Leita í fréttum mbl.is

Hagvöxtur evrusvæðis 140% lélegri en í Bandaríkjunum

Hagvöxtur annars ársfjórðungs þessa árs á evrusvæði Evrópusambandsins reyndist vera 140% verri en í bandaríska hagkerfinu. Í heild var hagvöxtur Evrópusambandsins 120% lélegri en í hagkerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins þá dróst hagvöxtur saman um 0,2% á evrusvæði á meðan hagvöxtur jókst um 0,5% í Bandaríkjunum

Aðeins Japan með lélegri hagvöxt 

Þrátt fyrir að hagkerfi Bandaríkjanna hafi orðið fyrir miklu meiri hækkunum olíuverðs en hagkerfi Evrópusambandsins, mörgum sinnum meiri áföllum á húsnæðismörkuðum og mörgum sinnum meiri afskriftum í fjármálageiranum, að já, þá sýna nýjustu tölur frá hagstofu Evrópusambandsins að efnahagur evrusvæðis og heildarefnahagur Evrópusambandsins er núna sá nærst versti í heimi þegar talað er um hin stærri hagkerfi í heild. Aðeins Japan hefur lélegri hagvöxt. Augljóst er að hagkerfi Evrópusambandsins stefnir fyrir harðbyr inn í kreppu. Flestum ber saman um að húsnæðisverð margra landa Evrópusambandsins eigi eftir að falla mikið, og að fallið sé í raun varla hafið. Einnig benda greinendur á að afskriftir fjármálageirans í Evrópusambandinu muni reynast meiri en í bandaríska fjármálageiranum, þegar upp verði staðið.

Evran fellur 

Gjaldmiðill Evrópusambandsins, evra, hefur fallið um það bil 7% gagnvart dollar á innan við mánuði. Búist er við áframhaldandi falli evru gagnvart dollar.     

Hagvöxtur miðað við síðasta ársfj.

1. ársfj. 2008

2. ársfj. 2008

Hin 15 evru-lönd

0,7

-0,2

Evrópusambandið í heild 

0,7

-0,1

Þýskaland

1,3

-0,5

Frakkland

0,4

-0,3

Svíþjóð

0,1

0,0

Ítalía

0,5

-0,3

Bretland

0,3

0,2

Spánn

0,3

0,1

Grikkland

1,1

0,6

Holland

0,4

0,0

Danmörk (tölur fyrir 4. fj. 2007 og 1. fj. 2008)

-0,2

-0,6

Bandaríkin

0,2

0,5

Japan

0,8

-0,6

Fréttatilkynning frá Eurostat:

Euro area GDP down by 0.2% and EU27 down by 0.1%  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því er haldið fram af mörgum bandarískum hagfræðingum og fjárfestum að verðbólgumælingar í US séu ekki í neinum takti við raunverulegt verðfall dollararns. Til er vefsíða sem reiknar út verðbólgu í US með eldri aðferðum og samkvæmt henni hefur verið langtum meiri verðbólga í US síðustu ár en tölur stjórnvalda sýna. Þegar þetta er tekið inn í reikninginn þá versna allar hagvaxtartölur í samræmi. Hagvöxtur í US hefur líklega verið við núllið og jafnvel neikvæður síðustu ár.

Ólafur Eiríksson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það er svo undarlegt að meðan almenningur í bandaríkjunum upplifir miklar verðhækkanir og versnandi kjör þá mælist það ekki hjá yfirvöldum. Ein möguleg og þokkalega rökstudd skýring á þessu er að lítið sé að marka tölur yfirvalda. John Williams rekur sérstaka vefsíðu þar sem hann heldur til haga eldri aðferðum við verðbólgumælingar og þá sést að samkvæmt þeim aðferðum sem voru notaðar fyrir tíma Clinton stórnarinnar er verðbólga nú um 8% í US.

Sé þetta tekið til greina er ljóst að tölur um hagvöxt í US eru jafn ábyggilegar og verðbólgumælingin hjá þeim. Líklegast er verulega neikvæður hagvöxtur í US núna og hefur verið við núllið um árabil. 

Ólafur Eiríksson, 14.8.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Afsakaðu tvítekninguna, ég hélt að fyrri athugasemdin hefði ekki skilað sér inn vegna villuskilaboða sem ég fékk. Vefsíðan sem ég er að tala um er:

http://www.shadowstats.com/ 

Ólafur Eiríksson, 14.8.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sælir og takk fyrir innleggin


Þetta eru hagvaxtartölur og ekki verðbólgutölur. Ef OECD étur þetta þá ég ég þetta - í það minnsta. Ok?

PS: sumir halda enn að tunglferð Apollo 11 hafi aldrei farið fram. Að það hafi "ekkert verið að marka" þessa stærstu vél manna allra tíma og sem menn horfðu á með eigin augum senda jafnþyngd eins skuttogara þráðbeint upp í lofið þarna í júlí mánuði árið 1969. Fyrir 39 árum síðan. But it did happen! :)

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Einar Jón

En hvað með 1. ársfjórðung? Hann var 250% betri í Evrulöndunum þá...

Samtals eru ESB ríkin, Evrulöndin og Bandaríkin að dóla á milli 0.5% og 0.7% samanlagt fyrir þessa 2 ársfjórðunga.

Er munurinn marktækur?
Svipað dæmi: Er SPRON semsagt frábær kaup af því að gengið hækkaði um 11% á einum degi í síðustu viku, eða þarf maður að skoða lengra tímabil til að fá marktækar tölur?

Einar Jón, 22.8.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Einar Jón og takk fyrir innleggið.

Nú er þetta tengt fréttinni um hagvaxtartölur ársfjórðungsins og sem margir þegnar Evrópusambandsins voru sannfærðir um að yðru betri því ESB hefur verið svo sannfært um að staða þeirra væri miklu betri en hún í raun er. En já munurinn í þetta skiptið, og öll hin skiptin, er gersamlega marktækur því hann sýnir einu sinni enn að efnahagur Evrópusambandsins lifir ekki á eigin kostum og gæðum, heldur þrífst hann enn að miklu leyti í skjóli dugnaðar bandaríska hagkerfisins og annarra hagkerfa. Það er einmitt þessi munur sem safnast saman yfir árin sem gerir þegna Evrópusambandsins fátækari og fátækari miðað við bæði Bandaríkin og Ísland. Þetta er einmitt þess valdandi  að efnahagur þegna Evrópusambandsins er núna 22 árum á eftir efnahag Bandaríkjamanna því hagvöxtur hefur verið svo lélegur hérna í ESB. Hann skilar bæði Þýskalandi og Ítalíu inn á botn hagvaxtar allra 30 OECD landa síðustu 10 árin og jafnvel enn lengra aftur í tímann. Evrópusambandið hefur því miður misst hæfileika sína til hagvaxtar.

10araDEfrostmark 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.8.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband