Leita í fréttum mbl.is

Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnaframleiðslu horfin

RÍKISSJÓÐUR FRAKKLANDS

Eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag lækkaði Moodys lánshæfniseinkunn franska ríkisins. Einkunnin sem Frakkland hafði var Aa2. Hið nýja lánstrausts- og endurgreiðslugetumat Moodys hvað ríkissjóð Frakklands varðar er því frá og með nú Aa3 - með stöðugum horfum. Í október hafði Moodys gefið út neikvæðar horfur fyrir lánshæfniseinkunn Frakklands og raungerðust þær á föstudaginn

Í septembermánuði síðastliðnum hækkaði Moodys lánshæfniseinkunn ríkissjóðs Íslands og er hún nú A1 - með stöðugum horfum. Það er þá einu þrepi fyrir neðan sjálfan stofnanda evrunnar: Frakkland

RÍKISSTJÓRN FRAKKLANDS

Rætt er nú um hvort að Francois Bayrou hinn nýi forsætisráðherra Frakklands muni geta lifað lengur af í því embætti en forveri hans Michel Barnier, sem sat í því í rétt rúma þrjá mánuði. Er Bayrou nú þriðji forsætisráðherra Frakklands á þessu ári

Í STJÓRNARHERBERGJUM FRAKKLANDS

Þar ræða menn í stærstu fyrirtækjum landsins um hvort að fyrirtækið eða hlutar þess skuli yfirgefa Frakkland eða ekki. Ofan í ýmsar aðrar ástæður er nú vísað til hins pólitíska óstöðugleika sem lagst hefur yfir landið. Og af evrulöndunum öllum eru frönsk fyrirtæki ekki þau einu sem íhuga slíkt, því hið sama er að gerast í Þýskalandi og víðar á evrusvæðinu

Stjórnleysi í löndum Evrópusambandsins fer hratt vaxandi í takt við fjölda þeirra nýrra flokka sem eldri flokkar útiloka frá ríkisstjórnarþátttöku. Á endanum leiðir slík stefna til pólitískra gjaldþrota eldri flokka því nýir flokkar fá að lokum hreinan meiri hluta eða þá að byltingar verða gerðar

BÚNIR AÐ STÚTA 25-35 ÁRA HERGAGNAFRAMLEIÐSLU

Samkvæmt skýrslu Center for Strategic and International Studies í Bandaríkjunum var Rússneski herinn búinn að stúta 18 ára hergagnaframleiðslu Bandaríkjanna á mörgum sviðum um þar síðustu áramót. Það er að segja þeirri hergagnaframleiðslu sem Bandaríkin hafa sent til Úkraínustjórnarinnar og sem Rússar hafa tortímt

Skýrsla CSIS um þetta mál kom út um þar síðustu áramót. Má því hið minnsta gera ráð fyrir því að Rússneski herinn hafi í dag, tæpum tveimur árum síðar, komið 25-35 ára hergagnaframleiðslu Bandaríkjanna fyrir kattarnef. Hér má sjá daglegt uppgjör rússneska varnarmálaráðuneytisins. Hér er niðurlag uppgjörsins sem kom í dag:

"In total, since the beginning of the special military operation, 650 aircraft, 283 helicopters, 38,064 unmanned aerial vehicles, 590 anti-aircraft missile systems, 19,844 tanks and other armoured fighting vehicles, 1,502 MLRS combat vehicles, 19,822 field artillery guns and mortars, and 29,326 units of support military vehicles have been neutralised."

Markmið Rússlands með hinni Sérstöku hernaðaraðgerð í Úkraínu er meðal annars að afvopna landið og koma þar á hlutleysi. Að Rússneski herinn sé í leiðinni einnig að afvopna allt NATO var sennilega ekki séð fyrir þegar vestrið hló sig stórt, undir slagorðum um að Rússland væri næstum því ekki neitt

Vona má að Rússland haldi sig við Sérstaka hernaðaraðgerð svo ekki þurfi að koma til þess sem Rússar kalla stríð, því þar yrði tappinn líklega algjörlega tekinn úr NATO-ríkjunum öllum

PS: Nýlega heyrði ég vitnað í Otto von Bismarck, sem á að hafa sagt: "að gera fyrirbyggjandi árás á Rússland er eins og að reyna að komast hjá dauða með því að fremja sjálfsmorð"

Fyrri færsla

Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það væri gaman að fá frá þér pistil um hrun Þýskalands og hvort það dragi bandalagið með sér í gjaldþrotið.

Rúnar Már Bragason, 19.12.2024 kl. 12:11

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já þessi pistill minnir á margt það bezta sem Gunnar hefur skrifað. Það er meira en grátlegt að fylgjast með Evrópu veslast upp innan ESB. 

Ég held að með innrás Rússa í Úkraínu sé endanlega búið að ógilda og afsanna það sem ESB var stofnað utanum. 

Það er að segja, friður í Evrópu verður ekki tryggður með ESB. Heldur ekki velmegun eða auðsæld, heldur þvert á móti hnignun, afturför og fátækt.

Hið gamla gildir og er satt, að samkeppni styrkir, stælir og eflir. Lönd með eigin menningu, gjaldmiðil, tungumál og ætterni, það er þetta sem gefur styrkinn og áhugann á vexti og viðgangi. Hitt er kommúnismi sem allsstaðar hefur leitt til ófarnaðar.

Ég hvet Gunnar einnig til að skrifa pistla um það hvernig aFD og fleiri flokkum hefur verið haldið frá stjórnmálum, og hvernig það stórskaðar Þýzkaland og önnur lönd í Evrópu. Þannig verður ekki endurreisn. Þessir flokkar eru íhaldsflokkar frekar en öfgaflokkar. Þar er ekki talað um nein grimmdarverk eða landvinninga eða stríð, heldur um að viðhalda en tapa ekki niður því sem áður var.

Ingólfur Sigurðsson, 19.12.2024 kl. 12:48

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlitið og athugasemd Rúnar.

Já það kemur að því að ræða þarf það mál, sérstaklega þegar haft er í huga að Þýskaland samanstendur af 16 sambandsríkjum, þar sem AfD-flokkurinn mælist stærstur í þremur þeirra og þar að auki næst stærstur í fimm ríkjum.

Í Saxlandi mælist AfD næst stærstur, munar 1,4 prósentum á honum og CDU/CSU, en upp að landamærum Saxlands liggur Þýringaland þar sem AfD er yfirþyrmandi stærstur.

Saxland liggur síðan upp að landamærum Tékklands og Póllands.

Bæjaraland er að ýmsu leyti ávallt vissri í brottfararhættu til Austurríkis, en landamæri þeirra liggja saman.

Í síðustu viku tífaldaðist raforkuverð í Þýskalandi og nágrannalöndum þess um skamman tíma. Þau mál eru bensín á allar glæður.

Stjórnmálin í Sambandsríkinu Þýskalandi eru að verða stjórnmálamönnum ofviða. Þeir eru því enn á ný að uppskera eins og þeir hafa sáð.

Frakkland er hins vegar mjög svo miðsýrt ríki og mun ekki leysast upp. En hængurinn á þeirri miðstýringu er hins vegar sá að hættan á miðstýrðum andbyltingum er því meiri. Því velta menn því fyrir sér núna hvort að Frakkar grípi til miðstýrðrar uppreisnar (e. revolt) núna vegna stjórnmálaástandsins. Það er alls ekki útilokað. Valdamenn og fyrirtæki bíða og vona að svo verði ekki.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.12.2024 kl. 13:24

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur

Mikið rétt hjá þér og því litlu við að bæta.

Svo sannarlega hefur Evrópusambandið ekki náð að uppfylla loforðin tvö um efnahagslega velsæld og frið í álfunni. Þvert á móti hefur tilvist þess komið í veg fyrir hagsæld og stuðlað að ófriði.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.12.2024 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband