Leita í fréttum mbl.is

Fallbyssur Trumps í tollamálum

Frakkland verður í þetta skiptið verst úti, en Þýskaland mun samt fara verst út úr Tolla-Trump því þar er um allan þýska bílaiðnaðinn að ræða, plús meira

Skyldi maður þó ei gleyma Rín og Mósel á 35 milljón manna landsvæði til dæmis þriggja ríkja Vestur-Þýskalands, nú þegar Rúrið er að verða hálf rafmagnslaust. Og gott er að muna að Trier býður því áfram upp á fundaraðstöðu fyrir suma bændaflokka, en aðra ekki

Evrópusambandið, sem leikur sama viðskiptahagnaðar-leikinn gagnvart Bandaríkjunum og Kína leikur, getur ekki svarað í sömu mynt með neitt. Og Bretland er farið burt úr Evrópusambandinu og það var Ameríka Evrópu í innflutningsefnum og í viðtöku á landflótta umframsparnaði evrulanda. Og gagnvart Kína getur Evrópusambandið ekkert aðhafst því það sjálft er Kína Evrópu, en þó alveg sérstaklega Þýskaland

Nú er úr algjörlega óvinnandi innvortis bikkjubunka Evrópusambandsins að ráða. Trump er tvær sekúndur að ákveða mótleiki sína á meðan ESB er með ellihruman heilann splattaðann út í 27 pörtum og öndunarfærin utanáliggjandi - og á þeim stendur Trump þegar honum sýnist, horfandi á blámann færast yfir austrið. Um er að ræða bæði bláma og blámann í fleirtölu eins og Maxím Gorkí sagði frá á sínum tíma

Það mun taka Evrópusambandið nokkur ár að skilja að Bandaríkin nota frá og með nú tolla til að umbylta bandaríska hagkerfinu til að passa við nýja stöðu Bandaríkjanna á veraldarsviðinu: þ.e. að fara úr alheimslögguhlutverkinu í einpóla heimi og yfir í öflugasta heimshlutaveldið í margpóla veröld. Og slíkt krefst gagngerra breytinga á hagkerfi Bandaríkjanna

Í tilfelli Bandaríkjanna snúast tollamál því ekki um innflutning á vörum og verðlagi þeirra í Bandaríkjunum miðað við aðrar vörur, heldur um að auka hagnað innlenskrar framleiðslu sem síðan mun minnka hlutfallslegan þátt einkaneyslu heimilanna í hagkerfinu, en samt ekki í krónum talið því aukinn hagnaður innlenskrar framleiðslu mun stækka landsframleiðsluna svo mikið að heildarvirði einkaneyslu heimilanna mun jafnvel aukast. Strúktúr hagkerfisins mun því breytast - mikið

Nú er gaman

****

PS: Frakkland má líklega þakka fyrir að Trump krefst enn sem komið er ekki ljósmynda af skorpulifur, grenjandi smábörnum, krossum á leiðum og klesstum ökutækjum á vínflöskum frá ESB-löndum, eins og ESB gerði þegar um tóbaksvörur frá Bandaríkjunum var að ræða. Þjóðverjar, Frakkar og Sívar gætu líka skoðað 180 prósent óbeina tolla Danmerkur á innfluttum bifreiðum í DDR-light

Tralla la la. Þetta kemur... þetta kemur...

Fyrri færsla

Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlandi. F35A-samningur í hættu


mbl.is Trump: 200% tollur á áfengi frá ríkjum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er gott að þú ert farinn að verða virkari aftur Gunnar. Ég las þína pistla oft af áhuga og skynsemi þín finnst mér alveg frábær og að láta ekki undan þeim dillum fjöldans að vera sammála einhverri vitleysu heldur vera fremri en margir hér á Íslandi, sem leika sig vitlausari en þeir eru, held ég af kjarkleysi.

Já þetta tollamál er miklu stærra en margir halda. Hér er verið að höggva að rótum sjálfs fjórhelsisins sem ESB kallar fjórfrelsi. Það hefur nú sýnt sig að það eina sem það gerir er að fjölga glæpum, auka fátækt, minnka framleiðni og skapa almennan ömurleika og fækkandi fæðingar í ESB og utan þess jafnvel líka.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun Trumps munu Bandaríkin hefja viðskipti við Rússland meira. Þá er komin ástæða fyrir vitstola og ráðstola ráðherra innan ESB að endurskoða villu sína.

En það kemur mér á óvart að ESB heldur áfram að skjóta af sér fæturna, og þó í hjólastólnum. 

Síðan er hitt sem er áhugavert. Rússland er á sigurbraut og þiggur ekki vopnahlé. 

Marine Le Pen í Frakklandi snýr baki við Trump og fleiri "hægriöfgamenn".

Það sýnir manni endanlega að hnignunin er allsstaðar í ESB. Þetta var skrifað í DV í athugasemdum um vopnahlé:

 

"Burtséð frá réttu og röngu í þessu tiltekna stríði þá semja sigurvegarar ekki um vopnahlé. Þeir taka við uppgjöf.

 

"Það var ekki samið um vopnahlé við Þýskaland 1945. Ekki heldur við Japan."

 

Þetta er einnig gott úr athugasemdum DV, Einar Gunnar höfundur:

 

"Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum þá yppta Rússarnir bara öxlum og geispa. Þeir eru ekkert hræddir við NATO, Trump, USA, þýsku nornina SS Von Lügen, Herr Stürmer í Bretlandi, eða Macron í París sem er giftur karlmanni sem gengur um í kvenmannsfötum.

Rússar eiga öll heimsins náttúruauðæfi, og eiga landamæri að milljörðum manna og beinan aðgang að iðnveldi Kína.

Já rússar vilja vopnahlé og skilyrði þeirra fyrir vopnahlé eru þulin upp í rússneskum fjölmiðlum alla daga. Þau skilyrði fá vesturveldin til að sprikla og engjast sundur og saman. Sirkus Trumps, Breta, Zelensky og Co með þetta vopnahlé sitt veldur bara undrun í Rússlandi".

 

Það er gott að vita að til er fólk á Íslandi sem eru ekki sammála RÚV.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 16.3.2025 kl. 03:21

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur.

Tollar og tollamál hafa fylgt manninum frá örófi alda eins og önnur hagstjórnarverkfæri. Engin nema allsherjarbjáni lætur þau vanta í verkfærakassa sinn. Vestrænir trúboðar svo kallaðrar "frjálsrar verslunar" íklæddir sjálfskyrkingarkrögum trúarbragða sinna, eru létt bráð þeirra sem stjórna ríkisrekstri landa sinna í Maófötum og með vindil.

Já. Það kostar Le Pen minna að frussa á Trump en að frussa á frönsku þjóðina. Þannig að hún stendur auðvitað með bændum Frakklands, þó svo að hún standi ekki með Macron forseta í þessu máli.

Mikið rétt hjá þér með vopnahlésmálið.

Hugsast gæti þó að frumsamin(?) hugmynd Trumps um vopnahlé sé fyrst og fremst hugsuð sem tæki til að hrinda eins konar lýðræði af stað í Úkraínu - með kosningum (skelfilegt). Kosningagluggi? Veit það bara ekki.

Annars held ég ekki að Trump hafi sérlega mikið álit á þessari hugmynd sinni nema að því tilskyldu að Rússar og Ameríkanar vakti í sameiningu víglínuna sem er víst 2000 kílómetra löng. Rússar og Ameríkanar gátu víst slíkt á tímum Kalda stríðsins. Held að það hafi verið víglínan milli Egypta og Ísraela. Í dag mega þeir hins vegar helst ekki tala saman, sökum þeirrar bíómyndastéttar sem kallast elíta ESB-landa og viðhengdir stjórnmálamenn.

Takk fyrir athugasemd Einars.

PS: Sergej Lavrov kallaði hana víst Führer von der Leyen um daginn. Heh

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.3.2025 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband