Miðvikudagur, 17. september 2008
Kastljós-viðtal við Tryggva Þór Herbertsson
Sigðurður Sigurðsson var svo vinsamlegur að benda mér hér (neðst í umræðunni) á kastljós-viðtal við Tryggva Þór Herbertsson efnahagsráðunaut forsætisráðherra Íslands. Ég er flestu sammála sem Tryggvi sagði og fannst það einnig vel sagt. Ég þakka Sigurði fyrir ábendinguna
Mitt álit
1) Það er loksins verið að taka til í fjármálakerfum heimsins. Lætin verða mikil meðan á þessu stendur og hávaðinn langt fyrir ofan þolmörk eyrna flestra. Því munu margir verða svo hræddir að þeir halda að heimurinn sé að farast. En svo er alls ekki. Þeir sem þola ekki hávaðann ættu að taka svefnpillu eða halda sig burtu frá eldhúsinu.
2) Viðskiptalíkan svokallaðra fjárfestingabanka er rotnað samkvæmt mati margra bankamanna sem nú telja að um 1/3 þeirra þurfi að hverfa af yfirborði jarðar. Starfsemi fjárfestingabanka mun þrífast best innan venjulegrar bankastarfsemi því annars er hætta á að hið gallaða viðskiptalíkan fjárfestingabanka muni óbeint þvinga þá út í ótímabærar tilraunir til að vinda ofan af möguleikum heilbrigðra viðskipta í fjármálaheiminum, sem síðan mun leiða af sér að enginn mun þora að taka áhættu lengur, og því leiða heiminn inn í nýtt 1930, þ.e. fái markaðurinn ekki leyfi til að bregðast rétt við
3) Íslenska krónan hefur ekki gert neitt af sér. Hún er alsaklaus. En það datt því miður heil tunna af vaxtarhormónum ofaní pottinn í mötuneyti fjármálageirans sem breytti mús í fíl í munninum á peningakerfinu. Það þarf því að temja sér betri umgengni í nærveru vaxtarhormóna. Kokkurinn hefur verið sendur á námskeið í öryggismálum á vinnustöðum og nýr matseðill er í vinnslu
Ef einhver skyldi efast um að Bandaríkin séu ekki ennþá stærsta dráttarvél í efnahagsmálum heimsins þá ætti viðkomandi að taka niður eyrnahlífarnar og opna dagblað, kveikja á tölvu eða útvarpsviðtæki. Það eru akkúrat engar líkur á að Bandaríkin haldi ekki áfram að vera dráttarvél heimsins í efnahagsmálum, númer eitt og um langa ókomna tíð.
Hversvegna ? Jú vegna þess að frelsið er ennþá virkt vöðvabúnt heilans í Bandaríkjunum og skapar því ennþá mun meiri velmegun og ríkidæmi en í flestum öðrum hagkerfum í heiminum. Til að ná Bandaríkjamönnum þarf t.d Kína að hætta við kommúnismann og taka upp virkt lýðræði og fullt frelsi. En um leið og ófrelsi kommúnismans hverfur í Kína þá er hætta á að það fari eins fyrir Kína eins og fór fyrir Sovétríkjunum, sem þá brotnaði upp í smærri einingar. Evrópusambandið mun aldrei ná Bandaríkjunum í velmegun og ríkidæmi því Evrópusambandið er lamað og dregst einungis meira og meira aftur úr Bandaríkjunum - ár frá ári. En þá segja menn: "já en BNA eru með svo mikinn viðskiptahalla na na ni na na". En þá segi ég: ekki þegar litið er til lengri tíma. Bandaríkin fjármagna sig alveg ágætlega til lengri tíma litið og hafa alltaf gert það. Menn þurfa einungis að hætta að hugsa um þjóðarhagkerfi á sama hátt og þeir hugsa um rekstur sjoppu, þar sem bókhaldið sýnir ekki alltaf plús á hverju kvöldi. Þetta gildir einnig um Ísland og það var þessvegna sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn sagði um daginn að framtíðarhorfur Ísland væru "öfundsverðar".
Forstöðukona greiningadeildar á sviði gjaldeyrismarkaða hjá Jyske Bank kom í fjölmiðla hér í Danmörku í gær því allir héldu að heimurinn væri að farast. Greiningadeild gjaldeyrismarkaða hjá Jyske Bank þykir góð í sínu fagi og því er talað við þau. Hún segir að evra muni falla 15% í viðbót gegn dollar á örskömmum tíma. Þetta kemur ofaní það 12% fall sem nú þegar hefur átt sér stað á síðustu 8 vikum, aðeins - þannig að fallið verður lik-lega 27% á nokkrum mánuðum. Hún segir ennfremur að seðlabanki Evrópusambandsins (ECB) sé nær getulaus miðað við Bandaríska seðlabankann (The Fed) og það sé því seðlabanki Bandaríkjanna sem er dráttardýr númer eitt að flestu leyti. Her get ég víst einungis verið henni sammála. Mér finnst því að ESB ætti að taka upp nýjan gjaldmiðil eða leggja niður evru, sem er náttúrlega handónýt sem gjaldmiðill, ekki satt?
Ef til vill nær evra því að falla 40% á innan við 12 mánuðum, hver veit, stöðugleikurinn er svo mikill í Brussel. Bandarískir fjárfestar eru núna að draga sig út úr fjárfestingum erlendis og munu sækja í vöxt í heimalandi sínu á næstu árum. Peningarnir leita í þangað sem sólin mun koma upp á morgun. Það er einnig stórútsala í gangi í Bandaríkjunum núna. Gegni gjaldmiðla stendur því aldrei kyrrt og heimurinn er stór, miklu stærri en ESB.
Rússneski hlutabréfamarkaðurinn hefur nú misst 40% af verðmæti sínu á þrem mánuðum. Svo er öll Evrópa eftir . . en það er svo annar handleggur
Fyrri pistill
Banki Lehman bræðra hverfur af vettvangi samkeppninnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 26
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 442
- Frá upphafi: 1389062
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 251
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Skrýtið hvað menn horfa gagnrýnislaust á bullið í "efnahagsráðgjafanum" Annað hvort kann maðurinn ekki hagfræði eða hann er ráðinn til að snúa út úr fyrir Geir þar sem forsætisráðherra skortir hugmyndaflug til þess.
G. Valdimar Valdemarsson, 17.9.2008 kl. 13:45
Takk fyrir afar fróðlega lesningu. Gunnar. Alveg stórmerkilegt með þessa evru-og ESBB sinna. Þeir sem VOGA sér að andmæla evru-truboðinu kunna ekki hagfræði og þeir sem VOGA sér að andmæla ESB-trúboðinu eru nánast raunveruleiikafirrtir, skilja ekki út á hvað
þetta gengur...
Rosalega erfitt þegar menn gerast katþóslskari en páfinn í trú sinni.
Þegar öll skynsemi vikur fyrir staðreyndum. Staðreyndum eins og þú
leggur þær fyrir hafandi vera búinn að búa í evrulandi og ESB-
ríkinu hátt á annan áratug.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 21:52
Það er kannski í ykkar huga útúrsnúningur að benda á þá staðreynd að á Íslandi er verðtrygging á nánast öllum langtímaskuldbindingum. Eitthvað sem hagfræðingurinn horfir algjörlega framhjá í sinni myndlíkingu. Um þessar staðreyndir deila engir nema kannski þú Guðmundur og þá bendi ég þér á að afla þér upplýsinga áður en þú dæmir aðra of hart. Það er raunveruleikafirring fólgin í því að benda á staðreyndi.
G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 11:14
Ef eitthvað er alveg 100% víst þá er það að verðtryggingin mun enn síður hverfa ef Ísland gengi í ESB, því þá vita allir fjármagnseigendur að Ísland mun ekki lengur hafa nein vopn til að stoppa verðbólgu önnur en aðgerðir í ríkisfjármálum, ríksafskiptum af einkaneyslu og rekstri fyrirtækja. Fjármagnseigendur myndu þá enn siður vilja sleppa verðtryggingunni því þeir munu þá vel vita að það er búið að taka bremsurnar af bílnum (stýrivaxtavopnið horfið). Það er t.d. mjög mjög erfitt fyrir Lettland að berjast við hæstu verðbólgu í ESB og EES sem núna er 15.6% í Lettlandi - og eru þeir þó beintengdir við evru. Þetta verður hörð barátta hjá Lettlendingum. Barátta við víxlverkun launaskriðs og verðbólgu og gengið alveg horfið.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2008 kl. 13:03
Ég talaði hvorki með eða móti verðtryggingu í þeim pistli sem ég vísa í heldur þá staðreynd að hagfræðingurinn ber saman epli og appelsínur og kemst upp með það. Það er vandi Evrópuumræðunnar á Íslandi hnotskurn. Engin veit nákvæmlega hver hefur rétt og hver hefur rangt fyrir sér. Ekki einusinni aðildarsamningur myndi svara þeim öllum, en hann myndi þó svara ansi Þeim mörgum og mörgum rangfærslum sem eru í gangi á báða bóga.
G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 13:23
ég vísa í heldur þá staðreynd að hagfræðingurinn ber saman epli og appelsínur og kemst upp með það
Sæll Valdimar.
Ég skil því miður ekki hvað þú átt við. Einnig veit ég ekki hvaða rangfærslur þú átt við? Ef einhver er að fara með rangfærslur af hverju kemurðu þá ekki með þær og svarar þeim með þeim réttfærslunum sem þú þar með segist hafa?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2008 kl. 14:13
Gunnar lastu pistilinn sem ég vísa í ? Þar kemur fram að Tryggvi sér engan mun á krónu og Evru. Ég bendi á mun sem allir lærðir sem leiknir sem ég hef rætt við og lesið eftir greinar telja umtalsverðan en Tryggvi horfir framhjá.
G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 14:42
Nei, Valdimar, ég held að það hafi verið orðið "bullið" sem aftraði mér frá að smella á slóðina. Það er varla við hæfi hér. En ég hef samt lesið hann núna.
Varðandi trúverðugleika hagkerfa. Hann byggir á efnahag og framtíðarhorfum landsins og engu öðru. Samkvæmt nýjustu álitsgerð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru framtíðarhorfur Íslands öfundsverðar.
Ef efnahagur landins er sterkur, ríkið vel rekið, atvinnuleysi lítið og skuldir og framfærsla ríkissjóðs létt, þá myndast sá trúverðugleiki sem til dæmis gerði stærstu fjárfestingu Íslandssögunnar mögulega. Hún krafðist nefnilega mikils trúverðugleika.
Þegar evru var ýtt úr vör árið 1999 þá hafði evra lítinn trúverðugleika og féll því 30 prósent í markaðinum. Seðlabanki evru, með aðstoð seðlabanka Bandríkjanna, reyndi með aðgerðum í markaði að koma evru til hjálpar. En það gékk ekki, þó svo að fjallfossar fjármagns væri eytt til stuðingsuppkaupa. Markaðurinn hafði ekki trú á evru.
Ef efnahagur ESB heldur áfram að dragast eins mikið aftur úr efnahag Bandaríkjanna sökum lélegs hagvaxtar eins og efnahagur ESB hefur einmitt gert síðustu 25 ár, þá mun evra falla, því enginn mun nenna endalaust að fjárfesta á mörkuðum með litlum sem engum hagvexti. Því mun eftirspurn eftir evrum líklega minka, nema að evra verði notuð eins og yen, þar sem ávöxtun fjármagns og eigna er engin. Þverrandi trú manna á efnahag ESB mun sjá fyrir þessu. Og þá er ekki gott fyrir Ísland að láta draga sig í kaf, er það?
Ef þú heldur að Ísland gæti setið og betur spýtt út fílum verandi meðlimur í euro-peningakerfinu (EURO-SYSTEM) þá skjátlast þér. Það þarf enn að viðhafa peningastjórn í hagkerfinu, en það verður bara ECB sem setur leikreglurnar og ekki Alþingi.
Svo já, mikið er undir því komið að ESB geti náð að vinna sér inn trúverðugleika. Það mun reynast sambandinu erfiðara og erfiðara því atvinnuleysi er búið að vera hátt í áratugi, hagvöxtur verið einna lélegastur í OECD og þegnar ESB eru að verða svo gamlir að meðaltali að hin þunga framfærslubyrði á hagkverinu mun garfa mikið undan trúverðugleika allra á framtíð sambandsins, sem einmitt er ekki öfundsverð.
Peningar eru ennþá jarðtengdir við raunverulegar hagstærðir.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.