Leita í fréttum mbl.is

Taprekstur lýðræðis í æðstu stofnun ESB

Síðustu kosningar til Evrópuþingsins voru haldnar í júní árið 2004. Taflan hérna fyrir neðan sýnir hvernig þær kosningar gengu fyrir sig. Eins og sjá má þá heyrir það til nokkurra undantekninga að kosningaþátttaka sé mikil. Aðeins 17% kjósenda í þessum kosningum í Slóvakíu urðu fyrir áhuga á þessum kosningum. En hér kalla ég það mikinn kosningaáhuga ef meira en 60% kjósenda taka þátt í kosningunum. Ekki var hægt að fá allar tölur um þessar kosningar á heimsíðu kosninga hjá Evrópuþinginu því ákafinn var sennilega svo mikill hjá forráðamönnum vefsíðunnar að hún var ekki uppfærð með tölum frá fjórum af aðildarlöndunum þegar þeim varð ljóst að það var stór lýðræðislegur taprekstur á kosningunum. Svo ég varð að grafa þær tölur upp eftir öðrum leiðum t.d. frá BBC.

Kosningar til Evrópuþingsins í ESB 2004  

Land
Dags.
Fj. kjósenda
Kosninga-
þátttaka %
Atkvæði
Sæti á þingi
Belgía13.06.20047.552.24090,86.857.98624
Lúxemburg13.06.2004343.80090,0309.4206
Malta12.06.2004304.28382,4250.6915
Ítalía13.06.200449.309.06473,136.044.92678
Kýpur13.06.2004483.31171,2350.3876
Grikkland13.06.20049.909.95563,46.283.52524
Írland11.06.20042.836.59659,71.693.44813
Litháen13.06.20042.654.31148,41.284.05013
Danmörk13.06.20044.012.66347,91.921.54114
Spánn13.06.200434.706.04445,115.666.50754
Þýskaland13.06.200461.682.39443,026.523.10499
Frakkland13.06.200441.518.58242,817.752.58278
Austurríki13.06.20046.049.12942,42.566.63918
Lettland12.06.20041.397.73641,3577.8799
Finnland13.06.20044.227.98739,41.666.93214
Holland10.06.200412.168.87839,34.777.12127
Bretland10.06.200444.118.45338,917.162.07878
Portúgal13.06.20048.821.45638,63.404.78224
Ungverjaland13.06.20048.046.24738,53.097.65724
Svíþjóð13.06.20046.827.87037,82.584.46419
Tékkland12.06.20048.283.48528,32.346.01024
Slóvenía13.06.20041.628.91828,3461.8797
Eistland13.06.2004873.80926,8234.4856
Pólland13.06.200429.986.10920,96.258.55054
Slóvakía13.06.20044.210.46317,0714.50814
      
Samtals 351.953.78345,7%160.791.151732

 

Árangur kosninganna var því þátttaka 45,7% kjósenda. Það voru því tæplega 161 milljón af 351 milljónum kjósenda sem tóku þátt í kosningunum. Eins og þið getið séð þá er mestur áhugi fyrir kosningunum í Belgíu og Lúxemburg. Í síðustu þjóðarþingkosningum til þings stór-furstadæmisins Lúxemburg voru það 217 þúsund manns sem áttu rétt á að kjósa og það kusu einnig 199 þúsund af þessum 217 þúsund manns. En svo þegar þeir kjósa í þingkosningum Evrópuþingsins þá getur Lúxemburg allt í einu hóstað upp 344 þúsundir af skráðum kjósendum og þeir kjósa næstum allir, eða 309 þúsund manns. Í töflunni má einnig lesa að Slóvakar gleymdu að þeir væru með í ESB. Þessvegna kusu aðeins 17% Slóvaka. En þeir fá samt öll 14 þingsætin sem nánast enginn kaus þingmennina í. Hvað munu þessir 14 þingmenn Slóvaka ná að gera af sér í þinginu? Svo er hin spurningin - af hveru hafa Belgar, Lúxemborgarar, Ítalir og Grikkir svona miklu meiri áhuga á þingkosningum til Evrópuþingsins en öll hin löndin hafa? Við vitum jú að Luxemburg og Belgía færu bæði á hausinn ef það væri ekkert ESB til. En Ítalir og Grikkir ? Hmm, ég segi ekkert meira hér. 

Hvernig get ég þröngvað vilja mínum uppá alla ESB-þegna með sem minnstum tilkostnaði ? 

Nú þegar kosningaþátttakan er svona léleg, hvernig get ég þá notfært mér það? Hvað þarf ég að gera til þess að geta þröngvað vilja mínum uppá alla 491 milljón þegna Evrópusambandsins, þ.e. uppá alla 352 milljón kjósenda ESB? Hvað kemst ég af með fá atkvæði þingmanna og þeirra sem kusu þá til þess að geta t.d. bannað eitthvað í öllu ESB - eða - heimilað eitthvað sem mun þá verða heimilað í öllum löndum Evrópusambandsins samtímis? Hvað þarf ég að ná til margra þingmanna (lobbýast) til að geta fengið vilja mínum framgengt og hvað þurfa margir kjósendur að standa á bak við þá þingmenn? Jú ég þarf einungis að ná til þingmanna þessara landa - Frakkland - Austurríki -Lettland - Finnland - Holland -Bretland - Potrúgal- Ungverjaland - Svíþjóð - Tékkland - Slóvenía - Eistland - Pólland- Slóvakía - til að fá 54% atkvæða allra þingsæta. Og ekki nóg með það að þá voru þingmenn þessara landa kosnir á þingið með einungis 60,6 milljón atkvæðum. En þessir 60,6 milljónir kjósenda eru 18,1% af öllum kjósendum til þingsins. Semsagt: þingmenn sem eru kosnir af 18,1% af öllum kjósendum í Evrópusambandinu geta ráðið þar ríkjum með 54% meirihluta þingsæta.   

Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB? 

Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB í þessum 25 löndum sem tóku þátt í kosningunum þarna á árinu 2004? Eða er ESB-þingið einungis óskabarn embættismanna og útbrunninna stjórnmálamanna sem vilja komast á góð og skattfrjáls eftirlaun? 

Ef við röðum löndunum eftir kosningaþáttöku og flokkum svo löndin, eftir áhuga, niður í fjóra flokka þá gæti sú flokkun litið svona út.

Viltu vera með í ESB - já eða nei - 50/50 spurning 

Land
Áhugi
Áhugasemi
Fj. kjósenda
Samantekt eftir áhuga
Já eða nei (50/50)
Belgía90,8mikil7.552.240
Lúxemburg90,0mikil343.800
Malta82,4mikil304.283
Ítalía73,1mikil49.309.064
Kýpur71,2mikil483.311
Grikkland63,4mikil9.909.95519,3%
Írland59,7tja, svona2.836.59620,1%
Litháen48,4tja, svona2.654.311
Danmörk47,9tja, svona4.012.663
Spánn45,1tja, svona34.706.044
Þýskaland43,0tja, svona61.682.394
Frakkland42,8tja, svona41.518.582
Austurríki42,4tja, svona6.049.129
Lettland41,3tja, svona1.397.73644,0%
Finnland39,4meira kaffi?4.227.987
Holland39,3meira kaffi?12.168.878
Bretland38,9meira kaffi?44.118.453
Portúgal38,6meira kaffi?8.821.456
Ungverjaland38,5meira kaffi?8.046.247
Svíþjóð37,8meira kaffi?6.827.87023,9%
Tékkland28,3ESB hvað ?8.283.485
Slóvenía28,3ESB hvað ?1.628.918
Eistland26,8ESB hvað ?873.809
Pólland20,9ESB hvað ?29.986.10911,6%
Slóvakía17,0þögn4.210.4631,2%79,9%
Samtals 351.953.783

 

Ef við að lokum framkvæmum 50/50 flokkun, þ.e.a.s. við gefum okkur að þau lönd sem náðu að minnsta kosti 50% kosningaþáttöku eða meira, segi já við spurningunni um hvort þau yfir höfuð vilji vera með í ESB! - og svo gefum við okkur að þau lönd sem ekki náðu 50% kosningaþáttöku segi nei, og þar með að þau hafi ekki áhuga á að vera með í ESB. Sem sagt við gerum gróft summa summarum - eða já/nei flokkun eins og þarna í dálkinum lengst til hægri. Og kæru lesendur hérna er svo niðurstaðan: 

- ég vil vera með í ESB:  20,1%  -> afleiðing -> ég er með í ESB 

Nei - ég vil ekki vera með í ESB:  79,9%  -> afleiðing -> ég er með í ESB  

Eigum við því ekki að kjósa aftur um þessi 79,9% kjósenda sem eru með í ESB þvert á móti augljósum vilja þegnana? Og svo, kæru börn, er hægt að kjósa aftur og aftur og aftur og aftur og aftur ef embættismönnum og útbrunnum pólitíkusum líkar ekki útkoman. 

Þróun kosningaþáttöku til afurðar ESB-embættismanna: Evrópuþingið

Lesendur athugið: þegar súlurnar fara lækkandi og nálgast botninn í myndinni þá er það túlkað sem aukinn leyndur áhugi á ESB. Hógværð kjósenda í ESB færist því í aukana með hverju ári sem líður, enda eiga menn ekki að vera að trana sér fram og blanda sér í málefni sem þeim koma akkúrat ekki neitt við. Skalinn á myndinni er einungis látinn ganga uppí 80% því þá sýnist himininn fyrir ofan fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsleysis þingsins ekki vera svona galtómur. Fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsmenn ESB sem voru ekki kosnir af fólkinu. Hve lengi á þessi skrípaleikur að halda áfram?    

ep_turnoutS 

Heimildir:

• Þingið þitt (Your Parliament) • BBC • IDEA

Greinar sem ég mæli með:

Breytt mynd af ESB höfuðstefna • Ónýtir gjaldmiðlar • Koss mömmu • Pillan

Spurt og svarað: Fyrst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta?  



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mér skilst að það sé þengskylda í Belgíu og Luxemburg að kjósa, allavega í Luxemburg.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

þegnskylda skal það vera

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Forvitnileg lesning.

Gaman væri ad sjá sambærilegar tolur um kosningaþáttoku vestur í US.

Ketill Sigurjónsson, 4.8.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Forvitnileg lesning.

Gaman væri ad sjá sambærilegar tolur um kosningaþáttoku vestur í US.

Af hverju væri það gaman Ketill, er ESB ríki? Svarið getur varla bætt úr þeirri staðreynd að áhugi þegna ESB á sjálfu ESB og kosningum til ESB-þingsins hefur farið minkandi síðustu 30 árin og er núna nálægt núll í sumum aðildarríkjum og sem eru með marga þingmenn á þinginu og sem greiða atkvæði um málefni sem koma mér við sem þegna í ESB og skattgreiðanda til kassa ESB. Tölur frá örðum heimsálfum bæta þetta ástand akkúrat ekki neitt fyrir mig.

Þetta þing hefur ekkert umboð til að semja og ráðskast með löggjöf sem þykist vera hafin yfir lög sem til dæmis eru sett af breiðum meirihluta þingmanna danska löggjafarþingsins, Folketinget fyrir Danmörku. Danska þingið er æðsta yfirvald danska ríkisins og er kosið af þjóðinni og fyrir þjóðina.

ESB er ekki þjóð, er það ?

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 4.8.2008 kl. 11:57

5 identicon

Sæll Gunnar. Fróðleg lesning hjá þér. Þetta stefnir allt í eina átt. Fólkið fer að upplifa sig að það komi þetta ekkert við og að það skipti hvorsem er engu máli hvort eða hverja það kjósi. Það ráði hvort sem er engu. Því finnst að það séu hinir alsjáandi embættismannaaðall sem hvort eð er stjórni öllu. Fólkið sjálft er komið óralangt frá valdinu sjálfu. Það er búið að gera fjarlægðirnar svo miklar og flóknar og þetta bygggir meira og minna uppá þröngu og fjarlægu fulltrúalýðræði og sérfræðingaveldi. Þetta kerfi býður sjálfkrafa spillinguna velkomna. Enda ríður hún húsum í ESB veldinu sem aldrei fyrr og á bara eftir að magnast. Sjálfupphafning þessara útbrunnu kontórista á bara eftir að eflast og gerfilýðræði þeirra á eftir að aukast enn. Bíðiði bara þegar þeir á endanum afnema beint lýðræði með öllu og ákveða að það verði best og skilvirkast fyrir almenning að þeir einir, þ.e. embættismannaaðallinn sjálfur faí að kjósa þá sem sitja skulu þetta gerfi þing þeirra. Því að í raun er þetta svokallaða þing þeirra nú þegar orðið þannig að það ræður í raun ekki nokkrum sköpuðum hlut. Þar er ekkert borið upp eða samþykkt öðru vísi en embættismannaðallinn og sérfræðingaveldið sé búið að ákveða það og líka hvernig afgreiðslu það muni fá í Þessu svokallaða Þingi þeirra. Það að fá að sitja á þessu þingi er aðiens smá sporsla fyrir örfáa útvalda og útbrunna pólitíkusa aðildarlandanna. Minnir um margt mjög á Æðsta ráð Sovétríkjanna Gömlu. Ein halelúja samkoma aðeins til dýrðar kerfinu sjálfu. Meðaladurin svona rétt um ellilífeyris aldurinn og þar sitja aðeins dyggir og þarfir en útbrunnir þjónar valdakerisins.

Rökin fyrir því að afnema þetta beina lýðræði svona endanlega verða þau að kosningaþátttakan sé svo slæm vegna þess að almenningur er svo ánægður með embættismennina og tilskipanirnar að það sé í raun alger óðarfi að vera að ómaka almenningi að ver að kjósa. Það sé bæði dýrt og óskilvirkt.  Almenningur sé hvort sem er ekkert inni í því hvað sé þeim fyrir bestu og miklu betra að hafa sérfræðinga í því eins og öðru hjá ESB. 
Endanlegt afnám lýðræðisins verður auðvitað ekki borið undir þjóðaratkvæði í einu einasta aðildarlandanna ekki frekar en Lissabon sáttmálin. Þeir eu nú búnir að læra sína lexíu Kontóristarnir hjá ESB. Þessvegna verður þetta kallað Parísar sáttmálin eða eitthvað álíka sakleysislegt.

Man einhver eftir Gamla sáttmála!

Þetta er sorglegt og minnir mig alltaf meir og meir á söguna Animal Farm !

En þegar þarna verður komið sögu, sem verður ekki svo langt þangað til. Þá verður þetta svona svipað eins og þegar stórskipið TITANIC var komið þráðbeint uppí loftið með skutinn. Þá verður stórríkið ESB í svipaðri stöðu ! 

ÞÁ VERÐUR AÐEINS EIN LEIРFYRIR ÞESSA FÚAFLEYTU ESB; BEINT NIÐUR ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 12:53

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir innlegg ykkar.


Já Gunnlaugur, kærar þakkir, ég er heldur ekki bjartsýnn á að áhugi almennings á ESB og þingi ESB muni færast í aukana, þvert á móti. Það er allavega ekki mikill og jákvæður áhugi á Evrópuþinginu, ESB og Evrópudómstólnum hérna í Danmörku eftir að dómstóllinn gerði lög danska þingsins ógild í Danmörku fyrir tveim vikum.

Danir ráða því ekki lengur yfir landinu sínu, Danmörku. Ráða ekki yfir dönskum landslögum og dönsku sjálfræði. Dómstóll Evrópusambandsins niðri í stórhertogadæminu Lúxemburg hefur ógilt landslög Danmerkur. Þessi lög voru sett af löggjafarþingi Danmerkur, Folketinget, og þessi lög voru einmitt samin, samþykkt og sett af stórum, breiðum og lýðræðislega kosnum meirihluta þingmanna danska þingsins. Þessi lög segja til um hverjir í heiminum geta gert kröfu á að verða þegnar í Danmörku.

Lögin voru sett árið 2001 með alveg sérstaklega og sjaldgæflega miklum og breiðum meirihluta þingmanna danska þingsins. Þetta eru lögin um útlendinga og rétt þeirra og ættingja þeirra til að búsetja sig í Danmörku fyrir lífstíð. Þessi lög voru sett til að stemma stigu við innflytjendavandamáli sem var vaxið Dönum yfir höfuð þarna árið 2001. Það var búið að vara Dani við þessu, en dönskum ESB áhugamönnum hefur alltaf tekist að gera lítið úr hættunni á því að Danmörk missi sífellt meira af sjálfstæði sínu niður til Brussel. Núna er almenningur í áfalli yfir því að það skuli hafa verið valtað yfir sjálfsákvörðunarrétt þeirra og að þeir ráði ekki að fullu leyti fyrir Danmörku lengur. En ESB-efasemdarmenn hafa varað við þessu í hverjum einustu kosningum hér. Núna er Dönum alvaran fyllilega ljós, og næstu þingkosningar veða sennilega sérstaklega krítískar.

Þetta er eins og ég hef skrifað áður: Það er ekki hægt að vita um kosti og galla ESB aðildar fyrirfram. Því það tekur mörg mörg ár að læra að þekkja hvernig það er að láta draga úr sér tennurnar í tíu ára löngum tíma hjá ESB-tannlækni. En þegar þú kemur tannlaus út þá muntu ekki muna hvernig það var að hafa allar gömlu flugbeittu tennurnar í kjaftinum. Þú munt bara biðja mömmu um mjúka fæðu.

Þetta er alveg eins og Geir Haarde sagði: að það sé erfitt að kaupa hús sem maður hefur aldrei séð eða búið í.

Þegar 10 ára ferlinu inn í ESB verður lokið þá muntu komast að raun um að það ESB sem þú hélst að þú værir að ganga í, er þá orðið allt annað. ESB-sinnar munu þá segja þér að þetta hefði nú ekki átt að verða "alveg svona", en að það sér orðið það samt, og þér er þá boðið að kjósa um það sem þú í upphafi hélst að myndi ekki ske, en sem núna samt er skeð. Þetta er svona eins og að fara yfir á tékkareikningi, þú segir bara við bankann að þú getir ekki borgað þennan yfirdrátt til baka, og að bankinn verði því að hækka hann. Svona mun þér verða boðið að kjósa um það sem búið er að ske. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn.

Þetta er alltaf svona, hjá öllum löndum sem hafa gengið í ESB. Það er þessvegna sem það í raun er enginn meirihluti fyrir verkinu. Allir ganga nöldrandi inn í kosningabúrið og segja já við yfirdrættinum. Þetta er jú óskabarn embættismanna. Ekki fólksins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.8.2008 kl. 05:17

7 identicon

Sæll aftur Gunnar og takk fyrir þennan viðbótarfróðleik. Þetta hafði alveg farið fram hjá mér, hvernig þessi æðsti dómstóll "apparatsins" sjálfs, valtaði yfir sjálfa löggjafarsamkomu dana. Þarna virkar miðstýringarvald embættisbáknsins greinilega af öllu afli og þeir skirrast ekki við að sýna valdið og drulla þar með yfir danskan almenning og lýðræðislega kjörið þing og stjórnvöld Danmerkur. 

Þessu þarf að halda á lofti og sýna almenningi á Íslandi fram á þennan fáránleika þessa miðstýringar apparats. Hvað gæti þetta þýtt fyrir okkur í framtíðinni ef við færum þarna inn. Þessi æðsti dómstóll myndi náttúrlega snarbanna allar sel og hrefnu- og hvalveiðar við Ísland. Gott ef hann myndi ekki gefa út morðákæru á alla þá sjómenn og verkamenn sem nálægt veiðum þessara dýra hefðu komið langt aftur í tímann og svo dæma þá til ævilangrar fangelsisvistar. Einnig myndu aðferðir okkar við fiskveiðar og sjósókn væntanlega fljótlega sitja undir stöðugu eftirliti og afskiptum og gerræði þessa æðsta dómstóls. Og við gætum ekkert gert við, ja nema þá fara með bænaskrár til Brussel. Þetta verður þá ekki ósvipað því og á öldunum áður þegar þjóðin svalt í volæði og dáðleysi, algerlega fjarlægu erlendu valdi háð, þá var oftast einasta hálmstráið að senda bænaskjal til Konungs. 

Hvað næst, spyr maður bara.  Þetta er ekki ólíkt hinum alræmda Rannsóknarrétti á Spáni forðum, sem einmitt var þræll kerfisins og beitti gerræði og grimmd.

Aðeins varðandi það sem ég sagði hér í fyrri athugasemd minni um þennan mögulega sakleysislega Parísar sáttmála sem myndi endanlega afnema lýðræði í aðildarlöndum ESB, þá er ég þar að tala af fullri alvöru. Allar athafnir þessa Bandalags hingað til hafa með vaxandi þunga miðað að því að taka valdið frá fólkinu og færa það skrifræðinu og æviráðnum skrifræðisþrælum kerfisins. Allar athafnir kerfisins hafa líka miðast við að búa til yfirþjóðlegt vald sem hefur vald til þess að gera þing og þjóðkjörna fulltrúa fólkisns í aðildarlöndum þess nánast sem valdalausar puntudúkkur sem á endanum þjóna aðeins kerfinu sjálfu og þá það litla sýndarvald sem þeir leyfa þeim að hafa kemur þá frá kerfrinu sjálfu en ekki fólkinu sem þeir upphaflega áttu að þjóna. Þessvegna verða svo margir pólitíkusar svagir fyrir ESB. Gott dæmi um þetta eru sposslur og embætti sem gamlir uppgjafa pólitíkusar í aðildarlöndum ESB hafa fengið á silfurfati. Feit embætti með flottum nöfnum en gera sjaldan mikið annað en að þiggja góð laun og sýna sig í kokteilboðum þessa gjörspillta valdakerfis.  Allar athafnir þessa valdakerfis þykjast vera að hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum almúganum í aðildarlöndunum. Allar athafnir þess miða að því að steypa okkur öll í svipuð stöðluð mót, svona viðráðanlega "kassa" eins og þú talar svo oft um Gunnar. Svona þægilegar og reiknanlegar einingar í excel skjölum möppudýrana í Brussel.

Þessvegna held ég að það færi betur á því að þegar embættismannaliðið boðar endanlegt afnám lýðræðisins að þá kalli þeir þann dýrðar sáttmála "Nýja sáttmála" myndi hljóma betur svona eitthvað nýtt og ferskt við nafnið. Þetta færi auðvitað hvergi í þjóðaratkvæðagreiðslu en lítilþægir stjórnmálamennirnir flestir myndu sjálfsagt skrifa undir með ESB glimt í auga. 

Svei þessu Bandalagi Andskotans !

Lifi frjálst og fullvalda Ísland.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband