Leita í fréttum mbl.is

Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland

VICTOR DAVIS HANSON

Victor Davis Hanson bóndi og prófessor í hernaðarsögu við Stanfordháskólann í Kaliforníu segir að tollar hljóti að vera mjög svo rosalega góðir og eftirsóttir fyrst að öll ríki heimsins séu með þá og hafi meira að segja byggt lönd sín upp með þeim

Victor Davis Hanson man þá tíma þegar rúsínuverð hrundi í Kaliforníu er tollabandalag Evrópusambandsins hóf niðurgreiðslur á rúsínuframleiðslu í tollatruntuháborg Evrópusambandsins. Hefðu mótvægisaðgerðir á borð við þær sem Trump innleiðir núna verið innleiddar þá, hefðu sumir bændur í Kaliforníu ekki þurft að fyrirfara sér og fjölskyldu-landbúnaður í stað stóriðnaðar-landbúnaðar væri meiri en hann er í dag

Danskir neytendur hugðust um daginn sniðganga bandaískar vörur í Danmörku þegar Grænlandsmálið hófst. En þeir gátu bara ekki fundið neinar bandarískar vörur að ráði í verslunum í einokunarveldi ESB í Danmörku. Þær sem fundust voru flestar framleiddar í Danmörku

En einhverra hluta vegna þá reiðast tollalöndin Trump fyrir að svara þeim loksins í sömu mynt. Öll lönd heimsins mega hafa tolla, nema Bandaríkin segja þau

En þá hringdi formaður Kommúnistaflokks Víetnam og sagði við Trump á föstudaginn að flokkurinn myndi fella niður alla tolla á Bandaríkin ef þau gerðu hið sama. En það var einmitt það sem Trump forseti sagði frá byrjun að Bandaríkin myndu gera, þ.e. ef mótaðilinn gerði það líka

****

Með því að fylgja krækjunni hér fyrir neðan má horfa á Donald J. Trump forseta kynna hið nýja tollafyrirkomulag Bandaríkjanna í síðustu viku. Þeir sem áhuga hafa ættu að hlusta gaumgæfilega á hvert orð forsetans: Taka vel eftir

Donald J Trump kynnir nýja tollastefnu 3 apríl 2025

Horfa: Trump kynnir nýja tollastefnu Bandaríkjanna þann 3. apríl 2025

GRÆNLAND

Já á meðan ég man; þá segir nýr ráðherra í ríkisstjórn Grænlands að Grænland muni halla sér að Kína, því þangað fari rækjur og skelfiskur landsins, og að hún eigi góðar minningar frá síðustu ferð hennar til Kína. Henni finnst einnig að heimsókn Mette Frederiksen forsætisráherra Danmerkur í síðustu viku til Grænlands hafi verið mjög "óviðeigandi"

Fyrri færsla

Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að Grænland fylgi með


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað eru tollar mjög svo rosalega góðir. Það finnst ekki betri leið til að skattleggja almenning án mikillar gremju. Og þeir gera innlenda framleiðslu, sama hversu léleg og laus við gæði, eftirsóttari. En þá þarf að stýra þeim rétt. Annars hækkar til dæmis verð á innlendri framleiðslu ekkert minna en innfluttri, þjóðfélagið dregst aftur úr samkeppnislöndum í tækni og endurnýjun atvinnutækja verður hægari svo eitthvað sé nefnt. Tollar geta verið góðir sem krydd en ekki sem aðalréttur.

Stór galli við tolla Trumps er að hann leggst á allt og alla. Algerlega óháð því hvort tollar séu lagðir á Bandarískar vörur eða ekki. Viðskiptahallinn er notaður sem viðmið en ekki tollaálögur. Þar er verið að drepa flugu með handsprengju. Og jafnvel eyjar þar sem aðeins eru Bandarískir hermenn eða mörgæsir, sem ekki hafa lagt neina tolla á Bandarískar vörur, fá á sig tolla.

Kanada gæti vel hætt að selja olíu, gas og rafmagn til Bandaríkjanna og viðskiptahallinn mundi þá jafnast og tollar því lækka. Hvort það væri gott fyrir Bandaríkin er svo annað mál. Ríki heimsins gætu nú þurft að skoða hvernig jafna megi viðskiptahallann án þess að skaðast mikið sjálf. Velja úr hvaða vörur, þjónustu og hráefni má hætta að selja til Bandaríkjanna. Finna aðra markaði. Enda eru tollar ekki viðmiðið og breytingar á þeim lækka ekki tolla Trumps.

Glúmm (IP-tala skráð) 6.4.2025 kl. 15:57

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Glúmm.

Heimilin eru ekki bara neytendur. Þau eru líka framleiðendur.

Tollar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Engin ástæða til að Bandaríkjamenn einir láti sig vanta það verkfæri í hagstjórnarkassann.

Ríki heimsins munu aldrei gera neitt í neinu ótilneydd. Þarna eru þau t.d. neydd til að endurskoða tollastefnu sína, ásamt gengis- og gjaldmiðilsfölsun ásamt tæknilegum viðskiptahindrunum á borð við t.d. 180 prósent toll á innfluttar bifreiðar, eins og í Danmörku, þar sem allt að 180 prósentur koma ofan á FOB-verð í formi "skráningargjalds", þannig að þúsundkall-fob út úr bílaumboði kostar allt að þrjú þúsund kall.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2025 kl. 18:00

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

... eins og kemur fram í máli Trumps þarna við athöfnina, þá er um einn pakka að ræða á hvert land eða tollabandalag (les: ESB) og sem innheldur 1) tolla, 2) gagnaðgerðir gegn mynt,- og gengisfölsun, ásamt 3) tæknilegum viðskiptahindrunum og svo 4) bílapakkinn.

Dæmi: Það hafa verið 10 til 16 prósent beinir tollar á bandarískar bifreiðar inn í Evrópusambandið, eftir slagrýmisstærð, en Bandaríkin hins vegar bara verið með 2 prósent beina tolla á móti.

En Þýskaland er hins vegar stærsti bílaframleiðandi ESB ásamt Frakklandi og af því að þau er í ESB er ekki hægt að ná til þeirra á neinn annan hátt en með þessari pakka-aðferð, því allir vita að til dæmis gengi þýska marksins væri 70 prósent hærra en gengi evrunnar, því evran flýtur á bökum fátækari landa Suður-Evrópu, svona eins og ef að Bandaríkin myndu hleypa Suður-Ameríku inn í dollarasvæðið til að lækka gengi dalsins.

Þau lönd Evrópusambandsins sem eru ekki sátt við þessar formúlur Trumps, geta þá sagt sig úr Evrópusambandinu og notið 10 prósent tolla eins og Ísland, og jafnframt samið beint um enga tolla ef þeim sýnist svo. Þau yrðu þar með fullvalda í viðskipta- og tollamálum á ný.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2025 kl. 19:31

4 identicon

Svo þarf að hafa það í huga að stór hluti hallans er til kominn þegar Bandarísk fyrirtæki láta framleiða erlendis. Vörurnar eru svo seldar um allan heim en eru ekki skráðar sem Bandarískur útflutningur þó hagnaðurinn fari þangað. Þannig getur viðskiptahalli fyrir Bandaríkin í þeim viðskiptum samt verið hagstæður Bandaríkjunum.

Víetnamar kaupa nær ekkert frá Bandaríkjunum en framleiða skipsfarma af vörum sem Bandarísk fyrirtæki selja svo um allan heim. Það sem selt er í Bandaríkjunum telst innflutt og viðbót við viðskiptahallan þó allur hagnaðurinn fari til Bandaríkjanna. Viðskiptahallinn er í því tilviki bara til á pappírunum, einskonar bókhaldsbrella. Nútíma nýlenduviðskipti.

Þegar Bretar voru með nýlendur um allan heim var viðskiptahallinn stjarnfræðilega mikill. Þau verðmæti sem verið var að flytja inn til Bretlands voru margfalt meiri en útflutningurinn. Ekki töldu þeir það skaða neitt og ekki tóku þeir upp á því að reyna að flytja teræktun til Bretlands. Viðskiptahalli er ekki endilega slæmur. Og að jafna hann ekki endilega til hagsbóta.

Ef Danir eru sökudólgur hvers vegna er þá verið að refsa fyrirtækjum í Víetnam? Sennilega vegna þess að aðgerðin er skurðaðgerð með keðjusög. Og skaðinn fyrir Bandarísk fyrirtæki og almenning verður líklega mikið meiri en ávinningurinn.

Viðskiptahalli er hagtala. Ein af mörgum, og ekki sú helsta, sem mæla fjárhagslegt heilsufar ríkja. Það eru mikil mistök að einblína á viðskiptahallann og gefa honum meira vægi en tilefni er til.

Ps. Bandaríkin hafa lagt tolla á ýmsar vörur í áratugi. Við höfum sem dæmi ekki selt annað en lítið unnin fisk vegna hárra tolla á fiskrétti. Og á landbúnaðar og mjólkurvörur var 7 til 9% tollur fyrir hækkun Trumps. Bandaríkjamenn hafa ekki verið til viðræðu um fríverslunarsamning.

Glúmm (IP-tala skráð) 6.4.2025 kl. 19:34

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kannski taka gangkvæm viðskipti við sér milli Víetnam og Bandaríkjanna, nú þegar þeir ætla að fella niður 90 prósent tollana á bandarískar vörur sem þeir hafa verið með. Víetnam hatar Kína þannig að þau geta keppst um kolann.

Já Glúmm, þetta beinist ekki síst að bandarískum fyrirtækjum erlendis. Enda er það meiningin. Að fá þau heim aftur - eða að minnsta kosti yfir á Vesturhvel jarðar, því mér sýnist að Suður-Ameríka fái mýkri lendingu þarna en aðrir.

Auðvitað eru geopólitísk atriði þarna á ferðinni líka. Ísland er á Vesturhveli jarðar og það sést þarna líka. 

Ég bendi á raunhyggju sem góðan kost í svona málum.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2025 kl. 19:56

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Glúmm, þú ættir að skoða Joseph Chamberlain, föður Neville Chamberlain, því hann var einn helsti maðurinn í því að fá Bretland til að gangast í það að laga viðskiptahallann hjá sér, og sem þú nefnir hér að ofan, með tollum.

Hefði það ekki verið gert þá hefðu Bretar ekki getað framleitt neitt að ráði í hvorki Fyrri- né Síðari heimsstyrjöldinni og því ekki getað varist.

Um tilvistarleg mál er því einnig að ræða hér. Það er: þarna er einnig um fullveldismál að ræða.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2025 kl. 21:48

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vel að orði komist um að finna jafnvægi í viðskiptum en ekki eins einhliða eins og meginstraumsfjölmiðlar breiða út. Mætti alveg útskýra betur lagatæknihlið ESB í viðskiptahindrunum s.s. með merkingu á seldum vörum þurfi að innihalda texta sem vonlaust er að lesa.

Rúnar Már Bragason, 7.4.2025 kl. 10:44

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Rúnar.

Myndin í fjölmiðlum er alltaf röng, því sjaldan eða aldrei koma fjölmiðlar með  réttu útgáfuna af sögulegum staðreyndum í fyrstu lotu.

Þar sem heimilin eru ekki bara neytendur heldur framleiðendur líka, þá virka tollar að hluta til á þau eins og þeir virka á innlensk framleiðslufyrirtæki. Innflutningstollar virka þannig að þeir flytja óbeint hluta tekna yfir til innlenskra framleiðenda þannig að innflutningstollar virka sem stuðningsaðgerð við innlenska framleiðendur. Og af því að heimilin eru líka framleiðendur þá virka þeir líka sem tekjuyfirfærslur til heimila sem þá geta neytt meira, því aukin innlensk framleiðsla mun auka hagvöxt umfram það sem áður var, þannig að heimilin munu fá hærri laun því þau vinna í auknum mæli við framleiðslu, miðað við áður.

Þetta mun þýða að aukin landsframleiðsla umfram það sem áður var, mun lyfta launum umfram það sem áður var, og það mun hafa þau áhrif á heimilin að þau geta keypt/neytt meira þó svo að einkaneysluhlutfall þeirra verði hlutfallslega minna í hagkerfinu, því hagkerfið hefur stækkað umfram það sem einkaneyslan jókst. Trump er þarna að framkvæma strúktúr-breytingu á bandaríska hagkerfinu. Hann er að reyna að gera Bandaríkin arðsamari.

Vert er að taka það fram að Bandaríkin flytja ekki nema 13 prósentur landsframleiðslunnar út til annarra landa og helmingur útflutningsins fer til Kanada og Mexíkó.

Í Þýskalandi er útflutningshlutfallið hins vegar 47 prósentur. Þýskaland er því það sem kallað er ofurháð útflutningi og það mun því ekki sjálft búa til neina alþjóðlega eftirspurn, heldur láta önnur lönd um að búa til neytendur og eftirspurn. Þetta hlutfall Þýskalands virkar því eins og rányrkja á þeirri eftirspurn sem önnur lönd heimsins skapa.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2025 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband