Leita í fréttum mbl.is

Evra fellur 12,2%

Gengismál

Í lok þessa dags

Evran, mynt Evrópusambandsins, hefur nú fallið um 12,2% gagnvart dollara á aðeins 7 vikum, eða frá 22. júlí 2008.

Með kveðjum, úr stöðugleik ESB

Kommissar Ímat Úrmat

Tengt efni:

Frá 4. júní 2008: Ónýtir gjaldmiðlar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar, komdu nú með almennilega greiningu á því af hverju USD hefur styrkst. Mjög einföld skýring:

1) Olíuverð hefur lækkað mikið undanfarnar vikur en öfug fylgni er á milli olíuverðs og gengi USD.

2) Uppkaup stjórnvalda í BNA á F-F sjóðunum hreinsaði tímabundið markaðinn ásamt því að undanfarið hafa komið fram greinar um að markaðsaðstæður séu ekki eins slæmar í BNA og af er látið, að minnsta kosti að lausafjárskrísan þar sé grinnri en talið var.

3) Spákaupmennska. Hrávörumarkaðir hafa fallið undanfarið og því hefur fjármagnið leitað tímabundið í USD ekki síst þar sem hann var orðinn of lágur.

4) Gunnar af þú minntist á að EUR hefði styrkst á móti USD um 100% á síðustu árum þá verður þú að skoða hvers vegna:

a) US fór í stríð í Írak og var sá gjörningar tekinn að láni. Við það jukust skuldir BNA gríðarlega.

b) Olíuverð hefur hækkað linnulaust frá 2002

c) USD var orðinn allt of sterkur um 2000 og hlaut því að veikjast. Ein afleiðing af þessum sterka USD var gríðarlegur viðskiptahalli í BNA.

Og af því að við erum óbeint að tala um EB þá hefur mér ekki sýnst að hvorki Danir né Finnar hafi verið að kvarta mikið á undanförnum árum. Hvernig haldið þið að almennt andlegt ástand almennings í BNA sé þessa dagana. Ætli algengasta ferðamátinn þar, "staycation", segi ekki meiri en mörg orð.

BNW (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

og ?

Þú ættir að segja almenningi frá þessu. Að stöðugleikar efnahagsmála ESB gangi ennþá fyrir bensíni Bandaríkjamanna, og ekki fyrir munnvatni frá Brussel, eins og menn hafa haldið fram.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og af því að við erum óbeint að tala um EB þá hefur mér ekki sýnst að hvorki Danir né Finnar hafi verið að kvarta mikið á undanförnum árum.

Þú fylgist ekki vel með BNW:

Fast gengi og ESB-aðild hindrar ekki mestu verðbólgu hjá Dönum siðan 1975

Paul de Grauwe: ECB must act to end the euro’s wild rise

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2008 kl. 17:45

4 identicon

Massa rök hjá þér Gunnar.

Er verðbólga Dana 15% á ársgrundvelli eins og á Íslandi ?

Eru stýrivextir í Danmörku +15% eins og á Íslandi þannig að almenn bankalán eru með +20% til almennings ?

Hefur kjararíknun í Danmörku verið áþekk og á Íslandi þannig að kaupmáttur launa hefur verið sendur aftur til ársins 2005 ?

Eru skuldir Dana/haus ígildi 30 M IKR ?

Fyrirgefðu Gunnar en ég er ekki alveg að tengja rökin hjá þér.

Varðandi USD kynntu þér málið aðeins betur áður en þú póstar.

BNW (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

BNW:

Hvað hefur þessi upptalning þín með þá staðreynd að gera að evra hefur verið bóla gjaldeyrismarkaða undanfarin ár og er núna að skapa massíft atvinnuleysi á evrusvæðinu, eina ferðina enn. Eftir 30% hrunið árið 2001 þá hækkaði hún meira en 100% gagnvart stærsta hagkerfi heimsins og stærsta gjaldmiðli heimsins. Evra er því bóla og leikfang spákaupmennsku gjaldeyrismarkaða (lestu nú greinina eftir Paul de Grauwe sem ég vísa á þarna fyrir ofan).

Þér er alveg óhætt að trúa því að þessi óstöðugleiki evru hefur ekki skapast vegna þess að evruland hafi verið af byggja virkjanir og mannvirki sem hlutfallslega svara til 7-faldra útgjalda stærstu fjárfestingar í sögu Danmerkur (Stórabeltistenging Sjálands og Fjónar ). Þeir hafa heldur ekki verið að ráðast í að byggja upp heila nýja atvinnugrein frá 2001 eins og Ísland hefur gert með tilkomu nýs alþjóðavædds fjármálageira sem hefur nú skilað Kaupþing banka inn á Nasdaq-OMX 100 listann yfir 100 stærstu fyrirtæki Norðurlanda.

Nei BNW, stýrivextir koma nefnilega eftir þörfum og eftir aðstæðum í efnahagslífi hagkerfa, NEMA í myntbandalögum. Þessvegna eru stýrivextir háir á Íslandi, en þó lægri en í Tyrklandi, þ.e. vegna þensluverðbólgu í þjóðfélaginu. Gengið vinnur núna þau verk sem aðgerðir í ríkisfjármálum þurfa að vinna hér í ESB. Hvort viltu? a) drepandi aðgerðir í ríkisfjármálum sem bitnar einnig illa á þeim sem hafa hagað sér skynsamlega í fjármálum eða b) aðgerðir stýrivaxta sem ganga jafnt yfir alla sem ætla að þegja sig upp í áframhaldandi verðbólguskapandi framferði.

Þó svo að stýrivextir séu lægri hér þá eru samt vaxtir á rekstrarlán atvinnulífsins komnir í 14%, eða meira og ef þau fást, og vextir á lánum til húsnæðis eru komnir í 6-7%, og þá á þeim forsendum að það sé hægt að fá þau.

En ísland er ekki í sync með Evrópu því Ísland fór fyrir löngu inn í kreppuástand fjármála og mun einnig kom út úr henni löngu á undan ESB. Hér verður kreppa og massíft atvunnuleysi næstu 7-10 árin því efnahagslíkna ESB hagkerfisins þolir engin áföll án þess að brotna niður í eymd og volæði

Kjararýrnun í Danmörku kemur ekki fram á sama beina hátttin eins og hún gerist á Íslandi því Danmörk er bundin þeim örlögum að búa í ofurskugga þýskra launa sem hafa ekki hækkað í 10 ár. Ísland er það vestræna land sem hefur haft mestan framgang í kjörum og kaupmætti undanfarin mörg mörg ár.

Hindrar evra atvinnusköpun ?

Já, skuldir danska ríkisins eru meiri en skuldir íslenska ríkisins

Current account vandamál íslensks atvinnulífs er allt annar handleggur. En vonandi eru þar eignir á móti skuldum. En þú skuldar þarna ekki neitt, nema þú hafir tekið erlend lán til að kaupa þér hús erlendis, en heldur samt áfram að hafa heimilisfestu þína á Íslandi. En eins og er þá eru eignasöfn flestra landa að rotna tímabundið. Enginn veit ennþá hvernig eignasöfnin munu líta út eftir bara nokkra mánuði. Eignasafn Roskilde Bank rotnaði undir fótum bankans á aðeins nokkrum mánuðum. Seðlabanki Danmerkur stendur núna undir skothríð fyrir að hafa notað evru-bindingu dönsku krónunnar sem kodda fyrir aðgerðarleysi í stýrivaxtamálum. En þeir geta ekki hækkað stýrivexti án þess að brjóta ERM II sáttmálann. Því gleyma margir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2008 kl. 18:43

6 identicon

Takk fyrir skilmerkileg svör.

BNW (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:08

7 identicon

Ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil myndu sveiflurnar skipta okkur litlu máli þar sem þær hefðu engin áhrif á viðskipti okkar við helstu viðskiptalöndin. Lang stærsti hluti viðskipta Íslendinga er við lönd Evrópusambandsins.  Í því myndi helsti stöðugleikin felast.  Auk þess þarf vart að minnast á muninn á vaxtastiginu og skiptikostnaðinn við gjaleyrisviðskipti.

Thorsteinn (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:15

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Þorsteinn.

Þú meinar sem sagt að Ísland eigi að bindast átthagafjötrum við markaði Evrópusambandsins til að forðast hagsveiflur. Ég get upplýst þig um að allur vöxtur Íslendinga í framtíðinni mun ekki verða sóttur á þessa markaði Evrópusambandsins því þar er búið að innrétta efnahagskerfi sambandsins þannig að afleiðingar einmitt þessa sjálfa sambands hafa séð fyrir því að þar hefur ekki getað myndast neinn hagvöxtur að ráði áratugum saman. Lækningin tókst, já, en sjúklingurinn dó því miður í meðferðinni. Þetta verður einungis enn verra í framtíðinni. Mun verra.

Já sveiflur munu skipta ykkur minna máli það er rétt. En hvað ef summa allra sveiflna er niður á við í sambandinu, og ekki uppá við? Ætlar þú þá að loka augunum og biðja til Brussel um að þeir sjái svo til að þegnar í ESB fari ekki alveg varhluta af öllum þeim uppsveiflum sem eiga sér stað fyrir UTAN sambandið. Að þér verði ekki alltaf haldið sem fanga í kæliboxi ESB, ECB og EMU vegna þess að þetta hagkerfi sé orðið svo getulaust, þoli engin áföll, og geti ekki unnið þegnum sínum til framdráttar vegna þess að vöðvar frelsisins séu orðnir svo visnaðir í sambandinu sem svo rekur stjórnlaust á munnvatni í Brussel. Þú verður að muna að frelsið er vöðvabúnt heilans. Það knýr alla sjálfsbjargarviðleitni allra. Það var þessvegna sem Sovét andaðist, því þar var frelsið dáið og vöðvar frelsisins horfnir. Ekkert var þar hægt nem með hjálp hins opinbera. Hið opinbera hefur aldrei getað búið til vöxt, velmegun og hagsæld. Það geta einungis frjálsir einstaklingar.

Þú vilt því sveiflast í takt við ESB. Já, gott og vel. En ertu þá tilbúinn til að láta dragsúginn frá sólarlagi Þýskalands, Ítalíu, Portúgal, Spánar og Frakklands draga þig niður með sól þessara landa? Eða viltu þá snúa þér til Brussel og biðja náðarsamlegast leyfis til að fá að taka þátt í þeim uppsveiflum sem eiga sér stað fyrir utan átthagafjötrana í faðmi ESB. Allur heimurinn er þarna og hann mun vaxta hraðar en þig grunar, en bara ekki á efnahagssvæði þínu. Þessu eru Danir fyrir löngu búnir að taka eftir og hafa því sótt mest allan vöxt útflutningsgreina Danmerkur utan evrusvæðis. En of hátt gengi evru er þó búið að kosta Danmörku velmegun sem svarar til 100.000 atvinnutækifæra á aðeins örfáum árum. En Danmörk hrapar nú hratt niður á skala efnuðustu þjóða í OECD. Ekki hefur dvölin í ESB reynst þeim betur en svo, og ég vil meina að þetta sé einmitt ESB aðild þeirra að kenna. Allt þetta á meðan Ísland hefur þotið fram úr Dönum í þjóðartekjum.

Það eru kosningar í stærsta hagkerfi ESB á næsta ári, þ.e. í Þýskalandi. Þar munu 50% kjósenda verða orðnir 60 ára gamlir eða eldri. Hvað viltu segja við þá um þín hjartans mál? Viltu segja þeim að þú gangist upp í betri lífskjörum fyrir ungt fólk? Bætta stöðu barnafjölskyldna, svo það muni áfram verða hægt að búa til velmegn í framtíðinni? Ungt fók er jú forsenda framtíðarinnar. Eða viltu tala um aukinn innflutning fátæklinga til þjónustustarfa í elliiðnaði í Þýskalandi? Hvað heldur þú að þessir kjósendur muni hafa mestann áhuga á. Munu þeir hafa áhuga á þér og þinum málefnum, eða áhuga á sér sjálfum? Í leiðinni gætir þú einnig spurt þýska launþega hvervegna þeir hafi ekki fengið launahækkun í 10 ár. Þetta hefur smitað af á öll nágrannaríkin.

Svo getur þú labbað yfir til Ítalíu og spurt Ítali hvaða ráðstafanir þeir hafa gert í sambandi við komandi gjaldþrot þjóðar sinnar. Þar gætir þú boðist til að skrifa uppá samgjaldþrota-víxil fyrir þá. Í þessum tveim löndum ertu búinn að finna yfir 50% af efnahag evrusvæðis. Það er því ekki furða þó að ESB sér einmitt komið 22 árum afturúr eftir þegnum Bandaríkjanna í þjóðartekjum.

Hverjum viltu sveiflast með ?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2008 kl. 12:56

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð eru nokkrir sem ekki skilja af hverju við viljum ekki í ESB, aðrir HALDA að við losnum við Verðtryggingu, svo mun ekki verða, ef marka má orð h.v. Viðsiptaráðherra.

Einnig er svo umhugsunarvert að hlusta á bullið í mönnum, sem segja að við þurfum ekkert ða kvíða sveiflum, ,,þa sem megin viðskipti okkar sé við Evruþ´joðir".  Jú jú okkur verður MEINAÐ að semja við aðra en þá sem ESB er búin að semja við.

Verslunar einokunin er enn við líði innan ESB svo mikið er víst.  EKKI kvað heimilt að semja við önnur lönd um viðskipti, NEMA að ESB hafi áður samið.

Bjarni Kjartansson, 11.9.2008 kl. 13:18

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já mikið rétt Bjarni. Þið flytjið einn fákeppni ESB í stórum gámum sem koma frá ESB. Einn, tveir eða þrír ESB dreifiaðilar standa fyrir því að skaffa ykkur stóran hluta innflutnings Íslendinga. Og þeir græða vel á ykkur, og þið ekki á þeim.

Hér í því landi sem ég bý í eru það tvær persónur sem stjórna því hvað danska þjóðin borðar. Tveir innkaupastjórar. Það allra leiðinlegasta sem ég geri hér er að kaupa í matinn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband