Leita í fréttum mbl.is

Kanslaraefni CDU segist ætla að loka landamærum Þýskalands og Schengen á fyrsta degi sínum í embætti; varanlega

Taugaveikis-svæðið, myntbandalag ESB

Taugaveikisvæði Evrópu: myntbandalag ESB

****

Það nýjasta frá hinu sökkvandi Evrópusambandi meginlands Evrópu er það að Friedrich Merz kanslaraefni Kristilega demókrataflokksins (CDU) hefur dregið rauða línu umhverfis Þýskaland. Verði hann kanslari eftir þingkosningarnar í febrúar næstkomandi, þá segist hann á fyrsta degi sínum í því embætti ætla að loka opnum landamærum Þýskalands varanlega og loka Schengen-fyrirkomulaginu niður fyrir fullt og allt hvað Þýskaland varðar

Ekki er seinna vænna fyrir Þjóðverja að huga að slíku, því allt logar þar stafanna á milli vegna pólitískrar helstefnu Angelu Merkels flokkssystur Merz frá DDR í útlendingamálum, sem og í nær öllum öðrum málum. Þess utan hefur þriðjungur þýskra iðnaðarfyrirtækja nú flutt rannsóknar- og þróunarvinnu sína burt frá Þýskalandi. Þar virðist sviðin jörð vera helsti árangurinn af ESB-þátttökunni

Þýsku rassaköstin koma yfirleitt á 80-100 ára fresti. Það vita Rússar manna best. Allur er því varinn góður

Fyrri færsla

Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Merkilegt er þetta, að það eru firna mörg ár síðan manni fannst skipið þarna að sökkva í miðju ESB, en núna fyrst er farið að breyta um stefnu, heldur seint!

Hér má minnast á að menn eins og George Soros hafa grætt morð fjár á fjölmenningunni, og hafa fengið í lið með sér barnalega unglinga og ungt fólk í allskyns fjölmenningarverkefni - "allir græða á fjölmenningunni", þetta slagorð sem öskrað var af mestum krafti fyrir 10-20 árum síðan og Angela Merkel opnaði gáttirnar sínar.

George Soros er svona dæmi um píramídasvindlara sem "selur" fólk hugmynd sem grefur undan þjóðum og ríkjum.

Ég lít þannig á að Þjóðverjar séu gjarnir á að ganga mjög langt í öfgunum. 

Það má kalla það jafnaðarfasisma þegar aðrar raddir máttu ekki heyrast en fjölmenningardýrkun á þeim tíma, eins og þjóðernisfasisma um 1940.

Ég hef alltaf dáðst að svona pistlum frá þér, þegar ekki er verið að fara í grafgötur með það sem bæta mætti.

Því alveg eins og fyrir hrunið 2008 þá eru firna margir sem afneita þessu, sem þó augljóst er.

Það er einhver óskhyggja í bland við spillingu eða hrein og tær heimska í fólki, að vilja frekar trúa því sem ekki stenzt.

Það er loksins núna sem jafnaðarmenn eru að vakna svo víða, í Bretlandi, Evrópu, þegar "hægriöfgamenn" frá meira fylgi og ógna þeirra kyrrstöðu.

Já, þetta er þarfur pistill. Tímaskekkjan mikla er þessi stjórn sem er núna við völd, og tveir flokkar sem vilja í ESB.

Ingólfur Sigurðsson, 24.1.2025 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband