Miðvikudagur, 3. desember 2008
Mesti fjöldi gjaldþrota í Danmörku. Íslenskir bankar aftur á hausinn?
Mesti fjöldi gjaldþrota í Danmörku frá því mælingar hófust
Nóvember mánuður fer því miður inn í sögubækurnar sem vesti nóvember mánuður gjaldþrota hlutafélaga í Danmörku frá upphafi mælinga. 524 hlutafélög voru lýst gjaldþrota í þessum mánuði. Þetta er 83% aukning frá því á sama tíma á síðasta ári. Þær atvinnugreinar sem urðu verst úti voru "allt sem hefur með fasteignir að gera" og svo "allt sem hefur með flutninga að gera". Þetta rímar ágætlega því þeir bransar sem verða fyrst fyrir barðinu á samdrætti er einmitt flutningar. Menn ættu að staldra aðeins við hugtakið flutningar. Undanfarna áratugi hafa flutningar átt góða daga vegna þess að hnattvæðingin hefur flutt atvinnutækifærin til staða sem ennþá bjóða uppá vinnuafl sem gengur fyrir kolum og lágum launum. En ekki nóg með það þá hafa "góðu" störfin einnig flutt með þeim lélegu. (Antallet af konkurser sætter rekord)
Krónan okkar á fáa tækifærissinna sem vini núna
Mikið hefur verið rætt um gengisfall íslensku krónunnar undanfarið og hafa sumir gengið svo langt að lýsa hana "ónýta" því hún hafi fallið allt að 100%. En ekkert getur fallið um 100% án þess að verða að engu. Þessum aðilum til upplýsingar vil ég benda á að gengi íslensku krónunnar er fallið um 49% gagnvart evru á síðustu 365 dögum (uppfært: 4/12 '08: nú er fallið 47% síðustu 365 daga eftir 8% styrkingu dagsins). En 365 dagar eru eitt ár samkvæmt mínu dagatali. Þetta gerðist er næstum allt íslenska bankakerfið lagðist gjaldþrota á hausinn ofaná mynt okkar. Þetta er dálítið meira en evran féll á 22 mánuðum árin 2000-2001 vegna vantrausts, en þá féll hún um 30% gagnvart dollar, - og það þrátt fyrir sameiginlegar björgunaraðgerðir seðlabanka ESB og Bandaríkjanna í tvígang. Núna vinnur seigur, duglegur og sveigjanlegur gjaldmiðill okkar Íslendinga, aleinn og sem ofurmenni, dag og nótt við að afrugla hagkerfið aftur. Hann mun einnig í leiðinni koma í veg fyrir Evrópusambandslegt atvinnuleysi hjá launþegum á Íslandi, hann þjónar nefnilega Íslendingum þessi gjaldmiðill okkar. Það þarf meira til að ganga frá svona góðum gjaldmiðli en heilt gjaldþrota bankakerfi á vaxtarhormónum og herskáa Breta. En gjaldmiðillinn okkar á svo sannarlega betri meðferð skilið en þá meðferð sem hann hefur mátt þola síðastliðin mörg ár. En seig er hún krónan okkar. Hefði einhver annar gjaldmiðill þolað þessa meðferð? (Ónýtir gjaldmiðlar)
Svona lítur 94% fall út
En ef mönnum langar að skoða hvernig 94% fall lítur út á blaði þá ættu þeir að skoða þessa mynd hér að neðan. Þetta er mynd af því hvernig málin standa með hnattvæðinguna núna, eftir að fjármálageiri heimsins fékk fast sæti á klósettinu í öryggisráðinu heima hjá mömmu sinni, ríkinu. En Baltic Dry vísitalan, sem var stofnuð árið 1744, mælir hvað það kostar að panta vöruflutninga á höfum heimsins núna. Enginn mun bóka neina fragt nema að hann ætli að flytja eitthvað. Núna ætlar heimurinn greinilega ekki að flytja neitt að ráði lengur því þessi vísitala er fallin um 94%. Hnattvæðingin er því komin á þann stað sem hún var fyrir ca. 25 árum. Það er ekki skrítið þó að það sé að koma ísöld í hagkerfum víða um heim. Þessi mynd er ákaflega glæsileg og áhrifamikil. En afleiðingarnar verða ekki glæsilegar. En þetta er allt saman Seðlabanka Íslands og Davíð Oddssyni að kenna, valdamesta manni og seðlabanka í heiminum.
Aðild að Evrópusambandinu virðist skaða mörg ríki þess í kreppunni
Það virðist vera að eyðileggja efnahag flestra ríkja Evrópusambandsins að vera í Evrópusambandinu núna því þau þora ekki að gera neitt sem getur bjargað þegnum þessara landa frá hörmungum þeirrar kreppu sem núna er að hefja hinn glæsilega feril sinn. Spánn er kominn með 13% atvinnuleysi núna, sem eru 3 miljónir atvinnuleysingja. Það er gott að það séu lausar 1 miljón tómar íbúðir handa þeim á Spáni. Ljóst er að efnahagsástand ESB mun halda áfram að versna í að minnsta kosti 14-18 mánuði í viðbót og mun kanski botna snemma árs 2010 eða jafnvel enn seinna. Það er því líklegt að atvinnuleysi á Spáni muni nálgast 20% seint á næsta ári. Þar næst er það atvinnuleysi Slóvakíu sem er núna komið í 10%, svo er það Frakkland sem er með 8,2% atvinnuleysi eins og það hefur haft síðastliðin 25 ár eða svo, svo kemur Ungverjalandið með 8,1% atvinnuleysi og á hælum þess er Portúgal og allt evrusvæðið með 7,7% atvinnuleysi sem er dálítið mikið hærra en það var frá því ESB var fundið upp. Þar næst er Lettland, Írland, Þýskaland og Ítalía. Þetta er atvinnu laust Evrópusambandið. Að ganga í ESB núna eða á næstu árum væri því eins og að ganga í Bandaríkin árið 1931.
Sögur herma að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (IMF) hafi svo miklar áhyggjur af Grikklandi núna að þeir álíta að það munu þurfa að bjarga öllu Grikklandi frá hruni (samkvæmt skrifum fyrrv. hagfræðings IMF Simon Johnson). Einnig er talið líklegt að evrubinding Lettlands, Eistlands og Litháen sé að eyðileggja efnahag þessara landa svo mikið að þau muni neyðast til að brjóta bindinguna við evru á næstunni og fella gengið. Fjármálaráðherra Lettlands, Atis Slakteris, hefur staðfest að gengisfelling hefur komið til tals í viðræðum ríkisstjórnar Lettlands við IMF, en að ríkisstjórnin standi enn fast á að gengið verði ekki fellt. En IMF er núna að búa sig undir að bjarga þessum löndum Evrópusambandsins frá afleiðingum aðildar þeirra að Evrópusambandinu. En hvaða ESB lönd verða svo næst?
Tölur geira fjármála herma að það sé búið setja spánska fjármálageirann í sótthví inni í miðju evrusæðinu! Hvernig getur þetta gerst? Átti ekki evra að lækna allt svona? (The Spanish Crisis In A Nutshell) Ætla menn að segja mér að spænskum bönkum sé ekki treystandi? En eins og sumir vita þá hafa hlutabréf í stærstu bönkum Evrópusambandsins fallið um meira en 80% á síðustu 16 mánuðum. Þeir hluthafar sem ennþá eru eftir með bréf sín sofa ekki vel á nótunni því þeir eru svo hræddir - og ekki að ástæðulausu - um að bankinn þeirra verði þjóðnýttur á morgun, þarnæsta dag, eða daginn eftir þann dag. Dagar koma. Einhver sem vill eiga hlutabréf í þjóðnýttum banka?
Evrusvæðið getulaust og í gildru vansköpunar evru
Wolfgang Munchau segir í grein í þýska Financial Times í dag að Þýskaland og evrusvæði séu bráðum að verða lokuð og læst föst inni í Keynesian liquidity trap (lausafjárgildru). En svona gildra virkar þannig að vextir nálgast núll og peningastjórnin er ófær um að örva efnahaginn með hefðbundnum aðgerðum í peningastjórn (monetary policy) því hún er engin hjá Þýskalandi og þetta mun smita allt evrusvæðið. Peningar munu því verða hamstraðir til þess eins að geyma þá á öruggum stað og burtu frá eyðileggingu á fjármála og peningamörkuðum í stað þess að þeim sé fjárfest. Efnahags-frostið kemur svo vegna skorts á fjárfestingum og svo mun vítahringur verðhjöðnunar taka við og afgreiða okkur inn til dyra helvítis. Allt þessari blessaðri getulausu og geldu peningastjórn á evrusvæðinu að kenna. Evran er mynt án vöðva. Seðlabanki Bandaríkjanna þarf ekki að glíma við svona tómar tunnur af engu, lamaða vöðva ríkisfjármála (fiscal policy) sem vinna á móti hvor öðrum eins og í geðklofa líkama. En fjárlög ESB eru 2-3% af VLF ESB og ECB getur ekki búið til eitt né neitt úr lofti. Fjárlög sambandsríkja Bandaríkanna eru um 23% af VLF í BNA. Munu ísar og ísöld koma í ESB?
Eins og Íslendingar vita þá á Seðlabanki Íslands núna allt sitt púður þurrt og geymt á öruggum stað. Þegar þetta púður verður tekið í notkun á Íslandi þá munuð þið sjá hvers megnugt íslenska hagkerfið verður. Þið eigið þetta allt til góða. Lækkun stýrivaxta mun gera margt mjög gott fyrir íslenskan efnahag. En þegar þetta gerist þá mun ECB löngu verða orðinn skotfæralaus.
Eftir áföll er ferli ferskra fjármuna oftast svona: 1) fyrst fara þeir til hlutabréfamarkaðarins 2) svo fara þeir til fyrirtækja 3) svo fara þeir til fjárfestinga 4) svo koma þeir til til neytenda í launum og framgangi 5) svo fara þeir inn í húsnæðismarkaðinn
Borroso leikur hlutverk sitt vel áfram sem hinn ábyrgðarlausi lýðskrumari fyrir ESB
Í útvarpsviðtali við eina franska útvarpsstöð segir þessi formaður ESB - sem ekkert hefur sést til í fjármálakreppunni, samkvæmt gagnrýni Þjóðverja - að Bretland hafi aldrei verið nær því að taka upp evru en þeir eru núna. Hver sagði þetta spyr útvarpið. Jú þeir menn sem skipta máli í bresku samfélagi. Höfum við heyrt þetta einhversstaðar áður kæru Íslendingar?
"I don't mean to say that it will be tomorrow and I know that the majority in Britain are still opposed, but there is a period of consideration under way and the people who matter in Britain are currently thinking about it"
Jose Manuel Barroso forseti
Þýðing: ég veit að þetta verður ekki á morgun og ég veit einnig að almenningur er á móti evruupptöku en þeir sem skipta máli í bresku samfélagi eru að hugsa um þetta. Þarna höfum við hið rétta andlit ESB. Þetta er lýðskrumarinn frá Brussel sem hér talar fyrir hönd þeirra sem "skipta máli" í bresku samfélagi. Þú og ég skiptum ekki máli í huga þessa manns. Því fer Henry Nitzsche ekki fögrum orðum um þetta Evrópusamband í tölu sinni hér í þýska þinginu og kallar hann þar nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins fyrir nýja Versalasamninga fyrir Þýskaland (enskur texti)
Reyna Íslendingar að koma bönkum sínum á hausinn aftur?
Mér líst afskaplega illa á þá hugmynd að láta erlenda banka koma inn í bankarekstur á Íslandi núna við þær aðstæður sem núna ríkja á Íslandi og í ESB og sem munu ríkja á næstu árum. Þetta gæti þýtt að bankarnir gætu hugsanlega farið á hausinn aftur eða þurfa að loka aftur því stór hluti af bankageiranum í Evrópusambandinu á eftir að fara á hausinn eða að örðum kosti verða þjóðnýttur. Ef stór hluti bakageirans verður þjóðnýttur í ESB þá verður að loka og draga síg út úr bankarekstri á Íslandi eða selja bankana til Íslendinga aftur, ef þeir þá geta keypt það til baka sem þeir ætla að gefa frá sér núna. Northern Rock bankinn þurfti til dæmis að loka í Danmörku þegar bankinn var þjóðnýttur í Bretlandi því ríkisfyrirtæki meiga ekki (allavega ekki ennþá) reka banka í útlöndum. Erlendir bankar munu einnig nota Íslendinga eins og mjólkurkýr á næstu árum sé þeim gefinn kostur á því. Þetta eru hrapalleg mistök að mínu mati, og sérstaklega séð með tilliti til atvinnulífsins því bankar í ESB munu alls ekki geta sinnt skyldum sínum við atvinnulífið á næstu árum. Þeir munu kyrkja allan hagvöxt a la Japan. Sem dæmi má nefna að Danske Bank var gagnrýndur harðlega fyrir að þurrka mistökum og tapi sínu yfir á Færeyinga í síðustu bankakreppu, en þá var Danske Bank með bankarekstur í Færeyjum.
Forsíða þessa bloggs
Ég mæli með Hindrar evra atvinnusköpun?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 12:44 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 17
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 1387432
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Gunnar, þú átt heiður skilið fyrir að halda vöku þinni með augun opin. Evrópa er söm við sig. Og ekkert sem er að gerast núna ætti að koma á óvart í ljósi sögunnar. Það að vera ESB-sinni í dag, er einangraður skilningur en ekki víðsýni sem byggir á tölulegum staðreyndum eða sögulegri þekkingu. Evrópa er í Dauðteygjunum, en alls ekki á fósturstigi. Gömlu Þjóðverjararnir, samir við sig, tíma ekki að greiða atkvæði í Eurovision. Og þegar að kreppir hugsar hver um sig. ESB er tálvon sem á ekki mörg ár eftir. Leiðin út úr langvarandi kreppum er rudd af einstaklingum í grunninum sem hafa til þess meðfæddan dug og áræði. Það er staðreynd sem miðlægt ráðstjórnar Beauro-Kratí fær ekki breytt. Ekkert er nýtt undir sólunni.
Júlíus Björnsson, 3.12.2008 kl. 13:26
Blessaður Gunnar.
Takk fyrir að miðla upplýsingum til okkar á skerinu. Grafið um sjóflutningana segir allt sem segja þarf um framtíðarhorfunnar. Ég held að það þurfi kraftaverk til að bjarga Kína frá allsherjar hruni. Fólk þar sætti sig við þrælahaldið, misskiptinguna, spillinguna og mengunina, því Kínverskur almenningur trúði á betri tíð. Núna þegar útflutnigurinn hrynur þá er blaðran sprungin og eftir stendur kúgaður, allslaus almenningur með gjörspillt stjórnkerfi, eldfim blanda sem gæti haft mikil áhrif á heimsbyggðina alla. Þá meina ég að allt tal um endurreisn heimsviðskipta gerir ráð fyrir heimsfriði en ef það verður borgarastyrjöld í Kína, hvað þá? Þess vegna legg ég til að Íslendingar bregðist hratt og vel við og semji við IFM um niðurfellingu skulda gegn því að við Íslendingar láni Kínverskum stjórnvöldum Davíð Oddsson í mánuð eða svo sem "scapegoat". Samfylkingin gæti á meðan notað mynd af kallinum til að halda á sér hita í vetrarhörkunum.
Einnig yfirsást þér nýjasta "hittið" í Íslenskri flóttageitaumræðu en það er hin sér Íslenska spilling og auragræðgi sem Gúrúinn Þorvaldur Gylfa hefur vakið máls á og þá í því samhengi að okkar vonlausa þjóðfélag þurfi á náðarfamði hinna vammlausu og óspilltra búrakrata ESB að halda til að forða okkur frá sjálfum okkur. Ég held að bæði þú og Þorvaldur fatti ekki hvað þessi sérÍslensku lyndiseinkenni hafa haft alvarleg áhrif í Evrópu. Komu ekki græðgisvæddir Íslendingar Spönsku fasteignabólunni að stað? og var ekki Egill Helga sumarlangt á Grískri eyju?, skýrir það ekki Gríska fallið? Spurning hvort Þorvaldur vilji ekki fara þarna suður eftir og útskýra fyrir þeim samhengi hlutanna svo Íslendingar geti tekið á sig sökina á þessu eins og svo mörgu öðru.
Hvað er að frétta af skuldamatinu?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.12.2008 kl. 14:12
Þetta er bara flott hjá þér.
ÉG hef verið að rembast við hina hlið aðildarinnar.
Sýna fram á, að ef við færum aþangað inn, yrði ekki aftur snúið og að eftir að við værum komin inn, ættu Bretar og fl ÖLL ráð okkar í SINNI BLÓÐUGU HENDI.
Falklandseyjar og fl eru þar lýsandi dæmi og nú, hvernig þeir hamast gegn okkur.
Frakkar eru nú búnir að skýrgreina lögfræðilega, skyldur sínar gagnvart inneignum útlendinga og á öðrum innlánsreikningum en innan landamæra þeirra.
Fjórfrelsið er heilagt mörgum og tilskipanir um orkusölufyrirtækin og virkjanakerfin þeirra eru UNDANTEKNINGALAUS.
Fiskveiðireglur þeirra eru UNDANTEKNINGALAUS
Frelsi til að eiga útgerðafyrirtæki og kvóta um alla ESB er UNDANTEKNINGALAUS
Frelsi til að eignast lendur og lausa aura hvar sem er í ESB er UNDANTEKNINGALAUS og hafa Portugalir, Spánverjar og fl komist að því fullkeyptu og eru útlendir menn eigendur nánast allra svæða sem eru með einhverjum túrisma sem tjáir að nefna.
Mér stendur einfaldlega stuggur af þsvona gríðalegum ,,lagaheimildum" útlendinga, því ef fyrirtæki þeirra eru á erl grundu, þarf ekkert að vara að koma að landi og ekkerrt að gera upp innan okkar landamæra og því er afar lítið um ÚTFLUTNINGSTEKJUR AÐ RÆÐA eftir að við værum gegnin inn.
Miðbæjaríahldið
Bjarni Kjartansson, 3.12.2008 kl. 15:24
Kærar þakkir fyrir innlitið og góð orð.
Ég er of saddur til að geta skrifað eitthvað af viti. Við konan vorum að snæða sjálfdauða hakkaða mjólkurkú sem ég eldaði í tvo tíma á dýrsta rafmagni í heimi með niðurgreiddum hvítlauki frá Ítalíu . . . . nei bíddu nú hægur . . . hvítlaukurinn var frá Kína !!! Ja hérna, aumt er þetta að verða maður. En ólavíu olían hlýtur að hafa verið frá Ítalíu einusinni, held ég. En svo gerði ég kartöflustöppu með og einnig ástralskt salat (1,5 grömm af steinselju). Með þessu drakk ég einn ég dýrsta drykk sem hægt er að fá á opinberum vettvangi fyrir alla aldurshópa í Danmörku, en það er hið hættulega kóka kóla, því tveggja lítra flaskan kostar núna sem svarar 625 ISK. Geri aðrir betur. En kóla berin í kók eru sögð mjög holl. Þau koma nefnilega frá Kola skaga í norður Sovét og eru týnd þar á sumrin. En mikið sakna ég góða fisksins og lambakjötsins, hvals, lunda, svartfugls og alls þessa góða.
Hvítlaukur frá Kína, OMG!. En kanski kom þetta með hinu "síðasta skipi frá Kína".
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 3.12.2008 kl. 19:36
Skemmtleg lesning Gunnar þakka fyrir mig
Þetta er góð staðfesting á að ísland var bara Fyrst í mark
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:02
Hrunið stafar af því að hver sem er má prenta peninga. Uppbyggingin er öfug. Allir fái að gefa út mynt. Skilyrði: Myntin skal innihalda gull, þeir sem gefa út seðla skulu hafs samsvarandi gull á bakvið þá, að viðlögðu 40 ára fangelsi.
Þetta kerfi dugði afbragðs vel í 5000 ár þangað til gullfætinum var kippt undan gjaldmiðlunum fyrir 30-40 árum.
Það þarf eitt í viðbót: Banna skal endurskoðunarfyrirtæki eins og Nasistaflokkurinn var bannaður á sínum tíma.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.12.2008 kl. 21:57
Vítahringurinn í ESB mun halda áfram á eftirfarandi nótum, eins og ég hef skrifað um hér áður. Þetta er einskonar tímasprengjan sem er í gangi undir ESB
Matsfyrirtækið Standard & Poor's segir að fyrirtæki í ESB séu svo skuldsett að þau þurfi endurfjármögnun uppá hvorki meira né minna en 2.1 trilljón dollara fram til ársins 2011, og ekki nóg með það en strax á næsta ári þurfi að endurfjármagna 800 milljarða dollara skuldir þessara fyrirtækja. Aldrei fyrr í sögunni hefur þurft að endurfjármagna svona stórar skuldir í svo erfiðum aðstæðum. Og mikið af þessu verður einfaldlega ekki hægt að endurfjármagna því bankakerfið er svo laskað og því mun stór hluti fyrirtækja rúlla á hausinn. Þetta mun auka enn frekar á afskrifapyntingar bankakerfisins.
En þegar þessar afskriftir bankakerfisins hefjast fyrir alvöru þá munu þær grafa enn frekar undan þessum bankageira ESB. Og ofaní þetta munu svo koma stórar afskriftir á lánum evrópskra banka til bankakerfis nýmarkaðslanda, og þar ofaní mun svo bætast við hrikaleg evrópsk "subprime" húsnæðislánakreppa vegna hratt fallandi húsnæðisverðs, sem mun falla allt að 30-50% í mörgum löndum.
Svo mér finnst það ábyrgðarhlutur að ætla þessu stór-laskaða ESB bankakerfi eitthvert hlutverk á Íslandi á næstu árum. Þessir bankar munu einfaldlega ekki geta sinnt grunn-hlutverki og skyldum sínu gangvart atvinnulífinu á Íslandi. Þetta mun einungis seinka nauðsynlegri uppbyggingu á Íslandi.
Financial Times í dag:
A fresh sign in the deterioration of credit market conditions emerged on Wednesday when one of the most closely watched barometers of sentiment broke through an important threshold.
The Markit iTraxx Crossover index rose above 1,000 basis points for the first time since it was created in 2004, implying a record number of companies are on the verge of default because of deepening financial problems.
Neil McLeish, head of European fixed income research at Morgan Stanley, said: “This shows the market is now more concerned about the impact of the deteriorating real economy and expected rise in defaults, rather than the risk of crisis in the financial sector.” . . . . . . . . . Some of the world’s leading
investment-grade companies look in danger of default, according to CDS prices.
Record number of companies at risk of default
Gunnar Rögnvaldsson, 4.12.2008 kl. 12:25
Hagfræðingar hér heima virðast ekki sjá hlutina í stærra samhengi. Þetta á allt að vera komið í lagi eftir nokkra mánuði. "Erlendu verkamennirnir fara bara heim."
Júlíus Björnsson, 4.12.2008 kl. 18:43
Er ekki hið besta mál að láta erlenda lánardrottna bankanna, taka þá yfir til að friða þá og Gordon Brúna. Svo fara þeir á hausinn með öllum hinum bönkunum í ESB, og við notum gömlu Sparisjóðina okkar. Ansans að Jón Ásgeir skuli vera langt kominn með að eignast þá.
Sigurjón Jónsson, 5.12.2008 kl. 11:12
Sæll Gunnar
Það er alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér. Ég mæli með því að menn kynni sér grein eftir Fredrik Bergstrom en það má m.a. finna hana í bók sem RSE gaf út og heitir Cutting Taxes to increase prosperity. Greinin fjallar um samanburð á USA og EU og er ansi skemmtileg.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 03:40
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlitið
Já Vilhjálmur þessi grein var ansi leiðinleg lesning fyrir ESB-menn. Hér er svo enn eitt af verkum Bergström og Timbro hópsins en það heitir: EU versus USA
===== Frá EU versus USA skýrslunni ========
Worse still, many European politicians and opinion-formers seem totally unaware of the lagging performance of the EU economies and that a few percentage units lower growth will affect their welfare in comparison with other economies. Such is the background to this study on the differences in growth and welfare between Europe and the US. Too many politicians, policy-makers, and voters are continuing their long vacation from reality.
============================
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2008 kl. 12:26
sæll Gunni ertu byrjaður í laufabrauðinu
kv Spörri
einar axel gústavsson í dk (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 18:49
Takk Einar, hinn árlegi laufabrauðsbakstur mun fara fram bráðum, samkvæmt áratuga venju :). Gangi þér vel. Jól án laufabrauðs eru ekki til í dæminu hér :)
Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.