Leita í fréttum mbl.is

Bancor og löngutöng á 500.000 kall

Bancor

Fjármálamaðurinn George Soros talar máli gamallar hugmyndar Keynes um nýjan alþjóðlegan gjaldmiðil sem hægt væri að nota í alþjóðaviðskiptum. Þessi hugmynd var á sínum tíma kölluð Bancor. George Soros, sem er svartsýnismaður að atvinnu, trúir að það muni taka langann tíma að koma á stöðugleika í alþjóðahagkerfinu og kallar núverandi stöðu breska hagkerfisins fyrir "grískan harmleik". En George Soros varð frægur á árinu 1992 fyrir að sprengja kassa seðlabanka Bretlands og þar með bomba breska pundið út úr gjaldmiðlasamvinnu ESB, allt á meðan seðlabankar ESB horfðu tómum augum á hamfarirnar. Sjálfur held ég að fingraför George Soros sé að finna á núverandi fjármálakreppu hins alþjóðlega hagkerfis. En þetta eru einungis mínar persónulegu getgátur. Hvað gerir ESB ef Bancor kemst á koppinn?

Löngutöng á 500.000 kall

Berlíngskurinn skrifar hér i dag að það muni kosta allt að 500.000 íslenskar krónur að reka löngutöng framan í andlit samferðamanna sinna í umferðinni í Þýskalandi. Ég veit ekki hvort þetta sé dagsatt, ég tek öllu svona með stórum fyrirvara. En ég veit þó að þegar frelsi þegnana minnkar í stórum ríkis- og pappírsveldum embættismanna, að þá hafa þegnar þessara samfélaga tilhneigingu til að fara að iðka það takmarkaða frelsi sem þeir enn hafa til umráða á hinn ótrúlegasta hátt. Samkvæmt fréttinni þá hvetur félag þýskra bifreiðaeigenda menn til að gefa engin merki til samferðamanna sinna í umferðinni. Hvorki jákvæð né neikvæð. Langfinger 

Svo er önnur frétt í blöðunum hér í dag, frétt sem ég þori ekki að skrifa um hér. Hún er um gleðiútgáfu af gamla DDR í ESB nútímanns, staður þar sem þegnarnir elska Ríkið. Þessi frétt er í Politiken.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við sem erum fæddir um miðja síðustu öld, ólumst upp við, að þá alhæfingu, að við værum að berjast við ógnarstjórn Sovétsins, hvar allt væri hlerað, ritskoðað og prófarkalesið af ,,þeim sem VISSU BEST".

Nú fer mér nú svo, að nokkuð er mér órótt um á hvaða braut við erum.

Menn dæmdir fyrir skoðanir sínar og almenn ummæli hér á Íslandi.

Fólk að biðja um að skoðanir verði bannaðar!!!! hvernig svo sem menn fara að því að banna mönnum að hugsa og hvernig í dauðanum á að komast eftir því, hvort menn hugsi eitthvað.

PC isminn er meiri harðstjóri en Sovétið niokkru sinni var.

Hollywodd mndir eru allar eins og segja allar sömu söguna, þó svo að búið sé að leggja afar sterk rök gegn þeirri heimssýn.

Nú ætla menn að ráðast inn í olíuríki, sem kvað vera að búa til kjarnorkuver.

Ekkert var gert þegar Ísraelar gerðu slíkt og bættu um betur og bjuggu til kjarnorkuspregnju.

Skrifræðið hefur unnið vonir um þjóðfélag skynseminnar og sannleiksleitar brugðust.

MEnn láta duga að hlusta á CD með lögum frá 68 kynslóðinni.

Takk fyrir afar góða pistla, þó stundum gruni ég þig um, að vita enn betur en leggir ekki í að rita hingað inn.

Miðbæjaríhaldið

fer að verða svo gamall, að verða skítsama um ritskoðun á honum sjálfum.

Bjarni Kjartansson, 28.5.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Bjarni og kærar þakkir fyrir innlegg þín. Hingað til hef ég ekki ritskoðað neitt nema eitt morgunfúlt innlegg sjálfs míns í eitt skiptið, svo þú getur verið alveg salla rólegur og mjög svo velkominn. :)

Já það er rétt að sumt þori ég ekki að skrifa um. Ég ritskoða því sjálfan mig að sumu leyti, því miður.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband