Leita í fréttum mbl.is

Guðrún Hafsteinsdóttir næsti formaður Sjálfstæðisflokksins

GUÐRÚN HAFSTEINSDÓTTIR

Guðrúnu Hafsteins - fundur Salurinn 8 feb 2025

Horfa hér á vef mbl (nýr gluggi)

****

Ég mæli með Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formanni Sjálfstæðisflokksins. Í henni er allt að finna sem öflugur formaður þarf að hafa. Hvorki meira né minna. Og það er ótrúleg heppni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þarna er því um algjört fullfermi að ræða fyrir flokkinn okkar

Það var einmitt á sama stað æviskeiðsins að Margrét Thatcher varð leiðtogi Breska íhaldsflokksins og sem þar með varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar - og sigurvegari komandi kosninga

Screen Shot 2024-12-12

Aldrei gerst áður

****

Bjarni Benediktsson varð formaður of ungur, en hættir núna, óverðskuldað og of snemma, loksins þegar hann hafði náð þroska og fullu afli. Þannig ótímabær draugagangur gekk auðvitað ekki upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn og allra síst í kjörklefunum. Bjarni var óheppinn því árið 2024 var einstakt í kosningasögu þróaðra ríkja, því allir ríkisstjórnarflokkar í öllum þróuðum löndum töpuðu í öllum kosningum sem haldnar voru á einmitt árinu 2024. Slíkt hefur aldrei áður gerst

Íslenska þjóðin er öðruvísi samsett nú en áður. Aldrei áður hefur verið hlutfallslega eins lítið af ungu fólki með kosningarétt í landi okkar. Kjósendur yngri en 30 ára eru aðeins 18 prósentur á meðan kjósendur eldri en 40 ára eru 65 prósentur af öllum kjósendum. Það væri því absúrd fyrir xD að burðast með of ungan formann. Flokkurinn yrði einfaldlega ekki kosinn

Of ungur formaður Sjálfstæðisflokks vegur ekki nógu þungt meðal þroskaðra kjósenda - og ungt fólk er þess utan ekki kjarnakjósendur Sjálfstæðisflokksins og verður það aldrei, til þess er það einfaldlega ekki nógu þroskað, því það er enn á gelgjuskeiðinu. Þetta þekki ég af eigin reynslu

Guðrún er allt það sem Sjálfstæðisflokkinn okkar vantar: fullfermi

Fyrri færsla

Bandaríkin eru nettó-innflytjandi


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er býsna gott hjá þér að líkja Guðrúnu Hafsteins við Margret Thatcher. Ég held að slík vinsamleg samlíking brýni hana. Ég hefði sagt að Sigríður Á. Andersen passaði við þá samlíkingu betur. En verði Guðrún formaður má vera að hún vaxi í embættinu og verði einmitt öðruvísi kvenskörungur en í öðrum flokkum, kona sem heldur í prinsippin og nær að safna fylgi. 

Þú minnist á Bjarna. Ég er sammála þér að hann fór úr pólitíkinni þegar hann náði hámarki. Það gerði hann með því að leyfa hvalveiðar, krókur á móti bragði, og fullkominn sigur. 

Bjarni eyddi því miður sínu pólitíska púðri í að gera málamiðlanir við öfgafólk í VG. 

Hann er jú miklu merkilegri pólitíkus en svo og hefði sýnt það hefði andbyrinn ekki verið svona mikill, og wókvitleysan sem hann varð að glíma við, og gera málamiðlanir.

Jafnvel Áslaug Arna gæti orðið merkilegur formaður. Oft er það fólk sem lætur lítið fyrir sér fara eða gerir jafnvel mistök sem verður framúrskarandi. Aðalatriðið er að þroskast, eflast við andstöðuna, hafa kjark og vizku, allt saman í bland.

Þetta er líka háð því hvernig andrúmsloft er í þjóðfélaginu. Undir Trump menningunni sem hefur áhrif hingað verður eitthvað skárra hér, og þó er þjóðin komin útí skurð að mínu áliti. Mikið þarf til.

Annars langar mig enn að fá langar og ítarlegar útskýringar á ESB, Evrópu og því öllu frá þér. Þú hefur verið svo góður í því.

Maður sér hina hefðbundnu jafnaðarmenn þrjózkast við og vilja ekki breytingar.

Þetta tekur óralangan tíma, þessar umbætur í Evrópu sem komast aldrei uppá yfirborðið vegna hræðslu við gamla drauga frá fyrri hluta 20. aldarinnar. Ég segi að fortíðin endurtekur sig yfirleitt ekki nákvæmlega eins. Það verða ætíð öðruvísi ógnir, en kannski með svipuðum hætti.

En ég er sammála að fólk þarf að taka með jákvæðni undir þessi umskipti í Sjálfstæðisflokknum og endurfæðingu. Það getur farið á báða vegu, illa eða vel. 

Ef stöðugt er verið að rífast innbyrðis er samstaðan ekki næg.

Ingólfur Sigurðsson, 9.2.2025 kl. 23:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur

Ef maður er of ungur þá er maður oftast nógu vitlaus til að hoppa á vagna sem renna hjá og líta vel út, en eru tortímandi þegar nánar er að gáð. Margrét hoppaði ekki á neinn slíkan vagn. Hún hefði til dæmis aldrei hoppað á Me-too-Stalínismann og hún vissi vel að tímarit á borð við Vogue gengi fyrst og fremst best inni á auglýsingastofum og hvergi annars staðar. Það vissi hún sannarlega manna best. Og slíkt þurfa formenn stjórnmálaflokka að vita, því annars vinna þeir ekki kosningar. Þeir þurfa að vita af eigin reynslu á eigin skinni.

Það vill svo til að Guðrún er stödd á sama stað á æfi sinni og Margrét var stödd á þegar hún varð formaður Íhaldsflokksins, og ég tel það vera rétta lágmarksaldurinn til að takast á við formennsku flokks á borð við Sjálfstæðisflokkinn.

Douglas Hurd utanríkisráðherra Margrétar sagði að menn yrðu að kunna eitthvað annað og að hafa gert eitthvað verulega annað og lengi áður en þeir færu í pólitík. Það hefur Guðrún svo sannarlega gert.

Allir sem eiga ævi eiga það sameiginlegt með öðrum að lifa æfi sína. Það er eini samanburðurinn sem ég kem með hérna. Rétti tíminn haggast ekki nema með lengri lífstíma fólks, þ.e honum seinkar en ekki hitt. Mannlegt eðli er þannig.

Mér finnst Guðrún vera á réttum stað á lífsleiðinni, af réttu kalíberi og með réttan bakgrunn og reynslu til að takast á hendur formennsku fyrir mesta stjórnmálaflokk Íslandssögunnar: Sjálfstæðisflokkinn.

Að ýmsu leyti minnir Guðrún mig á Geir Hallgrímsson. Róleg festa hennar og breidd minnir mig dálítið á hann.

Ég kann vel við hana og líst vel á hana sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2025 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband