Föstudagur, 3. október 2008
Galdraálög Moody's
Góðann daginn kæru lesendur - já, sólin kom upp aftur
Wolfgang Münchau, sem skrifar oft fyrir Financial Times í Bretlandi og Þýskalandi, lét þau skrifuðu orð falla einhversstaðar í gær, að tvískinnungur Moody's væri nú orðinn alger. Eins og þið kanski vitið þá er það Moody's sem er yfirkennari hans (fyrrverandi?) hátignar fjármála okkar. Moody's gefur okkur einkunnir fyrir hve vel eða illa við hegðum okkur í fjármálum sem þjóðfélög eða stórfyrirtæki.
Saga Wolfgang Münchau var sú að núna er bandaríska ríkið að undirbúa innspýtingu 700 miljarða bandaríkjadollara inn í fjármálakerfi Bandaríkjanna. Þeir eru búnir að ráðfæra sig við Moody's um hvort þetta muni hafa áhrif á lánshæfnismat Bandaríkjanna sem skuldara. Nei alls ekki segir Moody's. En nokkrum dögum seinna gerir íslenska ríkið hið sama en munurinn er sá að þetta fer fram í litlu landi úti í miðju Atlantshafi. Hvað gerist þá? Jú íslenska ríkið er fellt á prófi Moody's og fær ekki lengur þær topp einkunnir sem það hafði áður - lánshæfinsmat íslenska ríkisins er lækkað og vextir á lánum ríkisins gætu hækkað. Ekkert hefur breytst á Íslandi miðað við síðast annað en það að ríkið gerðist hluthafi í banka. Er þetta sá framtíðarheimur efnahagsmála sem á að byggja framtíð Íslands á - fjármálum? Varla. En í tilefni af þessu þá langar mig að benda á þessa góðu og uppbyggjandi umræðu sem fer fram hér (ég lofa: þarna er ekkert um galdrapappíra, sambönd eða e-merki): Fréttir í boði B autt autt autt s?
Smá point úr þessari umræðu sem hugsanlega er umhugsunarvert
Eitt get ég þó bent á sem er ekki ennþá inni í þessari góðu umræðu. Ein af skemmtilegustu atvinnugreinum sem hægt verður að vera í á næstu áratugum verður landbúnaður. Af hverju? Jú vegna þess að hann er ekki skuldsettur og bankarnir hafa ekki megnað að koma nálægt honum til að troða uppá hann gagnslausu fjármagni, skuldsetningu og jólatrjám. Þetta ættu sumir að hafa á bak við eyrað. EN - og aftur - EN, aftur á móti þá mun staða bankareksturs á næstu áratugum verða eins og staða landbúnaðarins var á undanförnum áratugum: eitt stórt illa launað "skítajobb" sem ekkert verður uppúr að hafa. Bankageirinn er einfaldlega ofvaxinn og mun eiga um mjög sárt að binda í langan tíma. Here we come landbúnaður. Klár til að takast á við nýja framtíð! - innanlands sem utanlands
Samkvæmt þeim fréttum sem renna inn í stríðum straumum í fjármálakreppunni hér í ESB þá virðist ríkisábyrgð Íra ætla að lenda í smá vandræðum. Meira um bakgrunn þess máls hér: Stuttar evru-fréttir: evran hrynur og óttast er um framtíð hennar. UPPFÆRT: Þjóðverjar treysta einungis þýskum evruseðlum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 324
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 229
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Ragnar
Ég vil ekki vera með nein leiðindi, en mér er búið að vera hugsað til þín og Hjartar undanfarnar vikur.
Eigum við að taka aftur umræðu um kosti og galla ESB aðildar og evrunnar?
Ertu enn jafn sannfærður um ágæti íslensku krónunnar og útrásar Íslendinga um allan heim?
Er hin frábæra króna að falla um 50% til að viðskiptahallinn rétti sig af.
Er verðbólgan frábær, því þannig er hægt að lækka launin í landinu?
Er verðtryggingin frábær af því að hún verndar þá sem eiga sparifé?
Er það frábært að ég átti 25 milljónir í húsinu mínu fyrir 6 mánuðum en aðeins 20 milljónir í dag þökk sé verðtryggingunni?
Bílalánið mitt hefur hækkað um 1 milljón!
Fyrir sex mánuðum átti ég tæp 250.000 kr eftir um hver mánaðarmóti, þegar ég var búinn að greiða greiðsluþjónusta fyrir sex mánuðum en núna einungis 200.000 kr.
Þetta eru staðreyndir málsins og þannig lítur málið við venjulegum Íslendingum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.10.2008 kl. 14:04
Sæll Guðbjörn
Og þá eiga sölumenn ESB á Íslandi að koma og bjarga þjóðinni þegar hún er at farast úr hysteríu? Lýðskrumarar Íslands sem nota tækifærið núna til að að sundra og hræða alla til ESB-hlýðni. Sölumenn hamingjunnar á Íslandi undir hörmulegum aðstæðum á öllum vesturlöndum. Ísland er ekki eitt um þetta ástand.
Ég get sagt þér Guðbjörn að þú ert ekki einn í heiminum þó þú haldi það. En þið eruð þó eina þjóðin í heiminum sem hefur búið við svona mikinn efnahagslegan framgang eins og þið hafið jú gert síðastliðin mög mörg ár. 16 ára óslitnum hagvexti. 80% kaupmáttaraukningu frá 1994 (verðbólga hreinsuð út) og 50% meiri einkaneyslu á síðustu 10 árum. Þvíkíkt væl!!!! Þið eruð að farast á taugum!!!
Og þú heldur að húsnæðisverð sé ekki í frjálsu falli hér í Evrópu ?? Verð á eftir að helmingast hér á mörgum stöðum. Þekktustu hagfræðingar Evrópu senda bænaskal til Evrópskra stjórnvalda um að ESB sé á leiðinni inn í 1930 ástand aftur. Evran er í frjálsu falli. Bankar rúlla hér eins og spilaborgir. Útrásarfyrirtæli Evrópu búa við sama borð og ykkar fyrirtæki. Atvinnuleysi þýtur upp yfir 30% hjá ungu fólki. Hvað heldur þú eiginlega að Íslendingar séu, drottningin af Saba ???? Hvernig færi að koma inn í raunveruleikann aftur og hætta þessu ESB sýrutrippi. Eins og það hjálpi ykkur núna ?????? Það ríkir svæsnasta fjármálakreppa í heimi núna. Allt er stopp, ekki bara á Íslandi. Hér berst bakakerfið fyrir hverjum nýjum degi og enginn fær lán !!!
Kveðjur
"Open Letter to European Leaders on Europe’s Banking Crisis"
Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2008 kl. 14:39
Moody's (Moody's Investors Service) er ólíkinda tól hið mesta og dæmið sem þú Gunnar hefur eftir Wolfgang Münchau er gott til að sýna fram á það.
Hvernig ætli Moody's útskýri (þeir reyna það auðvitað ekki) að Orkuveita Reykjavíkur var að taka 26 milljarða Króna lán (170 milljón Evrur), til 20 ára með 9,8 punkta (0,098%) álagi á EURIBOR vexti.
Ég hlustaði nýlega á einhvern "sérfræðing" útskýra skulda-trygginga-álag sem mælikvarða á líkum fyrir greiðslufalli. Hvernig má það vera, að aðili eins og Íslendska ríkið sem ávalt hefur staðið í skilum, hafi eitthvað annað en -núll- skulda-trygginga-álag ? Að mínu mati, er líkindareikningur sem hundsar raunverulega reyndslu ekki mikils virði.
Þrátt fyrir að Moody's er sagt hafa 40% af heims-markaðnum fyrir greiðslumat (credit rating), verð ég sem fyrrverandi kennari að gefa þeim falleinkun.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.10.2008 kl. 00:27
Sæll aftur Gunnar
Sem góður sjálfstæðismaður er ég bæði stoltur og ánægður með árangurinn undanfarin 16 ár. Það er engu logið um hann og hann átti sér stað með íslensku krónunni.
Núna búum við hins vegar við annað umhverfi en þá og í því umhverfi þrífst Ísland ekki án alvöru gjaldmiðils. Það eru flestir nema þú og Hjörtur að verða sammála um þessa staðreynd: SA, ASÍ og nú hljóta heildarsamtök ríkisstarfsmanna, BSRB (þar sem ég er stjórnarmeðlimur), BHM, KÍ o.s.frv. að átta sig á þessu máli.
Jafnvel VG eru farnir að gefa eftir varðandi ESB aðild og þá styttist í vinstri stjórn í landinu og þær hörmungar, sem því fylgir.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að opna augun, bara verður!
Ég hef fylgst náið með umræðunni í danska sjónvarpinu, norska, sænska, þýska og breska og síðan auðvitað umræðunni í BNA, sem virðist ráða ferðinni. Fyrirtæki, almenningur og stjórnmálamenn á evrusvæðinu eru afskaplega ánægðir með hvernig evran stendur sig undir því gífurlega álagi, sem allar myndir eru um þessar mundir. Þeir eru einnig mjög ánægðir með styrk Evrópska seðlabankans. Þetta er einfaldlega staðreynd Gunnar.
Það eru ekki allir ESB viðræðusinnar illa upplýst heimskt fólk! Það má vera að þú sért í hópi þeirra sem finnst fólk vera fífl, en við búum við lýðræði og þar er heimst fólk á borð við mig með atkvæðisrétt og hefur leyfi til að vera með sjálfstæðar skoðanir.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.10.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.