Leita í fréttum mbl.is

Þetta tókst - skattar í ESB hækka í 40% af landsframleiðslu. Loksins!

 Við kynnum  glæsilegan árangur okkar á skatta-sviðum ESB. Þau gleðilegu tíðindi bárust nefnilega í gær að skattar í ESB eru orðnir 40% hlutfall af landsframleiðlsu ESB. Okkur hefur því tekist að hækka skatta í því góðæri sem hefur ríkt um stutt skeið. Þessu afreki munum við vonandi geta fylgja eftir með enn frekari skattahækkunum á næstu árum því allt útlit bendir til að það muni reynst okkur mjög auðvelt.

Í þessu góðæri þá féll einnig áratuga langt atvinnuleysi ESB úr meira en 10% og niður í 7,1%, þar sem það er í dag en fer hækkandi aftur, sem betur fer. Okkur tókst einnig að hækka atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri upp í 15%. Þetta er því umtalsverður árangur sem hefur náðst á atvinnuleysissviðinu. 

Samdrátturinn er aðeins rétt að byrja hér í ESB þar sem ESB er alltaf 8-16 mánuðum á eftir þróun mála í Bandaríkjunum (delayed cyclus), og svo einnig vegna þess að allir hlutir ske mjög hægt hér i ESB-hagkerfi okkar. ESB-menn voru farnir að halda að blómaskreytingar þeirra lifðu á eigin vatni og ekki á því vatni sem Bandaríkin hafa alltaf skaffað þeim, eða að þær lifðu jafnvel á munnvatni. En við nánari rannsókn kom í ljós að ESB-Brussel þurfti aðeins að taka niður bláu gleraugun og þá hurfu stjörnurnar úr augum þeirra.

Þessvegna er það með gleði og stolti að við kynnum árangur Lissabon 2000 markmiða okkar í ESB. En í því markmiði felst að við hér í ESB verðum ríkasta hagkerfi í heimi árið 2010. Það eru því aðeins tvö ár þangað til við verðum rík.

Árangur okkar frá árinu 2000 til núna er þessi:

  • Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA
  • Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA
  • Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA

 

  • Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA
  • Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA
  • Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA

 

  • Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA
  • Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA
  • Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA

 

  • Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA

 

Með bestu kveðjum

Ímat Úrmat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

já mikið hlýtur gunnar að vera vondur maður - búa í hinu góða evrópusambandi og gagnrýna það svo. eiginlega engu betri en sovéskur andófsmaður! en grínlaust þá vil ég skora á þig gunnar að birta sem mest af skrifum þínum í íslenskum blöðum, - þær eru holl lesning í landi forheimskunnar! kveðja úr frelsinu í flóanum. -b.

Bjarni Harðarson, 29.6.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér Bjarni fyrir góð orð. Hver veit hvað verður. Íslenskan mín er smá saman að taka framförum og finna sitt gamla sjálf aftur :)


Leitt hve Jóni Frímanns finnst ég vanþakklátur. En ég er búinn að skila byggingunni og mun því yfirgefa hana og halda á vit frelsisins uppi í norðri á næsta ári. Jón má fá hana.

Í öllum bænum bið ég þess að þið gangið ekki í ESB á meðan ég bíð næstu vorskipa.

Hafið góðann sunnudag

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

. . og já - ég mun flytja fyrirtæki mín með mér. Þau munu hafa það betra á Íslandi. Jón getur einnig fengið það tóma pláss sem þá myndast þá í ríkiskassanum hér.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þú horfir með aðdáun til BNA sé ég á skrifum þínum Gunnar, þar sem þeim ,,hæfustu" er gert hæst undir höfuð, en hefur það sjálfur huggulegt í félagslega ríkinu Danmörku, gott hjá þér :).

Kveðja

Þórdís 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.6.2008 kl. 15:01

5 Smámynd: ESB

ESB er land tækifæranna.  Til að tryggja lýðræði og frið þarf íslenska þjóðin að ganga ESB á hönd.  Við munum hafa mikil áhrif á gang mála og til okkar verður leitað með stjórnun fiskveiða.  Íslendingar verða leiðandi innan ESB og með upptöku evrunnar mun efnahagurinn stórbatna og allir verða ríkari en þeir eru í dag.  Græðum og græðum!

ESB, 29.6.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Þórdís


Ég giska á að þú sért að hugsa það sem svo margir Íslendingar halda um Danmörku og ESB, en sem þeir samt vita ekki, og verða svo stundum fyrir áfalli við komuna í himnaríkið. Íslendingar halda svo oft að allt sé betra í útlöndum á meðan þeir eru á Íslandi. Þetta er góður kostur að hafa því þá fellur maður ekki í þá gildru að halda að allt sé alltaf best heima sjá manni sjálfum eins og svo margir halda hér, og sofna því á verðinum. Íslendingar eru ekki svo vitlausir og vinna því enn ötullega í garðinum sínum.

Já það er þörf á stóru félagslegu kerfi til að hýsa þau 75% af kjósendum sem fá hluta eða fullt viðurværi sitt úr opinberum kössum eða sem eru opinberir starfsmenn. Þetta DDR-mini-útgáfu-ríki hefur nú orðið til hér í ESB. Sumir sem ekki vilja bogra hæstu skatta í heimi, og sem fá lítið sem ekkert fyrir þá fram yfir þá sem borga mun lægri skatta, kalla þetta fyrir gleðiútgáfuna af DDR. Ég tilheyri þeim sem kalla þetta fyrir sorgleg mistök.

Þessi kassi er orðinn svo stór að það er alveg sama hversu miklum fjármunum er hellt ofaní hann að það kemur ekkert meira út úr honum. Það er erfitt að auka framlegð í opinberum geirum sem hafa náð þeirri stærð að þeir hrifsa til sín 60% af þjóðarframleiðslunni. Þá eru nefnileg aðeins 40% eftir uppí Sovétríkin, sem önduðust við þann stóra ofur-skammt.

Öll eldri ríki ESB eru að verða svona og þess vegna eru þau einmitt alltaf að dragast meira og meira aftur úr efnahag þegna Bandaríkja Norður Ameríku (samanber Lissabon 2000 markmiðum ESB). Það þarf nefnilega að fylla á kassana. Sú uppspretta velmegunar, frelsið, sem býr til það sem margir kalla fyrir velferð á sífellt erfiðara uppdráttar þegar vöðvar frelsisins vinsa í faðmi ESB. Þeir eru notaðir í æ minna mæli í ESB og eru þess vegna að visna. Þá er það fátæktin sem smá saman mun sverfa að og kassarnir verða því tómir í framtíðinni.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

ESB er land tækifæranna.


Já - það er þessvegna sem Google og Yahoo eru að flytja Evrópu-aðalstöðvar sínar frá London og til Sviss. Þeir réðu einfaldlega ekki við öll tækifærin í ESB. Þetta er sjálfgefið.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 16:02

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar, ef ekki væri fyrir ESB þá gætir þú ekki stundað viðskipti eins og þú gerir í dag

Jón. Það hefur alltaf verið hægt að stunda viðskipti á milli landa á einn eða annan hátt og oft á enn frjálsari hátt en það er gert í dag. ESB fann ekki upp millilandaviðskipti þó þú viljir halda það. Þó svo að ESB hefði aldrei verið fundið upp þá þýðir það samt ekki að þjóðir Evrópu hefðu setið aðgerðalausar, horft í gaupnir sér og beðið eftir að frelsari með penna og áætlanir stigi niður frá himnum einn góðan eða slæman veðurdag. Þjóðir geta alveg sjálfar, Ísland er besta sönnunin fyrir því.


Bandaríkin eru ekki draumalandið, þó svo að þú virðist halda það. Þar hefur margt breyst á síðustu árum


Það var ekki ég sem fann upp Lissabon 2000 markmið ESB, en þau miðast við Bandaríki Norður Ameríku hvort sem þér líkar það betur eða ver. Þú villt kanski núna þurrka þetta út úr markmiðum ESB vegna þess að ESB er smá saman, en þó örugglega, að breytast í fátæklinga miðað við Bandaríkjamenn.

---------------------------------------------------

Yahoo to quit London for Geneva

08:06 | 14.03.08

Yahoo, the internet company, is planning to move its European headquarters from London to Switzerland, with 70 of its top managers in the UK told to relocate or lose their jobs. Financial Times, Daily Telegraph

One person close to the move said it was made for corporate tax reasons.

Google, which has large commercial operations in London, recently chose to base its European engineering headquarters in Zurich and in 2006 Electronic Arts, the games publisher, moved its European headquarters from outside London to Geneva.

Yahoo said the move was 'part of its ongoing international strategy to increase competitiveness and to deliver financial results, performance and efficiency'.

---------------------------------------------------

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 20:51

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Danmörk er t.d í fyrsta sæti þegar það kemur að upplýsingabrautinni og hversu vel þeir eru undirbúnir að taka á móti hátæknifyrirtækjum. Á Íslandi er bara hugsað um álver.

Hver hefur sagt þér þetta Jón? Danmörk fær einmitt enga erlenda phd menntamenn til landsins. Reyndu að geta þér til af hverju. Þessi störf eru núna send úr landi og oft til Asíu. Það er enginn skortur á venjulega menntuðu fólki í Evrópu, en það er hinsvegar mikill skortur á fólki sem þorir að taka áhættu og sem getur búið til verðmæti - og það geta opinberir starfsmenn og embættismenn ekki gert.

Eru virkjanagerð og álversgerð og rekstur þeirra kanski ekki einnig hátækni iðnaður? Það vinna ekki allir spennandi störf í semiconductor og hugbúnaðarfyrirtækjum. Sumir skúra, stafla hráefni og forrita processbars alla daga. Það geta ekki allir unnið við allt hvar sem er í heiminum. Þú hefur enga hugmynd um hvernig nýtísku álver og afleidd starfssemi þeirra munu líta út eftir bara 10 ár.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 21:14

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og svo til að kóróna verkið á blómaskreytingum ESB og átrúnaðargoði þínu Jón, þá er hérna smá endurtekning á staðreyndum um ESB:

99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME). Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB. Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB. Aðeins 12% af aðföngum (inputs) fyrirtækjanna eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 21:22

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Hafþór


Framleiðni ESB þarf ekki að falla til að dragast aftur úr BNA, meira og meira með hverju ári sem líður. Það eina sem þar til er að ESB hafi ekki roð við BNA. En já, framleiðni hefur t.d. fallið í Danmörku síðustu mánuði.

Heimildir standa hér:

Breytt mynd af ESB - höfuðstefna

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.7.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband