Leita í fréttum mbl.is

Er Frakkland ekki með síma?

Já en minn kæri Emmanuel Macron forseti Frakklands:

Af hverju hringdir þú ekki bara sjálfur beint í Vladímír Vladímírovich Pútin forseta Rússlands?

Eða ertu nokkuð að bíða eftir því að Pútín lengi langa borðið sem þú varst settur fyrir endann á 2022, svo það nái alla leið til Parísar? Svo að þú getir setið við borðendann þar?

Hin raunverulega ástæða fyrir valda- og áhrifaleysi þínu er sú að þú ert í Evrópusambandinu, þar sem allir horfa á hvorn annan og bíða eftir að eitthvað gerist

Til dæmis sagði Kaja Kallas (ó)öryggismálastjóri Evrópusambandsins –þar sem þú ert einn af tuttugu og sjö– að búta ætti Rússland niður í parta á stærð við fiseindir. Þetta sagði hún á vegum Evrópusambandsins fyrir aðeins 12 mánuðum síðan. Í dag heimtar hún hins vegar að fá sæti við Trump-Pútín-"borðið". Hvað gerðist eiginlega á þessum síðustu 12 mánuðum?

Ykkur er ekki viðbjargandi þarna í Evrópusambandinu. Sambandið gerir greinilega þjóðkjörinn mann eins og þig, Macron minn, mjög lítinn, en ókjörna klikkhausa á borð við Kaju Kallas mjög stóra

Er þetta ekki yndislegt...

Slíkt ófyrirkomulag getur auðvitað ekki endað vel

Þú hefur alla mína samúð, Macron forseti, því þið í Evrópusambandinu gerið ykkur greinilega öngva grein fyrir hvað í vændum er

Fyrri færsla

Trump forseti: "Ef þeir vilja það þá er það bara frábært"


mbl.is Ætlar að nýta sér einstakt samband við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Nei, Frakkland er held ég bara með innanlandssíma eða til annarra ESB meðlima. Eins og ég lýsti í minni færslu í dag, þau eru lokuð inní skáp. Þau heyra bara sitt bergmál.

En ég vil nú samt segja að ég tel að Macron Frakklandsforseti sé með smá vitglóru í sínum kolli. Þýzku stjórnmálamennirnir minna á bergmálsvélar, sem bergmála alltaf sömu vitleysuna án hugsunar, Macron segir stundum eitthvað sem þarf vitsmuni til að segja, en gerir þess á milli mannlegar gloríur. Það er einhver mennska, að minnsta kosti.

Skólabróðir minn úr MK, Auðunn Arnórsson var í viðtali á Stöð 2 í gær, sem sérfræðingur í þýzkum stjórnmálum. Samkvæmt hans mati þá hafa Þjóðverjar enga sjálfstæða þjóðerniskennd lengur, heldur einhverja sam-evrópska kennd, sem hann útskýrði ekki nánar, nema að hún fælist í því að kjósa svipað, það er að segja að þegar eitt ESB land kýs "hægriöfgaflokk" þá dansi hinir limirnir með í takt.

Þetta er áhugaverð skýring hjá honum og nokkuð rétt fyrir sinn hatt, nema uppgangur afD sýnir samt að ekki er hún alveg rétt, þar er þjóðerniskennd í hluta af Þjóðverjum.

Þú hefur reynslu af samskiptum við Þjóðverja og þekkir þeirra menningu, og af þínum skrifum ert þú sérfræðingur í málefnum Þýzkalands ekki síður en Auðunn vinur minn Arnórsson.

Ingólfur Sigurðsson, 24.2.2025 kl. 01:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrr Ingólfur.

Þjóðerniskennd er næsti bær við móðurástina og án hennar værum við varla til sem tegund. Hollt er að muna það.

Þetta með þjóðerniskennd Þjóðverja skilja ekki allir, en þeir líta á sig sem einstaka vegna þess að Rómarríki tókst aldrei að leggja þá undir sig. Þýska þjóðin er því sérstök, jafnvel einstök skv. því. Og þú verður ekki hluti af henni nema að eiga minnst 6 kynslóðir í þýskri mold. En til að skoða þjóðerniskennd Þjóðverja þarf að hella smá bjór í þá, því brynjan er þykk og hörð. Í henni er ekki hægt að sálarspegla Þjóðina.

Já Macron er með níu líf. Hann skyldi maður ekki taka fyrir gefinn. Hefur mikla viðloðunarhæfileika.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2025 kl. 05:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það skemmtilega við úrslit kosninganna í Þýskalandi í gær er það að nú er enginn meirihluti á sambandsríkisþinginu fyrir aukningu í útgjöldum til varnarmála, né fyrir umbótum í ríkisfjármálum þar með talið ríkisskulda. Til þess þarf 2/3 meirihluta.

Tapari kosninganna (SDP) og þykjustukristilegir demókratar (CDU/CSU) geta sennilega myndað tveggja flokka ríkisstjórn með aðeins 45 prósentum atkvæða af því að flokkur Söru Wagenknecht komst ekki upp í gegnum 5 prósent gólfsperrur þingsins. Munaði þar 0,3 prósentum. Og svo vegna þess að frjálsir demókratar (FDP) duttu líka út af þingi.

Áframhaldandi rennsli ESB-Evrópu niður í niðurfallið mun því stóraukast með þessum úrslitum. Fallhæðin jókst bara. Og þrýstingurinn niður vex.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2025 kl. 08:44

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og líka skemmtilegt að sjá þingmann Græningja, Robert Habeck, efnahags- og loftslagsaðgerðamálaráðherra, detta út af þingi.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2025 kl. 08:58

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í fyrrum Austur-Þýskalandi er AfD-flokkurinn nú stærstur í öllum sambandsríkjum.

Á landsvísu rúmlega tvöfaldaði hann fylgi sitt með því að fara frá 10,3 prósentum upp í 20,8.

AfD er nú næststærsti flokkur Þýskalands, og stærsti flokkur landsins sé flokksbandalag CDU og CSU skilið í sundur.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2025 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband