Vladimir Lenin sagði -
"besta leiðin til að henda samfélagi eða samfélagsskipan úr stólnum, er að pilla við gjaldeyri þess. Því þá mun manni takast að grafa undan trú flestra á valdhöfum og á sitjandi samfélagsskipan. Þá mun manni jafnvel takast að grafa undan trú harðsvíruðustu kapítalista á markaðssamfélagi sínu". Þegar verðgildi og eignir flytjast til á tilviljunarkenndan hátt, og þar sem allir eru Birnir og Bearish, jafnvel án þess að vita af því. Allir verða spekúlantar án þess að vita af því. Og þeir munu alltaf spekúlera á móti markaðinum, á móti þeim sem eiga verðmætin. Bjarnaröld ríkir. Ísar og ísbirnir koma.
Spurningin er því - hvað munu Lettar, Litháar, Búlgarar og Eistlendingar gera núna? Hvað munu þeir gera samkvæmt verðbólgutölunum hér að neðan? Munu óánægðir borgarar þessara landa krefjast að löndin þeirra gangi úr þessu bandalagi eða í hitt bandalagið, eða að það komi ný bylting? Munu þeir hlaupa heim til mömmu sem passar gjaldmiðil þess og deilir gæðunum réttlátlega á milli "allra" þegna, alveg jafnt? Alveg allra? Alveg. Munu þeir hlaupa heim til Rússlands ? Svarið er nei. Þeir munu ekki hlaupa heim til mömmu því mamma er dáin. En heyrðu, úr hverju dó hún? Láttu ekki svona, ekki koma með svona bjánalegar spurningar Gunnar.
En biddu nú hægur, hmm. Eru þeir ekki nú þegar heima hjá mömmu? Heima hjá ESB? Nei þeir eru ekki heima hjá mömmu. Þeir hanga einungis í pilsfaldinum ennþá og bíða eftir að komast alveg heim til mömmu. En áttu þeir um eitthvað betra að velja þegar þeir fóru af stað? Eða voru þeir að flýta sér burt frá einverjum öðrum vandamálum? Já sennilega.
En
Var það þetta sem skeði hjá frændum vorum góðum? Var það þetta sem skeði hjá Svíum á því herrans ári 1992? Var það þetta sem fyrir alvöru sjanghæaði Svíum inn í ESB? En á því ári skeði þetta:
- 10 janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 SEK milljarða halla
- 26. ágúst - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent
- 8. september - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent
- 9. september - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent
- 16. september - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent
- 23. september - sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"
- 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
- 19 nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent. Síðan þá hefur sænska krónan aldrei náð sér alveg.
Leiddi þetta af sér að Svíar urðu hræddir og gengu í ESB? Gjaldeyrisbindinguna hafa þeir aldrei þorað að taka upp aftur. En það var risastór og illa rekinn ríkiskassi með hræðilega stórum opinberum velferðarkassa sem gat ekki fjármagnað sig lengur sem loks skar undan Svíum.
Mun fara eins fyrir ESB ? Munu birnirnir koma og éta mömmu ?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Þriðjudagur, 20. maí 2008 (breytt 12.7.2008 kl. 17:17) | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1389047
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 243
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Heill og sæll frændi góður. Gaman að les pistlana þína.
Af því að þú nefnir til Lenín þá er aðferð han margsönnuð. Þetta hefur verið helsta leið Bandaríkjanna gagnvart löndum S-Ameríku. Þetta var og er leið Nýnýlendustefnu gagnvart nýfrjálsum löndum þegar þau hafa reynt að koma sér á kreik.
Svo er það ESB. ESB er ekki fullkomið og á margan hátt frekar vanskapað. Það er skrifræðisbákn og fáránlegar reglur (líkist helst skrifræðinu í Sovét forðum) og það er greinileg viðleitni til samræmingar á pólitík landanna, m.a. til þess að þau vinni saman en ekki hvert gegn öðru.
Þér finnst staða Danmerkur í ESB ekki upp á marga fiska. Þú nefnir m.a. hækkandi verðlag. Varla eru verðhækkanir síðustu mánaða í Danmörku afleiðing 35 ára aðildar að ESB? Ég myndi heldur skoða hvernig dönum hefur tekist að halda á auði sínum þessi árin. Þjóðarauður dana er meiri en norðmanna, að olíunni meðtalinni. Munurinn liggur í mannauði, danir eru einfaldlega betur menntaðir og uppskera meira en norðmenn. Ávöxtun þessa sést m.a. í að viðvarandi atvinnuleysi áratugum saman (fyrir og efir aðild að ESB) er nú minna vandamál eða ekki vandamál.
Þú nefnir Svíþjóð og þann möguleika að svíar hafi verið hræddir til þess að gang í ESB með því að pólitískir ráðamenn hafi skapað óviðunandi efnahagsástand. Það er sjálfsagt rétt að pólitíkusar skópu óviðunandi ástand, þ.e. sænska velferðakerfið var vaxið öllum yfir höfuð og það var ekki lengur efnahagslegur fótur fyrir því að halda áfram. Það voru svo sósíaldemokratar sem undu ofan af þessu (ég segi sem betur fer, hinir hefðu rústað því alveg). Í dag sækja margir á ný til Svíþjóðar um fyrirmynd að velferðarerfi sem um leið er á heimstoppi í framlegð. Dæmið um Svíþjóð er gott dæmi um að land sem á í efnahagsöðruleikum getur bæði sótt um og orðið aðili að ESB án þess að bíða skaða af.
Varðandi Ísland og aðild að ESB þarf bara að svara einni spurningu. Hver á að að hafa forræði yfir náttúsuauðlindum á Íslandi, sérstaklaga fiskimiðum. Færist forræðið alfarið til ESB er kosturinn við aðild slæmur. Haldi íslendingar forræðinu telja kostirnir við aðild miklu meira. Og að síðustu Gunnar, er enginn munur á að reka fyrirtæki í ESB og EES. Allur sá kafli er sambærilegur, bara mismunandi eftirlitsstofnanir og dómstólar. Bless.
Albert Einarsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 07:54
Komdu blessaður Gunnar, gaman að rekast á þig þarna skælbrosandi á bloggsíðunni.
Þú ert ekkert smá málefnalegur í þessum færslum....það hálfa væri nóg HaHa !!
Eftir að hafa lesið yfir listann um bækur á náttborðinu hjá þér varð mér litið yfir á náttborðið hjá mér....HaHa!!
Stephen King: The Dead Zone
Sophie Kinsella: Shopaholic & Sister
Ken Follett: The Pillars of The Earth
Ein spurning...hvað lestu þér til skemmtunnar ?
Ég er nú ekkert í blogginu en það er oft gaman að sjá hvað landanum liggur á hjarta.
Því miður virðist sem fjármálageirinn hér sé að hallast að ESB aðild....ég kvíði þeim degi ef af verður, er algerlega mótfallin ESB....allt of mikil miðstýring og hún er aldrei til góðs.
Það væri kannski ekkert verra og jafnvel betra fyrir okkar fyrirtæki þar sem öll starfsemi hjá okkur fer fram erlendis og allt fjármagn sem inn kemur er í evrum....en mér dettur ekki einu sinni í hug að kanna málið !!
Jæja, hvað um allt það...ég er enginn sérfræðingur.
Hilsen
Anna Grétars.
Anna Grétarsdóttir, 21.5.2008 kl. 11:17
Sæll kæri frændi :)
Sumu svara ég þér í nýjum pistli sem ber yfirskriftina "Koss mömmu"
Vera Dana í ESB hefur lítið hjálpað hvað varðar matarverðbólgu. Danir framleiða mat til útsflutnings og eru því að missa samkeppnishæfni við önnur lönd ESB.
En staða Danmörku í dag er sú að raunverulegt atvinnuleysi er hærra en 12%. Það eru 800.000 manns á framfærslu ríkis og bæja (sem er 20% kjósenda - námsmenn, efturlauna og ellilífeyrisþegar hér undanskildir). 25% af þjóðinni eru opinberir starfsmenn. Þegar allt er talið saman þá fá um 75% af öllum kjósendum sitt viðurværi að hluta til eða að fullu úr hinum opinbera kassa. Allir vita að í svona umhverfi geta aldrei orðið neinar pólitískar breytingar því enginn kýs undan sér annann fótinn sem jú er deponeraður í ríkiskassann. Virkt lýðræði er í raun horfið og gömlu þjóðkirkjunni hefur í raun verið skipt út með kirkju ríkiskassans - trúnni á Ríkiskassann og á Ríkið. Hvorki meira né minna. Aðgerðaleysi sest að og athafnamenn, sem eru undirstaða velmegunar, eru lagstir fyrir inni í svefnámunni þarna innaf afgreiðslulúgunni hjá félagsmálaráðherra og kommissörum ESB.
Svíþjóð er engin undantekning hér. Þó svo að við myndum frysta hagkerfi Bandaríkjanna á hagtölum ársins 2002 og fram til ársins 2022 þá mun Svíþjóð ekki ná hagsæld Bandaríkjamanna fyrr en árið 2022. Fyrir ESB í heild þá er staðann þó mun verri, því árið 1985 nutu Bandaríkjamenn þeirrar hagsældar sem ESB nýtur í heild núna í dag - og fer bilið vaxandi og ekki minnkandi
Kærar kveðjur til þín og okkar góðu frænda í hinum fallega og enn sjálfstæða Norvegi.
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2008 kl. 11:17
Hæ Anna
Til skemmtunar les ég það sem er á náttboðinu. Saga Evrópu er meira spennandi en flesta grunar. Og oft ótrúlegri en villtustu reyfarar megna að bjóða uppá :)
Kær kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2008 kl. 11:24