Sunnudagur, 5. október 2008
Danska ríkisstjórnin og bankarnir gangsetja neyðaráætlun
Danska ríkisstjórnin, seðlabankinn og viðskiptabankarnir hafa komið sér saman um neyðarpakka til handa dönskum fjármálastofnunum. Nánari frétta er að vænta á morgun. Hlutirnir gerast hratt. Það er varla tími til að fara út á hlað að pissa. Uppfært: Nákvæmari fréttir er að finna hér: 735 milljarða neyðarsjóður Dana
Það nýjasta er að það eru bankarnir sjálfir sem fá að borga brúsann fyrir neyðaráætlunina uppá samtals 30 miljarða danskar krónur. Það var Lene Espersen atvinnumálaráðherra Danmerkur (íhaldsflokkurinn) sem lyfti skammbyssunni og þvingaði bankana undir þeirri dáleiðslu að samningaborðinu
Uppfært mánudag 17:48: allt útlit ef fyrir að danskir bankar muni velta mestu af kostnaðinum við neyðarpakkann yfir á viðskiptavinina, enda varla aðrir möguleikar því árferði sem nú hefst. Enn er þó óvíst um afdrif þessa björgunarpakka og óvíst er hvort ESB muni samþykja hann eins hann er á borðum ráðamanna í dag.
Byrjunareinkenni í Svíþjóð?
Peningakerfi sænska bankakerfisins fraus á fimmtudaginn. RIX er nafnið á greiðslukerfi sænska seðlabankans og sænsku viðskiptabankana og er notað til að sjá öllum viðskiptabönkum í Svíþjóð fyrir fjármagni og til að senda fjármagn á milli bankana og einnig sem greiðslukerfi. Þetta kerfi tæmdist á fimmtudaginn og var ekki hægt að ljúka greiðslum á venjulegan hátt. Það var ekki fyrr en eftir að seðlabanki Svíþjóðar greip inn að hægt var að ljúka greiðslum dagsins. Seðlabankinn vildi þó ekki viðurkenna að þeir hafi þurft að setja dælurnar í gang. Peningarnir gufuðu kanski bara upp? Auðvitað hét það RIX, hvað annað?
Þorvaldur
Þetta kemur hvað svo sem Þorvaldur segir (saggð ann)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2008 kl. 18:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 11
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 1387330
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta er nokkuð athyglisvert í ljósi þess sem þú hefur oft skrifað um. Mér hefur alltaf skilist á þér, Gunnar, að ástandið í Danmörku væri hátíð á við ófremdina hér, en svo kemur í ljós að það er sama súpan í matinn alls staðar - skuldasúpa.
Marinó G. Njálsson, 5.10.2008 kl. 22:00
Ástandið er að verða svakalegt og orðið er ljóst að enginn þjóð í Evrópu sleppur við mikil skakkaföll. Átakanlegt er að horfa upp á sundrunguna sem ríkir á meðal Vestrænna þjóða. Raunar hefur maður horft upp á dugleysi Vesturlanda í áratugi. Það er sama hvort um er að ræða ógnina af Mújahidum eða viðspyrna gegn öfgafullum umhverfisflónum.
Lene Espersen virðist ekki alveg vera að skilja alþjóðlegt eðli lánsfjárskortsins. Hún ætlar að láta Dönsku bankana borga herkostnað vegna aðgerða sem þeir verða hvort sem er að borga þegar upp er staðið, með gjaldþrotum og öðrum hremmingum. Fróðlegt verður að sjá hvort Danir grípa til annara aðgerða en Íslendingar. Ætli þeir eigi svo miklar eignir erlendis að máli skipti ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 22:02
Mér hefur alltaf skilist á þér, Gunnar, að ástandið í Danmörku væri hátíð á við ófremdina hér, en svo kemur í ljós að það er sama súpan í matinn alls staðar
Sæll Marinó. Annaðhvort er ég svona lélegur í íslensku eða þú hefur misskilið mig. Ástandið í öllum eldri löndum ESB er slæmt. Afhverju? Vegna þess að ekkert þjóðfélag þolir áratuga massíft atvinnuleysi án þess að verða fátækara og verra þjóðfélag. Massíft atvinnuleysi og enginn hagvöxtur eru aðalsmerki ESB og sérstaklega evrulanda.
Breytt mynd af ESB - höfuðstefna
En það má ekki skilja þetta svo að mér þyki ekki vænt um dönsku þjóðina. Það besta við að hafa búið hér eru einmitt Danir. Gott og yndislegt fólk. En stór hluti dönsku þjóðarinnar er mjög sár yfir að vera með í þessu skítabandalagi sem heitir ESB. Danmörk er alltaf að hrapa niður á skala OECD yfir ríkustu þjóðir heims á meðan Ísland þýtur framúr þeim.
ESB verður orðið slump eftir einn til tvo áratugi, ef það verður þá ekki gjaldþrota áður, eða þá að það verði uppreisn hjá ungu fólki í 20-30% atvinnuleysi.
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 22:21
Raunar hefur maður horft upp á dugleysi Vesturlanda í áratugi. Það er sama hvort um er að ræða ógnina af Mújahidum eða viðspyrna gegn öfgafullum umhverfisflónum.
Já Loftur, það er mjög leiðinlegt að vera í kappliði sem er alltaf að tapa leiknum og vinnur stanslaust við að grafa undan sjálfu sér.
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 22:29
Svo þetta er kallað neyðaráætlun hjá danskinum... 30 milljarðar danska á næstu þremur árum. Sé miðað við hina frægu höfðatölu... þá jafngildir þetta ekki nema 1/3 af því sem ríkissjóður var að setja í Glitni. Ef ég misskil þig ekki Gunnar, þá er danska ríkið hvorki að ganga í ábyrgðir né að leggja út fé í þessu sambandi.... Það er mikið lagt á danskan almenning þykir mér.
Atli Hermannsson., 5.10.2008 kl. 23:14
Takk fyrir áhugaverðar fréttir. Ekki veit ég hvernig við fengjum fréttir eða gætum greint málin núna ef við hefðum ekki alla bloggarana sem segja okkur frá því sem er að gerast bæði hérna á Íslandi og annars staðar.
Spurning um hvort við bloggarar sem bloggum um efnahagsmálin ættum ekki að taka okkur til að gera einhverja efnahagsblogggátt (svipað og http://femheimur.com var þegar það virkaði) með rrs straumum efnahagsmálabloggara núna á meðan heimskreppan 2008 er í algleymingi. Ég held að núna sé að skella á heimskreppa og hún sé bara rétt að fara frá Wall street yfir á Main street og það gerist fyrr á Íslandi bæði vegna umfangs banka, áhættusækni þeirra og hversu háð við erum erlendum viðskiptum.
Það er því miður þannig að ef kreppan kemur illa við allar þjóðir þá hugsi þær þjóðir mest um að bjarga sér og hafi ekki sérstakan áhuga á að bjarga Íslendingum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.10.2008 kl. 23:21
Já svona tala Danir um Íslendinga:
Islandske aktier bliver lige nu betegnet som ’junk-papirer’, fordi tilliden til øens forretningsfolk er væsentligt ’nedjusteret’ - det kan i værste fald klæde islandskejede virksomheder som Illum og Magasin af til skindet.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.10.2008 kl. 23:26
Því miður Atli ég get ekki breytt bankakerfinu hérna. Það eru nú þegar búnir að fara um 8 bankar á hausinn. Roskilde Bank var einn af þeim og getur kostað skattborgara ca 600-700 miljarða ISK. Svo eru það skattarnir sem er ekki hægt að hækka meira því þeir eru hæstir í heiminum. Og svo veit enginn hvort þetta verður nóg eða einungis skrípaleikur hjá ráðherranum.
Finnst þér að Danir ættu að ganga í ESB?
Finnst þér að allir ættu að eiga svona stóra banka eins og Íslendingar? Fréttamiðlar kalla þetta neyðaráætlun já. Hvað viltu að ég kalli þetta? Viltu að ég að skili fréttinni af því að þér líkar hún ekki?
Það er alls óvíst hvert tap skattgreiðenda verði þegar upp verður staðið. Það veit enginn ennþá Atli.
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 23:30
Já Salvör, þetta er að sjálfsögðu óskemmtilegt en menn verða að muna að blöðin og fréttamiðlarnir lifa á því að selja ógæfu annarra. Þetta hefði alveg eins getað verðið danskur fréttamiðill að tala um Norður-Jóta eða Fjónbúa. Blöðin eru allt öðruvísis hér. Þau bæta alltaf við og "vínkla" fréttina til að hún seljist. Þetta fer oft í taugarnar á mér og þá helli ég mér yfir ritstjórnina - skrifa inn þegar mér ofbýður. Bæði hér og í Noregi. Stundum fæ ég svar og einstöku sinnum fæ ég þakkir fyrir að koma með hluti sem þeir hafa ekki hina minnstu hugmynd um. En aldei afsökun.
Það góða vil t.d. Moggann er að hann þykist ekki vita neitt meira en hann veit. Það er hægt að fá að vita allt á einni línu af frétt ef svo ber undir. Her er soðin naglasúpa úr öllu - ein stór rjómasúpa.
En danska þjóðin er allt örðuvísis. Hún heldur með íslendingum þegar mesta "hvað sagði ég" er liðið hjá.
kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 23:41
Þess ber einnig að gæta Salvör að þetta er sama staða og mörg fjármálafyrirtæki standa í bæði í BNA og í Evrópu. Hlutbréf sem falla um 80-90% á einum degi. Allir bannkar virðast vera fullir af "toxic papers".
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 23:52
Lene Espersen virðist ekki alveg vera að skilja alþjóðlegt eðli lánsfjárskortsins.
Loftur - en heppilegt orðaval.
Lene Espersen er þó ekki hálfdrættingur á við Angelu Kraftaverk í dag. Er að velta fyrir mér hvort ECB verði tæmdur í dag eða hvort þeim endist kassinn þar til á morgun. Menn eru að tala um að þýskir bankar þurfi að afskrifa 20% af þjóðarframleiðslu Þýskalands. Einver sem vill ganga í Þýskaland í dag?
Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 09:17
Nú er komið í ljós, að Íslendska ríkisstjórnin telur efnahagsvandann léttvægan og hefur falið Kaupþingi og Landsbankanum að sjá um málið. Vonandi er þetta rétt mat.
Lífeyrissjóðirnir kaupa vafalaust Krónur eins og þeir mest mega og notfæra sér þannig einstæðan gengismun. Ég er búinn sjálfur að selja allan minn gjaldeyri !
Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2008 kl. 10:51
Já Loftur, auðvitað mun krónan rétta úr sér. Mér hefur ekki dottið í hug að hreyfa mínar krónur.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.