Leita í fréttum mbl.is

Grautarhaus Starmer og co

Það er bara stofnun Sameinuðu þjóðanna sem stundað getur mark á takandi friðargæslu. Og það er aðeins með samþykki Öryggisráðsins að slík mark á takandi friðargæsla getur orðið og farið fram. Og þar er Rússland með neitunarvald

Þannig að þessir svo kölluðu hermenn sem 33,7 prósent Starmer í breska verkó, Anders Fogh í útdauðum flokki Venstre og Stenergard útfararríkisráðherra Svíþjóðar tala um, yrðu bara erlent herlið í Úkraínu og þar með réttdræpir þátttakendur í stríði við Rússland

Heldur þetta fólk í alvöru að Rússland samþykki slíka aukalega hernaðaruppbyggingu í túnfæri sínum?

Kann ekkert af þessu fólki neitt. Eða hefur það orðið fyrir áfalli?

Það eru bara ríki með alvöru her á borð við Bandaríkin og Rússland sem skipt geta sér með einhverjum árangri af deilum annarra ríkja, og þá helst deilum smáríkja. Ekkert ríki Evrópu er með alvöru her. Evrópa er liðið lík

Fyrri færsla

Súrrealísk viðbrögð við símtali


mbl.is Tilbúinn að senda hermenn til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er makalaust hversu mikil neyð skapast út af einfaldri stefnubreytingu í Bandaríkjunum. Skrýtið að þetta komi leiðtogum ESB á óvart! Mette í Danmörku talar um samstöðu Evrópuríkja, en til hvers? Sameiginlegur herafli Evrópu nær ekki nema sem sýndarher, tindátaher. Það hefur verið grafið undan öllu svona svo áratugum skiptir í Evrópu. 

Ja þau hafa jú samstöðuna til að gráta yfir þessu, og nú koma fréttir að sumir leiðtogar ESB bresti í grát. Sorglegt er þetta.

En ef þetta kemur landráðamanninum Selenskí frá völdum og hjálpar Úkraínu til alvöru sjálfstæðis, með frjáls viðskipti og sambönd við Rússa og Evrópu eins og þeim hentar, þá er það rétt leið. Eða ef Rússar taka þá yfir, ætli það sé ekki skárra en undir hælnum á ESB?

Beztu kveðjur, ja nú má sjá að þínir pistlar í gegnum tíðina hafa lýst þessu rétt, helstefnugangan í ESB.

Ingólfur Sigurðsson, 17.2.2025 kl. 17:45

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur.

Eins og þú örugglega veist var boðað til enn eins "neyðarfundarins" í París í dag.

Utanríkisráðherra Ungverjalands, sem á landamæri beint upp að Úkraínu, sagði neyðarfundinn í París í dag hafa verið samkundu óánægðra stríðs-stigmagnandi anti-Trumpista innan ESB. En Ungverjalandi var auðvitað ekki boðið með á samkunduna.

Og Musar forseti Slóveníu sagði að fundurinn bæri engin merki pólitískar samstöðu innan Evrópusambandsins.

Aðeins 6 af 27 ESB-löndum var boðin þátttaka, fyrir utan  fundarhaldarann.

Mette-kóvid-minkabana var boðið af því að hún á í vandræðum með Bandaríkin núna og passar því vel inn í þennan klúbb eins og hann er samsettur einmitt núna, en kannski ekki á morgun eða hinn.

Kveðja 

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2025 kl. 21:44

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ingólfur, nú er reistur grátmúr í ESB. 

Hvar er gamla Kalda stríðið mitt - og hvar er gamli Berlínarmúrinn minn, uhuhu hu....

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2025 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband