Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Taprekstur lýðræðis í æðstu stofnun ESB
Síðustu kosningar til Evrópuþingsins voru haldnar í júní árið 2004. Taflan hérna fyrir neðan sýnir hvernig þær kosningar gengu fyrir sig. Eins og sjá má þá heyrir það til nokkurra undantekninga að kosningaþátttaka sé mikil. Aðeins 17% kjósenda í þessum kosningum í Slóvakíu urðu fyrir áhuga á þessum kosningum. En hér kalla ég það mikinn kosningaáhuga ef meira en 60% kjósenda taka þátt í kosningunum. Ekki var hægt að fá allar tölur um þessar kosningar á heimsíðu kosninga hjá Evrópuþinginu því ákafinn var sennilega svo mikill hjá forráðamönnum vefsíðunnar að hún var ekki uppfærð með tölum frá fjórum af aðildarlöndunum þegar þeim varð ljóst að það var stór lýðræðislegur taprekstur á kosningunum. Svo ég varð að grafa þær tölur upp eftir öðrum leiðum t.d. frá BBC.
Kosningar til Evrópuþingsins í ESB 2004
Land | Dags. | Fj. kjósenda | Kosninga- þátttaka % | Atkvæði | Sæti á þingi |
Belgía | 13.06.2004 | 7.552.240 | 90,8 | 6.857.986 | 24 |
Lúxemburg | 13.06.2004 | 343.800 | 90,0 | 309.420 | 6 |
Malta | 12.06.2004 | 304.283 | 82,4 | 250.691 | 5 |
Ítalía | 13.06.2004 | 49.309.064 | 73,1 | 36.044.926 | 78 |
Kýpur | 13.06.2004 | 483.311 | 71,2 | 350.387 | 6 |
Grikkland | 13.06.2004 | 9.909.955 | 63,4 | 6.283.525 | 24 |
Írland | 11.06.2004 | 2.836.596 | 59,7 | 1.693.448 | 13 |
Litháen | 13.06.2004 | 2.654.311 | 48,4 | 1.284.050 | 13 |
Danmörk | 13.06.2004 | 4.012.663 | 47,9 | 1.921.541 | 14 |
Spánn | 13.06.2004 | 34.706.044 | 45,1 | 15.666.507 | 54 |
Þýskaland | 13.06.2004 | 61.682.394 | 43,0 | 26.523.104 | 99 |
Frakkland | 13.06.2004 | 41.518.582 | 42,8 | 17.752.582 | 78 |
Austurríki | 13.06.2004 | 6.049.129 | 42,4 | 2.566.639 | 18 |
Lettland | 12.06.2004 | 1.397.736 | 41,3 | 577.879 | 9 |
Finnland | 13.06.2004 | 4.227.987 | 39,4 | 1.666.932 | 14 |
Holland | 10.06.2004 | 12.168.878 | 39,3 | 4.777.121 | 27 |
Bretland | 10.06.2004 | 44.118.453 | 38,9 | 17.162.078 | 78 |
Portúgal | 13.06.2004 | 8.821.456 | 38,6 | 3.404.782 | 24 |
Ungverjaland | 13.06.2004 | 8.046.247 | 38,5 | 3.097.657 | 24 |
Svíþjóð | 13.06.2004 | 6.827.870 | 37,8 | 2.584.464 | 19 |
Tékkland | 12.06.2004 | 8.283.485 | 28,3 | 2.346.010 | 24 |
Slóvenía | 13.06.2004 | 1.628.918 | 28,3 | 461.879 | 7 |
Eistland | 13.06.2004 | 873.809 | 26,8 | 234.485 | 6 |
Pólland | 13.06.2004 | 29.986.109 | 20,9 | 6.258.550 | 54 |
Slóvakía | 13.06.2004 | 4.210.463 | 17,0 | 714.508 | 14 |
Samtals | 351.953.783 | 45,7% | 160.791.151 | 732 |
Árangur kosninganna var því þátttaka 45,7% kjósenda. Það voru því tæplega 161 milljón af 351 milljónum kjósenda sem tóku þátt í kosningunum. Eins og þið getið séð þá er mestur áhugi fyrir kosningunum í Belgíu og Lúxemburg. Í síðustu þjóðarþingkosningum til þings stór-furstadæmisins Lúxemburg voru það 217 þúsund manns sem áttu rétt á að kjósa og það kusu einnig 199 þúsund af þessum 217 þúsund manns. En svo þegar þeir kjósa í þingkosningum Evrópuþingsins þá getur Lúxemburg allt í einu hóstað upp 344 þúsundir af skráðum kjósendum og þeir kjósa næstum allir, eða 309 þúsund manns. Í töflunni má einnig lesa að Slóvakar gleymdu að þeir væru með í ESB. Þessvegna kusu aðeins 17% Slóvaka. En þeir fá samt öll 14 þingsætin sem nánast enginn kaus þingmennina í. Hvað munu þessir 14 þingmenn Slóvaka ná að gera af sér í þinginu? Svo er hin spurningin - af hveru hafa Belgar, Lúxemborgarar, Ítalir og Grikkir svona miklu meiri áhuga á þingkosningum til Evrópuþingsins en öll hin löndin hafa? Við vitum jú að Luxemburg og Belgía færu bæði á hausinn ef það væri ekkert ESB til. En Ítalir og Grikkir ? Hmm, ég segi ekkert meira hér.
Hvernig get ég þröngvað vilja mínum uppá alla ESB-þegna með sem minnstum tilkostnaði ?
Nú þegar kosningaþátttakan er svona léleg, hvernig get ég þá notfært mér það? Hvað þarf ég að gera til þess að geta þröngvað vilja mínum uppá alla 491 milljón þegna Evrópusambandsins, þ.e. uppá alla 352 milljón kjósenda ESB? Hvað kemst ég af með fá atkvæði þingmanna og þeirra sem kusu þá til þess að geta t.d. bannað eitthvað í öllu ESB - eða - heimilað eitthvað sem mun þá verða heimilað í öllum löndum Evrópusambandsins samtímis? Hvað þarf ég að ná til margra þingmanna (lobbýast) til að geta fengið vilja mínum framgengt og hvað þurfa margir kjósendur að standa á bak við þá þingmenn? Jú ég þarf einungis að ná til þingmanna þessara landa - Frakkland - Austurríki -Lettland - Finnland - Holland -Bretland - Potrúgal- Ungverjaland - Svíþjóð - Tékkland - Slóvenía - Eistland - Pólland- Slóvakía - til að fá 54% atkvæða allra þingsæta. Og ekki nóg með það að þá voru þingmenn þessara landa kosnir á þingið með einungis 60,6 milljón atkvæðum. En þessir 60,6 milljónir kjósenda eru 18,1% af öllum kjósendum til þingsins. Semsagt: þingmenn sem eru kosnir af 18,1% af öllum kjósendum í Evrópusambandinu geta ráðið þar ríkjum með 54% meirihluta þingsæta.
Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB?
Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB í þessum 25 löndum sem tóku þátt í kosningunum þarna á árinu 2004? Eða er ESB-þingið einungis óskabarn embættismanna og útbrunninna stjórnmálamanna sem vilja komast á góð og skattfrjáls eftirlaun?
Ef við röðum löndunum eftir kosningaþáttöku og flokkum svo löndin, eftir áhuga, niður í fjóra flokka þá gæti sú flokkun litið svona út.
Viltu vera með í ESB - já eða nei - 50/50 spurning
Land | Áhugi | Áhugasemi | Fj. kjósenda | Samantekt eftir áhuga | Já eða nei (50/50) |
Belgía | 90,8 | mikil | 7.552.240 | ||
Lúxemburg | 90,0 | mikil | 343.800 | ||
Malta | 82,4 | mikil | 304.283 | ||
Ítalía | 73,1 | mikil | 49.309.064 | ||
Kýpur | 71,2 | mikil | 483.311 | ||
Grikkland | 63,4 | mikil | 9.909.955 | 19,3% | |
Írland | 59,7 | tja, svona | 2.836.596 | 20,1% | |
Litháen | 48,4 | tja, svona | 2.654.311 | ||
Danmörk | 47,9 | tja, svona | 4.012.663 | ||
Spánn | 45,1 | tja, svona | 34.706.044 | ||
Þýskaland | 43,0 | tja, svona | 61.682.394 | ||
Frakkland | 42,8 | tja, svona | 41.518.582 | ||
Austurríki | 42,4 | tja, svona | 6.049.129 | ||
Lettland | 41,3 | tja, svona | 1.397.736 | 44,0% | |
Finnland | 39,4 | meira kaffi? | 4.227.987 | ||
Holland | 39,3 | meira kaffi? | 12.168.878 | ||
Bretland | 38,9 | meira kaffi? | 44.118.453 | ||
Portúgal | 38,6 | meira kaffi? | 8.821.456 | ||
Ungverjaland | 38,5 | meira kaffi? | 8.046.247 | ||
Svíþjóð | 37,8 | meira kaffi? | 6.827.870 | 23,9% | |
Tékkland | 28,3 | ESB hvað ? | 8.283.485 | ||
Slóvenía | 28,3 | ESB hvað ? | 1.628.918 | ||
Eistland | 26,8 | ESB hvað ? | 873.809 | ||
Pólland | 20,9 | ESB hvað ? | 29.986.109 | 11,6% | |
Slóvakía | 17,0 | þögn | 4.210.463 | 1,2% | 79,9% |
Samtals | 351.953.783 |
Ef við að lokum framkvæmum 50/50 flokkun, þ.e.a.s. við gefum okkur að þau lönd sem náðu að minnsta kosti 50% kosningaþáttöku eða meira, segi já við spurningunni um hvort þau yfir höfuð vilji vera með í ESB! - og svo gefum við okkur að þau lönd sem ekki náðu 50% kosningaþáttöku segi nei, og þar með að þau hafi ekki áhuga á að vera með í ESB. Sem sagt við gerum gróft summa summarum - eða já/nei flokkun eins og þarna í dálkinum lengst til hægri. Og kæru lesendur hérna er svo niðurstaðan:
Já - ég vil vera með í ESB: 20,1% -> afleiðing -> ég er með í ESB
Nei - ég vil ekki vera með í ESB: 79,9% -> afleiðing -> ég er með í ESB
Eigum við því ekki að kjósa aftur um þessi 79,9% kjósenda sem eru með í ESB þvert á móti augljósum vilja þegnana? Og svo, kæru börn, er hægt að kjósa aftur og aftur og aftur og aftur og aftur ef embættismönnum og útbrunnum pólitíkusum líkar ekki útkoman.
Þróun kosningaþáttöku til afurðar ESB-embættismanna: Evrópuþingið
Lesendur athugið: þegar súlurnar fara lækkandi og nálgast botninn í myndinni þá er það túlkað sem aukinn leyndur áhugi á ESB. Hógværð kjósenda í ESB færist því í aukana með hverju ári sem líður, enda eiga menn ekki að vera að trana sér fram og blanda sér í málefni sem þeim koma akkúrat ekki neitt við. Skalinn á myndinni er einungis látinn ganga uppí 80% því þá sýnist himininn fyrir ofan fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsleysis þingsins ekki vera svona galtómur. Fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsmenn ESB sem voru ekki kosnir af fólkinu. Hve lengi á þessi skrípaleikur að halda áfram?
Heimildir:
Þingið þitt (Your Parliament) BBC IDEA
Greinar sem ég mæli með:
Breytt mynd af ESB höfuðstefna Ónýtir gjaldmiðlar Koss mömmu Pillan
Spurt og svarað: Fyrst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.8.2008 kl. 08:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 441
- Frá upphafi: 1389084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Mér skilst að það sé þengskylda í Belgíu og Luxemburg að kjósa, allavega í Luxemburg.
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2008 kl. 08:30
þegnskylda skal það vera
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2008 kl. 08:31
Forvitnileg lesning.
Gaman væri ad sjá sambærilegar tolur um kosningaþáttoku vestur í US.
Ketill Sigurjónsson, 4.8.2008 kl. 10:19
Forvitnileg lesning.
Gaman væri ad sjá sambærilegar tolur um kosningaþáttoku vestur í US.
Af hverju væri það gaman Ketill, er ESB ríki? Svarið getur varla bætt úr þeirri staðreynd að áhugi þegna ESB á sjálfu ESB og kosningum til ESB-þingsins hefur farið minkandi síðustu 30 árin og er núna nálægt núll í sumum aðildarríkjum og sem eru með marga þingmenn á þinginu og sem greiða atkvæði um málefni sem koma mér við sem þegna í ESB og skattgreiðanda til kassa ESB. Tölur frá örðum heimsálfum bæta þetta ástand akkúrat ekki neitt fyrir mig.
Þetta þing hefur ekkert umboð til að semja og ráðskast með löggjöf sem þykist vera hafin yfir lög sem til dæmis eru sett af breiðum meirihluta þingmanna danska löggjafarþingsins, Folketinget fyrir Danmörku. Danska þingið er æðsta yfirvald danska ríkisins og er kosið af þjóðinni og fyrir þjóðina.
ESB er ekki þjóð, er það ?
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 4.8.2008 kl. 11:57
Sæll Gunnar. Fróðleg lesning hjá þér. Þetta stefnir allt í eina átt. Fólkið fer að upplifa sig að það komi þetta ekkert við og að það skipti hvorsem er engu máli hvort eða hverja það kjósi. Það ráði hvort sem er engu. Því finnst að það séu hinir alsjáandi embættismannaaðall sem hvort eð er stjórni öllu. Fólkið sjálft er komið óralangt frá valdinu sjálfu. Það er búið að gera fjarlægðirnar svo miklar og flóknar og þetta bygggir meira og minna uppá þröngu og fjarlægu fulltrúalýðræði og sérfræðingaveldi. Þetta kerfi býður sjálfkrafa spillinguna velkomna. Enda ríður hún húsum í ESB veldinu sem aldrei fyrr og á bara eftir að magnast. Sjálfupphafning þessara útbrunnu kontórista á bara eftir að eflast og gerfilýðræði þeirra á eftir að aukast enn. Bíðiði bara þegar þeir á endanum afnema beint lýðræði með öllu og ákveða að það verði best og skilvirkast fyrir almenning að þeir einir, þ.e. embættismannaaðallinn sjálfur faí að kjósa þá sem sitja skulu þetta gerfi þing þeirra. Því að í raun er þetta svokallaða þing þeirra nú þegar orðið þannig að það ræður í raun ekki nokkrum sköpuðum hlut. Þar er ekkert borið upp eða samþykkt öðru vísi en embættismannaðallinn og sérfræðingaveldið sé búið að ákveða það og líka hvernig afgreiðslu það muni fá í Þessu svokallaða Þingi þeirra. Það að fá að sitja á þessu þingi er aðiens smá sporsla fyrir örfáa útvalda og útbrunna pólitíkusa aðildarlandanna. Minnir um margt mjög á Æðsta ráð Sovétríkjanna Gömlu. Ein halelúja samkoma aðeins til dýrðar kerfinu sjálfu. Meðaladurin svona rétt um ellilífeyris aldurinn og þar sitja aðeins dyggir og þarfir en útbrunnir þjónar valdakerisins.
Rökin fyrir því að afnema þetta beina lýðræði svona endanlega verða þau að kosningaþátttakan sé svo slæm vegna þess að almenningur er svo ánægður með embættismennina og tilskipanirnar að það sé í raun alger óðarfi að vera að ómaka almenningi að ver að kjósa. Það sé bæði dýrt og óskilvirkt. Almenningur sé hvort sem er ekkert inni í því hvað sé þeim fyrir bestu og miklu betra að hafa sérfræðinga í því eins og öðru hjá ESB.
Endanlegt afnám lýðræðisins verður auðvitað ekki borið undir þjóðaratkvæði í einu einasta aðildarlandanna ekki frekar en Lissabon sáttmálin. Þeir eu nú búnir að læra sína lexíu Kontóristarnir hjá ESB. Þessvegna verður þetta kallað Parísar sáttmálin eða eitthvað álíka sakleysislegt.
Man einhver eftir Gamla sáttmála!
Þetta er sorglegt og minnir mig alltaf meir og meir á söguna Animal Farm !
En þegar þarna verður komið sögu, sem verður ekki svo langt þangað til. Þá verður þetta svona svipað eins og þegar stórskipið TITANIC var komið þráðbeint uppí loftið með skutinn. Þá verður stórríkið ESB í svipaðri stöðu !
ÞÁ VERÐUR AÐEINS EIN LEIÐ FYRIR ÞESSA FÚAFLEYTU ESB; BEINT NIÐUR !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 12:53
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlegg ykkar.
Já Gunnlaugur, kærar þakkir, ég er heldur ekki bjartsýnn á að áhugi almennings á ESB og þingi ESB muni færast í aukana, þvert á móti. Það er allavega ekki mikill og jákvæður áhugi á Evrópuþinginu, ESB og Evrópudómstólnum hérna í Danmörku eftir að dómstóllinn gerði lög danska þingsins ógild í Danmörku fyrir tveim vikum.
Danir ráða því ekki lengur yfir landinu sínu, Danmörku. Ráða ekki yfir dönskum landslögum og dönsku sjálfræði. Dómstóll Evrópusambandsins niðri í stórhertogadæminu Lúxemburg hefur ógilt landslög Danmerkur. Þessi lög voru sett af löggjafarþingi Danmerkur, Folketinget, og þessi lög voru einmitt samin, samþykkt og sett af stórum, breiðum og lýðræðislega kosnum meirihluta þingmanna danska þingsins. Þessi lög segja til um hverjir í heiminum geta gert kröfu á að verða þegnar í Danmörku.
Lögin voru sett árið 2001 með alveg sérstaklega og sjaldgæflega miklum og breiðum meirihluta þingmanna danska þingsins. Þetta eru lögin um útlendinga og rétt þeirra og ættingja þeirra til að búsetja sig í Danmörku fyrir lífstíð. Þessi lög voru sett til að stemma stigu við innflytjendavandamáli sem var vaxið Dönum yfir höfuð þarna árið 2001. Það var búið að vara Dani við þessu, en dönskum ESB áhugamönnum hefur alltaf tekist að gera lítið úr hættunni á því að Danmörk missi sífellt meira af sjálfstæði sínu niður til Brussel. Núna er almenningur í áfalli yfir því að það skuli hafa verið valtað yfir sjálfsákvörðunarrétt þeirra og að þeir ráði ekki að fullu leyti fyrir Danmörku lengur. En ESB-efasemdarmenn hafa varað við þessu í hverjum einustu kosningum hér. Núna er Dönum alvaran fyllilega ljós, og næstu þingkosningar veða sennilega sérstaklega krítískar.
Þetta er eins og ég hef skrifað áður: Það er ekki hægt að vita um kosti og galla ESB aðildar fyrirfram. Því það tekur mörg mörg ár að læra að þekkja hvernig það er að láta draga úr sér tennurnar í tíu ára löngum tíma hjá ESB-tannlækni. En þegar þú kemur tannlaus út þá muntu ekki muna hvernig það var að hafa allar gömlu flugbeittu tennurnar í kjaftinum. Þú munt bara biðja mömmu um mjúka fæðu.
Þetta er alveg eins og Geir Haarde sagði: að það sé erfitt að kaupa hús sem maður hefur aldrei séð eða búið í.
Þegar 10 ára ferlinu inn í ESB verður lokið þá muntu komast að raun um að það ESB sem þú hélst að þú værir að ganga í, er þá orðið allt annað. ESB-sinnar munu þá segja þér að þetta hefði nú ekki átt að verða "alveg svona", en að það sér orðið það samt, og þér er þá boðið að kjósa um það sem þú í upphafi hélst að myndi ekki ske, en sem núna samt er skeð. Þetta er svona eins og að fara yfir á tékkareikningi, þú segir bara við bankann að þú getir ekki borgað þennan yfirdrátt til baka, og að bankinn verði því að hækka hann. Svona mun þér verða boðið að kjósa um það sem búið er að ske. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn.
Þetta er alltaf svona, hjá öllum löndum sem hafa gengið í ESB. Það er þessvegna sem það í raun er enginn meirihluti fyrir verkinu. Allir ganga nöldrandi inn í kosningabúrið og segja já við yfirdrættinum. Þetta er jú óskabarn embættismanna. Ekki fólksins.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.8.2008 kl. 05:17
Sæll aftur Gunnar og takk fyrir þennan viðbótarfróðleik. Þetta hafði alveg farið fram hjá mér, hvernig þessi æðsti dómstóll "apparatsins" sjálfs, valtaði yfir sjálfa löggjafarsamkomu dana. Þarna virkar miðstýringarvald embættisbáknsins greinilega af öllu afli og þeir skirrast ekki við að sýna valdið og drulla þar með yfir danskan almenning og lýðræðislega kjörið þing og stjórnvöld Danmerkur.
Þessu þarf að halda á lofti og sýna almenningi á Íslandi fram á þennan fáránleika þessa miðstýringar apparats. Hvað gæti þetta þýtt fyrir okkur í framtíðinni ef við færum þarna inn. Þessi æðsti dómstóll myndi náttúrlega snarbanna allar sel og hrefnu- og hvalveiðar við Ísland. Gott ef hann myndi ekki gefa út morðákæru á alla þá sjómenn og verkamenn sem nálægt veiðum þessara dýra hefðu komið langt aftur í tímann og svo dæma þá til ævilangrar fangelsisvistar. Einnig myndu aðferðir okkar við fiskveiðar og sjósókn væntanlega fljótlega sitja undir stöðugu eftirliti og afskiptum og gerræði þessa æðsta dómstóls. Og við gætum ekkert gert við, ja nema þá fara með bænaskrár til Brussel. Þetta verður þá ekki ósvipað því og á öldunum áður þegar þjóðin svalt í volæði og dáðleysi, algerlega fjarlægu erlendu valdi háð, þá var oftast einasta hálmstráið að senda bænaskjal til Konungs.
Hvað næst, spyr maður bara. Þetta er ekki ólíkt hinum alræmda Rannsóknarrétti á Spáni forðum, sem einmitt var þræll kerfisins og beitti gerræði og grimmd.
Aðeins varðandi það sem ég sagði hér í fyrri athugasemd minni um þennan mögulega sakleysislega Parísar sáttmála sem myndi endanlega afnema lýðræði í aðildarlöndum ESB, þá er ég þar að tala af fullri alvöru. Allar athafnir þessa Bandalags hingað til hafa með vaxandi þunga miðað að því að taka valdið frá fólkinu og færa það skrifræðinu og æviráðnum skrifræðisþrælum kerfisins. Allar athafnir kerfisins hafa líka miðast við að búa til yfirþjóðlegt vald sem hefur vald til þess að gera þing og þjóðkjörna fulltrúa fólkisns í aðildarlöndum þess nánast sem valdalausar puntudúkkur sem á endanum þjóna aðeins kerfinu sjálfu og þá það litla sýndarvald sem þeir leyfa þeim að hafa kemur þá frá kerfrinu sjálfu en ekki fólkinu sem þeir upphaflega áttu að þjóna. Þessvegna verða svo margir pólitíkusar svagir fyrir ESB. Gott dæmi um þetta eru sposslur og embætti sem gamlir uppgjafa pólitíkusar í aðildarlöndum ESB hafa fengið á silfurfati. Feit embætti með flottum nöfnum en gera sjaldan mikið annað en að þiggja góð laun og sýna sig í kokteilboðum þessa gjörspillta valdakerfis. Allar athafnir þessa valdakerfis þykjast vera að hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum almúganum í aðildarlöndunum. Allar athafnir þess miða að því að steypa okkur öll í svipuð stöðluð mót, svona viðráðanlega "kassa" eins og þú talar svo oft um Gunnar. Svona þægilegar og reiknanlegar einingar í excel skjölum möppudýrana í Brussel.
Þessvegna held ég að það færi betur á því að þegar embættismannaliðið boðar endanlegt afnám lýðræðisins að þá kalli þeir þann dýrðar sáttmála "Nýja sáttmála" myndi hljóma betur svona eitthvað nýtt og ferskt við nafnið. Þetta færi auðvitað hvergi í þjóðaratkvæðagreiðslu en lítilþægir stjórnmálamennirnir flestir myndu sjálfsagt skrifa undir með ESB glimt í auga.
Svei þessu Bandalagi Andskotans !
Lifi frjálst og fullvalda Ísland.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.