Leita í fréttum mbl.is

Súrrealísk viðbrögð við símtali

Henry Kissingar um Úkraínu

ESB-Evrópa var að vonast til þess að halda mætti Bandaríkjunum varanlega niðurnjörvuðum á meginlandi Evrópu vegna Úkraínumálsins - og sem hún sjálf var helsti pípulagninga- og múrarameistari á. Aldrei var neinn minnsti smásjármöguleiki á því að Úkraína með öll NATÓ-ríkin í rassvasanum myndi vinna stríð við Rússneska herinn. Ekki einu sinni sameinað NATO er fært um slíkt

"There is no replacement for hard power"
– úr ræðu Pete Hegseth

Allt sem NATÓ ríkin hafa sent til Úkraínu hefur verið skotið í tætlur og gott betur en það. En samt vill NATÓ-Evrópa halda stríðinu áfram því hún er svo hrædd við að þurfa að standa á eigin 27 legókubba-hækjum í varnamálum. Hún er hrædd við að Trump láti verkin tala í stað þess að þumbast rambeltandi um eins og forverar hans hafa gert, engum til gagns en öllum til ógagns

Með einu símtali tókst Donald J. Trump að sýna heiminum fram á þá firru sem þetta stríð er. Það er tilkomið vegna NATÓ-Evrópu sem taldi það hreina snilld að þenja sig út í austur og alla leið upp í túnfót Rússlands, því NATÓ-Evrópa vissi ofurvel að útþenslan myndi koma af stað stríði, þar sem hægt væri að nota Bandaríkin áfram sem vogarstangarafl sem tyggði getulausri álfunni áframhaldandi viðveru einmitt Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu. NATÓ hefur því í þessu máli virkað sem ófriðarveita af verstu sort

Og Selenskí - hann hélt að Úkraína gæti með þessu orðið ný heil- eða hálf-fasísk suðurkóreönsk hernaðarnýlenda Bandaríkjanna í túnfæti Rússlands. Það var planið

Nú stendur síðan ESB27 og nötrar af skelfingu, af ótta við að þurfa að geta eitthvað annað en að halda fundi þar sem engin niðurstaða nokkru sinni getur náðst um neitt sem máli skiptir

Og einmitt þess vegna hringdi Trump beint í Pútín og sleit alla símalínu Kallaskellinga niður af 27 snúrustaurum vitfirringahælis ESB: Hins nýja sovét-kommissarabælis Evrópu - eins og ég hef sagt lesendum frá í bráðum 20 ár

Koma svo tollarnir... koma þeir... stórir og miklir...

****

Tengt:

EU will not take part in talks on Ukraine on realistic grounds – Tass

Russian Duma speaker predicts "serious changes" for EU – Tass

Bónus: Vance the hammer – Geopolitica.ru

Fyrri færsla

Rúllað yfir ESB-hrúguna


mbl.is Selenskí vill evrópskan her
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

NIDC (The NATO Information and Documentation Center) heitir undirstofnun NATÓ sem hefur starfað í Úkraínu síðan í maí 1997. Undir því yfirskini að efla sjálfstæði og velmegun Úkraínu var þessu samstarfi komið á, en í raun hefur þetta snúizt um að efla hatur á Rússum og öllu sem rússneskt er.

Áhugavert er að sjálfstæði og velmegun Úkraínu hefur ekkert batnað á þessum tíma, en spilling aftur aukizt fram úr öllu meðalhófi, ef það er þá til.

Þessi stofnun er enn í Úkraínu og tekið er fram á heimasíðunni hjá NATÓ að hún vinnur þétt og náið með öllum stjórnvöldum í Úkraínu við að sjá í gegnum "Rússalygar", sjá um neyðarstjórnun, hernaðarfræðileg atriði við óvinininn, (Rússa) og slíkt.

Enn fremur er grasrótarstarf stutt og aðgerðasinnar í anda Vesturlanda, og "sjálfstæðir" fjölmiðlar Úkraínu. (Það hlýtur að vera sama "sjálfstæðið" og hjá okkur, það er að segja engu hleypt inn nema vel völdum skoðunum!).

Þessi heimasíða NATÓ um þessa frelsun Úkraínu er bæði hlægileg og grátbrosleg í ljósi þess hversu "sjálfstæðir" okkar fjölmiðlar eru, (RÚV, ofl).

Þessi stofnun í Úkraínu er í fjölþjóðlegu samstarfi samskonar rugludalla víða, og litla Kata okkar Jakobsdóttir ætlaði að koma fram með lög þess efnis að banna alla upplýsingaóreiðu og þannig tjáningu. Það er varla hægt að fara nær fasisma en það!

En bara þetta eina atriði nægir til að sýna og sanna að Rússar geta ekki verið sáttir við þetta. Reyndar ættu frjálsir Vesturlandabúar ekki heldur að vera það og réttsýnir.

Já, þetta er fyrirtaks pistill.

Það væri ágætt ef þessi aðgerðasinnar gætu nýtt tíma sinn í eitthvað betra en þetta sem þeir gera.

Þeir sem segja að NATÓ hafi ekkert ögrað Rússlandi og ekkert forspil sé að því sem gerðist 2022 ættu að skoða þetta og fleira.

Ingólfur Sigurðsson, 15.2.2025 kl. 22:59

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir mikið góða athugasemd þína Ingólfur. 

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2025 kl. 09:08

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleymum ekki Gunnar að þessi staða, þessar dúndur ræður og þetta áfall sem Evrópa er að upplifa á sér aðeins fjögurra vikna sögu. Jú, Trump var kosin í nóvember en, ólíkindatól sem hann er, þá var enginn viss um hvað hann myndi gera eða hvernig. Nú líður varla dagur án flugeldasýninga frá Hvítahúsinu og liðið sem hann hefur fengið til liðs við sig er ekki af verri endnum. Ræða Hegseth sló Nato í gólfið og varla höfðu topparnir náð að koma sér aftur fyrir í stólunum þegar á þeim dundi messa Vance og nú voru þeir minntir á hræsnina, sjálfsblekkinguna og alræðishyggjuna sem mengar allar gerðir þeirra.
Við megum vera þakklát fyrir útkomuna í nóvember, því ef hún hefði verið á hinn veginn sætum við uppi með endalaust stríð með öllum þeim hrylling sem stríði fylgir. Að ísland skuli vera aðili að því að þurrka út heilu kynslóðirnar í Úkraínu er sárar en tárum taki. En sú staðreynd sýnir að við,Íslendingar, eigum fyllilega okkar skerf af ræðu Vance. Skömmin er okkar.

Ragnhildur Kolka, 16.2.2025 kl. 22:52

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

"Að ísland skuli vera aðili að því að þurrka út heilu kynslóðirnar í Úkraínu er sárar en tárum taki. En sú staðreynd sýnir að við,Íslendingar, eigum fyllilega okkar skerf af ræðu Vance. Skömmin er okkar."

Sammála þér. 

En nú skilst mér að Þorgerður Katrín og Kristrún úr Kvikubréfaskóla ætli að standa við orðin stóru og taka sér barrnál í hönd og láta drepa sig í beinum stuðningi við Selenskí fremst á vígvellinum. Ekkert hálfkák með barrnálum úr Öskjuhlíðinni í sjálfbærum nálapúðum, heldur fullur stuðningur við málstaðinn.

Ég tók eftir því að rússneska utanríkisráðuneytið birti í gærkvöldi efnislega útskrift af samtali Sergej Víktorovítsj Lavrov utanríkisráherra Rússlands og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna seinnipartinn í gær, sunnudag:

Þar segir meðal annars að miðað sé að því að samskipti ríkjanna tveggja verði sem fyrst normaliseruð aftur til þess sem þau voru áður en jafnvel Barack Obama fór í Hvítahúsið:

Press Release on Foreign Minister Sergey Lavrov’s telephone conversation with US Secretary of State Marco Rubio - 15 Feb 2025 at 19:05 - 15 February 2025 22:05

Mér sýnist að viðskiptahlið ríkjanna tveggja muni verða virkjuð svo gott sem strax.

En á því sviði er Ísland, landið okkar Ragnhildur, dæmt til klósettvistar vegna aðildar okkar að EES.

Við sem land erum með gat i gegnum báðar fætur vegna firru og ímyndunarveiki. Allt vegna EES þátttökunnar. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2025 kl. 07:26

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir linkinn. Var búin að heyra af þessum utskriftum frá Á. Mercouris, en alltaf betra að fá frumgögnin. 

Já þær stöllur ÞKG og KF ætla að stíga stríðsdansinn áfram. Nú á að færa herkvadningar aldurinn niður í 18 ár, þannig má þurrka út kynslóðina sem ætti með réttu að sinna uppbyggingunni eftir stríðið. Kannski telja þær svo Ísland aflögufær um uppfyllingarefni þegar skörð opnast í þeim röðum. 

Ragnhildur Kolka, 17.2.2025 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband