Leita í fréttum mbl.is

Ónýtir gjaldmiðlar


Árið er 2000 og nú er það evran sem er "ónýtur" gjaldmiðill því evran hefur fallið um 30% gagnvart dollara. 

 

Sérfræðingur: Ben Strauss gjaldeyrissérfræðingur hjá Bank Julius Baer í New York: "stemmingin er algerlega neikvæð. Enginn vill eiga neina evrópska gjaldmiðla". 

 

Almenningur á evru-svæðinu: "þetta er handónýtur gjaldmiðill. Við hefðum aldrei átt að taka þátt í þessu evru-rugli".

 

Danir: þetta evru-drasl er að draga dönsku krónuna niður til helvítis. Hvar endar þetta, ég spyr bara".

 

Tik tak tik tak - núna er komið árið 2008 og nú er það dollarinn sem er algera-draslið því hann hefur fallið svo mikið gagnvart evru. 

 

Sérfræðingar: dollarinn er of lágur og evran er of há.

 

Almenningur í Evrópu: dollarinn er svo ódýr að við höldum sumarfríið í Ameríku, og við pöntum tölvurnar okkar beint frá Ameríku. "Mundu að láta Mette kaupa fimm iPhones, þeir kosta ekki neitt þarna yfir hjá þeim".

 

Íslendingar: Íslenska krónan er svo mikið drasl að við verðum að fá evru eða bara eitthvað annað. 

 

vantraust2

Allt í einu er það, sem fyrir einungis 7 árum var kallað "draslið frá Evrópu", orðið að musteri allra lausna - gullna hliðið blasir nú við. Þetta getur ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Gerum eitthvað, bara eitthvað, strax !

 

Núna er draslið sem sagt flutt yfir til Ameríku - það er að segja - allir halda það, og þeir halda einnig að draslið verði þar áfram að eilífu. En því miður kæru Íslendingar - dollarinn er kominn á kreik á ný, og já, jafnvel þó svo að stýrivextir hjá ECB séu miklu hærri en hjá honum þyrlu-Ben Bernanke í henni Ameríku. Núna mun það ske að draslið mun fara á hreyfingu aftur. Það mun fljóta á móti straumnum, á móti peningastraumnum.  

 

En hvoru draslinu viljið þið halda kæru Íslendingar? Draslinu frá Þýskalandi eða draslinu frá Ameríku?  En hvað með að halda bara fast í ykkar eigið drasl? Er það ekki gáfulegra? Að halda fast í þetta drasl sem er þarna mitt á milli himnaríkis og helvítis, þarna úti í miðju Atlantshafinu?  Bland beggja vega?

 

Sjálfur held ég að það væri það lang gáfulegasta sem hægt sé að gera, og einnig það einfaldasta og það langsamlega besta fyrir Ísland og fyrir framtíðar efnahag ykkar, barna ykkar og barnabarna ykkar. Að halda áfram fast í eigið drasl. Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér í sögulegu ljósi og mun fljótlega skrifa smá pistil um þessar vangaveltur hérna á blogginu. Ég mun kalla þennan pistil: HERÐING KRÓNU

 


Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Kjarri og takk fyrir innleggið

Himnaríkið er mest og best þar sem fólk vill sjá það. Margir Íslendingar sjá evru sem himnaríki núna og sumir sjá dollara sem hið andstæða. En þessar skoðanir á gjaldmiðlum er háðar þeim raunveruleika sem ríkir á hverri stundu. Ef gengi ISK hækkar gagnvart stærri gjaldmiðlum þá fara sumir, þó mest neytendur, í gott skap, og útflutningsgreinarnar fara í vont skap. Og svo hið gagnstæða þegar það lækkar.

Íbúar á evru-svæðinu fóru í afskaplega vont skap hérna þegar evran var sjósett og féll strax mikið gagnvart flestum gjaldmiðlum. Þá var væl þeirra svipað því væli sem núna heyrist frá Íslandi. Danir urðu einnig fúlir vegna verðhækkana á sumum innfluttum vörum, en útflytjendur urðu glaðir því loks tókst að bæta samkeppnishæfni margra sem stóðu í útflutningi. Þessi niðurtúr evru mun sennilega endurtaka sig einmitt núna.

Núna eru sumir bandarískir neytendur fúlir og bandarískir útflytjendur glaðir því dollari er lágur miðað við evru.

Íslenska krónan er alls ekki verri gjaldmiðill en aðrir gjaldmiðlar. En hún er viðkvæmari eins og er, það þarf að herða hana, og það þarf að hætta að gefa stóru-bönkunum vaxtar hormóna, því annars fá þeir hjartaáfall og skapa yfirvinnuálag á sjúkrahúsi hagkerfisins.

Ef þið hefðuð ekki eigin peningastjórn núna þá hefði Ríksstjórn Íslands bara þurft að grípa til annarra stjórntækja til að ná verðbólgu og ofþenslu niður. Til dæmis hefði verið hægt að setja á 180% skráningargjaldi á nýjar bifreiðar, 200% lúxusskatt á sum matvæli og á sumar vörur sem embættismenn myndu ákveða fyrir þig að væru "óþarfa-vörur". Hækka til dæmis tekjuskatta á launafólk og reyna á allann hátt að refsa mönnum og fyrirtækjum fyrir að vera framkvæmdarglaðir og vinnusamir. Svona þarf að gera þegar maður hefur framselt peningastjórntækjum sínum til annarra landa. Þá eru það refsiaðgerðirnar sem eru einu vopnin sem eftir eru í landinu. Og þær aðgerðir munu einnig bitna illa á þeim sem hafa hagað sér skynsamlega í peningamálum og ekki spennt bogann of hátt. Þeir munu einnig fara illa út úr refsiaðgerðum og hætta að spara upp.

Hvort viltu?

Gengi gjaldmiðla eru ekki byggingar með fastri stærð. Gengið mun alltaf fara upp og niður. Alltaf. Alveg sama hvaða nafn gjaldmiðillinn ber. Nema náttúrlega að hagkerfið sé í langvarandi kóma og öndunarvél, þ.e. hálfdautt.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gengið byggist algjörlega á streymi fjármagns inn og úr viðkomandi mynt. Það er augljóst. Annað hvort hefur markaðurinn sem sagt trú á viðkomandi mynt eða hann hefur hana ekki. Trendið er það sem skiptir máli í þessu sambandi. Það er ekkert sem bendir til þess að hrun dollarans muni snúa við á næstu árum. Fall dollarans þýðir sjálfkrafa ris annarra helstu gjaldmiðla og þá aðallega evrunnar.

Krónan verður á endanum innlimuð í evruna. Allir vita það. Sagan segir okkur jafnframt að smámyntir hafa verið innlimaðar í evruna með verulegum afslætti. Ekkert bendir til þess að raunin verði önnur með krónuna nema síður væri.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Baldur


Þetta veit enginn Baldur. USD er á uppleið núna eins og er og EUR er á niðurleið. Það er að myndast nýr trend og hefur verið að gera það síðan um páska. Traust margra á efnahag ESB fer mjög hratt dvínandi. Verðbólga er of há á evrusvæði-ESB og næstum 100% yfir verðbólgumarki ECB. Þjóðverjar engjast sennilega eins og ormar á öngli í fundarsal ECB því síðast þegar verðbólga nálgaðist 4% á myntsvæði ofsahræðslumanna í Deutsche Bundesbank, að þá voru stýrivextir bankans 9% - árið 1987.

Næstum allir eru sammála um að euro-zone muni hraka all verulega á næstunni, en þeir eru ósammála um hversu sjúkur efnahagurinn verður. En við erum ca 8-12 mánuðum á eftir cyclus í BNA. En það vita þó allir að þegar euro-zone fer inn í kreppu þá tekur það áratug að komast út úr henni aftur, því dýnamík er engin í euro-zone og verðtryggð framfærslubyrði hinna risastóru opinberu kassa hér í ESB þolir nánast enga verðbólgu án skelfilegra afleiðinga fyrir ríkisfjárlög og skatta sem mun kyrkja enn frekar efnahag og rekstrarskilyrði fyrrtækja í euro-zone.

Mér þætti svakalega gaman að vita hvað það er sem forstjóri Saxo Bank veit sem við vitum ekki um þróun mála í ESB. En hann hefur lagt mannorð sitt að veði sem harður andstæðingur fyrir upptöku evru hér í Danmörku. Fyrir aðeins stuttu hefði þetta verið álitið sjálfsmorð á starfsferli sínum hérna í Danmörku. Fjármálaráðherra Danmerkur ásakar hann núna um hafa "hættuleg pólítísk sjónarmið".

Mín skoðun er að euro-zone muni brátt leggjast í kóma. Fyrirtæki og fjárfestingar muni flýja til BNA því þar er allt á brunaútsölu. Einnig held ég að Asía, sem núna er í verðbólgubaráttu, muni einnig í auknum mæli flytja fármuni sína á fjrármála- og hlutabréfamarkaði í BNA. Hlutabréfamarkaðir Kína munu fara í dálitla "japan-bráðnun" innan skamms. Ekki varanlega bráðnun, en bráðnun samt. Þetta mun pumpa upp gengi dollara.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Krónan er aðalorsakavaldur verðbólgunnar á Íslandi.Verðtrygging af 15 milj.húsnæðisláni í 8% varðbólgu hækkar höfuðstól lánsins yfir 100þúsund kr.á mánuði.Hér er átt við 40 ára lán.Þeir sem tóku erlend húsnæðislán hafa tapað enn hærri upphæðum.

Nú eru rúmlega 27 þúsund manns,sem skulda í húsnæðislánum hærri upphæð en eignir þeirra standa fyrir.Mest er þetta verðtryggingunni að kenna,en hin handónýta flotkróna veldur þessu ástandi.Það er orðið ljóst að við náum engum tökum á verðbólgu og vöxtum með ónýta mynt. 

Kristján Pétursson, 4.6.2008 kl. 23:56

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Kristján og þakkir


Já ég veit. En krónan hefur ekki gert neitt af sér. Það eru þeir sem nota hana sem hafa búið til hluta af þeim vanda sem núna er - EN - þið eigið það þó sameiginlegt með okkur öllum hinum í heiminum að þið hafið einnig fengið að kenna á hinni alþjóðlegu matar- og hráefnaverðbólgu sem ríkir núna á næstum öllum stöðum í heiminum. Krónan er saklaus. Ofaní þetta hafið þið, ásamt okkur öllum hinum, fengið að kenna á stærstu fjármálakreppu sem komið hefur í heiminum síðan 1930. Þetta er ekki neitt smá mál þegar allt er lagt saman.

Þessir 27 þúsund manns sem þurfa að glíma við eignaleysi í húsnæði sínu er einungis sú sama saga og er t.d. hérna í Danmörku núna. Þar er þessi tala um og yfir 300.000 manns og mun versna mjög hratt. Það standa 150.000 tómar íbúðir hér. Ekki hægt að selja þær og margir standa uppi með meira en eina íbúð. En þetta er þó mun verra hjá frændum okkar í BNA. Svo þið eruð alls ekki ein. langt í frá.

En það sem þið hafið fram yfir okkur hin í heiminum er að þið hafið bestu forsendurnar fyrir því að geta unnið ykkur HRATT út úr vandanum, því þið erum með heimsins mest dínamíska hagkerfi. Þetta verður ekki svo hér í Evrópu, hér mun það taka heila eilífð að sturta niður í klósettinu.

En ég er sammála um að það þarf, í skrefum, að afnema stórann hluta af verðtryggingu á lánsfé. Hún er að sumu leyti verðbólguskapandi og firrir menn að sumu leyti vissri ábyrgð. En þetta er ekki hægt fyrr en verðbólgan er komin niður aftur.

Hafið þolinmæði, það munu koma betri tímar aftur, eins og alltaf.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er vel hægt að skapa verðbólgu og vesen í litlu hagkerfi með stórri og voldugri mynt sem er undir stjórn annarra. Það er enginn vandi. Maður hellir bara nóg af bensíni inn í verðmyndunina, fyllir vasa allra af ódýru lánsfé og hendir svo vetnissprengju inn á Wall Street og á Mið-Austurlönd.

Svo bíður maður eftir að skelfingin grípi um sig og að allir pissi í buxurnar af hræðslu. Þá býður maður þeim björgunarhring með miða á þar sem á stendur ritað: "enn stærri mynt og minni sjálfsábyrgð" (a la Furstinn) - takið mig!

Ekkert jafnast á við sterkt hagkerfi með fullri atvinnu, litlum skuldum og sterkum framtíðarvilja, þar sem stærsta mynt allra tíma er notuð og sem ber nafnið: frelsi. Það mun enginn nema maður sjálfur nenna að sparka í svona mynt.

Hér er listi yfir lönd sem hafa haft óðaverðbólgu í hagsögu nýrri tíma. Ísland er EKKI með á þessum lista og kemst ekki einu sinni á hann. Það skal enginn koma og segja mér að það eina sem þessi lönd hafi þurft að gera til að leysa vandann hafi verið að skipta um mynt eða nota mynt annarra þjóða.

Angola

Argentina

Austria

Belarus

Bolivia

Bosnia-Herzegovina

árið 1991 var 1,000 dinara stærsti seðillinn og árið 1993 var hann orðinn 50,000,000,000 dinara

Brazil

Chile

China

Free City of Danzig

Georgia

Germany

Greece

Hungary

Israel

Krajina

Madagascar

Mexico

Nicaragua

Peru

Poland

Republika Srpska

Romania

Russia

Taiwan

Turkey

Ukraine

United States

Yap

Yugoslavia

Zaire

Zimbabwe

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2008 kl. 21:50

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband