Leita í fréttum mbl.is

Breytt mynd af ESB - höfuðstefna

Sælir kæru lesendur.
 
Ég breytti um aðalmynd hérna á síðunni minni. Núna hef ég sett upp nýja mynd af ESB efst á síðunni sem sýnir að við erum bráðum að verða rík. Þetta er mynd af framgangi mála í ESB miðað við sett markmið ESB í Lissabon árið 2000, en þá ákvað ESB að við yrðum ríkasta hagkerfi heimsin árið 2010. Þetta eru markmið sem ESB setti fyrir hönd efnahags allra þegna Evrópusambandsins. Hvort ESB hafi gert eitthvað til að hægt sé að ná þessum markmiðum eru einstöku menn ennþá að athuga. Núna eru aðeins tvö og hálft ár þagað til við hér í ESB verðum ríkust allra. 

 

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, og töflunnu fyrir neðan, þá var það árið 1985 að þegnar Bandaríkja Norður Ameríku nutu þeirra þjóðartekna sem þegnar ESB verða núna að gera sér að góðu. Ef einhvern skyldi bresta minnið, þá var árið 1985 fjórða ár Ronald Reagans í embætti sem forseti Bandaríkjanna. En þetta lítilræði með þjóðartekjurnar mun lagast inna tveggja og hálfs árs, samkvæmt settum Lissabon 2000 markmiðum ESB.  

 

Árið 1977 þá eyddu þegnar Bandaríkja Norður Ameríku eins miklu hlutfalli af fjármunum sínum í rannsóknir og þróun eins og við í ESB gerum núna. En rannsóknir og þróun stjórnar að miklu leyti hvort þú verður fátækur eða ríkur í samkeppninni við allar aðrar þjóðir heimsins í nútíð og í framtíð. Þessir þættir sjá einnig um að laða að bestu heila alþjóðasamfélagsins og einnig besta fáanlega fjármagn alþjóðasamfélagsins. 

 

Atvinnuástand í ESB er núna eins og það var í Bandaríkjum Norður Ameríku  fyrir 11 til 28 árum. Atvinnuleysi í ESB er núna í sögulegu lágmarki og er aðeins 7,1% núna um skamma stund. En þessi framgangur frá 10% áratuga atvinnuleysi ESB var vegna hækkandi verðs á húsnæði í mörgum löndum ESB, en sem núna fer hratt lækkandi aftur. Atvinnuleysi mun því aftur fara hækkandi innan skamms. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í ESB er núna aðeins 15%.

 

Framleiðni í ESB er núna eins og hún var í Bandaríkjum Norður Ameríku árið 1988 áður en tækniframfarir slógu í gegn vegna nýrra hagkvæmra atvinnutækja, þ.e. tölvum og í upplýsingatækni. Ein skýring á þessari framleiðni í ESB er sú að hinn opinberi geiri í ESB er núna mun stærri en hann var í styrjaldarhagkerfi Sir Winston Churchills og Breta á árunum 1940-1945 - þ.e. hagkerfis sem barðist uppá líf og dauða fyrir varðveitingu hins siðmenntaða heims. 

 

Það er ekki hægt að bæta framleiðni í þjóðfélögum þar sem allt að 60% af þjóðartekjum þegnana eru undir stjórn, umsjá og í kössum hins ofur-stóra opinbera geira, því hið opinbera kann ekkert að fara með peninga og hefur aldrei kunnað það - samanber öllum hinum stóru og nú gjaldþrota forsjárhyggju- og áætlunarverkefnum sósíal-demo-krata og kommúnista í heiminum.

 

En þetta er sem sagt raunveruleikinn í ESB árið 2008. Núna þarf ESB að keppa við allan umheiminn á þessum forsendum. Hin svokölluðu PIGS-lönd ESB (Portúgal, Ítalía, Grikkland og Spánn) eru hluti af ESB og standa einnig fyrir stórum hluta af því trausti sem mun þurfa að bera uppi mynt ESB í framtíðinni. Þessi mynt heitir núna Evra.  

 

Öll 27 lönd ESB þurfa núna að keppa við hin nýju svokölluðu BRIK-lönd heimsins (Brasilía, Rússland, Indland og Kína) og svo einnig við efnahags- og velmegunarrisa allra tíma, Bandaríki Norður Ameríku, sem núna hafa 22 ára og 30 ára forskot við efnahagsmál ESB-þegna og fer þetta forskot stækkandi og ekki minkandi, hvað svo sem menn í Brussel segja í fjölmiðlum eða ákveða á pappírum sínum.

 

Þetta er höfuðstefna ESB. Í gamni og í gríni væri kanski hægt að segja að höfuðstefna ESB sé að setja öll löndin sem eru í og koma í sambandið á höfuðið (þ.e.höfuðstefna), og þá á meðan ESB fagnar nýjum stjórnarskrársáttmála sínum og sem svo mun gera öll löndin sam-gjaldþrota í enda sameiningarferlisins. En því trúir enginn, því það væri alls ekki neitt gamanmál eða grín. 

 

Núna standa allir hagvísar í ESB aftur á neikvæða skalanum, því núna er uppsveiflan, sem að mestu sigldi fram hjá ESB, búin í bili, alveg eins og dot.com uppsveiflan sem einnig sigldi að mestu fram hjá ESB á sínum tíma. Stöðugleiki í efnahagsmálum er mikils megnugur og er oft kallaður aðalsmerki hagstjórnar í ESB. 

 

Heimildir:

EuroChambers - Benchmarking EU - TimeDistance

Universitiy of Lubljana: www.sicenter.si/ps_cv.html og www.gaptimer.eu 

Eurostat

 

Eftirmáli

99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME). Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB.  Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB.  Aðeins 12% af aðföngum (inputs) fyrirtækjanna eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi 

 

Tafla (mynd)

 

TimeDistanceEUvsUS


Athugasemdir

1 identicon

Hvar stöndum við íslendingar í samanburðinum á ríkidæmi og samkeppnishæfi við ESB og USA?

Kristinn (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 06:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ertu aldeilis vita stjörnubrjálaður mannfj.?

Dettur einhverjum heilvita manni í huga að heimsveldi kontórismans geti brugðist og hrunið í hausinn á skjólstæðingum krataþjóðanna og krötunum sjálfum?

Er þetta svo kannski lygi, þetta með ódýru túlípanana og paprikuna?

Það væri nú eftir öðru. 

En mér líst alveg rosalega vel á hugmyndina hans Ágústs Einarssonar rektors, þetta með að fjölga innflytjendum um ca. 3 milljónir á næstu árum svona til að efla hagvöxtinn nógu andskoti hratt.

Ég held að þetta sé hugmynd sem við höfum gefið alltof lítinn gaum!

Nú á ég eftir að láta reikna út hvað margir komist fyrir í 40 feta gámi.

En að öllu gamni slepptu þá þakka ég fyrir þennan gagnlega fróðleik.

Árni Gunnarsson, 24.6.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir einkar fróðlega samantekt, Gunnar. Hvenær skyldu þessir ESB-sinnar fara að taka mið af þessum athyglisverðu staðreyndum?

Jón Valur Jensson, 24.6.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Árni og Jón Valur


Já það eru fáir sem vita hversu illa ESB stendur sig sem heild. En það er einmitt kjarni málsins. ESB mun aldrei geta orðið heild eins og BNA. Ef menn ætla að reyna að sameina eða heilda löndin í ESB þá munu þeir einungis tortíma þeim í þeirri herför. Þá munu löndin í ESB fara á hausinn og öll verða fátæk.

Stóru fyrirtækin í ESB, þ.e.a.s. 0,2% af öllum fjölda fyrirtækja í ESB, þurfa einmitt ekki á ESB að halda því þau hafa engin sérstök "cross boarder" viðskipti því þau ganga þannig til verks að þau kaupa bara upp þau fyrirtæki sem þau hafa áhuga á í viðkomandi löndum - þ.e. í þeim löndum sem þeir hafa áhuga á að starfa í. Það þarf ekkert ESB til þess. Eins og ég hef nefnt áður þá voru til dæmis Danir og Ameríkanar byrjaðir að fjárfesta Austur-Evrópu löngu fyrir rússnesku byltinguna. Þá þurfti ekkert ESB. En geðsjúklingar í Moskvu eyðilögðu náttúrlega þessar fjárfestingar og þessa möguleika.

Smærri fyrirtækin í ESB hafa engan brennandi áhuga á að nýta sér önnur lönd sem markaðssvæði nema í gegnum samstarfsaðila, og það hefur alltaf verið hægt. ESB kom alls ekki hnattvæðingunni af stað. Og heimurinn fyrir utan ESB er mjög stór og áhugaverður.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Takk fyrir þetta Gunnar! Áhugavert mjög. Um þetta var einmitt fjallað á Heimssýnarblogginu á síðasta ári:

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/192726/ 

Og á Heimssýn.is 2005:

http://www.heimssyn.is/page_7.html?news_article=110658013

Þetta batnar ekki beint eins og þú kemur inn á. 

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Kristinn kærar þakkir fyrir innleggið.

Ísland er núna að verða ein ríkasta þjóð í Evrópu. Þökk sé sjálfstæði Íslands, eigin sveigjanlegum gjaldmiðli og frelsi þjóðarinnar. Það er stutt síðan Ísland var vanþróað land. En svo kom frelsið og þá fóru virkir vöðvar frelsisins í gang á Íslandi.

TimeDistance greiningin hjá EuroChambers og TimeGap greiningardeild háskólans í Lubljana hafa ekki fengist við Ísland, svo ég viti. En svarið mun þó að hluta til finnast í þeirri staðreynd að á meðan Evru-svæði ESB hefur haft 22% samanlagðan hagvöxt á síðustu 10 árum þá hefur Ísland haft 45% hagvöxt á sama tíma. Ísland verðu því mörgum mörgum sinnum fljótara að ná því að verða ríkasta þjóð í heimi. Og ein af ástæðunum er sú að Ísland hefur ekki liðið að atvinnuleysi setjist að í þjóðfélaginu og svo hitt að hinn opinberi geiri á Íslandi er miklu minni en ofur-kassar ESB.

Þess vegna getur Ísland vaxið og ESB getur það ekki, og ESB mun aldrei geta það. Þessvegna mun Evrópusambandið ALDREI ná BNA. Draumum blómaskreytingarmanna ESB í Lissabon árið 2000 er og verður alltaf einungis draumur.

En ísland GETUR því ísland er ekki getulaust a.m.a.k. ekki ennþá. En ESB er getulaust og mun alltaf vera það.

Sjá: Tíu þýsk frostmörk og Hindrar evra atvinnusköpun ?

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Hjörtur. Þetta hafði ég ekki séð. En ég hef með athygli fylgst með TimeDistance mælingunum undanfarin ár. Og ég get alveg sagt það hér að ég hef svitnað af liðið illa í hvert skipti sem skýrslurnar hafa verið birtar. Maður sér og finnur hvert stefnir. Manni líður eins og fábjána að sitja hér og sjá að þetta versnar einungis ár frá ári. Gapið verður alltaf stærra og stærra og fær nefið á manni til að verða lengra og lengra með hverju árinu sem líður hér í ESB.

En enginn talar um þetta. Sjálfur bíð ég einungis eftir að þessar mælingar (benchmarking) verði einhvernveginn bannaðar eða þrýstingi beitt til að þagga þær niður á einhvern hátt. Ef þetta væri fyrirtæk þá væri búið að reka ESB fyrir löngu og alla stjórn þess í leiðinni.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Ef þetta væri fyrirtæk þá væri búið að reka ESB fyrir löngu og alla stjórn þess í leiðinni."

Einmitt, og hvað þá fyrir að fá ekki reikningana sína staðfesta í 13 ár í röð. Stjórnendur slíks fyrirtækis væru fyrir löngu á bak við lás og slá. En ekki stjórnendur Evrópusambandsins, onei.

  
EU accounting worse than Enron, says whistleblower

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 23:15

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Annars mun Evrópusambandið vera löngu búið að gefast upp á þessum Lissabon-markmiðum sínum, enda er sambandið í dag lengra frá þeim en það var þegar þau voru sett árið 2000.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 23:18

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ísland ríkast.... jahérna það hefur farið framhjá mér.. ég sé bara gjaldþrot heimila, banka og fyrirtækja framundan.. 40 % gengisfelling og menn hamast við að mála ESB sem fjandann sjálfann..   annars er þetta kunnuglegur kór sem kvittar hjá þér Gunnar.

Óskar Þorkelsson, 24.6.2008 kl. 23:36

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Óskar. 40% gengishækkun væri þó enn verri. Þá værir þú kanski atvinnulaus núna.

Já kreppur eru slæmar. Burtéð frá gengismálum þá er ástandið svipað í mörgum löndum. Of hátt gengi Evru er þó ekki gott fyrir ESB löndin núna. En Ísland hefur þó það fram yfir okkur hér í ESB að þið hafið bestu forsendurnar til að vinna ykkur HRATT út úr vandanum, því íslenska hagkerfið er svo dýnamískt. Það verður ekki svo hérna megin Atlantsála. Hér mun það taka heila eilífð að vinna sig út úr vandanum, því hagkerfi ESB er ekki eins og vatn þar sem hægt er að henda seini í og þá myndast orka, hreyfing og dýnamík. Það er engin dýnamík í hagkerfi ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.6.2008 kl. 00:08

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka innleggið Lotta.

Já þetta er hárrétt hjá þér. Undantekningar verða færri og færri og þær sem nú þegar hafa verið veittar eru alltaf settar út til nýrrar atkvæðagreiðslu og kosninga þar til það kemur "rétt" út úr þeim atkvæðagreiðslunum. Svona er öllum mótmælum og sérmálefnum smá saman sjanghæað inn í ESB og þar með gerðar ómerk.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 05:46

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband