Sunnudagur, 7. desember 2008
Nýtt Þjóðmál útkomið. Seðlabankinn og þjóðfélagið
Sælir kæru lesendur
Ég leyfi mér að vekja athygli á nýútkominni vetrarútgáfu Þjóðmála, sem er útgáfa númer 4 árið 2008. Þar skrifa ég 10 blaðsíðna grein sem ber heitið:
Seðlabankinn og þjóðfélagið
Hugleiðingar í tilefni af linnulausum árásum á Seðlabanka Íslands og íslensku krónuna
Efnisyfirlit greinarinnar
- Bókavinur minn André Kostolany
- Seðlabankinn og gjaldþrot ríkja
- Þegar seðlabankinn í Danmörku fór til Þýskalands
- og Færeyjar einnig nálægðin við samfélagið
- Til varnar stefnu seðlabanka á opinberum vettvangi
- Langhlaup en ekki spretthlaup
- Eru seðlabankar mikilvægir?
Brot úr inngangi greinarinnar fer hér
Þokan í Frankfurt er mér minnisstæð því þar fór grátt í grátt svo oft saman og hljóp síðan yfir í blýgrátt við enda dagsins. Ég er að tala um gráu þokuna og gráu steinsteypuna við innkeyrsluna í þýska seðlabankann, Deutsche Bundesbank. Gráar Mercedes Benz bifreiðar komu brunandi upp að varðskýlinu sem ennþá er þarna fyrir framan þennan gráa seðlabanka Þýskalands. Enginn vissi hvort nokkur væri inni í þessum gráu bifreiðum því rúðurnar voru svo dökkar. En stuttu seinna komu nokkrir gráir menn í gráum jakkafötum fram í sjónvarpinu og sögðu aftur nei. Þetta endurtók sig mörgum sinnum í nokkur ár. Nei, nei, engin stýrivaxtalækkun núna. Þetta var bankinn sem gárungarnir kölluðu Bunkers-bankann, með tilvísun í sprengjuheld þýsk steinsteypubyrgi úr fyrri styrjöldum sem hafa verið ekki svo fátíðar á þessum slóðum hin síðustu hundrað ár. Nei og aftur nei. Allir biðu í eftirvæntingu, en enginn vissi neitt eða gat gert neitt. Hvað munu þessir gráu menn í þýska seðlabankanum gera núna? Munu þeir lækka vextina?
[ Smellið á myndina til að skoða greinagott efnisyfirlit Þjóðmála, eða bara hér ]
Ég hvet þá sem vilja landi og þjóð okkar vel að lesa þessa grein í Þjóðmálum, því þar er komið inn á hluti sem lítið hafa verið uppi í þeirri örþrifaumræðu sem ennþá geisar á Íslandi. Umræðan um grundvöllinn fyrir farsælli tilveru þjóðarinnar í sjálfstæðu Íslandi. Ekki er allt sem sýnist . . .
En það er miklu meira en þetta í Þjóðmálum
Það er magt fleira athyglisvert og fróðlegt í þessari fjórðu útgáfu Þjóðmála þetta árið - árið 2008 sem mörg okkar seinna munum minnast sem annus horribilis
- Ragnar Önundarson skrifar um efnahagsmál og rifjar upp varnarorð sín um hvert stefndi í fjármálalífi þjóðarinnar og sundurgreinir ennfremur þann vanda sem við var að etja
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson dregur fram í dagsljósið nýjar upplýsingar um veru Íslendinga í byltingarskólum í Moskvu á fjórða áratug 20. aldar
- Björn Bjarnason skrifar um þjóðrembu útrásarinnar
- Davíð Þorkelsson fjallar um lagaumhverfi nýs bankakerfis
- Geir Ágústsson heldur uppi varnarorðum fyrir kapítalismann
- Margt fleira
[ Ritið Þjóðmál fæst í öllum bókabúðum Pennans og Eymundsson, bensínstöðvum Olís og nokkrum fleiri stöðum. Einnig er hægt að kaupa einstök hefti og gerast áskrifandi í Bóksölu Andríkis (Vef-Þjóðviljinn). Þá er hægt að gerast áskrifandi og kaupa einstök hefti í síma 698-9140. Þjómál kostar 1.300 krónur. Útgefandi Þjóðmála er Bókafélagið Ugla, Hraunteigi 7, 105 Reykjavík, sími 698-9140 ]
Forsíða þessa bloggs
fyrri færsla: Mesti fjöldi gjaldþrota í Danmörku. Íslenskir bankar aftur á hausinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2008 kl. 14:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll kæri nafni,
Hér er góð grein um "monetary nationalism"
"The world needs to abandon unwanted currencies, replacing them with dollars, euros, and multinational currencies as yet unborn."
Ég skil ekki alveg afstöðu þína Gunnar varðandi upptöku nýs gjaldmiðils. Rökin hafa verið að við verðum að get fellt gengið, en hvenær hafa gengisfellingar virkað?
Þær eru alltaf framkvæmdar löngu eftir að gengið er fallið í raun og veru.
Nú, það er auðvelt að finnast Seðlabankinn fá á sig stanslausar árásir því þannig er það. Gengisóvissan er algjör og spekúlantar spila upp á hagnað af gengi krónunnar allan ársins hring, bæði innlendir og erlendir.
gjaldmiðill er ekki eitthvað sem segir til um hverrar þjóðar við erum og er bara alveg stórhættulegt að festast í því hugarfari.
Það eru alveg stórmistök að ganga ekki beinustu leið inn í sterkt myntsvæði. Allir græða, það eykur eftirspurn eftir gjaldmiðlinum sem styrkir hann. Öll viðskipti fara fram í sama gjaldmiðlinum og aðgangur að lánsfé er á góðum kjörum sökum þessa.
Tékkaðu á Panama nafni, þar virkar þetta alveg eins og í lygasögu, nema það er ekki lygasaga, dæmið rokkar feitt. Enginn Seðlabanki þar.
sandkassi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 04:01
Sæll Gunnar og takk fyrir
Ísland er ekki bananalýðveldi, a.m.k. ekki ennþá. En já, það er viss ástæða fyrir því að sum ríki halda áfram að vera bananalýðveldi og önnur ekki. Alþingi Íslendinga hefur starfað núna í 1078 ár og mun halda áfram að starfa og tryggja áframhaldandi lýðveldi og lýðræði byggt á stjórnarskrá Íslands, nema náttúrlega að þjóðin sé að breytast í vesalinga sökum ofdekurs undanfarinna fárra ára. En því trúi ég nú ekki.
Þetta stóra mál um gjaldmiðilinn er mun dýpra mál en hægt er að afgreiða á sama hátt og bankastarfssemi og útrásargandreið útvaldra Íslendinga undanfarinna ára var afgreidd frá bankabryggju. Þetta er málefni sem varðar sjálfsæði þjóðarinnar næstu 1000 árin. Svo allir menn á Íslandi ættu að hugsa sig vel og vandlega um í nokkur ár áður en þeir taka ákvörðun. Það er alls ekki hægt að byggja framtíð Íslands næstu 1000 árin á örþrifaaðgerðum í hræðslukasti.
En það er ekki af tilviljun einni að Ísland er núna þriðja eða fjórða ríksata land í Evrópu og það land sem Sameinuðu Þjóðirnar kusu sem besta landið að búa í árið 2007.
Upp með flaggið aftur!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.12.2008 kl. 19:43
Tja, sitt sýnist nú hverjum um bananalýðveldismál.
Ég fæ ekki betur séð en að bananalýðveldið Ísland eigi en eftir að finna lausn á sínum málum.
Kosturinn við Ekvador er þó að þar vaxa þó allavega bananar og sveltur því enginn í hel.
Ég veit ekki almennilega hvað gerir Íslendinga fría undan bananalýðveldisskilgreiningunni. Kannski höldum við en að við séum öðruvísi en annað fólk, merkilegri kannski, fallegri, með sterkari dómgreind og/eða menntun.
Á ferðum mínum um Suður-Ameríku rakst ég á hærri standard á öllum sviðum en við höfum náð hér á landi.
Tækniháskólinn í Monterey á í beinum nemendaskiptum við Harward. Háskólar í Mexíkóborg eru iðulega á lista yfr 100 bestu háskóla í heimi. Slík sannindi má fynna í ýmsum greinum víðsvegar um Suður-Ameríku á mörgum sviðum.
"Bananalýðveldi", hvað er það? - Ísland
Ég held það sé komin tími til að fólk leggi frá sér þessar hugmyndir sínar um eigið ágæti í alþjóðlegu samfélagi þar sem að sveitamennskan hefur nú ekki bara drullað langt upp á bak heldur allt í kring líka.
sandkassi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:00
Þó til að gæta sanngirni þá er standard í Suður-Ameríku mikið til einangraður við einkageira. En það er reyndar á þeim vettvangi sem framfarir eiga sér oft stað.
sandkassi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:18
"En það er ekki af tilviljun einni að Ísland er núna þriðja eða fjórða ríkasta land í Evrópu og það land sem Sameinuðu Þjóðirnar kusu sem besta landið að búa í árið 2007."
En er þetta ekki liðin tíð Gunnar? Bankarnir komu sér í skuldir sem nema alls yfir 12 milljarða sem er 160 milljónir á hverja fjölskyldu með 2 börn.
Þó að einungis verði reynt að standa við sparifjártrygginguna þá eru það engu að síður svo gríðarlegar skuldir að þær munu vera hengingaról á íslenskan almenning á næstu árum. Þá er lánstraust okkar einnig sviðin jörð og öll samningsstaða á alþjóðlegum vettvangi farin út í bláinn.
erum við ekki að gleima skuldum?
sandkassi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:28
Gunnar, ertu ekki örugglega fulltrúi á landfund Sjálfstæðismanna n.k janúar?
Palli (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:25
Ég geri ráð fyrir að þú sért að beina máli þínu til Gunnars Rögnvaldssonar. Ég myndi styðja það að hann talaði þar, eiginlega þyrftum við að fara að fá hann heim úr Danaveldi til að tala niður ESB sönginn.
Það veitir ekki af mönnum eins og honum hér heima þessa dagana.
sandkassi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:20
Takk fyrir Gunnar og Palli.
Nei, ég er ekki fulltrúi eins né neins, nema að ég er Íslendingur og vill vera það áfram. Íslendingur áfram í friði fyrir örþrifagerningum byggðum á örþrifahugsun í alþjóðlegu fárviðri.
Ég kýs þá sem vilja standa vörð um sjálfstæði Íslands, og mun kjósa þá fast.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2008 kl. 17:27
Bananalýðveldi? Frekar loftbólulýðveldi. Eða e.t.v. Gúmmítékkland, enda væru þegnarnir þá réttnefndir: Gúmmítékkar! ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.