,0% á Ítalíu, 0,4% í Frakklandi og 3,8% hagvexti í Grikklandi). Sjá: http://www.oecd.org/document/52/0,3343,en_2649_33733_19726196_1_1_1_1,00.html
Þannig að því fer fjarri að Evrusvæðið sé að sökkva... Í það minnsta ef tekið er mið af spám um Ísland þar sem er gert ráð fyrir 9,3% samdrætti... http://www.oecd.org/dataoecd/6/16/20212577.pdf
Mér þykir leitt að sljákka í ykkur en svona eru tölurnar svartar á hvítu, dylgjulausar.
Zona
Zona (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:05
Tilgangurinn helgar meðalið. Spár litast af væntingum á hverjum tíma.
Hvort þær verða að veraleika ræst af því oftar ekki hvort aðilar hafi efni á því að láta þær rætast. Í uppsveiflu fer oftast best að draga úr væntingum.
Ef USA fjárfestar í ESB tryggja sig fyrir hugsanlegu hruni ESB þá er það spá sem byggist á öðrum hagmunum og ópólítískum.
Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 00:24
Blessaður Zona.
Er það ekki vegna þess að það eru 40% líkur á 5% samdrætti. Allar kreppuspár fyrir 2009 eiga það sameiginlegt að þær voru samdar eftir leiðsögn Íslensku greiningardeildanna, hjá Eddu og kó. "Ef það sem þú veist er of svart til að segja (því það sjálfkrafa lætur spánna rætast), þá skaltu segja eitthvað almennt og jákvætt og krossa síðan fingur og vona að þú fáir vinnu eftir hrun". You ain´t see nothing yet.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2008 kl. 00:25
Sæl Zona
OECD Economic Outlook No. 84 - Germany hlutinn hefur útgáfudag 25-Nov-2008. Skýrslan er unnin sennilega í október og complied á data frá júlí til september og hugsanlega eitthvað inn í október. Þetta eru gamlar fréttir, nema að þú viljir meina að OECD hafi betri og nýrri tölur en ríkisstjórn Þýskalands og Deutsche Bank sem er þýskur banki í Þýskalandi. Mér vitanlega veitir OECD ekki fjármálaþjónustu til allra helstu fyrirtækja og einnig heimila í Þýskalandi.
En þó er spá OECD ekki fjarri því sem verið er að spá þarna fyrir ofan. Hún er bara gömul. Ég sýndi jú þróun spádómana í tímaröð þarna fyrir ofan. Þar skiptast hratt veður í lofti. Það eru einungis þrír mánuðir síðan ég hlustaði á Danska hagspekinga segja okkur hér í Danmörku frá því að Danmörk væri ónæm fyrir "kreppunni" sem var bara á Íslandi, eins og þeir gáfu í skyn - "ekkert svona getur gerst hér". Nei nei.
En nú vinnur Den Danske Bank með tvö scenaríó
a) að kreppan verði búin eftir 4 mánuði
b) að þeir þurfi að loka fyrir alla kredit til allra heimila og fyrirtækja í 9 mánuði á næsta ári til að halda lífi. Þeir munu einnig innkalla keyrandi lán fyrirvaralaust.
Allir sem hugsa smávegis vita að DDB kom einungis með option-a með svona til þess að gefa sig ekki út fyrir að vera búnir að ákveða þetta fyrirfram. En það verður semsagt b. Þeir sem halda annað hljóta að hafa unnið í greiningadeildum íslenskra banka og því faglega gjaldþrota núna.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2008 kl. 01:40
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og mikið er ég sammála Júlíusi, Ómari og Ragnhildi.
Einmitt "hvað er að þessari þjóð"
====================================
frá Edward Hugh's grein um Spán (sjá að ofan)
====================================
Well, I think this is a very hard question to answer. I think a 1% contraction is a done deal, and my own previous best guess was in the 3% to 5% contraction range, which is, of course, very strong indeed. And there I was happy to leave it, until that is Deutsche Bank came out with their latest 2009 forecast for the German economy, where chief economist Norbert Walter has said that Germany's gross domestic product could contract by as much as 4 percent next year. This has to be "bottom of the range" estimate, but then, it might happen, I mean these are not just numbers spun out of thin air, they are backed by analysis, German manufacturing is contracting very rapidly at the moment (but not as rapidly as Spanish manufacturing). The German government itself is forecasting a 1% contraction, and the IFO institute came out today with 2% contraction for 2009 estimate (the median forecast?). At this point I won't go so far as to modify my original forecast for Spain, but what I will say is that if German GDP contracts by 4% in 2009, then Spain's will contract in the 5% to 7% range, since on every important reading Spain is contracting more rapidly than Germany at this point, and there really is no bottom in sight, just what appears to be a "black hole", sucking us down.
====================================
Shit happens
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2008 kl. 02:03
Og evran er náttúrlega svo góður gjaldmiðill að hún kvittar fyrir þessar hamingjuspár með því að hækka um 11% gegn USD. Hver er að hjálpa hverjum hér? Eða er evran kanski að veðra eitthvað annað en gjaldmiðill sem á að byggja undir og hjálpa hagvexti á því myntsvæði sem hún á að þjóna. Nema að hún sé náttúrlega pólitískur gjaldmiðill, úr efnahagslegu samhengi við myntsvæðið? Getur það hugsast? Nei varla (fliss)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2008 kl. 02:12
Til að hafa það á hreinu er greinin sem Gunnar vitnar í hjá thelokal.de er birt heilum 10 dögum seinna en skýrsla OECD og því varla hægt að tala um mikið nýrri gögn þar.
En það sem ég vildi gagnrýna í þessari umræðu er að menn eru að vitna í tölur og menn án þess að geta heimilda og ef heimilda er getið er einungis vitnað í hálfan sannleikann. Á námsárum mínum í háskólanum var sagt um tilvitnanir án heimilda að þær væru staðlausar. Mér finnst einkenna þessi skrif að þau séu svolítið staðlaus. Móðir mín kenndi mér snemma að segja sannleikann, allan og alltaf; hálfsannleikur væri ekkert skárri en lygi.
Ég mun ekki elta ólar við allt staðleysið hér að ofan en sem dæmi um staðlaus skrif hér að ofan má nefna:
-Í pistli sínum segir Gunnar, "Þýskalandi er spáð mínus 3-4% hagvexti (sem er fjórum prósentustigum minna en ekki neitt) á næsta ári". Gunnari láist að nefna að DB segir að það séu 30% líkur á allt að 4% samdrætti. Honum láist einnig að nefna að í greininni sem hann vitnar til spáir Seðlabanki Þýskalands 0,8% samdrætti og 1,2% hagvexti strax 2010. Frankfurter Allgemeine nefnir allt að 2% samdrátt. Hvar Gunnar fær út að "Spánn er að sökkva í sæ, Ítalía einnig, Þýskaland er að lamast (aflvél evrusvæðis) og Grikkland er að verða gjaldþrota..." veit ég ekki, enda færir hann ekki rök fyrir því.
Pistill Gunnars byggist því miður að miklu leyti á hálfsannleik og staðlausum stöfum!
Zona
Zona (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:08
Það er endalaust hægt að láta hluti líta illa út með einhverjum tölfræðiupplýsingum, hvort sem heimilda er getið eða ekki. Það væri án efa hægt að láta Ísland líta mjög illa út með einhverri misgóðri tölfræði, sérstaklega þá síðustu misseri.
Einnig væri hægt að halda uppi síðu sem kæmi reglulega með slæma tölfræði um BNA og að þau væru að sökkva í sæ. Maður þyrfti nú ekki að grafa mjög djúpt til þess. Sem dæmi má nefna að ungbarnadauði í BNA er á svipuðu róli og í Úkraníu og á Kúbu á meðan ástandið er mun betra í V-evrópu.
Einhver sagði að það væru til 3 tegundir af lygi:
Lygi, hvít lygi og tölfræði
Að auki verð ég að nefna að ég er kominn með nóg af þessari hagvaxtardýrkun í öllum. Peningakerfi heimsins byggir að öllu leiti á vexti. Það fer fljótlega að koma að því að heimurinn beri ekki þennan endalausa vöxt. Það mun ss. koma að því að þessi endalausi vöxtur verði að minnka og á endanum að ganga til baka eða ná stöðugleika þ.e. nálægt 0%. Áður en sá tími kemur þurfum við að hugsa peninga upp á nýtt.
Kommentarinn, 17.12.2008 kl. 12:27
Pistill Gunnars byggist því miður að miklu leyti á hálfsannleik og staðlausum stöfum!
Sæl/Sæll Zona. Ertu að reyna að segja mér að hagspár séu "hálfsannleikur og staðlausir stafir". Þær eru því miður hvorugt. Þær eru spár. Spár fást við framtíðina og hún er óráðin, nema kanski ef um sérstaka miðilshæfileika sé að ræða.
Spár breytast. En þessar spár hafa sennilega aldrei breytst eins hratt og einmitt núna - en þó alltaf sífellt meira og meira til hins verra og svo hraðar og hraðar til hins miklu verra. Frá áhyggjum til ótta og þaðan til panik.
Ef þú fylgdist með þá myndi þér ekki koma þetta svona á óvart. Evrusvæðið er eitt lélegasta hagkerfi heimsins þegar að hagvexti og atvinnuástandi kemur. Það er því miður svona, sama hversu sterkt menn óska sér annars á Íslandi. Þetta er búið að vera að gerast hin síðastliðnu 30 ár hjá okkur. Hægt, rólega en örugglega sekkur evrusvæðið. Það er því miður óumflýjanlegt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2008 kl. 14:14
Þeir sem eru í hringiðunni verða fyrstir varir við breytingar, oft ári síðar berast tölfræðilegar niðurstöður, úr fílabeinsturnum fræðinganna, í hag stjónvalda niður til almennings. Þetta verður meira vandamál eftir því sem skrifræði og ráðstjórn vex.
Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 14:31
Gunnar: Það voru ekki mín orð að hagspár séu hálfsannleikur eða staðlausir stafir.
Ég var að gagnrýna að þú týndir út úr hagspám það sem hentar þér en sleppir að minnast á hitt sem ekki passar eins málflutningi þínum. Það kalla ég hálfsannleik.
Hitt kalla ég staðlausa stafi þegar þú heldur hlutum fram án nokkurs rökstuðnings svo sem eins og að lönd séu gjaldþrota, við það að lamast og sökkva í sæ...
Þannig komst ég að þeirri niðurstöðu að pistillinn þinn (ekki hagspár) byggðist á hálfsannleik og staðlausum stöfum.
Zona (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:04
Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. En hann lifir ekki án þess. Þjóðir lifa ekki án náttúrulega auðlinda; uppstöðu allra orða sem byggja þeim.
Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 15:42
Sæl/sæll aftur Zona
Hvað með að fræðast aðeins um málefni Spánar Zona? Þú gætir til dæmis byrjað á því að lesa blogg Edward Hugh The Spanish Crisis In A Nutshell
- og ágætis grein hans um Bad Journalism At The Economist um málefni sem er bannað að tala um í Evrópusambandinu (about the relative size of the demographic and the institutional components in growth)
Settu þetta svo í samhengi við eina milljón nýbyggðar og óseldar íbúðir á Spáni og hrærðu svo út í þetta því 13% Atvinnuleysi sem er á Spáni núna (sem þýðir að það verður um 20-22% þegar það nær botninum einhverntíma seint árið 2010) og út í þetta hrærir því svo 28% Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri eins og það er núna. Helltu svo demografísku tapi í yngri aldursflokkum ofaní bollann og þambaðu svo þennan Brussel dykk í félagsskap elliheimilis Evrópusambandsins. Þessi drykkur verður ekki ókeypis, - og sérstaklega ekki ef Þýskaland ætlar að drekka sinn drykk í einum grænum.
Segðu mér svo hvað þér finnst.
En þessi pistill var nú eiginlega um horfurnar á að Þýskaland muni fá -4% hagvöxt á næsta ári. Ég er handviss um að það veður ekkert mál fyrir Þýskaland að uppfylla þann möguleika í hagspánni, - og mikið gott betur en það.
En ef þér er svona annt um "sannleikann" (í spánni) af hveru skrifar þú þá ekki það sem þú skrifar hér undir þínu eign og sanna nafni.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2008 kl. 16:03
Ég gleymdi að segja að það er ekki víst að Spáni muni þrjóta gjaldið (sovereign default), en þeir geta að minnsta kosti ekki geta fellt gengið til að vinna sig út úr þessum stórkostlegum vanda => lifa af. Eitthvað annað verður að gefa sig í staðinn - t.d. ríkissjóður eða fólkið sem greiðir í hann.
Kv
Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2008 kl. 16:12
Þegaar ég var á Kanaríeyjum fyrir ári, heyrð ég að <Spánverjar til sig orðna svo gáfaða [menntaða] að þeir kæmu ekki til að vinna meiri handavinnu. Því væri innflutningur nauðsynlegur á "foreign Labour".
Var mér þá hugsað til þess þegar sendu alla iðnaðarmenn úr landi og voru svo marga mannsaldri að ná sér á strik aftur.
Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 17:41
Af öllu því sem er gamalt er ekkert eldra en dagblöðin frá því í gær. Zona, það er þá ráð að lesa blöðin í dag.
Haraldur Hansson, 17.12.2008 kl. 18:36
Minnst 3 - 4 ár sagði Poul Thomson [IMF] í ljósi fyrirhugaðra aðgerða settra stjórnvalda mun kreppan vara. Hvernig skyldu horfurnar verða eftir 3 mánuði.
Júlíus Björnsson, 19.12.2008 kl. 13:44
Blessaður Jón Frímann.
Megi Guð gefa að þú sért spámannlega vaxinn og hafir rétt fyrir þér. Það sem gerir mig efins er að það ástand sem er núna og menn búast við að eigi sannanlega eftir að versna mikið á næsta ári, að þeir sem spáðu því fyrir ári síðan, fengu yfir sig sömu orðaleppa og þú afhendir Gunnarri að gjöf. Því miður er ég hræddur um að fleiri slíkar gjafir verði gefnar, áður en menn sjái fyrir enda á þessarri kreppu.
Að mínum dómi er þetta það versta sem mannkynið hefur séð frá svarta dauða á fjórtándu öld en þó er ég bjartsýnn á borgarastriðið í Kína. En það er gott að vera strútur þó rassinn sé ljótur og vitin full af sandi. Gæðin felast nefnilega í afneitunni og þeirri vissu að vont sé gott og þá sem slíkt að ástandið muni aðeins besna en ekki versna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2008 kl. 15:52
Jón Frímann orðar nokkuð vel það sem ég er að reyna að segja.
Gunnar: það stoðar lítið að benda á aðra bloggara máli þínu til stuðnings þegar þeir falla í sömu rökvillugryfjur og þú...
Hvort ég sé feimin og þori ekki að skrifa rétt nafn mitt undir athugasemdir mínar er ekki aðalatriði, ekki einu sinni aukaatriði. Ekki reyna að þyrla upp því ryki máli þínu til stuðnings. Það er þér heldur ekki til framdráttar. Þú býður uppá nafnlausar athugasemdir og ég nýti mér það
Zona (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.