Leita í fréttum mbl.is

Íslenska lýðveldið er einungis túlkað sem hérað í gögnum Evrópusambandsins

Sælir kæru lesendur. Við lestur talnaefnis frá hagstofu Evrópusambandsins þá kemur í ljós að staða Íslands er sett til jafns við stöðu héraða og nýlendna í löndum Evrópusambandsins. Samkvæmt þessum lista, sem síðast var uppfærður 15. maí 2008, þá erum við Íslendingar ríkisborgarar í héraði. Það er ágætt að vita þetta því væntingar mínar um stöðu og áhrif Íslands innan þessa bandalags voru einmitt þessar

Samkvæmt þessi þá er Forseti Íslands héraðshöfðingi. Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde er einungis sýslumaður. Fjármálaráðherra Íslands er gjaldkeri sýslumanns. Dómsmálaráðherra Íslands er héraðsdómari, og utanríkisráðherra er óþörf því það veður notast við símsvara og faxvél sýslumanns Íslands til móttöku á reglugerðum og stefnumörkun Brussel við umheiminn, fyrir héraðið Ísland í heild. Því miður verður ekki pláss fyrir fleiri í yfirstjórn héraðsins. Hinir sem missa vinnuna geta sótt um að komast til Brimarhó . . . . nei nei nei hvaða er þetta . . . hvað ég vildi hafa sagt . . til Brussel!

En snúum okkur að sjálfum listanum. Þessum lista yfir atvinnuástand í . . héruðum? . . já þetta á víst að vera svona . . atvinnuástand í héruðum Evrópusambandsins. Þar ber hæst hið skemmtilega ástand atvinnumála í nýlendum Frakka og Spánverja með tæp 30% atvinnuleysi. Þar á eftir dettur maður flatur um 18,7% atvinnuleysi í höfuðborg Þýskalands, sem núna kallast höfuðborg metrópólítanmanna Evrópu. Kanski þeir séu steyptir fastir í fjárlög héraðsins? Koll af kolli sjáum við hin glæsilegu kraftaverk stærsta hagkerfis Evrópu renna sem bunu af rauðum tölum fyrir framan nefið á okkur. Kraftaverk ESB og myntbandalags þess sýna hér styrk og stöðugleika sinn í tölum. Í daglegum raunveruleika þessa atvinnulausa fólks eru tölurnar þó afar fjarlægar. Þar gilda nefnilega allt aðrar tölur.

En hvað kemur svo Gunnar? Hvaða skrífli er þarna neðst á þessum lista frá Brussel? Það hljóta að búa miklir aular í því héraði. Aular sem megna ekki að skapa massíft atvinnuleysi fyrir þegna sína. Hvaða hérað er þarna í allra síðasta sæti á listanum Gunnar? Jú það er lítið hérað sem heitir Ísland. En það er bara eitt vandamál kæru vinir. Ísland er ekki hérað og Ísland er EKKI með í þessu skrípaleikriti frá Brussel. Svo passið þið ykkur bara skriffinnar stærsta pappírsveldi heimsins. Þetta er einum of lélegt hjá ykkur, en samt alveg og algerlega í samræmi við væntingar mínar.

Taflan skoðast best hér: Héraðs-atvinnuleysi í ESB 

Tengt efni:

Spurt og svarað: Fyrst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta!

Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband