Leita í fréttum mbl.is

Kastljós-viðtal við Tryggva Þór Herbertsson

Sigðurður Sigurðsson var svo vinsamlegur að benda mér hér (neðst í umræðunni) á kastljós-viðtal við Tryggva Þór Herbertsson efnahagsráðunaut forsætisráðherra Íslands. Ég er flestu sammála sem Tryggvi sagði og fannst það einnig vel sagt. Ég þakka Sigurði fyrir ábendinguna

Mitt álit

1) Það er loksins verið að taka til í fjármálakerfum heimsins. Lætin verða mikil meðan á þessu stendur og hávaðinn langt fyrir ofan þolmörk eyrna flestra. Því munu margir verða svo hræddir að þeir halda að heimurinn sé að farast. En svo er alls ekki. Þeir sem þola ekki hávaðann ættu að taka svefnpillu eða halda sig burtu frá eldhúsinu.

2) Viðskiptalíkan svokallaðra fjárfestingabanka er rotnað samkvæmt mati margra bankamanna sem nú telja að um 1/3 þeirra þurfi að hverfa af yfirborði jarðar. Starfsemi fjárfestingabanka mun þrífast best innan venjulegrar bankastarfsemi því annars er hætta á að hið gallaða viðskiptalíkan fjárfestingabanka muni óbeint þvinga þá út í ótímabærar tilraunir til að vinda ofan af möguleikum heilbrigðra viðskipta í fjármálaheiminum, sem síðan mun leiða af sér að enginn mun þora að taka áhættu lengur, og því leiða heiminn inn í nýtt 1930, þ.e. fái markaðurinn ekki leyfi til að bregðast rétt við 

3) Íslenska krónan hefur ekki gert neitt af sér. Hún er alsaklaus. En það datt því miður heil tunna af vaxtarhormónum ofaní pottinn í mötuneyti fjármálageirans sem breytti mús í fíl í munninum á peningakerfinu. Það þarf því að temja sér betri umgengni í nærveru vaxtarhormóna. Kokkurinn hefur verið sendur á námskeið í öryggismálum á vinnustöðum og nýr matseðill er í vinnslu

Ef einhver skyldi efast um að Bandaríkin séu ekki ennþá stærsta dráttarvél í efnahagsmálum heimsins þá ætti viðkomandi að taka niður eyrnahlífarnar og opna dagblað, kveikja á tölvu eða útvarpsviðtæki. Það eru akkúrat engar líkur á að Bandaríkin haldi ekki áfram að vera dráttarvél heimsins í efnahagsmálum, númer eitt og um langa ókomna tíð.

10 þýsk frostmörk

Hversvegna ? Jú vegna þess að frelsið er ennþá virkt vöðvabúnt heilans í Bandaríkjunum og skapar því ennþá mun meiri velmegun og ríkidæmi en í flestum öðrum hagkerfum í heiminum. Til að ná Bandaríkjamönnum þarf t.d Kína að hætta við kommúnismann og taka upp virkt lýðræði og fullt frelsi. En um leið og ófrelsi kommúnismans hverfur í Kína þá er hætta á að það fari eins fyrir Kína eins og fór fyrir Sovétríkjunum, sem þá brotnaði upp í smærri einingar. Evrópusambandið mun aldrei ná Bandaríkjunum í velmegun og ríkidæmi því Evrópusambandið er lamað og dregst einungis meira og meira aftur úr Bandaríkjunum - ár frá ári. En þá segja menn: "já en BNA eru með svo mikinn viðskiptahalla na na ni na na". En þá segi ég: ekki þegar litið er til lengri tíma. Bandaríkin fjármagna sig alveg ágætlega til lengri tíma litið og hafa alltaf gert það. Menn þurfa einungis að hætta að hugsa um þjóðarhagkerfi á sama hátt og þeir hugsa um rekstur sjoppu, þar sem bókhaldið sýnir ekki alltaf plús á hverju kvöldi. Þetta gildir einnig um Ísland og það var þessvegna sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn sagði um daginn að framtíðarhorfur Ísland væru "öfundsverðar".

Forstöðukona greiningadeildar á sviði gjaldeyrismarkaða hjá Jyske Bank kom í fjölmiðla hér í Danmörku í gær því allir héldu að heimurinn væri að farast. Greiningadeild gjaldeyrismarkaða hjá Jyske Bank þykir góð í sínu fagi og því er talað við þau. Hún segir að evra muni falla 15% í viðbót gegn dollar á örskömmum tíma. Þetta kemur ofaní það 12% fall sem nú þegar hefur átt sér stað á síðustu 8 vikum, aðeins - þannig að fallið verður lik-lega 27% á nokkrum mánuðum. Hún segir ennfremur að seðlabanki Evrópusambandsins (ECB) sé nær getulaus miðað við Bandaríska seðlabankann (The Fed) og það sé því seðlabanki Bandaríkjanna sem er dráttardýr númer eitt að flestu leyti. Her get ég víst einungis verið henni sammála. Mér finnst því að ESB ætti að taka upp nýjan gjaldmiðil eða leggja niður evru, sem er náttúrlega handónýt sem gjaldmiðill, ekki satt?

Ef til vill nær evra því að falla 40% á innan við 12 mánuðum, hver veit, stöðugleikurinn er svo mikill í Brussel. Bandarískir fjárfestar eru núna að draga sig út úr fjárfestingum erlendis og munu sækja í vöxt í heimalandi sínu á næstu árum. Peningarnir leita í þangað sem sólin mun koma upp á morgun. Það er einnig stórútsala í gangi í Bandaríkjunum núna. Gegni gjaldmiðla stendur því aldrei kyrrt og heimurinn er stór, miklu stærri en ESB.

Rússneski hlutabréfamarkaðurinn hefur nú misst 40% af verðmæti sínu á þrem mánuðum. Svo er öll Evrópa eftir . . en það er svo annar handleggur

Fyrri pistill

Banki Lehman bræðra hverfur af vettvangi samkeppninnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Skrýtið hvað menn horfa gagnrýnislaust á bullið í "efnahagsráðgjafanum"   Annað hvort kann maðurinn ekki hagfræði eða hann er ráðinn til að snúa út úr fyrir Geir þar sem forsætisráðherra skortir hugmyndaflug til þess.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.9.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir afar fróðlega lesningu. Gunnar. Alveg stórmerkilegt með þessa evru-og ESBB sinna. Þeir sem VOGA sér að andmæla evru-truboðinu kunna ekki hagfræði og þeir sem VOGA sér að andmæla ESB-trúboðinu eru nánast raunveruleiikafirrtir, skilja ekki út á hvað
þetta gengur...

Rosalega erfitt þegar menn gerast katþóslskari en páfinn í trú sinni.
Þegar öll skynsemi vikur fyrir staðreyndum. Staðreyndum eins og þú
leggur þær fyrir hafandi vera búinn að búa í evrulandi og ESB-
ríkinu hátt á annan áratug.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er kannski í ykkar huga útúrsnúningur að benda á þá staðreynd að á Íslandi er verðtrygging á nánast öllum langtímaskuldbindingum.  Eitthvað sem hagfræðingurinn horfir algjörlega framhjá í sinni myndlíkingu.    Um þessar staðreyndir deila engir nema kannski þú Guðmundur og þá bendi ég þér á að afla þér upplýsinga áður en þú dæmir aðra of hart.  Það er raunveruleikafirring fólgin í því að benda á staðreyndi.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef eitthvað er alveg 100% víst þá er það að verðtryggingin mun enn síður hverfa ef Ísland gengi í ESB, því þá vita allir fjármagnseigendur að Ísland mun ekki lengur hafa nein vopn til að stoppa verðbólgu önnur en aðgerðir í ríkisfjármálum, ríksafskiptum af einkaneyslu og rekstri fyrirtækja. Fjármagnseigendur myndu þá enn siður vilja sleppa verðtryggingunni því þeir munu þá vel vita að það er búið að taka bremsurnar af bílnum (stýrivaxtavopnið horfið). Það er t.d. mjög mjög erfitt fyrir Lettland að berjast við hæstu verðbólgu í ESB og EES sem núna er 15.6% í Lettlandi - og eru þeir þó beintengdir við evru. Þetta verður hörð barátta hjá Lettlendingum. Barátta við víxlverkun launaskriðs og verðbólgu og gengið alveg horfið.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég talaði hvorki með eða móti verðtryggingu í þeim pistli sem ég vísa í heldur þá staðreynd að hagfræðingurinn ber saman epli og appelsínur og kemst upp með það.   Það er vandi Evrópuumræðunnar á Íslandi hnotskurn.  Engin veit nákvæmlega hver hefur rétt og hver hefur rangt fyrir sér.  Ekki einusinni  aðildarsamningur myndi svara þeim öllum, en hann myndi þó svara ansi Þeim mörgum og mörgum rangfærslum sem eru í gangi á báða bóga.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

ég vísa í heldur þá staðreynd að hagfræðingurinn ber saman epli og appelsínur og kemst upp með það


Sæll Valdimar.

Ég skil því miður ekki hvað þú átt við. Einnig veit ég ekki hvaða rangfærslur þú átt við? Ef einhver er að fara með rangfærslur af hverju kemurðu þá ekki með þær og svarar þeim með þeim réttfærslunum sem þú þar með segist hafa?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2008 kl. 14:13

7 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Gunnar lastu pistilinn sem ég vísa í ?  Þar kemur fram að Tryggvi sér engan mun á krónu og Evru.  Ég bendi á mun sem allir lærðir sem leiknir sem ég hef rætt við og lesið eftir greinar telja umtalsverðan en Tryggvi horfir framhjá.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 14:42

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei, Valdimar, ég held að það hafi verið orðið "bullið" sem aftraði mér frá að smella á slóðina. Það er varla við hæfi hér. En ég hef samt lesið hann núna.

Varðandi trúverðugleika hagkerfa. Hann byggir á efnahag og framtíðarhorfum landsins og engu öðru. Samkvæmt nýjustu álitsgerð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru framtíðarhorfur Íslands öfundsverðar.

Ef efnahagur landins er sterkur, ríkið vel rekið, atvinnuleysi lítið og skuldir og framfærsla ríkissjóðs létt, þá myndast sá trúverðugleiki sem til dæmis gerði stærstu fjárfestingu Íslandssögunnar mögulega. Hún krafðist nefnilega mikils trúverðugleika.

Þegar evru var ýtt úr vör árið 1999 þá hafði evra lítinn trúverðugleika og féll því 30 prósent í markaðinum. Seðlabanki evru, með aðstoð seðlabanka Bandríkjanna, reyndi með aðgerðum í markaði að koma evru til hjálpar. En það gékk ekki, þó svo að fjallfossar fjármagns væri eytt til stuðingsuppkaupa. Markaðurinn hafði ekki trú á evru.

Ef efnahagur ESB heldur áfram að dragast eins mikið aftur úr efnahag Bandaríkjanna sökum lélegs hagvaxtar eins og efnahagur ESB hefur einmitt gert síðustu 25 ár, þá mun evra falla, því enginn mun nenna endalaust að fjárfesta á mörkuðum með litlum sem engum hagvexti. Því mun eftirspurn eftir evrum líklega minka, nema að evra verði notuð eins og yen, þar sem ávöxtun fjármagns og eigna er engin. Þverrandi trú manna á efnahag ESB mun sjá fyrir þessu. Og þá er ekki gott fyrir Ísland að láta draga sig í kaf, er það?

Ef þú heldur að Ísland gæti setið og betur spýtt út fílum verandi meðlimur í euro-peningakerfinu (EURO-SYSTEM) þá skjátlast þér. Það þarf enn að viðhafa peningastjórn í hagkerfinu, en það verður bara ECB sem setur leikreglurnar og ekki Alþingi.

Svo já, mikið er undir því komið að ESB geti náð að vinna sér inn trúverðugleika. Það mun reynast sambandinu erfiðara og erfiðara því atvinnuleysi er búið að vera hátt í áratugi, hagvöxtur verið einna lélegastur í OECD og þegnar ESB eru að verða svo gamlir að meðaltali að hin þunga framfærslubyrði á hagkverinu mun garfa mikið undan trúverðugleika allra á framtíð sambandsins, sem einmitt er ekki öfundsverð.

Peningar eru ennþá jarðtengdir við raunverulegar hagstærðir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband