Leita í fréttum mbl.is

Trump forseti: "Ef þeir vilja það þá er það bara frábært"

FESTUNG ESB-FÍFL

Trump forseti Bandaríkjanna um "friðargæslu" Starmers forsætisráðherra Bretlands og Macrons forseta Frakklands í gær:

"If they want to do that, that’s great." "I’m all for it. If they want to do that, I think, that’d be fine,"

"If we have a peace deal, I think, having troops over there from the standpoint of Europe, we won’t have to put any over there, because, you know, we’re very far away, but having troops over there would be fine. I would not object to it at all, ....

We have either a ceasefire or a peace itself. And we’re looking to do both, which start off with this ceasefire, and if they want to do that, I know France was willing to do that, and I thought that was a beautiful gesture," (ha ha ha)

Þetta sagði Trump forseti um vissa fundarmenn sem komu saman í París til varðveislu stríðsins í Úkraínu, og sem þykjast þóttust nokkrum dögum áður ætla að senda hermenn þangað til svo kallaðrar friðargæslu. Donald J. Trump lauk máli sínu um það mál með þessu:

Um óð ESB til ófriðarins:

If they want to do that, that’s great."
"Im all for it. If they want to do that,
I think, that’d be fine,"

Þetta klikkhausaða kjaftæði þarna við barnaborðið í ESB núna (það er ekkert á því) minnir mig á það þegar Bretar og Bandaríkjamenn réðust með 160.000 manna herliði gegn Þjóðverjum inn í Ítalíu í júlí 1943 og unnu "sigur" á 60.000 manna herliði Þjóðverja. Þar misstu Bretar og Bandaríkjamenn 22.000 hermenn og Þjóðverjar 20.000 menn

... en síðan koma stærðirnar!

Í sama mánuði sama ár sigraði 2,5 milljón manna herlið Rauða hersins milljón manna herlið Þjóðverja í Kursk og Rússar hrundu um leið af stað 6 milljón manna sókn Rauða hersins gegn 2,5 milljón manna herliði Þjóðverja á 2.400 kílómetra langri víglínu í átt að Dnjeprfljóti

Í október og nóvember sama ár tókst 11-herdeilda liði Breta og Bandaríkjanna á Ítalíu að klóra sig 50 km. leið frá Voltrunoá og upp að Cassino, gegn 9-deilda herliði Þjóðverja

Á sama tímabili sama ár, þ.e. í október og nóvember, réðst fjögurra milljón manna herafli Rauða hersins með 300-herdeildum á 1300 km. langa varnarvíglínu Þjóðverja í Hvítarússlandi, Kænugarði og niður eftir Dnjeprfljóti og sprengdi hana í tætlur í fjórum varnargeirum línunnar

Í árslok 1943 var styrkur 17-herdeilda herliðs Bandaríkjanna í Evrópu 1,4 milljón manns. Á sama degi sama ár var styrkur rúmlega 500-herdeilda herliðs Rússa í Evrópu 6,2 milljónir manna. / Glantz

Enginn í ríkisstjórn Starmers né Macrons virðist enn þann dag í dag gera sér grein fyrir stærðunum og umfanginu sem um er að ræða þar eystra

Þetta óráðshjal þeirra um friðarsveitir núna, þýðir í praxís að þeir þyrftu í einum grænum hvelli að koma saman 300 þúsund manna herliði til að lögga víglínu sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ekkert slíkt herlið er til í NATO-Evrópu. Ekkert. Þetta lið yrði einnig allt saman skotið í tætlur ef ekkert gengur með "viðræðurnar" og ef Kænugarðsjuntan heldur Hitlers-festung-stælum sínum áfram, fram í rauðan dauðann

Þess vegna hefur grautarhaus Starmer dregið í land í dag og sagt að (loftbelgs) "friðargærsla" hans og Macrons myndi krefjast Bandaríkjanna á "bakvakt". Já, bakvakt var það heillin... bakvakt...

Vangefnir bjánar virðast skipa sæti forsætisráðherra Bretlands og forseta Frakklands - samtímis! Og ekki er staðan betri í varnarmála-gjaldþrota Þýskalandi

Fífl!

Ég er farinn að hallast að því að við séum að horfa á síðustu daga Evrópusambandsins einmitt núna. Og væri það í sjálfu sér óendanlega mikil gæfa fyrir lönd álfunnar og okkur Íslendinga

Fyrri færsla

Enn einn neyðarfundurinn í ESB [u]


mbl.is Kristrún tekur þátt í neyðarfundi Macrons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Maður þarf ekki að vera sammála um allt, vona samt að við séum sammála um gæfu Moggabloggsins að þú sért virkari en áður.

En það er ekki erindið, margt sagt í þessum pistli sem ég er alveg sammála, en það eru þessi orð þín sem fengu mig til að kíkja við;

"Ég er farinn að hallast að því að við séum að horfa á síðustu daga Evrópusambandsins einmitt núna. Og væri það í sjálfu sér óendanlega mikil gæfa fyrir lönd álfunnar og okkur Íslendinga".

Mæltu manna heilastur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2025 kl. 16:21

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Ómar - og sömuleiðis.

Þessi fífl þarna í ESB gera sér alls ekki ljóst hversu djúpt þau eru sokkin. Og það er það sem fær mann til að hugsa til tifandi klukku í þögulli lágreistri byggingu við fáfarna götu við Genfarvatn, þar sem lifandi dauðar stofnanir á borð við ESB eru hafðar til húsa sem skjalasöfn.

Miklar breytingar eru að verða.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.2.2025 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband