Leita í fréttum mbl.is

.... og Marco Rubio vill ekki hitta Kæju Kallas úr miðstjórn ESB

Er þetta ekki dásamlegt

Hver nýr dagur býður upp á nýja ESB-önd til að standa á. Í fyrradag kom Trump forseti Bandaríkjanna ekki til dyra þegar forseti ESB-Frakklands bankaði á dyr Hvítahússins. Til dyra kom bara fröken Hudson herbergisþerna Trumps

Í gær voru það hins vegar dyr bandaríska utanríkisráðuneytisins sem nenntu ekki einu sinni að ljúka sér upp til að taka á móti Kæju Kallas öryggis- og utanríkismálastjóra Evrópusambandsins

Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna og ræður þeim húsum þar núna

Altsaa... það er alls ekki þannig að Bandaríkin hafi fyrir því að senda herbergisþernu til dyra í utanríkisráðuneyti þeirra þegar toppurinn í ESB bankar á dyrnar

Nei nei, heldur er það þannig að sjálfur utanríkisráðherra Bandaríkjanna nennir bara alls ekki að taka á móti Kæju Kallas frá ESB

Það er því bara lok lok og læs á ESB – Tass

Fyrri færsla

Trump kom ekki til dyra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já þessi hegðun er enn eitt svekkelsið fyrir þessa ESB ráðamenn. Eins og þú sagðir í síðasta pistli, núna horfir Evrópa á en tekur varla þátt. Evrópusambandið hefur gert löndin að tvístígandi og gapandi fuglum á tjörninni. Það vantar frumkvæði og sköpun, regluverkið hefur gert Evrópu lélegri í gervigreindarkapphlaupinu og á fleiri sviðum einnig. Regluverkið í ESB hefur gert það að kommúnísku fyrirbæri. 

Það er mikil skömm að þessu fyrir Evrópumenn. Áður fyrr hafði hvert land sína sérstöðu og var stolt af því. Nú er þetta dauðyflasamfélag steinsofandi. 

Það má kannski segja að samræming regluverks hafi jákvæðar afleiðingar fyrst í stað, en brátt koma gallarnir í ljós, sérstaklega þegar hert er á regluverkinu. 

En það er eins og þarna þurfi ESB að komast á botninn áður en leiðin uppávið byrjar, því miður. 

Ég tek sérstaklega undir það sem þú skrifaðir í síðasta pistli, "Ef Frakkland væri fullvalda, ósmættað og sjálfstætt ríki..."

Sú var tíðin að Evrópa var aðalheimsálfan. Ekki veit ég hvort nýlendusaga Evrópu sé til eftirbreytni, en ég er hræddur um að hvort okkur sem líkar betur eða verr muni Kína í framtíðinni feta svipaða slóð, jafnvel Indland, svo Afríka, og Ameríka, ef hún nær sér almennilega aftur á strik.

Það er nefnilega þannig að ef þjóðir setja sér of siðferðilega strangar hömlur, þá fara aðrir framúr. Sérstaklega ef hömlurnar eru eins og hjá ESB, á öllum sviðum.

Mér er ekki sama um þetta. Ég hef mikinn áhuga á menningu og sögu, og ég veit að löndin í Evrópu gætu gert svo miklu betur.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 28.2.2025 kl. 00:35

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir afar góða athugasemd Ingólfur. Þarna get ég tekið undir svo margt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2025 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband