Leita í fréttum mbl.is

Danska ríkisstjórnin og bankarnir gangsetja neyðaráætlun

Danska ríkisstjórnin, seðlabankinn og viðskiptabankarnir hafa komið sér saman um neyðarpakka til handa dönskum fjármálastofnunum. Nánari frétta er að vænta á morgun. Hlutirnir gerast hratt. Það er varla tími til að fara út á hlað að pissa. Uppfært: Nákvæmari fréttir er að finna hér: 735 milljarða neyðarsjóður Dana

Það nýjasta er að það eru bankarnir sjálfir sem fá að borga brúsann fyrir neyðaráætlunina uppá samtals 30 miljarða danskar krónur. Það var Lene Espersen atvinnumálaráðherra Danmerkur (íhaldsflokkurinn) sem lyfti skammbyssunni og þvingaði bankana undir þeirri dáleiðslu að samningaborðinu

Uppfært mánudag 17:48: allt útlit ef fyrir að danskir bankar muni velta mestu af kostnaðinum við neyðarpakkann yfir á viðskiptavinina, enda varla aðrir möguleikar því árferði sem nú hefst. Enn er þó óvíst um afdrif þessa björgunarpakka og óvíst er hvort ESB muni samþykja hann eins hann er á borðum ráðamanna í dag.

Byrjunareinkenni í Svíþjóð?

Peningakerfi sænska bankakerfisins fraus á fimmtudaginn. RIX er nafnið á greiðslukerfi sænska seðlabankans og sænsku viðskiptabankana og er notað til að sjá öllum viðskiptabönkum í Svíþjóð fyrir fjármagni og til að senda fjármagn á milli bankana og einnig sem greiðslukerfi. Þetta kerfi tæmdist á fimmtudaginn og var ekki hægt að ljúka greiðslum á venjulegan hátt. Það var ekki fyrr en eftir að seðlabanki Svíþjóðar greip inn að hægt var að ljúka greiðslum dagsins. Seðlabankinn vildi þó ekki viðurkenna að þeir hafi þurft að setja dælurnar í gang. Peningarnir gufuðu kanski bara upp? Auðvitað hét það RIX, hvað annað?

Þorvaldur 

Þetta kemur hvað svo sem Þorvaldur segir (saggð ann)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er nokkuð athyglisvert í ljósi þess sem þú hefur oft skrifað um.  Mér hefur alltaf skilist á þér, Gunnar, að ástandið í Danmörku væri hátíð á við ófremdina hér, en svo kemur í ljós að það er sama súpan í matinn alls staðar - skuldasúpa.

Marinó G. Njálsson, 5.10.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ástandið er að verða svakalegt og orðið er ljóst að enginn þjóð í Evrópu sleppur við mikil skakkaföll. Átakanlegt er að horfa upp á sundrunguna sem ríkir á meðal Vestrænna þjóða. Raunar hefur maður horft upp á dugleysi Vesturlanda í áratugi. Það er sama hvort um er að ræða ógnina af Mújahidum eða viðspyrna gegn öfgafullum umhverfisflónum.

Lene Espersen virðist ekki alveg vera að skilja alþjóðlegt eðli lánsfjárskortsins. Hún ætlar að láta Dönsku bankana borga herkostnað vegna aðgerða sem þeir verða hvort sem er að borga þegar upp er staðið, með gjaldþrotum og öðrum hremmingum. Fróðlegt verður að sjá hvort Danir grípa til annara aðgerða en Íslendingar. Ætli þeir eigi svo miklar eignir erlendis að máli skipti ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mér hefur alltaf skilist á þér, Gunnar, að ástandið í Danmörku væri hátíð á við ófremdina hér, en svo kemur í ljós að það er sama súpan í matinn alls staðar

Sæll Marinó. Annaðhvort er ég svona lélegur í íslensku eða þú hefur misskilið mig. Ástandið í öllum eldri löndum ESB er slæmt. Afhverju? Vegna þess að ekkert þjóðfélag þolir áratuga massíft atvinnuleysi án þess að verða fátækara og verra þjóðfélag. Massíft atvinnuleysi og enginn hagvöxtur eru aðalsmerki ESB og sérstaklega evrulanda.

Breytt mynd af ESB - höfuðstefna

En það má ekki skilja þetta svo að mér þyki ekki vænt um dönsku þjóðina. Það besta við að hafa búið hér eru einmitt Danir. Gott og yndislegt fólk. En stór hluti dönsku þjóðarinnar er mjög sár yfir að vera með í þessu skítabandalagi sem heitir ESB. Danmörk er alltaf að hrapa niður á skala OECD yfir ríkustu þjóðir heims á meðan Ísland þýtur framúr þeim.

ESB verður orðið slump eftir einn til tvo áratugi, ef það verður þá ekki gjaldþrota áður, eða þá að það verði uppreisn hjá ungu fólki í 20-30% atvinnuleysi.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Raunar hefur maður horft upp á dugleysi Vesturlanda í áratugi. Það er sama hvort um er að ræða ógnina af Mújahidum eða viðspyrna gegn öfgafullum umhverfisflónum.

Já Loftur, það er mjög leiðinlegt að vera í kappliði sem er alltaf að tapa leiknum og vinnur stanslaust við að grafa undan sjálfu sér.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Svo þetta er kallað neyðaráætlun hjá danskinum... 30 milljarðar danska á næstu þremur árum. Sé miðað við hina frægu höfðatölu... þá jafngildir þetta ekki nema 1/3 af því sem ríkissjóður var að setja í Glitni. Ef ég misskil þig ekki Gunnar, þá er danska ríkið hvorki að ganga í ábyrgðir né að leggja út fé í þessu sambandi.... Það er mikið lagt á danskan almenning þykir mér.  

Atli Hermannsson., 5.10.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir áhugaverðar fréttir. Ekki veit ég hvernig við fengjum fréttir eða gætum greint málin núna ef við hefðum ekki alla bloggarana sem segja okkur frá því sem er að gerast bæði hérna á Íslandi og annars staðar.

Spurning um hvort við bloggarar sem bloggum um efnahagsmálin ættum ekki að taka okkur til að gera einhverja efnahagsblogggátt  (svipað og http://femheimur.com var þegar það virkaði) með rrs straumum efnahagsmálabloggara núna á meðan heimskreppan 2008 er í algleymingi.  Ég held að núna sé að skella á heimskreppa og hún sé bara rétt að fara frá Wall street yfir á Main street og það gerist fyrr á Íslandi bæði vegna umfangs banka, áhættusækni þeirra og hversu háð við erum erlendum viðskiptum.

Það er því miður þannig að ef kreppan kemur illa við allar þjóðir þá hugsi þær þjóðir mest um að bjarga sér og hafi ekki sérstakan áhuga á að bjarga Íslendingum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.10.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já svona tala Danir um Íslendinga:

Islandske aktier bliver lige nu betegnet som ’junk-papirer’, fordi tilliden til øens forretningsfolk er væsentligt ’nedjusteret’ - det kan i værste fald klæde islandskejede virksomheder som Illum og Magasin af til skindet.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.10.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Því miður Atli ég get ekki breytt bankakerfinu hérna. Það eru nú þegar búnir að fara um 8 bankar á hausinn. Roskilde Bank var einn af þeim og getur kostað skattborgara ca 600-700 miljarða ISK. Svo eru það skattarnir sem er ekki hægt að hækka meira því þeir eru hæstir í heiminum. Og svo veit enginn hvort þetta verður nóg eða einungis skrípaleikur hjá ráðherranum.

Finnst þér að Danir ættu að ganga í ESB?

Finnst þér að allir ættu að eiga svona stóra banka eins og Íslendingar? Fréttamiðlar kalla þetta neyðaráætlun já. Hvað viltu að ég kalli þetta? Viltu að ég að skili fréttinni af því að þér líkar hún ekki?

Það er alls óvíst hvert tap skattgreiðenda verði þegar upp verður staðið. Það veit enginn ennþá Atli.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Salvör, þetta er að sjálfsögðu óskemmtilegt en menn verða að muna að blöðin og fréttamiðlarnir lifa á því að selja ógæfu annarra. Þetta hefði alveg eins getað verðið danskur fréttamiðill að tala um Norður-Jóta eða Fjónbúa. Blöðin eru allt öðruvísis hér. Þau bæta alltaf við og "vínkla" fréttina til að hún seljist. Þetta fer oft í taugarnar á mér og þá helli ég mér yfir ritstjórnina - skrifa inn þegar mér ofbýður. Bæði hér og í Noregi. Stundum fæ ég svar og einstöku sinnum fæ ég þakkir fyrir að koma með hluti sem þeir hafa ekki hina minnstu hugmynd um. En aldei afsökun.

Það góða vil t.d. Moggann er að hann þykist ekki vita neitt meira en hann veit. Það er hægt að fá að vita allt á einni línu af frétt ef svo ber undir. Her er soðin naglasúpa úr öllu - ein stór rjómasúpa.

En danska þjóðin er allt örðuvísis. Hún heldur með íslendingum þegar mesta "hvað sagði ég" er liðið hjá.

kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 23:41

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess ber einnig að gæta Salvör að þetta er sama staða og mörg fjármálafyrirtæki standa í bæði í BNA og í Evrópu. Hlutbréf sem falla um 80-90% á einum degi. Allir bannkar virðast vera fullir af "toxic papers".

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 23:52

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lene Espersen virðist ekki alveg vera að skilja alþjóðlegt eðli lánsfjárskortsins.

Loftur - en heppilegt orðaval.

Lene Espersen er þó ekki hálfdrættingur á við Angelu Kraftaverk í dag. Er að velta fyrir mér hvort ECB verði tæmdur í dag eða hvort þeim endist kassinn þar til á morgun. Menn eru að tala um að þýskir bankar þurfi að afskrifa 20% af þjóðarframleiðslu Þýskalands. Einver sem vill ganga í Þýskaland í dag?

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 09:17

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú er komið í ljós, að Íslendska ríkisstjórnin telur efnahagsvandann léttvægan og hefur falið Kaupþingi og Landsbankanum að sjá um málið. Vonandi er þetta rétt mat.

Lífeyrissjóðirnir kaupa vafalaust Krónur eins og þeir mest mega og notfæra sér þannig einstæðan gengismun. Ég er búinn sjálfur að selja allan minn gjaldeyri !

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2008 kl. 10:51

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Loftur, auðvitað mun krónan rétta úr sér. Mér hefur ekki dottið í hug að hreyfa mínar krónur.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband