ELNEP er félag hugsandi manna og hagfræðinga (think tank) sem tengdir eru verkalýðsfélögum Evrópu.
Hin harða peningapólitík á EMS og evrusvæðinu hindrar ESB löndin í að ná þeim markmiðum sem sett voru í Lissabon 2000 samkomulaginu. En eitt af Lissabon 2000 markmiðunum var, og er enn (brosa hér), að ESB væri orðið samkeppnishæfasta hagkerfi heims árið 2010. Til að svo gæti orðið þá þyrftu meðal annars 70% af öllu fólki á aldrinum 15-64 ára að hafa atvinnu. 60% af konum þyrftu að hafa atvinnu og 50% af báðum kynjum á aldrinum 55-64 ára þyrftu að hafa atvinnu.
Í dag er ekkert útlit fyrir að þetta markmið náist, segir skýrslan. Það eru ekki einu sinni tveir af hverjum þremur, eða 66%, á aldrinum 15-64 ára sem eru í atvinnu núna og það eru innan við þrjú ár þangað til að árið 2010 rennur upp. Það er óbeint evrusamvinnan sem er orsökin fyrir að þetta er svona, segir Frederik I. Pedersen sem er hagfræðingur hjá Arbejderbevægelsens Erhvervsråd, sem er hinn danski meðlimur í ELNEP.
Aðalástæðan fyrir því að svona er komið, segir Frederik I. Pedersen, er að efnahagsskilyrði voru óhagstæð árin 2002 til 2005 og þá stoppaði alveg allur vöxtur í atvinnutækifærum og atvinnu almennt. En aðalástæðan fyrir að efnahagsskilyrði urðu óhagstæð var sú að peningapólitík ECB var of hörð. Löndin þorðu ekki að gera neitt til að auka atvinnu og hagvöxt vegna þess að þau voru hrædd við að lenda í vandræðum með að uppfylla ESB-kröfuna um að það megi ekki vera meiri halli á opinberum útgjöldum en sem nemur 3% af þjóðarframleiðslu. Þetta er skilyrði ESB. Löndin þorðu því ekki að hætta neinu til að örva hagvöxt og sköpun atvinnu.
"Við álítum að seðlabanki ESB eigi að lækka stýrivexti núna til að styðja við vöxt og atvinnu". Ef ekkert er gert þá mun ESB tapa mörgum vinnustundum. Tapið verður stærra en tölur okkar sýna því fjöldi vinnustunda á hvern vinnandi mann hefur fækkað vegna þess að vinnuvikurnar verða styttri og styttri og hlutastörf verða meira og meira algeng. Afleiðingarnar eru stórar, eða sem nemur 11 milljón manns eins og er. Það eru því mikil auðæfi sem fara í súginn, segir Pedersen.
Seðlabanki ESB viðhefur stranga peningapólitík til þess að reyna að halda verðbólgunni niðri á tveimur prósentum, en Pedersen bendir þó á að laun hafa hækkað minna en verðbólgan þegar búið sé að hreinsa framleiðniaukningu út úr tölunum. Launakostnaður fyrirtækja miðað við framleiðsluverðmæti hefur því aðeins hækkað um eitt prósent á síðustu árum. En það eru sérstaklega hin lágu laun í Þýskalandi sem draga allt niður. "Svo það er ekki vinnumarkaðurinn sem er verðbólguskapandi" segir Pedersen.
Hérna heima, í Danmörku, eru það ekki launin sem hafa orðið til þess að Danmörk hefur tapað 35% af samkeppnishæfni sinni við útlönd segir Pedersen. Launin eiga hér einungis 9% þátt í þessum 35% sem hafa tapast. Hin 26% sem Danmörk hefur tapað af samkeppnishæfni eru hinu háa gengi evru að kenna, og svo einnig fallandi framleiðni. (Danska krónan er gagnkvæmt bundin evru í gegnum fastgengi við evru)
Þetta var stutt þýðing mín úr Berlingsknum hérna í morgun:
Það er einnig hægt að bæta hér við:
- ESB er núna 22 árum á eftir Bandaríkjamönnum í þjóðartekjum á hvern mann
- og 18 árum á eftir Bandaríkjamönnum í framleiðni
- og 30 árum á eftir þeim í rannsóknum og þróun (R&D).
Þetta bil fer því miður breikkandi og ekki minnkandi. Mín skoðun er sú að ESB sé að fara á hausinn, hægt, en örugglega.
En afhverju segi ég að ESB sé að fara á hausinn?
Jú það er vegna þess að það er frelsið sem er og verður alltaf uppspretta velmegunar. Hér á ég við frelsi einstaklinga, athafnafrelsi og efnahagslegt frelsi þeirra og einnig sjálfsábyrgð. Þjóðir eru einstaklingar og þess vegna þarf að varðveita frelsi þjóða, og þá sérstaklega efnahagslegt frelsi þeirra og virka sjálfsábyrgðarhugsun.
Frelsinu má líkja við vöðvabúnt heilans. Ef það er ekki notað þá mun það visna. Vöðvabúnt í heilum ESB-þegnana er að visna vegna þess að það er notað í minna og minna mæli, því það er ekki hægt að nota það til fulls í spennitreyju ESB-áætlunargerðarmanna. Landamæri þjóða gilda einnig fyrir menningu þeirra.
Þessi frétt um að evra hindrar atvinnusköpun er örugglega rétt. Margir hafa ekki veitt þessu neinn sérstakan gaum, því þetta er ekki hlutur sem liggur í augum uppi. Sjálfur er ég búinn að vita þetta lengi því ég bý í ESB, og það sama gildir um flesta þá sem hafa hugsað dálítið dýpra um hvað það er sem skapar vöxt í samfélögum okkar: frelsið sem einstaklings- og athafnafrelsi og sjálfsábyrgð.
Þegar frelsið og sjálfsábyrgðin hverfur hjá einstaklingum og hjá þjóðum, þá munu þær sjálfkrafa verða fátækari og fátækari. Það er vegna þessa að ESB dregst alltaf meira og meira aftur úr bæði Bandaríkjamönnum og Íslendingum.
Uppspretta velmegunar og ríkidæmis verður alltaf frelsið. Þessvegna dóu Sovétríkin og fylgilönd þeirra svona hörmulegum og kvalarfullum dauða. Þessi lönd höfðu ágætis kerfi skriffinna, áætlunargerðarmanna, ágætis menntakerfi og ágætis vísindamenn. En það hjálpaði þeim ekki neitt. Þeir önduðust. Einstaklingsfrelsið og sjálfsábyrgð einstaklinganna vantaði alveg. Ekkert var hægt nema með hjálp hins opinbera. Hið opinbera vissi alltaf betur en þú sjálfur. Þess vegna þora meðlimslöndin í ESB-ekki lengur að axla sjálfsábyrgðina. Þau eru núna að bíða eftir mömmu. En biðin verður löng, og á meðan visna vöðvar frelsisins því þeir eru ekki notaðir lengur og ativinna mun minnka og fátækt aukast.
ESB er að verða mjög voldugt sem bákn og sem spennitreyja þjóða. Því verður alltaf stjórnað meira og meira í gegnum opinbera og hálf-opinbera kassa embættismanna og kassa stjórnmálamanna aðildaríkjanna. Kassahugsun verður allsráðandi í hagkerfinu og embættismenn ofmetnast.
Uppspretta frelsisins, og þar með velmegunar og ríkidæmis, liggur dýpra í manninum en flestir hagfræðingar og hagfræðibækur geta nokkurntíma sýnt fram á á pappír. Þar sem formúlurnar byrja og enda þar tekur við það fyrribæri sem hvergi er hægt að sýna fram á með formúlum og macro-kenningum um efnahag þjóða. Þessu gera fæstir sér grein fyrir. En það er þetta fyrirbæri sem hefur gert Ísland að einni ríkustu þjóð í heimi - frelsið. Ekki glopra því úr höndum ykkar fyrir tíkall.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 6. júní 2008 (breytt 12.8.2008 kl. 15:04) | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 57
- Sl. sólarhring: 140
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1390906
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 167
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Afar góður og upplýsandi pistill Gunnar, sérstaklega fyrir hinn pólitíska trúarhóp sem vill Ísland í ESB og að það taki upp evru.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós ókostir þess fyrir hin ólíku ríki á evrusvæðinu, að búa við sama gengis- og vaxtastig. Því efnahagsástand ríkjanna eru svo ólík. Og þegar harðnar á dalnum eins og núna hvað varðar alþjóða peninga- og gjaldeyrismarkaðinn kemur þetta betur í ljós. Sumir fjármálafræð-
ingar spáðu raunar því í upphafi evrunar að slíkt miðstýrt vaxta-og gengisstig
myndi aldrei ganga upp innan svo ólíks myntbandalags.
Sem betur fer er Ísland enn utan ESB og evru-bandalags. - Það verður okkar
styrkur í framtíðinni nái ESB-öflin ekki nægilegri fótfestu í íslenzkum stjórnmálum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.6.2008 kl. 14:04
Sæll Guðmundur
Mér þætti svakalega gaman að vita hvað það er sem forstjóri fjárfestingarbankans Saxo-Bank veit sem við vitum ekki um þróun mála í ESB. En hann hefur lagt mannorð sitt að veði sem harður andstæðingur fyrir upptöku evru hér í Danmörku. Fyrir aðeins stuttu hefði þetta verið álitið sjálfsmorð á starfsferli sínum hérna í Danmörku. Fjármálaráðherra Danmerkur ásakar hann núna um hafa "hættuleg pólítísk sjónarmið".
Flestir myndu segja að það sé bankanum í hag að vera ekki með í evru hvort sem er því þeir græða jú á gjaldmiðlaskiptingum. En forstjórinn bendir á að aðeins 0,03% af veltu Saxo-Bank fari fram innan Danmerkur.
Sem fjárfestingabanki og banki fyrir marga þá sem stunda skulda- og hlutabréfa og gjaldeyrisviðskipti þá ætti Saxo Bank að vita nokkuð mikið um hvar fjárfestar vilja koma fjárfestingum sínum og fjármunum fyrir í heiminum.
Þetta álit aðalforstjóra eins fremsta banka Danmerkur á sviði fjárfestinga, kemur eins og sprengja í umræðunum hér. Mér þætti sem sagt svakalega gaman að fá að vita hvað það er sem forstjórinn veit sem við vitum ekki um þróun mála í ESB.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.6.2008 kl. 01:45
Hm... þeir hjá Saxo hafa nú reyndar gaman af því að vera með ofurlítið spes skoðanir. Ekki viss um að við ættum að reyna að lesa of mikið út úr því. Ég hef reyndar ekki síst gaman af yfirlýsingum stofnenda bankans. Þeir studdu t.d. Nasser Kader og Ny Alliance í kosningunum síðustu, sem þótti nokkuð djarft.
Varðandi Evruna. Minnist þess þegar Davíð fussaði og sveiaði yfir þessu rusli, þegar hann var forsætisráðherra. Þetta gengur svona i efnahagslífinu. Það sem er gott í dag er rusl á morgun. Og öfugt.
Ketill Sigurjónsson, 7.6.2008 kl. 11:00
Sæll Ketill og takk fyrir innleggið
Já Saxo Bank studdi Ny Alliance vegna skattastefnu Ny Alliance, sem gékk útá að lækka jaðarskatta. Saxo Bank veit sennilega að þegar 75% af kjósendum eru á kassanum að þá er þörf á að styðja við bakið á þeim sem reyna að koma óvinsælum aðgerðum í gegn, því það kjósa svo fáir undan sér lifsviðurværið og enginn annar flokkur hefur pólitískt hugrekki til að fást við þetta mál.
Sennilega hefur Davíð Oddson haft rétt fyrir sér um evruna, ef hann hefur sagt þetta. Vöxtur hér á evru-svæði hefur verið átakanlega lítill síðustu 10 árin. Samanlagður hagvöxtur á evru-svæðinu var þannig aðeins 22% á þessum 10 árum, 30% í BNA og 45% á Íslandi. Í Þýskalandi hefur hagvöxtur verið 15% á þessum 10 árum, sem er lúsarhagvöxtur!
Gunnar Rögnvaldsson, 7.6.2008 kl. 11:42
Evrópusambandið hefur lengi verið áhugamál mitt. Og ég er eindreginn stuðningsmaður þess. Ennig að Ísland gerist aðili. Ásæðan er í hnotskurn fremur einföld: Með aðild að ESB lít ég svo á að börnin okkar fái meiri tækifæri en ef við stöndum fyrir utan. Fyrir utan er rikari hætta á að Ísland einangrist efnahagslega.
Með fullri virðingu leyfi ég mér að halda fram eftirfarandi. Þeir sem eru gegn aðild Íslands að ESB, eru hinir sömu og riðu gegn símanum (sæstreng) og töldu morstæknina fullnægjandi kost fyrir Ísland. Vel meinandi en ekki framsýnir. Að sætta sig við status quo er sjaldan gæfusamt spor.
Ég lít svo á að ESB sé á fósturstigi. Eins og Bandaríkin voru um 1880, þegar efnahagslífið þar var að komast á skrið í kjölfar borgarastríðsins og Rokcefeller var rétt að byrja. Bjöggi Thor er líka rétt að byrja. Mín hugsjón er að ESB stækki til austurs og taki inn lönd eins og Hvíta-Rússland, Úkraínu og Tyrkland. Þaðan stækki það til Kákasuslandanna. Vissulega kann þetta að vera útópía vegna andstöðu Rússa. En það kann að breytast þegar Pútínisminn lætur undan síga.
ESB á tvímælalaust eftir að ganga í gegnum þrengingar næstu árin. Bæði er að hin hefðbundna Vestur-Evrópa er efnahagslegur dragbítur vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar og gamalla stórveldisdrauma. Og hitt að aðlögun A-Evrópuþjóða er tímafrek og kostnaðarsöm.
En smám saman mun komast meiri skriður á efnahagslífið og lífskjör í öllu bandalaginu nálagast það sem við þekkjum í dag á Norðurlöndunum. Það held ég muni aldrei gerast í Bandaríkjunum. Þar er fátækt innbyggð í kerfið og hjólhýsahverfi einfaldlega viðurkennt samfélagsform. En ekki mein, sem skuli útrýmt með áherslu á almenna velferð.
Ketill Sigurjónsson, 7.6.2008 kl. 23:57
Sæll Ketill og takk fyrri innlegg þitt
Já, Ísland, Noregur og Sviss eru svakalega einangruð efnahagslega. Það hlýtur hver maður að sjá. Íslendingar sem hafa verið á innkaupaherferð í gegnum Evrópu á síðustu mörgum árum, en sem núna sjá samt helstu framtíðarmöguleikana í Bandaríkjunum, Indlandi og í Kína. Eigum við einnig að innlima þessi lönd í ESB Ketill? Íslendingar sem núna hafa einar bestu strætisvagna samgöngur við umheiminn í flugvélum. Hvaða tækifærum ættu börnin þín að missa af? Ef Ísland verður fátækara við að vinna við að sameina hálfan heiminn með pennavaldi, þá munu tækifærin fyrir börnin þín varla beinlínis hrannast upp Ketill?
Næstum engin ESB-lönd nenna þó að fjárfesta í Afríku því Evrópubúar eru svo uppteknir við að senda gamla draslið sitt niður til Afríkubúa sem svo eyðileggur heimamarkaði þeirra. Allt í nafni heilagra karl- og kvenkerlinga með græna geislabauga í grænum melónuflokkum út um alla Evrópu. Ef ESB-búar vilja Afríkubúum eitthvað gott þá ættu þeir að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum Afríkubúa og kaupa svo af þeim vörunar. En það er ekki hægt nema í litlum mæli vegna ESB.
Ekkert land hefur hingað til orðrið ríkara á því að ganga í ESB. Það er hinsvegar vel hægt að halda hinu gagnstæða fram. Þó svo að ESB hefði aldrei verið fundið upp þá þýðir það samt ekki að þjóðir Evrópu hefðu setið aðgerðalausar, horft í gaupnir sér og beðið eftir að frelsari með penna og áætlanir stigi niður frá himnum einn góðan eða slæman veðurdag. Þjóðir geta alveg sjálfar, Ísland er besta sönnunin fyrir því.
Varðandi Úkraínu þá var Úkraína einusinni, fyrir byltinguna, kornforðabúr Evrópu. Stærsta kornkauphöll í heiminum var þá í Búdapest. Það voru t.d. þó nokkuð miklar Danskar og Amerískar fjárfestingar byrjaðar í landbúnaði í Úkraínu löngu fyrir rússnesku byltinguna. Það þurfti ekkert ESB til þá. En þetta fór allt í vaskinn með tilkomu áætlunargerðarmanna í Moskvu sem í stuttu máli voru geðbilaðir. Eftir byltinguna voru Gulag-fangar heldur látnir reisa gróðurhús í frosti uppi við Hvítahaf til að rækta tómata og grænmeti heldur en að fá þessar afurðir frá Úkraínu, einungis af því að pennavaldsmenn vildu sýna fram á að það væri hægt. En á meðan dó fólk náttúrlega úr hungri. En skítt með þessar 60 milljónir manns sem voru myrtar af pennavaldsmönnum í stærsta áætlunarheimsveldi embættismanna allra tíma. Áætlunargerðarbúskapur og embættismannaveldi enda alltaf svona Ketill. Alltaf! Það er engin leið að líkja sameiningu Evrópu við tilurð Bandaríkja Norður Ameríku þar sem allir voru aðfluttir nema indíánar, en sem náttúrlega urðu fórnarlömbin.
Varðandi þessa mynd sem vinstri hreyfingunni hefur tekist að græða fasta á hornhimnu Evrópubúa, af Ameríkönum búandi í hjólhýsum þá vil ég segja þetta:
Saga hreyfanlegra heimila í BNA hófst með tilkomu bifreiða og vega í BNA. Fólk flutti þangað sem atvinnu var að fá og margir höfðu ekki efni á, eða vildu ekki, fara út í að byggja eða kaupa varanlegt húsnæði fyrr en efnahagur þeirra leyfði það. Þetta er svona enn í dag. Það er hægt að fá allt að 30 ára lán fyrir svona húsnæði en vextir eru þó oft hærri en á lánum til venjulegra húsbygginga. Staðlar fyrir svona heimili eru í umsjá yfirvalda, því það er stefnt að því að þessi heimili standist veðurofsa úr fellibyl. En í dag eru það þó alls ekki eingöngu minna efnað fólk sem býr í svona húsnæði. Það eru margir vel efnaðir Ameríkanar sem búa svona núna. Þeir kjósa einfaldlega að lifa hreyfanlegu lífi og ekki svokölluðu "hefðbundnu" lífi. Þú myndir undrast hve magt velmenntað og efnað fólk býr í svona heimilum núna.
Sjálfur hef ég stundum óskað að ég hefði haft þennan möguleika hérna í Evrópu. Þetta er ekki leyfilegur lífsmáti í stærstum hluta Evrópu. Pennamenn hafa ákveðið það fyrir þig að þú megir ekki búa svona. Persónulega þekki ég fólk sem hefur búið í hjólhýsum földum úti í skógi til að spara upp fyrir eigin húsnæði, húsnæði sem þetta fólk vann við á kvöldin og um helgar. Þetta fólk vann mikið, átti eigin fyrirtæki sem voru bensínstöð og hárgreiðslustofa. Núna rekur þetta fólk einnig hestatamningastöð og býr í nýja húsnæðinu sínu. Sem betur fer þá komust yfirvöld ekki að því að þetta fólk bjó "ólöglega" úti í skógi í 4 ár.
Þarna á þessum árum voru það allt of háir stýrivextir þýska Bundesbankans sem stýrðu vöxtum í allri ESB-Evrópu, og sem voru að sliga húsnæðiseigendur og enginn gat fengið lán nema hafa mjög háar og mjög tryggar tekjur.
Það eru um 20 milljón sígaunar í Evrópu núna, eða jafnvel meira. Þetta fólk er hundelt af yfirvöldum sem þola ekki lífsstíl þessa fólks og hvernig þetta fólk kýs að búa, og svo húsnæði þessa fólks. En sígauna- og gyðingaofsóknir eru stóri svarti bletturinn á Evrópu í gegnum margar aldir. Og þú getur alveg trúað mér þegar ég segi að gyðingahatur er enn landlægt í stórum hluta Evrópu og þá sérstaklega í Austur Evrópu. Þetta er alger skömm. Ég vona svo sannarlega að Bandaríkjamenn sleppi aldrei sinni verndarhendi yfir gyðingum. Þá væri voðinn vís.
Það er samt fullt af "ólöglegum" trailer camps (hjólhýsasvæðum) í Evrópu. Hvar heldur þú að sumir þeirra 12-20 milljón "ólöglegu" innflytjenda í Evrópu búi ?
Einnig hafa fullt að ellilífeyrisþegum óskað eftir að fá að búa í sumarbústöðum sínum í ellinni. Og margir þessara bústaða eru ekkert til að hrópa húrra yfir. En fólki þykir vænt um þá, því þessir bústaðir eru oft byggðir af vanefnum og mikil vinna lögð í þá og þannig hafa þeir öðlast stórt tilfinningalegt gildi fyrir þetta fólk. Því líður vel í þessu nokkuð frumstæða húsnæði sínu. Þetta er bannað að miklu leyti og það er mikið bákn skriffinna sem þarf að fara í gegnum til að koma umsókn um svona lífsstíl í gegnum kerfið hér.
Það þarf að stoppa útrýmingarherferðir embættismanna í ESB. Fólk þarf að fá leyfi til að velja sinn lífsstíl sjálft og að bera meiri og stærri ábyrgð á sinni eigin gæfu og velmegun. Hitt er einungis útópía.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.6.2008 kl. 07:38
AMEN..!!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 00:28
Mjög athyglisverðar greinar hjá þér Gunnar, þarf að lesa meira eftir þig, megninu er ég sammála , þar sem ég bý í þýskalandi og hef verið að fylgjast með þessu hér. All alltof njörvað hér, er líka mikið í menningunni hjá þeim, vilja halda í sitt,sína vinnu sem þeir vona að geta verið í til elliáranna án þess að breyta til. Og þeim kemur einhvern veginn ekki við allt tal um hagvöxt. Held að þeir skilji það orð ekki. En svo er þetta, en þeim virðist samt bara líða vel með sitt svona. Og þá er spurningin : því að vera að rífa sig upp, bara fyrir einhvert einstaklingsfrelsi og hagvöxt ,framleiðni, og stressa sig yfir öllu. Taka því sem er og eða verður bara. En enn og aftur, mjög gott, athyglisvert. Vantar kannski meira um menningalega þáttinn í umræðuna hjá þér, Bandaríkjamenn og Evrópu búar t.a.m. eru svo ólíkir í menningu, bæði lífskúltúr og efnahagskúltúr. Hvernig væri hægt að örva þetta hjá Evrópubúum t.a.m. ?.
Jonas Þórðarson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:44
Sæll Jónas og takk fyrir. Ég hafði ekki séð innlegið frá þér fyrr en nú.
Já það nenna fáir að hugsa um frelsi, hagvöxt og þá framtíðarsýn sem blasir við ESB, þar sem aðeins fáir nenna að eingast þau börn sem svo myndu viðhalda þeim lífskjörum sem menn búa við núna. En þegar fólkið þarf að fara hugsa um sig sjálft í ellinni, þá rennur upp fyrir mönnum ljósið í sambandi við peningana. Að galdurinn við peninga sé: AÐ HAFA ÞÁ - NÚNA!
Ég hef ekkert vit á menningu sem fræðigrein. Eg stunda hana bara af eigin frjálsri hvöt. Ég held ekki að embættismenn eða stjórnmálamenn geti örvað menningu. En þeir geta kanski hindrað hana með því að þykjast vita alltaf betur hvað þú þarft og hvenær. Að blanda sér og mikið í málin.
Evrópa í heild mun sennilega alltaf líða undir því oki að þeim er að hluta til stjórnað af yfir-smekks-dómurum. Þessir smekks-dómarar eru leifarnar af gömlu aristókratíunni - en sem núna heita menningarfallbyssur, eða eitthvað annað t.d. intellectuals.
Til þess að Evrópubúar taki til sín menningu þá þurfa þessir über-dómarar að blástimpla vöruna fyrst. Til dæmis þá má nefna að allt það sem Evrópubúar hafa tekið til sín frá Ameríku, hefur allt verið tekið inn í menninguna í gegnum þessa dómara. En almenningur er samt svolítið hræddur og einnig svolítið vonsvikinn yfir því að geta ekki bara gert eins og frændur okkar gera í Bandaríkjunum: þ.e. stökkva bara beint inn í þetta án þess að þurfa að spyrja einn eða neinn um þeirra álit eða leyfi fyrst. (a la Ameríski draumurinn)
Ég held meira að segja að ég hafi séð viðtal við þekktan þýskann heimsspeking sem var að gefa út bók sem kom einmitt með þessa kenningu. Kenning um orsök þeirrar frústrasjónar sem oft er í garð Bandaríkjamanna hér.
Ef fólk nennir ekki að framleiða menningu þá er það sennilega vegna þess að það hefur visnað að innan.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2008 kl. 15:26