Leita í fréttum mbl.is

Kristrún stígur ekki í vitið, svo mikið er nú víst

Fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar eru bæði hápólitískir sigrar. Fullveldi er hápólitískt vald. Sjálfstæði er hápólitískt vald líka

Bæði þessi valdapólitísku fyrirbæri eru pólitískir sigrar íslenskrar þjóðar og sem fært hafa íslenskri þjóð allt það sem hún á og hefur á Íslandi í dag

Samt er núverandi forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, svo mikill heigull, eða þá einfeldningur, að hún treysti sér ekki sem æðsta pólitíska höfuð landsins til að verja hvorki fullveldi né sjálfstæði Íslands á hátíðisdegi þess lýðveldis sem þessir tveir hápólitísku sigrar þjóðarinnar færðu okkur

Hún þorir ekki að verja hvorki Ísland né það embætti sem hún situr tímabundið í. Nema þá að hún sé of heimsk til að skilja hvað það var sem skilaði henni í þann stól sem hún nú situr í

Þessum sigrum þorði hún ekki að ljá rödd sína á þjóðhátíðardeginum. Hún þorði því ekki, - og lét því pólitískt valdalausan eftir-að-allt-var-um-garð-gengið-forseta landsins gera það fyrir sig. Forsetinn er afleiða en ekki orsök. Hann er puntið. Hann átti engan þátt í pólitískum sigrum þjóðarinnar

Hvað segir þetta okkur um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur? Jú þið þekkið svarið. Hún er uppgjöfin. Hún er vesalingurinn. Hún er eitt af því slæma sem íslensk þjóð vildi losa sig við þann 17. júní 1944

Fyrri færsla

Þorgerður mín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hvort hún stígur í vitið, eða djúpt vit, nei það kann vel að vera að hún geri ekki. En hún er ekki alvitlaus, því hún hefur vit á því að þegja og halda sig til hlés til að sýna ekki eigin vankanta. Eins og þú vel lýstir þá kom hún af götunni og óreynd í stjórnmálum, en eitthvað brjóstvit hefur hún. Hún er pólitískur reynsluleysingi með nef fyrir gróða og vinsældum.

Samfylkingin er með 30.7% fylgi og langstærsti flokkurinn samkvæmt síðustu könnun í júní. Samfylkingin myndi aldrei fá þetta fylgi útá óljósa drauma um gull og græna skóga í Evrópusambandinu, sem mjög fáir í alvöru halda í alvöru að sé raunveruleiki. Nei, ég held að það sé Kristrún og hennar "persónutöfrar" sem hífa flokkinn uppí þessi 30%, því ég held að Kristrún hafi rænt þessari byrjendaheppni af Katrínu Jakobsdóttir, þegar þjóðin fattaði að á bakvið svonefnt sakleysi hennar (eða heilagleika) var "flissandi fábjáni" eins og Magnús Sigurðsson bloggari margsinnis orðaði þetta - en nefndi engin nöfn - en allir sáu í gegnum líkingarnar - því hún var sú eina sem var síflissandi af ráðherraliðinu þá - þótt fáeinir hafi svolítið glott inn á milli.

Það er þetta sem gengur í almenning núna. Almenningur hefur draumsýn um óspillta og óspjallaða manneskju sem er nokkurskonar riddari eða bjargvættur alþýðunnar, en enginn pólitíkus er fullkominn og um leið og draumsýnin hverfur og veruleikinn tekur við, þá tapast vinsældirnar. Þetta virðist Kristrún fatta.

Já þú bendir alveg nákvæmlega á vankanta Kristrúnar, hún virðist hrædd við að missa persónutöfrana ef sviðsljósið skín of sterkt á hana.

Ef hún færi í ræðum að tala um hefðbundin gildi þá myndi hún særa og móðga draumórafólkið sem vill lifa í Disney-veröld.

Þá vill hún frekar þegja og láta Höllu forseta um þetta, en til þess er ætlazt af henni að hún sé í þessum ramma sem mestu frjálslyndisöflin þola síður.

Ég held að vinsældir á okkar tímum byggist mikið á þessu - að vera óuppfylltur tékki sem hægt er að skrifa hvað sem er á.

Já og þessi ágæti pistill hjá þér minnir okkur á það að draumóraríki stríðskvennanna það er á sín endimörk, og hvað tekur við næst sem almenningur vill leggja trúnað og traust á?

Ég er ánægður með sumt sem Guðrún í Sjálfstæðisflokknum hefur sagt og gert, en það er þó ekki nema forsmekkur, ef vel á að vera. 

Vonandi að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur úr þessari eyðimerkurgöngu sinni.

Ingólfur Sigurðsson, 19.6.2025 kl. 00:45

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur.

Gorkúlufylgi gagnast ekki við að breiða yfir það að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er uppgjöfin. Hún er vesalingurinn. Hún er eitt af því slæma sem íslensk þjóð vildi losa sig við þann 17. júní 1944.

Hitt gorkúlusprungið gerpitrýnið úr burgeisandi ríkisjötuflokknum sem hvarf, nenni ég ekki að tala um núna.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.6.2025 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband