Leita í fréttum mbl.is

Ísland og Grænlandsmálið

Myntbandalagið sekkur

Hvað sem mönnum kann að finnast um milliríkjamál, þá sést hér svart á hvítu til hvaða aðgerða ríki eru tilbúin að grípa til að vernda þjóðaröryggi sitt

Í tilfelli Grænlands óttast Bandaríkin að Grænland lendi undir röngum hæl þ.e.a.s lendi undir áhrifavaldi öflugs ríkis eða stórríkis sem leitt geti til þess að það fái með tíð og tíma hernaðar- eða jafnvel herstöðvaraðstöðu á Grænlandi, undir sívaxandi áhrifavaldi "erlendra fjárfestinga" og sem í tilfelli t.d. Kína eru ríkisfjárfestingar kommúnistaflokksins

Í tilfelli Rússlands og Úkraínu eru rökin þau sömu. NATO verður ekki heimilað að fá herstöðvaraðstöðu í gerspilltri Úkraínu, vegna ótta Rússa við villta vestrið sem í tvígang tröllreið þar húsum undir Napóleon og Hitler á síðustu 213 árum

Ef menn skilja afstöðu Bandaríkjanna varðandi Grænland, þá ættu þeir einnig að geta skilið afstöðu Rússlands varðandi Úkraínu og NATO

Reglan um að ríki geti ekki aukið þjóðaröryggi sitt á kostnað þjóðaröryggis annarra ríkja, einkum nágrannaríkja, gildir líka hér. Sé hún virt að vettugi, eins og NATO hefur gert mtt. Rússlands, þá getur komið til stríðs, eins og háð er núna þar eystra

Ég skil afstöðu Bandaríkjanna mjög vel. Og ég skil afstöðu Rússlands mjög vel

Þetta var hins vegar óhugsandi fyrir aðeins nokkrum áratugum síðan. Þá var heimsáhrifavald Bandaríkjanna svo mikið að þeim varð vart skákað. Það tímabil mannkynssögunnar var hins vegar undantekningarástand, sem nú er lokið. Eins-póls heimur sá er nú horfinn og fleiri valdapólar eru aftur virkir á veraldarsviðinu. Heimurinn er genginn í samt lag eftir að þetta undantekningarástand eftirstríðsáranna leið undir lok. Heimurinn er ekki lengur ein samfelld rjúkandi rúst þar sem aðeins ein valdaþjóð var uppistandandi

Á þessu tímabili stunduðu Bandaríkin utanríkispólitík í gegnum NATO. En það er ekki lengur mögulegt því enginn hefur efni á NATO, ekki einu sinni Bandaríkin, og geta bandalagsins er einnig horfin. Það utanríkispólitíska valdatæki Bandaríkjanna er því hér með orðið bitlaust

Og þá þurfa Bandaríkin að endurskilgreina utanríkispólitíska stefnugetu sína í heiminum og þau valdatæki sem mögulegt er að notast við, því NATO er farið. Það er alveg farið - eins og allar félagsmálastofnanir í tilvistarmikilvægum málum enda

Lendingin fyrir Bandaríkin er auðvitað sú að þétta Monroe-regluna (e. Monroe Doctrine) og endurskipuleggja sig sem fyrst og fremst heimshlutaveldi í stað hins gamla heimsáhrifaveldis sem nú er að líða undir lok á hernaðargetusviðinu

Það er hollast fyrir okkur Íslendinga að styðja Kanann í þessu máli því eins og Björn Bjarnason bendir réttilega á: Grænlandi verður ekki sinnt eins og þarf, nema frá Íslandi

Kaninn ætti því að biðja okkur um að aðstoða Grænlendinga til einhverskonar sjálfstæðis því Kaninn er allt of stór í svona verk. Hann myndi bara trampa og ráfa þarna hjálparlaus um eins og fíll í kristalbúð. Enginn Kani myndi vilja búa á Grænlandi nema samkvæmt tilskipun. Við gætum hins vegar gert þetta fyrir þá. Kaninn myndi reka öryggis- og varnarmálin. Við getum þetta vel og reyndar betur en allir aðrir, því við erum nógu smá og því ekki ógn í augum Grænlendinga

Mér sýnist Trump ætla að láta verða af því að koma í veg fyrir að Grænland lendi á "vitlausum höndum", eða undir "vitlausum hæl". Danmörk sjálf ræður ekki við þetta, hún er allt of langt í burtu og þess utan að drukkna í Evrópusambandinu, enda er Danmörk fyrst og fremst bóla á afturenda Þýskalands. Hún er af raunpólitískum ástæðum bundin þar við þýskan girðingarstaur eins og til dæmis mynt Dana hefur nær ávallt verið. Danir raun-ráða þar litlu sem engu

Við gætum t.d. virkjað meira hér heima og hugsanlega selt rafmagn til Grænlands, haldið uppi flugsamgöngum og skipaferðum og séð Grænlendingum, plús Kananum, fyrir sjúkrahúss- og heilbrigðisþjónustu, ástamt herstöðvaraðstöðu hér heima. Íslenskur landbúnaður hefur þarna þarft verka að vinna

Heimurinn er breyttur

Fyrri færsla

"Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha


mbl.is Hvetur Evrópu til að „halda kúlinu“ gagnvart Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband