Skandinavíski gullfóturinn varð forði Skandinavíukrónu árið 1875. Þessi trygging Skandinavíu myntar kom sem afleiðing af Þýska myntbandalaginu (sameining Þýskalands 1871) og vegna herfangs Þjóðverja í Þýsk-Franska stríðinu 1870-1871, sem nam 1.613 tonnum af gulli. Þessi nýi gullforði gerði Þjóðverjum kleift að fara af silfurfæti og yfir á gullfót. Þetta felldi verð á silfri og kom af stað kreppu fyrir Skandinavíska myntfótinn sem byggði á silfri, því auðvitað myndu Þjóðverjar dúmpa gamla silfrinu sínu inná markaðinn. Þessvegna fór Skandinavía, þ.e. Danmörk og Svíþjóð yfir á gullfót. Noregur var undir sænska kónginum og Ísland var nýlenda Dana og fengu því þessar þjóðir lambhúshettu gullsins (og ekki silfur Egils) dregna yfir hausinn á sér. Langlíft varð þetta myntbandalag ekki. Það er algerlega steindautt núna því það andaðist á altari gengisvandræða þessara mynta og sem þýddi að ekki var hægt að halda áfram.
Svo óheppilega vildi til að nýlenda Dana, Ísland, varð sjálfstætt ríki árið 1918 og vildi fá sitt að segja um hvernig mynt landsins liti út. Hugmyndin var að Ísland fengi einnig náðarsamlegast að ganga í þetta myntbandalag, því fram til þessa hafði Ísland notast við dönsku útgáfu myntarinnar vegna þess að Ísland var nýlenda undir stjórn Dana. Þetta þýddi að Danir urðu að spyrja Svía og Noreg um leyfi fyrir því að Ísland fengi sína eigin útgáfu af myntinni því hún átti jú að vera gjaldgeng á öllu myntsvæðinu.
Þann 1. ágúst 1924 var gengi dönsku krónunnar fallið niður í 61 aura gangvart sænsku krónunni og norska krónan var fallin niður í 52 sænska aura. Myntbandalagið andaðist þarna undir nýjum fótum Íslendinga og misstu Íslendingar hér áhuga á að taka þátt í þrotabúi annarra þjóða og völdu sínar eigin leiðir, þ.e. leið ríkidæmis og velmegunar á eigin forsendum.
Svona hafa öll myntbandalög endað. Sem dragbítur á raunverulegum framgangi efnahagsmála, þ.e. dragbítur á raunverulegum hagvexti sem skapar velmegun. Myntbandalög eru óskabörn þeirra sem hafa ekki áhuga á raunveruleikanum, heldur á formsatriðum, því myntbandalög eru koddar öndunarvéla aðgerðarleysis og ósjálfstæðis - verkfæri uppgjafarhugsunar.
Það er þó eitt myntbandalag sem hefur reynst sæmilega vel. En það er myntbandalag Bandaríkjamanna því þar voru ríkin fyrst sameinuð í 200 ára sameiningarferli áður en þau fengu sameiginlega mynt sem heitir United States Dollar.
Núna er Evrópusambandið að reyna hið gangstæða. Að þvinga sameiningu Evrópu í gegn með því að útbreiða sameiginlega mynt sem heitir evra, og sem er og verður alltaf einkamynt Frakka og sem þeir notuðu sem kúgunarmeðal gangvart Þjóðverjum í sameiningarferli Þýskalands númer tvö. Flestum Þjóðverjum er mjög illa við þessa mynt enda hefur seðlabanki evru, ECB, glatað trúverðugleika sínum á síðustu tveim árum og sem núna, eina ferðina enn, er algerlega að stoppa afar lélegan og brothættan hagvöxt í ESB vegna þess að ECB leyfði myntinni evru að hækka 100% gangvart dollar frá árinu 2002 og það alveg án þess að lyfta litla fingri til aðgerða. Segja má að myntin evra hafi undanfarin ár verið leikfang spákaupmennsku og bólumyndunar gjaldeyrismarkaða. Sem afleiðing lélegrar framkvæmdar peningamálastefnu og gengismála evru-myntar þá er ESB alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Bandaríkin og Ísland. Á næstu tveim árum mun ESB því kanski ná að verða heilum 30 árum á eftir Bandaríkjunum í ríkidæmi og velmegun fyrir þegna og skattgreiðendur á efnahagssvæði ESB.
Hin myntbandalögin og galdralausnir gengismála sem talaði var um í Silfri Egils nenni ég ekki að tala um því þau voru öll misfóstur þáverandi hugsanatregðu sérfræðinga í efnahagsmálum - klumpfætur.
Tengt efni:
Paul de Grauwe skrifar í Financial Times um getuleysi peningastjórnar ECB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 8. september 2008 (breytt 30.10.2008 kl. 22:04) | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 429
- Frá upphafi: 1389049
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 245
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ertu nú alveg viss að þú vitir eitthvað um hvað þú ert að tala?
"Sem afleiðing lélegrar framkvæmdar peningamálastefnu og gengismála evru-myntar þá er ESB alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Bandaríkin og Ísland"
Skoðum Ísland, skuldir þjóðarbúsins við útlönd nema 9,5 billjónum króna, eða 9.500 milljörðum. Hrein staða þjóðarbúsins er neikvæð um rúmar 2 billjónir eða 2.000 milljarða króna, samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka. Í þessu ljósi þarf ekki að velta vöngum lengi yfir því af hverju sérstakt Íslandsálag er á lánveitingum til okkar. Ef enn versnar í ári þá verður fátt annað til ráða en að selja eignir, bæði einstaklinga og hins opinbera. Þá fara fjárfestingar erlendis fyrir lítið sem og stórar eignir á borð við virkjanir. Spurningin er hins vegar sú, hvað af þessu er seljanlegt?
Sama staða er í Ameríku, bara enn ofsafengnara. Munurinn er þó sá að það eru einhverjir sem hafa trú á bandarískum efnahag og vilja fjárfesta í þarlendum eignum. Stærstu kaupendur í dag eru þeir sem peninga hafa, Kína, Noregur, Rússar, og olíusjeikar frá Arabíu.
Myntbandalög eða "myntvernd" er nauðsyn, sama hvort um er að ræða til lengri eða skemmri tíma. Evra,dollar, norskar krónur, skiptir ekki öllu þó svo að evra sé hugsanlega nærtækust fyrir íslenskan markað. Tími örmynntar á borð við íslensku krónuna er hins vegar algjörlega liðinn, "þökk sé" spákaupmönnum, eða þannig.
Varðandi þýskaland og evru, humm.., ef tölur eru skoðaðar t.d. á http://www.destatis.de þá virðist í í fljótu bragði vera langur vegur frá niðursveiflu þar í samanburði við hamfarirnar sem eru að eiga sér stað á Íslandi, og eða Bandaríkjunum.
Svo, ertu ekki að mála þetta dálítið undarlegum litum?
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:48
Sæll Jóhann.
Þetta breytir engu um þá staðreynd að trúverðugleiki peningmála- og gengismálastjórnar seðlabanka evru (ECB) hefur beðið skipbrot. Evra hefur verið leiksoppur og bóla spákaupmennsku á gjaldeyrismörkuðum frá 2002 því hún hækkað um 100% gagnvart stærsta hagkerfi heimsins og er núna að hrynja aftur því hún hefur fallið um 11% á aðeins 6 vikum. Evra er sem sagt bóla sem þrífst vel undir lömun peningastjórnar ECB.
Þetta mun þýða afhroð hagvaxtar hér í ESB á næstu mörgum árum. Svo ef eittvað er, þá hefur íslenska krónan reynst íslensku atvinnulífi mun betur en evra hefur reynst atvinnulífi á evrusvæðinu. Atvinnuleysi mun því þjóta hér upp og fara aftur upp í 10%, eða úr þeim 7,3% sem það er í núna, sem er sögulegt lágmark atvinnuleysis í ESB
Eins og þú kanski veist þá hefur Þýskaland og Ítalía (rúm 50% af evrusvæði) haft lélegasta samanlagðan hagvöxt síðustu 14 ár samanborðið við öll þau 30 lönd sem eru í OECD. Þetta mun þýða algera kyrrsetningu hagvaxtar næstu mörg ár fyrir okkur sem búum og greiðum skatta hér í Evrópusambandinu.
Skyldi menn ennþá dreyma um sterkan hagvöxt í Þýskalandi þá þeir að vakna upp. Þýskaland er steindautt og mun ekki geta sýnt neinn hagvöxt að ráði um alla framtíð. Tíminn er einfaldlega runninn út fyrir Þýskaland því Þýskaland er orðið að elliheimili.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 13:18
EU economy 'at least 20 years' behind US
http://euobserver.com/?sid=9&aid=18646
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 13:25
Efnahagsvandræði evrusvæðisins eru að mati margra aðeins að byrja. Útlitið er ekki gott. Sjá t.d. AFP:
Eurozone recession fears loom as economic data dive
http://www.eubusiness.com/news-eu/1216909933.47/
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 13:31
Já hjörtur, þetta verður "wilde ride" niður á við hérna á næstu árum. Ég mæli með grein Paul De Grauwe í Finaancial Times frá 4. þessa mánaðar: The Bank must act to end the euro’s wild rise og EU population forecasts sem þú einnig hefur fjallað um hér: Þetta verður okkar vandamál líka ef við göngum í ESB
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 14:05
Já þeim hefur berlega vegnað allra þjóða verst þessum forheimsku Skandínövum, fátækt hvergi meiri en í ESB löndunum Danmörku og Svíþjóð og efnahagsástandið skelfilegt.
- En afhverju ert þú ekki löngu fluttur til Guðs blessaða Dollaralands - langt í burtu frá þessum skelfilegu Skandínövum, dönsku eymdinni, fátæktinni, iðju- og framtaksleysinu sem þú svo miklu betur en allir aðrir sérð heltaka þessa aumu og vesælu heimsálfu og samsæri ESB, evru og Evrópusinna?
-Hvernig getur þú lifað við þetta og það í einu alversta ríki veraldar - einu af ríkjum Skandinavíu, Danmörku? - Sérstaklega þegar hallar undna fæti - hver veit nema þú neyddist jafnvel til að láta af hendi skattfé sem svo færi bara til að brauðfæða letilýð og til lyfjakaupa ofaní ómaga - það er ekkert skelfilegra en það. - Í Guðs blessaða Dollaralandi sleppur maður elgerlega við slíkar hörmungar.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.9.2008 kl. 14:33
Helgi.
Það var ekki ég sem setti upp Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins. Það gerði nefnilega Evrópusambandið sjálft. Ef þú ert óhress með markmið Evrópusambandsins um að ætla að verða orðið ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins árið 2010 þá ættir þú að hafa samband við þá í Brussel: í byggingu númer 23056, herbergi 28959 til vinstri. Þú hefur 480 daga þar til markmiðin munu eiga að verða orðin að raunveruleika. Best er að spyrja eftir Barroso, því hann mun geta svarað fyrirspurnum þínum um hvernig ESB gengur að keppa við Bandaríkin.
Staða Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 15:06
En má ekki alveg eins segja að Ísafjörður sé í myntbandalagi við Reykjavík? Og hefur það gefist vel eða illa?
Haukur (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:23
Sæll Haukur. Ég kem hvergi auga á seðlabanka Ísafjarðar né stjórnarskrá eða löggjafarvald Ísafjarðar. Svo ég hlý að álykta sem svo að Ísafjörður sé kaupstaður í íslenska lýðveldinu.
Ég myndi vissulega panta mér meri vestfirskan harðfisk ef þið mynduð vilja vera svo vinsamlegir að fella gengið á Ísfirskum mynteiningum. Afi minn réri á áttæring og bjó í holu í kömbum sjávarmála Vestfjarða á vertíðum, svo harðfisksmekkurinn liggur sennilega í blóðinu. En þessi maður, hann afi minn, kvataði aldrei svo ég muni. En svo leitaði hann og fjölskyldan betri kjara í síldinni á Siglufirði og fann þau. Vestfirðir þurfa að finna sína síld á ný og hringja svo í peningana. Þeir koma alltaf ef grunnvaxtarskilyrðin eru í góðu lagi og ef það er hægt að græða peninga á að fjárfesta þar. Annars fara þeir eitthvað annað.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 15:45
Þegar evran kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999 var orðræðan meðal ESB-hatara sú að hún væri handónýt mynt vegna þess að hún seig gagnvart dollar fyrstu mánuðina.
Spurning hvort evran verði nokkurn tíma nógu góð fyrir þá sem búnir eru að dæma hana úr leik fyrirfram.
En sem betur fer höfum við íslensku krónuna með sínum guðsblessuðu +-40% sveiflum - og hún er auðvitað alltaf rétt skráð og gjaldeyrismarkaðurinn endurspeglar alltaf samkeppnishæfni hagkerfisins. Það er annað en þessi ónýta evra :)
Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:52
Það er nú ekki eins og hamingjan sé að drepa þá í ESB. Írar eru í kreppu eins og við og eru þó ESB þjóð. Írski tígurinn er að breytast í kettling.
Sjá nýjustu grein David Mcwilliams með því að smella hér.
Og sjáið hvað hann skrifaði um Ísland í mars fyrr á þessu ári. Smellið hér.
Og hér er grein eftir David frá því í byrjun apríl 2006.
Eins og Winston Churchill gamli sagði í Fulton ræðu sinni eftir seinna stríð (eftir minni): "I saw it all coming but nobody did pay any attention [to my words]."Magnús Þór Hafsteinsson, 8.9.2008 kl. 19:50
Ég þakka Magnúsi Þór og Baldri fyrir innleggin.
Þegar evran kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999 var orðræðan meðal ESB-hatara sú að hún væri handónýt mynt vegna þess að hún seig gagnvart dollar fyrstu mánuðina.
Já en þetta gilti ekki einungis um evru miðað við dollar. Þetta gilti einnig um evru gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum.
Menn gleyma því að undanfari evru var ECU (european currency unit) sem hafði sína eigin gengisskráningu löngu áður en ECU var að áþreifanlegri mynt í umferð sem núna heitir evra. Þetta verkefni var búið að standa á í áratugi og hófst með tilkomu EMU (european monetery union) sem var sparkað af stað af Frökkum árið 1989. Fyrsti hluti EMU tók svo gildi árið 1991.
Síðan þá er EMU, ECU og EURO búið að vera eitt stanslaust hægðarlyf fyrir hagvöxt á evrusvæði. Enn stór niðurgangur í samtals 18 ár. Þær eru ólýsanlegar hörmungarar sem þetta verkefni klíkunnar í Brussel er búið að kosta fyrirtæki og almenning á þessu efnahagssvæði.
Þessi mynd er ákaflega lýsandi fyrir þann engan-árangur sem þetta verkefni er búið að skila þegnum evrusvæðis. Öll árin hefur verið MASSÍFT atvinnuleysi á um og yfir 10% og flest annað hefur einnig gengið í afturábakgír. Seðlabanki evru (ECB) er 100% getulaus, og aðgerðir í ríkisfjármálum megna engan veginn að koma í stað virkar peningastjórunar í hverju landi fyrir sig (eins og allir sem hugsa vissu að yrði raunin) því allar ríkisstjórnir evrusvæðis skjálfa á beinunum af hræðslu við refsiaðgerðir frá Brussel-klíkunni og þora því ekki að aðhafast neitt þjóð sinni til framdráttar, annað en að stækka hinn opinbera geira enn frekar en orðið er, eða uppí nálægð við Sovét stærðir.
Evra var hastverk og lastverk og einungis eitt land uppfyllti inngönguskilyrðin, en það var stórhertogadæmið Luxemburg. Núna er komið að skuldadögum einu sinni enn og það verður borað illþyrmingslega ofaní UHU-límið sem heldur myntbandalaginu saman.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 21:43
„Árið 2006 var hagvöxtur í ESB 3%. Framleiðniaukning fyrir hvern starfsmann var 1,5% árið 2006. Atvinnuþátttaka jókst um 1,6% árið 2006. Til samanburðar var framleiðniaukningin 1,2% að meðaltali á ári árunum 2000 - 2005. Á sama tímabili var meðalvöxtur atvinnuþátttöku 0,5% á ári.“ (Af vef ESB)
Sjá t.d. hér - Merkir þetta þá ekki að árangurinn af evrunni er risastökk, ef það væri rétt hjá þér að meðalhagvöxtur ESB hafi stöðugt minnkað í 50 ár og verið 1% 2000- 2005, er það þá ekki risastökk að hann fari í 3% árið 2006?
Helgi Jóhann Hauksson, 8.9.2008 kl. 22:06
Helgi. Við höfum hér verið að ræða myntsvæði evru, þar var hagvöxtur 2,9% árið 2006 svo ef hann var betri fyrir utan myntsvæðið (3%) þá var það allavega ekki evru að þakka. Þýskaland tók smá fjörkipp árið 2006, en þetta varð því miður mjög skammvinnt því Þýskaland er dottið af baki aftur. Þara sést best mikilvægi Þýskalands í hagkerfi evru því það var Þýskaland sem dróg upp meðaltalið fyrir árið 2006 og mun svo einnig draga evrusvæði í svaðið með sér á næstu mörgum áratugum. En það er langbest að þú skoðir OECD hagvaxtartölurnar sjálfur hér. Þá muntu betur skilja hvað ég á við með að Þýskaland sé orðið Japan Evrópu, ásamt Ítalíu.
Listi landanna er sorteraður eftir samanlögðum hagvexti allra 30 OECD landa frá 1994 til 2007. Eins og þú sérð þá eru Ítaíla, Japan, Þýskaland á botni hagvaxtar í OECD síðstu 14 ára og Evru svæði er fjórða lélegasta efnahagssvæði hagvaxtar og efnahagslegs framgangs í hinum iðnvædda heimi.
Slóð á PDF útgáfu af þessu skjali OECD hagvöxtur 1994-2007:
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 23:13
Ef það eru (e.) "TooManyRedirects" vandamál í sumum vöfrum á vef mínum á Google Sites þá eru skrárnar nú viðhengdar neðst í greininni hér að ofan
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2008 kl. 00:09
Þetta eru athyglisverð sjónarmið, takk Gunnar og aðrir.
Ívar Pálsson, 9.9.2008 kl. 08:15
Sæll Gunnar og kærar þakkir fyrir þínar góðu athugasemdir. Það veitir víst ekki af.
Það eru tvær hliðar á þessu máli:
1. Mín hlið og allra þeirra í okkar íslenska samfélagi sem þurfa að kaupa í matinn og standa í skilum
2. Hlið þeirra sem eru að braska með ástandið eða vasast í því eða eru besservisserar. Allt þetta lið lifir í öðrum heimi en við sem þurfum að kaupa í matinn og borga reikninga.
Þú getur ef til vill svarað því: Hvers vegna halda stjórnvöld á Íslandi eða þeir hagfræðingar sem eru að ráðleggja stjórnvöldum að íslenskur almenningur geti tekið við svona miklum sveiflum og áföllum, ekki bara einu sinni í lífinu heldur reglulega í gegnum allt lífið á Íslandi. Gengisfellingar og misgengi verðlags og launa eða verðtryggingar upp úr öllu, allt virðist vera talið í lagi hjá okkur. Fólkið á að borga alla þessa vitleysur hvað sem það kostar og það orðalaust.
Í öðrum löndum þar sem stýrivextir eru nánast fastir, segjum 5% og engin eða lítil verðbólga að ef efnahagskerfið skekkist hjá þeim um hluta úr prósenti þá fer allt á annan endann. Þessi samfélög liggja nánast lömuð eftir svona prósentubrot tilfærslu á efnahagskerfinu eða samdrátt.
Ef efnahagskerfið hjá okkur riðlast um 30% til 40% þá er eins og ráðamenn rumski aðeins en ekki meira en það. Það heyrist varla í stjórnvöldum og eins og þeir telji að þetta sé svona smá sjokk en lítið meira en það.
Sigurður Sigurðsson, 10.9.2008 kl. 13:00
Sæll Sigðurður og takk fyrir innleggið
Ég hugsa að það sé tvennt sem sé að vefjast fyrir þér, og það svo vel skiljanlega.
1) Margir Íslendingar vita ekki hve gott þeir hafa það og þeir halda oft að flest sé betra erlendis en heima hjá þeim sjálfum. Þetta er mjög algengt. Svo verða þeir stundum fyrir áföllum þegar þeir flytjast til landa í Evrópu og hefja störf og þurfa að greiða skatta, kaupa í matinn og greiða húsnæðiskostnað eftir að þessir skattar hafa verið teknir. Þetta gildir ekki um námsmenn því þeir eru ekki á vinnumarkaði og þekkja lítið til lífs venjulegra launþega í þeim löndum sem þeir nema í.
2) Stýrivextir eru alls ekki fastir í löndum okkar. Á sumum nýrri tímum hafa stýrivextir hér í Danmörku farið upp í 15%. En svo fór Danmörk í myntbandalag ESB og hættu því að geta haft nokkuð að segja um sína eigin stýrivexti. Í staðinn þurfti því að nota óvinsælar aðgerðir í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólgu. Hækka skatta, banna afborgunarlán af vissum tegundum, setja skilyrði fyrir útborgunarhlutfalli afborgunarkaupa (sjónvörp og þess slags). Setja á sérstaka skatta (punktafgift) á neyslu og til dæmis þær matvörur sem menn vissu að voru að mestu innfluttar (stjórnmálamenn ákváðu því fyrir okkur hvað við "áttum" að kaupa og borða - ekki drekka kók eða gos - því voru sett sérstök gjöld sykur). Auka atvinnuleysi með því að gera fyrirtækjum erfitt fyrir á hina ýmsu vegu. Semsagt, það varð að stoppa neyslu og fjárfestingar með handafli í gegnum aðgerðir ríkisfjármála því stýrivaxtavopnið var horfið til Brussel.
Þarna voru markaðir margra fyrirtækja gereyðilagðir og atvinnuleysi fór upp fyrir 12% og 700.000 manns var ýtt út af vinnumarkaði sem svo þýddi enn meiri skattahækkanir og aukningu í stærð hins opinbera geira uppí 62% af landsframleiðslu Dana. Núna er svo komið að 75% allra kjósenda eru á framfærslu hins opinbera, að hluta til eða að fullu leyti, eða eru opinberir starfsmenn. Aðeins 25% kjósenda eru ekki á launum frá hinu opinbera. Þetta hefur svo þýtt að það er gersamlega ómögulegt að lækka skatta en þeir eru núna 63% af launum hærri- og hærri meðaltekjumanna. Að meðaltali fær ríkið 73% af öllum þeim peningum sem launþegar með meðaltekjur afla þegar upp er staðið og þegar þeir fá útborgað - þ.e. við venjulega neyslu. Þetta eru stighækkandi jaðarskattar plús vaskur. Ef þú leggur svo 1.000 kall fyrir þá hirðir ríkið 43% í fjármagnstekjuskatt af vöxtunum svo þar lendir þú í meira en 100% skatti. Þessar aðgerðir í ríkisfjármálum, vegna fjarveru eigin stýrivaxta, hafa svo tryggt að það geta aldei orðið neinar nauðsynlegar pólitískar breytingar því enginn kýs undan sér peningakassann. Danmörk þolir því enga eftirspurn í hagkerfinu því þá þarf að ráða fleira fólk í vinnu og það er ekki hægt því vinnuafl Danmerkur er orðið svo lítið vegna þess að það eru svo margir sem voru eyðilagðir á tímum massaatvinnuleysis inngönguára Danmerkur í myntbandalagið. Hér er því lágt atvinnuleysi eins og er, en það er einmitt lágt vegna þess að framboð af vinnuafli er svo lítið vegna þess að það vinna svo margir við að bora í nefið á sér allann daginn á launum frá hinu opinbera, og sem eru orðnir óhæfir til starfa á vinnumarkaðinum eftir áratuga dvöl ofaní kassa hins opinbera. Þess vegna má nánast ekkert ske hér í hagkerfinu. Ef það væru sama hlutfall Dana í vinnu núna eins og eru á Íslandi þá væru 400.000 fleiri Danir í vinnu, og hver vinnandi maður hér þyrfti að vinna 300 fleiri klukkustundir á hverju ári til að hafa við Íslendingum. En þetta er því miður ekki hægt, því það er jú stöðugleikinn sem menn eru að sækjast eftir, ekki satt? Svona færi fyrir Íslandi er það gengi í ESB. Þið mynduð fá að kenna á hrútleiðinlegum aðgerðum ríkisfjármála því stýrivaxtavopnið væri farið. Ég þekki enga þjóð sem myndi fá eins illt í magann af ESB pillunni eins og Íslendinga. Þið mynduð deyja að innan og hætta að vera einmitt Íslendingar. Þið yrðuð 100% örugglega fátækari og fátækari með hverju ESB-árinu sem liði í faðmi þess aðgerðarleysis og stöðnunar sem eru aðalsmerki ESB.
3) Núna eru stýrivextir til dæmis 16,25% í Tyrklandi, 12,5% í Brasilíu og 8% á Nýja Sjálandi. Stýrivextir eiga að koma eftir þörfum og ekki eftir loftköstulum pappírspúka. Núna er verið að ásaka seðlabanka Danmerkur fyrir að hafa ekkert aðhafst til að hindra þann stórdansleik útlánahátíðar sem er búin að blása upp bóluna á húnsæðismarkaðinum hér og sem kom Roskilde Skidebank á hausinn. Útlánasafn Roskilde Bank rotnaði undir fótunum bankans á nokkrum mánuðum aðeins. En þetta er einungis byrjunin á flugeldasýningu húnsæðishruns ESB. Þetta var einungis eldspýtan sem verið var að prufukeyra.
Ég er sammála þér um verðtrygginguna, að stórum hluta til. Hún er koddi og ýtir vandanum inn í framtíðina. En hér í ESB er þetta öfugt. Her eru ríkisútgjöld og skattar nefnilega nánast verðtryggð. Það er þess vegna sem ESB þolir enga verðbólgu án skelfilegra afleiðinga fyrir ríkisútgjöld því framfærslubyrði hins opinbera í ESB er svo ofurþung miðað við lauflétta framfærslubyrði ríkisins á Íslandi því þið hafið ekki innréttað samfélag ykkar svona heimskulega eins og flest ríki í ESB hafa gert. Þið munuð því vera komin á fullt stím aftur á meðan ESB er ennþá að síga niður á botn hagvaxtar allra landa í hinum þróaða hluta heimsins.
5) þér finnst hlutirnir riðlast við gengisfall, og það er skiljanlegt. En viltu ekki frekar halda vinnunni en að verða atvinnulaus? Fyrirtækin þola nefnilega ekki gorbbhana gjaldeyrismarkaða sem óska sér "sterks" gengis því þá hætta þau að geta keppt í markaðinum og neytendur missa á endnaum vinnu sína og alla framfærslumöguleika. Þetta er einmitt að ske núna hér í ESB því seðlabanki evru leyfði evru óáreitt að hækka um meira en 100% gangvart stærsta gjaldmiðli og hagkerfi heimsins. Ástæðan? Jú ECB hefur aðeins eitt markmið: að halda stöðugu verðlagi. Og verðlag var sæmilega stöðugt (en samt 100% yfir verðbólgumarkmiðum) og því var engin ástæða til aðgerða, samkvæmt hugsunarhætti ECB. En á meðan eru fyrirtækin að drepast, og atvinnuleysi mun þjóta hér upp. Á endanum verður ESB stórt svæði fátæktar, því enginn vinnur þjóð sinni lengur til framdráttar í svona faðmi aðgerðarleysis og í spennitreyju evru
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2008 kl. 15:10
Hef ekki orðið var við að Danir eða Finnar hafi kvartað yfirmáta mikð á undanförnum árum. Gunnar, ástæða þessa að EUR styrktist á kostnað USD var mjög einföld og hefur ekki beint með peningastefnu evrópska seðlabankans að gera:
1) Olíuverð hefur stígið jafnt og þétt upp á við á undanförnum árum. Það hefur alltaf verið öfug leitni á milli olíuverðs og USD.
2) BNA fóru í stríð í Írak og fjármögnuðu það alfarið með lánum. Gríðarlegur viðskiptahalli varð til að USD lét undan.
3) USD var of orðinn of hár gagnvart EUR upp úr 2000 þannig að eðlileg leiðrétting hlaut að eiga sér stað.
BNW (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:45
Það eru margar hliðar á þessu sveifluástandi.
Ein sagan hermir að bankarnir þurfi að sýna góða stöðu á 3ja mánaða fresti í 3ja mánaða uppgjörum.
Þeir ýmist kaupa allir í hóp krónur eða gjaldeyri eða selja, nánast á sama tíma þannig að núna eru þeir að selja krónur og þá hrynur gengið eins og það gerði til dæmis í dag. Allar matvörur hækka á morgun þar sem allar hillumerkingar eru núna í þráðlausu sambandi við tölvukerfið. Þetta tikkar allt beint í rauntíma.
Bankarnir kaupa síðan aftur fljótlega og þá hækkar krónan. Allt hangir þetta á hvaða stöðu bankarnir þurfa að sýna í 3ja mánaða uppgjörum.
Jón og Gunna þurfa að punga út meira í matarreikninginn og afborgun á íbúð og bíl þegar bankarnir þurfa að sýna góða afkomu.
Er þetta sæluástandið sem þú ert að lýsa Gunnar? Hvaðan eiga Jón og Gunna að fá þessar viðbótarkrónur sem þarf fyrir mat á morgun?
Sigurður Sigurðsson, 10.9.2008 kl. 19:43
BNW - ég svaraði þessu sama innleggi þínu svona hér; Evra fellur 12,2%
Hvað hefur þessi upptalning þín með þá staðreynd að gera að evra hefur verið bóla gjaldeyrismarkaða undanfarin ár og er núna að skapa massíft atvinnuleysi á evrusvæðinu, eina ferðina enn. Eftir 30% hrunið árið 2001 þá hækkaði hún meira en 100% gagnvart stærsta hagkerfi heimsins og stærsta gjaldmiðli heimsins. Evra er því bóla og leikfang spákaupmennsku gjaldeyrismarkaða (lestu nú greinina eftir Paul de Grauwe sem ég vísa á þarna fyrir ofan).
Þér er alveg óhætt að trúa því að þessi óstöðugleiki evru hefur ekki skapast vegna þess að evruland hafi verið af byggja virkjanir og mannvirki sem hlutfallslega svara til 7-faldra útgjalda stærstu fjárfestingar í sögu Danmerkur (Stórabeltistenging Sjálands og Fjónar ). Þeir hafa heldur ekki verið að ráðast í að byggja upp heila nýja atvinnugrein frá 2001 eins og Ísland hefur gert með tilkomu nýs alþjóðavædds fjármálageira sem hefur nú skilað Kaupþing banka inn á Nasdaq-OMX 100 listann yfir 100 stærstu fyrirtæki Norðurlanda.
Nei BNW, stýrivextir koma nefnilega eftir þörfum og eftir aðstæðum í efnahagslífi hagkerfa, NEMA í myntbandalögum. Þessvegna eru stýrivextir háir á Íslandi, en þó lægri en í Tyrklandi, þ.e. vegna þensluverðbólgu í þjóðfélaginu. Gengið vinnur núna þau verk sem aðgerðir í ríkisfjármálum þurfa að vinna hér í ESB. Hvort viltu? a) drepandi aðgerðir í ríkisfjármálum sem bitnar einnig illa á þeim sem hafa hagað sér skynsamlega í fjármálum eða b) aðgerðir stýrivaxta sem ganga jafnt yfir alla sem ætla að þegja sig upp í áframhaldandi verðbólguskapandi framferði.
Þó svo að stýrivextir séu lægri hér þá eru samt vaxtir á rekstrarlán atvinnulífsins komnir í 14%, eða meira og ef þau fást, og vextir á lánum til húsnæðis eru komnir í 6-7%, og þá á þeim forsendum að það sé hægt að fá þau.
En ísland er ekki í sync með Evrópu því Ísland fór fyrir löngu inn í kreppuástand fjármála og mun einnig kom út úr henni löngu á undan ESB. Hér verður kreppa og massíft atvunnuleysi næstu 7-10 árin því efnahagslíkna ESB hagkerfisins þolir engin áföll án þess að brotna niður í eymd og volæði
Kjararýrnun í Danmörku kemur ekki fram á sama beina hátttin eins og hún gerist á Íslandi því Danmörk er bundin þeim örlögum að búa í ofurskugga þýskra launa sem hafa ekki hækkað í 10 ár. Ísland er það vestræna land sem hefur haft mestan framgang í kjörum og kaupmætti undanfarin mörg mörg ár.
Hindrar evra atvinnusköpun ?
Já, skuldir danska ríkisins eru meiri en skuldir íslenska ríkisins
Current account vandamál íslensks atvinnulífs er allt annar handleggur. En vonandi eru þar eignir á móti skuldum. En þú skuldar þarna ekki neitt, nema þú hafir tekið erlend lán til að kaupa þér hús erlendis, en heldur samt áfram að hafa heimilisfestu þína á Íslandi. En eins og er þá eru eignasöfn flestra landa að rotna tímabundið. Enginn veit ennþá hvernig eignasöfnin munu líta út eftir bara nokkra mánuði. Eignasafn Roskilde Bank rotnaði undir fótum bankans á aðeins nokkrum mánuðum. Seðlabanki Danmerkur stendur núna undir skothríð fyrir að hafa notað evru-bindingu dönsku krónunnar sem kodda fyrir aðgerðarleysi í stýrivaxtamálum. En þeir geta ekki hækkað stýrivexti án þess að brjóta ERM II sáttmálann. Því gleyma margir.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2008 kl. 19:59
Ég skil þig þannig Gunnar að það sé í lagi samkvæmt þínum kenningum að einhverjir aðrir en stjórnmálamenn, í þessu tilfelli bankarnir, ráði því hvaða verlag er í landinu hjá okkur og hvað það kostar að fara út í búð. Einhver mundi kalla þetta valdarán.
Jöklabréf og bréf erlendra fjárfesta (sumir tala um einn mann, sá sem stjórnar jöklabréfunum) geti algerlega stjórnað hagkerfinu hérna og sveiflunum.
Við erum bara eins og korktappi á rúmsjó og hagkerfið hérna er notað eins og þeytivinda til að uppfæra og hækka í verði fé erlendra aðila. Okkur er talin trú um að við græðum sjálf á öllu saman. En Jón og Gunna eru ekki sammála.
Þegar Jöklabréfamenn taka féð til baka og við reynum að draga úr vitleysunni þá fer þetta í evruhorfið sem þú ert búinn að lýsa svo fjandi vel.
Maður veit varla hvort er betra að vera í Íslensku efnahagsþeytivindunni og peningamjaltavél bankakerfisins (með verðtryggingu) eða evrulandsefnahagskrísunni þar sem allt er samansaumað og virkar hvort sem er aðeins tímabundið áður en það að öllum líkindum leysist allt aftur upp í einingar!
Styður þú valdarán efnahagskerfisins á Íslandi?
Sigurður Sigurðsson, 10.9.2008 kl. 20:21
Sæll aftur Sigurður.
Já, Jón og Gunna þurfa að borga. Hér hafa matvæli einnig hækkað mikið en þó minna en á Íslandi því innanlands verðbólga hefur verið minni hér. En samt hafa matvæli hækkað um 25% á 24 mánuðum og er þó Danmörk landbúnaðarland sem framleiðir matvæli fyrir 15 milljón manns á hverjum degi. En þeir fá varla miklar lækkanir á olíu og ýmsu öðru innfluttum vörum á næstunni ef evran fellur um 30-40% á næstu misserum, sem allt útlit er fyrir.
Það verður því að stoppa verðbólguna á Íslandi, því annars fara heimilin á hausinn eins og þau gerðu á árunum 1980-1985. Hér varð verðhrun á fasteignamarkaðinum á árunum 1987-1992. Enn er til fullt af fólki sem er enn að greiða niður skuldir þess húnsæðis sem það missti á nauðungaruppboði í þessu síðasta verðhruni, og mun þurfa að greiða af þeim þar til yfir lýkur, og ættingjar munu svo erfa skuldirnar við andlát skuldunauta. Þetta verðhrun kom í kjölfar aðgerða í ríkisfjármálum sem áttu að stoppa halla á greiðslujöfnuði svo fastgegnið við myntbandalagið gæti orðið að raunveruleika og sem þýddi að heimilin fóru á hausinn í massavís. Þarna þurftu því Jens og Mette að borga og atvinnuleysi fór uppí 12% - árum saman.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2008 kl. 20:21
Sigurður. Ég skrifaði reyndar smá pistil um mál sem óbeint tengist þessu sem þú ert að tala um. Hann er svona: Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata
Ég vil þó taka það skýrt fram að ég hef mikla trú á íslensku bönkunum og menn ættu að passa sig á að dæma þá ekki af orðrómi einum, heldur af staðreyndum og frammistöðu í þeim alþjóðlega ólgusjó sem ræður ríkjum núna. En þeir eru þó óneitanlega hluti af vandanum, já. En það er alltaf auðvelt að spá fyrir um liðna atburði af mikilli nákvæmni. Það voru einnig fáir sem kvörtuðu þegar gengi krónunnar var allt of hátt, atvinnulífinu til mikils ama.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2008 kl. 20:38
Mjög sammála þér, þetta getur verið ömurlegt.
Þú virðist hafa komið víða við í þessum bransa
En kíktu á eftirfarandi vefslóð neðst á síðunni þegar þú hefur tíma og sjáðu hvort þér finnst einhver samhljómur þarna og með íslenska hagkerfis- og bankavandamálinu.
Og enn á ný þá er það einfaldlega þannig að almenningur er sá hópur sem hefur hæst (kveinkar sér mest áberandi) þegar eitthvað bjátar á en það er bitið á jaxlinn og barist áfram.
Ung hjón sem ég kannast við voru að kaupa íbúð og voru með lánsloforð frá banka. Þegar þau voru búin að kaupa og átti að borga út lánið þá gat bankinn bara lánað um 60% af lofaðri upphæð og þau misstu íbúðina. Þeir sem höfðu lán þegar þetta ástand skall á eru að borga hærra og hærra í hverjum mánuði vegna verðtryggingar og þeir sem eru með erlend lán borga núna risahækkanir í afborgunum. Það munu margir missa sitt í vetur.
Fólkið gerir ekkert annað en að vinna og vinna og hefur ekki önnur áhrif á ástandið en að kjósa á 4 ára fresti nýjar og nýjar ríkisstjórnir og sumt af þessu stjórnmálafólki getur haldist inni í ríkisstjórn og við völd í um 16 ár.
Almenningur bara velkist með, sama hvort það er í evrulandi eða Íslandi og tekur á sig góðæri og kreppur eftir því sem verkast vill og það dofnar fyrir ástandinu og heldur áfram að borga og lengir vinnudaginn. Fólk er hætt að hittast eða fara í hús, allir að vinna.
Franco gamli sálugi á Spáni hafði góða aðferð við að hafa alla góða. Hann hafði eina góða bíltegund sem allir gátu fengið fyrir lítið, nóg að borða, nóg af góðu víni og eitthvað úrval af fatnaði. Fólk gat svo bara legið úti í sólinni og haft það gott. Engar eða litlar skuldbindingar, engin verðtrygging eða þess háttar bull.
kv
Sigurður
http://www.thisislondon.co.uk/standard/article-23525658-details/Too+many+bankers+and+not+enough+real+wealth/article.do
Sigurður Sigurðsson, 11.9.2008 kl. 00:21
Já Sigurður, og þakkir fyrir slóðina á greinina í Evening Standard.
Breskir bankar voru svo hyggnir að henda kjarnorkuvopnum inn í hagkerfi Bretlands í formi 120% húsnæðislána. Þessi gereyðingarvopn eiga eftir að springa í hagkerfi þeirra. Hérna í Danmörku var vopnum afborgunarlausra lána hent inn í hagkerfið fyrir nokkrum árum og eru enn að vinna verk sín. Þessi lán munu skera undan dönskum fasteignamarkaði á næstunni. Afleiðingarnar urðu þessar velþekktu hækkanir á útlánahátíð fjármálastofnana og þar sem ungir fyrsta-skipti-kaupendur urðu frá að hverfa sökum verðhækkana sem laun þessa unga fólks gátu ekki staðið undir. Þeim var því ráðlagt að bíða þar til verðhækkanir stöðvuðust og markaðurinn kólnaði. Núna er markaðurinn frosinn fastur, en þá er þessu sama unga fólki neitað um lán á þeim forsendum að vextir séu að hækka, að atvinna muni fara minnkandi og að fólkið þurfi einnig að athuga að lánastofnanir geri núna hærri kröfur til tekna þessa fólks en áður.
En tímarnir munu breytast. Þegar nógur gangur verður kominn í nauðungaruppboð þar sem útlánastofnanir munu sitja uppi með þúsundir af eignum sem þau neyðast til að yfirtaka á þessum nauðungaruppboðum þá mun koma annað hljóð í strokkinn. Ég keypti mína fyrst eign af svona lánastofnum árið 1992, eftir verðhrunið mikla, og gat þá valið úr eigna-lyklakippu með 300 lyklum á 4000 íbúa svæði. Eg keypti af þeim, en varð að undirrita samning sem bannaði mér að fjalla opinberlega um á hvaða verði ég hafði keypt fasteignina af lánastofnuninni, svo svívirðilega lágt var það.
En þá voru vextir á og um 10% og verðbólgan var 2,1%. En það var af tillitsemi við Þýskaland og myntbandalagið að stýrivöxtum var haldið á 9,5% til 11,5% í nær engri verðbólgu í Danmörku. Þetta var mjög stöðugleikakennd eymd fyrir landið. Framúrskarandi stöðugur niðurgangur. Þarna voru smásölumarkaðir Danmerkur eyðilagðir af stýrivöxtum þýska seðlabankans og framleiðslufyrirtækin rúlluðu á hausinn á methraða. Bankastjórar þýska seðlabankans voru á þessum tímum hötuðustu menn Evrópu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2008 kl. 15:26
Sæll
Kíktu á þetta http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431212/0
Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:24
Sæll Gunnar
Ég var einnig með nýja grein í blogginu hjá mér frá USA sem fjallar um hvernig USA bankarnir klúðruðu fjármálageiranum með því að einblína bara á Volum í viðskiptum.
En takk fyrir þínar greinar. Þetta er allt mjög áhugavert og það er talsvert enn eftir að koma fram í þessum fjármálaheimi.
kv
Sigurður
Sigurður Sigurðsson, 16.9.2008 kl. 21:27
Ég þakka þér kærlega Sigurður fyrir ábendinguna á kastljósið. Ég hafði einmitt heimsótt blogg þinn og lesið um "klúðrið" :)
Sjá smá pistil um þetta hér
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2008 kl. 08:30