Föstudagur, 12. desember 2008
Hvað þarf til þess að drepa nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins ?
Eitt stykki ný stjórnarskrá fyrir 500 milljón manns, takk fyrir
Það þurfa öll 27 lönd/héruð í Evrópusambandinu að segja já við nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins til þess að hún geti tekið gildi. Öll löndin/héruðin þurfa að samþykkja þá stjórnarskrá sem þau eiga að lifa og búa undir. Þetta eru engin smá mál sem stjórnarskráin nær yfir:
- Efnahags-málin
- Gjaldmiðla-málin
- Peninga-málin
- Félagslegu-málin
- Landbúnaðar-málin
- Sjávarútvegs-málin
- Umhverfis-málin
- Vinnumarkaðs-málin
- Skatta-málin
- Réttarfars-málin
- Umferðar-málin
- Neytenda-málin
- Menningar-málin
- Stjórn-málin
- Utanríkis-málin
Nei nei og nei
Í byrjun var ákveðið að leyfa kjósendum að kasta atkvæði um þessa 400 blaðsíðna stjórnarskrá sem á að stýra 500 milljón manns. Það hlýtur að standa sitt hvað á þessum 400 blaðsíðum. En hvað gerðist þá?
- Frakkar sögðu nei
- Hollendingar sögðu nei
- Írar sögðu nei
Þetta eru 3 nei. En hvað gera menn þá? Jú það á ekki að leyfa þessum 500 milljón manns að segja hvað þeim finnst um þessa nýju stjórnarskrá. Það eru nefnilega næstum 500 milljón fábjánar í þessu bandalagi, samkvæmt skilningi þeirra sem taka ákvarðanir um þetta mál fyrir einmitt þessar 500 milljónir manns. Hreint ótrúlegt þetta Evrópusamband að ætla að byggja nýtt ríki með 500 milljón manns sem eru of vitlausir til að geta vitað í hvernig þjóðfélagi þeir vilja búa. Herra félagi Leonid Brezhnev hinn sálugi hefði varla getað slegið þessum hroka við.
Er hægt að drepa hana? Hvað þarf til? Byltingu? Verkföll? Óeirðir? Upplausn?
Er yfirhöfuð hægt að drepa þessa stjórnarskrá? Er hægt að láta hana detta niður dauða og sýna sig aldrei aftur? Þessu reynir varaformaður Evrópunefndarinnar að svara í einhliða viðtali við okkur hérna á moggabloggiu. Hvað þarf til?
Viðtal við Margot Wallström, varaformann ESB
Smella hér að neðan til að horfa á viðtalið
Margot Wallström on Newsnight (Treaty of Lisbon rejection)
Hvernig á að lesa nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins?
Því svarar til dæmis einn af ráðgjöfum Vaclav Klaus forseta Tékklands, Petr Mach, hér . Tékkinn Petr Mach fór einnig einu sinni í heimsókn til Brussel til að tala um hversu áætlanir Evrópusambandsins líktust mikið áætlunum Sovétríkjanna. En einn aðalmunurinn, sagði Petr Mach, væri sá að 5 ára áætlanir Sovétríkjanna lögðu mesta áherslu á að það væri þungaiðnaðurinn sem ætti að fá Sovétríkin til að ná hagsæld Bandaríkjamanna. En í Evrópusambandinu voru það hinsvegar tölvur sem árið 2000 áttu að fá Evrópusambandið til að ná hinni miklu hagsæld Bandaríkjanna fyrir árið 2010. Þetta voru því tvennar en mjög ólíkar áætlanir. Ein var einungis til fimm ára og studdist við kola- og stálverk. Hin áætlunin var hinsvegar til 10 ára og studdist við tölvur og internet, eða svo nefnda "upplýsingatækni". Ræðan hans Petr Mach frá þessari jómfrúar Brusselferð er hér.
En hérna erum við allt í einu komin út í allt annað er stjórnarskránna. Við erum farin að tala um Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins, en þau ganga út á það (já meira að segja ennþá) að Evrópusambandið verði samkeppnishæfasta og ríkasta hagkerfi heimsins árið 2010. Hérna er hægt að lesa um hvernig þetta gengur hjá Evrópusambandinu: Breytt mynd af ESB - höfuðstefna
The main objective of the Lisbon Agenda, that Europe should become "the most competitive and most dynamic economy in the world by 2010," might sound like an innocent or even a good idea to the people who have been living in the West for decades. But to those who used to live under the Communist rule in Central Europe, such slogans about catching up with the United States sound all too familiar. The difference is that instead of promoting information technology, the communist planners put more emphasis on heavy industry. Whereas coal and steel used to be the fashion fifty years ago, now it is computers. But the principle remains the same the politicians believe that they are better qualified than the people in a free market to decide how much money should be invested and in what industries. This principle did not work under communism, and it will not work this time either.
Fyrri færsla: Forsætisnefnd Evrópusambandsþingsins notar Tékkland sem dyramottu
Forsíða þessa bloggs
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Vá hvað þessi kelling er mikill fábjáni! Skilningsleysi hennar á hugtakinu ,,lýðræði" er svo þvílíkt að ég stend varla í lappirnar!!!
Sigurjón, 12.12.2008 kl. 10:31
Blessaður Gunnar.
Það vita þetta allir sem vita vilja. Vertu ekki að eyða tíma í ESB. Þetta er dautt samband. Við þurfum ekki að hafa áhygjur af því. Þú ert frjálshyggumaður, history nema þú finnir leið til að samþætta samfélagsábyrgð við frjáls markaðsviðskipti.
Lastu grein Andersen í Mogganum. Theoría án vits er ógæfa. Þetta minnir mig á þegar últra Maóistarnir töluðu eftir Kambódíu. Hrein kenning ekki nógu reynd. Þeir vildu drepa fleiri en 4 milljónir. Ég held að þeir vildu drepa 4 milljarða. Það er sama með SUS bullið í dag. Viðskipti mega ekki hefja sig frá samfélaginu og gangverki þess. ESB gerir það og ultra bullið gerir það líka. Ef frjáls viðskipti uppfylla þarfir fólks, þá ertu kominn með "idelaðið " og þá ertu í sátt við þitt samfélag. Ég er bara að tuða þetta vegna þess að þú hefur heykst á að nota vit þitt (og þekkingu konunnar og dóttir) til að svara skuldadæminu.
Það er á hreinu að Samfylkingin fer ekki með Ísland inní ESB. Samfylkingin er history í dag. Það er á hreinu að Íslensk stjórnvöld sömdu við IFM. Þú hefur hnekkt Vilhjálmi í bankarökum hans (hvernig er það, eru þið ekki samtímamenn) og þú hefur ekki svarað skuldarröksemdinni. Hvað þolir Íslenskt þjóðfélag miklar skuldir.? Jón Dan segir að sömu lögmál gildir á Íslandi og í alheiminum og skuldsetning í kreppu þíðir þjóðargjladþrot. Í den var þetta auðvelt, fólk gaf eftir réttindi sín og það kostaði það 1000 ára ánauð (lénsskipulagið).
Ég er svo bjartsýnn að Íslenska þjóðin geti hrakið ólögin og vitleysuna, bæði frá vinstri og hægri. Þú veist að við nálgumst ekki hlutinu frá sama horni en það sem þú hefur fram fyrir mig er þekkingin. Í tuttugu ár las ég Styrmi en þú hefur grenilega lesið eitthvað annað og meira. Svo ég skora á þig, ekkert væl og komdu með rökin frá hægri fyrir framtíð. Afhverju þolir ÍSLENSKT hagkerfi ekki mikla skuldsetningu. Ef vel er svarað þá ætla ég að senda Vilhjálmi þín rök. Við vitum það báðir að hann er mjög skynsamur maður en afhverju enda öll hans rök í landsölu, til ESB og kröfuhafa Hannesar, Jóns Ásgeirs og Björgúlfs.???????
Gunnar! Ég fullyrði, að fyrir þig hefur aldrei verið lögð stærri spurning og ef rétt er á máum haldið þá mætast pólarnir í betra og sjálfstæðu Íslandi. Þú ert besti bloggarinn i dag gegn ESB og þú þarft að stíga skrefið til fulls og blogga líka gegn Vilhjálmi. Seinna meir getum við rifist um skiptinguna milli ríkis og markaðar en þær rökræður eru ekki "issú" í dag á Íslandi. Sjálfstæði þjóðarinnar og reisn er það eina sem skiptir máli og við höfum öll skyldur að nota okkar vit til að tryggja það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.12.2008 kl. 11:10
Blessaður aftur.
Fjarsýnisgleraugin voru ekki notuð og þess vegna sluppu margar innsláttar villur í gegn en meiningin á að skiljast vona ég. Uppvakningurinn verður aðeins kveðinn í sína gröf ef öll öfl leggjast á eitt og það er að kveða drauginn í kútinn.
Kveðja aftur og mundu það að það er ritskoðun að fela gott efni í tímariti sem er ekki selt í óbyggðum Íslands.
Ómar
Ómar Geirsson, 12.12.2008 kl. 11:29
"en þau ganga út á það (já meira að segja ennþá) að Evrópusambandið verði samkeppnishæfasta og ríkasta hagkerfi heimsins árið 2010."
Hvað segja USA og ASÍA við því: heimstyrjaldir hafa orðið út af minna til efni.
USA (besta heimsveld í raun hingað til) sem betur fer hefur yfirhöndina. Samber að í dag felldu þaur gengi á mörkuðum í ESB.
Auðlindir eru uppspretta alls vals og valds.
Það er alltaf fróðlegt að lesa nóturnar þínar Gunnar.
Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 13:37
Með hvað væntingum ættum við svo sem að fara inn í ESB ?
Hvað fengjum við umfram það sem EES samningurinn veitir nú þegar ?
Ef þetta snýst bara um að fá Evruna, hefur þú Gunnar þegar sýnt með nokkuð afgerandi hætti fram á að Evran mun síður en svo hjálpa okkar hagkerfi. Evrópski Seðlabankinn myndi heldur ekki hjálpa okkur. Hver er þá ávinningurinn ?
Eigum við ekki frekar að einbeita okkur að öðru en ESB ? Til dæmis að því að vinna okkur sjálf út úr kreppunni og vera ekki feimin við að taka á því sem biður okkar. Þetta verða okkur lærdómsrík ár og koma okkur á fremra þróunarstig. Hver veit nema að við lærum varkárari skref í eigin fjármálum...það mun ég taka með mér :-)
Haraldur Baldursson, 12.12.2008 kl. 15:06
Fróðleg lesning hér fyrir ofan. Er fólk að biðja um 6-7.% viðvarandi atvinnuleysi. Þurfum við að gera atlögu að atvinnuvegunum sjávarútvegur og landbúnaði,er það til að bæta ástandið.
Ragnar Gunnlaugsson, 12.12.2008 kl. 17:28
Jón Frímann: Hví eru þá Evrópusinnar að gera tilraun til að búa til evrópska þjóðernishyggju, sé þjóðernishyggja slíkur skaðræðisgripur?
Af hverju þarf samstarf milli þjóða að einskorðast við Evrópu? Af hverju þarf Evrópa að einangra sig umheiminum með tollmúrum?
Samvinna færir fólki frið og hagsæld. Er þá hvorki friður né hagsæld möguleg annars staðar en í Evrópu að mati Evrópusinna, þar sem samvinna á sér hvergi stað annars staðar?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:53
Gamli draumurinn sem Hitler reyndi að gera raunverulegan síðast.
Evrópa bearoKratanna er söm við sig. Samber Tyrkja gottóinn eða þau sænsku.
Afhverju var sögukennslu hætt og hugarreikning?
Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 22:11
Takk kærlega fyrir öll innleggin.
Ég tek undir með Sigurjóni Vilhjálmsyni að ég átti svolítið erfitt með að standa í lappirnar eftir að hafa hlustað á þessa þyndarbykkju fra Evrópusambandinu. Hún gat einfaldlega ekki skilið að það þyrfti ekkert að fixa Íra, Frakka og Hollendinga, þeir sögðu einfaldlega nei við stjórnarskránni og stefnumörkun ESB. Það er eins og það gangi ekki inn að enginn hefur beðið um að ESB sé á leiðinni til að verða apparat sem þarf á stjórnarskrá að halda. Hvað með nýja EFTA stjórnarskrá??? Það er alveg hægt, og hefur alltaf verið hægt, að vinna saman án þess að þurfa að giftast öllum.
Ef Frakkar og Þjóðverjar (og þessi sænska tíví manneskja) vilja búa til nýtt ríki þá geta þeir byrjað á sjálfum sér og búið til Nýja Fransk-Þýsk-Sænska bandalagið. Eða kanski það ætti að heita Þýsk-Franska-Sænska bandalagið, þeir gætu sennilega rifist um nafnið í nokkur ár fyrst. En annars hef ég á tilfinningunni að Frú Angela Merkel sé komin með smá ofnæmi fyrir Evrópusambandinu. Hún er jú frá Austur-Þýskalandi og þekkir armæðina þar og veit að ESB hefur ekkert hjálpað í þeim efnum, þvert á móti mætti eiginlega segja. Hér eru hamingjutölurnar frá hjarta Evrópu
Ómari get ég ekki svarað ennþá, enda efast ég um að það sé til einhlítt svar við spurningunni um hvað Ísland þolir miklar skuldir. En já skuldabyrðin frá banka-bölinu er svakaleg. Þetta er hreint grátlegt. Núna mun Ísland skulda jafn mikið og Holland og Grikkland. En þá gildir það fyrst og fremst að það þurfa ALLIR að hafa FULLA atvinnu. Og það er aðeins hægt að ná því marki ef Ísland er utan ESB og fer ekki gæla við það að rústa samfélaginu í vitfirringlegu ERM ferli sem myndi ganga frá velferðarþjóðfélaginu eins og við þekkjum það.
Skýrsla Fitch hér á vef Seðlabanka Íslands: Fitchs Ratings: Iceland - A Difficult Road Ahead.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 23:37
Leiðrétting: Núna mun Ísland skulda jafn mikið og Holland og Grikkland : : á að vera Ítalía og Grikkland
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 23:43
Maður verður orðlaus yfir lygi-áróðri Gunnars og félaga. Er ykkur fyrirmunaða að halda uppi rökum gegn ESB án stórkalallegra rangfærsla, lýgi og hreinu bulli.
ESB fer ekki með nema rúm 1% af þjóðartekjum aðildarlandanna en hið opinbera í ríkjunum sjálfum fer eftir sem áður með 40-50% af þjóðartekjum og stjórnar að sjálfsögðu sínum efnhagsmálum með sínum fjárlögum en byggja þau reyndar ekki á sandi/krónum heldur evrum.
Af þessu um 1% hlutar ESB fer 5/10 af því beint til neytenda sem niðurgreiðslur landbúnaðarvara. Þá fer 3/10 af fé ESB í aðra beina styrki svo sem byggða- og þrónarstyrki Eftir eru 2/10 af rúmu 1% þjóðarframleiðslu landanna sem er það fé sem ESB sýslar með í reynd.
Tal um stjórnarskrá eða grunnlög ESB er ótrúlega rangfært í ykkar málflutningi, Gunnar. Það eru til allskyns grunnlög og grunnsamþykktir í allskyns samtökum og félagsskap, og allskyns samtök eiga forseta í staða formanna. T.d forseti ASÍ. Án þess að félög verði ríki við það.
Lagabálkur ESB sem fellur undir „sáttmálann“, þ.e. uphaflega Rómarsáttmálann og svo allar viðbætur eru grunnlög ESB og þar með er „sáttmálinn“ núverandi stjórnarskrá ESB, - en hann er bara orðinn svo stór með öllum aðildarsamningum og viðbótarsáttmálum ESB, að horft er til þess að skipta megi „sáttmálanum“ upp þar sem minni hluti en áður hefði „stjórnarskrárgildi“ en restin lagagildi, en skrifað frá grunni sem ein heild en ekki stagbætt og viðbætt.
Það hefur enga efnislega þýðingu hvort þú kallar allan sáttmálann eins og hann er nú STJÓRNARSKRÁ eða hvort þú skiptir sáttmálanum upp og kallar hann ekki allan „grunnlög“ eða stjórnarskrá eins og raunin er nú.
Allskyns félagsskapur á sér annarsvegar stofnskrá og hinsvegar lög og reglur sem byggja á stofnskránni/grunnlögum en verða ekki ríki við það - og það er það sem þetta snýst um.
- Þú gengur svo langt í að ljúga um það sem þú augljóslega veist eða ættir að vita að það er ekki hægt lengur að kalla það neitt annað en sínum réttu nöfnum.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 00:01
Eins og alltaf eru það ríkin sjálf sem stjórna atvinnuástandi sínu, þess vegna er það mjög misjanft milli landanna.
Hinsvegar hefur ESB lagt ríkjunum til tæki og möguleika til að takast á við sín vandamál en þau verða að gera það sjálf og það er undir hverju ríki komið hvernig það nýtir þær bjargir sem ESB leggur þeim til og þær dyr sem ESB opnar.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 00:05
Loks að það er engin rödd eða skoðun sem ekki fær að heyrast á vettvangi ESB. Það merkir hinsvegar ekkert annað um ESB en það að þar heyrast allar raddri og skoðanir sem til eru. Þar á meðal öfga hægri áróðursraddir eins og Gunnars sem helst vilja ganga í USA um leið og þeir atast í ESB - en þær eru þó mjög fáar meðal þeirra sem hafa kynnst ESB.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 00:18
Ef þessi óskapnaður, ESB, var stofnsettur sem aðferð til að komast hjá annarri styrjöld hefur Evrópa nákvæmlega ekkert lært af heimsstyrjöldunum.
Kveikjan að heimsstyrjöldunum var fyrst og fremst kúgunarhyggja Breta og Þjóðverja gagnvart öðrum smærri þjóðum, þó sérstaklega Þjóðverja.
Það vandamál verður ekki leyst með nýju kúgunarbandalagi, allra síst svona fyrirlitlegu skrifræðisbákni eins og ESB.
Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 00:21
Theódór, ef einhverjar þjóðir hefðu upplifað ESB sem kúgunaraðila hefðu einhverjar þjóðir fyrir löngu leitað þaðan útgöngu og engar gengið þangað inn lengi. Þess í stað sitjum við næstum ein eftir í EFTA, bandalaginu sem Bretar stofnuðu í stað EB/ESB, og viti menn þær hafa allar gengið til liðs við ESB.
- Þannig er veruleikinn og við Íslendingar ættum framar öðrum nú að hafa lært að taka mark á veruleikanum eins og hann raunverulega er. Ekki að leyfa höturum og bullokollum og kvótagróðapungum að ljúga bulli í hausinn okkar. - ESB hatrið og bullið sem nú veltur útúr sumum er sorgleg mynd þess hvernig Íslendinga leyfa mönnum að ljúga í sig.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 01:12
Helgi skrifar:
ESB fer ekki með nema rúm 1% af þjóðartekjum aðildarlandanna
Þetta er rangt Helgi. Rétta talan er 3% af VLF. En þetta er alltof alltof lítið og þarf því að auka. Það er jú þessvegna sem nýja stjórnarskráin er svona mikilvæg. Þá verður nefnilega hægt að skrifa út nýja sameiginlega SKATTA! Fyrst verður byrjað á óbeinum sköttum og svo munu koma sameiginlegir beinir skattar.
Það er jú vegna þessa sem seðlabanki Evrópusambandsins (ECB) er svona ónýtur seðlabanki. En ECB er getulaus og getur ekkert gert til þess að koma í veg fyrir alkul í fjármálakerfi ESB á næsta ári. Sjá: (Er fjármálamarkaðurinn í Evrópu að hruni kominn?)
Seðlabanki Íslands, seðlabanki Bandaríkjanna, seðlabanki Nýja Sjálands, Ástralíu ásamt fleiri raunverulegum seðlabönkum hafa beint og himneskt samband við vöðva samfélagsins sem eru skattgreiðendur, eða þeir sem búa til verðmætin í þjóðfélaginu.
Ekkert af þessu hefur hinn stóri gerfi-seðlabanki Evrópusambandsins. Hann er því í miklum vandræðum og þarf nauðsynlega á beinu og himnesku sambandi við skattgreiðendur á evrusvæðinu. Það er meðal annars þessvegna sem nýja stjórnarskráin er svona afskaplega mikilvæg því ESB er að fara á hausinn eins og þar er núna. Það getur alls ekki lifað af svona eins og það er í dag því í dag er núna er það eins og villuráfandi vanskapningur á milli svefns og vöku. Það verður annaðhvort að fara áfram eða afturábak.
Það átti sér einnig stað stór hönnunargalli þegar evran var búin til með Massastrickt samkomulaginu. Það gleymdist nefnilega að gera ráð fyrir að einkageirinn (bankar, fjármálastofnanir, fyrirtæki) gætu smyglað fjármálaáhættu (private risk on current account evrusvæðis) yfir á ríkissjóði ríkisstjórna evrusvæðis. En núna er semsagt búið að breyta fjármálaáhættu (credit risk) einkageirans yfir í áhættu ríkissjóða (sovereign risk). Svo núna er bara að fá sér stórann kaffibolla og góðar kleinur og bíða eftir að sum ríkin á bak við evru verði gjaldþrota. Á meðan getum við sem erum ekki svona heimsk hlegið alla leiðina í bankann.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.12.2008 kl. 01:12
Þú skrifar allt útfrá vænisýki í garð ESB Gunnar.
Sameinuðu þjóðirnar mega gera ísland að hluta USA og öryggiráðið hefur vald til að ákveða það - aðeins óskrifaðar reglur og siðferði þjóðagerir það að verkum að Bretar Skiluðu íslandi til baka eftir hernámið - og svo USA líka.
Allt sem ESB gæti gert okkur sem aðildarríki getur það miklu frekar gert okkur verandi utan bandalgsins. ESB getur núna ef það vill og án aðildar okkar að ESB samþykkt að leggja undir sig Ísland og fela Svíum stjórn landsins og Bretum fiskimiðin.
- ÞAð bara gerir ESB ekki af óteljandi ástæðum sem við verðum að treysta að séu virtar, en líka af því það yrði bandlaginu alltof dýrkeypt, fyrir utan að engan þar langar til þess. - Ef við værum í ESB væri slík ákvörðun bandalaginu ennþá dýrkeyptari því tilvera bandalagsins grundvallast á því að bandalgið fari aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildaríkis síns. - Ef það breyttist væri allt breytt og öll aðildarríkin yrðu að líta bandalí því ljói.
ESB er svona einskonar frímúraraklúbbur þar sem félagarnir hafa svarist í bandalag um að styðja ætíð hvern annan. Ef Bandalgið brýtur alvarlega gegn einu aðildarríki er það þar með fallið en þangða til: „If you can't beat them, then join them"
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 01:41
Það bjagaðist textinn svo hér er hann aftur:
Þú skrifar allt útfrá vænisýki í garð ESB Gunnar.
Sameinuðu þjóðirnar mega gera Ísland að hluta USA og öryggisráðið hefur vald til að ákveða það og hefur gert slíkt, - aðeins óskrifaðar reglur og siðferði þjóðagerir það að verkum að Bretar skiluðu Íslandi til baka eftir hernámið - og svo USA aftur seinna.
Allt sem ESB gæti gert okkur sem aðildarríki gæti það miklu frekar gert okkur verandi utan bandalagsins. ESB getur ef það vill og án aðildar okkar að ESB samþykkt að leggja undir sig Ísland og fela Svíum stjórn landsins og Bretum fiskimiðin.
- ÞAð bara gerir ESB hinsvegar ekki af óteljandi ástæðum sem við verðum að treysta að séu virtar og virkar áfram því annars eigum við hvort sem er enga framtíð, - en ekki síst af því það yrði bandlaginu sjálfu alltof dýrkeypt.
- Ef við værum í ESB væri slík ákvörðun bandalaginu ennþá dýrkeyptari því tilvera bandalagsins grundvallast á því að bandalgið fari aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildaríkis síns. - Ef það breyttist væri allt breytt og öll aðildarríkin yrðu að líta bandalagið í því ljósi og allur grundvöllur þess væri hruninn.
ESB er svona einskonar frímúraraklúbbur þar sem félagarnir hafa svarist í bandalag um að styðja ætíð hvern annan. Ef Bandalgið brýtur alvarlega gegn einu aðildarríki er það þar með fallið en þangða til: „If you can't beat them, then join them"
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 01:47
Nei, nei og nei.
Öfugt við t.d. tilboð í kaup á fasteing geta lönd gengið úr ESB ef þau vilja.
Ef menn ætla að ná fram samningi t.d. um kaup á fasteign er ekkert athugvert við að gera nýtt og betra tilboð eftir nei. Öfugt við fasteingakaup má þó kaupandinn í þessu tilviki þ.e. viðkomandi land eða ríki segt sig frá samningnum í heild hvenær sem viðkomandi ríki kýs svo.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 01:54
Helgi skrifar hérna eins og trúboði hins eina og sanna.
Helgi. Eru þær tölur sem Gunnar hefur birt rangar?
"því tilvera bandalagsins grundvallast á því að bandalgið fari aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildaríkis síns."
hverjir eru hagsmunir Írlands í dag og hverjir eru hagsmunir Þýskalands í dag? Fara þessir hagsmunir beint saman? Seðlabanki Evrópu er þegar búinn að segja að hann fari bara eftir því hvað sé sambandinu sem heild fyrir bestu. þá skiptir engu máli hvernig staða eins ríkis innan þess sé. er það í anda þess að fara aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkjanna?
Fannar frá Rifi, 13.12.2008 kl. 02:01
Þetta segir ESB um orð Gunnars
Héðan er þetta tekið. En þetta er gömul og þekkt viðmiðun.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 02:01
Ef Ísland væri eina landið utan allra innlimunarbandalaga en í vináttu sambandi við þau öll. Treysti ég mér til að selja vegabréfsáritun til Íslands á minnst 250.000 kall. Og við gætum lifað lúxuslífi eingöngu af því að þjónusta ofurlaunaferðamenn. Sjúklinga, námsmenn, o.sv.frv. Sérstaða í sjálfum sér er eftirsóknarverð. Millistéttar Frakkar éta ekki ódýra ESB kjötmetið. Því ættu Íslendingar að sækja í það með slíkar þjóðartekjur sem raunin er. Því ættu Íslendingar að snobba niður á við?
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 02:01
Ísland og Þýskaland eiga mikil viðskipti hvort sem við erum innan eða utan ESB, fyrir utan að við öndum að okkur sama andrúmslofti og búum við sama haf. Íslendingar sækja til Evrópu eftir menntun, þekkingu og vináttu auk viðskipta en nú hefur víða verið lokað á aðgang okkar að skólum Evrópu t.d. í Bretlandi nema sem full borgandi utan Evrópu búum á aðgangskvótum með fjarlægum löndum. Óteljandi margt eigum við sameiginlegt með Þjóðverjum og Evrópubúum.
- Og já ég hef þagað undir bullinu vitandi betur í 15 ár. Ef allir þeir sem horfðu uppá lýgina og bullið í ESB höturum hefðu opnað munninn um það og upplýst þjóðina værum við ekki í þeim sporum sem við erum í dag.
Ábyrgð mín er mikil af að hafa leyft ESB höturum að ljúga og blekkja í 15 ár án þess að segja orð - ég tek á mig fulla ábyrgð á því og geri það örugglega ekki lengur.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 02:12
"Óteljandi margt eigum við sameiginlegt með Þjóðverjum og Evrópubúum." Meira tel ég með frændum þeirra vestanhafs. Sjónvarsefni sem og aðrar neysluvenjur enda af löngu burtförnum landnemum kominn. Ég rek ættir mínar til Þýskalands og aðal einkenni Þjóðverja að lána ekki hverjum sem er aðaldsemi í fjármálum, sterk neytenda vitund, ást á súrkáli og virðing fyrir ströngum aga, sérstakur húmur, lítil þátttaka í Eurovision eru dæmi um hvað er ólíkt. Ég kann á þá en almennir íslendingar til lengdar?
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 04:34
HJH: Það hlýtur ekki að vera í lagi með þig!
Heldur þú í alvöru að sumir innan ESB væru í dag að undirbúa umsókn Íslands án þess að hagsmunir ESB væru bezt tryggðir við það, jafnvel þótt landið væri ekki einu sinni búið að óska eftir viðræðum? Hvað finnst þér um það að Finnlandsforseti, auk O.Rehn séu nánast búnir að Sjanghæja okkur í þetta samband, algjörlega án allra viðræðna? Er það bara sjálfsagt og eðlilegt?
Ég hef bara heyrt frá þér og Jóni Frímanni (og fleiri ESB-sinnum) að við hinir séum að ljúga og fara með hindurvitni. Niðurstaðan er samt sú að þetta skítasamband er búið að kúga okkur á undanförnum vikum, t.d. með Icesave og málum því tengt.
Getur þú svarað t.d. einni spurningu: Hvers vegna skildi Norðmönnum og Svissurum hafa þótt það betri kostur að standa utan sambandsins á sínum tíma og enn í dag? Önnur spurning er: Hvers vegna skildi atvinnuleysi vera svo hátt og hagvöxtur vera svona lágur í ríkjum ESB ef þetta er svona mikil gleði og hamingja eins og þú boðar?
Sigurjón, 13.12.2008 kl. 05:17
Þeir sem eru á móti innlimun í ESB hafa ekkert á móti fólkinu:þjóðunum sem því tilheyra. Frekar en sama fólk er ekkert á móti því Íslenska
Ég er ekki hrifinn af beauroKratinu og forræðishyggjunni sem því fylgir. Nautið, Gammurinn, Drekinn og Jötuninn vernda Fjallkonuna.
Almennigur í Evrópu hefur alltaf dáðst að okkur fyrir að stand á eigin spýtum, þó það hafi farið í taugarnar á BeauroKrata yfirstéttinni.
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 13:03
Sigurjón, ég veit ekki hvað er í lagi með allar vænisjúku samsæriskenningarnar um ESB en ég veit að ESB stendur öllum Evrópuríkjum opið og hefur alltaf gert. - EN ég veit líka að seinni ár hefur ekki verið neinn sérstakur áhugi almennt í ESB að fjölga þar smáþjóðum og að ESB hefur ekki gert neitt til ginna Ísland til til inngöngu nema síður sé. AÐ mínu mati og reyndar ESB-andstæðinga líka þegar þannig liggur á þeim ætti ESB löngu að vera búið að marka sérstaka stefnu sem með skýrum óvéfengjalegum hætti opnaði Íslandi dyr - en ekkert slíkt hefur verið gert því þar er enginn að reyna lokka okkur inn. Aðildarumsókn þarf að byggja á að við eigum rétt til inngöngu sem Evrópuþjóð og svo á eigin prinsippum ESB og reglum sem eru okkur hagstæðust og leiða fram tryggingu fyrir okkar hagsmunum. Ég hef kynnt mér þetta nægilega vel til að vita að það er hægt. Ef enginn vilji er til í ESB til að koma til móts við okkur er málið dautt - og líka möguleg aðild Noregs um áratugi. Við verðum að sækja okkar aðild sjálf - en við eigum þar vini svo sem Finna sem sagðir eru vilja að ESB undirbúi sig þá væntanlega með forkönnun á málum Íslands og áhrifum þeirra á ESB. - Það er vináttubragð FInna.
Þetta er ein af þessu risablekkingum íslensku þjóðarinnar um sjálfa sig að telja sig svo sérstaka og eftirsóknarverða að fyrir það fyrsta sé gefið mál að ef einhver sýnir okkur vinsemd sé það sönnun fyrir að viðkomandi gangi illt eitt til og hinsvegar að útlendingar séu verr fólk en við og hafi alltaf illan ásetning í okkar garð.
Raunin er auðvitað sú að um okkur gildir ekkert annað en aðrar þjóðir Evrópu. Flest allar EFTA þjóðirnar hafa yfirgefið EFTA fyrir ESB og þær síðustu fyrir um 13 árum og fóru á hraðferð inn í ESB vegna EES. - Það merkti ekkert um að ESB hefði ill áform í garð Svía, Finna eða Austurríkismanna.
Það blasir hinsvegar við að ísland er að hruni komið nú og ef við förum inn á annað borð geti undirbúningur ESB og tímaplan skipt sköpum. Ef við eigum þar einhverja velviljaða vini (hér hefur verið vitnað til FInna) þá undirbúa þeir það að menn þekki vel þarfir Ísland og að ekki þurfi að sóa of miklum tíma í vitleysu (nóg verður samt).
Eins og í öðrum vænisýkis-áróðri ESB-hatara er hvert vinarþel í þeirra augum sönnun um hið gagnstæða.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 16:55
Fannar ég mislas hjá þér.
ESB leggur grunn og opnar dyr en ríkin verða sjálf að byggja á grunninum og ganga um dyrnar.
Eins og kemur fram hér fyrr fer ESB ekki með nema 1% af landsframleiðslu ríkjanna eða 235 evrur á íbúa. Af því fer svo 5/10 í landbúnaðinn og 3/10 beint í byggðar- og þróunarstyrki hverskonar.
Evran er grunnur til að byggja á. Ef hér væri evra en ekki króna hefði IMF hér ekkert að gera og við værum ekki nú að fullnýta alla lánamöguleika okkar bara til að bjarga gjaldmiðlinum krónunni - þó allt annað væri eins (sem það væri ekki).
AÐ fenginn langri reynslu vilja 96% Íra vera í ESB þó þeir hafi fellt Lissabon-samninginn.
Ég geri ekki ráð fyrir að ESB geti bjargað hvaða aðildarríki sem er úr hverju sem er enda ekki tilgangur þess. Ríkin ráðstafa með 40%-60% af landsframleiðslu sinni en ESB hefur 1% til ráðstöfunar - raunar aðeins 0.2% þegar beingreiðslur til ríkjanna vegna landbúnaðar og þróunar hafa verið teknar frá.
----
Þetta segir ESB:
Héðan er þetta tekið. En þetta er gömul og þekkt viðmiðun.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 17:11
Einu sinni inn komin þá verður ekki aftur snúið með góðu móti. Ný kynslóð þekkir ekkert annað. Auðlinda litlar þjóðir hafa ekkert Val í stöðunni.
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 17:37
Helgi við erum með EES. Markaðsmöguleikar okkar innan ESB eru nægir. Snúist þetta bara um myntina væri það ekkert vandamál að ávarpa það sérstaklega. Það er ekkert að sækja þarna inn fyrir okkur. Við erum með allt sem við þurfum frá ESB. Þetta má ekki verða að trúaarbragðastríði...fyrir hverju ertu að berjast ? Ef þetta snýst um Efnahagsmál...þá er lausnarinnar svo sannarlega ekki að leita með aðild að ESB. Lífið heldur áfram...verður erfitt í smá stund og svo aftur betra.
Haraldur Baldursson, 13.12.2008 kl. 18:09
Ég vil frekar vera frjáls og fátækur Íslendingur, en feitt svín innan ESB. Það liggur við að maður fari að sakna Ráðstjórnar-ríkjanna og þess aðhalds sem þau veittu Aumingja-sambandi Evrópu(ESB). Er ESB-liðið ekki búið að valda okkur nægu tjóni með svikasamningum ?
Við höfum líklega verið skuldsett fyrir meira en 1000 milljarða Króna og það er bara fyrir að komast inn í anddyri ESB, sem nefnist EES. Landráðasamningurinn um Evrópska Efnahagssvæðið (EES), sem Alþingi samþykkti 12.janúar 1993, er líklega sá mesti glæpasamningur sem nokkurntíma hefur verið gerður fyrir hönd nokkurar þjóðar.
Samfylkingin gasprar um lýðræði, en þetta glæpafélag hefur verið staðið að verki. Fyrst Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar 12.janúar 1993 og síðan kórónar Samfylkingin verkið með Smánarsamningnum þann 08.desember 2008. Er að furða þótt fólk fái óbragð í munninn þegar minnst er á Samfylkinguna?
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 18:10
Það er barnalegt að halda því fram að öll þessi hvatning Finna og fleiri innan ESB sé vinarbragð. Þeir væru einfaldlega ekki að því nema þeir telji að sambandið hafi eitthvað upp úr því. Ef við værum jafn hræðileg hér á landi eins og þú vilt halda fram Helgi, þá myndi ESB gera allt til að halda okkur utan sambandsins.
Sigurjón, 13.12.2008 kl. 20:34
Loftur, hvað þurfum við að borga fyrir ESS á ári?
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 21:44
Mér skilst, að Jón Baldvin gangi enn laus, þótt háværar raddir séu uppi um að láta EES-glæframennina sæta refsingum. Hugsanlega Júlíus, hefur Jón Baldvin undirgengist að borga sjálfur kostnaðinn af EES-sukkinu. Hvað mikið þetta kostar hann á ári veit bara enginn, en Bryndís ætlar að krafsa eitthvað upp í þetta með honum. Hún er að gefa út Hjólabók.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 22:10
Ég veit að einhver fulltrúasæti opnast í Bruessel fyrir eðalkrata. En hvað græðir hinn almenni Íslendingur eftir innlimun?
T.d. mun 40% útlutnings okkar vera inn á hinn eina sanna ESB Markað. Sem er viðskiptalaga mikið óráð og áhætta til langframa. Í ljósi þess að um aðra markaði er ræða færi betur að dreifa áhættunni. TD. Ameríka N og S 30% ASÍA 40% Afríka 10% og Evrópa 20%.
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 22:31
Hmmm ný stjórnarskrá fyrir evrópu ,,, hvað ætli margir Íslendingar séu búnir að lesa íslensku stjórnarskrána nú eða kanar búnir að lesa sína. Og hvað hefur sagan kennt okkur um mikilvægi stjórnarskráa. Þær tala flestar ef ekki allar um að allir séu jafnir,,,,,,, réttlæti handa öllum. Skiptir þá nokkuð hvað stendur og hvað stendur ekki í stjórnarskrá ESB . Sagan hingað til kennir okkur að það er afar litlu púðri eytt í að skapa þann heim sem að svokallaðar stjórnarskrár mæla fyrir um. Enn það er kannski um að gera að nota svona scary tactik á okkur almúgan eins og það skipti stóru máli :) hvað stjórnarskrá hvers lands segir. Þetta er bara plagg sem að var skrifað í allt öðrum heimi og á allt öðrum tíma og við allt aðrar aðstæður en við lifum í dag. Það er alveg svakalega mörg réttlætismál sem eru stöðvaðar vegna þess að það brýtur í bága við stjórnarskrá viðkomandi lands að laga til betri vegar.
stefán Viðar (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:54
Eftir stofnun Myntráðs Íslands, með 100% baktryggingu í USD-varasjóði, munu nær öll okkar viðskipti verða í USD. Evrópu mun ekki lengur líðast að beita okkur viðskipta-þvingunum með hærri verðum en Dollar-svæðið í heild greiðir.
Sama verður upp á teningnum varðandi útflutning okkar. Öll verð í Dollurum og Evrópa verður bara að una því. Prósentu-skipting fortíðar á milli gjaldmiðla mun einfaldlega ekki skipta okkur neinu máli, þegar ISD=USD hefur verið tekinn upp.
Ekki dettur Bandaríkjamönnum í hug að eiga viðskipti í Evrum, hvers vegna ættum við þá að gera það, eftir upptöku ISD, sterks Íslendsks gjaldmiðils ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 22:55
Hér er faktískt verið að tala um Umbótasáttmálann.
Þetta er alveg satt sem Helgi bendir á, eitthvað á þá leið, að nálgun andstæðinga ESB nær engri átt og er í rauninni ekkert á umræðugrundvelli.
The ‘No’ campaigners effectively scared the public. Even though there was no basis for their slogans, they stated in well-orchestrated and displayed posters throughout the country that: abortion would be legalised by Lisbon; Ireland would not be able to maintain its military neutrality; there would be conscription into an EU military force; corporate taxes would increase; and Lisbon would result in the privatisation of education and health. Smacking of some pretentiousness, the ‘No’ side also tried to explain to the Irish that its electorate’s rejection of Lisbon would kill the Treaty and force the renegotiation of key points for Ireland. If politics does sometimes breed strange bedfellows, this referendum was a prime example of a coalition of left, centre and rightist organisations coming together and telling (at best) half-truths in order to prop up the ‘No’ vote.
http://www.realinstitutoelcano.org/wps/portal/rielcano_eng/Content?WCM_GLOBAL_CONTEXT=/Elcano_in/Zonas_in/Europe/ARI69-2008
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.12.2008 kl. 01:03
Enginn veit hvað átt hefur fyrir en misst hefur. Ég veit allt um kosti þess að vera Íslendingur þar sem almenningur getur veitt sér meira að öllu jöfnu en sá í ESB. Fyrir utan Noreg, Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkin, endast fæstir íslendingar lengi í öðrum löndum ESB.
Það er einfaldlega af því að þeir samlagast ekki þeim siðum og reglum sem gilda almennt innan ESB. Staðreyndirnar tala sínu. Þjóðaratkvæða greiðslu strax svo maður þurfi ekki að hlusta á þetta endalausa bull hvað kemur þjóðinni best.
Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 03:54
Ég frábið mér því algjörlega að ESB-sinnar geti komið með svona setningar: ,,Þetta er alveg satt sem Helgi bendir á, eitthvað á þá leið, að nálgun andstæðinga ESB nær engri átt og er í rauninni ekkert á umræðugrundvelli.", án þess að færa rök fyrir máli sínu. Ég lýsi yfir að ÓBK væri nær að sýna fram á hvernig hag okkar er betur borgið innan ESB en utan þess.
Sigurjón, 14.12.2008 kl. 05:30
Ómari Bjarka er ekkert um kosningar gefið, enda líklega Krati úr Samfylkingunni. Hann segir:
Ekki er hægt að tala skýrar um vinnubrögð Kratanna, þegar kemur að fullveldismálum. Þeir eru stöðugt tilbúnir að selja frelsi þjóðarinnar og óska sér einskis heitar en verða feit svín innan ESB. Þessi ESB-hjörð er búin að valda okkur miklu tjóni með svika-samningum sínum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 11:17
K-rati úr samfylkingunni. Það er málið Loftur.
Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 19:56
Merkilega mikill pappír í þessari stjórnarskrá "umhverfis-sinnana" í Brussel. Hvaða skógur var felldur svo unnt væri að prenta þetta skjal ? :-)
Kannski finnst ESB sinnum vert að fórna Lýðræðinu svo hægt verði að sötra kaffi í Brussel, en ég ætla að varðveita hjá mér hrifningunni á því að fá að velja sjálfur. Ég er viss um að Írar fara að þreytast á kosningum, eins gróflega og þeim er misboðið með því að þröngva þá til að kjósa á ný þar til þeir álpast til að vera svo illa upplagðir að þeir segja já. Þeirra vegna vona ég að þeir haldi haus og rétti sínum í leiðinni.
Haraldur Baldursson, 14.12.2008 kl. 21:17
Þetta kallast falið atvinnuleysi, Haraldur!
Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 21:39
Var rétt í þessu að hlusta á þetta ógnvekjandi viðtala við Margot Wallström. Ekkert í þessa veru hefur komið fyrir augu og eyru Íslendinga síðan Þuríður Bachman (VG) sat fyrir svörum í Útvarpssal fyrir nokkrum árum vegna umdeildrar auglýsingar Reykingavarnanefndar.
Auglýsingin braut á mannréttindum reykingafólks þar sem í henni var lagt til að atvinnurekendur réðu ekki reykingamenn til starfa. Á engum punkti í umræðunni gat Þuríður skilið að um mannréttindabrot og stjórnarskrárbrot væri að ræða. Rétt eins og þessi Wallström var henni fyrirmunað að skilja hugtakið Mannréttindi; í því tilviki átti að meina fólki að fá vinnu á grundvelli lasta. Wallström vill afnema lýðræðislegan rétt á grundvelli hagsmunasamtaka Brussel-elítunnar.
Löstur er ekki glæpur er titill bókar Lysanders Spooner (má kaupa á Andríki.is) sem fjallar um áráttu manna til að hafa vit fyrir öðrum. Þetta viðtal við Wallström færði mér heim sanninn um að maður þarft ekki að vera hreintrúa Vinstri grænn til að missa sig í öfgatrú. Wallström sannar að fólk sem hættir að skynja hið röklega samhengi missir sig fram af hengiflugi öfganna.
Auglýsing Reykingavarnarnefndar var látin hverfa í djúp gleymskunnar, gott væri að ESB færi sömu leið.
Ragnhildur Kolka, 14.12.2008 kl. 22:09
Við að hlusta á Margot Wallström, varð fyrir mér krystal-tært, að áður en við leyfum stjórnmálmönnum landsins, svo mikið sem snúa sér í átt að Brussel, verður að vera komið ákvæði í Stjórnarskrána um þjóðaratkvæði.
Krata-svínin hafa tvisvar svikið þjóðina með samningum við ESB.
>>> 1993 og 2008 <<<
1993 var samþykktin keyrð í gegnum þingið með litlum meirihluta.
2008 var samþykktin samþykkt með minnihluta !
Nú veit ég ekkert um Margot Wallström, en ekki kæmi mér á óvart þótt hún sé Krata-svín.
Ef við höfum ekki ákvæði um þjóðaratkvæði í Stjórnarskránni, verður okkur þrælað inn í ESB með góðu eða illu. Öll loforð um atkvæðagreiðslu verða svikin.
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 23:01
Ég (með öllum mínum stóru löstum) þakka ykkur aftur kærlega fyrir innleggin.
Margot Wallström er úr Sveriges socialdemokratiska arbetareparti
.
Hún er semsagt einn af jarðýtustjórunum í einni öflugustu jöfnunarvél og grjótmulningsvél heimsins. Sænska samyrkjubúið. En það eru kanski ekki allir sem gera sér grein fyrir því að sósíal-demó-kratar eru fyrir all löngu síðan búnir að grafa sig inn í og út í gegn í Evrópusambandinu - hertaka það. Þessvegna mun ESB alltaf enda sem DDR nútímans. Það eru nú þegar til ríki í ESB þar sem 75% kjósenda eru á framfærslu hins opinbera, að fullu eða að hluta til. Hvað munu þeir kjósa næst? (ef þeir þá fá að kjósa næst). Já ég veit að þetta er flókið.
Það hefur lengi verið til sænskt samfélagsmódel sem á fagmáli væri hægt að kalla: "Hedging against prosperity" - að tryggja sig gegn hagsæld. Þetta módel er að vísu til á fleiri stöðum núna. En það gengur í stuttu máli út á að vera aldrei betri en sá lélegasti í bekknum. Á sænsku er þetta kallað "solidaritet". En það var samt ekki þetta sem pólski harðjaxlinn Lech Wałęsa meinti með orðinu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2008 kl. 00:10
Ég veit ekki hvort margir hafa veitt því athygli, en - talandi um samfélagsmódel - þá er fall kommúnismans í Evrópu eina byltingin í Evrópu sem hefur komið frá fólkinu sjálfu, þ.e. komið neðanfrá. Allt hitt hefur komið ofanfrá og verið dregið eins og lambhúshetta yfir höfuð fólksins. Eins er með ESB, það er ekki óskabarn fólksins og hefur aldrei verið það.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2008 kl. 00:20
Blessaður Gunnar.
Þú verður að svara betur í skuldadæminu. Það er of seint að snúa við þegar skuldirnar eru óbærilegar. Taflan sem þú birtir um GDP 2008 segir ekkert um, sömu tölu 2010. Sú verður miklu hærri. En þær þjóðir sem eru á sömu slóðum í dag hafa ólíkar forsendur til að greiða. Japan er mjög þróað útflutningshagkerfi og ætti að standa í skilum, nema ef til komi kerfishrun t.d alvarlegt fall í útflutningi. Ítalarnir þurfa að vera skuldsettir því annars á Mafían erfiðara með að þvo peninga sína. Frá því að ég man eftir mér þá hafa fyrirtæki á Ítalíu verið í kröggum og þurft endurfjármögnun. Fannst þetta alltaf vera dálítið skrýtið þar til ég las blaðagrein um þvottaþörf Mafíunnar. Grikkirnir eru brjálaðir í dag þó ekki hafi komið til kerfishrun. Við munum skulda miklu meira og hjá okkur varð kerfishrun.
Strútarnir tala alltaf um að þó illt væri, þá væri þetta bara 10 % af landsframleiðslunni. Hvílík firra því bankarnir voru drifkrafturinn í þensluhagkerfi sem a.m.k. skýrir helftina af veltu og hagvexti höfuðborgarsvæðisins. Núna er súrefnið farið og eftir er hinn banvæni koltvísýringur, skuldirnar og tilgangslaus rekstur. Hvað ætla t.d lúxusvörusalarnir að taka sér fyrir hendur? Hjá þeim vinna þúsundir manna. Einnig var ríkisrekstur fjármagnaður með þessum þenslupeningum: Hugsanlega erum við að tala um 30 % niðurskurð hjá ríkinu. Án þess að vextir og afborganir koma þar inní dæmið.
Ég tel því að við komust ekki hjá því að svara þessarri grunnspurningu. Vandinn leysist ekki við það að afneita honum. Jón Daníelsson hefur fært fyrir því sterk rök afhverju of miklar skuldir kæfi allan viðsnúning. Hagkerfi festist í eymd sem fólk flýr úr, hvort sem það er gert ólöglega á bátum eða löglega með flugvél. Bjartsýnisgreinar, hvort sem þær eru um mannauð og sprota, eða styrk þess að hafa eigin mynt og sveigjanleika og dugnað eins og þú skrifaðir um, ekkert af þessu heldur vatni eða vindi nema þjóðin horfi fyrst í augun á skuldavanda sínum og hvaða afleiðingar of miklar skuldsetningar hafi. Rök Jóns gegn Icesave ölmusinni (ríkissjóður breta stendur illa) voru ekki þau að hann langaði ekki mikið til að drekka rauðvín í Brussel. Hann sagði að það yrði engin þjóð eftir til að borga eftir 10 ár ef við tækjum á okkur (ólöglegar) skuldbyndingar sem við risum ekki undir. Fyrir þessu færði hann sterk rök og þeim hefur ekki verið hnekkt, aðeins sambland af gjálfri og þöggun hjá borgunarliðinu.
Ég er t.d er rauðvínsdrykkjumaður og var þessvegna frekar jákvæður gagnvart samevrópskri rauðvínsmenningu. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að landið hafði orðið fyrir samevrópskri árás í þeim eina tilgangi að gera börn mín að skuldaþrælum Evrópskra skriffinna, þá ákvað ég að gerast bindindimaður á rauðvín og drekk bara núna innlendan landa og smyglað Whiskí. Það er ekki hægt að bjóða börnum okkar hvað sem er til að við sjálf getum haft það þægilegt. Íslendingar eiga ekki að eyða kröftum sínum í að ræða kosti og galla ESB umræðunnar, ekki í dag. Kanski á morgun eftir formlega afsökunarbeiðni ESB ásamt stríðsskaðabætum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2008 kl. 00:26
Sæll Ómar
Það eina sem mér getur komið til hugar sem hughreystandi "argument/huggun" er það að framfærslubyrði ríkissjóðs Íslands er mjög létt miðað við flest DDRríkin í ESB. Ríkissjóður Íslands er meira aflögufær en aðrir ríkissjóðir einfaldlega vegna þess að Ísland er ekki með ESB & DDR-veikina (ennþá).
En samkæmt matsfyrirtækjum þá munu flestir ríkissjóðir ESB verða gjaldþrota (default) innan 25-40 ára, því þar hvíla mest allar lífeyrisgreiðslur á herðum skattgreiðenda í ESB, en sú uppspretta velmegunar er jú að þorna upp því svo fáir eignast börn í ESB. Svoleiðis verða 50% kjósenda í kosningum í Þýskalandi á næsta ári orðnir sextugir og eldri. Það er hægt að ímynda sér hvað þeir muni leggja áherslu á í þeim kosningum.
Það er því einnig hægt að ímynda sér af hverju nýja stjórnarskráin er svona svakalega mikilvæg. ESB verður að geta skrifað út sameiginlega skatta til þess að samfélagið hrynji ekki saman í farmtíðinni, þar sem skálmöld, félagslegt styrjaldarástand og óeirðir munu rústa öllu samfélaginu og sem þá mun ekki hafa nein virk landamæri, hvorki líkamleg, efnahagsleg eða ömurleikaleg til síns öryggis.
En ekki ímynda þér að ég sé svona klár að geta gefið upp ákveðna þolmörkstölu yfir það hvað íslenska samfélagið þolir af greiðslubyrði. Það getur enginn, frekar en að enginn getur hitt botn og topp hlutabréfamarkaða nema fyrir einskæra heppni.
En að mínu mati þá er það vera Samfylkingarinnar í ríkisstjórn sem núna er búin að reisa einn ofurrisa af hurðarási um öxl allra Íslendinga. Já, auðveldasta leiðin til að komast hjá því að þurfa að borga er að mótmæla þessu, og ef það dugar ekki þá mun fólk mótmæla á þann hátt að það hættir að greiða þessa Versalaskatta og yfirgefur samfélagið. Það er því raunveruleg hætt á að þessir atburðir geti orðið banabiti íslensks samfélags, ef illa er haldið á spöðunum.
Þeir sem halda á spöðunum núna eru með visna vöðva og í streitu og í hræðslukasti. Það þarf því að mínu mati þjóðstjórn til NÚNA!
Allar sósíal-demó-krata ríkisstjórnir reisa alltaf hurðarása um öxl þegnana, því sósíal-demó-kratar skilja ekki mismuninn á velmegun og velferð. Þeir halda alltaf að peningar geti orðið til inni í hausnum á opinberum starfsmönnum og þeir trúa því einlæglega að allt fólk séu fífl.
Ég hefði viljað ganga miklu harðara til verks, og ekki látið mér nægja að pissa í skóinn til að fá stundarfrið fyrir fíflum.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2008 kl. 01:16
Meðan ekki er kominn fram ein ESB túnga sem allir þegnar þess eru jafnvígir á munu þeir aldrei geta myndað sátta USE. Tungmálin eru forritin sem hugsanir okkar byggja á. Sem og siðir og fordómar.
Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 02:32
Sæll nafni,
þyndarbykkja er sko rétta orðið.
Ég vona svo sannarlega að við förum ekki inn á þetta vitfyrringahæli, það myndi svo sannarlega tákna endalok Íslenskrar siðmenningar.
sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:46
Þetta eru gamlir Maoistar, hvað er í gangi?
sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:50
Þetta eru greinilega ekki afkomendur þeirra sem undu ekki við ofríki en vildu áfram hafa ölld völd í heima, nema á stríðstímum.
Kreppur Í Evrópu [Efnahagstríð um lífsrými og auðlindir] enda í blóðúthellingum og eða fólksflótta vestur, hingað til.
Það er hægt að skipta um nöfn en ESB er ekkert annað en ráðstjórn.
Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 13:02
Blessaður Gunnar.
Íslenski ríkiskassinn stendur ekki vel. Tekjuafgangur hans byggðist á þenslusköttum og núna eru þeir horfnir og munu ekki sjást í fyrirsjánlegri framtíð. Núverandi tekjuhalli er áætlaður 165 milljarðar, í þeirri tölu er ofmat á tekjum og vanmat á afleiðingum kreppunnar (atvinnuleysi). Einnig er ekki minnst orði á kostnaðinn vegna Icesave eða endurfjármögnunar bankanna. Þetta er ekki lýsing á velstæðum ríkissjóð, heldur gjaldþrota. Að skera niður á núll í þessarri stöðu er ómögulegt, jafnvel þó enginn krati væri í stjórninni. En það þarf ekki núllrekstur heldur þarf afgang uppá 25-45% af tekjum ef við ætlum ekki að verða fjárhagslega háð ESB. Það er rétt að það þarf þjóðstjórn og þjóðarsátt um neyðarstjórn og neyðaraðgerðir. Slík sátt myndast ekki ef sáttin á að snúast um ESB og greiðslu stríðsskaðabóta.
Ég held að þú vanmetir þekkingu þína. Skuldsett einkafyrirtæki, sem verða fyrir gífurlegum tekjusamdrætti, leggja ekki í frekari skuldsetningu nema þau telji framtíðartekjur af fjárfestingu réttlæta áhættuna. Sama lögmálið gildir í prinsippinu líka fyrir almannasjóði. Útgjöld sem draga úr kreppu eða eru líkleg til að skapa framtíðartekjur eru réttlætanleg en því aðeins ef þau eru innan hagkerfisins. Erlendar lántökur sem þurfa að greiða hraðar en tekjuflæðið, þýða aðeins afsal sjálfstæðis, þjóðin er háð miskunn lánadrottnans (ESB) um endurfjármögnun og afborgunarskilmála. Jón Daníelsson færir rök fyrir því að í kreppu megi ríkissjóður ekki skuldsetja sig yfir hlutfalið 1 af landsframleiðslu, því þá verði spíralinn niður sterkari en jákvæðu togkraftarnir. T.d verði of mikil skattlagning og of mikill niðurskurður í mennta og heilbrigðismálum. Hvorugtveggja hreki fólk útúr hagkerfum en slíkt er mjög auðvelt hér vegna EES samningsins um sameiginlegan vinnumarkað.
Á einhverjum tímapunkti eru mörk og allar pólitískar skuldbindingar eða siðferðisskuldbindingar verða að stoppa við þau mörk. Við hvorki tökum lán fyrir gjaldmiðli, heiðursskuldbindingum eða velferðisskuldbindingum ef þær fara yfir þessi mörk. Allar "eyðslutillögur", hvort sem það er lán frá IFM til að bjarga krónunni, innlánakerfi ESB (eins og Ólafur sagði í síðasta Reykjavíkurbréfi), eða bóluvelferðarkerfinu, eru marklausar nema tillöguhöfundar rökstyðji forsendur sínar um þanþol erlendrar lántöku. T.d varst þú í mótsögn við sjálfan þig þegar þú talaðir um styrk útflutningsgreina okkar því þú á sama tíma komst með sannfærandi rök um djúpa kreppu á aðalmarkaðssvæði okkar. Álið er þegar fallið og það eru fyrirsjánlegar miklar verðlækkanir á sjávarafurðum og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu. En allt eru þessar greinar mjög skuldsettar á Íslandi og því ekki líklegar til að standa undir aukinni skuldsetningu ríkissjóðs, allavega ekki næstu 5 árin. Á þeim tíma eiga "vinalánin" að greiðast eða endurfjármagnast og þá fyrst er sjálfstæði okkar í húfi. Sjáum við ekki framá að geta staðið í skilum við "vini" okkar þá er rökréttar að fara leið Þorgerðar Katrínar og reyna að ná skuldasamningum strax, á meðan eitthvað er að semja um. Gjaldþrota einstaklingur, fyrirtæki eða þjóð hefur enga samningsaðstöðu.
Þannig að skuldatalan er lykilatriði í framtíðarspám okkar. Þess vegna vill ég t.d ekki IFM lánið eða Icesave og deili þeirri skoðun minni með þeim hagfræðingi sem mestan frama hefur í akademíunni í útlöndum. Hann er allavega ekki vitleysingur og röksemdum hans þarf að svara með rökum ef menn telja eitthvað annað í stöðunni. Annars er það bara ESB og/eða afsal sjálfstæðis vegna skulda, líkt og Nýfundlendingar gerðu á sinni tíð.
Spáðu betur í þetta og settu þig í spámannsstellingarnar. Annaðhvort tekst þér að sannfæra mig um að Vilhjálmur Egils, þinn gamli þingmaður hefur rétt fyrir sér eða þú staðfestir endanlega andstöðu mína við IFM og Icesave.
Og að lokum þetta. Það eru ekki bara kratar sem hafa ekki áttað sig á muninnum á velmegun og velferð. Allir ismar átta sig ekki á þessarri einföldu staðreynd. Að mér vitanlega hefur enginn ismi verið búinn til um sjálfstæði einstaklinga og fyrirtækja þeirra en samskipti þeirra heitir markaður og grunneining er velferð fjölskyldunnar og samfélagsins. Ég veit að þú ert/varst stuðningsmaður þeirrar "frjálshyggju" sem hér var reynd síðustu 16 árin en meira að segja Hannes guðfaðir var farinn að tjá opinberlega efasemdir sínar þegar hann skynjaði að rekstur einstaklinga var að deyja út og þjóðin sat upp með fákeppni eða einkeppni misviturra skuldavíkinga. "Small is Beautiful" sagði Newsweek einhvern tímann og nær kjarna málsins verður ekki komist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2008 kl. 14:46
Auðvitað á að gera úttekt á því hvað kjósendur í Írlandi voru óánægðir með í sáttmálanum og mæta þeim kröfum. Um er að ræða mörg þúsund atriði sem verið er að breyta í ESB til að laga löggjöfina að því batterí sem það er í dag. Halda menn virkilega að bara út af því að Írar voru ósáttir við eina eða tvær breytingar í sáttmálanum að þá verði bara aldrei gerðar fleiri breytingar á ESB? Ég man t.d að ein breytingin sem er verið að gera á sáttmálanum er að Bretar missa neitunarvald sitt gegn sameiningu vestur-og austur Þýskalands, svo gamlar eru sumar klausurnar í stofnsáttmálanum.
Ég man að stuttu eftir að Frakkar höfðu hafnað stjórnarskránni í mótmælaskyni við Chirac(ef hann hefði verið á móti stjórnarskránni þá hefðu Frakkar samþykkt hana) þá var gerð könnun á meðal Evrópuríkja varðandi afstöðu til stjórnarskráarinnar og þá voru það einmitt Frakkar og Hollendingar sem voru einna mest hlynntir henni.
Heyrðu já, á meðan ég man Gunnar, það fer lítið fyrir skrifum þínum núna um "hrun" evrunnar. Breska pundið hefur aldrei verið veikara gagnvart evrunni, dollarinn hefur ekki verið veikari gegn evrunni í einhverja þrjá mánuði og dollarinn hefur reyndar held ég ekki verið veikari gagnvart japanska yeninu í 15 ár held ég.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.12.2008 kl. 14:47
ESB er að að hrynja. Innan ESB komast Íslendingar ekki upp með neitt múður og verða að láta bjóða sér hvað sem er.
Utan ESB er hægt að leita nauðungarsamning, neita að borga skuldir "The con artistists" m.a.
Eru þeir í ESB borgunarmenn í framtíðinni? Er innlimun í ESB arðbærasti kosturinn í stöðunni?
ESS-samngurinn er dæmi um Ný-frjálshyggju sem á ekkert skylt við frjálsan markaðsbúskp þegar frelsi einstakilinganna er í þágu fjöldans: Frjálshyggjuna.
Mætti allveg eins kalla Ný-frjálshyggju Kommúnisma. Sbr. skilgreiningar á vefnum.
Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 15:14
Heyrðu já, á meðan ég man Gunnar, það fer lítið fyrir skrifum þínum núna um "hrun" evrunnar. Breska pundið hefur aldrei verið veikara gagnvart evrunni, dollarinn hefur ekki verið veikari gegn evrunni í einhverja þrjá mánuði og dollarinn hefur reyndar held ég ekki verið veikari gagnvart japanska yeninu í 15 ár held ég
Einungis fáráðlingar óska sér gjaldmiðils sem alltaf hefur hátt eða síhækkandi gengi. Það er greinilegt að þú ert sósíal-euro-krati, Jón Gunnar Bjarkan, því flestir sósíal-demó-kratar og ríkisstjórnir þeirra reisa alltaf þunga massífa gjaldþrjóta og hurðarása um öxl þegnana, því þið sósíal-demó-kratar skiljið ekki mismuninn á velmegun og velferð. Þið hafið enga hugmund um hvernig raunveruleg verðmæti verða til. Þau verðmæti sem byggja samfélög. Þið haldið alltaf að peningar geti orðið til inni í hausnum á opinberum starfsmönnum og embættismönnum og þið trúið því einlæglega að allt fólk séu fífl eins og allir í stjórn Evrópusambandsins halda alltaf og hafa alltaf haldið.
En Aðalsmerki sósíal-demó-krata eru ríki á barmi gjaldþrots. Skuldsett, örmagna og deyjandi samfélög. DDR nútímans.
Það er greinilegt að það þyrfti að loka eitthvað af skólum sem kenna á háskólastigi á Íslandi því aldrei hefur eins mikið magn af fíflum horft eins fast og aðgerðarlaust á eins fáa fábjána sem fengu góðfúslegt leyfi þeirra til að keyra Ísland í þrot þá meðan þeir horfðu á nafnspjöldin sín með titlunum og lingunum uppi á vegg.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2008 kl. 15:26
Kína er raunverulega að byggja upp upp fátækari ríki heims sbr. Angóla. Brúr og vegir og tækniþekking í stað Olíu.
Fyrrverandi nýlenduþjóðir heimsins með þeim á ég heima. Sjónhverfingu gömlu nýlenduveldanna er lokið. Án auðlinda og barneigna er ESB einskins virði. Íslendingar að fornu fari hafa ekki sætt sig við Of-ríki. Filabeinsturnarnir geta gömlu kúgararnir tekið með sér í fallinu. Þökk sé upplýsingu netsins. USA telst fyrrverandi nýlendu þjóð. Eru menn búnir að missa tímaskynið, ekki verður bókvitið í askanna látið. Niður með BauroK-rata foréttinda stéttina.
Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 16:17
"Það er greinilegt að þú ert sósíal-euro-krati, Jón Gunnar Bjarkan, því flestir sósíal-demó-kratar og ríkisstjórnir þeirra reisa alltaf þunga massífa gjaldþrjóta og hurðarása um öxl þegnana....og svo framvegis".
Veit ekki nákvæmlega hvert þú ert að fara með þetta eða hvar ég minntist á þetta sem þú ert að tala um, gjaldþrjóta og hurðarrása, en mér sýnist þetta sé í takt við þann almenna misskilning þinn að það séu aðallega vinstri menn sem aðhyllast ESB. Ég hef reyndar útskýrt áður afstöðu mína á hinu risastóra ríkisbákni á Íslandi og hversu mikið mér mislíkar það. Ég er reyndar nokkuð vel hægra megin við miðjuna sjálfur og kaus Sjálfstæðisflokkinn þar til í þar seinustu kosningum, en ég er núna stuðningsmaður samfylkingarinnar því síðastliðinn ár þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinlega verið tekin úr sambandi hvað varðar stefnumörkun og heimssýn. Ætli hann sé ekki einu hægri flokkurinn í Evrópu sem er andvígur ESB, og held ég að hægri menn um allan heim að klóra sér í hausnum yfir slíkri afstöðu enda flokkurinn algjörlega áttavilltur í utanríkismálum. Amerískir neo-conar notfæra sér svona vitleysinga, má þannig til dæmis nefna að þeir fjármögnuðu anti-Lissabon hreyfingar á Írlandi með fjárstuðningi á meðan þeir styðja sjálfir heilshugar við NAFTA, sem er jú einhverskonar ESB wanna-be fyrirbæri. Eitt aðalmarkmið Bandaríkjanna er að reyna halda Evrópu veikri og kjánaprik eins og elítan í Sjálfstæðisflokknum er því kærkominn rolluhjörð sem þeir reyna og tekst í mörgum tilfellum að höfða til.
Varðandi að hafa alltaf hátt gengi á sínum gjaldmiðli sé ekki gott, þá er ég nokkuð sammála því til skamms tíma, ertu þá væntanlega að meina vegna útflutnings, hinsvegar verður þó að teljast undarlegt að það skiptir engu máli hversu neðarlega dollarinn sekkur, alltaf eru utanríkisviðskipti þar í bullandi mínus svona almennt. En það verður að taka fleiri faktora inn í dæmið eins og t.d verðbólgu og niðurgreiðslu af erlendum skuldum. Þannig hafa Evruríki þannig fengið um það bil 30-40% afslátt af niðurgreiðslu erlendra skulda, sama afslátt af olíu og gas innflutningi og eiginlega öllum "commodoties", fyrirtækjakaupum erlendis og svo framvegis síðastliðinn ár, það er nú enginn smá búbót.
En jú jú, það má rökræða hvort það sé jákvætt að hafa alltaf hátt gengi á sínum gjaldmiðli, en ég minntist nú bara á Evruna því varst um daginn að tala um að fjárfestar hefðu misst trúnna á evrunni og því væri hún að veikjast, svo samkvæmt þinni eigin röksemdarfærslu þar sem Evran er styrkjast svona mikið gagnvart dollara og pundi þá sé það vegna þess að fjárfestar bera svona gríðarlega mikið traust til Evrunnar greinilega.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.12.2008 kl. 16:56
Evrópa er veik og getur ekki lengur treyst á gömlu nýlendurnar sem leita óðum annað eftir því sem greindin og sjóndeildarhringurinn vex.
USA allmenningur setur takmörk fyrir því hvað hann fórnar [fjárfestir ekki lengur] í ESB.
Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 17:41
Blessaður aftur.
Sammála þér með bjánana. Á mínum yngri árum notaði ég svipað heiti yfir félaga mína sem voru að rembast við að lesa Kommúnistaávarpið. Allir "ismar" eru mannfjandsamlegir og hættulegir.
En meðan ég man. Það var í fréttum í dag að Írar ætluða að seilast í lífeyrissjóðskerfið sitt til að reyna að lappa uppá bankakerfið. Of lítið, of seint. Spurning hvort seðlaprentun hefði bjargað þeim en á það reynir ekki. Evruvæðing þeirra mun tryggja þeim hægt og öruggt gjaldþrot. Spurning hvort þú hafðir séð í kristalskúlu þegar þú spáðir þessarri þróun. En það er alltaf jafnfyndið að lesa fortíðarrök um ágæti Evrunnar og ESB. Er þetta sjálfseyðingarhvöt læmingjanna eða heimska sem hrjáir Evrusinnað Samfylkingarfólk? Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2008 kl. 18:53
Ég er sammála Júlíusi: hver vill vera "bara Þýskaland" eða "bara Frakkland" í dag? Enginn. Nú eru heimsveldin runnin þeim úr greipum og eftir stendur minnisvaðinn um frekar óskemmtilega atburði í sögu þeirra. Því bæði eru ríkin "fyrrverandi" og nú á ESB að lækna minnimáttarkenndina og skaffa þeim fjarvistarsönnun fyrir því að hafa verið frekar "óskemmtileg" fyrirbæri á ruslahug sögunnar. Svo nú er það ESB sem á að lækna og lindra eyðilagt egó. Núna er því svo gott að geta sagt, "nei nei, við erum ESB", ekki bara Þýskaland eða Frakkland. Og við erum eitt stórt samviskubit með græna geislabauga þegar við á á sunnudögum.
Já Ómar: Stóru hagkerfin hafa tvo möguleika núna og á næstu árum.
1) að búa til verðbólgu til að lifa af - eða -
2) veða gjaldþrota (sovereign default).
a) Bandaríkin og Bretland munu velja verðbólgu frekar en sovereign default því The Fed og BoE eru ekki ennþá úr allri tenginu við raunveruleikann og vinna því enn í þágu samfélagsins. Því munu þau nota stiumuls og deflete sér út úr gov. deficit, en þau munu í staðinn fá töluverða verðbólgu. En þau munu bæði lifa af því þau hafa virka vöðva. Ergo: það munu koma stórir stimulus pakkar. Stórir.
En Þýskaland (og þar með allt evrusvæðið) mun ekki velja að lifa með verðbólgu því það er ekki hægt. Þessvegna mun Þýskaland ekki koma með einn stimulus pakka vegna ótta við deficit því þá mun koma upp stórt vantraust og evran hrynja. Þessvegna mun Þýskaland verða fyrir soverign default og sem afleiðing segja sig úr evru, því það verður eina leiðin til að komast hjá byltingu, ragnarökum og rúst. Ég held satt að segja að þeim sé alveg sama.
Írland er því miður history núna
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2008 kl. 19:42
Sæll aftur.
Mikið er ég sammála þér að eitthvað þessu líkt verði atburðarrásin. Hef lesið mikið um röksemdir með og móti og hef komist af þeirri niðurstöðu að best sé að láta söguna og staðreyndir skera úr. Það er mjög breið samstaða um ríkisinngrip í Bandaríkjunum, líka hjá þeim sem máttu ekki hugmyndafræðilega heyrt á slíkt minnst fyrir nokkrum misserum. Málið er það að í stríði þá víkur hugmyndafræði og þjóðir gera það sem þarf að gera til að þær haldi sjálfstæði sínu. Hagfræði raunveruleikans tekur yfir og slíkt mun gerast í Þýskalandi. Hagfræðitrúarbrögð Evrunnar mun ekki koma þeirri merku þjóð í þrot og þá er ESB dautt í núverandi mynd. Þess vegna er ég hættur að blogga gegn ESB. Hlæ bara af þeirri umræðu í dag og það er að mestu þér að kenna eða þakka eftir því hvernig er á málin litið.
En Evru umræðan er að dreifa kröftum Íslendinga og á meða mala kisurnar sem munu leiða yfir okkur "byltingu, ragnarrök og rúst". Það sem ég fatta ekki er afhverju jafn skynsamur maður og Vilhjálmur Egilsson vilji enda feril sinn sem þjóðarböðull. Afhverju sér hann ekki sama ljósið og vinir hans í Bandaríkjunum sem hafa sama bakgrunn og menntun og hann. Afhveju er það hans eina keppikefli að þjóðin fjármagni upp á nýtt hið skuldsetta atvinnulíf útrásarvíkinganna. Skynjar hann það ekki að fólk annaðhvort fer eða segir upp áskrift á löglegumn stjórnvöldum ef það verður skuldsett of mikið og velferðarkerfið lagt í rúst vegna erlendra afborgana. Ég tala mikið um Vilhjálm því hann er lykilmaðurinn í hugmyndafræði núverandi helstefnu stjórnvalda sem á að enda með skuldaþrældómi í ESB (markmiðið en aðeins fallegri orð notuð). Hvað vantar í röksemdafærslur okkar (venjulegs fólks sem vill áfram vera Íslendingar) sem fær hann til að skipta um lið? Ég hef mikið veltt þessu fyrir mér og því er ég að ergja þig á skuldadæminu (erlendu nota bene), Það vantar góða umfjöllun með rökstuðning í fræðimenn sem hægt er að skeyta við og vitna í. Lokaorustan verður háð í jan-feb á næsta ári og í augnablikinu virðist fátt geta stoppað landsöluna. Og á meðan enginn hefur efni á að ráða Jón Daníelsson í vinnu þarf að treysta á áhugamennina.
Ég fer ekki ofan af því að upplýsingaflæði þitt um veikleika Evrusvæðisins sé mjög sterkt í baráttu okkar ESB andsæðinga og það vantar sama upplýsingaflæðið gegn IFM og Icesave. Ef of miklar erlendar skuldir þýða endalok sjálfstæði þessarar þjóðar þá eru samningarnir við IFM og ESB um Icesave landráð og það skilja mæður þessa lands. Þær munu frekar sjóða graunagraut 6 daga vikunnar en að skerða hár á framtíð barna sinna. Nei við IFM þýðir að það er hægt að grípa til raunhæfra björgunaraðgerða sem þú lýsir svo vel hér að ofan (og í fyrri pistlum) og nei við Icesave þýðir að ESB umræðan er úr sögunni í bili og mun ekki koma aftur fyrr en ljóst er hvort bandalagið lifi og þá um hvað.
Það er því mikið í húfi að hagfræðiefni og rökum sé komið á aðgengilegt form til að fótgönguliðar nei-umræðunnar hafi eitthvað fast í hendi gegn ægivaldi hagfræðielíetunnar sem Vilhjálmur leiðir af sínum skörungsskap. Efri mörk erlendrar skuldasöfnunar í kreppuhagkerfi eru þau rök sem orðagjálfur og landsölurök munu endurkastast af eins og byssukúla af brynvörn og þau vantar NÚNA.
Kveðja að austan.
PS. Þú hlýtur að þekkja hundarað og einn hagfræðing sem getur lagt í þetta þjóðþrifapúkk.
Sami.
Ómar Geirsson, 15.12.2008 kl. 23:05
Ég sé það Ómar, að þú ert búinn að skilja alvöru málsins. Við verðum að fá Íslendskan gjaldmiðil sem hefur alvöru festingu við alvöru gjaldmiðil. Almenningur mun ekki sætta sig við gömlu flot-krónuna. Lang-bezti kosturinn er að festa gjaldmiðilinn við US Dollar með Myntráði. Hér er set ég inn umfjöllun á þessum kosti, en hér er meira: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/
Undir Myntráði getum við notað innlendan gjaldmiðil með hvaða nafni sem er, til dæmis Krónu, Mark eða Dollar. Í öllum tilvikum yrði um Íslendska mynt að ræða. Grunn-myntin (anchor currency) getur verið hvaða erlend mynt sem er, eða gull eða silfur svo eitthvað sé nefnt. Skiptihlutfallið á milli innlenda gjaldmiðilsins og grunn-myntarinnar getur einnig verið hvaða hlutfall sem hentar.
Mín tillaga er því, að nýja Íslendska myntin heiti Dollar (ISD) og skiptihlutfallið sé 1 ISD = 1 USD, eingöngu vegna hagnýtra sjónarmiða.
Til að tryggja tengingu innlendarar myntar og grunn-myntarinnar, er varasjóðurinn hafður 110% -115% af innlendu myntinni. Þessi yfirvikt er til frekara öryggis, því að hugsanlegt er að Bandarísku ríkisskuldabréfin, sem varasjóðurinn er geymdur í, lækki lítillega í verði. Allur hagnaður af Myntráðinu, sem gæti orðið 1,5 milljarðar á ári, er lagður til Ríkissjóði. Ekki er ráðlegt að Myntráðið ráði yfir meira fjármagni en nauðsynlegt er til tryggingar. Að öðrum kosti munu stjórnmálamenn leita með fingurna í sjóðinn og skerða trúverðugleika hans.
Til að tenging gjaldmiðlanna haldi fullkomlega, þarf að setja nákvæmt ákvæði í Stjórnarskrána um starfsreglur Myntráðsins. Þeim er hægt að breyta, en einungis á þann hátt sem Stjórnarskráin leyfir. Ég myndi seta í Stjórnarskrána ákvæði um að ekki mætti breyta reglum Myntráðsins, nema með þjóðar-atkvæðagreiðslu og þyrfti aukinn meirihluta atkvæða til breytingarinnar. Við gætum hugsað okkur að breytingar krefðust 3/4 hluta (75%) aðkvæða, eða meira.
Höfum í huga að reynslan af myntráðum er 100% góð. Engin myntráð hafa lent í gjaldþurrð, eða klúðrast af öðrum tæknilegum völdum. Berum það saman við sögu seðlabankanna. Myntráð hafa víða verið lögð niður en það er ávallt vegna ásælni stjórnmálamanna og oft að kröfu IMF, ekki af tæknilegum ástæðum. Þetta er fyrirkomulag sem ekki getur brugðist og sem kostar mjög lítið (10 starfsmenn), auk þess að hægt er að taka það í notkun Strax (á 60 dögum). Það er algjör misskilningur sem sumir halda fram, að efnahagslegt jafnvægi þurfi að vera til staðar við upptöku Myntráðs. Við eigum að taka það upp Strax og stöðva þannig gengissveiflur, verðbólgu, eignarýrnun og vísitölutryggingu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.12.2008 kl. 23:49
Blessaður Loftur.
Ég tekið undir margt sem þú segir en ég hallast samt að Gunnari. Pistill hans um lykilatriði krónunnar í enduruppbyggingunni er sterkur. Veit ekki um framtíðargjaldmiðill því ég tel að enginn hafi ennþá getað spáð um hvað kemur úr hrunadansi græðgikapítalismans. Sérstaklega hef ég áhyggjur af hruni ódýrrar Global framleiðslu sem mun bitna mjög hart á Kína. Meiri líkur en minni hvort þar verði borgarstyrjöld sem getur breiðst út með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Vill þess vegna í óvissunni halda í það sem við höfum og nota krónuna, sem stjórntæki til að halda spákaupmennskugróðanum í hagkerfinu. Las góða grein eftir Ragnar Ögmundsson í dag sem benti á eina hættuna við alþjóðlegan gjaldmiðil í núinu. Tel samt að um þetta þurfi að vera opin og lífleg umræða því einu rök ESB sinna Sjálfstæðiflokksins er Evran. Núið á að leysast með draumsýn sem tæki 15 ár að rætast í það minnsta miðað við þá forsendu að Evran haldi velli, sem er mjög ólíklegt. En uppá rökræðuna þá hef ég ekki skipt mér af þessarri gjaldmiðladeilu sökum þekkingarskorts en mig hefur alltaf langað að spyrja dollaraáhugamann um hvort dollar haldi sem alþjóðlegur gjaldmiðill í ljósi hinnar miklu eignar Kínverja á Bandarískum ríkisskuldabréfum. Alþjóðagjaldmiðill þarf að endurspegla strauma í alþjóðahagkerfinu en eru Kínverjar ekki á vissan hátt komnir með kverkatak á dollaranum. Hef heyrt Bandaríska hagfræðinga halda þessu fram en veit ekki hvort þetta er kaldastríðstal. Gaman þætti mér hvort þú nenntir að kommentera á þessa spurningu mína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2008 kl. 00:33
Þú spyrð Ómar:
Þetta er ekki létt spurning, en áhugaverð. Ég held að Bandaríkin standi feikilega vel, þrátt fyrir tal um annað. Gullforði þeirra er um 35% af öllu gulli og Evru-land á svipað. Hlutdeild Dollars í gjaldeyrissjóðum heims er stöðugur um 65%, en Evra um 25%. Hér er listi yfir eignir landa í erlendum gjaldmiðli.
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_foreign_exchange_reserves
Bandaríkin eru í 21. sæti, en þau þurfa lítið á erlendum gjaldmiðli að halda, Dollarinn gengur alls staðar. Einmitt vegna þess að Kínverjar setja sinn gjaldeyrisforða mikið í vinnu hjá Bandaríkjunum með kaupum á ríkisskuldabréfum, hafa þeir hag af sterkri stöðu Dollars sem alþjóðlegur gjaldmiðill. Að minni hyggju mun þessi staða ekki breytast, um langt skeið. Hagsmunir Kína og US fara mikið saman og hvorugt ríkið vill rugga bátnum.
Við gætum spurt: hvað skeður ef Kínverjar færu að selja Dollara og kaupa gull eða Yen ? Á bak við slíka stefnubreytingu væru einhverjar ástæður, sem US kynnu ekki að meta. Þá myndi US líklega þrengja að innflutningi frá Kína, sem Kínverjar mega ekki við. Ég sé satt að segja ekkert í þessari stöðu sem er líklegt til að breytast, nema til kæmu hugmyndafræðilegar breytingar sem útilokuðu kalt mat á hagsmunum.
Hvað segir Gunnar Rögnvaldsson um þessa spurningu ?
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2008 kl. 01:29
USA hefur Baugs tak á Kínverjum. Skuldabréf Kínverja verða verðlaus ef USA fellur. Sameiginlegir viðskipta hagsmunir USA og Kína eru þeir stærstu í heiminum. Og Litla Kína er ein rödd í USA. USA á Nægar auðlindir og landrými til að komast bærilega af ein sér í 100 ár. Og hún hefur tryggt sér með því að borga best aðgang að viðskiptum og auðlindum um all langan tíma. Styrkur viðskiptasambanda USA gagnvart ASÍA-AFRíKA vex þá Geld ESB-Rússland koðnar niður.
USA og Kína eru nýbúinn að takast í hendur og USA er á fullu að treysta böndin í Arabaheiminum. Kínverjar að ná undirtökunum í AFRÍKU.
Bretar verða sennilega þeir fyrstu sem slíta sig frá sökkvandi ESB. Og ætli Danir geri það ekki um svipað leyti. Mannfjöldavandamálið sem hvarf úr alþjóða umræðu fyrir 20 árum hvarf ekki úr sögunni, síðan hefur allt gengið út á að fela atvinnuleysi búa til störf og neysluþörf forsenda fyrir þessari sjónhverfingu eru alltaf Landrými og auðlindir.
Háskólaþorp, lenging námstíma, slökun á námskröfum, aukning í skrifræði, félagstengdri þjónustu, innleiðing endingarlitrar vöru og minni neyslupakkninga til heildsölu og smásölu og stytting vinnutíma.
Jafnvel undir merkjum umhverfisverndar er verið að eyða tíma fólks lífvæn ræktun og hægfarari samgöngutæki.
Undanteking í ESB er minni flokkun grænmetis samfara uppgangi í Kína.
Íslendingar tóku skakkan pól í hæðina með ESS. Hér eru aulindatengdarþjóðartekjur háar og virðisaukamöguleikar á útflutningi allmiklar og atvinnuleysi þarf því ekki að vera neitt og þræla innflutningur því óþarfur. Farandverkamenn eru misvísandi upplýsingar þetta er oftast fólk á ungum aldri sem [neytt til að] freista gæfunnar í leit að gróða til að tryggja sér betra líf heima í fátæktinni þegar aftur er snúið.
Þess vegna segi ég leggjum áherslu á þessa sérstöðu okkar og öpum ekki upp sjónhverfingalausnir við atvinnuleysi á svæðum sem skortar auðlindir eða greind til að nýta sér þær. 4-6 tíma líkamleg vinna ef borguð eftir afköstum er fín fyrir fólkið með rétta vöxtinn og úthaldið: við vitum hvar það lendir ef greindin er fullnægjandi.
Júlíus Björnsson, 16.12.2008 kl. 01:38
Ja hérna, maður á bara ekki til orð yfir öllu ruglinu á þessari síðu.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 07:25
Loftur spyr:
Við gætum spurt: hvað skeður ef Kínverjar færu að selja Dollara og kaupa gull eða Yen ?
.
Kínverjar hafa engan áhuga á að koma sjálfum sér á hausinn með því að eyðileggja besta markað sinn. Það eru engar, ég endurtek, engar líkur á að Bandaríkin haldi ekki áfram að vera stærsti og besti markaður í heimi. Zero. Hver ætti að taka við því hlutverki?
a) Elliheimilið ESB - þar sem þjóðartekjur á mann eru 22 árum á eftir BNA? og bilið eykst einungis ár frá ári. Takið eftir að þó svo að efnahagur Bandaríkjamanna væri frystur á tölum ársins 2007 þá tæki það Evrópusambandið 22 ár að ná Bandaríkjunum. Ergo: ESB mun aldrei ná hagsæld Bandaríkjamanna. Nicht possible.
b) Elliheimilið Japan? Japan er fyrsta og og næst stærsta gamalmenna hagkerfi heimsins á eftir ESB? Samfélagslíkan og efnahagslíkan Japan er því miður úr sér gengið.
c) Kína? Ef Kína ætlar að lifa af sem samfélag þá verður Kína að hætta kommúnisma og taka upp lýðræði og frelsi. En þegar það gersit þá mun Kína klofna upp eins og gerðist með Sovétríkin, í sínar upprunalegu einingar.
Menn þurfa ekki að hafa NEINAR áhyggjur af Bandaríkjunum. Þau hvíla á sínum klettfasta grunni sem er Stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ekkert plagg í heiminum hefur fært eins mögum svo mikla hagsæld á eins skömmum tíma eins og þetta eina plagg.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.12.2008 kl. 09:39
Blessaðir aftur.
Jón Gunnar. Þú skalt ekki vanmeta það að fólk útí bæ nennir að skemmta þér. Þar sem það er ekki skylduáskrift á þetta blogg þá reikna ég með að þú hafir gaman af og þar með óþarfi að hæðast. Þú ert kanski að afla þér upplýsinga um næsta fall í ESB. Verður það Danmörk eða Spánn? Írland er fallið. Land sem ætlar að seilast í sinn takmarkaða lífeyrissparnað til að láta banka sína hökta áfram er fallið. Þú skalt athuga að Írskir bankar eru komnir í þessa stöðu áður en alvöru afskriftir vegna tapaðar veðlána er byrjuð. Og þá dugar lífeyrissjóður þeirra ekki til og í millitíðinni verður gert bankaáhlaup á Írsku bankannna. Búið spil og það er svo "fyndið " að þú gast lesið um þessa atburðarrás hjá Gunnari fyrir nokkrum vikum. Það var einmitt þá sem ég fór að veita skrifum hans fulla athygli og það er augljóst að annaðhvort á hann til kristalkúlu eða heilbrigða dómgreind til að lesa í stöðuna. Skiptir ekki máli en ESB er dautt nema þar verði alsherjar uppstökkun og þó er mér það til efs að það dugi.
En Gunnar og Loftur. Takk fyrir að spá í dollarann útfrá Kínverjunum. En áhyggjur mínar eru stjórnmálalegs eðlis. Þannig er mín nálgun á söguna. Gefst kommúnisminn upp friðsamlega eða efnir hann til átaka. Hvað gera Kínversk stjórnvöld þegar þau ráða ekki við ólguna heimafyrir? Ytri óvinur er gamalt trikk sem lengi hefur verið notað. Stjórnvöld sem eru að missa tökin er nákvæmlega sama þó "stríðsaðgerðir" þeirra kalli kreppu yfir landslýð. Og það er hvort sem er nokkuð öruggt að Bandaríkjamenn muu draga stórlega úr innflutningi sínum frá Kína á meðan kreppan varir. Stjórnvöld þurfa að skapa störf heima fyrir og það er stjórnmálalegt Harakari að leyfa óheftan innflutning við þessar aðstæður. Þannig að hagsmunamatið er að breytast og hvað gerist ef Kínversk stjórnvöld skipta út USA dollar?. Ná þau til að laska hann varanlega þannig að t.d olíuviðskipti fara í annan gjaldmiðil?
Ég held að á þessum víðsjárverðum tímum sé ekkert lengur öruggt í þessum heimi, ekki einu sinni dollar. Spurning með gullið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2008 kl. 12:18
Já mér þykir nokkuð skrítið hvernig menn geta ennþá haft minnsta snefil af trú á efnahagi Bandaríkjanna. Fyrir það fyrsta þá er ekkert lengur að marka opinberar tölur frá Bandaríkjunum og því eru fjárfestar nú farnir að gefa út sínar eigin tölur um t.d verðbólgu og fjármagnsflæði í Bandaríkjunum(en við leikendur notum tölur frá Bandaríkjunum til samanburðar sem sýna algjörlega brenglaða verðbólgu og því ýktan hagvöxt enda fóru Bandaríkin í samdrátt fyrir löngu síðan). Frægast er kannski hvernig Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað bara að stinga hausnum í sandinn og hætta að birta M3 tölur sem sýnir "money supply" og er nú orðið alveg fáránlega hátt í USA, alveg eins og á Íslandi rétt fyrir hrunið.
I öðru lagi þá er 75% af efnahagi USA drifinn af neyslu (með öðrum orðum ofneyslu eins og á Íslandi LCD skjáir, lúxusbílar,glæsilegar eldhúsinnréttingar og annað sem hjálpar efnahaginu nákvæmlega ekkert þegar kreppir að) og neysla fer nú hríðfallandi og því útlitið dökkt. Fyrir utan það auðvitað að þessi neysla var tekinn af láni erlendis frá(og með lágum dollara hafa þessar skuldir vaxið gríðarlega) og lánin að megninu tekin eins og áður sagði í ofneyslu heimila, en ekki til að bæta efnahaginn eins og t.d með því að reisa verksmiðjur, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og jarðvarma og svo framvegis.
Í þriðja lagi þá er fjármálaspilling rótgróið fyrirbæri þar í landi eins og síðustu mánuðir hafa svo augljóslega sýnt okkur, sem mun hrekja burt erlent fjármagn í framtíðinni og þar með skaða bankakerfið þar í landi ennfrekar ef ekki setja það á kné fullkomlega. Nú síðast var einhver kallinn þarna upplýstur að Ponzi skemu fyrir 50 milljarða bandaríkja dollara(er ekki IMF lánið fyrir Ísland eitthvað um 2 milljarðar dollarar?).
Í fjórða lagi þá rambar ALLUR bílaiðnaður bandaríkjanna á gjaldþroti og þarf í það minnsta 100 milljarða dollara til að koma því batterí út úr öndunarvélinni, enda þótt þeir komi nú og biðji "aðeins" um 34 milljarða held ég að það hafi verið. Til samanburðar þá kostar eitt stykki Kárahnjúkavirkjun 1 milljarð dollara eða svo. Þessi björgun verður væntanlega þannig að ríkið gefur bílaiðnaðnum þessa peninga(og í stærra samhengi með björgunaraðgerðunum, gefur fjármálaiðnaðnum peninga) í staðinn fyrir að ríkið stígi inn með að veita inn hlutafé og eignast þar með í stofnunum til að selja seinna eins og sanngjarnt er í eðlilegu þjóðfélagi.
Auk þess þá er slæm staða dollarans og skuldadagar seðlabanka bandaríkjanna fyrir áralanga ofprentun framundan. Júlíus talaði hérna áðan um "Baugstak" Bandaríkjamanna á Kínverjum!!! Þetta er algerlega öfugt farið því nú geta Kínverjað stjórnað öllu sem þeir vilja stjórna í Bandaríkjunum, þeir geta gert Bandaríkin gjaldþrota innan mánaðar með því að dumpa dollaranum og þannig gert USA ókleift að greiða erlendar skuldbindingar sínar. Hinsvegar geta þeir líka gefið út yfirlýsingu um að þeim þyki dollarinn ekki áhugaverður um þessar mundir og því muni þeir selja 30% af dollaravarasjóði sínum, þetta sendir merki út á markaðinn að mikið offramboð á dollurum sé framundan og því fara fjárfestar að losa sig við dollara. Síðan getur vel verið að Kínverjar selji enga dollara heldur fari bara að kaupa fyrirtæki í bandaríkjunum með afslættinum sem þeir fengu með því einu að lýsa yfir sölunni sem aldrei varð, kannski kaupa þeir bara fleiri dollara á sama afslætti. Með öðrum orðum, Kínverjar hafa USA undir hælnum algjörlega. Hinsvegar er Kína nú reyndar ekki að vaxa eins hratt og þeir vilja meina því þeir falsa líka verðbólgutölur til að fegra hagvöxt, nákvæmlega eins og Bandaríkjamenn.
Í sannleika sagt, þá er efnahagur Íslands fyrir hrunið eiginlega nákvæmlega eins uppbyggður og efnahagur USA, fyrir utan gjaldmiðilinn.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 13:00
Jón Gunnar Bjarkan þetta er sami söngurinn sem eurokratar eru búnir að syngja stanslaust síðan eruokommar þeirra tóku yfir 80-90% af öllum fjölmiðlum í Evrópu, heilaþvottur þeirra var fjármagnaður af nú hrundum Sovétríkjum. Þetta var endingargóður og tær heilaþvottur því hann situr blýfastur á hornhimnu eurokrata og eurokomma, um alla eilífð. Frá vöggu til grafar.
Núna stýra eruokratar og eruokommar einnig 90% af öllum fjölmiðlum á Íslandi. Enda sérðu árangurinn.
Bandaríkin og Bretland fóru úr úr iðnbyltingunni um 1975. Ég veit að eurokratar eru seinir til hugsana og geta því ekki skilið þetta. En USA og UK voru sem sagt FIFO (first in first out). Þýskaland og Japan voru einnig first in but never got out.
Þar fyrir utan þá hugsa ég að tölvan sem þú notar til að skrifa það sem pressan segir þér að sér sannleikur sé knúin af bits & bytes © made in USA - Microsoft eða Apple eða SUSE (now owned by Novell).
Allir bestu heilar og fjármagn heimsins fara til USA því USA er 30 árum á undan ESB í rannsóknum og þróun. Allir bestu Phd'arar Evrópu fara til USA. Þar fá þeir bestu launin, bestu vinnustaðina, og mestu áskorunina. Til ESB flytja svo í staðinn einungis fátæklingar, og það er nóg af þeim, trúðu mér. Í endalausum bunum á framfræslu skattgreiðenda
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.12.2008 kl. 13:38
Ég er ekki eins "hræddur" við óvænt viðbrögð Kínverja, eins og þú Ómar. Samt hugsaði ég um þetta, þegar ég sagði:
Að reyna að spá í hugsanlegar breytingar á hugmyndafræði Kínverja, er ekki á færi neinna. Kommúnisminn er búinn að gefast upp, hins vegar er eitthvað um eftirlegu-kindur í Kína, en það sem við sjáum eru einstaklingar sem reyna að nýta sér það valdakerfi sem kommúnisminn skildi eftir.
Bandaríkjamenn munu ekki draga úr innflutningi frá Kína með stjórnvalds-aðgerður, heldur eingöngu vegna minni eftirspurnar á markaði. Þótt Kínverjar skipti út Dollurum fyrir Yen, mun ekkert ské. Þeir myndu þá væntanlega kaupa Yen af Japönum, sem myndu gleðjast mikið yfir þeim skiptum. Hvaða áhrif myndi slíkt hafa á stöðu Dollars? Engin áhrif, að mínu mati. Vangaveltur um dauða Dollars er í bezta falli óskhyggja.
Hvers vegna ættu viðskipti með hrávöru (olíu) að færast úr Dollar, þótt Kínverjar vildu frekar eiga varasjóð sinn í Yenum en Dollar ? Ég sé engin rök fyrir því. Höfum einnig í huga, að Kínverjar þurfa að ávaxta gjaldeyrissjóðinn. Það gera þeir núna í Bandarískum ríkisskuldabréfum, eins og við munum gera eftir upptöku Myntráðs Íslands. Eiga þeir kost á góðri ávöxtun Yena og þá í Japan, það held ég ekki.
Að Kínverjar geti "dumpað Dollurum" á fjármálmarkaðinn og valdið þannig tjóni er fjarstæða, sem Jón Gunnar ætti ekki að láta sér detta í hug. Ef Dollarinn fellur gerir það Bandaríkjamönnum ekkert nema gott. Verðbólguáhrif verða engin, ólíkt hjá okkur. Hins vegar myndi það hjálpa Bandarískum útflutningi við að losna við umframframleiðslu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2008 kl. 13:42
Sælir aftur.
Ég veit það Loftur að þú vísaðir í hugmyndafræðina en mig langað að lesa dýpri rökstuðning. En ég held að þú hafir rangt fyrir þér með innflutninginn. Stundarhagsmunir Bandaríkjamanna er að loka á hann og þeir munu gera það. Núverandi stjórn þarf að hækka skatta og margt annað óvinsælt þannig að hún mun ekki standa í þessu stríði líka. Maður sér það í 60 mínútum hvað Kaninn er farinn að hugsa meira Local og þá ekki síst yfirstéttin. Þannig séð eru átakalínur heimsins að skerpast. Skipavísitalan sem Gunnar birti fyrir skemmstu var staðfesting þess að vöruflæði milli landa mun veða í algjöru lágmarki á næsta ári. Það bitnar á Kína, Japan og Þýskalandi. Ætli Indverjar komi ekki einna best útúr dæminu því þeir hafa alltaf verið Local í hugsun og því einna minnst háðir ytri aðstæðum. Þekkja líka vel það ráð að stemma af með hungursneiðum. Slíkt verður mun erfiðar í Kína eftir að Maó dó. Ég held að það eina sem má gefa sér, er að næstu ár verða óstöðug og tími uppgjöra. "Friður" heimsviðskiptana er úr sögunni í bili að minnsta kosti.
Jón Gunnar. Gaman að þú skulir nenna að rífast við rugludallanna. Hreinskiptin skoðanaskipti hafa verið aðall þessarar síðu og hér er ekki stunduð ritskoðun. ESB-sinnar nota nefnilega mikið þá taktík. Meirihluti þjóðarinnar vill þetta. Þess vegna þarf ekki að ræða málin. Fólk sem vill virða alþjóðalög og þjóðrétt og því ekki sætta sig við fjárkúgun ESB er aðdáendur Bjarts og Kim. Efasemdir um framtíð Evrunnar, þvílíkt rugl, þarf ekki að ræða svona vitleysu. Flest rök ykkar eru nefnilega fortíðarök og taka ekki á þeim mikla vanda sem ESB glímir við núna og mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sambandið. Hvort sem úr rætist mun framtíðin skera úr um en þið munið þurfa svara í Febrúar þeirri spurningu hvaða ávinning bækluð þjóð hafi að ganga í ríkjabandalag sem er ekki minna bæklað og er sannanlega í upplausn. Að eitthvað hafi verið gott í Evrópusambandinu 2002 er ekki svar. Og meðal annarra á hvaða bráðadeild ætlar þú að leggja barn þitt eftir slys ef rekstrafé hennar fer í að uppfylla pólitíska ábyrgð Íslands eins og Morgunblaðið orðar það. Nauðungarsamningar IFM leifa ekki gengishöft og fjárlagahalla eftir 2010 og afborgun lána hlýtur að hafa forgang fram yfir heilbrigðiskerfið. Það var ekki hægt að reka það á vitrænann hátt í góðærinu og hvernig heldur þú að það verði þá hægt árið 2011 þegar hagkerfið er í lamasessi en afborganir erlendra skulda farnar að bíta á fullum þunga. En bíddu við. Bjánaleg spurning því Samfylkingarfólk er nútímafólk sem drekkur "laté" og á hund en ekki börn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2008 kl. 15:10
"Jón Gunnar Bjarkan þetta er sami söngurinn sem eurokratar eru búnir að syngja stanslaust síðan eruokommar þeirra tóku yfir 80-90% af öllum fjölmiðlum í Evrópu, heilaþvottur þeirra var fjármagnaður af nú hrundum Sovétríkjum...bla bla." Sé ekki ástæðu til að svara þessu.
Varðandi Microsoft og SuSe, þá ert þú ekkert að fara kenna mér á tölvur gamli minn. Ég er búinn að læra þetta allt saman á tölvubraut í iðnskólanum og ef þú kíkir á bloggið mitt þá sérðu reyndar að ég var einmitt að hvetja til að íslendingar færðu sig yfir í Linux. SuSe er í eigu Novell, en þeir nota reyndar kernell(sem er hryggurinn í öllum stýrikerf) sem Linus Thorvalds frá Finnlandi hannaði, "hence" nafnið Linux. Jafnan nota forritið líka KDE desktop umhverfið sem er hannað í þýskalandi. Ég nota Ubuntu sjálfur sem er held ég orðinn langvinsælasta Linux útgáfan fyrir heimanotkun(einnig bandarískt), man reyndar ekki hvaða Linux er vinsælust fyrir netþjón. Ég stakk upp á að íslendingar mundu taka upp Mandriva Linux en er mjög svo opinn fyrir t.d Ubuntu.
Gott að þú minntist á Microsoft, sem er væntanlega mesta einokunarfyrirtæki í heiminum, og ESB hefur gert okkur öllum gott með að rasskella þá fyrir meðal annars að reyna útrýma forritum af markaðnum með því að varna þeim aðgang að Windows stýrikerfinu. Þetta njótum við mikils góðs af, en þú værir auðvitað mest sáttur við að láta Microsoft ríða okkur óhindrað í rassgatið án þess að nokkur fengi rönd við reist.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 16:06
Loftur:
"Að Kínverjar geti "dumpað Dollurum" á fjármálmarkaðinn og valdið þannig tjóni er fjarstæða, sem Jón Gunnar ætti ekki að láta sér detta í hug. Ef Dollarinn fellur gerir það Bandaríkjamönnum ekkert nema gott. Verðbólguáhrif verða engin, ólíkt hjá okkur. Hins vegar myndi það hjálpa Bandarískum útflutningi við að losna við umframframleiðslu."
Þetta er auðvitað fáránleg rök, alltsvo að ef dollarinn félli þá myndi það gera Bandaríkjamönnum gott. Ef það væri tilfellið þá myndi Bandaríkjamenn einfaldlega auka seðlaprentun um 5.000% og fella þannig sjálfkrafa gengið með gríðarlegu offramboði á dollurum, en vandamálið er að þetta myndi gera þá gjaldþrota, en ekki eins og þú segir, gera þeim aðeins gott.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 16:09
Tekið af Guardian:
Vince Cable, the Liberal Democrat Treasury spokesman and deputy leader, said that while the immediate cause of sterling's fall had been the rapid drop in interest rates from 4.5 per cent to 2 per cent since last month - and the expectation that they would drop further - the reason the cuts had been necessary was the result of the government's failure. 'Behind it all is a sense that we are a weak economy with a much bigger housing bubble than other countries, and Brown failed to do anything to address that.'
Cable argued that sterling's vulnerability strengthened the case in the medium to long term for the UK to be 'locked into a bigger currency block' - meaning entry into the euro. The case for euro entry was also put by leading economist and commentator Will Hutton. 'The pound buying less than a euro is an important psychological moment. Britain first doubted the euro would be launched, then whether it would survive, then whether it would ever become a serious currency,' said Hutton.
'Even today people are rushing to pronounce its death warrant. Now it is plainly the world's second currency after the dollar. As the pound becomes more volatile and less valuable, the euro will be seen increasingly as a safe haven - a zone in which both British industry and the City of London would flourish. The question is not if Britain will join, but when - and how many working lives and businesses will be wrecked by ideological opposition before it does.'
Bretar eru að komast til vits eins og Íslendingar.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 16:40
Nú er það ljótt Gunnar.
Strauss-Kahn er farinn að lesa bloggið þitt samkvæmt MBL rétt áðan. Kallinn er að skamma ESB fyrir öngþveiti og aðgerðarleysi. Spurning hvort Samfylkingin láti loka blogginu þínu áður en fleiri smitast af "ruglinu".
Jón Gunnar. Skarpt að vitna í talsmann Frjálslyndra. Gott fyrir egóið hjá þeim. Verst að Frjálslyndir ráða engu og Brown og Darling eru Keynistar í dag. Gætu það ekki ef þeir hefðu Evruna. En þeir hafa örugglega lesið ruglið hans Gunnars og vita ekkert hvað þeir eru að gera. Auðvita hefur Evruráðherra Þýskalands rétt fyrir sér að svar við fjármálakreppu sé að búa til dýpri kreppu með ríkisaðahaldi. Geir og Solla trúa honum en hann gleymdi að láta Obama vita. Hlýtur að bæta úr þvi við tækifæri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2008 kl. 17:03
Þú hefur ekki skilið Jón Gunnar, að málið er ekki svo einfalt að menn "dumpi" Dollurum eða öðrum verðmætum á markaðinn. Það verða til dæmis að vera einhverjir kaupendur !
Ef þú kemur á morgun til Bandaríkjamanna með bílhlass af gulli, get ég fullyrt að þú getir fengið Dollara í skiptum. Ef þú kemur með Krónur verður gert grín að þér. Ef þú kemur með Evrur verður þér ekkert ágengt heldur, Bandaríkin hafa engan áhuga á fleirri Evrum en þeir eiga nú þegar. Hins vegar getur þú verið viss um að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa auga með gengi Dollars og hafa áhrif á það, eins og þeir vilja og geta.
Þótt Dollar færist úr varasjóði eins lands (Kína) og í varasjóð annars (Japan) hefur það engin áhrif á Dollara-gengið. Hugsaðu málið aðeins, áður en þú kemur með fleirri kolröng útspil.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2008 kl. 17:19
Nei Loftur, reyndu að hugsa málið til enda áður en þú mátar sjálfan þig. Þú segir að það verða að vera einhverjir kaupendur að verðmætum á markaði til þess að geta selt þá, og með því meinarðu að ef Kínverjar fara með dollarana sína á markað þá myndi enginn vilja kaupa þá. Ókei, flott. Þá er dollarinn verðlaus gjaldmiðill, svo einfalt er það.
Því hvað kallarðu vöru sem þú ferð með á markað og enginn vill kaupa, hún er verðlaus. Hókus Pókus, Bandaríski Seðlabankinn er ekki í neinum fötum. Kínverjar geta auðveldlega hrint þessu í framkvæmd ef þeir vilja en auðvitað myndi það kosta Kínverja peninga líka og það er ekki í þeirra hag að gera þetta núna í fjárhagslegum skilningi enda þótt það myndi hagnast þeim pólitískt. Segjum hinsvegar að þegar Kínverjar eru orðnir ríkari og innflutningar þaðan til USA sé ekki eins ódýr og því markaðurinn í USA farinn að kaupa minna þaðan. Á þeim tímapunkti er kannski farið að pústrast á milli Kína og USA þar sem Kína verður farið að krefjast meira olnbogarýmis í heiminum. Þá getur vel farið svo að þeir fari í þennan leiðangur.
Síðan máttu ekki heldur gleyma að Bandaríkjamenn eru ekki bara háðir Kínverjum vegna dollaravaraforða þeirra á þennan hátt, hvað ætla Bandaríkjamenn að gera ef Kínverjar hætta endurnýja ríkisskuldabréf Bandaríkjanna? Hvaðan heldur þú eiginlega að þessi 700 milljarða dollara björgunarpeningar komi eiginlega?
Menn láta bara eins og 300 milljóna Ameríka eigi eftir að vera það Super-Power sem það er í dag um aldur og ævi. Heimsveldi koma og fara, USA er nú þegar á hraðri niðurleið og vegna alþjóðavæðingar og hversu hratt heimurinn breytist í dag þá halda þeir yfirburðastöðu sinni mun skemur heldur en fyrri stórveldi eins og t.d Bretar og Rómverjar.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 18:06
Ef einhverjum dettur í hug að Kínverjar séu bara svona fjári vitlausir að kaupa alla þessa dollara til þess eins að láta bandaríkjamenn ná "Baugs taki" á sér, þá er verið að gera sig sekan um mikið vanmat á Kínverjum, og þetta er mjög algeng skoðun á meðal almennings í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn hafa notið þess undanfarna áratugi að enginn þjóð í heiminum hefur haft sömu stærð og Bandaríkin og þannig hafa þeir geta í krafti stærðar ná betri viðskiptasamninginn og haldið úti dollar supremacy. Nú rísa tveir risavaxnir samkeppnisaðilar, Kína og Indland upp á báða fætur með miklum hraða. ESB er þegar búinn að hrifsa til sín mikið frá Bandaríkjunum, er nú stærsti markaðurinn í heimi, stærsti viðskiptaaðila Bandaríkjanna, Kína, Indlands og Rússlands og með gjaldmiðil sem sækir á yfirburði dollarans stöðugt. Viðskiptastríð USA og ESB ber vitni um þetta þar sem Bandaríkjamenn eru alveg hættir að komast upp með eitthvað múður í þeim slag og verða bara að sætta sig við 50/50. Vigt Bandaríkjanna í alþjóðaviðskiptum mun verða jafnmikið og Bretland eða Japan í dag þegar staðan er orðinn þannig að ESB, Kína, Indland, USA og aðrir aðilar eins og t.d Japan, Rússland, Brasilía, Indonesía og fleiri eru farnir að keppa eftir segjum 20-30 ár. Dollar supremacy verður löngu farið fyrir þennan tíma og á kannski nokkur ár eftir, 5-10 ár mesta lagi myndi ég segja.
Með því er ég ekki að segja að Kínverjar eða Indverjar verði með sömu þjóðarframleiðslu og USA innan 20-30 ára, persónulega tek ég ekkert mark á hagvaxtartölum frá Kínverska kommúnistastjórninni, t.d hver á að trúa því að þeir séu að vaxa næstum 10% á þessu ári, en með hverju ári þá ná öll þessi lönd vopnum sínum hægt og bítandi og því minnkar vigt Bandaríkjanna með hverju ári. Út í bláinn myndi ég giska á að Kína verði orðinn stærri en Bandaríkin og áhrifameiri eftir svona 70 ár, Goldman Sachs spáði reyndar eftir 50 ár og Indland skömmu eftir. Samkeppnisforskot þeirra er því óðum að hverfa og sú klemma sem þeir hafa komið sér í með alveg glæfralegri peningastefnu undanfarin ár mun gera þessa umskiptingu mjög erfiða fyrir þá að mínu mati.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 18:38
Þeir sem ráða yfir mestum auðlindum og mestum styrk til að halda í þær mun að öllum líkindum lifa lengst. Þetta er grundvöllur allra efnahagslegra forsenda sem öll trúarbrögð og stjónmálastefnur byggja tilvist sína á.
Uppspretta alls vals og tækifæra. Ekkert er öruggt til langframa. En eitt er víst best er að fylgja bestu rökum og yfirgnæfandi líkum á hverjum tíma, að flestra skynsamra manna dómi.
Í kreppu falla allar stjónmálastefnur og trúarbrögð fyrir rökum skynseminnar.
Júlíus Björnsson, 16.12.2008 kl. 19:32
Þér virðist mikið í mun Jón Gunnar, að spá Bandaríkjunum falli og ekki er það af vináttu til þeirra beinlínis. Ég hef verið að reyna að sýna þér framá, að hagsmunir margra ríkja eru saman-tvinnaðir og það á við um Kína og Bandaríkin. Auðvitað munu verða einhverjar breytingar á sambandi þessara þjóð í framtíðinni, en hvenær ? Þú nefnir töluna 50 ár og 70 ár. Er þetta nú mjög áhugaverð umræða ?
Ég fullyrði að hvorki Kína né Bandaríkin hafa áhuga á að gefa Dollara. Þú virðist vera að tala um að einhver losi sig við Dollara hvað sem það kostar og þá jafnvel að gefa þá. Svona hugleiðingar leiða okkur ekki neitt. Við getum reynt að skoða málið með öðrum hætti.
Kína virðist eiga um 2000 milljarða USD (2.000.000.000.000). Þetta er dágóð summa, eða um 14% af VLF (Vergri LandsFramleiðslu) USA. Samsvarandi 14% af okkar VLF er um 3 milljarðar USD. Ef einhver væri með þetta magn í Krónum og vildi skaða okkur, hvernig myndi hann fara að ? Ég spyr þig Jón Gunnar sem sérfræðing í efnahags-hernaði.
Ég vil aftur benda á, að þeir USD sem Kínverjar eiga eru bundnir í Bandarískum ríkis-skuldabréfum. Þau losna því smátt og smátt á einhverju árabili. Ef fyrrnefnd 14% dreyfast á 10 ár, þá eru Kínverjar árlega með laus 1,4% af VLF Bandaríkjanna. Fyrir þetta geta þeir keypt sér eitthvað af hamborgurum, en hvað með það ? Á meðan hafa Bandaríkin tíma til að rústa efnahag Kínverja, með alþjóðlegu viðskiptabanni, ef þeir vilja. Þú ættir að snúa þér að einhverju öðru fólki til að spá Ragnarökum. Hvað með ESB sem virðist vera að hruni komið ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2008 kl. 21:10
Ég nefndi reyndar töluna 50-70 ár þar sem Kína og Indland eru bæði orðinn stærri efnahagslega og áhrifameiri en Bandaríkin. En samskipti og valdajafnvægi þessara ríkja breytist á hverju ári Kínverjum og Indverjum í hag eins og ég tók fram.
Humm...
Athyglisvert að þú skyldir minnast á 3 milljarða dollara og hvernig það gæti ekki skaðað okkur. 3 milljarðar í dag er hvað? 450 milljarðar íslenskra eða svo? Er það ekki sama upphæð sem erlendir aðilar eiga á Íslandi núna og er akkúrat ástæðan fyrir því að sett voru gjaldeyrishöft á krónuna því annars hrynur gengið og það þrátt fyrir að við höfum lánsloforð upp á milljarða dollara til að mæta þeim fjármagnsflótta.
Hitt verður svo að taka til athugunar að það er nokkuð auðveldara að fara út í heim finna einhverja sem eru tilbúnir að fjármagna 3 milljarða dollara versus að finna einhverja sem vilja fjármagna 2000 milljarða dollara.
Þú reyndar nefndir þessar 2000 milljarða dollara sem nokkra hamborgara og veit maður þá ekki hvað t.d allur Bandaríski bílaðnaðurinn ætlar þá að gera fyrir skitna 35 milljarða, kannski splæsa einn hamborga fyrir forstjórana.
Veit svo sem ekki í hverju Kínverjar geyma sína dollaravarasjóði, en mér þykir ótrúlegt ef það er í 10 ára Bandarískum skuldabréfum, þykir mér líklegra að það sé í short term skuldabréfum þá frekar. Man einhver eftir jöklabréfunum? Það þurfti alltaf að endurnýja skuldabréfin og hvað ætla þá Bandaríkjamenn að gera ef skuldabréfin þeirra eru ekki endurnýjuð? Það þarf ekki að heyrast meira frá Kínverjum en svo að þeir ætli sér að dreifa eignasafninu meira í varasjóðum sínum svo að dollarinn lækki.
Vil þó taka fram að ég er ekki að segja að Kínverjar muni gera þetta, því eins og ég segi þá mundu þeir tapa peningum og þetta væri ekki þeim í hag í fjárhagslegum skilningi.
Jón Gunnar Bjarkan, 16.12.2008 kl. 23:36
Júlíus Björnsson, 19.12.2008 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.