Leita í fréttum mbl.is

Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"

M1 Abrams  2024-03-11

Mynd: Bandarískur M1 Abrams skriðdreki ristaður í sléttugrasarúst af Rússum í Úkraínu. Jafnmikið "tækniundur" og hin bandaríska Harpoon skotflaug danska sjóhersins sem "óvart" rústaði nokkrum dönskum sumarhúsum árið 1982 og sem enn á ný veldur sama draugagangi á Stórabelti og þá. Tvö dæmi um steinaldartækni vesturlanda

****

Þegar síldin kom í magni sem um munaði, þá gekk strax illa að manna síðutogarana. Síldin gaf einfaldlega meira af sér en sjómennska á síðutogurum, þó svo að vinnan væri síst skárri eða léttari á síldarbátunum. Og engum datt í hug að vinna við síldasöltun ef ekki fékkst vel borgað fyrir hana, miðað við annað sem ekki var í boði

Frá því rétt um og yfir 1970 gekk illa að fá verkamenn og handlangara í vinnu fyrir múrarastéttina í byggingariðnaði. Þá var verkamannastéttin að hverfa og daglaunamenn heyrðu þá þegar sögunni til. Hafnaverkamenn sömuleiðis

Þeir sem enn reka dekkjaverkstæði verða að breyta rekstrinum hjá sér yfir á breiðari grundvöll þannig að sá mannskapur sem er í vinnu á verkstæðunum snúi sér eingöngu að dekkjaskiptum á meðan ríkisstjórnin er svo innheimsk, illa gerð- og að sér að heimta að allir skipti um dekk á sama tíma og að menn megi ekki aka um á nöglum eins og þeim sýnist, þ.e. allt árið eða svo lengi sem naglarnir halda og munstrið er nógu djúpt

Í gamla daga, eða fram til ca. 1970, skiptu árstíðabundin dekkjaskipti minna máli því þá voru allir með sandpoka og snjókeðjur í skottinu og fóru helst ekki neitt

Hér heima þyrfti að margfalda sektir fyrir að aka á sumar- og heilsársdekkjum í snjó og hálku, en slíkt stendur einmitt fyrir dyrum í Svíþjóð eftir algjört helvíti umferðarhörmunga vetrarins þar í landi. Það er nefnilega ekki að hlýna á norðurhveli jarðar

Þeir sem þjást af inngrónum 101-naglaþyrnum í heilabúum sínum verða að læra að lifa með náttúrunni í stað þess að lifa náttúrulausir og á móti henni

Naglar og meiri naglar er nefnilega málið. Nokian Hakkapeliitta LT3 nagladekkin framleidd í Rússlandi eru bestu vetrardekkin, einkum í hliðarhálku og því einnig í flughálku eins og í vetur. Án þeirra kæmist ég ekki heim til mín og lítið þýðir að bíða eftir sandlausri Vegagerðinni í vesturumdæmi

Ég ætla bara rétt að vona að Íslendingar verði aldrei þannig að þeir sækist eftir að vinna vinnunnar vegna. Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu" ekki störfin

Við verðum aldrei próletaríat

Fyrri færsla

Engir rafbílar segir Apple


mbl.is Íslendingar vilja ekki þiggja störfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er djúp speki Gunnar og maður þarf tíma til að pæla í henni. Þú vitnar þarna í alræði öreiganna síðast með orðinu próletaríat. Við lifum í einhverskonar tegund af kommúnisma sem er blandaður nýfrjálshyggju og fjölmenningu, þannig að próletaríat verðum við ekki fyrren mikið breytist að minnsta kosti. En vorum við það ekki fyrr á öldum?

Ingvar frændi minn, sem stofnaði Barðann og Gúmmívinnustofuna vann í Bretavinnunni um 1942. Þótt hann yrði fjölfræðingur seinna á ævinni vegna sjálfsnáms, þá tók hann hvaða vinnu sem var í boði á þeim árum til að sjá fyrir fjölskyldunni. Afi var hinsvegar heppinn að eiga verndara, Guðmund nokkurn skipstjóra sem hafði séð hæfileika hans á Djúpuvík og kostaði hann til náms á Þingeyri og svo í Reykjavík, og leigði honum hús á Tjarnargötunni, í gömlu og grónu Reykjavík á góðum stað.

En Íslendingar nútímans held ég að þiggi gjafir Evrópusambandsins, og með EES samningnum og alþjóðaviðskiptum erum við eins og nýlenda Bandaríkjanna eða ESB. Enda allir stóru flokkarnir á þannig einhverskonar miðlínu kratismans.

En þegar ég les pistil þinn af gaumgæfni sé ég að þú kemur alltaf á óvart með allskonar gullkornum sem dýpka skilning á tilverunni.

Í svari mínu til Ómars Ragnarssonar held ég að ég hafi ekki tekið með í reikninginn þetta sem þú fjallar um, að Íslendingar hafa alltaf verið frekar stoltir, og voru það sennilega meira í þá daga. Þannig að menn voru jú ekki að taka hvað sem var, eins og þú segir, en ég tek dæmin úr minni fjölskyldu, þetta sveitafólk sem var að flytjast á mölina í stríðsbyrjun 1940, þá var skortur á húsnæði, og allir fátækir, mannfjöldinn mikill og fólk fegið að geta bjargað sér einhvernveginn.

Já fólk gat bjargað sér býsna vel hér áður fyrr. Nú eru kröfurnar svo miklar, börnin á námskeiðum, og lífið dýrt. 

Þetta með keðjurnar í skottinu er alveg rétt. Það var svo mikill snjóþungi í Kópavoginum þarna 1950 og árin á eftir að afi var með alltaf með keðjur í bílnum, og var hringt í hann næstum hvern morgun þegar snjóþungast var, og hann fenginn til að draga bíla í gang og losa úr sköflum. Þá voru nefnilega tiltölulega fáir sem áttu bíla og sjálfsagt að hjálpa. Auk þess sem það var auglýsing fyrir verkstæðið.

Ég hafði mjög gaman að þessum pistli, bæði gömul og ný sannleikskorn og svo þín sjálfstæða stefna sem maður saknar svo oft, að vera án rétttrúanaðarins pólitíska.

Þessi tónn er það sem vantar í umræðuna oft í dag, að vilja halda sjálfstæðinu. En öreigar geta Íslendingar orðið ef þeir byrja á því að verða andlegir öreigar en sæmilega eða vel staddir efnahagslega.

Katrín Jakobsdóttir sem forseti eða einhver eins og hún myndi auðveldlega fá þjóðina inní ESB eða hvað sem er, til að fylgja einhverri tízkusveiflu og vinsældum í eigin flokki.

Ólafur Ragnar Grímsson var ekki hátt skrifaður sem fjármálaráðherra á mínu heimili, en hann kom á óvart sem einn skásti forsetinn og merkasti.

Ingólfur Sigurðsson, 7.4.2024 kl. 01:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlitið Ingólfur.

Það er unun að lesa velskrifaða athugasemd þína. Hún er svo skemmtileg og fróðleg. Margþakka ég þér því fyrir heimsóknina og þakka kærlega fyrir mig.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2024 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband