Leita í fréttum mbl.is

Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?

Hvers vegna hringdi Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels einna fyrst í Kænugarðs-Zelensky? En það gerði hann þegar á fyrsta sólarhring árásar Hamas á Ísraelsríki

Ef það var ekki Netanyahu sem hringdi þá var það Zelensky sem gerði það, því skýrt var látið vita að samtal milli þeirra fór fram

Sem sagt: Ísraelsríki verður fyrir árás á sjálfa tilvist sína, því yfirlýst markmið Hamas er að þurrka Ísraelsríki út. Og eitt það fyrsta sem forsætisráðherra Ísraels undir árás gerir, er að hringja í eða taka á móti símtali frá gerspilltum Kænugarðs-Zelensky

Hvað fór þeim á milli?

Mín ágiskun:

a) Ef það var Zelensky sem hringdi þá sagði hann líklega: "það var ekki ég sem seldi þeim vopnin"

b) Ef það var Netanyahu sem hringdi, þá sagði hann líklega: "Hamas hefur ráðist á okkur með vopnum og peningum frá þér"

Á fyrstu 30 árum tilvistar Ísraelsríkis byggðu Gyðingar í sárum upp glæsta höll á hæstu hæð, þar sem áður var visnuð ruslahrúga

Á fyrstu 30 árum Úkraínu sem sjálfstæðs ríkis, frá upphafi tímatals, þá byggðu þarlendar ríkisstjórnir upp hvað? Jú fátækasta ríki Evrópu í auðlindaríkasta landi álfunnar. Byggt var niður, bæði efnahagslega og stjórnarfarslega. Það eina sem byggt var upp, var spilling og fátækt

Og síðan hófu Kænugarðsmenn að slátra Rússum árið 2014, með aðstoð Bandaríkjanna (NATO) - sennilega fyrir peninga

Fyrri færsla

Hlýtur að vera Rússum að kenna [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Það var Benjamin Netanyahu sem hringdi í Zelensky. Ástæða? Jú, að beiðni Bandaríkjamanna, hefur Ísrael sent ógrynni af skotfærum (fallbyssuskot)til Úkraníu. Benjamin hefur væntanlega sagt að það verði stöðvað í ljósi stöðu Ísraels.

Rússar hafa verið vonsviknir út í Ísraelmenn fyrir þessar sendingar en nóta bene, Sovétríkin og svo Rússland síðar hafa í sjálfu sér aldrei verið hliðholl Ísrael í stríðum þess síðarnefnda og beinlínis unnið gegn gyðingum. Það þrátt fyrir milljónir gyðinga ættaða frá Rússlandi séu búsettir í Ísrael og enn í Rússlandi.

Birgir Loftsson, 10.10.2023 kl. 18:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Birgir.

Við vitum ekki hvað rætt var um. En það væri náttúrlega hörmulegt ef vopn frá Ísrael hafa verið notuð gegn Ísrael, í höndum Hamas, fyrir tilstilli spillingarbælis Úkraínu.

Frá því að Rússland setti sig á Sýrland þá hefur það skilvirk verndað Ísrael með því að loka fyrir útskipunarlandleiðir fyrir terror frá Íran og NATO-ríkinu Tyrklandi gegn Ísrael. Það veit Jerúsalem vel.

Moskva er því ekki hress með það sem þú nefnir né heldur Mossad-stöðvar í Úkraínu.

Ég efast um að Benjamín lifi þetta pólitískt af.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2023 kl. 19:09

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lesendur vita kannski ekki enn hvers vegna árangur Hamasliða er svona mikill í þessari árás þeirra beint á almenna borgara, börn og gamalmenni í Ísrael.

Markmið Hamas er að drepa alla Gyðinga hvar sem til þeirra næst, eins og það var hjá Adolf Hitler og bandamönnum hans.

Árangurinn er svona mikill vegna þess að Ísraelsher og leyniþjónusta landsins voru steinsofandi og víðs fjarri átakasvæðinu. Enginn viðbúnaður var. Og eins og Birgir segir réttilega hafði hluti viðbúnaðarins verið fluttur til Úkraínu til að drepa Rússa og aðstoða þannig við að klára það illvirki sem nasistalið Hitlers hafði sett í gang sumarið 1941 - og sem stutt var dyggilega við af meðal annars flestum arabaríkjum og vesturhlutum Úkraínu.

Það er þessi hrikalegi öfugsnúningur sem fær mig til að segja að ég óttist að Benjamín Netanyahu lifi þetta mál ekki pólitískt af. Sama gildir um NATO.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2023 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband