Leita í fréttum mbl.is

Mesta fall allra tíma í kauphöllinni í Kaupmannahöfn

Það segir sitt um hamfarirnar á fjármálamörkuðum Evrópu í dag að dagurinn í dag er sá dagur sem hlutabréf í kauphöllinni í Kaupmannahöfn féllu mest í sögu kauphallarinnar. Aldrei hafa hlutabréf í kauphöll Kaupmannahafnar fallið svo mikið á einum degi. 115 miljarðar danskar krónur voru klipptar af virði 20 stærstu hlutabréfa á C20 vísitölunni.

Þýskaland: Þar ríkir næstan örvænting um að hugsanleg fall Hypo Real Estate (einn af hornsteinum þýska fjármálakerfisins) geti breytt sig eins og hringar í vatni ef illa fer. Staðan er enn óviss. Ríkisstjórn Þýskalands vinnur hörðum höndum að því að bjarga málum. Hypo Real Estate féll -34,09% á DAX listanum í kauphöllinni í Frankfurt

Evran: Dagurinn í dag er sennilega sá erfiðasti í sögu evru sem gjaldmiðils

BNA: Dow Jones: ef fallið á þessari hlutabréfavísitölu nær um það bil 1100 stig innan sama dags þá verða viðskiptin stöðvuð. Þegar þetta er skrifað er fallið 703 stig. Algjör örvænting ríkir.

Hvað skyldi þessi dagur verða kallaður í framtíðinni? Geislavirki mánudagurinn ? 

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu: Euroland - Indices 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samkvæmt Børsen var lækkun dagsins á Danska hlutabréfa-markaðnum meiri en víðast hvar í heiminum. Á einungis þremur mörkuðum var lækkunin meiri, eða jöfn: Rússlandi (20%), Brasilíu (15%) og Austurríki (11%), samanborið við 11% lækkun í Danmörku.

Heimild: http://borsen.dk/invester/nyhed/142056/#seneste

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, fyrst á deginum fór fram ríkisábyrgðarsamkeppni á milli ESB landanna, peningarnir fóru þangað sem ábyrgðin var best og mest -> og svo kom frú clueless Lene Espersen ráðherra og heflaði 10 miljarða ofanaf af Danske Bank -> svo opnaðist jörðin ofaní 8 ára kreppuútsýni í ESB -> og restin var svo þessi hefðundna lausafjárkeppa sem hafði safnað nýjum og ferskum kröftum yfir helgina með hjálp ESB-vanmáttarbandalagsins. Allt þetta við ljúfan undirleik frá aftansöng kammersveitar Veggja Strætis.

Þetta virðist vera framhaldsmyndaþáttur. Þvílíkur dagur allstaðar!

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Dagurinn í dag var sá erfiðasti í sögu evrunnar sem gjaldmiðils segirðu. Samt sem áður hækkaði hún umtalsvert gagnvart blessaðri krónunni. Magnað!

Heimir Eyvindarson, 6.10.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband