Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað sem ekki passar hér [u]

Fyrir þremur dögum var okkur sagt að Íran gæti verið klárt með kjarnorkusprengju á næstu tveimur vikum

En í gær sagði talsmaður Hvítahússins að Trump ætlaði að ákveða á næstu tveimur vikum hvað hann hyggst gera í málinu, ef eitthvað

Ergo: samkvæmt þessu ætlar Trump að bíða þar til bomban er komin

Halló! Er allt í lagi?

Þetta er svona svipað og röksemdafærslan um að Rússland geti ekkert, sé ekkert og verði áfram ekkert. En svo er Pentagón-skrúfjárninu í heilabúi vestrænna fjölmiðla snúið 180 gráður og Rússland er allt í einu alveg við það að hertaka alla Evrópu. Hvort skyldi það nú vera?

Hver nennir að hlusta masið í þessum fjölmiðla-ruslakistum vesturlanda lengur? Ekki ég

Staðreyndin er sú, að allt frá árinu 1985 hefur okkur með reglulegu millibili verið sagt að Íran sé alveg við það að koma sér upp kjarnorkuvopnum

Af öllu því sem er að gerast eða ekki gerast núna er greinilegt að það eina sem dugar í málinu er það að Íran komi sér einmitt upp kjarnorkuvopnum til að fá að lifa í þeim friði eða ófriði sem einkennir heimshlutann. Það er alveg greinilegt. Annar kostur er varla til

Íran er ein og hálf milljón ferkílómetrar að stærð og þjóðin er tæpar hundrað milljónir manna. Ísrael getur engan veginn haft þá strategísku dýpt sem til þarf til að gala svona hátt í þessu máli. Ekki einu sinni Bandaríkin geta bjargað Ísrael frá óvitahætti þeim sem nú gengur því miður þar á. Ég vona Ísraels vegna að menn hugsi sig betur um

Það eru bara þrjú lönd í miðausturlöndum: Íran, Ísrael og Tyrkland. Restin er óstjórnhæfur massi gervilanda

Bandaríkin geta ekki reddað neinu þarna lengur. Sá tími er liðinn. Þau verða fyrst og fremst að passa sig og sitt nágrenni - heimavöllinn! Eins póls heimurinn er liðin tíð.

Uppfært kl. 21:40: Nokkur málsatriði:

Tvö kínversk njósna- og ratsjárstöðvarskip eru komin og sest að á Persaflóa í alþjóðlegri siglingarleið. Þeim má líkja við fljúgandi AWACS-augu NATÓ yfir vesturhlutum Svartahafs, vegna hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar Rússlands í Úkraínu

Ný járnbraut beint frá Kína til Írans gæti verið komin í gagnið. Um hana geta streymt hergögn frá Kína til Írans - eins frá Rússlandi - endalaust

Aðeins ein orrustuþota Ísraels hefur sannarlega verið greind innan lofthelgi Írans, og fór hún ekki nema rétt um 100 km inn fyrir vesturhluta hennar. Restin er dróna- og skotaflaugaárásir sem virka jafn áhrifaríkt og tannstönglar virka í þessu samhengi: fjölmiðlaaðgerð

Allt að hundrað neðanjarðarstöðvar Írans til úraníumvinnslu geta verið starfandi - eða ekki starfandi

Skotfæri Ísraels eru að verða uppurinn og ekkert gengur með að ná markmiðum þess

Skotfæri Bandaríkjanna eru einnig af skornum skammti

Súez-skurðurinn gæti lokast og þá yrði flotaveldisafl Bandaríkjanna stórskert

Líklegt er að loftvarnarkerfi Írans séu ósködduð og bíði átekta

Ólíklegt er að þjóðarleiðtogi Írans og hans menn mæti á fundi með fólki sem mafíósalega hefur lýst því yfir að hann og hans menn séu réttdræpir. Hvað varð upp diplómatahefð vesturlanda?

Íran gæti lokað Persaflóa og hækkað alþjóðlegt olíuverð og þar með kollvarpað innanríkispólitík Bandaríkjaforseta

Persónulega held ég að um Saddam-2 þvælu sé hér að ræða. Hún endaði ekki vel fyrir Bandaríkin

Fyrri færsla

Kristrún stígur ekki í vitið, svo mikið er nú víst


mbl.is Gætu framleitt kjarnorkuvopn innan nokkurra vikna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Trump hefði átt að láta vera að vasast í málum utan sinna landamæra. Þessi svokallaði samningameistari veitt ekkert í sinn haus um samningatækni. Hann hegðar sér eins og naut í flagi, beinir byssunni að höfði viðsemjenda og hótar öllu illu. Þegar ekki er gengið að afarkostunum sem hann býður upp á þá sendir hann sprengjur. Hann hefur nú brotið SÞ-sáttmalann og stjórnarskrá síns eigin lands með þessum brussugangi og líklega eyðilagt möguleika repúblikana um langa framtíð að vinna embættið eða þingið. 
það vöruðu margir við að eitthvað slíkt væri í uppsiglingu þegar þeir sá hvernig hann skipaði í embætti utanríkis og varnarmála. Held samt ekki að menn hafi talið að þessi ósköp færu af stað svona snemma. Heyrði samt Scott Ritter segja í dag að þessi aðför hefði verið prufukeyrð í heræfingum 2024 og líklega líka 2023, svo það lítur út fyrir að þetta hafi allt verið á teikniborði Bidenstjórnarinnar og Trump bara tekið við lófaklappinu.

það á margt enn eftir að koma í ljós aðeins sólarhringur frá frumsýningunni.

Ragnhildur Kolka, 22.6.2025 kl. 22:50

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú kemur á óvart. Ég hélt að þú værir einn af þeim sem styðja Bandaríkin og Ísrael í gegnum hvað sem er. Annars finnst mér gott að lesa það sem þú skrifar, því mér finnst rökhyggjan þar fá ágætt pláss. Öll höfum við tilfinningar, en flestir bera þær á torg, sem stundum er óþarft, þegar maður vill frekar fá eins og frá þér, nýja útskýringu sem hjálpar og kemur á óvart.

Þetta með Saddam-2 þvæluna virðist jú passa. En nú kóa fleiri með Bandaríkjunum, og ber það kannski vott um meiri múslimaandúð á Vesturlöndum en áður. Við lifum áhugaverða tíma, (hættulega), eins og sagt er.

Það er ekki gott ef einstaklingar og þjóðir láta stjórnast af tilfinningum eins og trúaröfgum og hatri. Þá endurtökum við WW2.

Þetta er góður pistill hjá þér og kennir meira en mikið af þessu sem maður les frá fólki sem er bara verið að styðja annanhvorn aðilann einhliða.

Aðeins ef Íran er í alvöru að koma sér upp kjarnorkuvopnum er þetta réttlætanlegt. En lausu endarnir eru margir, og sviðsmyndir margar og afleiðingar af þessu.

En þegar Netanyahu og Donald Trump koma saman, þá er von á einhverju af þessu tagi. Þeir eru þannig persónur.

Ingólfur Sigurðsson, 22.6.2025 kl. 23:29

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Tja, já þetta boðar varla neitt gott vestanhafs.

Mér finnst að það vanti dýpri hugsun á bak við þessa aðgerð - og að þetta sé svona frekar eins og eins og að pissa í skóinn. En ég er svona rétta að melta þetta.

Fór eiginlega að hlægja þegar ég sá skjáskot af félagsmiðilspósti Trumps um þetta skömmu eftir miðnættið. Það var eins og að hann héldi að þetta væri þar með búið.

En kannski hefur hann náð að friða haukana í kringum sig með þessu. Fóðrað þá í bili. Ég veit það ekki. En mér finnst þetta ganga út á það, frekan en allt annað.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 23.6.2025 kl. 00:06

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur. 

Ég hef aldrei stutt börnin mín í gegnum hvað sem þeim datt eða kann að detta í hug. Stundum þarf maður að ávíta þá sem manni þykir vænt um og hafa vit fyrir þeim. Menn eiga að vera hreinskilnir og heiðarlegir. 

En eins og ég segi hér fyrir ofan. Ég þarf að melta þetta betur, en líst samt illa á þetta. Finnst þetta vanhugsað. Ísrael á til dæmis aldrei að hefja neitt sem það getur ekki klárað. En þarna gátu þeir ekki klárað það sem þeir byrjuðu á. Það boðar ekkert gott fyrir Ísraelsmenn og ríki þeirra.

Nú fyrir utan það, þá búa um 5-10 þúsund gyðingar í Íran og líður vel þar. Þeim líst illa á þetta. 

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.6.2025 kl. 00:06

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Meira:

Einn möguleiki í þessu máli er sá að Ísrael hafi hætt sér út á svo hálan ís gagnvart Íran að Trump hafi verið nauðbeygður til bjarga brennandi járnum Ísraels út úr eldinum sem Íran svaraði af sívaxandi þunga.

Loftvarnarkerfi Ísraela er langt því frá skothelt og birgðastaða varnaflauga var orðin lág.

Trump lét Teheran vita af árásinni fyrirfram og að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að beita sér frekar.

Bæði mannskapur og það auðgaða úraníum sem var á þessum stöðum í Íran var því flutt á "öruggan stað" sem gæti verið innanlands eða utan. Þannig að þar er ekkert mál málanna leyst.

Það kæmi mér ekki á óvart ef Trump hellti sé yfir Ísraelsstjórnina fyrir að þvinga sig til aðgerða í þessu máli sem Ísrael hóf, en gat ekki klárað, þegar á reyndi.

Plús: Trump gæti hafa samið við Teheran um Bandaríkin gerðu aðeins þessa "táknrænu árás" til að loka málinu í bili (Ísraels vegna) og að það hafi í reynd aðeins verið notaðar Tomahawk stýriflaugar frá kafbátum, en engin torgreinanleg B-2 sprengjuflugvél og enginn bergbrjótur.

Þetta er einn vinkillinn í málinu. En málið er að ég veit þetta ekki. Get ekki vitað þetta, amk. ekki enn sem komið er.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.6.2025 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband