Leita í fréttum mbl.is

Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í dag? [u]

Server at www.vedur is Port 80

Skjáskot: Óvirkur farsímavefur Veðurstofu Íslands, fimmtudagur, 27. mars 2025 kl. 21:39:35. Vefurinn er búinn að vera í þessu ásigkomulagi í rúman sólarhring. Hann er oft það eina sem hægt er að notast við þegar merkjasamband til gagnasendinga er lélegt eða þegar rafmagnið fer og einungis 2G eða EDGE hanga uppi

****

Já. Farsímavefur Veðurstofu Íslands hefur verið niðri, óaðgengilegur og óvirkur í rúman sólarhring. Og enga tilkynningu um eitt né neitt er að finna á aðalvef Veðurstofunnar - þar sem slóðina inn á farsímavefinn er að finna efst á forsíðu vefsetursins. Ég og mínir nota farsímavefinn mög mikið, bæði fyrir landsveðurspár, staðarspár, veðurathuganir og jarðskjálfta, því hann er einfaldur, léttur og handhægur: þ.e. góður vefur, skilvirkur og laus við glingur og þvætting

Screen Shot 2025-03-27 at 22-10-32

Skjáskot: Og skilríkin að renna út. Ég ákvað að treysta þeim samt (þess vegna "custom")

Og engar tilkynningar til notenda eru birtar um hvenær Veðurstofunni þóknist nú að koma sér út úr stofuveðrinu sem greinilega ríkir þar um allan aldur og stafræna eilífð

Screen Shot 2025-03-27 at 21-47-32

Það er mjög slæmt þegar farsímavefur Veðurstofunnar er óvikur. Og það er mjög slæmt að stofnunin skuli ekki fylgjast betur með þeim lágmarks grunnöryggiskerfum landsins sem á hennar ábyrgð eru

Hvernig væri nú að kippa þessu í lag?

=====

Uppfært föstudagur, 28. mars 2025 kl. 22:07:16

Veðurstofan hefur um miðjan dag í dag fjarlægt krækjuna inn á farsímavefinn, sem höfð var efst á forsíðu hennar, vedur.is. Enga skýringu eða tilkynningu til notenda er finna neins staðar um þetta mál. Stofuæði ræður ríkjum. Þetta mál mun sennilega seinka verulega mánaðaruppgjöri Veðurstofunnar yfir áhuga- og getuleysi hennar í stafrænum efnum

RIDDARAR VEGANNA

Hjá Vegagerð ríkisins horfa veftæknimál hins opinbera hins vegar öðruvísi við, því þar minnka menn bara allar myndir af vegakerfinu úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar um helming, svo að holurnar í vegakerfinu, færðin og ástand veganna sjáist helst ekki á hinum nýja vef fyrirtækisins, þ.e. ef "fyrirtæki" skyldi kalla. Þar á bæ kallast slíkt framfarir. Grautarhausar á opinberri framfærslu ráða för

Fyrri færsla

Hamast við moksturinn í Reykjavík


mbl.is Almannavarnir bregðist við hernaðarástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ekki veit ég hvað veldur þessu, en þarft er að benda á þetta. Aðalpunkturinn í þessu er sá að ofurtækni nútímans er ekki að virka, hún er að steypast fram fyrir sig og við fíflin með. Hraðari örgjörvar fara í það að varast netárásum en á sama tíma eru þeir einnig notaðir til að þiggja njósnabúnað í formi svokallaðra "appa" sem eru einhverskonar hálftölvuvírusar stundum eða litlar leitarvélar og upplýsingasafnarar sem sogast eins og drulla inn með tölvunum þegar maður fer á netið og til að verjast því þarf vírusvarnarbúnað sem hægir svo enn meira á tölvunum og heimtar vinnsluminni!

Ég nota Macintosh tölvu frá 1994 til að skrifa ljóð og heimspeki og slíkt. Það tekur hana innan við mínútu að ræsa sig og hún bilar aldrei. Hún er ónettengd og tekur þessvegna ekki við ýmsu sem fylgir netinu. 

Ég veit ekki hvað þú notar gamla tölvu, sumir segja að nýjustu tölvurnar og stýrikerfin komi í veg fyrir allt svona. En það veit ég þó að vinur minn sem á nýrri tölvu en ég er oft að lenda í að hún hrynji og frjósi. Mín nettengda tölva er meira en 10 ára og virkar vel, en ég þekki eitthvað smávegis af svona vandamálum. 

En svo maður taki dæmi af línulegri sjónvarpsdagskrá. Bara á þessum vetri hefur einn sem ég þekki vel þurft að skipta tvisvar um ráder/beini, og alltaf eitthvað rugl og vesen, útsendingar lágu niðri í viku, og ekki tókst að stilla kerfin hjá þeim hjá Símanum.

Ég man að þegar stafræna kerfið var ekki komið í gagnið og maður var með örbylgjuloftnet og svo greiðu eða loftnetskamb þar áður, þá bilaði ekkert árum saman!

Allt í einu er mitt sjónvarp orðið óskýrara en áður, og DVD tækið mitt segir að útsendingar Vodofone og Sýndar séu í NTSC bandaríska kerfinu en ekki lengur í PAL kerfinu, og því útsendingar óskýrari.

Ég fór að spyrja að þessu en fékk engin alvöru svör, bara loðin svör og var vísað til tæknimanna sem voru ekki á staðnum.

Það er ekki verið að tilkynna notendum um þessar breytingar. Neytandinn veit ekkert, þetta eru bara einhverjar ákvarðanir, engar útskýringar eða neitt, ekkert valfrelsi, er þetta frelsið okkar á Vesturlöndum?

Ég er kominn á þá skoðun að eitt mesta lýðræðismál og frelsismál nútímans sé að gefa fólki valfrelsi um tækni, ekki að þurfa að taka við óþörfum "tækniframförum" (les gróðamöguleikum fyrirtækjanna) heldur einhverju sem er nytsamlegt og bilar ekki.

Það þýðir upplýst umræða, bæði um tækni sem hefur verið afturför og svo hvað bíður í framtíðinni til bóta, eða kannski.

Síðan þarf að vinda ofanaf vitlausri tækni sem fólk hefur verið neytt til að þiggja.

Takk fyrir góðan pistil sem kemur inná sjálfsögð og dagleg mál, sem þarf góða og vitræna umræðu um.

Ingólfur Sigurðsson, 28.3.2025 kl. 03:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur.

Þorri almennings hefur engan sérstakan áhuga á tölvunartækni og er áhugi hans engan vegin í takt við áhuga þeirra sem smíða kerfin með forritun, svo ekki sé talað um samanburð við þá sem hanna og framleiða vélbúnaðinn.

Þess vegna verða vefsmiðir að miða vefsmíðina við þann búnað sem myndar lægsta sameiginlega nefnara hjá notendum.

Til dæmis er forkastanlegt að þeir grautarhausar sem gerðu vegagerðarvefinn Umferðin is miði hann eingöngu við nýjustu vafra í umferð. Þetta algjörlega óásættanlegt þegar um grundvallar öryggismál heillar þjóðar er að ræða. Nokkurra ára gamlir vafrar eru útilokaðir, algjörlega að ástæðulausu.

Hafa verður í huga að vinnu sinnar vegna geta allir Íslendingar ekki notað nýjustu útgáfur vafra, því starf og hugðarefni þeirra eru oft háð notkun forrita sem annað hvort eru of dýr í uppfærslu, eða eru ekki lengur framleidd, en eru samt grunnstoðir efnahagslegar tilveru þeirra. Síðan eru það þeir notendur sem hafa hreinlega ekki efni á stanslaust nýjum græjum, öll ár ævinnar.

En það er einmitt það sem vefur Vegagerðarinnar er: hann er öryggisveita heillar þjóðar.

Engum hjá Vegagerðinni dettur í hug að leggja vegi sem gamlir bílar geta ekki ekið um. Þess vegna er algjörlega forkastanlegt að smíða stafrænan öryggisvef þjóðar sem nokkurra ára gamlir vafrar geta ekki keyrt/notað. Vefurinn verður þar með eingöngu fyrir efnaða notendur þjóðarinnar. Vefurinn er því dæmigert 101-stofuæði plebba.

Annars er ekki í orðum hægt að fjalla um það umferðarstórslys sem umferðarvefur Vegagerðarinnar er. Hann er því sem næst ónothæft rusl. Þar ættu menn að skammast sín og ganga með tvöfaldan hauspoka, því sá einfaldi sem þeir ganga með alla daga ársins, dugar ekki til að fela vanhæfnina og stjórnleysið, svo ekki sé talað um nýsmíðaða brú sem flýtur bara burt, og algjöra þurrð á þurrum sandi til hálkuvarna í til dæmis vesturumdæmi: allan veturinn út í gegn.

Já nú eru aðrir stafrænir tímar Ingólfur minn. Nú er ekki 2006, þar sem öll fyrirtæki og stofnanir kepptust við að sýna starfsmenn sína í sérstökum flipa yfir "starfsmenn" ásamt tölvupóstfangi þeirra.

Nei, nú eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana oftar en ekki faldir á bak við stafrænan múr svo að ekki sé hægt að koma auga á hver ber ábyrgð á hverju.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2025 kl. 12:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 28. mars 2025 kl. 18:12:59

Veðurstofan hefur fjarlægt vefslóðina á farsímavefinn á heimasíðu stofunnar. Það hefur gerst á síðustu klukkustundum. Notendur eru ekki upplýstir um neitt. Stofuæði ríkir.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2025 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband