Leita í fréttum mbl.is

Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að Grænland fylgi með

Lönd eiga ekki vini, þau eiga hagsmuni 
– Charles de Gaulle

Ég efast ekki um að grænlenska hagkerfið myndi leysast úr nýlendulæðingi ef Bandaríkin koma að málum þar. Líklega yrði framkvæmdur uppskurður á því, sem skera myndi á nýlendukýlinu, þ.e. hinum vonlausa opinbera geira

En frumástæðan fyrir geopólitískum áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi er sá að ESB-Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð. ESB-Evrópa getur ekki varið sig sjálf, eins og sést svo vel í dag. Vonlaust er að halda svona ósjálfbjarga fyrirbæri eins og Evrópu uppi og þess vegna eru Bandaríkin endanlega að gefast upp á því. Kaninn hefur önnur glóandi járn í eldinum og sem eru honum mikilvægari

Þessi staða kallar á að Evrópa leiti ásjár hjá Rússum og Kínverjum. Danmörk mun því selja Grænland til hæstbjóðanda í þeim félagsskap eins og gefur að skilja. Og við þá geopólitísku stöðu geta Bandaríkin ekki unað. Þess vegna verða þau að koma Grænlandi í skjól, burtu út þrotabúi Evrópu, þar sem nauðungaruppboðin nálgast

Í dag er 10-ára ríkisskulda lántökukostnaður Frakklands orðin meiri en Grikklands og Spánar. Landið er að verða óstjórntækt rekald og Þýskaland er að verða það líka. Nauðungaruppboðin nálgast

Evrópa hefur ekki sameiginlega hagsmuni. Hún er norður-suður og austur-vestur. Ekkert skrifstofuveldi getur breytt því

Fyrri færsla

Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekki líta á það sem frátekið land. Svo einfalt er það


mbl.is Bandaríkjamenn segja útilokun Le Pen áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þriðjudagur, 1. apríl 2025 kl. 21:04:16

Hin þekkta Forsa þjóðfélagsrannsóknarstofnun Þýskalands mælir fylgi þýska AfD-flokksins sem verandi 24 prósentur í könnun sem stofnunin birti í dag.

Fylgi flokks komandi kanslara Þýskalands, CDU/CSU þ.e. bandalag kristilegra demókrata, mælist hins vegar aðeins einu prósenti meira, eða 25 prósentur.

Munar þannig aðeins einu prósenti á þessum flokkum í könnun Forsa í dag. Þetta eru miklar fréttir. Og breytingarnar eru hraðar.

Krækja

Gunnar Rögnvaldsson, 1.4.2025 kl. 21:08

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sér það hver maður að áhrifasvæði stórveldisins í vestri nær ekki bara yfir Grænland heldur líka Ísland. Að auki er Grænland sneisafullt að málmum, jafnvel þessum sjaldgæfu sem stórveldin eru tilbúin að fara í stríð út af. Og Trump sér að heimurinn er að skiptast upp í blokkir. Einpóla heimur er á fallandi fæti og hann vill tryggja að hlutur BNA verði sem stærstur. Danmörk og Evrópa geta hvort eð er ekki varið Grænland og myndu aldrei koma Íslandi til hjálpar.

C'est la vie. Bretland verður aldrei aftur stórveldi og sambandsdraumur Evrópu mun breytast í martröð.

Ragnhildur Kolka, 2.4.2025 kl. 21:35

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Já lítur út fyrir það.

Draumurinn um að sitja sæt við borðið er að verða kolbrúnn reykurinn einn.

Tass sagði fyrr í dag að Trump-stjórnin væri að reikna efnahagslega dæmið með Grænland út:

White House tries to calculate cost of maintaining Greenland — newspaper

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 2.4.2025 kl. 23:23

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Gunnar, gullkornin eru ýmis þarna.

Þetta með að Evrópa hafi ekki sameiginlega hagsmuni finnst mér gullkorn sem vert er að harma á. Málið er að sjálfsblekkingin getur látið fólk halda eitthvað þveröfugt, og sameiginleg sjálfsblekking yfirvaldsins í ESB er þannig.

Þetta að Evrópa er sundurþykk og stefnir út og suður er svo sem augljóst, nema þeim sem afneita því.

Ég hef ekki næga þekkingu í smáatriðum á sögu og þróun þjóðanna, en hef nokkuð næma tilfinningu fyrir þessu. 

Það væri hægt að skrifa ítarlega pistla um hvernig Grikkland er neytt til að vera þarna og Ítalía og fleiri lönd, og hvernig sú nauðung hefur leikið þessi lönd mjög grátt og innstreymið af ógurlegum fjölda flóttamanna.

Einhverntímann verða brestirnir eins stórir og á Bretlandi, nema Bretland er jú úti í hafi og hafa lengi viljað vera sjálfstæðir.

Mér þætti áhugavert að lesa góðar greinar um þetta og framtíðarspár, en til þess þarf maður að lesa erlend blöð eða vefsíður... ef þar kemur eitthvað fram af viti, sem er innanum.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 3.4.2025 kl. 17:52

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir athugasemdina Ingólfur.

Hún er góð lesning.

Í dag sáu 27 lönd í Evrópusambandinu svart á hvítu að Brexit borgaði sig. Spurningar innan þeirra flestra munu vakna, en svörin við þeim verða óþægilega ófullvalda.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 3.4.2025 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband