Leita í fréttum mbl.is

Galdraálög Moody's

Góðann daginn kæru lesendur - já, sólin kom upp aftur 

Wolfgang Münchau, sem skrifar oft fyrir Financial Times í Bretlandi og Þýskalandi, lét þau skrifuðu orð falla einhversstaðar í gær, að tvískinnungur Moody's væri nú orðinn alger. Eins og þið kanski vitið þá er það Moody's sem er yfirkennari hans (fyrrverandi?) hátignar fjármála okkar. Moody's gefur okkur einkunnir fyrir hve vel eða illa við hegðum okkur í fjármálum sem þjóðfélög eða stórfyrirtæki.

Saga Wolfgang Münchau var sú að núna er bandaríska ríkið að undirbúa innspýtingu 700 miljarða bandaríkjadollara inn í fjármálakerfi Bandaríkjanna. Þeir eru búnir að ráðfæra sig við Moody's um hvort þetta muni hafa áhrif á lánshæfnismat Bandaríkjanna sem skuldara. Nei alls ekki segir Moody's. En nokkrum dögum seinna gerir íslenska ríkið hið sama en munurinn er sá að þetta fer fram í litlu landi úti í miðju Atlantshafi. Hvað gerist þá? Jú íslenska ríkið er fellt á prófi Moody's og fær ekki lengur þær topp einkunnir sem það hafði áður - lánshæfinsmat íslenska ríkisins er lækkað og vextir á lánum ríkisins gætu hækkað. Ekkert hefur breytst á Íslandi miðað við síðast annað en það að ríkið gerðist hluthafi í banka. Er þetta sá framtíðarheimur efnahagsmála sem á að byggja framtíð Íslands á - fjármálum? Varla. En í tilefni af þessu þá langar mig að benda á þessa góðu og uppbyggjandi umræðu sem fer fram hér (ég lofa: þarna er ekkert um galdrapappíra, sambönd eða e-merki): Fréttir í boði B autt autt autt s?

Smá point úr þessari umræðu sem hugsanlega er umhugsunarvert

 

Eitt get ég þó bent á sem er ekki ennþá inni í þessari góðu umræðu. Ein af skemmtilegustu atvinnugreinum sem hægt verður að vera í á næstu áratugum verður landbúnaður. Af hverju? Jú vegna þess að hann er ekki skuldsettur og bankarnir hafa ekki megnað að koma nálægt honum til að troða uppá hann gagnslausu fjármagni, skuldsetningu og jólatrjám. Þetta ættu sumir að hafa á bak við eyrað. EN - og aftur - EN, aftur á móti þá mun staða bankareksturs á næstu áratugum verða eins og staða landbúnaðarins var á undanförnum áratugum: eitt stórt illa launað "skítajobb" sem ekkert verður uppúr að hafa. Bankageirinn er einfaldlega ofvaxinn og mun eiga um mjög sárt að binda í langan tíma. Here we come landbúnaður. Klár til að takast á við nýja framtíð! - innanlands sem utanlands 

 

Samkvæmt þeim fréttum sem renna inn í stríðum straumum í fjármálakreppunni hér í ESB þá virðist ríkisábyrgð Íra ætla að lenda í smá vandræðum. Meira um bakgrunn þess máls hér: Stuttar evru-fréttir: evran hrynur og óttast er um framtíð hennar. UPPFÆRT: Þjóðverjar treysta einungis þýskum evruseðlum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Ragnar

Ég vil ekki vera með nein leiðindi, en mér er búið að vera hugsað til þín og Hjartar undanfarnar vikur.

Eigum við að taka aftur umræðu um kosti og galla ESB aðildar og evrunnar?

Ertu enn jafn sannfærður um ágæti íslensku krónunnar og útrásar Íslendinga um allan heim?

Er hin frábæra króna að falla um 50% til að viðskiptahallinn rétti sig af.

Er verðbólgan frábær, því þannig er hægt að lækka launin í landinu?

Er verðtryggingin frábær af því að hún verndar þá sem eiga sparifé?

Er það frábært að ég átti 25 milljónir í húsinu mínu fyrir 6 mánuðum en aðeins 20 milljónir í dag þökk sé verðtryggingunni?

Bílalánið mitt hefur hækkað um 1 milljón!

Fyrir sex mánuðum átti ég tæp 250.000 kr eftir um hver mánaðarmóti, þegar ég var búinn að greiða greiðsluþjónusta fyrir sex mánuðum en núna einungis 200.000 kr.

Þetta eru staðreyndir málsins og þannig lítur málið við venjulegum Íslendingum!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.10.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðbjörn


Og þá eiga sölumenn ESB á Íslandi að koma og bjarga þjóðinni þegar hún er at farast úr hysteríu? Lýðskrumarar Íslands sem nota tækifærið núna til að að sundra og hræða alla til ESB-hlýðni. Sölumenn hamingjunnar á Íslandi undir hörmulegum aðstæðum á öllum vesturlöndum. Ísland er ekki eitt um þetta ástand.

Ég get sagt þér Guðbjörn að þú ert ekki einn í heiminum þó þú haldi það. En þið eruð þó eina þjóðin í heiminum sem hefur búið við svona mikinn efnahagslegan framgang eins og þið hafið jú gert síðastliðin mög mörg ár. 16 ára óslitnum hagvexti. 80% kaupmáttaraukningu frá 1994 (verðbólga hreinsuð út) og 50% meiri einkaneyslu á síðustu 10 árum. Þvíkíkt væl!!!! Þið eruð að farast á taugum!!!

Og þú heldur að húsnæðisverð sé ekki í frjálsu falli hér í Evrópu ?? Verð á eftir að helmingast hér á mörgum stöðum. Þekktustu hagfræðingar Evrópu senda bænaskal til Evrópskra stjórnvalda um að ESB sé á leiðinni inn í 1930 ástand aftur. Evran er í frjálsu falli. Bankar rúlla hér eins og spilaborgir. Útrásarfyrirtæli Evrópu búa við sama borð og ykkar fyrirtæki. Atvinnuleysi þýtur upp yfir 30% hjá ungu fólki. Hvað heldur þú eiginlega að Íslendingar séu, drottningin af Saba ???? Hvernig færi að koma inn í raunveruleikann aftur og hætta þessu ESB sýrutrippi. Eins og það hjálpi ykkur núna ?????? Það ríkir svæsnasta fjármálakreppa í heimi núna. Allt er stopp, ekki bara á Íslandi. Hér berst bakakerfið fyrir hverjum nýjum degi og enginn fær lán !!!

Kveðjur

"Open Letter to European Leaders on Europe’s Banking Crisis"

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Moody's (Moody's Investors Service) er ólíkinda tól hið mesta og dæmið sem þú Gunnar hefur eftir Wolfgang Münchau er gott til að sýna fram á það.

Hvernig ætli Moody's útskýri (þeir reyna það auðvitað ekki) að Orkuveita Reykjavíkur var að taka 26 milljarða Króna lán (170 milljón Evrur), til 20 ára með 9,8 punkta (0,098%) álagi á EURIBOR vexti.

Ég hlustaði nýlega á einhvern "sérfræðing" útskýra skulda-trygginga-álag sem mælikvarða á líkum fyrir greiðslufalli. Hvernig má það vera, að aðili eins og Íslendska ríkið sem ávalt hefur staðið í skilum, hafi eitthvað annað en -núll- skulda-trygginga-álag ? Að mínu mati, er líkindareikningur sem hundsar raunverulega reyndslu ekki mikils virði.

Þrátt fyrir að Moody's er sagt hafa 40% af heims-markaðnum fyrir greiðslumat (credit rating), verð ég sem fyrrverandi kennari að gefa þeim falleinkun.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.10.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll aftur Gunnar

Sem góður sjálfstæðismaður er ég bæði stoltur og ánægður með árangurinn undanfarin 16 ár. Það er engu logið um hann og hann átti sér stað með íslensku krónunni.

Núna búum við hins vegar við annað umhverfi en þá og í því umhverfi þrífst Ísland ekki án alvöru gjaldmiðils. Það eru flestir nema þú og Hjörtur að verða sammála um þessa staðreynd: SA, ASÍ og nú hljóta heildarsamtök ríkisstarfsmanna, BSRB (þar sem ég er stjórnarmeðlimur), BHM, KÍ o.s.frv. að átta sig á þessu máli.

Jafnvel VG eru farnir að gefa eftir varðandi ESB aðild og þá styttist í vinstri stjórn í landinu og þær hörmungar, sem því fylgir.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að opna augun, bara verður!

Ég hef fylgst náið með umræðunni í danska sjónvarpinu, norska, sænska, þýska og breska og síðan auðvitað umræðunni í BNA, sem virðist ráða ferðinni. Fyrirtæki, almenningur og stjórnmálamenn á evrusvæðinu eru afskaplega ánægðir með hvernig evran stendur sig undir því gífurlega álagi, sem allar myndir eru um þessar mundir. Þeir eru einnig mjög ánægðir með styrk Evrópska seðlabankans. Þetta er einfaldlega staðreynd Gunnar.

Það eru ekki allir ESB viðræðusinnar illa upplýst heimskt fólk! Það má vera að þú sért í hópi þeirra sem finnst fólk vera fífl, en við búum við lýðræði og þar er heimst fólk á borð við mig með atkvæðisrétt og hefur leyfi til að vera með sjálfstæðar skoðanir.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.10.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband