Leita í fréttum mbl.is

Efnahagsleg borgarastyrjöld geisar í Evrópusambandinu

Rétta nafnið á því ástandi sem ríkir núna í Evrópusambandinu er ekki nafnið eða hugtakið "samstaða". Réttara er að nota hugtakið "efnahagsleg borgarastyrjöld" eða "efnahagsleg hryðjuverkastarfsemi".

Það er frjálst flæði fjármagns innan ESB og evrusvæðis, en það eru samt til landamæri innan ríkja ESB og evru, þó svo að þau séu ekki virk í eiginlegum skilningi, heldur einungis virk í ríkisfjármála- og skattalegum skilningi.

Hvað er þá að núna - hvert er vandamálið í ESB?

Jú núna fossar fjármagnið þangað sem ríkisstjórnirnar yfirbjóða hverja aðra með betri og meri ríkisábyrgð á innistæðum og skuldbindingum fjármálastofnana í hinum ýmsu löndum ESB. Þær ríkisstjórnir sem treysta sér ekki til að útskrifa ótakmarkaðar skattahækkanir til skattgreiðenda í löndum sínum sjá hér fjármálastofnanir sínar lagðar í rúst vegna þess að auðvitað selur maður hlutabréf sín í þessum fjármálastofnunum í þeim ESB-löndum sem þora ekki að yfirbjóða í þessari samkeppni um mestu, hæstu og bestu ríkisábyrgðina - og kaupir svo nýjan hlut í fjármálastofnunum með betri ríkisábyrgð því þær munu plumma sig best og skila mestum hagnaði og því ekki fara á hausinn. Hagkerfin á evrusvæði geta ekkert gert til að hindra efnahagslegt tjón þeirra sem hafa lélegasta ríkiskassann og lélegasta skattagrundvöllinn. Ekki hægt að fella gengið, og ekki hægt að lækka/hækka sýrivexti eða gera neitt yfirhöfuð til að verja sig. Það eina sem verður hægt að gera er að hækka skattana, hækka atvinnuleysið og keppa á sem allra lægstu launum vinnuafls á næstu árum

Þess vegna verður að samhæfa skatta og ríkisvald í eitt ríki og eitt fólk - nýja stjórnarskráin ! 

Ef einhver skilur ekki hvers vegna nýja stjórnarskráin í ESB er svona mikilvæg, þá ættu þessir atburðir að auka skilning allra á því. Það verður því að samhæfa skatta og ríkisvald í ESB. Evrópusambandið mun aldrei virka nema að það verði eitt ríki, þ.e. United States of Europe. En til að það geti orðið að veruleika þá þarf fyrst að heyja hefðbundna borgarastyrjöld á milli þegnana og menningarsvæða þeirra. Þess vegna er ESB fyrst og fremst alríkissamband sem mun aldrei geta þrifist með 27 sjálfstæðar þjóðir innanborðs.

Draumur áætlunargerðarmanna 

Þetta var þá ekki annað en draumur embættismana og áætlunargerðarmanna þegar upp verður staðið. Kreppuferlið í ESB er núna 6 mánuðum á eftir ferlinu í Bandaríkjunum. Svo hægt er að ímynda sér hvernig ástandið verður í ESB eftir 6 mánuði.  

Evrópa sex mánuðum á eftir Bandaríkjunum 


mbl.is Fréttaskýring: Öll samstaða brostin meðal Evrópuþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst dálítið merkilegt, að ég sá fyrir fall Ráðstjórnarríkjanna, en af öðrum ástæðum en raunin varð. Ég taldi að Ráðstjórnarríkin myndu sundrast af innri togstreitu á milli þeirra mörgu og ólíku þjóða sem þau byggðu. Slík sundrung fylgdi raunar í kjölfar fallsins.

Nú sé ég ekki betur en Evrópubandalagið muni sundrast af þjóðernislegri togstreitu og efnahagslegri hnignum rétt eins og Ráðstjórnarríkin. Evrópubandalagið er ekki fyrsta tilraunin til að sameina Evrópu og sjálfsagt ekki sú síðasta.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.10.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þvílíkt og annað eins rugl er þessi grein.

Borgarstyrjaldir. Um hvað ertu eiginlega að tala. Ertu ekki með öllum mjalla vinur.

Jón Gunnar Bjarkan, 8.10.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jón:

Jú, landamæri þjóða gilda einnig fyrir menningu þeirra. Innrásir eru innrásir, sama hvort þær eru gerðar með skriðdrekum, orðum eða pennastrikum. Þessi landamæri útiloka þó alls ekki góða samvinnu komi maður auga á þennan mismun í menningu. Hér skiptir því aðeins eitt máli, að ekki séu teknar ákvarðanir og þær framkvæmdar eins og þessi mismunur sé ekki til, að menn grafi ekki hausinn í sandinn. Hér mun evra Evrópusambandsins ekki hjálpa Íslendingum, frekar en hún hefur hjálpað aðildarlöndunum að neinu leiti.

Í þerri lausafjárkreppu og örvæntinu sem ríkir núna þá keppast ríkisstjórnir ESB að yfirbjóða hverja aðra með ábyrgðum fjármálastofnunum til handa => afleiðing: stofnanir þeirra sem bjóða lægsta ríkisábyrgð eru lagað að velli => fjármagnið leitar þangað sem það fær bestu tryggingar yfirvalda gegn hruni. => afleiðingin þegar upp verður staðið er: verra atvinnulíf, minni hagvöxtur og minna atvinnulíf því hagvöxtur er afleiða fjármagns

Sú ríkisábyrgð sem danska ríkið bauð fjármagnseigendum fyrir þroti í því fárviðri sem nú geisar þykir miklu verri en hjá hinum þjóðunum => afleiðing: hrun á verðgildi eigna hluthafa í fjármálastofnunum, minna lánsfé og lausafé til að lána út til fyrirtækja, hærri vextir til okkar húseigenda því fjármagnið vill ekki vera hér því það fær betri aðhlynningu undir verndarvæng annarra ESB landa. Ekkert er hægt að gera til að verja sig: ekki hægt að hækka stýrivexti, ekki hægt að fella gengið eða neitt annað. Ekkert hægt að gera nema lækka laun og keppa á lágum launum næstu árin.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 8.10.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband