Mánudagur, 24. nóvember 2008
Evrusvæðið í kreppu - skuldabréfaútgáfa Þýskalands floppar: uppfært
Evruland fer í kreppu og þýskar konur vilja fá D-mark aftur
Evrusvæðið féll inn í formlega kreppu í síðustu viku. Hagvöxtur á evrusvæði reyndist enn verri en í Bandaríkjunum. Hagvöxtur evrulands, sem er sá fjórði lélegasti í OECD síðastliðin 14 ár, dróst saman um 0,2% á fyrsta ársfjórðungi og aftur um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma var hagvöxtur í Bandaríkjunum mörgum sinnum betri eða 0,7%, þrátt fyrir öll vandræðin þar, og jafnvel ennþá skárri á öðrum ársfjórðungi eða mínus 0,1%, sem þrátt fyrir allt er 100% betra en mínus 0,2%. Þetta rímar kanski ágætlega við skoðanakönnun sem framkvæmd var í Þýskalandi í maí mánuði þessa árs, en þar kom í ljós að 65% þýskra kvenna óska sér að fá aftur þýska markið (D-mark) sem gjaldmiðil lands síns.
Uppboð þýska ríkisins á 10 ára skuldabréfum mistókst. Kemur vítahringur verðhjöðnunar?
Þetta er í fyrsta skipti í sögunni að slíkt gerist, samkvæmt fréttum Financial Times. En það voru svo margar neikvæðar fréttir úr Evrópusambandinu þessa vikuna að lítið fór fyrir þessari frétt. Núna eru víða uppi þær raddir að stóra áhyggjuefnið fyrir evrusvæðið á næstunni verður það að heimilishagur þessa aldraða og þreytta efnahagssvæðis mun hafna í neikvæðum spíral verðhjöðnunarvítahrings. En í verðhjöðnun verður allt að engu. Verðhjöðnun er hrollvekja þeirra sem eiga peninga og festa peningum, þ.e. fjárfestar. Kanski var það þessi hugsun sem bjó í brjósti þeirra sem eiga peninga en sem vildu ekki kaupa 10 ára skuldabréf af þýska ríkinu. En þetta er í fyrsta skiptið í sögunni að skuldabréfaútgáfa þýska ríkisins mistekst - floppar. Svo ríkisstjórnir hinna öldruðu þjóðfélaga ESB ættu kanski ekki að vera of vongóðar um að geta fyllt aftur á tóma kassa þeirra banka í ESB sem þær nú hafa gengist í ábyrgð fyrir. Einnig gæti farið svo að hugsanlegir hjálparpakkar ESB ríkisstjórna til að örva hagvöxt og atvinnulíf gætu reynst erfiðir í fjármögnun. Þýsku Opel bílaverksmiðjurnar hrópa þessutan einnig á hjálp frá ríkinu.
Germanys 10 year bond auction flopped
Now this would be the main headline news on most days. A German government bond auction flopped something that has been unheard of. The FT writes that this is merely extraordinary in its own right, it is also a setback for hopes that government can quickly raise large sums for economic stimulus packages. This is particular important for countries such as Italy and Greece, where bonds have come under pressure recently. The report also talks about the conundrum that as supply of bonds increases, which one would expect to lower their price, the opposite is happening, as yields are falling amid expectations of a long drawn out recession, and even deflation. Rétt slóð á FT fréttina: Bonds caught between supply surge and deflation
Aðild að Evrópusambandinu virðist ekki hjálpa neinum nema kanski . . . einum?
Lettland viðrist vera að farnast illa innan vébanda Evrópusambandinu því þar reyndist hagvöxtur vera neikvæður um heil -4,2% á milli ára og Eistland fékk einnig -3,3% neikvæðan hagvöxt. Ríkisstjórn Lettlands hefur þurft að taka yfir stærsta banka landsins og er núna í viðræðum við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn (IMF) um hjálp. Ungverjaland er einnig í komið á samning hjá IMF. Eistland er bundið fast við evru og er því í svo alvarlegum vandræðum að margir veðja á að Eistland verði þvingað til að fella gengið á næsta ári og þar með brjóta bindinguna við evru. Því sama er spáð fyrir gjaldmiðla Lettlands og Litháen.
David Hauner, a Bank of America strategist based in London: "They will keep the pegs at the current exchange rates well into 2009, but reset the rates to devalue against the euro later, when markets have calmed,'' Hauner said"
============= UPPFÆRT ================
Hugsanlega er nú þegar farið að hitna all verulega í kolunum í Lettlandi. Blaðið Baltic Course greinir frá því að menntamaðurinn Dmitri Smirnovs við Ventspils háskólann í Lettlandi hafi verið handtekinn fyrir að dreifa orðrómi um yfirvofandi gengisfellingu í Lettlandi. Það fer ekki hjá því að viss ótta en jafnframt raunsæðis gæti í neðangreindum orðum Dmitri Smirnovs um ástandið í Lettlandi
According to the Baltic Course online newspaper Ventspils University College lecturer Dmitrijs Smirnovs was detained for two days recently on suspicion of spreading rumors about the devaluation of the Latvian currency. He was detained in connection with an opinion that he had expressed during a debate about the development of the Latvian economy and the future of the Latvian banking and credit system. His arrest followed the publication of his opinion in Ventspils' local newspaper Ventas Balss. According to the newspaper report he said the following:"The U.S. problems are trifling, compared to what awaits us. They have now reached the bottom and will start to recover. Problems in the European Union have only just begun and we may be hit by a crisis that is ten or maybe twenty times worse than that in the United States. The Swedish banks will no longer be able to offer inexpensive loans through their subsidiary banks in Latvia. They will tell us to pay back the debts! How will we pay them with the real estate? We have no assets to pay back the debts! [..] The pyramid has been built and now we have to wait until it collapses. [..] The only thing I can suggest now: first of all, do not keep your money in banks, second: do not save money in lats, as it is very dangerous at the moment."
====================================
Evruveikir menn boða trú sína í Danmörku
Gagnrýnir menn í Danmörku og sem eru ekki fæddir í gær, spyrja eftirfarandi spurningar. "Ef vaxta- og verslunarferða-rök sem evrumenn halda fram í Danmörku eiga að gilda, hvað á Danmörk þá að gera næst þegar vextir á evrusvæði verða hærri en þeir hefðu orðið í Danmörku án evru. Á Danmörk þá að taka upp":
- sænskar krónur?
- norskar krónur?
- breskt pund?
- bandarískan dollar?
- annað?
Bankar í Danmörku í megrunarkúr
Megrunarkúr danskra banka er hafinn. Hann hófst þó í kyrrþei í febrúar á síðasta ári þegar stjórnendur bankanna byrjuðu að selja hlutabréf sín í eigin bönkum. Sérfræðingar á hlutabréfamarkaði segja að þetta marki til um snilld stjórnenda bankanna. Forstjórar Danske Bank eru taldir bestir en þeir seldu hlutabréf sín í bankanum á meðan þau voru 270 króna virði hvert stykkið. Í dag eru þau 62 krónu virði. Seinni hluti megrunarkúrs bankakerfisins hófst fyrir nokkurri skelfingu síðan en hann felst í því að skera niður efnahagsreikninga bankanna því þeir eiga erfitt með að fjármagna sig og kvíða þeim tíma þegar mörg lán bankana renna út seint á næsta ári.
Þetta hefur þau áhrif að dönsk fyrirtæki geta varla fengið þá lánafyrirgreiðslu sem þau þurfa á að halda og því biðja þau nú hið opinbera um hjálp. Þennan betlitón lærðu þau af bönkunum. Þetta er gamla sagan. Bankarnir þenja sig út í góðærinu, þenslan verður of mikil, bólan brestur og til að bjarga sér þá loka bankarnir peningakassanum, fyrirtækin svelta og hætta að geta fengið lánsfé og það sama gildir um almenning. En bankar lifa á að lána út peninga en því þora þeir ekki núna og því kemur frost. Ríkið er ákallað, það kemur og hellir hellingi í kassa bankana, en við það lokast peningakassi bankanna enn meira því núna gildir það eitt að halda fast í það sem ríkið kom með og bíða eftir því að nágrannabankinn fari fyrst á hausinn, ásamt fyrirtækjunum. Svo opnar maður aftur, seint árið 2011. Erhvervslivet råber på finansiel støtte og Danske Bank-chefer solgte aktier i tide
Kínversk stjórnvöld óttast hugsanlega uppreisn
Hér í Danmörku skrifar dagblaðið Børsen að núna séu um 65.000 kínverskar verksmiðjur orðnar gjaldþrota það sem af er þessa árs. Þetta sé óbein afleiðing fjármálakreppunnar því hún hafi fengið Bandaríkjamenn til að draga úr einkaneyslu þar í landi, en stór hluti kínverska hagkerfisins lifir á að flytja út vörur til neytenda í Bandaríkjunum. Kínversku starfsfólki er sagt upp störfum með svo miklum hraða að stjórnvöld eru jafnvel uggandi um yfirvofandi uppreisn meðal verkamanna víða um landið, skrifar Børsen: Kina frygter alvorlig jobkrise
Frá heimamiðum
Hinn ágæti frjálsi fréttamiðill T24 skrifar: Ráðherrar víki. Vefþjóðviljinn skrifaði um hvernig Ísland verður orðið ríksata land í heimi innan skamms: Slóð. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar góða grein sem heitir: Ísland grátt leikið
Vinir okkar Færeyingar afhenda Íslendingum vinarlán á vildarskilmálum. Hvernig studdi Ísland við bakið á Færeyingum í þeirra djúpu kreppu á síðasta tíunda áratug? Færeyjar veita Íslandi gjaldeyrislán og Kungerð um fund á Grand Hotel, Reykjavík. Á þessum fundi var fjallað um mjög erfiða 20 ára kreppu Færeyinga. En hún var mjög svo alvarleg fyrir Færeyinga og Hermann Oskarsson hagstofustjóri Færeyja veit því vel hvað hann er að tala um þegar hann segir Krónan er ykkar styrkur
Forsíða þessa bloggs
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 1387419
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það er stöðugt að verða ljósara, að við eigum enga alvöru kosti aðra en að taka upp Dollar. Ég spái því jafnframt, að þegar við höfum tekið upp Dollar muni mörg önnur ríki Evrópu fylgja í kjölfarið. Væntanlega mun Noregur fylgja okkur fyrst og síðan Danmörk.
Eins og margir vita tók El Salvador upp Dollar 01.janúar 2001. Þetta var umdeilt skref, þrátt fyrir reynslu landsins af efnahagslegum hremmingum. Við höfum reynt í 90 ár að halda lífi í okkar Krónu og El Salvador á að baki hliðstæða sögu. Í dag er varla hægt að finna nokkurn mann í El Salvador sem vill hverfa til "okkar ástands".
Dollaravæðingin í El Salvador hefur reynt á fúnar stoðir samfélags sem var efnahagslega frumstætt. Okkar samfélag er í nákvæmlega sömu sporum og menn ættu bara að horfast í augu við það. Í El Salvador hefur á 8 árum að mestu náðst sá árangur sem að var stefnt og ólíkt okkar samfélagi ríkir þar bjartsýni um framtíðina. Hvað tefur okkur ?
Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.11.2008 kl. 12:54
Krónan virkar alveg eins og til stóð að hún átti að virka. menn hafa bara undanfarið talið sér trú um eitthvað allt annað.
Við styrktum krónuna gríðarlega mikið. hún átti aldrei að vera 80krónur á móti evru eða hvað varð það? 50 á móti dollar. eins hátt og við flugum þá, þá er fallið núna jafn mikið.
Krónan er bara spegill. Ef þér líkar ekki við krónuna þá er það vísbending um að þér líkar ekki við eigin spegilmynd.
Ef krónan er notuð rétt, að hún sé notuð sem smá mynt, ekki sem alþjóða gjaldeyris og fjármálamarkaðsmynt fyrir útrásar banka og fjárfesta. þá virkar hún fínnt.
Spyrjum okkur að þessu. Hverjir töluðu krónuna mest niður fyrir fallið í október og högnuðust mest á því. síðan, hverjir eru það sem tala mest um skaðsemi krónunar og vilja skipta henni út? getur það verið að það séu margir af þeim sömu í þessum hópi? kannski þeir sem skulda háar fjárhæðir í krónum og myndu vilja losna við þær skuldir? Kannski einhverjir sem græða á því að gengið veikist enn frekar?
Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 14:52
Var eitthvað sérstakt flug á okkur 1992 Fannar? Þá kostaði dollarinn líka 50 kall. Líka 1985, svo dæmi sé tekið. Þegar þetta flug á okkur var sem hæst þá var gengi mynta í kringum okkur ekkert óvenjulega hátt. Danska krónan var t.d. í kringum tíkall, eins og hún hefur verið meira og minna síðustu 15-20 árin. En gengið var óeðlilega hátt. Á því er reginmunur. Við höfum nefnilega hent, eins og þú bendir raunar sjálfur á, allt of miklum peningum í að halda þessu hræi á lífi.
Að krónan sé spegill er náttúrlega bara eins og hvert annað bull, þú verður að eiga það við þig .
Ef krónan er notuð rétt, eins og þú nefnir það, þá virkar hún bara eins og hún gerði á 9. áratugnum. Viljum við það? Viljum við ekki eiga mynt sem er nothæf í viðskiptum við aðrar þjóðir. Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort við tökum upp evru eða eitthvað annað, ég er ekki blindur ESB-sinni, þó ég viti vel að ástandið þar er ekki líkt því sem Gunnar kallinn reynir endalaust að mála það - með furðusögum sínum. Ég veit bara að þjóðin er núna að súpa seyðið af sukki og áráðsíu nokkurra jólasveina - og getuleysi stjórnvalda. Krónan hefur því miður gert okkar stöðu margfalt verri en hún ella hefði verið. Það sjá allir og því verðum við að finna lausn á þessu gjaldmiðilsleysi okkar. Heimilin og fyrirtækin í landinu eiga heimtingu á því. Ég er alveg til í að bíða þar til krónan hefur rétt úr kútnum aftur, því það mun hún sjálfsagt gera á endanum, en það er fullreynt að hafa hana sem gjaldmiðil. Það hefur nú þegar reynst okkur alltof dýrt - og sér í raun ekki fyrir endann á því.
Það er síðan alveg rétt hjá þér að það var braskað á óeðlilegan hátt með krónuna og þeir eru til sem hafa grætt stórar fjárhæðir á falli hennar. Því miður. En ætlarðu að segja mér að þetta brask þessara aðila hefði gengið jafn "vel" ef við hefðum haft annan gjaldmiðil? Það er alveg klárt að í því alþjóðlega umhverfi sem við lifum í þá er hættan einmitt sú að litlir og veikir gjaldmiðlar, eins og krónan sem þið Gunnar keppist við að mæra, verði fyrir barðinu á óprúttnum bröskurum. Þeir ráða nefnilega svo auðveldlega við slíkar myntir - ekki stærri myntir eins og evru eða dollar.
Guð blessi Ísland
Heimir Eyvindarson, 24.11.2008 kl. 15:27
Eitt er víst að innganga í ESB er ekki á dagskrá fyrr en ljóst er að Evrópa hefur rétt úr kútnum til langframa. Dollarinn er gjaldmiðil sem toppar Evruna á Heimsmælikvarða. Það myndi auðvelda alþjóða viðskipti að taka hann upp og gera þau ábatasamari. Svo má alltaf kaupa fyrir hana Evrur.
Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 15:45
Heimir. Ég er að tala um eftir að krónan var sett á flot. ekki um það þegar krónan var haldið í ákveðnu gengi.
Risalán og framkvæmdir, ríkis og einkaaðila upp úr 2001 varð til þess að krónan var stórlega ofmetinn. Núna er því lokið og hún er stórlega vanmetinn.
Innfluttningur og Útfluttningur ættu að ráða genginu undir öllum venjulegum kringumstæðum. og útfluttningur okkar er mjög mikill.
Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 17:40
Dalur er orðið: Ríksdalir, Silfurdalir en Króna með engu gati af henni er ekki eftirsjá. Kannski nægir að breyta um nafn. Ef dollarinn fellur þá seljum við meira ef dollarinn rís þá beinum við innflutningi til ESB. Við getum líka lagað útflutning og innfluting að gengi USA Dollars.
Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 18:13
Fannar: Mér sýnist að við séum sammála. Ég er einmitt að benda á það í mínu innleggi að krónan hafi verið blásin upp á síðustu árum - með ærnum tilkostnaði. Ég bendi hinsvegar á að gengi hennar var ekki óvenjulegt í ljósi sögunnar, einungis óeðlilegt - einmitt vegna þenslunnar m.a., sem þú minnist á.
Útflutningur okkar er einmitt mjög mikill, innflutningur líka, og því væri mun auðveldara fyrir t.d. allan fyrirtækjarekstur að hafa mynt sem sveiflast ekki eins og lauf í vindi.
Heimir Eyvindarson, 24.11.2008 kl. 18:26
Það er hinsvegar mun erfiðara og tekur mun lengri tíma og betri undirbúnings að skipta um mynt heldur en margur verndaður ríkisstarfsmaðurinn, sem aldrei er hægt að segja upp og þarf ekki að bera ábyrgð á eigin orðum, heldur fram (HÍ prófesórar).
Að skipta um mynt er eitthvað sem er seinni tíma vandamál. vandamál dagsins í dag er að vinna að því að styrkja krónuna. Hún er það eina sem við höfum. hvort sem okkur líka það vel eða illa.
Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 20:59
Átta menn sig á, að Ísland er þróunarland í efnahagsmálum ? Það er ekki fyrr en menn átta sig á þessari staðreynd, sem þeir geta farið að ræða efnahagsmál af viti.
Hver eru þá einkenni á efnahagsmálum þróunarlanda, sem greinir þau frá þróuðum löndum og hverjar eru afleiðingarnar ? Það sem ég er að tala um, er geta lands til að notfæra sér gengisfellingu til að auka eigin framleiðslu. Þetta skiptir öllu máli til að rétta af vöruskipta-halla við útlönd, en það er vöruskipta-hallinn sem veldur gengisfalli og gengissigi.
Áður en kemur til gengislækkunar birtist annar draugur sem er aukin lántaka erlendis. Lántaka erlendis er í raun einkenni á veiku hagkerfi sem lifir um efni fram. Hvort tveggja lántakan erlendis og vanhæfni efnahagslífsins til að snúa vöruskiptahalla upp í afgang, koma landinu í koll við gengislækkun. Afleiðing gengislækkunar er holskefla verðhækkana sem keyrir efnahagslífið á kaf.
Hvað er þá til ráða fyrir efnahagslegt þróunarland eins og Ísland ? Það er aðeins ein leið fær og hún er sú að taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil, sem vöruskiptahalli nær ekki að knésetja. Áhrif vöruskiptahallans koma þá fram með öðrum hætti, það er að segja með skuldasöfnun, sem menn neyðast til að horfast í augu við og minnka neytslu sína. Að lifa um efni fram er ekki lengur hægt. Neyslu-fíklarnir eru ekki lengur verðlaunaðir með niðufellingu skulda, eins og gengisfellingar eru hannaðar til að gera.
Ætlum við að viðhalda sama kerfinu (Krónunni) sem búið er að reyna í 90 ár hérlendis og 900 ár með ýmsum öðrum þjóðum ? Er okkur, þessari menntuðu og gáfuðu þjóð, fyrirmunað að læra svona einfalda lexíu ? Bragð er að þá barnið finnur, en hvað með þig ? Finnur þú óbragð í munni, þegar þú virðir fyrir þér tilburði við að fleyta Krónu sem er alls góðs makleg, en hentar bara ekki efnahagslegu þróunarlandi eins og okkar.
Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.11.2008 kl. 20:59
Ég skipti mínu ör litla sparifé í körfu 1/3 dollar 1/3 eurur og 1/3 krónur verðtryggt. Þegar Glitnir var að segja sakleysingjum að taka myntkörfu lán. Ef ekki væri verðtrygging þá vil ég ekki sjá krónur. Alveg eins og USA sveiflan sem byrjaði sumarið 2007 var komin til Evrópu um haustið þá er það Dollarinn sem er sveifluvakinn sem aðrar Myntir dansa eða fylgja eftir. Eiga gjaldeyrisvarsjóð í Dollurum frekar en krónum það þarf ekki svaranna við. En kostnaðurinn við að vera með eigin mynt til notkunar hér innanlands er ekki réttlætanlegur. Alþjóðabankaheimurinn mun aldrei samþykkja krónuna aftur. Óháð öllum auglýsingabrellum. Áhættan er sannanlega of mikil. Iceland=Collapse Við fengum lán til að greiða skuldir við Alþjóðabankaheiminn. Ekki til að bjarga bönkunum. Við getum ekki leikið sama leikinn tvisvar. Dollar Strax.
Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 22:52
Blessaður Gunnar.
Ennþá magnaður. Reyndar fer að verða óþarfi að eyða púðrinu á ESB og Evruna. Þetta er búið spil hjá þeim en það er reyndar útaf heimskreppunni sem er yfirvofandi og hvað kemur útúr henni má Guð vita. Einna helst að lesa Nostradamus. Var hann ekki að röfla eitthvað um kreppu í byrjun þessarrar aldar, mig minnir það. Kanski hann viti svarið líka en ég veit það fyrir víst að hann minnist ekki á evruna sem lausn því eftir 10 ár verður sagt: "Evra hvað".
En ástæða þess að ég sting niður putta á enter er sú að þú spyrð um hvað við gerðum til aðstoðar Færeyingum í þeirra kreppu. Eftir því sem ég best man var það aðeins tvennt og þar af þáðu þeir annað með þökkum en hitt var ekki eins vinsælt hjá þeim. Við liðkuðum eitthvað til með fiskveiðiheimildir þeirra (að mig minnir en allavega skárum minna niður en ella) og við sendum þeim þá Ragnar og Tryggva til að kenna þeim allt um dásemdir kvótakerfisins. Þegar Færeyjingarnir loksins skyldu þá, keyptu þeir handa þeim flugmiða með kæru þakklæti en þeir bara skildu ekki svona flókin fræði. Sjá ekki eftir því í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.