Fimmtudagur, 2. október 2008
Stuttar evru-fréttir: evran hrynur og óttast er um framtíð hennar. UPPFÆRT: Þjóðverjar treysta einungis þýskum evruseðlum
Evran hefur nú hrunið um tæp 6% gagnvart dollar það sem af er stöðugleika þessarar viku
Írland gefur nú út ríkisábyrgð fyrir öllum innistæðum viðskiptavina í írskum bönkum og skuldbindingum þeirra. Þessi ábyrgð nemur meira en 200% af þjóðarframleiðslu Írlands. Þetta gera Írar með því að stinga sogrörinu ofaní hausinn á Angelu Merkel og þýskra sparifjáreigenda, - séð með þýskum augum. Þetta mun ekki mælast vel fyrir í Þýskalandi, svo mikið er víst. Fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, hefur bent Írum á að þeir hafi ekki samþykki evrulanda fyrir þessum aðgerðum
Írar virðast þó ætla að skilja þá erlendu banka sem eru starfandi á Írlandi útundan í þessari ríkisábyrgð. Því er Danske Bank hræddur um að missa alla kúnna sína í National Irish Bank, sem bankinn keypti árið 2005, yfir til þeirra keppinauta sem njóta ríkisábyrgðar. Danske Bank hefur kvatað við samkeppnisyfirvöld ESB en þau neita að svara fyrirspurnum bankans. Allt útlit er fyrir að Danske Bank verði látinn borga fyrir þessa ábyrgð á Írlandi. Svona er samkeppnin í ESB
Seðlabanki ESB ákvað að breyta ekki vöxtum á evrusvæði í dag. Sem afleiðing hrynur evra því flestir eru nú sannfærðir um að ESB sé á leiðinni inn í verstu efnahagskreppu svæðisins í manns minnum, og það með kröftugri og hjálpsamri aðstoð seðlabanka ESB og sameiginlegar myntar evrusvæðis
Aðilar á skuldabréfamörkuðum á evrusvæði aðvara nú yfirvöld á evrusvæði um að það misræmi sem alltaf er að aukast á milli skuldabréfaútgáfu ríkisstjórna á evrusvæði geti þýtt endalok myntbandalagsins í núverandi og komandi efnahagslegu hrakningum, því eitureignir (toxic assets) bankakerfis evrulanda eru miklu meiri og verri en þær eitruðu eignir sem nú eru að grafa undan fjármálastofnunum í Bandaríkjunum. Einnig benda þeir á að húsnæðisskuldir heimilanna í mörgum löndum evru séu mun meiri og erfiðari viðfangs en húsnæðisskuldir heimila í Bandaríkjunum og að fasteignamarkaður þessara landa sé að hrynja. Um 35% af öllum heimilum í Bandaríkjunum skulda ekki neitt í húsnæði sínu. Ef ekkert verður gert til að koma bankakerfi evrulanda til hjálpar gæti komandi eldstormur á fjármálamörkuðum evrusvæðis brennt grundvöllinn undan evru
Í viðtali á CNBC Europe snemma í morgun sagði forstjóri árangursríkasta vogunarsjóðs Evrópu að það myndi ekki líða á lögnu þar til menn færu að grandskoða útlit evruseðla og neita að veita þeim evruseðlum viðtöku sem ekki væru gefnir út af þýska seðlabankanum. Um ríkisábyrgð Íra sagði hann að ef hann væri Þjóðverji þá myndi hann heimta þýska markið til baka, strax.
PS: ef allir þeir taugaveikluðu Íslendingar sem eru búnir að flytja efni sín yfir á evru-gjaldeyrisreikninga í íslenskum bönkum myndu selja allar evrurnar sínar í einu, og flytja þær aftur yfir í íslenskar krónur, þá væri kanski hægt að flýta fyrir að þessar tvær stöðugu myntir gætu kysst hverja aðra á miðri hraðleið - íslenska krónan á uppleið og sogrör Íra á niðurleið. Panic is not a strategy.
Uppfært:
Það sem forstjóri vogunarsjóðsins var að tala um í morgun virðist vera farið að gera vart við sig í Þýskalandi nú þegar. Sjá viðhengda PDF skrá. Þýskir bankakúnnar skila inn þeim evuseðlum sem eru ekki prentaðir í Þýskalandi og heimta þýska seðla í staðinn. Satt að segja hafði mér ekki dottið í hug að þetta væri nú þegar orðið að raunveruleika. En já, í verðmætakreppu getur allt gerst. Þetta undirstrikar einungis alvöru þeirrar fjármálakreppu sem ríkir núna og sem hæglega virðist geta breytst í peningakreppu (value crisis) hvenær sem er
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 4
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 328
- Frá upphafi: 1391036
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 231
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta sem forstjóri vogunarsjóðsins talar um hefur þegar hafizt, sbr.:
http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/2791587/Support-for-euro-in-doubt-as-Germans-reject-Latin-bloc-notes.html
Evra er ekki það sama og evra. Kannski sjáum við innan ekki svo langs tíma mismunandi evrur verða til. Þýzka evru, ítalska evru, spænska evru o.s.frv. þó sennilega verði þá frekar notuð gömlu nöfnin, mörk, lírur og persetar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 15:42
Takk fyrir þetta Hjörtur. Ég ætlaði aldrei að komast inná heimsíðuna sem þú vísaðir á, vefþjónninn var svo önnumkafinn!
Ja hérna!
Hef núna viðhengt "print" af þessari vefsíðu sem PDF skrá neðst í pistlinum.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 16:01
Ekki málið Gunnar. Athyglisvert samt að talað sé um í fréttinni að uppi séu áhyggjur af því að stuðningur almennings í Þýzkalandi við evrusvæðið kunni að vera að minnka í ljósi þess að þýzkur almenningur hefur aldrei viljað evruna samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir vilja þýzka markið aftur. En þeir voru auðvitað aldrei spurðir álits.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 16:29
En hvað er að frétta af krónunni strákar? Allt gott?
Heimir Eyvindarson, 2.10.2008 kl. 16:57
Hvað sem henni líður er ljóst að evran er ekki gjaldmiðill sem rétt er að veðja á til framtíðar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 17:03
Undarlegt að enginn skuli hafa áhuga á að blogga um þessa frétt á Morgunblaðinu í dag. Ekki einn einasti sem hefur sýnt þessu áhuga ?
Evrópskir hagfræðingar kalla eftir björgunaraðgerðum
Nokkrir af þekktustu hagfræðingum Evrópu hafa í ákalli hvatt leiðtoga Evrópusambandsins til að grípa til sam-evrópskrar neyðaráætlunar til að aðstoða banka álfunnar að koma í veg fyrir að „einu sinni á ævi“-kreppa var algjörlega úr böndunum.
Hagfræðingarnir 10 vara við því að Evrópa standi frammi fyrir kreppu á borð við þá sem við var að etja í kringum 1930 og sparifé hundruð milljóna sé ógnað nema stjórnvöld bregðist við. Ákallið er birt í riti DIW stofnunarinnar í Berlín og birtist í aðdraganda þess að Frakkar hafa boðið forsvarsmenn Breta, Þjóðverja og Ítala til neyðarfundar í París um helgina til að leggja drög að sameiginlegum viðbrögðum við ástandinu á fjármálamörkuðunum.
Franski fjármálaráðherrann bar til baka í fyrrakvöld fregnir af því að Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, sem nú er í forsæti Evrópusambandsins, myndi leggja fram björgunaráætlun fyrir bankana upp á 300 milljarða evra undir svipuðum formerkjum og neyðaráætlunin bandaríska gengur út á, þ.e. uppkaup á vondum eða vafasömum útlánum.
Hagfræðingarnir 10 ganga að vísu ekki svo langt í ákalli sínu og segja að meginvandi evrópskra banka sé mikil skuldsetning fremur er skortur á lausafé. „Af þeim sökum þarf framlag ESB að beinast að endurfjármögnun bankageirans," segir m.a. í ákallinu.
Þeir telja að aðgerðirnar þurfi að gerast á sameiginlegum forsendum Evrópusambandsins og þá í gegnum Evrópska fjárfestingabankann. „Núverandi aðferð að bjarga einum banka á eftir öðrum með fjármögnun á landsvísu mun leiða til Balkanvæðingar evrópska bankageirans."
Á ákallinu segja hagfræðingarnir að traust milli fjármálastofnana sé á hröðu undanhaldi og þar með hættan á að ótti breiðist hratt út. Umrótið verði að stöðva áður en það heggur að stoðum efnahagslífsins og lami lánsfjármarkaði, útrými störfum og atvinnustarfssemi með stórfelldum hætti.
Evrópskir hagfræðingar kalla eftir björgunaraðgerðum
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 17:34
Greining Kaupþings segir í dag
Blikur á lofti í Evrópu
Evran féll í sitt lægsta gildi í þrettán mánuði gagnvart Bandaríkjadal og í sitt lægsta gildi í tvö ár gagnvart jeni eftir að Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði að forsvarsmenn bankans hefðu íhugað að lækka stýrivexti á vaxtaákvörðunarfundi fyrr í dag. Stýrivextir bankans verða áfram í 4,25% sem er í samræmi við spár 58 sérfræðinga á vegum Bloomberg-fréttaveitunnar, en aðeins fjórir mánuðir eru liðnir síðan bankinn hækkaði stýrivexti sína. Að mörgu leyti má segja að Seðlabankinn hinn evrópski sé á milli tveggja elda: Annars vegar berst hann við verðbólgudrauginn sem þrýstir að dyrum en hins vegar þarf bankinn að tryggja fjármálastöðugleika , sem endurspeglaðist í björgun fimm banka í þessari viku, og draga úr áhrifum samdráttarins í Evrulandi. Trichet bendir þó á að óróleiki á fjármálamörkuðum hafi klárlega dregið úr hagvexti á evrusvæðinu og þá hafi lækkun olíuverðs dregið úr þrýstingi á verðlag.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 17:40
Smá pæling Gunnar.
Er ekki rétt að það er dollar sem er að vaxa í verði vegna gríðarlegrar eftirspurnar frekar en að evra eða aðrir gjaldmiðlar fyrir utan krónu séu að dala?
Nýustu tölur um atvinnuleysi í BNA og samdrátt í útflutningi benda sterklega til að þessi stryking dollars sé frekar óvelkomin eins og staða mála er á þeim bænum.
En annars þá er ég alveg hættur að botna nokkuð í þessu öllu saman..
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:51
Það eru allskyns prump hænsni að fjalla um þessi mál í dag. Það er fjármálakrísa víðast hvar, og seðlabankar dæla fé inn á markaði, ýmist til að koma í veg fyrir að gangverkið stöðvist, eða koma því á stað aftur. Nú eru til dæmis alllar vörugeymslur í asíu að fyllast af drasli sem þeir geta ekki selt, hvað þýðir það? Ekki borða þeir barby dúkkur.
Það er mikið til í þessu hjá þér Jóhann, gengismunur getur orðið í allar áttir, ég er nokkuð viss um að allflestir aðilar atvinnulífsins horfi með öfundar augum á stöðugleika evrunnar í ljósi hörmunganna sem upp er komin hér heima.
Það er bjargföst skoðun mín að þegar runnið er af öllum og fjármála heimurinn er kominn í jafnvægi á nýjann leik, þá sjá menn að besti afréttarinn kemur frá sameinaðri Evrópu!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 3.10.2008 kl. 00:10
Sæll.
Nú þykir mér týra!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 02:45
Þakka ykkur fyrir innleggin.
Jú rétt Jóhann, eins og er þá henda menn frá sér evrum og flytja verðmæti, fjárfestingar og fjármagn yfir í dollara. Efturspurn eftir dollar eykst og veð hans hækkar -> eftirspurn evru fellur og verð evru fellur. Þetta er þessi frægi stöðugleiki sem menn eru að reyna að selja á Íslandi. Eins og ég hef bent á áður þá finnst mörgum hér í ESB að evra hafi verið leikfang spákaupmanna á gjaldreyrismörkuðum, til dæmis þessum þekkta hagfræðingi hér: The Bank must act to end the euro’s wild rise
Ég leyfi mér einnig að benda á eldri pistil minn hér:
Ónýtir gjaldmiðlar
Það sem er að gerast með íslensku krónuna núna hefur ekkert að gera með sjálfa myntina. Það er svæsin bankakreppa í gangi á Íslandi, og hræðileg fjármálakreppa úti í hinum stóra heimi. Þetta tvennt getur ekki farið verr saman eða gerst á óheppilegri tíma.
Þessi umræða um evru og ESB mun EKKERT hjálpa Íslandi í þessu sambandi heldur einungis flækja málin, og gera ykkur allt miklu erfiðaða fyrir. En þetta afhjúpar þó verstu lýðskrumara landsins sem bensín-sölumenn á meðan eldurinn brennur undir þjóðinni. Evrópusambandið er nefnilega ekki gjaldmiðill.
Vonandi fáum við ekki aftur að sjá svona hræðilega alþjóðlega fjármálakreppu næstu 100 eða 1000 árin.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2008 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.